Lögberg - 18.04.1929, Blaðsíða 6

Lögberg - 18.04.1929, Blaðsíða 6
Bls. «. LÖGBERG FIMTUDAGINN 18. APRÍL 1929. Mánadalurinn EFTIR JACK LONDON. Tíminn leiÖ, og Saxon var glöð og ánægð, og framúrskarandi iðjusöm og fann sér alt af eitthvað til að gera. Hún gleymdi heldur ekki Willa. Þegar fór að kólna í veðri, prjónaði hún smokka handa honum og hann lét þá oftast á sig þegar hann fór út úr húsinu, en kunni held- ur illa við þá, eg tók þá af sér, þegar hann fór að vinna og lét þá í vasa sinn. Hins vegar þótti honum mjög vænt um tvær peysur, sem hún prjónaði handa honum, og létta skó, sem hún gaf honum og sem hann brúkaði þegar hann var heima á kveldin. Mrs. Higgins reyndist henni ágætlega í þess- um efnum, og gaf henni margar upplýsingar, sem henni komu að góðu haldi. Saxon vildi hafa alt, sem hún bjó til, sem fallegast og full- komnast, en gætti þó sparseminnar æfinlega vandlega. Kostnaðurinn við að lifa fór vax- andi, því margt hækkaði í verði, en verkalaun- in ekki að sam skapi. Hér komu ráð Mrs. Higg- ins að góðu haldi, og henni átti Saxon það að miklu leyti að þakka, að henni varð miklu meira úr þeim peningum, sem Willi vann fyrir, held- ur en nágrannakonunum varð úr þeim pening- um, sem þeirra menn unnu fyrir. Á hverju laugardagskveldi, undantekning- arlaust, fékk Willi Saxon kaupið sitt, eins og það var, og aldrei spurði hann, hvað af pening- unum yrði, eða 'hvernig hún færi með þá, en hann hafði oft orð á því, að aldrei hefði sér lið- ið eins vel og aldrei hefði hann haft eins gott fæði eins og nú. En hún lét hann æfinlega taka nokkuð af kaupinu handa sjálfum sér, til að hafa fyrir vasapeninga. Hann mátti ekki bara taka það, sem hann hélt að mundi duga sér vfir vikuna, heldur vildi hún að hann tæki meira, ef hann skyldi langa til að brúka þá pen- inga til einhvers, fram yfir það vanalega. Hún vildi ekki, að hann segði sér neitt um það, hvernig hann eyddi vasapeningum sínum. “Þú hafðir alt af peninga í vösunum, áður en við giftumst, og því ættir þú ekki að hafa það alveg eins nú, þó þú sért giftur!” sagði hún. “Ef það í raun og veru fylgir hjóna- bandinu, þá vildi eg að eg hefði aldrei gifst þér. Eg hefi býsna glögga hugmynd um, hvað karlmennimir gera, þegar þeir hitta kunningja sína og eru kannske margir saman. Þeir veita hver öðrum, og eg vil að þú getir það ekki síður en hinir. Eg Iþekki þig svo vel, að ef þú getur það ekki, þá ertu ekki með kunningjum þínum, og það væri ekki rétt — gagnvart þér, á eg við. Eg vil, að þú sért með kunningjum þínum, því þú hefir skemtun af því, og það er gott fyrir þig.” Willi faðmaði hana að sér og sagði, að á- reiðanlega væri hún lang-bezta konan, sem Guð hefði nokkurn tíma skapað. “Þetta er alt í bezta lagi,” sagði hann. “Það er ekki aðeins, að eg lifi miklu betra og þægilegra lífi, heldur en nokkurn tíma áður, heldur er eg hreint og beint að græða peninga, eða öllu heldur, þú, ert að gera það fyrir mig. Eg hefi nú þig fyrst og fremst, sem er betra en alt annað. Hvo hefi eg alla þessa húsmuni, sem við borgum fyrir reglulega á hverjum mánnuði, og svo eigum við peninga á bankanum. Hvað mikið er það nú!” “ Sextíu og tveir dalir,” svaraði hún. “Það er ekki svo slæmt. Það getur vel verið, að við þurfum á því að halda, ef þú skyldir t. d. verða veikur eða meiða þig, eða ef eitthvert óhapp kynni að koma fyrir. ” Það var um miðsvetrarleytið, að Willi vakti máls á peningasökum við Saxon, og það leyndi sér ekki, að honum var töluvert óþægilegt að byrja á umtalsefninu. Hans ganili og góði vinur, Willi Murphy, hafði verið veikur af in- flúenzu í tvær vikur og var ekki búinn að ná sér og hann hafði beðið um fimtíu dala lán. “Það er alveg-Óhætt, ” sagði Willi. “Eg hefi þekt hann síðan við vorum litlir drengir og gengum saman á skóla, og hann er eins á- reiðanlegur eins og nokkur maður getur verið.” “Það kemur ekki málinu við,” sagði Saxon. “ Ef þú værir ógiftur, þá mundir þú hafa lánað honum peningana umsvifalaust, eða heldurðu það ekki!” Willi sagðist mundu hafa gert það. “Þá ættir þú að gera það alveg eins, þó þú sért giftur,” sagði hún. “Það sem við höfum, er þín eign.” “Nei, það er ekki rétt, að peningamir séu mín eign,” varaði Willi, “þeir eru okkar eign, °g mér gæti ekki dottið í hug, að láta þá af hendi við nokkurn mann, án þess að tala um það við þig. ” “Eg vona þú hafir ekki sagt honum það”, sagði Saxon. “Xei, auðvitað ekki. að kom honum ekki við og eg eg vissi, að þér mundi ekki falla það. Eg sagði honurn bara, að eg skyldi hugsa mig um þetta. Eg var alt af viss um, að þú mundir samþvkkja þetta, ef þú bara hefði peningana. ” “Elsku Willi minn!” sagði Saxon blíðlega. “Þú veizt það kannske ekki sjálfur, en eg má segja þér, að aldrei hefir þú sagt nokkuð við mig, sem mér hefir þótt vænna um en þetta.” Því oftar, sem Saxon átti tal við Mercedes Higgins, því lakar skildi hún hana. Samt komst hún fljótt að því, að gamla konan var mesti nirfill. Hún átti hálf bágt með að koma því saman við alla þá óskaplegu fjáreyðslu, er hún hafði sagt henni frá. Það var samt ekki svo að skilja, að hún væri nísk við sjálfa sig. Hún j t. d. gekk í dýrum fötum, sérstaklega nærfatn- aði. Hún gaf Barry Higgins góðan mat að borða, en sjálf borðaði hún miklu dýrari og betri mat, þó hvorttveggja væri á sama borð- inu. Það var t. d. alt af tvenskonar kjötmatur á borðinu, annar handa honum, hinn handa Jienni. Sama var að segja um kaffi og te, það bjó hún ávalt til í tvennu lagi. Kaffið, sem Barry fékk, kostaði ekki nema tuttugu og fimm cent pundið, og hann drakk það úr stórum bolla, þykkum og luralegum;- en það, sem hún drakk, kostaði að minsta kosti áttatíu og fimm cents, og hennar bollapör voru gerð úr næfurþunnu postulíni. Hann fékk líka bara mjólk í kaffið sitt, en hún hafði ávalt bezta rjóma. “Það er nógu gott handa karlinum,” sagði hún við Saxon. “Hann þekkir ekki annað betra, og kann ekki að meta það sem gott er, svo það væri synd og skömm að eyða því í hann.” Það leið ekki á löngu, þangað til Mercedes fór að leita fyrir sér, hvort hún gæti ekki gert einhver viðskifti við Saxon. Hún bauð henni að skifta við hana á hljóðfærinu sínu og þess- ari nýmóðins frönsku húfu, sem Saxon var þá nýbúin að Ijúka við og sem Mercedes dáðist mikið að. “Þetta hljóðfæri, er nokkurra dala virði,” sagði Mercedes. “Eg borgaði tuttugu dali fyrir það. Vitaskuld er nú nokkuð langt síðan, en það er enn fult eins mikils virði eins og húfan. ” Saxon leizt vel á þetta, og var fús á að skifta, en spurði hana samt, hvort hún ætlaði virkilega sjálf að brúka þessa húfu. “Nei, svona höfuðfat er ekki fyrir mín gráu hár,” sagði Mercedes blátt áfram. “Eg ætla að selja hana fyrir peninga. Það er það sem eg geri lielzt, þegar gigtin lætur mig í friði, að eg sel hitt og þetta. Eg þarf of mikið, til að geta vrerið ánægð, að þessir fimtíu dalir á mánuði, sem Barry vinnur fyrir, geti dugað mér. Eg þarf einhvern veginn að fá meiri peninga. Gömlu konurnar þurfa engu síður peninga, heldur en þær ungu. Þú reynir það einhvern tíma.” “Eg er vel ánægð með skiftin,” sagði Sax- on, “og þegar eg hefi peninga til að kaupa efni fyrir, þá skal eg búa til aðra.” “Jú, búðu til margar,” sagði Mercedes. “Eg skal selja þær fyrir þig. Eg verð auðvit- að að fá dálítil sölulaun. Eg get borgað þér sex dali fyrir hverja þeirra. Það er töluvert meira, en efnið kostar.” V. KAPITULI. Á þessum vetri gerðust þrír þýðingarmiklir atburðir. Fyrst var þá það, að þau Bert og María giftu sig og leigðu sér hús í nágrenni við Willa og Saxon. Annað var það, að kaup Willa var lækkað eins og annara manna í Oak- land, sem unnu samskonar vinnu, og að hann fór að raka sig sjálfur, sem hann hafði aldrei gert áður. Hið þriðja og merkilegasta var það, að Sarah hafði reynst sannspárri heldur en Saxon. Saxon var alveg stilt og róleg, þegar hún sagði Willa þær fréttir, að hún væri ekki kona einsömul. Fyrst, þegar hún varð þess vör, hvernig ástatt væri fyrir sér, hafði hún orðið bæði kvíðafull og hrædd. Hún kendi sinn veik- leika og hún fann til þess, að hún hafði enga reynslu í erfiðustu vandamálum konunnar. En þessi kvíði átti sér ekki langan aldur. I stað kvíðans, fyltist hugur hennar fögnuði og hún hlakkaði innilega til, að eignast afkom- anda — afkomanda sinn og Willa. Það vildi svo til, að kveldið, sem hún sagði honun\frá þessu, hafði honum verið tilkvnt, að kaup hans yrði lækkað eftir tvær vikur; en hann sagði henni ekki frá því í það sinn. Hann reyndi að gleyma því mótlæti í bráðina, en gladdist með konu sinni yfir þeim fréttum, sem hún hafði fært honum. “Hvað eigum við að'gera! Eigum við að fara á leikhúsið og fagna þannig þessum góðu fréttum?” spurði hann. “Eða kannske við ættum bara að vera heima, þú og eg, og — við öll þrjúí” “Eg vil helzt vera kjrr heima,” sagði hún. “Egr vil vera hjá þér, Willi. Altaf, altaf, altaf hjá þér.” Það var dálítið kalt í veðrinu og Willi bætti á eldinn og færði svo hægindastólinn út í eld- húsið og settist í hann og tók hana í fang sér og hún lagði höfuðið á öxlina á honum og hann vangann að hárinu á henni. “Við gerðum áreiðanlega rétt í því að gifta okkur,” sagði Willi, “þó við værum ekki að hugsa okkur um það í mörg ár, einsog sumt fólk gerir. Við höfum notið ástalífsins ekki síður fvrir það, þó við séum gift. Og svo þessar fréttir, sem þú hefir nú sagt! Hamingjan góða, þær eru svo ánægjulegar, að eg get varla trú- að, að þær séu sannar. Okkar barn, þitt og mitt! Litli snáðinn! Eg er viss um, að það verður drengur. Ef eg skal ekki kenna honum að beita hnefunum og verja sjálfan sig. Og þegar hann er sex ára, þá skal hann verða orðinn syndur eins og selur. ” “En ef það verður nú stúlka!” Ó, það verður stúlka, það er eg alveg viss um,” sagði Willi. Þau hlógu bæði og kystu hvort annað og voru hjartanlega glöð. “Eg ætla nú að breyta dálítið til,” sagði Willi eftir dálitla umhugsun. “Eftir þetta ætla eg aldrei að fá mér drykk með hinum piltunum. Eg ætla bara að drekka vatnið. Eg ætla líka að eyða minnu fyrir tóbak. Eg ætti að geta bú- ið til mína eigin vindlinga eins og aðrir. Þeir kosta ekki nema tíunda part á móti hinum. Svo get eg látið skeggið vaxa. Það kostar ekki meira að hafa barn á heimilinu, heldur en það sem rakarinn hefur út úr manni á hverju ári. ” “Ef þú ferð að láta vaxa á þér skegg, þá bara krefst eg hjónaskilnaðar hreint og beint,” sagði Saxon. “Þú hefir alt of fallegt andlit til þess, og mér þykir of vænt um það, til þess að það sé hulið. Elsku vinur minn! Eg þekti aldrei lífsins sælu, fyr en við fórum að vera saman.” “Ekki eg heldur. ” “Og það á altaf að vera svona!” “Já, það geturðu reitt þig á.” “Eg hélt altaf, að eg yrði ánægð hjá þér,” sagði hún, “en eg þorði aldrei að vona, að mér mundi líða eins vel, eins og mér líður. Engl- arnir eiga ekki betri daga, en eg á.” Willi sagði ekkert um það, að til stæði að kaupið hans yrði lækkað. Hann mintist ekki á það í tvær vikur, en þá kom að því, að hann kom heim með töluvert minni peninga, heldur en vanalega, og þá var ekki hægt að dylja þetta lengur. Bert og María höfðu þá verið gift í heilan mánuð og þau komu og borðuðu hjá þeim miðdagsmat á sunnudaginn og bar þá þetta mál á góma. Bert var alt annað en bjart- sýnn og lét hann á sér skilja, að líklega vrði hafið verkfall áður en langt liði í verksmiðjum j árnbraut a rf éla gsins. “Ef þið bara kynnuð allir að halda vkkur saman, þá mundi betur fara,” sagði María. . “Það er von, að verkveitendumir verði leiðir á þessum, sVokölluðu verkamanna leiðtogum, sem eru bara kjaftaskúmar, sem ekkert gera nema vekja óánægu og koma illu á stað. Eg verð veik af að hlusta á þá. Ef eg væri verk- veitandi, þá skyldi eg lækka kaup allra, sem hlustuðu á þá leiðinda seggi. ” “Þú tilheyrðir nú samt verkamannafélagi, þegar við unnum í þvottahúsinu,” sagði Saxon góðlátlega. “ Já, af því eg mátti til, því annars hefði eg ekki fengið vinnu þar, en að öðru leyti gerði það mér ekki nokkurt minsta gagn.” “En líttu á, hvernig þeir hafa farið með Willa,” sagði Bert. “Ekki var hann með neinn óróa, eða þeir sem með honum vinna. Alt sýndist sýndist ganga upp á það bezta. En svo fara þeir til alt í einu og setja niður kaup- ið hans um tíu af hundraði. Hvaða tækifæri höfum við svo sem? Ekkert, við töpum. Það er ekkert eftir fyrir okkur í þessu landi, sem við höfum bygt upp og feður okkar og mæður á undan okkur. Við erum að verða að engu, það svo sem leynir sér ekki — við, börn hinna göf- ugu forfeðra, sem yfirgáfu England til að leita frelsisins í Vesturheimi, og sém börðust hér í frelsisstríðinu og þrælastríðinu, og sem bygðu upp Vesturlandið. Hver hálf-blindur aula- bárður getur séð, að þetta er svona.” “Hvað ætlið þið þá að gera!” spurði Saxon. “Við ætlum að berjast, bara berjast. Land- ið er í höndunum á yfirgangsmönnum og ræn- ingjum. Hugsið þið um Southem Pacific járn- brautafélagið. Það ræður yfir Califomíu. ’ “Þetta er mesta vitleysa, sem þú ert að segja,” sagði Willi. “Þú hefir hálfgert óráð. Ekkert járnbrautarfélag getur ráðið við stjórn- ina í Californíu. * “Þú ert heimskur,’ sagði Bert háðslega. “Og einhvern tíma, þegar alt er orðið um sein- an, farið þið að skilja hvemig öllu er varið. Eg má segja þér það, að það er ekki glæsilegt. Hér mega menn ekki snúa sér við, nema með leyfi járnbrautarfélagsins. Hér hefir verið jámbrautarstjórn síðan löngu áður en þú og eg . urðum til. Það er ekki til neins að segja mér neitt um þetta. Það er úti um okkur. En það væri mér mikil huggun, ef eg gæti tekið þátt í ærlegum bardaga áður en eg dey og sýnt þess- um náungum, að eg er af þeim kominn, sem ekki létu sér fyrir brjósti brenna að standa í ströngu.” “ Hann gerir mig dauðhrædda með þessum ósköpum,” sagði María og duldi alls ekki, að henni líkaði stórilla. “Ef hann getur ekki stilt tungu sína, þá má hann reiða sig á, að hann verður rekinn úr vinnunni. Og hvemig fer þá fyrir okkur! Hann er ekki mikið að hugsa um mig. En það er eitt, sem eg get sagt ykkur með áreiðanlegri vissu, og >það er það, að eg ætla mér ekki að byrja aftur að vinn í þvottahúsinu. Það kemur ekki til mála, hvernig sem alt velt- ist,” og hún hélt upp hendinni, eins og hún væri að vinna dýran eið að því, sem hún sagði. “Eg svo sem skil fullkomlega, hvert þú ert að stefna,” sagði Bert heldur kuldalega. “Þú sérð ekki annað, og vilt ekki annað sjá, en þinn eigin stundarhag. Og þú kærir þig kollótta, hvort mér líkar betur eða ver. Ef þú ræður ein öllu, þá er alt gott og blessað frá þínu sjónar- miði.” “Þú getur ekki neitað því, að eg lifði heið- arlegu lífi, áður en eg kyntist þér,” sagði María, “og eg hefi gert það Ííka, síðan við kynt- umt, og það er meira en margar aðrar mundu hafa gert. ” Bert var rétt að því kominn, að svara í sama tón, en Saxon stilti til friðar. Henni fanst slíkt tal spá illu um framtíð þessara unguhjóna. Bæði vom bráðlynd og orðhvöss, og gættu þess ekki, að hafa vald á tungu sinni. Saxon fór til búðarmanns, sem hún þekti, og fékk hjá honum ýmar upplýsingar um ör- yggis rakhníf, og að því búnu keypti hún af honum einn þeirra. Næst þegar Willi ætlaði út til að láta raka sig, kallaði hún á hann inn , svefnherbergið og sýndi honum rakhnífinn og skeggbursta, og sápubolla og alt, er maður þarf til þess að raka sig sjálfur. Willi hrökk aftur á bak, og kom þó fljótt aftur og fór að skoða hnífinn og starði lengi á hann. “Þú ætlast ekki til, að eg raki mig með þesisu,” sagði hann loksins. KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. OfRce: 6th Floor, Bank of HamlltonChamber* “Því ekki það! Það gera ótal margir aðrir menn á hverjum degi,” sagði liún. Willi hristi höfuðið og ætlaði að fara út úr herberginu. En hún var ekki af baki dottin, þó hann tæki þessari nýjung ekki sem bezt. “Þú lætur raka þig þrisvar á viku,” sagði hún. “Það kostar fjörutíu og fimm cents, segjum hálfan dal, og það eru fimtíu og tvær vikur í árinu. Fyrir þetta fara því tuttugu og sex dalir á ári. Reyndu bara, góði minn. Þetta gera margir, og fellur vel.” Willi hristi höfuðið og það var auðséð, að honum fanst þetta alt vera mesta fjarstæða, þó hann vildi ekki hafa mikið á móti þ\ú, sem Sax- on sagði. En hún hló og kysti hann og lét hann setjast á stól þarna við segilinn. Svo breiddi hún handklæði á brjóstið á honum og tók svo burstann og bar sápuna á andlitið á honum. — “Nei, varastu að segja nokkurt orð, því þá fer sápan upp í munninn á þér,” sagði hún. — 0g þegar hún var búin að bera á hann eins mikla sápu, eins og hún hélt að hæfilegt væri, þá lagði hún frá sér burstann og nuddaði skeggstæðið með fingrunum. Hún sagði, að það hlyti að * vera nauðsynlegt, því þetta gerðu rakararnir. Hún hafði séð það sjálf. Þegar hún var búin að ganga frá þessu, eins og henni líkaði, þá fékk hiín honum hnífinn og sagði, að nú væri ekkert eftir að gera, annað en raka skeggið, og það væri lítill vandi. Hann tók við hnífnum, hálf-nauðugur þó, og byrjaði að raka sig; en ekki leið á löngu, þangað til hann hljóðaði upp yfir sig, eins og hann hefði meitt sig voðalega. Hann skoðaði sig vandlega í speglinum og sá afar-litlar rauð- ar rákir á efri vörinni, og 'hann hafði þá verið kominn mjög nærri því að skera sig til blóðs, og honum leizt ekki á blikuna. “Bíddu við, ofurlítið,” sagði hún. “Það verður að setja hnífinn rétt. Maðurinn, sem seldi mér hnífinn, sagði mér það. Sérðu þessa litlu skrúfu þarna? Nú er hann rétt settur. Reyndu hann aftur.” Willi tók við hnífnum og alt gekk ágætlega og hann var enga stund að fara yfir alt skegg- stæðið. “Þetta gekk upp á það allra bezta,” sagði Willi. “Þetta er mesta fyrirtaks verkfæri. Sjáðu nú bara hvemig þetta er gert.” Hann fór að þreifa á kjálkanum á sér með figrunum, og fanst ekki, að hann mundi vel rakaður, en Saxon sá strax, að hann var hvorki vel né illa rakaður, heldur alveg órakaður. Hnífurinn hafði ekki tekið neitt nema sápuna. “Þú ert bara alveg órakaður,” sagði hún. “Þetta er bara handónýtt verkfæri,” sagði Willi. “Mig grunaði það nú líka lengi. Þessi hnífur sker mann í andlitið, en skilur eftir alt skeggið. Eg ætla að halda mig að rakaran- um.” En Saxon vildi ekki gefast upp. “Þú ert ekki búinn að reyna hann enn nógu vel. Hann hefir líklega ekki verið rétt settur. Láttu mig sjá, hvort eg get ekki sett hann rétt. Já, nú sé eg hvernig hann á að vera. Berðu nú á þig meiri sápu og reyndu hann svo aftur.” Willi gerði þetta, og nú gekk alt betur en áður. Samt var hann að smá-kvarta um að þetta væri ilt verk og óþægilegt og hafði við orð, að þetta gerði hann aldrei aftur, en hélt þó áfram þangað til hann var búinn, og nú hafði honum hepnast að raka sig óaðfinnan- lega. Alt í einu var eins og hann rankaði við sér, að eitthvað væri enn ógert, eða öðruvísi en vera ætti. “Hvað er nú að?” spurði hún. “Hálsinn á mér er enn órakaður, hvernig á eg að geta gert það ? Eg verð að láta rakarann gera það.” “Saxon hugsaði ,sig um augnablik, og svo tók hún burstann og dýfði honum í sápuboll- ann. “Seztu nú niður, Willi.” “Hvað stendur til?” sagði hann. “Þú—” “Já, eg. Ef hvaða rakari sem vera skal, er nógu góður til að raka þig, þá ætti eg að vera það ekki síður.” Willi var ekki nærri vel ánægður með þetta og maldaði dálítið í móinn, en lét hana þó gera eins og hún vidi. “Nú er eg búin að þessu,” sagði hún, “og það er vel gert, rétt eins vel eins og þó rakar- inn hefði gert það, og eg get það svo hæglega. Þetta sparar okkur tuttugu og sex dali á ári og það er nóg til að kaup fyrir ýmislegt, sem við þurfum bráðum á að halda, þegar við verðum þrjú.” Jafnvel þótt Wiili hefði margsagt, að aldrei framar skyldi hann snerta á þessum rakhníf, þá lofaði hann Saxon engu að síður, eftir tvo daga, að hjálpa sér í annað sinn, til að raka sig með þessu undarlega verkfæri. “Það er ekki svo slæmt,” sagði hann þá. “Eg er að komast upp á lagið með að brúka þetta undarlega áihald, og eg finn að eg get brúkað það rétt eins og eg vil. Rakaramir ganga stundum svo nærri skeggrótinni, að and- litið verður sárt.” /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.