Lögberg - 18.04.1929, Blaðsíða 8
Bls. 8.
LÖGBERG FIMTUDAGINN 18. APRÍL 1929.
Brauð gert úr Robin
Hood mjöli heldur sér
milli þess sem bakað er
lii
FLOUR^
RobinHood
FLOUR
limited
ABYGGILEG PENINGA TRYGG
ING 1 HVERJUM POKA.
Ur bœnum
Mr. Vilhjálmur Vopnfjðrð, frá
Árborg, Man., hefir verið stadd-
ur í borginni undanfarna daga.
Á annan í páskum voru gefin
saman í hjónaband á Gimli, Rud-
olph Ole Otter og Thelma Ros-
en Bristow. Mr. Otter er af norðk-
um ættum, og éru foreldrar hans
búsettir á Gimli. Miss Bristow
•er dóttir William Herbert Bris-
tow og Friðriku konu hans. Gift-
ingin fór fram á heimili séra Sig-
urðar Ólafssonar og var fram-
kvæmd af honum. Heimili ungu
hjónanna verður á Gimli fyrst
um sinn.
Mr. Gunnar Erwin Bardal, kom
til borgarinnar síðastliðinn mánu-
dag á leið suður til Japlan, Mis-
souri, til |)ess að mæta þar C. A.
Wortham sýningafélaginu frá Li
Little Rock, Rrk., er hann ferðast
með framvegis um óákveðinn
tíma. Mr. Johnson er vafalaust
stærsti núlifandi íslendingur, og
virðist jafnvel fyrirferðarmeiri,
en nokkru sinni fyr.
“Vakna þú!”, ræða eftir séra
Gunnnar Benediktsson, verður
flutt á næsta Heklu-fundi núna á
föstudaginn þ. 19. þ. m. Allir G.
T. velkomnir. Fjölmennið.
Messuboð 21. april—Mozart, kl.
2 e. h.; Elfros kl. 7.30 (á ensku).
Allir hjartanlega velkomnir. —
Vinsamlegast C. J. O.
Við morgun guðsþjónustu í
Fyrstu lút. kirkju, á sunnudaginn
var, prédikaði japanskur prestur,
H. Inadomi að nafni. Hann er
maður lúterskur og fulltrúi lút-
ersku kirkjunnar í Japan á al-
heims þingi lútersku kirkjunnar,
sem haldið verður í Kaupmanna-
höfn í sumar. Sagði hann margt
fróðlegt frá kristniboðinu í Jap-
an, sem hann lét vel af. Sagði
hann að kristindómurinn væri
mjög að ryðja sér til rúms þar í
landi. Prófessor Inadomi er á-
gætlega máli farinn og sízt í
vandræðum með enska tungu.
Þann 28. marz andaðist í Geys-
is-bygð, á heimili hjónanna Jó-
hannesar Péturssonar og Salóme
konu hans, aldraður maður, Jón
Jónsson að nafni. Jón heitinn
var Borgfirðingur að ætt, og var
fæddur 19. des. 1848; foreldrar
hans voru Jón Magnússon ög
Ólöf Árnadóttir. Jón var maður
dverghagur og vel gefinn hæfi-
leikamaður. Fullorðinn kom hann
hingað til lands ásamt konu sinni.
Hafði hann um langa hríð stund-
að smíðavinnu í Reykjavík. Mun
hann fyrst hafa dvalið um hríð í
Winnipeg, síðar við íslendinga-
fljót. Um hríð bjó hann á Há-
landi í Geysis-bygð. Börn þeirra
hjóna dóu ung, nema einn sonur,
Ingvar að nafni, er dó rétt upp-
kominn maður. Þegar Jón heit-
inn misti konu sína, fékk hann at-
hvarf hjá fyrgreindum hjónum, og
hjá þeim naut hann ágætrar
hjúkrunar og umönnunar, til
hinztu stundar. Jón var jarðsung-
inn þann 5. apríl, að viðstöddum
nágrönnum og fornvinum. S. O.
Aðfaranótt þess 8. þ.m. andað-
ist í Árborg, Man., ungur dreng-
ur, að nafni Maurice Arndal Wil-
liam Bennett. Var hann sonur
Mr. og Mrs. Bennett, frá Winni-
peg Beach; er Mrs. Bennett dótt-
ir Mr. Árna Bjarnasonar í Árborg
og konu hans, en Mr. Bennett er
Englendingur að ætt, og er í þjón-
ustu Can. Pacific Railways. Arn-
ald litli var jarðsunginn frá lút-
ersku kirkjunni í Árborg, að
mörgu fólki viðstöddu, þann 9.
Þ- m- S. O.
TAKIÐ EFTIR.
Einhverjum kunningja minna
hefi eg lánað bækur þær, sem hér
skulu nefndar. Væri mér kært
að þeim og öðrum bókum, er eg
hefi lánað, yrði skilað sem fyrst.
Bækur þær, sem mig vantar, eru
þessar 1. Ræður séra Páls Sig-
urðssona'r; 2. “Óðinn”, árg. 1925,
1926, 1927, óbundið; 3. Bók eftir
Ástralíuhöfundinn F. W. Borch-
am; 4. “Mill on the Floss,” eftir
Geo. Elliott.
Sig. Ólafsson,
Gimli, Man.
Mr. S. R. Johnon frá Mountain,
N. Dak., kom til borgarinnar fyrri
part vikunnar.
Á sumardaginn fyrsta, hinn 25.
þ. m., verður samkoma haldin í
Fyrstu lút. kirkju, eins og aug-
lýst er á öðrum stað í blaðinu.
Allir íslendingar í þessum bæ
kannast við þessar sumarmála-
samkomur, því þær hafa haldnar
verið í kirkjunni ár eftir ár og
unnið sér miklar vinsældir, eins
og þær eiga skilið, og eru ávalt
afar-vel sóttar. Auks ágætrar
skemtunar og veitinga, hefir fólk
þar tækifæri til að óska hvert
öðru gleðilegs sumars, að íslenzk-
um sið.
Mr. Bjarni Marteinsson, Hnausa,
Man., var staddur í borginni í
gær.
Töpuð
Brún hryssa, með þrí-kantaða,
hvíta skellu á enni; þyngd 1000
til 1100 pund.
Finnandi er beðinn að gera
svo vel og tilkynna undirrituðum,
gegn góðum fundarlaunum.
G. Paulson,
Box 86, Arborg, Man.
í borginni voru staddir í þess-
ari viku, þeir J. B. Johnson, Björn
B. Johnson og Tryggvi Fjeldsted,
allir frá Gimli.
WONDERLAND.
öllum þykir æfinlega gaman að
sjá Rin-Tin-Tin og aldrei er hann
betri heldur en í kvikmyndinni
“Land of Silver Fox”, sem Wond-
erland leikhúsið sýnir seinni part
vikunnar, sem er að líða. Aðra
mynd sýnir leikhúsið jafnframt,
sem heitir “The Gate Crasher”,
og þykir sérlega skemtileg.
Fyrstu þrjá daga af næstu viku
sýnir leikhúsið kvikmynd, sem
heitir “The Night Watch”. Þar
leikur Miss Dave aðal hlutverkið
og einnig Donald Reed og Paul
Lukas.
TENDERS FOR COAL
EALED tenders addressed to the Pur-
chasing Agent, Department of Pub-
lic works, Ottawa, will be received at
his office until 12 o’clock noon (day-
light saving),Wedne.iday, May 1, 1929,
for the supply of coal for the Dominion
Buildings and Experimental Farms and
Stations, throughout the Province of
Manitoba, Saskatchewan, Alberta and
British Columbia
Forms of tender with specifications
and conditions attached can be obtained
from G. W. Dawson, Chief Purchasing
Agent, Department of Public Works,
Ottawa; H. E. Matthews, District Res-
ident Architect, Winnipeg, Man.; G. J.
Stephenson, District Resident Archi-
tect, Regina Sask.; Chas. Sellens, Dis-
trict Resident Architect, Calgary, Alta.;
and J. G. Brown, District Resident
Architect, Vlctoria, B.C.
Tenders will not be considered unless
made on the above mentionel forms.
The right to demand from the suc-
cessful tenderer a deposit, not exceed-
ing 10 per cent. qf the amount of the
tender, to secure the proper fulfilment
of the contract, is reserved.
By order,
S. E. O’BRIEN,
Secretary.
Department of Public Works,
Ottawa, April 5, 1929.
Rose Leikhúsið.
Rose leikhúsið hefir skemtilega
kvikmynd að sýna, þar sem er
“Me, Gangster”. Allir vilja sjá
Joe Brown og allir kannast við
hann, ekki síður en Walker borg-
arstjóra í New York.
Athugasemd við
“Opið bréf”
f Lögbergi 11. þ.m. birtist “Gp-
ið bréf til S. H. frá Höfnum”, und-
irritað af S. B. Benedicíson. Efni
bréfsins er nokkurt ágrip af því,
sem höf. segir að fram hafi farið
á fundi Málfundafélagsins 24.
marz, þar sem hr. Björn Magnús-
son, veiðimaður, var málshefjandi
um spursmálið “Því var ekki
Rússum boðið á þúsund ára þings-
afmælishátíð íslands?”
Höf. segir, að Málfundafélagið
“hafi orðið fyrir þeim heiðri, að
fá góðan gest á fundinn, hr. J. J.
Bildfell, formann heimfarar-
nefndarinnar” — — “Tálaði hann
all-langt og snjalt erindi.” —
Maður gæti nú háldið, eftir svona
inngang, að höf. myndi sýna þess-
um “góða gesti” þá sanngirni og
hlutleysi, að herma rétt frá því, I
sem hann lagði til málanna, en I
því er ekki að heilsa. Sannleik-
anum er svo herfilega misboðið í
frásögninni, að eg hygg að þeir,
sem fundinn sátu, muni furða sig
á óskamfeilni höfundarins, að
bjóða félögum sínum og almenn-
ingi annan eins ósanninda sam-
setning.
Bréfritarinn egir, að ræðum. (J.
J. B.) hafi “fundið núverandi
stjórn íslands margt til foráttu.”
Að hann hafi sagt, að “Jónas frá
Hriflu stjórnaði einn íslandi”.
“Gaf oss það fyllilega í skyn, að
það myndi vera næst skapi þessa
alræmda Jónasar, að taka dallana
(trollarana) af þeim ríku”------
— “Að Bolsar í Reykjavík væru
harðsvíraðir, samvizkulausir harð-
tjórar” — “Að þessara manna
vinur myndi Jónas vera.”
“Hann (J. J. B.) sá ekkert nema
gjöreyðileggingu þjóðarinnar, ef
þessi voða stjórn héldi lengi völd-
um.”
Líklejja verða þeir færri “góðu
gestirnir”, sem fengjust til að
flytja erindi á fundum Málfunda-
fél., ef þeir ættu yfir höfði sér
aðra eins fregnritun og þetta
opna bréf.
Sá, sem þetta ritar, var staddur
á fundinum og finnur sér skylt
að bera það, að Hr. J. J. Bildfeil
viðhafði ekkert af þessum ofan-
greindu setningum, né heldur
“gaf hann fyllilega í skyn” nokk-
uð, sem mætti byggja þær á. Hann
hallaði ekkert á stjórn íslanðs,
og mintist aðeins vingjarnlega og
með virðingu á Jónas frá Hriflu
dómsmálaráðherra, sem mikilhæf-
an stjórnmálamann.
Eg vil ekki lengja mál um
fleira í þessu “opna bréfi”, vildi
aðeins hnekkja skaðlegri mis-
sögnunum, enda má hitt skoðast
að mestu sem meinlaust rugl út í
bláinn.
Friðrik Sveinsson.
Athugasemd. — Ofanskráð grein
er dálítill óviljandi miskilningur.
Fundargjörð þess fundar, er hr.
F. Swanson minnist á, var sam-
þykt af fundarmönnum.
Tillaga sú, sem samþykt var 24.
marz, og síðar birt i Lögbergi, var
samþykt af F. SWanson eins og
öðrum.
F. Sw^nson heyrði ræðu hr. J.
J. Bildfells eins og aðrir og að
hann misminnir svo mjög í sam-
bandi við hana, er engin sök á
félagið, né því nokkurt reiðiefni.
Hr. F. Swanson og aðrir les-
endur Lðgbergs, eru vinsamlega
beðnir að athuga það, að þó eg
EF ÞÉR hafið í hyggja að byggja, þá tryggið yður hjá oss
TIMBUR
The Mc.Arthur Lumber & Fuel Co., Ltd.
Cor., Princcss & Higgins Avc., Winnipcg:. Simi 86 619
segi satt frá aðal atburðum máls-
ins, þá segi eg það með mínu orða-
lagi, en ekki J. J. Bildfells. Það
er andinn, en ekki bókstafurinn,
sem ræður. “Bókstafurinn deyð-
ir, en andinn lífgar.” Málfunda-
félagið hefir samþykt andann, en
F. Swanson mótmælir bókstafn-
um. með virðingu,
S. B. Benedictsson.
DÁNARMINNING.
Síðastliðinn nóvember andað-
ist á heimili Mr. og Mrs. M. And-
erson, í grend við Riverton, Man.,
ekkjan Margrét Sigurðardóttir
Guðmundsson. Hún var fædd 27.
júní 1877, í Skiðsholtum í Mýra-
sýslu. Foreldrar hennar voru
Sigurður Ölafsson bóndi þar, og
kona hans, Kristín Þórðardóttir.
Hjá foreldrum sínum ólst hún upp.
Var hún tuttugu ára, er móðir
hennar dó. Dvaldi hún hjá föð-
ur sínum unz hún giftist Pétri
Guðmundssyni frá Hólmakoti, í
Hraunhreppi í Mýrasýslu. Komu
þau hjón til Canada árið 1900, og
settust að í Fljótsdal í Geysis-
bygð, í Nýja íslandi. Af fyrra
hjónabandi átti Pétur heitinn
einn son, Guðmund, er býr í
Fljótsdal; komi hann ásamt föður
sínum og stjúpu hingað til lands
og var ávalt hjá þeim.
Pétur og Margrét eignuðust 5
börn. Tvö dóu í æsku; tvö mistu
þau á ungþroska-aldri, Sigurð
Kristinn, er fórst í Winnipeg-
vatni, og Ragnhildi, er dó 17 ára
úr barnaveiki. Eitt bam þeirra,
Rannveig að nafni (Mrs. John-
stone), er til heimilis í Winnipeg,
og stjúpsonur áður nefndur.
Pétur heitinn, maður Margrét-
ar, dó 1924; hafði hann liðið
miklar og langvinnar þjáningar.
Stundaði kona hans hann með
stakri umhyggjusemi, með aðstoð
sonar hans. Eftir dauða manns
síns fór hún til hjónanna Bjarna
Jakobssonar og Halldóru konu
hans, og var hjá þeim um tveggja
ára bil. iSíðar ■ dvaldi hún hjá
Rannveigu dóttur þeirra hjóna og
manni hennar, Magnúsi Ander-
son, og á heimili þeirra dó hún,
sem áður er frá sagt. — Einn af
bræðrum Margrétar heitinnar var
Sigurður, sem um hríð var kenn-
ari við Mentaskólann í Reykja-
vík, faðir Sigurðar lyfsala og
skálds í Vestmannaeyjum. Hann
druknaði á Reykjavíkurhðfn. —
Guðmundur bróðir hennar drukn-
aði í Keflavík. ólafur bróðir
hennar dó ungur. Þórður, einn
bræðra hennar, bjó lengi í Skíðs-
holtum.
Systkinabörn við Margréti heit-
ina, eru Guðmundur Erlendsson
á Gimli, og Sigríður systir hans,
kona Auðnnar Johnson, búsett á
sama stað, og Þorbjörg Erlends-
dóttir, Mrs. Guðmundsson, búsett
í Riverton, Manitoba.
Jarðarför Margrétar fór fram
frá kirkjunni að Geysir, þann 22.
nóv., að mörgu fólki viðstöddu.
Með Margréti heitinni er góð
kona til moldar gengin, að dómi
þeirra, er lengst og bezt þektu
hana. Samferðamaður.
Möðruvallaskólinn
Á næsta ári á skóli þessi fim-
tugsafmæli, og virðist einhver
hreyfing vera í þá átt frá nem-
öndum skólans, að minnast af-
ROSE
Thurs. Fri. Sat. (this week) /
Big Double Program"
“ME GANGSTER”
with
TUNE COLLIER and
DON TERRY
and
AL. WILSON
Daredevil of the Air
in
“WON IN THE CLOUDS”
“Terrible People” No. 8.
Mon. Tues. Wed. (next week)
with SOUND
“BEAU BROADWAY”
Starring
AILEEN PRINGLE and
LEW CODY
A story of The-Man-About-
to Win and the wóman who
understands him.
CÖMEDY - Also - NEWS
mælisins á einhvern hátt, og tel
eg það bæði lofsvert og sjálfsagt,
—skrifar Ferðalangur í Vísi ný-
lega.
Eg er einn af þeim mörgu gest-
um, sem komu að Möðruvöllum í
sumar sem leið, og skil því vel, að
nemendur þaðan eigi margar fagr-
ar endurminningar frá skólaár-
um sínum þar, því þar er óvenju
fagurt og staðurinn í þjóðbraut.
kirkja og vel hirtur kirkjugarður,
sem geymir marga dána merkis-
menn og sæmdarkonur.
Af skólanum, sem brann, sjást
nú engar minjar, og rétt aðeins
hægt að sjá, hvar hann hefir stað-
ið. í skólahúsinu bjó Hjaltalín
skólastjóri og frú Guðrún, og eina
minningin sýnileg um þau merk-
ishjónin er steinn, sem kallaður er
"Frúarsteinn”, og notaði frúin
steininn sem skemil, er hún fór á
bak hesti sínum.
Fornleifar eru þar engar sýni-
legar ókunnugum og ekki heyrði
eg getið um nein veruleg örnefni
frá eldri tímum. Engan hitti eg,
sem vissi hvar klaustrið nafn-
kunna hefir verið 1 landi jarðar-
innar, en helzt gizkað á, að það
hafi staðið þar, sem íbúðarhúsið
er nú. í því húsi bjó Stefán
skólastjóri, og hefir þótt stórt og
vandað á sinni tíð.
Möðruvellir eru eign ríkisins,
dýrmæt eign hvað landgæði snert-
ir, og því virðist mér hálfleiðin-
legt að sjá, hve staðnum hefir
verið sýndur lítill sómi hvað út-
lit staðarhúsanna snertir. Alt
virðist benda á, að málarakústur
hafi ekki komið nærri íbúðarhús-
inu síðan það var bygt, og tré-
verk alt utanhúss, gluggar og
gangrið virðist þarfnast bráðrar
endurbótar, ef alt á ekki að grotna
niður. Vitanlega er litið á þetta
með ferðamannsaugum, — en,
mun þetta ekki taka sig þannig
út í augum annara ferðamanna
eða svipað? Mér finst, að slíkum
stöðum, sem þjóðfrægir eru, og
eru í þjóðbraut, eigi eigandinn að
sýna sérstakan sóma, svo að á
þeim sjáist menningarástand
þjóðarinnar.
Sumarmálasamkoma
> í
FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU 1 WINNIPEG
undir umsjón kvenfélags safnaðarins
Fimtudaginn hinn 25. Apríl 1929
PRÓGRAMM:
Sálmur. Bæn.
1. Piano Solo ............ Mr. Charley Johnson
2. Upplestur............. Miss Margrét Björnson
3. Duet .... Mrs. Lincoln Johnson og Mrs. E. G. Bate
4. Ræða ................. séra Jóhann Bjarnason
5. Solo ..................... Mr. Alex Johnson
6. Fiðlu Solo................... Miss Pálmason
7. Solo ... ..’......... Miss Margrét Backman
VEITINGAR
Byrjar kl. 8.15. Aðgangur 35c.
Continuous Telephoiie 87 OZ5 Saturday
2.?it„. Wonderland «.X
Big Double Programme, Th ursdaj r, Friday, Saturd. this week
RINTINTÍN in “IAND of the SILVER FOX” with LEILA HYAMS GLENN TRYON in IhE GATE CRASHER with Patsy Ruth Miller
Also COMEDY
2 Big Features, Mbnday, Tuesday, Wednesday—Apr. 22-23-24
BILLIE DOVE
in
Th* “NIGHT WATCH”
*«"«.» “SINNERS PARADE’’
with V1CT0R VARC0NI aad D0R0THY REAIER
Also the COLLEGIANS
Að sjá um, að þetta og þvílíkt
væri gert, hygg eg að væri ljúft
verk að vinna fyrir nemendur
Möðruvallaskóla, en þó hygg eg,
að þeir hugsi til stærra verkefnis,
til að sýna ræktarsemi sína og
fræðslu-þakklæti, og væri þá að
minni hyggju vel til fallið, að
þeir gengjust fyrir því, að skóli
yrði stofnaður þar að nýju, ung-
lingaskóli eða lýðskóli. Þannig
gæti “Möðruvellinga”-nafnið hald-
ið áfram að lifa með þjóðinni,
með sömu sæmd og hingað til.
Þeir Möðruvellingar, sem bú-
settir eru í Reykjavík, ættu að
hefja byrjunarstarfið heldur fyr
en seinna. — Vísir.
The Cake Shop
70* SARGENT AVE.
Viö Toronto St.
Dainty Cookies, Light Tea Cakes
fyrir bridge samkomur og tedrykkj-
ur seinni part dags. Efnið I kökum
vorum á engan sinn llka. peir, sem
koma inn með þessa auglýsingu fá
ökeypis sýnishorn af vörum vorum.
Sérstakt fyrir Laugardag:
Raisin Pies ............15c
Apple Pies..............20c
Cherry Pies ............25c
Electrically
Hatched
BABV
CHICKS
“Fyrir afurðir, sem eg hefi selt
og það, sem eg á óselt hefi eg feng-
ið $125.00 ágöða af þeim $18.00, sem
eg i apríl I fyrra borgaði yður fyr-
ir 100 Barred Rock unga,” skrlfar
oss Mrs. C. B. Denny, Milden, Sask.
pessi vitnisburður, eins og margir
aðrir, sem oss berast án þess við
biðjum um þá, er oss sönnun þess.
að það borgar sig vel fyrir bændur
að fá eitthvað af vorum kynbættu
varphænum. Bók, sem er 32 bls. og
með litmyndum fáið þér gefins.
Hún gefur yður allskonar upplýs-
ingar um hænsni og hvernig með
þau á að fara. 10% afsláttur á öll-
um pöntunum fyrlr 1. marz.
Hambley Windsor Hatcheries, Ltd.
601 Logan Ave., Winnipeg, Man.
Hænu ungar, sem verða beztu
varphænur i Canada; ábyrgst að
ungarnir komi allir lifandi. Skýrsla
um kyn unganna látin fylgja þeim.
Ýmsar tegundir, svo sem Leghorns,
Barred Rocks, Reds, Anconas, Min-
orcas, Wyandottes, Orpingtons 12
mánaða tilsögn kostnaðarlaust. Út-
ungunarvélar og áhöld til að ala
upp unganá. ókeypis verðlisti.
Alex. Taylor’s Hatchery, 362 Furby
St., Winnipeg, Man.
RAMONA BEAUTY PARLOR
íslenzkar stúlkur og konur. Þeg-
ar þið þurfið að klippa, þvo, eða
laga hárið, eða skera eða fága
neglur, þá komið til okkar. Alt
verk ábyrgst. Sanngjarnt verð.
251 Notre Dame Ave.
Sími: 29 409
Inga Stevenson. Adelaide
Jörundson.
PRINCESS FLOWER SHÖP
Laus blóm—Blóm í pottum
Blómskraut fyrir öll tæklfæri
Sérstaklega fyrir jarðarfarir.
COR. SARGENT and VICTOR
Phone 36 102
SAFETY TAXICAB CO. LTD.
Beztu bílar í varöldinni
Til taks dag og nótt. Sann-
gjamt verð. Sími, 23 309.
Afgreiðsla; Léland Hotel.
N. CHARACK, forstjóri.
Fishermen’s Supplies Limited
Umboðsmenn fyrir—
Tanglefin Fiskinet, tilbúin af National Net and Twine Co.
Brownie kaðla og tvinna.
Vér höfum í Winnipeg birðir af
Tanglefin Fiskinetjum, með lögákveðinni möskvastærð.
Maitre kaðla og tvinna.
Kork og blý.
Togleður fatnað.
Komið og sjáið oss, þegar þér komið til Winnipeg, eða skrif-
is oss og vér skulum snda yður verðlista og sýnishorn.
FISHERMEN’S SUPPLIES, LTD.
401 Confederation Life Bldg. Winnipeg. Sími 28 071
Cresent mjólk er hrein
mjólk, rjómi, mjör, áfir, Cottage Cheese. Sími 37 101
CRESCENT CREAMERY COMPANY, LTD.