Lögberg - 25.04.1929, Blaðsíða 2
Bls. 2.
LÖGBERG FIMTUDAGINN 25. APRÍL 1929
Ritstjóri Heimskringlu, Laxness og Bandaríkin
1 Heimskringlu 3. þ. m. sýnir
ritstjórinn méf j)ann óvænta
sóma, að verja hartnær tveim
síðum af hinu dýrmæta rúmi
blaðs síns til þess að gera nokkr-
ar athugasemdir við ritgerð
mína “Laxness og 'Éandaríkin.”
Kveðst hann ekki vera að ”halda
skildi” fyrir Laxness. Þó dylst
engum, að ritgerð þessi er í raun
og veru ekkert annað en vörn
fyrir Laxness og skoðanir hans.
Grandskoðuð, eru ofangreind um-
mæli ritstjórans þá heldur ekki
annað en Pílatusar-þvottur. Sézt
það ljósast, þegar litið er -f “einu
ástæðurnar”, sem hann kveður
hafa legið að því, að hann fór að
skrjfa ritgerð þessa. En helzta
ástæðan er sú, að fyrnefnd grein
mín sé málsvörn fyrir ískyggi-
lega strauma í þjóðlífi Banda-
ríkjamanná. H|ér hefir ímynd-
unarafl ritstjórans hlaupið með i
hann í gönur. Hverjum, sem
vandlega les ritgerð mína og með
sæmilegri sanngirni, mun verða
erfitt að komast að þessari niður-
btöðu ritstjórans. Grein mín var
ekkert annað en leiðrétting á öfg-
unum hjá Laxness. Þar var ekki
mælt bót neinum “ískyggilegum”
stefnum í þjóðlífi eða menningu
Bandaríkja. Þvert á móti. Eg
nefndi t. d. sérstaklega þá bók-
ina, sem eg vissi einna óhlut-
drægasta um Bandaríkin, bók,
sem sannarlega segir frá löstum
þeirra eigi síður en kostum,
Amerida Comes olf Age, eftir
frakkneska lærdómsmanninn A.
Siegfried. Gat eg þess, að þar
væri ekki dregin fjöður yfir galla
vélaiðnaðarins eða aðrar misfell-
ur. Þá nefndi eg einnig helzt þá
mennina, er að því hafa unnið
djarfmannlega, að benda á helztu
mannfélagsmeinin í landi sínu.
Ritstjórinn hefir séð ofsjónir.
Hann er að reyna að telja sjálf-
um sér og öðrum trú um, að eitt-
hvað sé það í ritgerð minni, sem
þar er alls ekki.
Þá er ritstjórinn að fárast um
það, hve innviðarýr “vörn” mín
sé, að hún sé fremur rituð af vilja
en mætti, svo sem stundum vilji
verða, er menn bregðist undir
bagga með góðkunningjum sínum
o. s. frv. Þetta eru nú tóm
hreystiyrði. Sést það bezt á því,
að ritstjórinn ver ekki fjarri
tveim blaðsíðum til athugunar á
fáeinum atriðum í grein minni,
og gerir þeim þó ekki, sem sýnt
mun verða, sæmilega skil, og
mörg hin helztu lætur hann ó-
högguð standa. Hefði satt að
segja verið hendi næst, að snúa
ofangreindum ummælum upp á
ritstjórann sjálfan og þetta skrif
hans, en þau eru engar röksemd-
ir, og skal það því ekki gjört. En
á hitt má minna, að það hefði
ekki verið nema sanngjarnt af
ritstjóranum að geta þess, að eg
sagði það svo engum gat misskil-
ist, að eg ritaði grein mína eink-
um vegna þess, að mér blöskruðu
hinar órökstuddu öfgar Laxness.
En af einhverjum ástæðum
gleymdi ritstjórinn að geta um
þetta.
Lítum nú á, hversu innviðasterk
þessi vörn ritstjórans er. Hann
segir, að mergurinn í máli mínu
sé 1) neitun á jafngildi Uptons
Sinclair við ýmsa aðra samtíðar-
hðfunda í Bandaríkjunum, meðal
annars “frá bókmentalegu sjónar-
miði”; 2) andmæli mín gegn stað-
hæfing Laxness, er felst í orðun-
um: “Það er einkum til marks
um mentunarleysið í Ameríku” o.
s. frv.; 3) sú skoðun, er komi
fram í lok greinar minnar, að Lax-
ness megi eiginlega ekki láta þessa
skoðun í ljós, a. m. k. ekki með
annari þjóð.. Skal eg ræða atriði
þessi og röksemdir ritstjórans í
sömu röð og þau eru nefnd. Þó
vil eg benda á, að þetta þrent er
fjarri því að vera “mergurinn” í
grein minni; þurfa lesendur ekki
annað en líta á þau atriði, sem
prentuð eru þar með feitu letri.
Hvað viðvíkur fyrsta atriðinu,
er ritstjórinn nefnir, þá var það
hjá mér auka-atriði, fremur en
aðalatriði, en fús er eg á að ræða
það í sem styztu máli er eg get.
Hann kveður það “algerðan mis-
skilning” hjá mér, að halda, að
ástæðan fyrir lýðhylli SinClairs í
Evrópu kunni að vera sú, “að
hann lýsi Ameríku og amerísku
þjóðlífi eins og mörgum Evrópu-
mönnum lætur bezt í eyrum.” Þó
áréttir ritstjórinn þessi ummæli
með því að segja, að einhver
sannleikur kunni að felast í stað-
hæfing minni, nú eftir ófriðinn
mikla. Yerður þá vart lengur
sagt, að þetta hafi verið ”algerð-
ur misskilningur” hjá mér. Þá
vill ritstjórinn í þessu sambandi
halda því fram, að þar til á árum
ófriðarins mikla hafi, í Evrópu,
sú e i n skoðun verið ríkjandi al-
ment, “að Ameríka væri hið fyr-
irheitna land: hæli allra kúgaðra
og öllum löndum fremur griða-
staður persónulegs frelsis.”
Þetta er nú ærið hæpin stað-
hæfing, því ekki þarf annað en
að lesa amerísk tímarit dálítið
aftur í tímann, til þess að sann-
færast um það, að árum saman,
áður en ófriðurinn mikli hófst,
var önnur skoðun á Ameríku. Eg
skal nefna eitt dæmi þessu til
sönnunar. f ritgerð um amerísk-
ar bókmentir í Austurríki í “The
Literary Review” 22. des. 1923,
ræðir Louis Untermeyer — hann
er víðkunnur sem skáld, rithöf-
undur og ritdómari, — meðal ann-
ars, um lýðhylli Uptons Sinclair í
Evrópu, og farast svo orð: “Hin
síðari, og kannske einfaldasta á-
stæðan fyrir hylli Sinclairs með-
al Austurríkismanna (og, hvað
það snertir, líka meðal lesenda
hans í Þýzkalandi), er fólgin í
hinni g ö m 1 u skoðun Evrópu-
manna á Ameriku.” Og Untermey-
er bætir við, að samkvæmt þeirri
kenning sé Ameríka ekkert annað
en eyðimörk vélamenningar, og
Sinclair, að dómi Evrópumanna,
hrópandi rödd í eyðimörkinni. Eg
er því ekki einn um þá staðhæf-
ing mína, að sú skoðun, sem lýst
var að ofan, sé ekki til orðin síð-
an eftir stríðið, þó hún hafi auð-
vitað magnast síðan. Mér virðist
því, að nota mgi um fyrnefnda
staðhæfing ritstjórans, hvað þessu
viðvíkur orð hans sjálfs, að hún
sé misskilningur, en kannske
“fyrirgefanleg sökum ókunnug-
leika.”
Þá bætir ritstjórinn við: “Up-
ton Sinclair vann sér þetta álit í
Evrópu fyrir skáldasnilli sína.”
— Nokkuð eru nú skiftar skoðan-
ir þar um, jafnvel meðal Evrópu-
manna sjálfra. í grein Unter-
meyers, sem eg áður vitnaði til,
eru þessi ummæli Franz Werfel,
en hann er bráðgáfaður austur-
rískur rithöfundur: “Ritháttur
Sinclairs dregur ekki að sér at-
hygli vort.” Segir Werfel enn-
fremur að þfeim (honum og Iönd-
um hans) virðist ritmenska Sin-
clairs vera blaðamenska ein, en
blaðamenska af betra tæi. Kveð-
ur hann það vera hugrekki Sin-
clairs, örvænting hans og ein-
verutilfinning, er hrífi hugann, —
að hin augljósa tilhneiging hans
til að gera píslarvott úr sjálfum
sér, hrindi lesendum jafnvel eigi
frá honum.
Þá hneykslast ritstjórinn á því,
að eg sagði, að frá bókmentalegu
sjónarmiði væru ýmsir amerískir
rithöfundar Sinclair fremri, að
dómi hinna færustu gagnrýenda.
Nefndi eg nokkra hinna helztu
skáldsagnahöfunda amerískra, og
bætti því við, að fáir ritdómarar
mundu skipa Sinclair á bekk með
þeim, hvað “hreina snild” í
skáldskapargerð snertir. Til þess
að sjá, að eg fer hér með rétt
mál, þarf ritstjórinn ekki annað
en að lesa hina merku bók þeirra
Carl van Doren og Mark van
Doren: American and British
Literature Since 1890 (Amerískar
og brezkar bókmentir síðan 1890).
Báðir eru menn þessir skáld; eiga
yfir víðtækri þekkingu að búa;
eru alkunnir hér í landi og víðar
sem ritdómendur; eru og prófess-
orar í enskum fræðum við Col-
umbia University. Um Carl van
Doren má þess enn fremur geta,
að hann var einn aðal-ritstjóri
hins mikla bókmentaverks: The
Cambridge History of American
Literature, en til slíks eru engir
ódómgreindir miðlungsmenn
kjörnir. Ekki eru menn þessir
heldur kunnir að þröngsýni. Beri
ritstjórinn saman það sem þess-
ir menn segja um ' ritsnild Sin-
clairs og ritsnild hinna höfund-
anna, sem eg nefndi, mun honum
kannske hætta að finnast sá sam-
anburður broslegur. En ef Sin-
clair er eins ritsnjall og ritstjór-
inn vill vera láta, “langfrægast-
ur”, og “langsamlega atkvæða-
mestur nútíðar rithöfunda amer-
ískra, hvernig stendur þá á því,
að ýmsum merkum Evrópurithöf-
undum hættir til, að muna ekki
eftir honum, þá er þeir rita um
nútíðar bókmientir aroerískar?
Hugh Walpöle, skáldsagnahöf-
undurinn enski, ritaði grein um
nútíðar bókmentir amerískar í
Lundúnatímaritið “The Nation
and Athenaeum”, 4. júní 1927.
Nefnir hann þar sem hina helztu
rithöfunda Ameríku, marga þá
rithöfunda, er eg taldi upp, en
ekki er Upton Sinclair þar á nafn
nefndur. Hans er heldur ekki að j
neinu getið í bók Regis Michaud |
um nútíðar-skáldsögur amerískar,
The American Novel To-Day
(1928). Er Michaud þessi pró-
fessor við Sorbonne hásólann í
Paris, en hefir einnig kent í há-
skólum í Ameríku, enda er hann
eins og bók hans sýnir, þaul-
kunnugur amerískum bókmentum.
Hann ræðir að sönnu ekki um
alla ameríska skáldsagnahöfunda,
en segist hafa tekið til meðferðar
helztu snillingana, (The princi-
pal masters). Hefir hann því autf-
sjáanlega ekki talið Sinclair
þeirra á meðal.
Samanburður ritstjórans á lífs-
skoðun ýmsra þeirra skálda amí
erískra, sem eg nefndi, og lífs-
skoðun Sinclairs, afsannar eigi á
neinn hátt það, sem eg sagði um
ritsnild þeirra samanborið við
ritsnild hins síðarnefnda. Rit-
stjórinn vill gera lítið úr Cabell.
Það er þó á allra vitorði, að hann
er afburða “stílisti” (sbr. um-
mæli Michauds þar ,um í fyr-
nefndri bók hans). Þá segir rit-
stjórinn: “Því ekki- að nefna
Hemmingway?” Ekki hefði það
neinn glæpur verið, að nefna
þann manninn, sem Hugh Walpole
kallar athyglisverðasta rithöfund
í amerískum bókmentum á síð-
ustu tíu árum. Eða kannsée Wal-
pole hafi ekkert vit á skáldsög-
um?
Um hina höfundana, sem eg
nefndi, svo sem Tarkington, Ed-
ith Wharton, Willa Cother, og
Hergesheimer, segir ritstjórinn,
að tæplega sé ómarksins vert að
eyða orðum í ambandi við Sin-
clair.. Telur hann þá hvorki
hafa uppbyggingu né frásagnar-
snild til jafns við hann. Eg verð
að vera ritstjóranum algerlega ó-
samþykkur hér um. Uppbygging
þeirra kann að vera með öðru
móti, en uppbygging Sinclairs, en
að hreinni frásagnarsnild standa
þessir höfundar honum meir en
jafnfætis, að vægt sé að orði
komist. Hvað segja merkir ame-
rískir gagnrýnendur og lærdóms-
menn, er bezt þekkja til, hér um?
í bók sinni um nútíðarskáld-
sagnahöfunda ameríska, Contem-
porary Ameircan Novelists 1900—
1920 (1922), flokkar Carl van Dor-
en, sá er fyr var nefndur, alla
rithöfunda þá, er í málsgrein
þessari voru nefndir, undir fyrir-
sögninni art (snild, list), en Up-
ton Sinilair í kaflanum undir
argument (rökleiðsla). Segir sú
flokkun sína eigin sögu; og fult
eins ítarl^g skil gerir van Doren
höfundum þessum, sem Sinclair.
í bókum sínum um ameríska nú-
tíðarrithöfunda, Some Contem-
porary Americans 1924) og More
Contemporary Americans (1928),
ræðir prófessor Percy H. Boynton,
— hann kennir við Chicago Uni-
versity, — ítarlega þessa fjóra
áðurnefndu rithöfunda, en í
hvorugri þessara bóka sinna ger-
ir hann Sinclair að umræðuefni.
Og loks þetta: í hóp þeirra, sem
ritstjórinn taldi varla ómaksins
vert að eyða orðum um í sam-
bandi við Sinclair, er Edith Whar-
hon. Um hana segir William Ly-
on Phelps, að hún sé alment álit-
in (by common consent) fremst
núlifandi amerískra skáldsagna-
höfunda. (Sjá bókina Mirrors of
the Year, 1928, bls. 256). En dr.
Phelps er maður stórgáfaður, einn
hinn víðkunhasti ritdómari lands
síns, sérfræðingur í sögu skáld-
sagnagerðar, og um langt skeið
prófessor við Yale University.
Þetta nægir. Lesendur mega
sjálfir dæma um það, hvort þeir
menn, er nefndir hafa verið,
gagnkunnugir amerískum bók-
mentur, bæði víðmentaðir og sér-
fróðir, séu úfærir til að dæma
réttilega bókmentir þjóðar sinn-
ar, heldur en ritstjóri Heims-
kringlu. Lesendur mega velja
um, hvorri leiðsögninni þeir vilja
hlíta í þeim efnum.
Ritstjórinn spyr hvað eg eigi
við með “bókmentalegu sjónar-
miði”? Uppbyggingu? Kannske
að sumu leyti, en hreint ekki
fyrst og helzt, óg fer það auð-
vitað alt eftir því, hvað orðið
“uppbygging” á að fela í sér. Þá
um skáldsögur er að ræða mundi
eg fyrst gera þessar kröfur:
Eru lífs-myndir höfundar sann-
ar? Hversu takast honum skap-
gerðalýsingar? Hvað um frá-
sagnarsnild hans að öðru leyti?
Bein fræðsla — uppbygging í of
ríkum mæli — er bani sannrar
skáldlistar. Og einmitt þar finst
ERU NÝRUN 1 ÓLAGI?
“Nýrun gerðu mér mikil óþæg-
indi. Mér var ilt í bakinu og eg
var taugaveiklaður og allur úr
lagi genginn,” segir Mrs. B. Lea-
vitt, Sublett, Kans. “Eg reyndi
Nuga-Tone, og nú líður mér vel.
Eg mæli óhikað með Nuga-Tone
við alla, sem veiklaðir eru.”
Nuga-Tone hefir reynst þeim
mikil blessun, sem við stöðugan
lasleika hafa að stríða. Það hef-
ir veitt þúsundum karla og kvenna
aukna líkamskrafta og andlegt
þrek. Margir eiga það því meðali
að þakka, að þeir geta notið hvild-
ar og endurnærandi svefns.
Nuga-Tone eykur matarlystina og
bætir meltinguna. Það læknar
nýrnaveiki og blöðrusjúkdóma á
fáum dögum. Sömuleiðis hægða-
leysi, gas í maganum, svima og
höfuðverk og fleira þess konar.
Gerir fólk feitara og sællegra og
bætir líðan þess á margan hátt!
Það fæst hjá lyfsölum og það er
ábyrgst að það reynist vel.
mörgum ritdómurum Sinclair vera
einna mest ábótavant, að frásagn-
lagður á sannleiksgildi sumrar
unni, að eigi sé neinn dómur
lagður á sannleiksgildi sumrar
fræðslu hans. Um nýjustu bók
hans stendur t. d. þetta í “The
Saturday Review of Literature”:
“Sem list er skáldsaga hans
einskisvirði; sem “propaganda” er
hún afbragð.”
Þá er 2. atriðið, ummæli Lax-
ness um “mentunarleysið” í Ame-
ríku. 1) að fólki sé “grandgæfi-
lega varnað að afla sér nokkurra
upplýsinga um þjóðfélagsmál”,
2) að “í þeim efnum” sé “hver
ioo prcent Ameríkumaður hreinn
bjálfi.” Ritstjórinn játar það
sjálfur viðvíkjandi fyrra hluta
þessarar staðhæfingar Laxness,
að það kunni að vera, að Ameríku-
mönnum sé ekki beinlínis varnað
að leita sér upplýsinga um þjóð-
félagsmál. Játar hann því þar
með, að Laxness hafi ekki farið
með rétt mál hér. Heggur nú sá,
er hlífa skyldi. Að vísu bætir rit-
stjórinn við, að í reýndinni séu
hin upprunalegu ummæli Lax-
ness sanni næst (Leturbr. mín),
en það er auðvitað sama og að
segja að þau séu ekki alveg sönn.
Þegar ritstjórinn svo fer að
leiga rök að nefndum ummælum,
þá byrjar hann með þvi, að vitna
rangt í grein mína. Segir hann,
að þegar eg sé að andmæla þess-
ari ásökun í garð Ameríkumanna,
þá tíni eg til nokkur nöfn frjáls-
lyndra rithöfunda og tímarita,
sem hann nefnir.
Sé litið á ritgerð mína, sést, að
hér er algjörlega rangt með far-
ið. Eg nefndi enga frjálslynda
rithöfuna í þessu sambandi og af
tímaritum þeim, er hann nefnir,
aðeins “Hárpers” o|g “Forum”;
hin í alt öðru sambandi. Rit-
stjórinn blandar hér málum, og
gerir það næstu málsgreinar hans
næsta ruglingslegar, enda þarf eg
ekki að fást mikið við þær. Eg
benti á það, og rökstuddi með
fjölda dæma, að fjölda mörg hin
merkustu tímarit Bandaríkja
ræða þjóðfélagsmál meir en nokk-
ur önnur mál. Og því neitar rit-
stjórinn ekki. í þess stað fjöl-
yrðir hann um útbreiðslu ýmsra
tímarita og kemst að þeirri niður-
stöðu — með tómum ágizkunum,
eins og hann játar sjálfur, — að
þau hafi eina til tvær miljónir
kaupenda. Látum nú vera, að
þetta væri svo, er það nokkur
styrkur þeirri staðhæfingu, að
“fólki í Ameríku sé grandgæfilega
varnað að afla sér nokkurra upp-
lýsinga um þjóðfélagsmál’?, en
það er ritstjórinn að reyna að
rökstyðja. Mér finst niðurstaða
hans sanna hið gagnstæða, því
hann játar, að rit þau, sem hann
nefnir, ræði þjóðfélagsmál, hvað
sem stefnu þeirra líður, og svo
segir hann, að þau séu lesin af
li—2,000,000 manns. Er því sýnt,
að þessum mannfjölda hefir ekki
verið vamað að afla sér upplýs-
inga um nefnd mál, enda fært sér
það fræðslutækifæri í nyt. Svo
eru líka ýms tímarit, bæði þau,
sem eg nefndi, og önnur, sem víð-
lesin eru, og ritstjórinn taldi ekki
með í útreikningi sínum. Og ekki
má heldur gleyma, að öll stærri
vikublgÖ og dagblöð ræða þjóðfé-
lagsmál að meiru eða minna leyti,
og margir lesa þau.
í umræðum sínum um tímarit-
in segir ritstjórinn enn fremur,
að eg ‘grauti ólíku saman”. Vill
hann vera láta, að eg hafi nefnt
í sömu andránni tímaritin: “Na-
tion”, “The New Republic”, “Ame-
rican Mercury”, “Forum” og
“Harper’s”. Því fór algerlega
fjarri. Þrjú hin fyrsttöldu nefndi
eg sem dæmi þess, að ekki væru
öll umtalsverð tímarit “í hönd-
um stórauðsins”, svo sem Laxness
vildi vera láta. “Forum” nefndi eg
sem dæmi merkis-tímarita amerískra,
er ræða mjög þjóðfélagsmál, og
“Harper’s” nefndi eg fyrst, sem
dæmi tímarita í Ameríku, er
prenta meðal annars ritgerðir,
sem, beinlínis eða óbeinlínis, eru
andstæðar hagsmunum auðvalds-
ins, og einnig sem dæmi tímarita,
er oft ræða þjóðfélagsmál. Það
er því ritstjórinn, en ekki eg, sem
hér “grautar ólíku saman.”
Þó er eitt eftirtektarvert við
ummæli ritstjórans um tímarit
þessi. Hann segir: “ “Forum”
of “Harper’s” flytja margar mjög
“frjálslyndar” ritgerðir og eru að
ýmsu leyti meðal beztu tímarita
víðsvegar sinnar tegundar.” Eg
kann honum þakkir fyrir þessi
sönnu orð, en heldur koma þau í
bága við þessi ummæli Laxness:
“öll umtalsverð blöð og tímarit (í
Ameríku) eru í höndum stórauðs-
ins, og prénta ekkert, sem fer í
bága við hugðarefni hans.” (Let-
urbr. mín). Orð ritstjórans sýna
glögt, að Laxness hefir þá farið
hér með rangt mál.
Ágizkanir ritstjórans um það,
hve fáir lesi hin ýmsu tímarit á
bókasöfnum í Ameríku, sanna alls
ekki, að fólki sé varnað, að afla
sér upplýsinga um þjóðfélagsmál.
Mönnum er í hendi lagt, að not-
færa sér ritin, enda gera margir
það. Sama er að segja um get-
gátur ritstjórans um lestur þjóð-
félagsrita, nema hvað hann
gleymdi, að geta þess, að til eru
líka á söfnunum mörg þjóðfélags-
rit, meira og minna almenns efn-
is, eigi síður en vísindalegs.
Enn djarfmæltari gerist ritstjór-
inn nú. Hann segir sem sé “Og
þótt þjóðfélagsfræði sé kend við
menta- og háskóla þar (í Banda-
ríkjunum), þá er það víst mest
að nafninu til, að undanteknum
allra beztu háskólunum.” Það
hefði nú verið viðkunnanlegra
fyrir ritstjórann, að færa fram
einhver rök fyrir þessari ásökun
í garð hundraða menta- og há-
skóla amerískra. En hví gerði
hann það ekki? Hver veit nema
að honum yrði það ofurefli. Hitt
veit eg af eigin reynd um ýmsa
menta- og háskóla hér syðra (á
auðvitað þar með ekki við fræg-
ustu háskólana), að vandað er til
kenslunnar 1 þjóðfélagsmálum
eigi síður en öðrum námsgrein-
um, sérfróðir menn og lærðir
fengnir til þess starfa, enda mik-
il áherzla lögð á þessar náms-
greinar. Hér við Thiel College
verða t. d. annars árs nemendur
(sophomores), að leggja stund á
stjórnfræði (political science),
hagfræði, eða‘þjóðfélagsfræði, og
svipaðar kröfur eru gjörðar ann-
arsstaðar.
Þegar á alt er litið, fæ eg ekki
séð, að ritstjóranum hafi farist
mjög myndarlega að sanna, að
fólki í Ameríku sé “gaumgæfilega
varnað að afla sér upplýsinga um
þjóðfélagsmál,” enda byrjaði
hann á því að játa, að þessi stað-
hæfing kunningja síns væri ekki
alveg sönn. Var þá ekki von að
vel færi.
Þá er hin staðhæfing Laxness,
að “hver 100 pro cent Ameríku-
maður” sé “hreinn bjálfi” í
þjóðfélagsmálum.
Áður en eg ræði þá ásökun
frekar, vil eg benda á tvent, sem
ritstjórinn hefir þegar sagt.
Hann segir, að þeir lesendur séu
“margir í Bandaríkjunum, þó
hlutfallstalan sé lág”, sem séu
upp úr því vaxnir andlega, að
lesa hin lélegri tímaritin, og lesi
því slík rit, sem “Forum” eða
“Harper’s”, sem ritstjórinn hrós-
ar, og kveður, sem satt er, stofna
til “debates” um ýms mannfélags-
mál. Ber þá svo að skilja, að
þessir “mörgu” séu hreinir
bjálfar í þeim málum eftir lest-
urinn? Eða er það víst, að engir
ioo procent. Ameríkumenn séu í
þessum, flokki? Enn fremur hef-
ir ritstjórinn komist að þeirri
niðurstöðu, að 1—2,000,000 manna
í Bandaríkjunum lesi slík ákveðin
umbóta-rit sem “Nation”, eða
jafngóð fræðirit sem “Forum.”
Er þá þetta fólk líka hreinir bjálf-
ar í þjóðfélagsmálum, að loknum
iþeim lestri ?’ Eða eru í þeim fjölda
engir ioo procent. Ameríkumenn?
Mér virðast þessar fyrri staðhæf-
ingar ritstjórans rýra að nokkru
sannleiksgildi þeirra ummæla
Laxness, sem hann fer nú að leiða
rök að.
Og hver eru svo rök ritstjór-
ans? Til að sanna það, að allir
100 per cent. Ameríkumenn séu
hreinir bjálfar í þjóðfélagsmál-
um, ritar hann langt mál um ýms
morð nýlega framin í Bandaríkj-
um. Þó fáfræði þeirra, sem að
þeim morðum standa, eigi . ásamt
öðrum orsökum, sinn þátt þar í,
þá fæ eg ekki séð, að öll langloka
ritstjórans þar um sanni það,
sem hún á að sanna, “bjálfaskap”
allra “ioo procent. Ameríku-
manna” í þjóðfélagsmálum. Eða
getur ritstjórinn sýnt fram á það
með gildum rökum, að allur þorri
þeirra, sem morð fremja þér
syðra, og fylgifiskar þeirra, séu
“ioo procent. Ameríkumenn” ?
Tóm mælgi i þessu efni sannar
ekki neitt.
Og ekki er næsta röksemd rit-
stjórans veigameiri, þegar hún er
krufin til mergjar. Hann segir:
“Enda er kunnugra, en frá þurfi
að segja, að sumir helztu upp-
eldisfræðingar syðra fullyrða, að
jafnvel um 75% af þjóðinni, sé
þar ekki (þ. e. að þroska, þekk-
ingu og skilningi) betur staddur,
en sæmilega þroskaður tólf ára
gamall drengur”. Hér hefir rit-
stjóranum Víst fundist hnífur
sinn komast í feitt. En þegar nán-
ar er litið á, þá er hann bara að
vekja upp gamlan draug. Þessi
fullyrðing hans átti sem sé upp-
tök sín í hinum marg-umtöluðu til-
raunum, sem gerðar voru á stríðs-
árunum til að ákveða andlegan
þroska og hæfileika ameriskra
hermanna (Army Intelligence
Tests). Hvað segja þá sumir
þeir, sem hlut áttu að máli þessu,
og mesta hafa þekking og bezt
vit til þess að dæma um gildi
þessara tilrauna? Það vill svo
vel til, að eg hefi við hendina, í
“The Atlantic Monthly” fyrir
marz 1923, ummæli þess manns,
sem umsjón hafðíi með tilraunum
þessum. En það var prófessor
Robert M. Yerkes, kunnur sálar-
fræðingur, nú við Yale Univer-
sity.
Byrjar prófessorinn mál sitt
með þessari tilvitnun úr alþýðu-
tímariti: “Sálfræðisjegar til-
raunir á hermönnum hafa sýnt,
að það eru kring um fjörutíu og
fimm miljónir manna í þessu
landi (þ. e. Ameríku), sem al-
gjörlega skortir skynsemi. Þeir
ná aldrei meiri andlegum þroska
en tólf ára börn.” Og hann telur
til annað fleira af sama tægi og
úr sömu áttinni, svo sem: “Næst
eru tuttugu og fimm miljónir
gæddar meðal skynsemi” o. s. frv.
Sjá allir skyldleikann með þess-
um staðhæfingum og ummælum
ritstjórans hér að framan. Hvað
segir prófessor Yerkes svo hér
um? Hann segir svo (bls. 358):
“Þessi ummæi eru gott dæmi af
miklu því, sem ritað hefir verið
verið um ‘Army Mental Tests’. Eru
þau sönn? Nei. Er nokkur sann-
leikur í þeim fólginn? Rétt næg-
ur til þess að gera þau ósönn.”
Sýnir höfundur ritgérðarinnar
síðan fram á, hvers vegna þessu
er svo farið, bendir á hverja galla
og hvert gildi tilraunirnar hafi
að öðru leyti. Ætla má, að leggja
megi einhvern trúnað á ummæli
þess mannsins, sem bæði er sér-
fræðingur í þeim efnum, sem um
ræðir, og lang-kunnugastur öllum
málavöxtum. Og fróðlegt er, að
líta á, í þessu sambandi, hversu
hinir' ýmsu þjóða menn í her
Bandaríkja reyndust að andleg-
um þroska og hæfileikum sam-
kvæmt tilraununum. Lesi menn
skýrslu prófessor Yerkes (bls.
364), þá kemur þetta í ljós: að t.
d. Danir, Svíar, Norðmenn, Irar
og Canadamenn reyndust að með-
altali óþroskaðri andlega en
Bandarík j amenn. Kannske þeir
séu þá ekki eins miklir “bjálfar”,
Ameríkumennirnir, eins og þeir
ritstjórinn og Laxness vilja vera
láta!
Þá er síðasta sönnun ritstjór-
ans til staðfestingar ásökuninni
um “bjálfaskap ’ Ameríkumanna.
Hún hljóðar svo: “Eða er það til
dæmis ekki ægilegur áfellisdóm-
ur á pólitiskan vanþroska almenn-
ings, að alkunnugt er, að mikill
fjöldi manna frá einmitt sann-
mentuðustu stéttunum, kveðast
ekki, ef spurðir eru, vilja taka
neinn raunverulegan þátt í póli-
tík landsins, af því að það sé ó-
mögulegt, nema að ‘útata sig á
henni’?” Mér varð á að brosa,
er eg las þessa röksemdaleiðslu
ritstjórans. Því eg hefi iðulega
heyrt því haldið fram, bæði á ís-
landi 0g í Canada, að margir
sannmentuðustu mennirnir og
hæfustu, vildu ekki taka þátt í
pólitík, til þess að “ata sig ekki
út.” Hér mun því vera um al-
mennan sannleik að ræða, frem-
ur en sérstætt ástand í Ameríku.
Næta málsgrein ritstjórans í
garð þeirra, sem æpa að umbóta-
mönnum, er út í hött, hvað mig
enertir. Enda segir ritstjórinn
sjálfur, að eg skrifi virðulega um
slíka menn ameríska.
Þá kem eg að þriðja meginat-
riði ritstjórans. Hann segir, að
sú skoðun komi í ljós í lok grein-
ar minnar, að Laxness megi eig-
inlega ekki láta fyrgreinda skoð-
un sína á Ameríku í ljós, a, m. k.
ekki með annari þjóð. Ekki fæ
eg með nokkru móti séð, hvernig
ritstjórinn dró þessa hugmynd út
úr niðurlagsorðum mínum. í-
myndunarafl hans hefir leikið
hann illa, að þessu sinni. Þessi
voru niðurlagsorð mín: “Laxness
virðist vera ant um mannlegar
hugsjónir; er það lofsvert mjög.
Líklega telur hann þar til hug-
sjónina um allsherjar bræðralag
og frið á jörðu. En það verð eg
að egja honum í fullri alvöru og
einlægni, að þeir, sem temja sér
að bera órökstudd öfgamæli þjóða
milli, stuðla ekki að aukinni
samúð eða vináttu þeirra meðal.
Þeir eru langt frá því að vera
velgjörðamenn mannkynsins.”
Hvað er hér sagt um að Lax-
ness megi ekki fara með hvaða
skoðun, sem honum sýnist? Alls
ekkert. Á hitt er bent, að hann,.
eða aðrir, sem fara með öfgamæli
þjóða milli, séu ekki að vinna
að aukinni sameining þeirra.
Ástæðan fyrir þessum niðurlags-
orðum mínum var ofur einföld.
Laxness byrjaði ritgerð sína með
því, að bera amerískum rithöf-
undum á brýn skort á hugsjóna-
ást. Mátti þá ætla, að hann gerði
sig ekki sekan um þann brestinn,
sem hann var að álasa öðrum fyr-
ir. En eg sýndi fram á, að með
öfgum sínum væri hann að vinna
á móti framkvæmd einnar hinnar
stærstu hugsjónar, allsherjar-
bræðralags hugsjónarinúar. Hann
hefir sjálfur skipað sér í flokk
þeirra (hvað þetta snertir), er
kjósa að sundra fremur en að
sameina. ^
Um niðurlagsorð ritstjórans get
eg verið fáorður.. Hann vill vera
láta, að niðurstöður Laxness um
Ameríku séu hinar sömu og nið-
urstöður manna eins og Villards
og Nearings. Eg held, að þar
kunni nú einhverju að skeika.
Hvergi hefi eg t. d. séð á prenti
eftir menn þessa hin fáránlegu
ummæli Laxness um það, hve
grandgæfilega Ameríkumönnum
væri varnað að afla sér upplýs-
inga um þjóðfélagsmál o. s. frv.,
þau ummælin, er ritstjóranum
tókst svo ófimlega að rökstyðja.
Og ekki þarf annað en bera sam-
an ummæli Laxness um blöð og
tímarit í Bandaríkjum og það,
sem O. G. Willard hefir aS segja
þar um í ritgerð sínni “The
Bright Side of the American
Press”, í hinni nýútkomnu merk-
isbók, Recent Gains in American
Civilization. Ekki mun ritstjór-
inn finna þar ummæli Laxness:
“öll umtalsverð blöð og tímarit’*
0. s. frv., er fyr voru nefnd.
Hvað því viðvíkur, að Laxness
segi ósatt um Ameríku, þá hefir
ritstjórinn sjálfur sýnt fram á, að
svo er, eins og eg hefi áður bent
á. Mencken nefndi eg ekki, og
læt hann því afskiftalausan. En
ritstjórinn sagði um hann, sem
satt er, að hann væri viðurkendur
bæði heima og erlendis; það mun
eiga við Evrópu. iSvo að þeir eru
þá fleiri en Sinclair, Ameríkuhöf-
undarnir, sem lesnir eru þeim
megin hafsins ! Ekki styður nefnd
staðhæfing ritstjórans ummmæli
Laxness hér um.
Legg eg það svo á dóm lesenda,
hversu ritstjóranum tókst vörnin
fyrir lagsbróður sinn.
Richard Beck.
Thiel College,
Greenville, Pa.