Lögberg - 25.04.1929, Page 4

Lögberg - 25.04.1929, Page 4
Bla. 4. LÖGBERG EIMTUDAGINN 25. APRÍL 1929 gx><=rr>o Xöabers Gefið út hvern fimtudag af The Col- umhia. Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Mí^n. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The "Lögberg-” is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Building, 695 Sargent Ave, Winnipeg, Manitoba. ----,n,----->nr- o<3 wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Sumar 1 dag er sumardagurinn fyrsti, þessi ó- glevmanlegi hátíðisdagur íslenzku þjóðar- innar. Það var hvergi nærri ávalt, að sól og sumar fylgdi í raun og veru sumardeginum fyrsta, heima á Fróni. Að minsta kosti vildi oft verða misbrestur á því í þeim hluta lands- ins, þar sem vér eyddum bernskudögunum. En hvernig svo helzt, sem viðraði, þá var þó ekki um það að villast, að á þeim tímamótum, hafði sumarið, og sumarhugsjónimar, fengið yfir- ráðin í mannssálinni. Drunginn og áhvggjurnar, sem ef til vill höfðu um langt skeið, hvílt á huga. þeirra eldri, er þvngri báru ábyrgðina, sópuðust á brott fyrir vonhlýjum vorblæ, er fór um hugann mjúkum móðurmundum, græðandi undir þær allar, er vetrarharkan hafði veitt. Og eftir að .sumri liafði skipað verið til öndvegis í manns- sálinni, varð í rauninni alt umhverfið sólríkt og sigurbjart. Hve óumræðilega innilegur var ekki sá fögnuður, er falst að baki kveðjunnar: Gleði- legt sumar ! Sumnrdeginum fyrsta heima á Fróni, var fagnað með innihaldsríkum hátíðabrigðum. Það var eigi aðeins, að fólk klæddist sínum bezta búningi, að loknum önnum, heldur fóru fram hliðstæð búningaskifti í sálarlífinu. Rödd gró- andans knúði fram samræmt bergmál í hverju mannle.gu hjarta. Það var nú ekki lengur nein- um vafa bundið, að sumarið væri komið, með gróðurmagnið, og hina eilífu endurynging í skauti sínu. Gleðilegt sumar! Fimtíu ára starfsemi Fyrir fáum dögum átti iðnráð Winnipeg- borgar hálfrar aldar afmæli, og yar þess veg- lega minst, með viðhöfn og hátíðabrigðum. Winnipeg var ekki nema örlítið þorp, er stofnun þessi hin áhrifamikla, fyrst hóf göngu sína. Hefir nú, eins og gefur að skilja, margt breyzt síðan, — Winnipeg komin í stórborga tölu, en iðnráðið orðið að fjölmennri stofnun, með djúptæk áhrif á efnalegan þroska borgar- búa, sem og Manitoba-fylkis í heild. Iðnráð Winnipegborgar, var stofnað með það meginmark fyrir augum, að hlynna að ný- gróðri á sviði viðskiftamálanna, og hvetja til aukins athafnalífs. Tilgangurinn var góður, og áhrifin hafa líka orðið næsta víðtæk. Stofnanir, sem þessi, hafa viðgengist um aldaraðir, og leitt til margvíslegra fram- kvæmda, þótt vafalaust hafi mátt sitthvað að þeim finna. Þær hafa eigi aðeins flýtt fyrir lausn hinna og þessara Gordions-hnúta, er stjórnir hinna ýmsu ríkja hafa átt við að stríða, heldur hafa þær jafnframt barist fyrir og hrundið í framkvæmd mörgum og mikilvægum nýjungum á sviði athafnalífsins, er alla borg- ara vörðuðu jafnt. Hafa þær látið sig jafnan mikln skifta, samgöngumál, tollmál, almenn verzlunarmál, námarekstur og margt fleira. Iðnráð Winnipegborgar, var stofnað 11. dag aprílmánaðar, árið 1879, og löggilt um sömu mundir. Var Hon. A. G. B. Bannatyne, hinn hinn fyrsti forseti þess. Hefir vöxtur stofnun- ar þessarar, og þroski Winnipegborgar, farið hönd'í hönd. “Aræði, dirfska, orka og kraftur, ein hafa náð til þess marks, er var sett,” sagði eitt af skáldum vor Islendinga. Er hér um ómótmæl- anlegan sannleik að ræða, er nær til allra þjóða jafnt. Það var hetjulund og framsýni hinna föllnu frumbyggja þessarar borgar og þessa fvlkis, er vörðuðu svo veginn, að bjartara er nú miklu umhorfs, en fjöldann mun hafa órað fyrir. 1 hvaða átt, sem litið er, blasa nú við aug- anu, víðtækar, ræktaðar lendur, og Winnipeg, sem fvrir fimtíu árum var aðeins þorpskríli, er nú orðin ein hin þýðingarmesta verzlunarborg Vesturlandsins. Arið 1879, var sára lítið um skipuleg bygð- arlög, vestan við Winnipeg. Tuttugu og fimm árum síðar, voru risnar þar upp blómlegar bygðir, sem stöðugt hafa verið að færa út kvíamar síðan. Um þær mundir, var hveitiræktin tekin að færast í aukana. Var það einkum Red Fife tegundin, sem öndvegið skipaði. Nú eru marg- ar aðrar hveititegundir komnar til sögunnar, svo sem Marquis, Garnet, og nú síðast Ceres tegundin. Búnaðurinn hefir tekið feykilegum stakkaskiftum, og má óhætt segja, að bændur Manitoba-fylkis, séu í engu eftirbátar stéttar- bræðra sinna í hinum eldri löndum. Mun hitt sönnu nær, að þeir, í mörgum tilfellum, standi feti framar. Velgengni bóndan^, og viðgangur Winnipegborgar, hafa jafnan átt samleið, og hefir iðnráð borgarinnar átt í því drjúgan þátt, að viðhalda innbyrðLs samræmi milli hinna ýmsu stétta, innan vébanda fylkisins, með því að sannfæra eina stéttina um gildi annarar. Nú eru hetjur þær, er grundvöllinn lögðu að framtíð Winnipegborgar, flestar eða allar komnar undir græna torfu. En á grundvelli þeim, er þær lögðu, hafa nú risið upp voldug iðn-fyrirtæki, sem starfrækt eru samkvæmt nýjustu og fullkomnustu viðskiftareglum. Afkomendur landnemanna fomu, em held- ur engir aukmsar, — þeir eru líka stórhuga brautrj'ðjeudur, þótt með öðrum hætti sé. Fyrsta árið, sem iðnráð Winnipegborgar var við lýði, taldi það eitthvað milli tíu og tutt- ugu meðlimi; en nú er meðlimatalan orðin nokkuð á þriðja þúsund. Þroskasaga W'innipegborgar, getur aldrei orðið réttilega skráð, nema því aðeins, að iðn- ráðsins verði jafnframt ítarlega minst, því svo drjúgan þátt hefir það átt í athafnalífi borgar- búa. / Eins og nú horfir við, mun mega víst telja, að á næstunni rísi upp hér í borg, hvert iðnaðar- fyrirtækið öðru meira. Era það nú einkum verksmiðjueigendur austanlands, er líta W7in- nipeg hýru auga, og ber til þéss aðallega tvent. 1 fyrsta lagi það, hve raforka er hér framúrskarandi ódýr, og eins hitt, hve skamt verður til markaðar, eftir að Hudsonsflóa- brautinni er lokið, og tengilína við hana hefir verið framlengd frá Winnipeg, svo sem Gyps- umville línan, sem miklar líkur eru til, að verði fyrir Valinu. Hvernig hér kann að verða umhorfs, að fim- tíu áram iðnum, er að vísu á huldu. Þó mun þess mega vænta, að framfarirnar hljóti að verða enn stórtígari og mikilfenglegri, en þær vora þá síðastliðna, hálfa öld, er hér hefir gerð verið að umtalsefni. Mannkynið hefir á öflum öldum, þarfnast framtakssamra leiðtoga, og gerir svo enn, og þá vitanlega ekki síður á sviði iðnmálanna, en öðram sviðum. íbúar Manitobafylkis, standa um þessar mundir á næsta mikilvægum tímamótum. Náma- héraðin era að opnast dag frá degi, með sína óútmálanlegu auðlegð. Á því sviði, er hag- sýnna foringja þörf, óeigingjarnra og þjónustu- samra foringja, er fyrir brjósti bera hag allra stétta jafnt. Skriður sá hinn mikli, sem nii er að komast, og í rauninni þegar er kominn, á námarekstur hér í fylkinu, stendur í beinu sambandi við starfsemi iðnráðs W7innipegborgar. Sú stofn- un, hefir varið til þess, bæði miklum tíma og miklu fé, að auglýsa náma-auðlegð fvlkisins, eigi aðeins innan vébanda þess sjálfs, heldur og út um allan hinn mentaða heim. Hefir iðn- ráðið með því' unnið hið mesta nvtjaverk, er metið skvldi að makleikum af fylkisbúum í heild. Yert er, að þess sé getið, að í tilefni af hálfr- ar aldar afmælinu, gaf iðnráð Wnnnipegborgar út sérlega vandað, og skrautlegt minningarrit, prentað hjá Columbia Press prentfélaginu. Innflutningsmál Það mun tæpast ofsagt, að innflutnings- málin séu ein af mestu og alvarlegustu vanda- málum sérhverrar þjóðar, eða að minsta kosti hefir reynslan verið slík í liðinni tíð. Að innflutningsmálin séu í eðli sínu sérmál hverrar þjóðar, verður í rauninni ekki um deilt. Þó era þau samtímis heimsmál, er að ( einhverju leyti varða flestar, eða allar siðaðar þjóðir. Ekki hefir því verið haldið fram, að Banda- ríkjaþjóðina, hefði skort til þess stjórnarfars- legan myndugleik, að innleiða lög þau um hlut- fallstölu innfljd;jenda, er einskorðuðu innflytj- endatöluna frá hverju ríki um sig, við hlutfalls- legan mannaflaí þaðan, er tekið hafði sér ból- festu, og öðlast þegnrétt í Bandaríkjunum. Þó er mörgum þjóðum enn, þann dag í dag, næsta gramt í geði yfir þeirri löggjöf, og telja hana í hæsta lagi rangláta. í ýmsum tilfellum, er andspyman gegn inn- flutningi, bygð á þjóðemislegum grandvelli eingöngu. Má þar til dæmis nefna Ástralíu, er undir engum kringumstæðum vill hleypa inn í landið, öðram en þeim, er til hinna hvítu þjóðflokka teljast. Svipaðar era ástæður þær, er- stjóm Suður-Afríku sambandsins, ber fram, gegn innflutningi frá Indlandi. Aðrar ástæð- ur, er venjulegast koma til greina, þegar um hömlur ge'gn innflutningi fólks er að ræða, era flestar fjárhagslegs eðlis, eins: og til dæmis þær, þegar verkalýður einnar þjóðar, amast við innflutningi verkamanna annars staðar frá, sökum ótta við það, að slíkt leiði til lækkunar á vinnulaunum. Alveg núna nýskeð, berast þær fregnir frá New Zealand, að stjórnin hafi ákveðlð að taka í taumana, og stemma að -mun stigu fyrir inn- flutningi þangað. Hér rætist það, sem oftar, að ekki er lengi að breytast veður í lofti. Þau era ekki ýkjamörg árin, sem liðin eru síðan, að stjóm þessa sama lands, varði til þess stórfé, að afla innfyltjenda, mestmegnis frá brezku eyjunum. Nú mun sannleikurinn sá, að stjórn- in haifi af reynslunni sannfærst um það, að fjöldinn allur af hinum innflutta lýð, hafi eigi reynst hinu nýju landbúnaðarkröfum vaxinn, auk; þess, sem fjöldinn allur hafi þyrpst til borganna, í von um liægri daga. En slíkt hafi, aftur á móti, aukið á atvinnuleysið þar, sem venjulegast var þó meira en nóg. Þótt Canada hafi hvergi nærri sömu sögu að segja, og New Zealand, þá hefir slíkt þó, því miður, komið fyrir oftar en einu sinni, í Sléttufylkjunum, að svipað ástand hefir átt sér stað. Það er nú ávalt að verða ljósara, með hverj- um deginum, sem líður, að hvorki útflutningur, né innflutningur fólks, getur skoðast sem var- anlegt meðal gegn atvinnuleysi. Stjóm sú, er um þessar mundir situr að völdum á Bretlandi, hefir nokkra reynslu fyrir sér í þessum efnum. Hún hét því í fyrra, og heitir því jafnvel enn, að ráða bót á hinu ískyggilega atvinnuleysi þar í landi, með því að flytja hundruð þúsunda af hinum atvirinulausa lýð til nýlendanna, og gróð- ursetja hann þar. Hver varð árangurinn? Enginn, eða jafnvel verri en enginn. Flutningur fólks úr einu landi í annað, með það fyrir augum, að ráða bót á þeim vand- kvæðum, sem frá atvinnuleysi stafa, hefir, þeg- ar alt kemur til alls, reynst verri en engin úr- lausn, því við það hefir að jafnaði miklu frem- ur dofnað en glæðst, ábyrgðartilfinningin hjá þeim, sem með völdin fóru. Fólksflutningar hafa átt sér stað frá alda öðli, og eiga vafalaust eftir að haldast við um ókomnar aldir. En sú kemur tíð, er mannkyn- ið sannfærist betur og betur um það, að hollur sé heimafenginn baggi, og mun þá verða meiri rækt við það lögð, að klæða heimalöndin, og gera þau vistlegri og lífvænlegri, í stað þess að ana út í óvissu í tvísýna leit eftir gulli og grænum skógum. Skipabyggingar Skýrslur yfir skipabyggingar á árinu, sem leið, bera ljóslega með sér aukið athafnalíf, á því sviði. Smálestatal skipa þeirra, er í hóp- inn bættust, var eitthvað um tvær miljónir og tvö liundruð þúsund, og er það um sex hundruð og fimtíu þúsundum meira, en á árinu 1927. Langmest var viðbótin á Bretlandi, eða ])ví sem næst 54%, af smálestatali allra hinna nýju skipa. Næst Bretlandi kom Þýzkaland, þá Holland, Frakkland, Danmörk og Svíþjóð. Tekið skal það fram, að í smálestatali því, ér hér um ræðir, er aðeins átt við fólks- og vöra- flutningaskip. Af hinum nýju skipum, eru 44% mótorskip, en 34%, brenna, olíu. Afgengurinn brennir kolum. Af þeim skipum, er Bretar bvgðu á þinu liðna ári, er hér um bil helmingurinn mót- orskip. Hlýtur slíkt að koma hart niður á kola- iðnaði þjóðarinnar, sem eins og kunnugt er, er í alt öðru en æskilegu ásigkomulagi. Bréf frá Owatta Eftir L. P. Bancroft. Þingstörfunum hefir lítið miðað áfram þessa síSustu viku. Mánudagurinn gekk til þess þess að ræða hjónaskilnaðarmál. Quebec og Ontario fylki hafa ekki dómsúrskurðarvald í þeim málum, og þess vegna koma þau fyrir sam- bandsþingið. Það er þingnefnd í efri málstof unni, sem rannsakar þessi mál, og ef ástæður, revnast fullnægjandi til skilnaðar, þá er fram- varp lagt fyrir efri málstofuna, sem ógildir þau, hjónabönd, sem um er að ræða. Eftir að þessi framvörp hafa náð samþykki efri mál- stofunnar, eru þau lögð fyrir neðri málstof- una til samþvkkis. A síðustu áram hefir þessum málum fjölgað mjög, og koma þau lang-flest frá Ontario-fylki. Hér er alment litið svo á, að fylkið sjálft ætti að höndla sín eigin hjónaskilnaðarmál. Laga- frumvarp þess efnis var felt fyr á þessu þingi. Afleiðingin af því varð sú, að margir þingmenn gerðu sér far um að vama því, að umrædd framvörp næðu fram að ganga í neðri málstof- unni, og með því móti neyða Ontariofylki til að taka þessi mál í sínar hendur. Mánudagurinn gekk í að varna framgangi þessa máls, og önn- ur tilraun verður gerð í sömu átt, þegar málið kemur fyrir þingið í annað sinn. Það er vel mögulegt, að þau þrjú hundruð hjónaskilnaðar- mál, sem nú eru fyrir þinginu, nái ekki fram að ganga á þessu þingi. Á þriðjudaginn lagði póstmála ráðherra til, að fjárlögin skyldu tekin til íhugunar, en and- stæðingarair báru fram breytingar-tillögu, er vítti póstmálaráðherra fyrir, að hafa ekki hækk,- að laun póstþjóna í sveitunum. Deginum öll- um var eytt til að ræða um þetta og þingið komst ekki að fjárlögunum fyr en kominn var tími til að slíta þingfundi, eða kl. 11 um kveldið. Á miðvikudaginn fór alt á sömu leið, nema hvað nú var póstmálaráðherra sakaður um að hafa látið flokksfylgi ráða gerðum sínum í em- bættisveitingum, gagnstætt Civil Service lög- unum. Það, sem eftir var af vikunni, gekk til að ræða það mál. Þegar umræðumar snerust um einstök atriði, gerði ráðherrann skilmerkilega og fullkomna grein gerða sinna, en þegar árásimar hafa ver- ið almenns efnis, hafa. umræðurnar stundum orðið all-heitar. Þegar þetta er ritað, hefir þinginu enn ekkert orðið ágengt með fjárlögin. Canada framtíðarlandið Frá Winnipegosis. Framh. Húsin, sem fiskimenn byggja sér til vetursetu, eru flest bjálka- hús með borðaþaki og gólfi, plöstruð, og fóðruð innan með hvítum byggingapappír; eru það góð húsakynni, björt, hlý og þokkaleg. Ekki er lífið mjög margbreytt í þessum fiskibúðum, ízt framan af vetri. Til dæmis: póstur berst þangað helzt aldrei, fyr en liðið er að jólum, þegar fi kiflutningsmenn koma; eru þá tveir stórhátíðisdagar hjá öræfa- búum, fyrst bréfa og blaðadagur, og svo jóladagurinn. Ýmislegt hefir fólk til að stytta sér stundir við á kvöldum og sunnuögum, svo sem bækur, smá- hljóðfæri og spil. Nú á síðari ár- um eru gramófóns orðin algeng, og nú síðast flytja margir radio- ið sitt með sér. Flytur það bygð- ina út í óbygðir, ef svo mætti að orði komast. Kringum þessi býli verða vilt- ar skepnur oft mjög gæfar; rjúp- ur og hérar ganga varla undan fótum manns, smáfuglar og íkorn éta úr hendi manns. Veitir þetta marga vánægjustund þeim, sem eru dýravinir. Enda spekj- ast þeir ekki svona nema þar sem fólki er þannig farið. Fiskveiði byrjar þegar ís er orðinn mannheldur. Draga menn sjálfir sleða með netinu og öðr- um útbúnaði. Fara þá flestir yngri menn á skautum, og gera alla ísvinnu á þeim. Verða þeir margir fimir og þolriir skauta- menn. Þeir eldri nota mann- brodda, að gömlum sið, og vinst býsna vel. “Kemst þó hægt fari,” sagði Njáll forðum. Menn sækja þessa vinnu hart. Fara í myrkri á morgnana og koma ekki heim fyr en í myrkri á kvöldin. Miðdagsmatinn hafa þeir með sér. Nú hafa menn tjöld, 'Sem hestar draga, þegar ís er orðinn hestheldur. Borða þeir þar inni, hita kaffi og hafa það hlýtt og notalegt. Margir hérlendir vitja um net sín í þessm tjöldum. íslendingum þykir það aðeins tímatöf. Tjöld þessi eru vanalega 10 fet á lengd og 6 á breidd. Eru þau þannig gerð, að grind er smíðuð ofan á hæfilega sleðameiða og tjaldið strengt þar yfir og fest niður í meiðana. Dyr eru með hurð á hjörum. Gólf er í fjórða parti tjaldsins. Á því er hitunarvél, eldiviður, nesti, og annað, er menn hafa meðferðis. Fyrir fáum árum sáust þessi tjöld varla. Komu alment í gang, þegar farið var að nota hesta í stað hunda við vetrarfiski. Áður voru menn skýlislausir og urðu að eta frosinn matinn úti á ber- svæði, ella vera_ matarlausir all- an daginn; og þann kostinn kaus margur. Ekki er kvillasamt í þessum ver- stöðvum; kvef og aðrar farsóttir gera lítið vart við sig; aðeins 5 dauðsföll, af veikindum, á 33 árum. Vertíðin endar venjulegast um miðjan febrúar. Byrja þá aðrir fardagar. Flestir ferðast með fiskflutningsmönnum éftir vatn- inu. Eru þá tjöldin sett á hesta- sleðana, er hafa stóra palla, sem gerðir eru til að hlaða á fiskköss- unum. Hver fjölskylda býr í sínu tjaldi, matreiðir og hefir alt eins og heima, en oft er þröngt í þeim tjaldbúðum. Fólk, sem hefir um og yfir 100 mílur að fara, er oft viku á leið- inni. Það er margt, sem tefur fyrir þessum lestamönnum. Fyrst og fremst að taka fólk og farang- ur í mörgum stöðum. Annar far- artálmi, og hann slæmur, eru sprungur þær, sem liggja víða um vatnið þvert og endilangt. Koma þær af straumum, sem rífa ísinn í sundur og hlaða upp jökunum í hnúka og hryggi, víða mörg fet á hæð. Geta gengið margir klukkutímar til þess að jafna þessa garða, svo að fært sé fyrir aíla lestina. Gengur þetta oftast slysalaust; þó getur annað orðið upp á með hesta. Skal hér eitt dæmi tilfært. Lestin var löng, 18 hestapör, með jafnmarga sleða og afar- þungt æki á hverjum. Níu fólks- flutningstjöld voru þar og og tvær fjölskyldur í sumum. Það munu hafa verið um 60 manns í þeirri för. Fremstir ‘fóru tveir úrvalsþest- ar með snjóplóginn, sem brýtur og skefur allan snjó af og gerir þannig góða braut. Varð þá ein 1 meir en priðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bak- verk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll- um lyfsölum, fyrir 50c. askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd Toronto, ef borgun fylgir. af þessum illræmdu sprungum á leiðinni. Var höggvið og rutt skarð í klakavegginn, reft yfir opna vatnið með viðum og mis- fellur allar fyltar með klaka- stykkjum og snjó, sléttað og troð- ið niður, unz álitið var fært yfir- ferðar. En þegar plóghestarnir fóru yfir, festi annar hesturinn afturfót í misfellu, sem á var. Plógurinn rann áfram og tók af fótinn um konungsnef. Var þá ekki um annað að gera, en skjóta blessaða skepnuna, þar sem hún var. — Gaspur og gleði hafði ver- ið meðal fólksins, en við þetta setti alla hljóða, og margir litu tárvotum augum á fallega kropp- inn jarpa, sem þarna lá nú einn eftir á ísbreiðunni. Margar sögur af ýmsu tagi, gæti sá sagt, sem á pennanum kynni að halda og oft hefir verið í þessum ferðalögum. — Tilkomumiklar eru þessar lest- ir til að sjá, þegar þær eru á freð. Og þar sem áð er yfir nótt, er gaman að horfa á sleðaröðina, þegar dimt er orðið, sem þá lítur út eins og dökk hóla-þústa, en tjöldin uppljómuð hið efra, sýn- ast sem skínandi krystallshallir, sem sagt er frá í gömlu, góðu æf- intýrunum, sem öllum þykir svo vænt um frá æskuárunum. Þegar svo loksins heim er kom- ið, verður fólk fegið að setjast um kyrt til næsta hausts. Á þeim tíma tekur það líflegan þátt í 611- um félagsmálum, sem á dagskrá eru. Ekki er næg atvinna í bænum fyrir alla, milli vertíða, verða því margir að leita sér atvinnu ann- ars staðar að sumrinu. Þetta ötula fiskífólk, er yfir- leitt hraust, lífsglatt og hjarta- gott. Áður en eg legg frá mér penn- ann, vil eg senda féein orð aust- ur um haf til sveitunga míns, Kristleifs frá Húsafelli, sem svo oft gleður landa sína vestan hafs með sínum hlýlegu og fróðleg bréfum, er allir Vestur-slending- ar, þó einkum Borgfirðingar, lesa með óblandinni ánægju og þakk- læti, og óska þess, að hann megi sem lengst njóta heilsu og handa. í Winnipegosis eru aðeins 5 Borgfirðingar: Guðmundur Guð- mundsson frá Sámtöðum; Þor- steinn Jónsson frá Hvammi í Hvítársíðu; Málfríður Friðriks- dóttir, kona hans; Ágúst Jónsson frá Syðstu Fosum, og Guðrún Helga Jörundsdóttir frá Búrfelli. Alt þetta fólk er við góða heilsu og líður að öðru leyti sæmilega. Að endingu bið eg guð að varð- veita alla íslendinga, hvar í heim- inum sem þeir búa. Skrifað í marz 1929. Guðrún H. Friðriksson. MARTIN- SENOUR ioo% HREINT MÁL I Endist lengur en annað mál, árum saman, af iþví það er ioo% hreint mál - ábyrgst - springur ekki né flagnar af og er drjúgt. Eitt galLdug- ar á 450 ferfet tvisvar sinn- um. Kaupið þetta drjúga og góða mál Muass C8»,.d 179 Notre Dame East Simi 27 391

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.