Lögberg - 02.05.1929, Blaðsíða 8

Lögberg - 02.05.1929, Blaðsíða 8
Bls. 8. LÖGBERG FIMTUDAGINN 2. MAÍ 1929. Brauð úr Robin Hood mjöli ; helst lengi mjúkt og gott. RobinHood PIiOUR Ur bœnum Veitið athygli! Hin árlega vorsamkoma Dorkas félags hins Fyrsta lút. saifnaðar, verður haldin í Goodtemp'larahús- inu, á mánudags- og þriðjudags- kveldið, þann 6. og 7. maí næst- komandi. Verður þar þá sýndur sjónleikur í þrem þátturn, sem heitir, “The Path Across the Hill”, eftir Lillian Mortimer. Leik- urinn fer allur fram í sömu stof- unni; líða því aðeins fáar mínút- ur milli þátta, og leikur þá hljóm- sveit á meðan. — Eins og iflestum er kunnugt, verður öllum arði af samkomunni varið til líknar bág- stöddum. Er þess því að vænta, að almenningur fjölmennl svo á leik þenna, að húsfyllir verði bæði kveldin. Safnið myndaspjöldunum. Það hefir jafnan verið stefna Macdonalds tóbaksfélagsins, híð- an það tók til starfa í Canada ár- ið 1858, að gefa viðskiftavinum sinum sem bezt kaup. Lengst hef- ir verið gengið í þessa átt, þar sem um Macdonald’s Fine Cut Tobacco er að ræða. IPakki af Zig-Zag vindlingapappír fylgir hverjum tóbakspakka, og það er enginn betri vindlingapappír til. Þetta þykir reykingamönnum mikið í varið. Á nokkurs aukakostnaðar geta þeir búið til sína eigin vindlinga og hafa til þess ágætt tóbak og ágætan pappír. -Önnur vilkjör, sem þetta félag hefir að bjóða, eru myndaspjöld- in, sem fylgja hverjum pakka af Macdonald’s Fine Cut og sem skifta má fyrir spil og marga aðra eigulega hluti. Guðsþjónusta boðast að Poplar Park, sd. þ. 5. maí, á vanalegum tíma og stað. S. S. C. í vikunni sem leið, andaðist Mrs. Guðrún Finnbogason, 75 ára að aldri, að heimili dóttur sinn- ar, Mrs. J. Russell, að 284 Kens- ington St., St. James. Messuboð. — Séra Sigurður Ól- afsson messar í Víðir næsta sd., 5. maí, kl. 11 árdegis, en í Árborg kl. 2 e. h. Vel að verið. í hljómlistar samkepni þeirri, sem staðið hefir yfir í Winnipeg undanfarandi, vann Miss Sophia Ólaifsson frá Selkirk, Man., fyrstu verðlaun í fiðluspili í hópi stúlkna innan við tólf ára aldur. Vann hún einnig fyrstu verðlaun fyrir einsöng og upplestur vísna. Þessi unga og efnilega stúlka, er dóttir Mrs. A. ólafsson, er heima á í Selkirk. Dýravemdunarfélagið í Winni- peg, ætlar á laugardaginn, hinn 18. maí, að afla sér pæninga með því, að selja merki á strætum borgarinnar, eins og nú er altítt. Þetta félag er ekki í sambandi við “Fedérated Budget” og hefir ekki aðrar tekjur en tillög meðlim- anna og það, sem góðir menn vilja láta af hendi rakna dýrunum til verndar og líknar. Þess er vænst að dýravinirnir séu svo margir 1 Winnipeg, að þessari fjársöfnun verði vel tekið. Gjafir til Betel. Mr. og Mrs. S. Árnason, Chicago, í minningu um Halldór Daníels- son, dáinn á Betel, 8. apríl $15.00 Ásta Áraason, Limeri ak, Sask., (áheitX.......... $5.00 Innilega þakkað, J. Jóhannesson, iféh. 675 McDermt Ave., Wpeg. Messuboð 5. maí — Kandahar, Wynyard, Klfros (á ensku). Allir boðnir og velkomnir. Vinsamleg- legast. C. J. 0. Guðsþjónustur í prestakalli séra H. Sigmars sunnudaginn 5. maí: Hallson kl. 11, Brown kl. 3, og að Mountain á ensku kl. 8 e. h. — (Mothers’ Day Service). H. S. Mr. Jón Runólfsson skáld, var staddur 1 borginni um helgina. Jóns Sigurðssónar félagið held- ur fund, hinn 3. þ. m., kl. 8, að heimili Mrs. P. Sivertsen, 497 Telfer Str. Mr. Hjörtur Guðmundsson, frá Áraes, Man., er staddur í borginni um þessar mundir. Kom hann hingað í kynnisiför til dætra smna. Solveig Pearl Stone, dóttir Mr. og Mrs. Th. Stone, 719 Wlliam Ave., hér í bænum. lézt á þriðju- daginn í þessari viku. Jarðarför- in fer fram frá heimilinu kl. 3,30 á föstudaginn. SÉRA EINAR VIGFÚSSON látinn. Síðastliðinn þriðjudagsmargun, andaðist að heimi’li dóttur sinnar og tengdasonar, Mr. og Mrs. Hall- dór Johnson, 217 Spence St. hér í borginni, prestaöldungurinn, séra Einar Vigfússon, fyrrum prestur að Desjarmýri, í Borgarfirði, eystra, 78 ára að aldri. Jarðar- förin fer fram frá Fyrstu lútersku kirkju klukkan 1.30 e.h. á föstu- daginn þann 3 maí. Walker Leikhúsið. “The Desert Song.” Hundrað radda söngflokkur, sem kemur til Winnipeg á mánudag- inn, hinn 20. þ.m. og syngur þar á hverju kveldi alla vikuna, hefir lengi verið í Los Angeles og San- Francisco og haft þar fjölda af hljómleikjum, sem allir hafa ver- ið afar vel sóttir. Þaðan fór söng- flokkurinn til Vancouver og nú er hann kominn til Winnipeg, og verður það síðasta borgin í Can- ada, þar sem hann syngur, því þaðan fer hann til St. Paul og Minneapolis og þaðan til New York. Fólk getur nú þegar skrif- að leikhúsinu og pantað sæti fyr- ir hvert kveldið sem er. add Locals Kvenvélagið Björk, að Lundar, ætlar að halda sína árlegu útsölu 10. maí í samkomuhúsinu að Lund- ar. Verður þar selt fatnaður, út- saumur, og kaffi allan daginn. Þann 25. þ.m. lézt að heimili sonar síns, Sigtryggs Jónassonar, að Gimili, ekkjan Steinunn Gríms- dóttir Stefánsson, 81 árs að aldri. Steiunnn heitin var ekkja Jónas- ar heitins Stetfánssonar, er and- aðist fyrir 17 árum síðan. Þau hjón voru í fyrsta hópnum, sem kom til Gimli, haustið 1875, höfðu árinu áður komið vestur um haf og sezt að við Kinmount, Ont. Steinunn heitin var fædd á Brettingsstöðum í Flateyjardal í Þingeyjarsýslu, 8. okt. 1847. Ólst hún þar upp hjá móðurforeldrum sínum þar til hún var 8 ára, að hún fluttist til föður síns, Gríms bónda Grímssonar á Egg í Skaga- firði. Var hún þar til heimilis unz hún giftist Jónasi heitnum. Bjuggu þau eitt ár á Skinnþúfu þar til þau fluttust vestur um haf árið 1874. Steinunni heitna lifa fjögur börn: Sigtryggur Jónasson, Gimli; Mrs. Pétur Féldsted, í California; Mrs. A. N. Sommerville, í St. Vit- al, og Mrs. V. Abrahamsson, Brom- field, Sask. Fjögur elztu böra þeirra hjóna dóu í æsku. Steinunn heitin var jarðsungin laugardaginn 27. apríl, frá kirkju sambandssafnaðar á Gimli; séra Rögnv. Pétursson jarðsöng, á- samt séra Þorgeiri Jónssyni. Þakkarorð. Öllum þeim, er sýndu okkur hluttekning með blómagjölfum, samhygðarskeytum, eða með því, að vera viðstaddir jarðarför okk- ar elskaða eiginmanns og föður, Egils J. Thorkelssonar, vottum við okkar innilegasta þakklæti. Mrs. Ragnhildur Thorkelsson og fjölskylda. Árnes PjO., Man. TIL SÖLU eða leigU', 230 ekrur lands, 4% mílu ustur af Árborg. Góðar bygging- ar og góður brunnur. Býlið liggur eina mílu frá skóla. 705 Home St., Winnieg. Upplýsingar veitir G. JOHNSON, Sími: 27 257. Kveðja Samsæti var haldið að heimili Víglundar Vigfússonar í Thing- vallabygð, í tilefni af því, að þau hjón og sonur þeirra, Þorsteinn, eru að flytja burt úr bygð vorri til Winnipeg Þau hjón komu til Vesturheims árið 1900, og staðnæmdust í Sel- kirk, en eftir þriggja ára veru þar, komu þau hingað í bygð. — Þau bjuggu síðast á íslandi á Útey í Laugardal, og 'fluttu það- an til Vesturheims. Víglundur er fæddur á Syðra Langholti í Hruna mannahreppi árið 1863, sonur Vigfúsar Guðmundlssonar í Hlíð og Guðbjargar Þorsteinsdóttur jarðyrkjumanns í Úthlíð í Bisk- upstungum. En kona hans er Sig- ríður Jónsdóttir frá Breiðabóls- stað í Reykholtsdal; mér er ekki kunnugt um fæðingardag. Mér er í fersku minni fyrsta ár þessara hjóna hér. Eg man það glögt, er þau voru að mynda sitt heimili í amerískum jarðvegi. Hvað þau voru örugg í trú sinni á farsæla framtíð í sínu nýja kjörlandi, hvað þau voru lífsglöð mitt í erfiðleikunum. Og er þau keyrðu um bygðina á uxapari til að heimsækja nágranna, eða fóru fótgangandii, sem oftar var, þá var fyrsta umtalsefnið “ísland”, mér er nær að segja heim, eða heima. Þetta leyndardómsfulla orð, “heim”, sem aldrei deyr á vörum landnámsmanna; þetta hér að framan er veganesti, sem aldr- ei verður metið til fjár. Samsætið fór vel fram, og var hið ánægjulegasta í alla staði. Tölumennimir voru: Guðg. Egg- ertsson, Kristján Jónsson, Ás- mundur Loptsson, Mark. Bjarna- son, og Björn Hinriksson. Einnig flutti Kristján vel ort kvæði til heiðursgestanna. Var svo skemt með söng, sem flestir tóku þátt í, en Guðrún Kristjánsson spilaði; EF ÞÉR hafið í hyggja að byggja, þá tryggið yður hjá oss TIMBUR The Mc.Arthur Lumber& Fuel Co., Ltd. Cor., Princcss & Higgins Avc., Winnipcg. Simi 86 619 einnig sungu þær sænskt lag, Mrs. Kr. Jónsson og dóttir þeirra, sem var mjög ánægjulegt á að hlýða; en að síðustu tekið hönd- um saman af öllum öllum og sung- ið “Hvað er svo glatt, sem góðra vina fundur”. Þakkaði Ásm. Lopt- son gestum fyrir hönd heiðurs- gestanna. Fóru svo allir að týgja sig heim, eftir skemtilega stund. — Það er einlæg ósk mín að alt mætti verða þessu fólki, sem nú er að fara úr bygð vorri, að láni á þeirra ófaraa æfistigi. Halldór B. Jónsson. Frá Islandi Akureyri, 15. marz. Nýlega hefir rannsónardómar- inn, Halldór Júllíusson, kveðið upp dóm í Hnífdalsmálinu. Er Hálf- dán Hálif'dánarson dæmdur í átta mánaða fangelsi, Eggert Halldórs son í sex mán. fangelsi og Halld. Hálfdánarson í þriggja mánaða fengélsi. — Dómnum hefir þegar verið áfrýjað til hæstaréttar. Kjarnanýræktina á nú að leigja út til næstu f jögra ára í 2—5 dag- sláttu spildum. Afgjald af dag- sláttu 8—20 kr. eftir gæðum. Friðrik Magnússon, Kristjáns- sonar ráðherra, hefir nýlega lok- ið prócfi í lögum við háskólann, með góðri 1. eink. Á sunnudaginn mistu þau hjón Snæbjörn Þorleifsson bílstjóri og kona hans unga dóttur sína, Erlu að na/fni. — Þá er 8. þ. m. látinn að Þríhyrningi í Skriðuhreppi, Páll Guðmundsson, ungur Tnaður, sonur hjónanna þar. — Þá er og nýlegða látinn á Blönduósi Böðv- ar Þorláksson póstafgreiðslumað- ur. Eldur kom upp í morgun í sölu- búð Stefáns ó. Sigurðssonar kon- súls. Brunaiiðið kom tímanlega á vettvang og tókst að bjarga húsinu, en Ibúðin brann að innan og vörur og húsgögn, er þar voru geymd, eyðilagðist. Húsið vá- tiygt, annað ekki. — íslendingur. PRINCESS FLOWER SHOP Laus blóm—Blóm í pottum Blðmskraut fyrir öll tækifæri Sérstaklega fyrir jarðarfarir. COR. SARGENT and VICTOR Phone 36 102 Ferðist með Stœrstu Canada Skipum Canadian Pacific skipin eru hin stærstu, hraðskreiðustu og nýjustu skip, sem sigla milli Canada og annara landa. Veljið þau, ef þér farið til Islands, eða annara landa 1 Evrðpu, eða ef þér hjálpið frænd- um og vinum til að koma frá ætt- landinu. Ágætur viðurgerningur og allur að- búnaður veldur því, að þúsundir manna kjðsa þau öðrum fremur. Tíðar og reglulegar siglingar THIRD CLASS $122.50 TOURIST THIRD CABIN $132.50 Milli Canada og Reykjavíkur Séð um vegabréf og annað, sem þér þurfið við. Allar sérstakar upplýisjngar veitir W. C. CASEY, aðalumboðsmaður. C. P. R. Bldg., Main & Portage, Winnipeg. eða H. S. BARDAL, 894 Sherbrook St., Winnipeg. Canadian PaclSic Steamships Dorkas Félag Fyrsta Lúterska Safnaðar Leikur “THE PATH ACROSS THE HILL” I GOODTEMPLARAHÚSINU 6. og 7. MAl Leikendur í þeirri röð, sem þeir koma fram: Zuzu, negra vinnukona............ Mrs. C. B. Howden Ruth Conrad, skólakennari.... ... Mrs. Albert Wathne Samuel Crawford, afi Ruth........Mr. Chas. B. Howden. Walter Conrad, hróðir Ruth .......... Mr. Sig. Bardal Lutie, skólasystir Walters, .......Miss Lena Folson Mrs. Mary Davis, amma Lutie...Miss Dora Hendrickson Robert Post, aðkomumaður.......... Mr. Thor. Melsted Dr. Jimmie Reed, unnusti Ru......... Mr. Carl Preece FIo Gray, frænka Ruth ............ Miss Alla Johnson Salamander, brúðgumi Zuzu ....... Mr. Kjartan Cryer Aðgangur 50c. Byrjar kl. 8.30 Aðalfundur fiskisamlagsins Manitba Co-operative Fisheries, Ltd. verður haldin í Goodtemplara hús.inu, á horni Sargent Ave. og McGee St., þann 15. maí 1929, og hefst kl. 2 síðdegis. — Funarefni: Kosn- ing framkvæmdarstjórnar, og lagt fram yfirlit yfir fjárhag félagsins, ásamt nýjum málum, er upp kunna að koma. Aríðandi, að meðlimir fjölmennil Winnipeg, 29. apríl, 1929, G. F. JÓNASSON, f ramkvæmdarst j óri. Skrifstofusími: 24 142. ✓ MACDONALD’S Eirie Cut Bezta tóbak í heimi fyrir þá, sem búa til sína eigin vindlinga. Gefinn með ZIG-ZAG pakki af vindlingapappír. HALDIÐ SAMAN MYNDASEÐLUNUM Continuous Daily 2-1 1 p.m. Telephone 87 02S Wonderland Saturday Show starts I p.m. DOUBLE PROGRAMME—THUR.-FRI.-SAT,—MaY 2-3-4 UISLE oS LOST MEN” with TOM SANTSCHI, ALLEN CONNOR JAMES MARCUS a n d PATSY O’LEARY TIM McCOY In ‘ ‘The AD VENTURER” TWO BIG FEATURES-Mon.. Tues., Wed.-MAY 6-7-8 “The SCARLET LADY” featuring | LYA de PUTTI with DON ALVARADO, WARNER OLAND ADDED FEATUAE CHARLES [Buddyl ROGERS and MARIAN NIXON In “RED LIPS” wíth HAYDEN STEVENSON and HUGH TREVOR Also “THE COLLEGIANS’ ROSE Thurs. Fri. Sat. (this week) Another Big SOUND Special “THE AIR CIRCUS” with SUE CAROL DAVID ROLLINS LOUISE DRESSER “Terrible People” Last Chapter Co'medy - - Fables Mon. Tues. Wed. (next week) NORMA TALMADGE íí i m THE DOVE” with SOUND A Wonderful story full of Human Interest Comedy News INGA STEPHANSON er áður starfaði við Ramona Beauty Parlor, er nú í þjónustu GRACE’S BEAUTY SHOPPE og æskir þar eftir heimsókn sinna fyrri viðskiftavina. Alt verk ábyrgst. Sanngjarnt verð. 29 Steele Block 360 Portage Ave. Sími 88 443 Hænu ungar, sem verða beztu varphænur I Canada; ábyrgst að ungarnir koml allir lifandi. Skýrsla um kyn unganna látin fylgja þeim. Ýmsar tegundir, svo sem Leghorns, Barred Rocks, Reds, Anconas, Min- orcas, Wyandottes, Orpingtons 12 mánaða tilsögn kostnaðarlaust. Út- ungunarvélar og áhöld til að ala upp ungana. ókeypis verðlisti. Alex. Taylor’s Hatchery, 362 Furby St., Winnipeg, Man. Elecirically Hátched BABY CHICKS “Fyrir afurðir, sem eg hefi selt og það, sem eg á óselt hefi eg feng- ið $125.00 ágðða af þeim $18.00, sem eg f aprfl f fyrra borgaði yður fyr- ir 100 Barred Rock unga,” skrifar oss Mrs. C. B. Denny, Milden, Sask. pessi vitnisburður, eins og margir aðrir, sem oss berast án þess við biðjum um þá, er oss sönnun þess. að það borgar sig vel fyrir bændur að fá eitthvað af vorum kynbættu varphænum. Bðk, sem er 32 bls. og með litmyndum fáið þér gefins. Hún gefur yður allskonar upplýs- ingar um hænsni og hvernig með þau á að fara. 10% afsláttur á öll- um pöntunum fyrir 1. marz. Hamhley Windsor Hatcheries, Ltd. 601 Logan Ave., Winnipeg, Man. 100 herbergi, með eða án baðs. Sanngjarnt verð. SEYMOUR HOTEL Sími: 28 411 Björt og rúmgóð setustofa. Market og King Street, C. G. Hutchison, eigandi. Winnipeg - Manitoba The Cake Shop 70* SARGENT AVE. Við Toronto St. Dainty Cookies, Light Tea Cakes fyrir bridge samkomur og tedrykkj- ur seinni part dags. Efnið f kökum vorum á engan sinn lfka. Peir, sem koma inn með þessa auglýsingu fá ðkeypis sýnishorn af vörum vorum. Sérstakt fyrir Laugardag: Raisin Pies .......15c Appie Pies..........20c Cherry Pies ...... .25c SAFETY TAXICAB C0. LTD. Beztu bílar í voröldiuni Til taks dag og nótt. Sann- gjarnt verð. Sími, 23 309. Afgreiðsla: Léland Hotel. N. CHARACK, forstjóri. TIMBUR Allur efniviður, þak- spónn, sérstakar hurðir og gluggar, járnvara o. s. frv., fyrir nýtt heimili eða til endurbóta á núverandi heimili yðar. Fæst áreið- anlega með sanngjörnu verði og tafarlaust í þessum eina stað. Látið oss gera áætlun um það sem þér þurtfið. ,^nnipegpajnt áGlaSS C&mlted 179 Notre Dame East Simi 27 391 EIGENDUR NÝRRA HEIMILA! Það kostar ekkert og oss er áncegja að láta það úti. ÞEGAR ÞÉR HUGSIÐ UM AÐ BYGGJA NÝTT HEIMILI þá gætið þess að raforkutækin fullnægi kröfum nútímans og fram- tíðarinnar. FÆRIÐ YÐUR í NYT VORA MIKLU REYNSLU. c^c ^ Gerið virlagningu samkvæmt nýjustu uppfynd- ingum. Fylgið Red Seal víringar aðferð. Sími: 846 715 WINNIPEG ELECTRIC C0MPANY “Your Guarantee of Good Service.” Fishermen’s Supplies Limited Umboðsmenn fyrir— * Tanglefin Fiskinet, tilbúin af National Net and Twine Co. Brownie kaðla og tvinna. Vér höfum í Winnipeg birðir af Tanglefin Fiskinetjum, með lðgákveðinni möskvastærð. Maitre kaðla og tvinna. Kork og blý. Togleður fatnað. Komið og sjáið oss, þegar þér komið til Winnipeg, eða skrif- is oss og vér skulum snda yður verðlista og sýnishorn. FISHERMEN’S SUPPLIES, LTD. 401 Confederation Life Bldg. Winnipeg. Sími 28 071

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.