Lögberg - 02.05.1929, Blaðsíða 1

Lögberg - 02.05.1929, Blaðsíða 1
42 ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 2. MAÍ 1929 NÚMER 18 f?o<= U o i ^=>0 Helztu heims-fréttir 0J Canada iStjórnin hefir að undanförnu gert sér mikið far um að kynna sér alt, sem lýtur að siglingum um Hudsons flóann, og er þar sértaklega um innsiglinguna að ræða. Héfir hún haft þar nú í meir en ár menn og skip og loft- l'ör og margskonar útbúnað. Yfir- maður þessa leiðangurs, 'N. B. MóLean, hefir nú gefið skýrsilu um þessar rannsóknir, sem lögð h fir verið fyrir þingið. Segir þar meðal annars, að innsiglingin sé opin og hægt sé að sigla úm flóann án ísbrjóta, 120 daga aif árinu, eða hér um bil fjóra mán- uði að sumrinu og haustinu, eða frá 19. júlí til 16. nóvember. Sjálfsagt reynist þetta ekki eins öll ár, en vafalaust má gera ráð fyrir fjögra mánaða siglingu um flóann árlega. * * * Þess var getið hér í blaðinu fyr- ir skömmu, að Bandaríkja varð- skip hefði sökt skipi, seon “I’m Alone” hét og hafði mikið af á- fengi innanborðs, sem ætlast var til að kæmist til Bandaríkjanna, á ólöglegan hátt, vitaskuld. Skip- ið var frá Canada. Eigendurnir krefjast skaðabóta og halda því fram, að skipinu hafi verið sökt á ólöglegan hátt. Sýnist þar valda mestu um, hvar skipið hafi verið þegar varðskipið fyrst sá það og gaf því skipun um að gef- ast upp. Hafa töluverðar bréfa- skriftir milli stjórnanna, í Can- ada og Bandaríkjunum, átt sér stað síðan út af þessu, og hefir nú niðurstaðan orðið sú, að stjórnirnar hafa komið sér saman um að láta gerðardóm gera út um þetta mál. * * * Capt. Chas. Sutton flaug í síð- ustu viku frá The Pas til Winni- peg á tveimur klukkustundum og fimtíu mínútum. Þetta er hrað- asta ferð, .sem enn hefir farin verið milli þessara tveggja staða. Vegalengdin er 320 mílur. * * * Ný-útkomnar skýrslur sýna, að árið 1928 hafa 1,243 menn og kon- ur í Manitoba verið fundin sek um að hafa brotið vínbannslög fylkisin-s og námu sektirnar fyr- ir þau lagabrout samtals $122,200. Aldrei, á einu ári, hefir eins margt fólk í Manitoba, brotið áfengis- lögin, eða ekki svo uppvíst hafi orðið. Þeir voru 404 fleiri en ár- ið 1927. Þeir sem dæmdir voru til fangelsisvistar fyrir þessi laga- brot, voru 603, en árið 1927 voru þeir 309, og árið 1923 voru þeir ekki nema 117. Þeir sem áfengis- laganna eiga að gæta, segja, að það sé erfitt mjög, því bæði séu samtök um að flytja það inn í fylk- ið ólöglega og einnig sé það búið til í fylkinu -sjálfu. Þó telja þeir líklegt, að þetta muni smátt og mátt lagast. * * * John T. Haig, fylkisþingmaður frá Winnipeg og íhaldsmaður mikill, vill láta leggja niður fylk- isstjóra embættið í Manitoba og fela yfirdómara fylkisins að sinna störfum fylkisstjórans. Sama vill hann að öll fylkin geri og telur nægilegt, að það sé einn konungs- fulltrúi í landinu, en ekki einn fyrir hverja miljón manna, eins og nú sé. — -Sessunautur Haigs og flokkslfélagi, Joseph Bernier, tók þessari hugmynd mjög fjarri, og kvaðst aldrei ganga inn á það, að -hreyft væri við konungsvald- inu, eða það skert á nokkurn hátt. En líklega þarf hvorki Bernier né aðrir að óttast, að mikið verði við þessu hreyft, fyrst um sinn. * * * Hinn 30. apríl andaðist að heim- ili sínu, Lockport, Man., John McDougall, 83 ára að aldri. í hálfa öld hefir hann verið gæzlumaður (Sargent-at-Arms) í þingsal Mani- toba fylkis, en á því þingi, sem n'ú situr, hefir hann ekki getað K'egnt störfum sínum, sökum el-li °g lasleika. * * * Um helgina sem leið, létu 23 manneskjur lífið af bíl-slysum í Canada og Ðandaríkjunum. Aðr- ir 23 meiddust meira og minna, átta af þeim hættulega. * * * Störfum Manitoba þingsins mið- aði töluvert áfram í vikunni sem eið. Fyrir vikul-okin voru fjár- lögin samþykt, að undanteknum $46,000 útgjaldalið, og e ru þeir peningar aðallega ætlaðir til að borga kostnað-inn við konunglegu rannsóknarnefndina, og -er búist við, að hann verð að minista kosti $35,000. Ágreiningur nokkur hef- ir venið um það, hvort stjórnin ætti að borga lögmönnum Tayl- ors eða ekki. Sjálfur vill hann vitaskuld, að það sé gert og munu flokksmenn hans fylgja honum í því. En stjórnin er þar á annari skoðun. Hver n-iðurstaðan kann að verða, er ekki alveg víst„ þeg- ar þetta er skrifað. * * * Konunglega rannsóknarnefndin, sem nú lengi 'hefir verið að rann- saka ákærur F. G. Taylors gegn fylkisstjóminni í Manitoba, hefir nú lokið störfum sínum, hvað við- ví-kur sjálfri rannsókninni, en skýrslu sína eða úrskurð hefir hún enn ekki gefið, en vafalaust gerir hún það nú einhvern dag- inn. Litlar, eða engar, líkur eru taldar til þess, að nefndin, dóm- ararnir þrír, líti a-llir sömu aug- um á þetta mál, og er búist við, að skýrslurnar verði að minsta kosti tvær, eða kannske þrjár, sín frá hverjum dómara. * * * öllum virðist koma saman um, að byggja þurfi nú sem allra fyrst, nýjar byggingar fyrir há- skóla Manitba fylkis, en um hitt geta menn ekki orðið á eitt sátt- ir, hvar háskólinn eigi að vera, eða ekki enn að minsta kosti. Eru þar mjög skiftar skoðanir manna. Talað er um fjóra staði. Þar sem háskólinn er nú, á landeign bún- aðarskólans suður með Rauðánni, River Park og Tuxedo, suðaustan við -borgina. Þingnefnd, sem kos- in hefir verið til að athuga þetta vandamál, á úr vöndu að ráða, því skoðanir manna í þessu máli virðast altof skiiftar, til þess að allir geti orðið ánægðir. Enn er alveg óvíst, hvernig fram úr þessu vérður ráðið. Bandaríkin Þau níu ár, sem vínbannslögin hafa verið í gildi í Bandaríkjun- um, hefir þaÖ kostað 190 mannslíf að framfylgja þeim, samkvæmt skýrslu frá fjármáladeildinni í Washington. Af þessum 190 voru 55 m-enn, sem áttu að sjá um að vínbannslögin væru ekki -brotin, og urðu lögbrjótarnir þeim að bana. Hinir 135 voru lögbrjótar, eða grunaðir um að vera það. Þar með eru ekki taldir þeir embættis- menn einstakra ríkja, sem lífið hafa mist við að framfylgja lög- unum, eða lögbrjótarnir, sem falliði hafa fyrir þeim. *• * * 1 Myron T. Herrick, sendiherra Bandaríkjastjórnar í París, and- aðist þar hinn 31. f. m. Hann hafði verið sendiherra undir stjórn fjögra forseta. * * * Árið 1928 voru 24,493,124 bílar í brúki í Bandaríkjunum, og hafði þeim fjölgað um 5.9 procent frá því árið áður. Þar að auki eru “trailers” og “motorcycles” svo hundruðum þúsunda skiftir. Flest- ir eru bílarnir í New ÝYork rík- inu, eða 2,083,942. Þar næst eru ríkin California, Ohio, Pennsylv- ania, Illinois, Michigan, og Texas. í hverju þessu ríki um sig eru mik- ið yfir miljón bílar, og í sumum hátt á aðra miljón. í öllum ríkj- unum verða bílaeigendur að greiða æði háa skatta, bæði af bílunum sjálfum, eða fyrir leyfið að mega keyra þá, og eins af gasolíunni, sem þeir eyða. Mest að tiltölu verða Floridamenn að borga, eða að með altali $43.86 fyrir hvern bíl. Þessi útgjöld eru að meðaltali í öllum Bandaríkjunum $25.24 fyrir hvern bíl. Fellibyljir tveir, er í vikunni sem leið gengu yfir South Car- olina og Georgia ríkin, urðu 39 manneskjum -að bana og um 200 meidilust, auk þess sem eignatjón af völdum óveðursins varð ákaf- lega mikið. Einnig í Texas hefir amskonar veður geysað og valdið miklu tjóni og orðið að minsta kosti tíu mönnum að bana. * * * Sænskt verkfræðingafélag í De- troit, hefir keypt hús þ að, sem Charles A. Lindbergh er fæddur í. Er svo til ætlast, að því sé við- haldið með sínu-m gömlu um- merkjum, ti-1 oninningar um þenn- an frægasta flugmann. Bretland Stanley Baldwin, stjórnarfor- maður, tilkynti þinginu miðviku- daginn í síðustu viku, að stjórnin hefði ákveðið að hinar almennu þingkosningar á Bretlandi færu fram hinn 30. maí. Ekki er þess getið, að nokkur óánægja sé út af kosningadeginum, en út af þessu spunnust þó svo háværar þrætur í þinginu, að forseti varð hvað eftir annað að skakka leikinn. Tóku menn af öllum þingflokkum þátt í þeim umræðum. Verkamála ráðherrann, Sir Arthur Steel- Maitland, sakaði verkamanna- leiðtogana um að þeir hefðu verið valdir að hinu almenna verkfalli 1926 og öllu því tjóni, sem því hefði verið samfara. Verkamenn þar á móti kendu stjórninni um þetta, eins pg alt annað, sem mið- ur hefði fárið. Annars er kosn- ingahríðin nú hafin, með jafnvel óvanalega miklu kappi og jafnvel óvanalega mikjlili gremju. Vitan- lega spá menn ýmsu um það, hvernig þær muni fara, en það sýnist alt í mjög mikilli óvissu. * * * Kvikmyndafélag, með miljón sterlingspunda höfuðstól, hefir verið stofnað á Englandi, og er sagt, að það sé í einhverjum sam- lögum við samskonar félag á Þýzkalandi. Félög þessi ætla að hefja alvarlega samkepni við kvikmyndafélögin miklu í Banda- ríkjunum. Hafa Evrópuþjóðirn- ar lengi unað því heldur illa, að Ameríkumenn hefðu yfirhöndina í þeirri miklu atvinnugrein, að búa til kvikmyndir. * * * Leiðtogar hinna miklu stjórn- málaflokka á Bretlandi láta um þessar mundir mikið til sín taka. Þeir eru, eins og kunnugt er, Stanlay -Baldwin fyrir íhalds- flokkinn, David Lloyd George fyr- ir tfrjálslynda flokkinn og Ramsay MacD-onald fyrir verkamanna- flokkinn. Hafa þeir nú allir haf- ið kosningahríðina og lýst stefnu sinni í aðalmálunum. Það er eitt öðru fremur, sem krept hefir að Bretum á undanförnum árum, og það er atvinnuleysið meðal verka- lýðsins. Lloyd sér ráð til þess að bæta út því öllu saman og virð- ist hann hafa unnið mikið fylgi nú upp á síðkastið. MacDonald sér líka ýms ráð til að -bæta úr at- vinnuleysinu. Baldwin virðist tala miklu varlegar og kveðst vilja lofa kjósendum því einu, sem hann geti staðið við. Úr þessu atvinnuleysis böli verði ekki bætt í hasti, en það lagist með tímanum, ef sinni hollu og heilbrigðu stefnu sé fylgt. * * * Miss Jennie Lee, heitir 24 ára gömul stúlka, sem vann þingsæti nýlega á Englandi við auka-kosn- ingar. Hún tilheyrir verkamanna- flokknum, en móti henni sóttu menn frá báðum hinum flokkun- um, og varð hún hluttskörpust. Þessi unga stúlka er útskrifuð bæði af mentaskóla og lagaskóla. Hún er dóttir námamanns, sem aldrei hefir haft hærra kaup en $15 á viku. í vikunni sem leið hélt hún sína fyrstu ræðu í þing- inu, “jómifrúræðuna”, og sýnist nafnið hafa átt vel við í það sinn. Henni var mjög vel tekið af verka- manna flokknum, en sumir hinna þingmannanna spáðu því, að þessi unga 0g gáfaða og mælska stúlka mundi verða þarfari flokk sínum utan þings en innan. Islenzk hjúkruDarkona vinnur heiðurspening úr gulli. Saankvæmt blaðinu Edmonton Journal frá 12., apríl s.l., útskrif- uðust í vor tvær íslenzkar hjúkr- unarkonur af Jtoyal Alexandra Hospital Nursing School, sem sé þær Miss Laufey J. Einarsson og Olive Grímson, báðar frá Mozart, Sask. Tuttugu og níu hj úkrunarkon- ur útskriifuðust af hjúkrunar- skóla þeim, sem nú hefir nefndur verið, við áðurgreint tækifæri. Hlaut Miss Einarson bezta eink- unn þei-rra allra og auk þess $25 verðlaun, ásarnt h-eiðurspeningi úr gulli. Miss Grímson hlaut einnig ágætan vitnisburð. Geta má þess, að við vorprófin 1926, útskrifuðust einnig af sama hjúkrunarskóla, tvær íslenzikar stúlkur, þær Miss Vala Melsted frá Wynyard', og Miss Margrét Magnússon frá Kandahar, báðar með ágætis einkunn. Hlaut Miss Magnússon verðLaunapening úr gu'Ili, við það tækifæri. Frá Islandi Reykjavík, 23. marz 1929. Tíðarfar hefir í allan vetur verið miklu betra um alt land, en nokkur dæmi séu til í minnum elztu manna. Sífeldar þíður og ðlíðviðri hafa staðið viku eftir viku. Á þorra tók að votta fyrir gróðri og í miðgóu voru tún orð- in græn hér sunnan lands og mun svo verið h^ifa víðar um land. — Aflabrögð hafa og verið alveg dæmálaus. Má það marka af því, að 15. þessa mánaðar voru komin á land 73,003 skippund fiskjar. Er það rúmum 20,000 skippundum meira en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir togaraverkfallið! Má • «, * af því nokkuð marka, hvilíkt tjón hefir orðið að stöðvun flotans, er sjór allur var fullur af fiski. En nú er afli togara talinn í tregara lagi. — Tíminn. 30. marz 1929. Jón bóndi ófeigsson á Vatan- garði á Landi fann nýlega forna dys við Ytri-Rangá að vestan- verðu fremst í Gáltalækjarlandi. Fundust þar bein úr manni og hesti, hjálmum, vopn, rauðsteins- molar og brýni. Anna Borg, dóttir Borgþórs Jós- efssonar bæjargjaldkera og Stef- aníu sál. Guðmundsdóttur leik- konu, -hefir stundað leiknám í Kaupmannahöfn undanifarin ár. Þykir það tíðindum sæta, að ung- frú Anna Borg lék nýlega á kon- unglega leikhúsinu á móti ein- hverjum bezta leikara Dana og voru þau tvö ein leikendur. Hlaut hún ágæta dóma í blöðunum. Þyk- ir það benda ótvírætt til þess, að Anna sé afburða leikkona, að hún hefir verið valin til slíks hlutverks og leyst það svo vel af hendi. Vígsla Kleppspítalans nýja fór tfram á Skírdag. Var þar saman komið margt manna, karlar og konur. Margir af læknum Rvík- ur og aðrir borgarar, þar á með- al iborgarstjóri, blaðamenn og flestir þingmenn Framsóknar- flokksins. En enginn aif„ þing- mönnum fhaldsflokksins, nema Jónas Kristjánsson læknir, tóku þátt í fagnaðinum yfir þeim nýja menningarsigri, sem hér er unn- inn.— Dómsmálaráðherrann flutti fyrstur ræðu. Auk hans töluðu húsameistari ríkisins, læknir hins nýja spítala, dr. Helgi Tómasson og landlæknir, er lýsti því yfir, að frá þeim degi yrði húsið tekið til nota. — Timnn. FRÁ ÞJÓÐVINFÉLAGLNU. Að undirlagi Alþingis, sem hef- ir yfirstjórn Þjóðvinafél., hefir stjórn þess afráðið að láta Sögu Jóns Sigurðssonar koma út á veg- um félagsins, ifyrsta bindi þegar í vor, enda eru í ár 50 ár liðin frá láti hans. Er þetta mikið rit, enda svo til stofnað, að það hafi að geyma sögu þjóðarinnar og þjóð- mála samtímis, þar með og mjög markverða þáttu í íslenzkri bók- menitasögu. Mun láta nærri, að j alt verkið taki 5 ár, 28—30 arkir á ári. Fá félagsmenn ritið með ársbókunum, og verður árrstillag aðeins 10 kr., meðan þetta rit er að koma út, ef ekkert óvænt kemur fyrir, og er það þó gjafverð, með því að bækur félagsins verða 42»— 45 a-rkir á ári þann tíma, er ritið prentað á úrvalspappír. I lausa- sölu er ráðgert, að hvert bindi kosti aðeins 7 kr. Þeir félagsmenn, sem ekki vilja þekkjast þetfta kstaboð, munu verða strikaðir út úr félagatölu, ef þeir tilkynna þá ósk sína, Reyk- víkingar stjórn ifélagsins, aðrir landsmenn þeim umjlooðsmanni fé- lagsirte, er þeir hafa skift við hingað til. — Vörður. Kveðjusamsœti að Langruth (Frá Fréttaritara Lögb.) Mr. og Mrs. Finnbogi Erlends- son og sömuleiðis Mts. Sigríður Jóhannsson, kvödd með virðulegri veizlu í fundarsal bæjarins, í til- efni af burtför þeirra til Winnipeg 20. apríl síðastl. Samsætið hófst um kl 9 e.h. Var margt fólk saman komið, veður hið inndælasta og vegir í góðu lagi. Fundarsalurinn hinn fall- egasti og ágætlega útbúinn. Borð- höfðu verið reist inn og fram eft- ir lengd hússins, en háborð fram- an við pall, pm veizlusal þveran. Voru borðin skreytt hið smekkJeg- asta og hlaðin alls konar veiting- um, er kvenfélag bæjarins bar fram af rausn og prýði. Veizlustjóri var Magnús bóndi Pétursson. Er hann maður ibráð- skýr og vel máli farinn. Stýrði hann samsætinu með röggsemi og lipurð. Lét hann, er gestir höfðu sezt að borðum, fyrst syngja “Hvað sr er svo glatt”, og afhenti síðan með skörulegu ávarpi, heiðurs- gestunum, Mrs. Jóhannsson og Mrs. og Mrs. Erlendsson, virðu- Iegar og nytsamar gjafir, frá vin- um og ættingjum í Langruth. Söngflokkur, vel skipaður og æfður, var til staðar, er forystu hafði við söng í samsætinu. Leysti það fólk hlutverk sitt af hendi hið bezta. Fór þá fram á víxl, samsöngur, einsöngvar, tvísöngvar og ræður. Tvísöng sungu þau Mrs. J. Hann- esson og Mr. J. Thorsteinsson. Sömuleiðis þær ungfrúrnar Lilja Erlendsson og Lauga EinarsSon. Mrs. J. Hannesson og Mrs. G. W. Langdon sungu sinn einsönginn hvor. Mrs. Árnason spilaði “pi- ano-sóló”. Var alt þetta mjög vel af hendi Jeyst. Mr. Cowan skóla- stjóri bar fram skörulegt kvæði. Ræður fluttu þeir, séra Jóhann Bjarnason, G. W. Langdon, Mrs. G. Thorleifson, Thór Finnboga- son og S. B. Olson, ræðufólk hér upp talið í þeirri röð, sem það kom fram. Voru allar ræðurnar til heiðursgestanna alment, nema ræða Mrs. Thorleiifson, er var til Mrs. Erlendson sérstaklega frá Mrs. Thorleifson, sem forseta kvenfélagsins, en í því embætti hafði Mrs. Erlendson áður verið og mjög starfandi í tfélaginu ár- um saman. Einn ræðumanna, er átti að vera, var Jón bóndi Thórð- arson. Kvaðst hann miður fyrir- kallaður fyrir ræðuflutning og baðst afsökunar. Iæyfði veizlu- stjóri það. Hinn bezti rómur var gerður að ræðunum öllum og öðru því, er til skemtunar var hatft. Var það alt mjög vel af hendi leyst. Fyrir hönd heiðursgest- anna talaði Mr. F. Erlendson sjálfur, bæði á ensku og íslenzku. Er hann skýrleiksmaður og kem- ur vel fyrir sig orði. Ræður hinna, er töluðu, voru sumar á íslenzku, en hinar á ensku, fleiri á hinu síðartalda máli. Mjög skýrt kom það fram hjá þeim, sem töluðu, að heiðursgest- irnir höfðp notið mikilla vinsælda í bæ og bygð. Er það og einróma álit, að þau séu ágætisfólk. Til fróðleiks þeim, er lítt kunnugir eru og línur þessar kunna að lesa, má geta þess, að Mrs. Sig- ríður Jóhannson er ekkja Jó- hanns sál. Jóhannssonar, frá Húsabakka í Skagafirði, hins mæt- asta manns, er fyrir skömmu er látinn. Er Mrs. F. Erlendson dóttir þeirra hjóna. En Finnbogi Erlendsson er sonur Erlendar sál. Erlehdssonar frá Melnum í Reykja- vík, og Jconu hans Margrétar Finn- bogadóttur frá Reykjum í Mos- fellssveit. Þau hjón eru bæði svo að segja nýlátin, ágætishjón. — Annar sonur þeirra hjóna, Er- lendur Erlendson, er á fyrir konu aðra dóttur þeirra Jóhannssons- hjóna, er og nýtfluttur frá Lang- ruth til Winnipeg. Hafa þau hjón einnig hið bezta orð. Mun mikil eftirsjá etftir öllu þessu fólki í Langruth. Hins vegar eru hug- heilar blessunaróskir í för með þeim til höfuðborgar fylkisins, þar sem þau búast við að eiga heima framvegis, eða að minsta kosti fyrst um sinn. Mun áritan þeirra vera 704 Home St., Winni- peg. Lauk samsætinu um kl. 12 á miðnætti, með því að veizlustjóri lét syngja “Auld Lang Syne”, Eld- gamla ísafold og “God Save the King”, er sungið var með tforystu söngflokksins, en undir teldð af veizlugestum alment. — Bar öll- um saman um, að samsætið hefði farið fram hið bezta í alla staði og hefði verið frábærlega ánægju- legt. 9)5 bréf Rugby, North Dakota,( April 26, 1929. Editors Heimskringla and Lögberg, Winnipeg, Manitoba,' Gentlemen :>— In the last issue of Heimskringla five men (Burtness, Shipstead, Frazier, G. B. Bjornson and my- self) are credited with being be- hind the Burtness Resolution con- cerning the participation of the United States in the Icelandic Millennial Celebration of 1930. Many more should be men- tioned in that connection: Mrs. Thorstina Jackson Walt- ers, who did the first work for the movement; Judge Svein- bjom Johnson, Legal Counsel Uni- versity of Illinois, who has done personal work in Washington this winter for it; Vilhjálmur Stefáns- son, C. H. Thordarson, Rev. H. B. Thorgrimsen, Dr. G. J. Gislason, Asmundur Benson, J. K. Olafsson,, Professor J. S. Bjornson and many others. In fact all American citi- zens of Icelandic descent and their friends are united behind this proposition. In this connection it is my hope that this movement be kept above a|ll facltional \ controversy. We should all unite to support it with the sole end in view of securing the most creditable participation by the United States in the Mil- Iennial Celebration that is pos- sible. We want that participation to be commensurate with the power and dignity of the United States and such as will compare creditably with that of any other country. We want the representa- tion to be such as will in all re- spects do honor to Iceland and such as we all feel honored in participating in jointly. The Mountain Júbilee Ctelebra- tion last year showed what united efiforts and persistent refusal to let factionalism enter could ac- complish. May we not follow the same course now, as far as the participation of the United States, Minnesota and North Dakota, in this millennial celebration is con- cerned. In that way it looks to me we can best honor our native country, Iceand, and_ at the same time show we are worthy citizens of our adopted country. May I, therefore, respectfully appeal to you and your readers to refrain from any unseemly newspaper controversy in the Icelandic papers concerning this worthy movement. Let us work for the movement itself and for- get all other considerations. I hope it may have united and whole-hearted support. Sincerely yours, G. Grimson. Hin koDunglega rannsóknarnefnd sem að undanförnu hefir verið að rannasaka ákærur þær, er Mr. F G. Taylor, Jeiðtogi íhaldsfloJcksins, í haust bar á Mr. Bracken og stjórn hans, og sem oft hefr ver- ið skýrt frá hér í blaðinu, hefir nú gefið skýrslu um rannsóknir sín- ar. Kemst nefndin að þeirri nið- urstöðu, að Mr. Bracken og ráð- herrar hans séu algerlega sýknir saka af þeim áburði, er Mr. Tayl- or bar á þá. Er skýrslan undir- skrifuð af tveimur dómaranna, sem málið höfðu með höndum, en sá þriðji, Mr. Dysart, ætlar að gefa sérstaka skýrslu innan fárra daga. Er hann þó samnefndarmönnum sínum samþylckur í aðalatriðun- um. Frá skýrslu nefndarinnar er ekki hægt að skýra nánar í þetta sinn, vegna þess að hún barst oss ekki í hendur fyr en blaðið var fulibúið til prentunar. Fiskisamlagið Fyrsti árafundur fiskisamlags- ins, Manitoba Oo-operaitve Fish- eries, verður haldinn í Winnipeg 15. maí 1929. Samlagið vex óðfluga og á með- limi þess er skorað, einn og alla, að sækja fundinn, til að kynnast og taka þátt í umræðum um ýms mál, sem fyrir hafa komið, sam- laginu viðvíkjandi, síðan það var stofnað. Fjárhagsskýrsla yfir þann tíma, sem samlagið hefir starfað, verður einnig lögð fyrir fundinn. Þrír tforráðamenn verða kosnir á tfundinum, í stað þeirra, em nú stjórna félaginu. Gjarnan geta þeir verið endurkosnir. Þess er óskað, að meðlimirnir komi svo undirbúnir á fundinn, að þeir geti tekið skynsamlegan og sann- gjarnan þátt í umræðunum. Samlögin í Canada hafa haft atfar mikil á'hrif á heimsmarkað- inn og til að varna því, að auður einstakra manna ráði þar alt otf miklu, er samvinna nauðsynleg. Það mun vafalaust vekja at- hygli hlufchafanna, að þótt sam- lagið hafi starfað aðeins í hér um bil fjóra mánuði, hefir það samt höndlað sex miljónir og hundrað þúsund pund af tfiski, eða þar um bil. Samkepni annara fiskifélaga hefir verið ákaflega mikil. En hvaða gagn hetfir samlagið, samt sem áður unnið fiskimönnum, al- ment talað? Fyrir aðgerðir sam- lagsins hafa tekjurnar af fiski- veiðunum orðið meiri, og þær auknu tekjur hafa gengið beint til fiskimannanna. Hvaða hagn- að hatfa þeir haft af samlaginu? Oss telst til, að það séu 2 cent á hverju pundi af fiski. Fiski- mennirnir verða sjálfir að sýna heilbrigði þessarar stefnu, og því skorum vér á þá, að halda fast saman. Ef meðJimir samlagsins, eða aðrir, sem áhuga hafa á þessu máli, kynnu að hafa einhverjar bendingar fram að bera, þá vild- um vér óska, að: þeir sendu oss þær fyrir aðal fundinn. Hitt væri ekki síður æskilegt, að þér ættuð tal um þær við oss, á yðar eigin skrifstofu, að 325 Main Street. Allar hollar bendingar eru þakk- samlega þegnar, og verða vand- lega athugaðar. Vér bjóðum alla meðlimi vel- komna á skritfstotfuna, þegar þeir eru í borginni, og óskum að þeir kynni sér sem bezt alla starfsemi samlagsins. G. F. Jónasson, ráðsmaður, Manitoba Co-operátive Fisheries, Limited. Rose Leikhúsið. 'Sue Carol, auðug ung stúlka frá Chicago, leikur aðal hlutverk- ið í leiknum “The Air Circus”, sem sýndur verður í kvikmynd á Rose leikhúsinu þrjá síðustu dag- ana af þessari viku. Þessi mynd er með afbrigðum spennandi og skemtileg. Fyrstu þrjá daana af næstu v*iku sýnir JeiWhúsið kvikmynd- ina “The Dove”, þar sem Norma Talmadge er aðal leikandinn, og leikur af mikilli list.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.