Lögberg - 02.05.1929, Blaðsíða 7

Lögberg - 02.05.1929, Blaðsíða 7
LÖGBERG FIMTUDAGINN 2. MAI 1929. Bls. 7. Hvar sem þér kaup- ið og hvenær sem þér kaupið Magic bökun- arduft, vitið þér, að það er ætíð hægt að reiða sig á það og er hið besta, ávalt á- byggilegt og hreint. BÚIÐ TIL 1 CANADA MAGIC BAKINC POWDER Fúið skilningstré í 26. tölublaði Heimskringlu, brennir hr. Sigtfús Halldórs frá Höfnum meira en heilli síðu í þeim tilgangi, að hylja þann skæt- ing, sem hann héfir verið að kasta í Bandaríkin á seinustu árum. Hann veður elginn um stjórnmál og Bryan, Ku-Kuxa, Do- heney og Fall, og reynir að koma því inn hjá lesendum Hkr., að alt þetta moildryk stafi af því að hann sé á annari skoðun í stjórnmálum og trúmálum en eg. Þetta eru alt óþarfa útúrdúrar og fimbulifamb, og kemur málinu ekkert við, en er slegið fram með skjálfandi hendi og geðshræringu og vandræðafáti, með því áformi, að eyða þessu óþægilega máli, sem er skætingur og ónot til Banda- ríkjanna. Árangurinn alf þessari brenslu ritstjórans, varð því samstundis að kolsvartri ösku. Hann man nú alt í einu eftir því, að hann hafi þó einhvem tíma talað sanngjarn- lega um þessa þjóð, eða einstaka menn í Bandaríkjunum og er það gott að vera minnugur. Gott minni mun vera eitt af eyrna- mörkum “rrtentamanna” sem rit- stjórinn er alt af jórtra á, ekki síður en mðrg nöfn og löng eru einkenni aðalsborinna manna, eins og hr. Sigfús Halldórs frá Höfn- um fræddi okkur um ekki alls fyr- ir löngu. Eg skal geta þess hér, að mér hefir verið vel við ritstj. Hkr. að undanteknum þeasum skætingi til Bandaríkjanna og því, að hann virðist hafa horn í síðu allra, sem ekki eru “mentamenn”. Eg.er ekki að ráðast á ritstjór- ann sjáltfan, heldur aðallega á tvær hálf-dauðar greinar á skiln- ingstré hans, sem eg vildi hjálpa honum til að losast við einu sinni fyrir alt, og má þá vera, að búk- urinn geti haldið áfram að vaxa, þó loftslagið sé ekki sem allra bezt þarna á Heimskringlu. Á ann- ari þessari grein hanga rotin epli skætings og einhliða, eintrján- ings skoðana á öllu amerísku. Á hinni eru epli lítilsvirðingar og hæðni, sem alt a|f eru að detta á þá, sem ekki eru “mentamenn” og ekki vita hvernig mentaskólar eru innréttaðir, en sem eru þó svo ó- svífnir að voga sér að anda á herra ritstjórann. Fyrir einu ári, eða svo, kom all- löng grein í Heimskringlu, með fyrirsögninni: “Americana”. Þar voru ekki einu sinni talin upp öll glappaskot og asnastrik, sem Ame- ríkumenn höfðu framið á seinustu 150 árum, heldur vísvitandi fram- sett með þeirri hugmynd, að gera Ameríkumenn að athlægi, í aug- um lesenda Hkr., líklega helzt Austur-íslendinga. Það mun hafa verið þetta skætingsepli, sem lenti á milli augnanna á séra Halldóri E. Johnson, því um það leyti skrifaði hann snarpa grein til Hkr., og sagði upp blaðinu, því það væri “fult af skömmum og skít um Bandaríkin.” — Hér var ekki um stjórnmál eða trúmál að ræða, heldur “skammir og skít” um þessa þjóð. Og hvað fékk svo séra Halldór frá ritstjóra Heims- kringlu? Heila síðu af háði og spotti, þar sem reynt var að stinga séra Halldóri niður í jörðina sem ‘“'hundraðpercentara”.! Það er annars undarlegt, hvernig það stendur fast í hálsinum á ritstjóra Hkr., og öðrum úr sama skóla, að menn skuli vera allir og óskiftir fyrir það land, sem þeir búa í eða eru fæddir og uppaldir í. Þeir eru kallaðir, með háði og gysi, “100% Ameríkumenn”, sem sé það sama og að vera “booster”, og að hvoru- tveggja séu einkenni “dómgTeind arlítillar skepnu”. Að vera 100% íslendingur eða Frakki, eða 18 karat Þjóðverji, dylst engum að sé réttmætt, eðlilegt og gott í aug- um ritstjóra Heimskringlu. En meira um það seinna, þegar rit- stjóri Hkr. kemur með það, sem hann heifir í erminni, eins og hann lætur á sér skilja í þessari um ræddu grein. stigi og 12 ára gamall, meðal- greindur drengur”, eins og rit- stjórinn staglist á í tíunda skiftið í seinasta bláði, að Sat- urday Evening Post, “hundómerki- legur óhroði”, að Ameríkumenn séu “bjálfar” og ‘ifífl”, eins og Halldór Kiljan Laxness kemst að orði, “sem öll sín skilningsár, sem eru býsna mó'rg, þótt æfin sé ekki löng, hefir ekkert annað gert, en með þrotlausri iðju að kynna sér bókmentir og menningarástand flestra þjóða heimsins” (auðkent hér), og sem Heimskringla sam- jykkir að sé réttmæt skoðun á Bandaríkjamönnum, er ósamboðin >egnum þessa lands, og gerir það að verkum, að Hkr. getur ekki fullnægt kröfum íslendinga í Bandaríkjunum með slíku hátta- lagi, og gerir blaðið óvinsælt hér. núorðið svo útslitið, jaskað og af sem presturinn í Portland segir Að þessi einhliða skoðun rit- stjórans sé “samkvæmt viti og samvizku” hans, efast enginn um, hérna megin “línunnar”, því við erum Ifarnir að sjá það glögt, að ritstjórinn lítur sömu augum á Bandaríkin, og Skrattinn á biblí- una. íslendingar hér ætlast til sanngirni og skynsamlegrar gagn- rýni á þeim málum, sem eru á dag- skrá blaðsins, en hvorki hróss né skætings. eg að hinni annari Annars var eg að því kominn að taka undir með séra Halldóri þegar hann ávítaði Hkr. fyrir skæting blaðsins til Bandaríkj anna, en ekkert varð þó úr því, og enginn varð til þess þá að styðja séra Halidór í því efni. Málið dó því hægum dauða — eins og can adiskt þjóðræknisfrumvarp á ís- lenzkum þjóðræknisfundi, >— því enginn varð til að styðja. Það leið heldur ekki á löngu, að rit- stjórinn stigi í sömu forina, og er hann nú að reyna að draga af sér skóna, með hjálp tveggja “profes sional” manna — “mentamanna svo enginn haldi að hér sé um flón að ræða! En lesendur Lög- bergs verða að fyrirgefa, þó eg skilji ekki þá millipilsa-heim- speki prestsins í ortland og dokt- orsins, að það beri vott um “upp- blásinn booster’s anda” að menn mótmæli því, að Ameríkumenn séu kallaðir “bjálfar” og “fífl” í opinberum — og þar ofan í kaup- ið útlendum — blöðum; að, ef einhver getur böglað saman sögu eða vísu, og sé því rithöifundur og skáld, þá sé honum leyfilegt að bera óhróður á þessa þjóð og sví- virða, og að það sé ósvífni að mótmæla slíku, og beri vott um að sá, sem það geri, lesi ekki ann- að en “Saturday Evening Post”, “American Magazine” eða “Met- ropolitan” og aðrar “skraut- skruddur” þessa lands, og að það sé “auðveldara að fá í soðið, ef menn einskorða sig í hugsun! — Eg ætla ekki að fara út í það efni nú, hvort að mér hafi gengið bet- ur eða ver að ‘1fá í soðið” eða að krafsa mig áfram vegna skoðana minna á stjórnmálum eða trúmál um, og ekki er heldur til neins að vera að svara öllu stjórnmála- vafstri ritstjóra Hkr., sem er ó viðkomandi þessu máli, en leyfi mér að benda ritstjóranum á, að það er hin einhliða, þrönga skoð- un hans, að alt amerískt sé hlægi- lega vitlaust, klunnalegt, bjána Iegt og billegt; að það sé einkenni ‘‘dómgreind'ar 1 ítiJlar skepnu” að vera “100%” — eða góður — Ame- ríkumaður; að 75% Bandaríkja- þjóðarinnar sé á sama þroska- iSvo kem greininni. Ritstjóri Hkr. talar um “matta- dóra” — eins og hér sé um nauta at að ræða! — “er kveðið geta að sínu eigin móðurmáli eða ein- hverju öðru aðeins” (auðk. hér), og er þetta ekki í fyrsta skifti, að ritstjórinn slengir þessari að- dróttan á þá, sem ekki eru skóla- gengnir, en sem hafa þó verið að “anda” á hans hámentuðu há- tign. Þessu var nýlega núið inn í mann, sem nú er í New York og sem eitthvað var að narta í rit- stjórann, og honum brigslað um það, að hann gæti ekki sent svo eina málsgrein til blaðsins, að ekki þyrfti að “hreinskrifa alt og lag- færa.” Þessi bending hetfir kom- ið svo oft frá ritstjóra Hkr. til þeirra, sem hafa verið honum ó- sammála, að það borgar sig ekki að taka hana lengur með amer- ískri “knúsandi” ró, og því mót- mæli eg þeirri aðdróttun, að eg kunni aðeins að “kveða að”, og skora á ritstjórann að -fara aft- ur ylfir það, sem eg hefi sent blaðinu, með sitt stóra, bláa stækkunargler, og opinbera þær villur — öll þau auka “1” og “n”, sem hann kann að finna, og sem hann hefir þurft að laga, að öðr- um kosti að hætta að “flagga” slíkum aðdróttunum. Eg skal kannast við yfirburði ritstjórans íslenzkunni, þó ekki hafi eg orð- ið var við nein sérstök tilþrif í ís- lenzku í dálkum Heimskringlu í hans ritstjórnartíð. Eg skal líka kannast við veikleika minn í móð- urmálinu, hvað Ifegurð og “hrynj- anda” og annað þessháttar snert- ir, en vil þó halda'því fram, að eg geti nokkurn veginn stautað mig áfram í algengu, daglegu máli, sem allir skilja, og sem ritstjórin þarf ekki að fetta fingur út í, hreinskrifa né lagfæra til prent- unar.— Og hvað hinu “öðru máli” líður, þá elfast eg um, að það sé nokkur Sigfús Halldórs frá Höfn- um hér á yfirborði jarðarinnar, eða fyrir ofan jörðina, eða neðan, sem geti hjálpað mér mikið í því efni, þó oft sletti hann latínunni, eins og er siður einstaka “menta- manna” — einkum þeirra, sem aðeins hafa gengið í skóla, en eru þó lítt mentaðir; sem hafa dálæti á skólagöngu og skólaskírteinum, en skömm á hinum “óskóla- gengnu”, sem hafa þá heldur aldr- pi fallið eins og skötur við nein próf! sér gengið elftir meðferðina í dálk- um Heimskringlu, að ekkert er eftir af því, nema ræfillinn, sem meinar ekki neitt, — og hér eftir legg eg annan skilning í það orð, en ritstjórinn kannske ætlast til! Hvað séra Birni Jóhannssyni í Portland, Ore., líður, þá vona eg, að hann geri ekki svona “mikið” úr næsta formála hjá mér. Ástæð- an fyrir þessum Iformála mínum var sú, að Heimskringla flutti grein, sem var einn hlekkur í langri skætings keðju blaðsins til Bandaríkjamanna. Þar var talað um stóra banka, stórar skipa- smiðjur og stór blöð og annað “stórt” á Englandi, og þetta bor- ið saman við það, sem hér er að finna á því sviði, og vísvitandi farið með lítilsvirðingu fyrir samskonar stofnunum í þessu landi. Það var því Heimskringla, en ekki eg, sem byrjaði á því að tala um “stórkostlegar vélar og skip” og aðra hluti, sem eru af- leiðing “vélamenningarinnar”, sem séra Björn Jóhannsson brixl- ar mér um. Þó hann, blessaður presturinn, kalli mig “uppblásinn booster”, þá gleymdi hann ekki, að láta; sína prestlegu mannkær- leikans eyðu skína á milli lín- anna! Og hann fræðir okkur á þeirri nýjung, að “enn þá hafi sú vél ekki verið smíðuð, (jafnvel í Bandaríkjunum!), sem skapi mannkosti, kærleika og hógværð.” Hvað er að tarna! eða hugsar um hana. Hann get- ur hvort sem er ekki án hennar verið, og ætti því heldur að reyna að bæta hana og fullkomna, en ekki að kenna henni 4im alt ilt og hrópa hana niður, eins og Kato gamli gerði forðum um Karta- góníuborg. Annars er orðið “mentamaður’ — V Eigið þér vini og frœndur í gamla landinu, sem lang- ar að koma hingað til Canada? Ef svo er, og þér viljið hjálpa þeim til þessa lands, þá FARSEÐLAR finnið oss. Vér gerum allar nauðsynlegar ráðstafanir. til og frá v ALLOWAY 8t CHAMPION, Járnbrautaumboðsmenn allra staða UMBOÐSMENN ALLRA EIMSKIPAFÉLAGA í veröldinni 667 Main Street, Winnipeg. Sími: 26 861. FERDAFÓLKI MÆTT A HAFNARSTÖÐUM OG LEIÐBEINT ÞANGAÐ SEM ÞAÐ ÆTLAR CANADIAN NATIONAL RAILWAYS i Hvað er hún, þessi “vélamenn- ing’, sem presturinn er að pota penna sínum í? Hvað hefir hún gert? í hverju liggja framfarir mannanna í seinustu tvö þúsund árin? Höfum við, á þessari tutt- ugustu öld, bygt fallegri bygging- ar en Forn-Grikkir ? Hafa skáld seinustu alda — þar með Laxness talinn — skrifað sögur og ljóð, sem jalfnast á við það, sem hinir gömlu Grikkir skrifuðu? Hafa nútíðar heimspekingar farið fram úr heimspekingum iForn-Grikkja eða Kínverja? Eru ekki hinar gömlu myndastyttur enn þá sýn- ishorn fegurðar og smekks fyrir myndhöggvara nútíðarinnar? Höf- um við tekið svo miklum framför- um í lögum, síðan á dögum Róm- verja? Hefir íslendingum farið fram í sagnritun og fögru, kröft- ugu máli, síðan á “gullöldinni”? Erum við hraustari en Spartverj- ar voru? Hefir maðurinn annars breyzt svo mikið á tvö þúsund árum? Erum við ekki hinir sömu “montarar” og “gortarar” og “matadórar”, sem eiga bágt með að “kveða að”? Hölfum við ekki hinar sömu ástríður: ást og hat- ur, vonir, áhuga, afbrýðissemi, hræðslu við guð og prestana? Er það ekki sama< hungrið og sami þorstinn eftir auðlegð og völd- um, sem rekur okkur áfram nú á dögum, eins og fyrir tvö þúsund árum? Eg er að spyrja “menta mennina”! í hverju liggur þá þessi mikla breyting í heiminum? Vélar! “Stórkostlegar vélar og skip” sem eru þeir bjálkar í augum prestsins í Portland, að syrtir yfir öllu! Já, uppfyndingar gufu- alflsins og rafmagnsins; járn- brautir og skip, bílar og loftför símar á landi og undir sjónum loftskeyti, verksmiðjur og verzl un! í þessu liggur næstum öll framför mannkynsins. Að sum um sé illa við þessar framfarir setji sig þvera og endilanga móti þeim, eins og alt of margir prestar hafa altaf gert, og að þessar vélar útrými hjátrú og hindurvitnum úr huga fólksins meinar ekki endilega, að maður- inn sé að verða þræll vélanna nema þá að við séum altaf þrælar okkar tíðar, sem er kannske ekki fjarri sanni. Mér dettur alt í einu í hug saga um naut nokkurt, mikið og rautt —i voðalega, fjarskalega, afskap- lega rautt. Því var meinilla við eimlestina — sérstaklega eim- reiðina, þennan svarta “djölful”, sem fór “hvæsandi, sogandi” með sextíu mílna hraða yfir “hagann”. Þvílík ósvinna! Þvílík hætta! Hér varð eitthvað að gera! Og naut- ið einsetti sér, með sinni ein- hliða, þröngu skoðun, að ráðast á eimreiðina og sýna henni “hver væri hver”. Og einn góðan veð- urdag fór nautið út á sporið og setti sig í stellingar á milli tein- anna — hausinn niður og halann upp — hver taug í alspani, — en eimreiðin stöðvaðist ekki, heldur fór yfir nautið, hvað sem það “bölvaði” og hvort sem því líkaði “vel eða miður”! “Vélamenning- Presturinn getur hvorki klætt sig né þvegið sér, rakað sig né sezt að borðinu, án þess að “véla- menningin” geri honum þetta þægilegra. Honum veitist líka þægilegra — með nýmóðins penna eða ritvél — að skrifa skjall um framsóknarandann í Heimskringlu, Sigfús Halldórs frá Höfnum og séra Rögnvald, svo maður sleppi skætingnum til Hjálmars Berg- mans og skömmunum um mig, og “vélamenningin” kom bréfinu hans til Hkr á 2% degi, — eða kannske var það þess virði, að borga 5c. undir það með flugvél, sem bar það á 14 kl.st. til Winni- peg, alla leið ífrá Portland, Ore. Já, “vélamenningin” hefir gert mönnum það þægilegra og um- fangsminna, að “dragast” í gegn um lífið og heiminn, sem er nátt- úrlega óæðri partur mannsins, í augum margra presta, en fjandi mikils virði í augum okkar, hinna litlu — labbakútanna — sem erum þó þakklátir þeim, sem hafa fund- ið upp og fullkomnað vélar og iflutningstæki, síma og annað þessháttar, sem horfir til ánægju og þæginda og góðs. Þessum mönnum hefir orðið mikið á- gengt, og er það meira en hægt er að segja um flesta þá menn, sem hafa verið að bauka við “sálina” og mannsandann, sem engum breytingum hefir tekið í tvö þús- und ár! ingstæki á landi, sjó og í lofti. Meiri þægindi í húsum okkar, en minna af innantómum ræðum og prédikunum þeirra presta og hinna “skriftlærðu” sem hampa sjálfum sér og sinni mentun og andagift, en benda horuðum fingri lítilsvirðingar og hroka, á okkur “faríseana” sem ekki erum “skólagengnir” — eru beztir frá hökunni og niður — og góðir fyrir aðeins fimm dali á dag — en ber- um þó “erfiði og þunga dagsins” með þolinmæði, þó sumir okkar séu svo “ótformskammaðir” að skrifa í blöðin og segja meiningu okkar. Gerið samt ekki gys að okkur! A. T. Athelstan, Minneapolis, Minn., 14. apríl 1929. DÁNARMINNING. Laugardaginn 16. marz lézt að Baldur, Man., Sigríður Þorleifs- dóttir, eiginkona Tryggva Frið- rikssonar, ættuð frá Höfðahverfi í Þingeyjarsýslu, rúmra 84 ára gömul. Hún var bróðurdóttir séra Gunnars Ólafssonar í Höfða, og giftist þar manni sínum, og fluttu þau til Ameríku 1883 og settust að í Argylebygð, hvar þau numu land og bjuggu á um 20 ár, en þá fluttu þau til Baldur og hafa bú- ið þar síðan. — Þau eignuðust 8 börn, 5 af hverjum eru á lífi og búsett í Baldur og bygðinni. Fyr- ir nokkrum árum héldu börn þeirra þeim veglegt gullbrúðkaup á heimili Páls sonar þeirra, þar sem fjöldi ættingja, vina og kunn- ingja árnuðu þeim heilla og glöddust yfir þeirra löngu sam- búð og góðu heilsu, sem veitist ekki mörgum á þeim háa aldri. Sigríður sál. var mesta táp- og dugnaðar kona, vel hugsandi, og hlynt öllum kristindómsmálum, var ætið hvetjandi og örfandi til framgöngu, með dæmafáu þreki fram að því síðasta. Sjaldan var sæti hennar autt í kirkju og við þennan háa aldur hafði hún ágætt minni, sjón og heyrn. Hún var ein af þessum gömlu, íslenzku hetjum, sem heyja lífs- baráttuna með trúna og traustið á guði, og gefast aldrei upp, fyr en kallið kemur. Hún var jörðuð í Baldur-graf- reit alf séra K. K. ólafson að við- stöddum fjölda vina og kunningja. Blessuð sé minning hennar. Vinur fjölskyldunnar. Ónei, séra minn. Það er að mestu leyti í verklegum efnum og vísindum, að maðurinn hefir tek- ið framförum, hvort sem þú kall- ar það vélamenningu eða guðlast. Mennirnir hafa lært hreinlæti, sem er líklega eitthvert helzta mark menningarinnar, þó sumir okkar séu svo “vitlausir”, að halda, að volgt vatn og sápa, sé skásta heilsulylfið fyrir krakk- ana. Miennirnir hafa líka lært allmikið af loftræsingu (ventila- tion) síðan Nói bygði örkina og >enna eina fræga glugga—12x12. Og nú trúa þeir á frískt loft og sólskin; heimta meiri, betri og fullkomnari vélar af öllu tagi; betri, þægilegri og fljótari flutn- Búðin Sem Lánar 394 PORTAGE AVE. HANDSAUM- AÐ CHIC KVEN- FATNAÐI ) Stærðir fyrir konur og stúlkur $22.50 og hærra F0X FURS allra nýjasta gerð $39.50 og hærra (Næst við Boyd Bldg) V0RYFIR- HAFNIR KVENNA alveg ljómandi fallegar og með nýtízku gerð að öllu leyti $15.95 $25.00 $35.00 til $55.00 Lánsaðferð V0R Gerir yður út í hönd. arfresti. kleift að kaupa föt, gegn lítilli niðurborgun Afganginn má borga vikulega eða á mánað- Tilkytining til þeirra, sem keyra bíla, vörubíla og dráttarvélar British American Super-PoWer British American ETHYL Ofur Magn .................... Hin Beztu Kaup á Gasolíu...... í Vesturlandinu verða til staðar eftir 1. maí. Oss er ánægja að geta tilynt þetta öllum þeim í Vesturland- inu, sem bíla nota, og það í byrj- un þeirrar árstíðar, sem bílar verða væntanlega meira notaðir heldur en riokkru sinni fyr. Fyrir aflmiklar vélar Kostir eldsneytisins hvíla að miklu leyti á Tetraethyl of Lead, sem er partur af olíunni, sem er notuð fyrir bíla. Grundvöllurinn undir British - American ETHYL í notkun þeirra bíla, sem mjúklegast renna, er fylgir í sérstökum útbúnaði, sem tryggir yður ákjósanlegasta á- rangur i samlagi við hið nýja Tetraethyl blýefni Gætið að British American merkinu, sem er tákn 25 ára ágætrar þjón- ustu í þarfir bíla- eigenda Fyrir það endast gasolíu- vélarnar betur. Vér höfum samið við Ethyl Gas- olene Corporation of New York um það sem vér þrfum af Tetra- ethyl of Lead og höfum 1. maí og þar eftir British American Ethyl Gasolene. C]íc Briiish American Oil Co. Limited Super-Power and B. A. ETHYL Gasolenes — Autolene Oils

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.