Lögberg - 02.05.1929, Blaðsíða 4

Lögberg - 02.05.1929, Blaðsíða 4
Bld. 4. ___ LÖGBERG EIMTUDAGINN 2. MAl 1929. ÍLögtiers Gefið út hvern fimtudag af The Col- umhia Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Building, 695 Sargent Ave., Wlnnipeg, Manitoba. 50C=>0<=J0C zod/ Sty rkbónarnef ndin í gapastokknum Það er nú vitanlega engin ný bóla, þótt and- hælislega þjóti stundum í rittálknum Heims- kringlu, eða þeirra, sem að henni standa, því svo fer að jafnaði fyrir þeim, er illan málstað hafa, og eru þarafleiðandi alt af að tapa! Sver greinin í síðasta blaði, “Hroll að Páli setur”, sig átakanlega í ætt við annan þann ósóma, er málgagn styrkbónamefndarinnar hefir borið á borð fvrir lesendur sína, frá því í fvrra, er deilur hófust út af stjómarstyrksbetlinu al- ræmda. Þessi hin umrædda grein, birtist í ritstjóm- ardálkum Heimskringlu, og mætti því sennilega ætla, að hún kæmi frá penna ritstjórans. Þó er orðalag henjiar slíkt, að það minnir ærið augljóslega á háttalag og munnsöfnuð blekk- inga-loddarans, er á fundinum í St. Stephens kirkjunni í fyrra, líkti saman betlifargani heim- fararnefndar Þjóðræknisfélagsins, við hallær- islánið til Ný-fslendinga forðum. “Alt er gult í glymum guluveika mannsins. ” Þannig komst Stephan G. Stephansson, ein- hverju sinni að orði. Hvaða tegund gulu það er, sem Heimskringla þjáist svo gríðarlega af upp á síðkastið, hvort heldur það er jómfrú- gula, eða einhver önnur enn illkynjaðri tegund, skal ósagt látið. En víst er um það, að svo hefir henni elnað sóttin, að nú kann Iftín eigi lengur litaskil. Að sjálfsögðu, er öllu þessu Heimskringlu- moldviðri þvrlað upp, venju samkvæmt, með það.eitt fyrir augum, að varpa skugga, ef unt væri, á ýmsa vora mætustu menn, eða þá menn- ina, er fyrir atgerfis sakir og mannkosta, hafa aukið hvað mest á veg þjóðarbrotsins vest- ræna, og forðað því frá að hverfa inn í mar- flatneskju undirlægjuháttarins. Mun það vafa- mál, hvort nokkru sinni hafi í sögu hinnar ís- lenzku þjóðar, frá því á dögum Gizurar Þor- valdssonar, verið stofnað til slíkra fjörráða við íslenzkan manndóm, sem nú hefir gert ver- ið á þessum verstu og síðustu tímum, með stjómarstyrksbetli heimfaramefndarinnar, og aðferðum þeim, er hún hefir beitt. Glapráð stvrkbónarnefndar Þjóðræknisfé- lagsins, í því að biða um, og þiggja stjómar- styrk í sambandi við hina fyrirhuguðu heim- för 1930, em stöðugt að verða tilfinnanlegri, eftir því sem lengra líður á tímann. Kom það snemma í ljós, hve stór-hætta að einingu fólks vors hlvti að stafa af slíku tiltæki, og hve al- varlega gransemd að styrkþágan yrði líkleg til að vekja heima á Fróni. Það er á almanna vitund, hve drengilega var gengið fram í því, að revna að afstyra vandræðum, með því að benda stvrkbónar- nefndinni á það í tíma, hve mikið væri í húfi, ef ekki vrði fallið frá stvrkþágunni. Það er því ekki'um að villast, hvar ábyrgðin hvílir. Hún hvílir öll, undantekningarlaust, á herðum þeirra manna, er í óþökk íslenzks almennings, báðu um, og þágu stjórnarstyrk, á kostnað ís- lenzkrar þjóðsæmdar. Hann er annars farinn að láta nokkuð und- arlega í evra, þessi látlausi sónarsöngur mál- gagns þeirra styrkbónarmanna um íslenzka þjóðrækni. Eftir honum að dæma, mætti helzt ætla, að þeir hefðu fengið til þess einkaleyfi, að elska f sland og íslenzka þjóðmenning. Það væri nú samt engan veginn ófróðlegt, að fá nokkra vitneskju um það, hvaðan slíkt einkalevfi hefði átt að koma. Sá er sannastur fslendingurinn, sem fóra- fúsastur er og framsýnastur. þegar mest á reynir. Orðhákurinn, er notar helgustu minjar íslenzks þjóðerais að skálkaskjóli til þess að reyna að hylja eigin afglöp, verður, fyr en síð- ar, veginn og léttvægur fundinn. Svo er hamingjunni fyrir að þakka, að ástin til íslands, héraa megin hafsjns, er víðari en svo, að hún sé einskorðuð við styrkbónarnefnd Þjóðræknisfélagsins. Utan þess klíkuhrings, standa margir vorir allra mætustu menn. 1 hjörtum slíkra manna, verður sáttmálsörk ís- lenzks þjóðerais margfalt betur trygð, en í fag- urgala og glamuryrðum h,inna, er fallið hafa í freistni fyrir fáeina silfurpeninga. — Bréf þau, er í Lögbergi birtust í vikunni, sem leið, þurfa eigi frekari skýringa við. Skil- yrði þau, er Mr. Bracken í upphafi setti, og hélt sér við, taka af allan efa í málinu. Pen- ingarnir voru fáanlegir gegn því skilyrði einu, að þeir skvldu til þess eins notaðir, að auglýsa Manitoba-fylki—á íslandi. Og heimfararnefnd Þjóðræknisfélagsins, Iét ekki á sér standa, held- ur gleypti við kostunum skilyrðislaust. Ekki getur heimfararnefndin varið sig með því, að henni hafi verið ókunnugt um innihald téðra bréfa, því vafalaust hafa þau verið lesin upp og tekin til yfirvegunar á fundum hennar. Það verður því enn óskiljanlegra, hvemig í dauðanum hún vogar sér, að láta málgagn sitt, Heimskringlu, rangfæra algerlega skilyrði Mr. Brackens, og varpa á þau villuljósi. 1 hinni áminstu “hroll’Ngrein Heimsr kringlu, stendur meðal annars þetta góðgæti, eftir að blaðið er búið að hreyta úr sér venju- legum óþverra í garð sjálfboðanefndarinnar og Lögbergs: Winnipeg, 29. apríl 1927. Herra J. J Bíldfell, formaSur canadísk-íslenzku skemtifararinnar, Winnipeg Kæri herra: Sem svar við bréfi yðar dagsettu 25 þ. m. leyfi eg mér að tilkynna yður að þðtt stjðrnin sjái sér ekki fært að leggja fram .neina fjár- veitingu nokkru þjððræknis- félagi, þá er oss samt sem áður ant um að auglýsa Manitobafylki eins mikið og mögulegt er, sérstaklega i Bandarikjum, Stóra Bret- landi, I norðurhluta Evrðpu og á ISLANDI. Mér skilst það á bréfi yðar og þvi, sem þér hafið sagt að þessi við- burður veiti afarmikið tæki- færi til ábatasamra aug- lýsinga fyrjf- Manitobafylki. Eftir að eg hefi ráðfært mig við samstjórnarmenn mina höfum vér ákveðið að með þeim skilyrðum að þér komið því svo fyrir að skemtiferðin hefjist frá Win- nipeg og komi aítur til Win- nipeg og með þvi skilyrði að þér sjáið einnig um það að þeir peningar, sem veittir verða af Manitoba-stjðrn- inni, verði notaðir til aug- lýsinga, erum vér reiðubön- ir að veita $1,000.00 styrk árlega I þrjú ár. pa.ð verð- ur að vera greinilega áskilið þegar að þessum samningum er gengið, að þetta er alls ekki árlegur styrkur til fé- lags yðar heldur öllu fremur styrkur I þvi sérstaka skyni að auglýsa Manitoba á Is- landi og í Bandaríkjum og ðbeinlínis I öðrum pörtum heimsins, þegar sagan um heimsðkn yðar canadísku og amerisku félaga tii Is- lands verður birt. Stjðrnin væntir þess að styrkur sá, er vér veitum verði notaður einungis í auglýsingaskyni en ekkl til þess að greiða kaup fðlki, sem þér kynnuð að ráða í þjðnustu yðar. Ef þér eruð reiðubúnir að ganga að þessum skilyrðum, þá hygg eg að engir erfið- leikar verði á þvi, að koma uppástungunni I framkvæmd. Yðar eínlægur John Bracken. Lögberg, 25. apríl, 1929. Þeir, er með athygli lesa, ofanskráð nm- mæli Heimskrínglu, og bera þau saman við bréf Mr. Brackens, það er hér fylgir, og athuga jafn- framt skilyrði þau, sem þar eru sett, og sem hann hefir haldið sér trúlega við jafnan síðan, verða ekki lengi að átta sig á, hvar fiskur liggur undir steini. Hefir styrkbónarnefndin auðsjá- anlega gengið það langt, vafalaust vísvitandi, að láta sér ekki fyrir brjósti brenna, að reyna að gera æðsta mann Manitobafylkis,sjálfan for- sætisráðgjafann, að ósannindamanni, ef takast mætti með því, þó ekki væri nema til bráða- birgða, að draga fjöður yfir vansæmdina, sem af styrkbeiðninni leiddi. Tíminn fram að Alþingishátíðinni, fer nú óðum að styttast, og leiðir það því af sjálfu sér, að hver einstaklingur um sig, er heim ætlar, fari að gera nauðsynlegar ráðstafanir, för sinni viðvíkjandi. Hvora flokkinn ætlið þér að fylla? Stvrkbónarflokkinn, er vilst hef- ir út á þá refilstigu, að auðmýkja sig til þess að knékrjúpa fyrir stjómum þessa lands, í von um nokkra silfurpeninga, eða hinn flokkinn, sjálfstæðismanna flokkinn, er þvemeitar að sigla til -ættjarðarinnar undir fölsku flaggi 1930, en vill í þess stað, láta blakta yfir orðum sínum og athöfnum, hvítan fána óeigingjarnr- ar ástar til íslands, og alls þess dýrmætasta, er í íslenzku þjóðareðli býr? "Pað gerir ekkert til hvað Sask. stjðrnin og allir flokk- ar þar hafa sagt um viður- kenninguna, sem þeir velttu. peir ljúga náttúrlega allir— þegar “á Lögberg’’ er komið. pað gerir ekkert til, þðtt forsætisráðgjafi Manitoba- fylkis hafi lýst yfir því, að auðvitað sé ekki um neina útflutningstilraun að ræða, I Bambandi við hugsanlega viðurkenningu sömu teg- undar, og Sask. þingið veitti.” Heimskringla, 24. april, 1929. Góður gestur _______ Dvalið hefir hér í borginni, undanfaraa daga, Islandsvinurinn góðkunni, Mr. Earl Hanson, frá New York, er heimsótt hefir Island tvisvar sinnum, ritað margar og merkilegar ritgerðir um menningu þjóðar vorrar, og framtíðar- möguleika, þótt enn sé hann maður á ungum aldri. Mr. Hanson er fæddur á Þýzkalandi, árið 1899. Var faðir hans enskur verkfræðingur, en móðirin dönsk í aðra ætt, en ítölsk í hina. Mentun sína hlaut Mr. Hanson í Bandaríkjun- um, og er útskrifaður í verkfræði frá háskólan- um í Wisconsin. Hefir hann ferðast víða um heim, og talar auk enskunnar, dönsku, þýzku og spönsku. Bæktarsemi sína við íslenzka þjóð, og ást á íslenzkri menning, tók Mr. Hanson í arf frá föður sínum, er var Islandsvinur hinn mesti, ferðaðist mjög um land og aflaði sér fjölda vina. Mun hann hafa farið víða um Island skömmu fyrir aldamótin, í þeim tilgangi, að kynna sér skilyrðin fyrir símalagningu. Fyrstu grein sína um Island, reit Mr. Earl Hanson, árið 1920. Aðra grein eftir hann, flutti tímaritið Airway Age, um skilyrðin fyr- ir flugsamböndum við Island. Þar að auki hafa birzt eftir liann ritgerðir í ýmsum öðrum tíma- ritum, um atvinnuvegi þjóðarinnar, svo sem fiskiveiðarnar, virkjun fossa, og um flugmálin. Hefir Mr. Hanson reglulega tröllatrú á afli því til stóriðnaðar, sem fólgið sé í fossum og fljótum landsins. Mr. Hanson er nú á leið norður að Fort Churchill, og ráðgerir að dvelja þar nyrðra fram eftir sumrinu. Ætlar hann að kynna sér þar með eigin augum, auðsuppsprettur og framtíðar skilyrði hinna norðlægu héraða Manitoba fylkis, og rita jafnframt greinir um það, sem fyrir augu ber, í hin og þessi Banda- ríkja tímarit. Islenzka þjóðin á ágætan talsmann, þar sem Mr. Hanson er, og er óskandi, að hún megi eignast sem flesta hans líka, víðsvegar um heim. Bandaríkin og Alþingishátíðin Rétt eftir að blað vort fór í pressuna, síð- astliðna viku, barst oss sú fregn, að neðri mál- stofu þingmaður einn í Þjóðþinginu í Washing- ton, Mr. Burtness frá North Dakota, hefði bor- ið fram tillögu til þingsályktunar, þess efnis, að heimila forseta Bandaríkjanna, að þiggja boð Islandsstjóraar um þátttöku í 1000 ára af- mælishátíð Alþingis 1930, og að sæma íslenzku þjóðina í tilefni af þeim atþurði, með líkneski af Leifi Eiríkssyni. Þingsályktunartillagan fer enn fremur fram á það, að forseti sé beðinn, að tilnefna fimm opinbera fulltrúa, er taka skuli þátt í Alþingis- hátíðinni, fyrir hönd hinnar amerísku þjóðar. Loks er farið fram á heimild til fjárveiting- ar, til þess að standa straum af kostnaðinum við gerð líkneskisins, ásamt för hinna væntan- legu erindsreka. Tekið er það fram, að Leifur Eiríksson, inn- fæddur Islendingur, hafi verið fyrsti, hvíti maðurinn, er stigið hafi fæti á ameríska mold, og að með þeim atburði hafi í raun og veru verið lagður grundvöllurinn að sögu hinnar amerísku þjóðar. 1 forsendum þeim, er megin-tillögunni fylgdu úr garði, komst Mr. Burtness meðal annars þannig að orði: “Saga þessarar hugprúðu smáþjóðar, er á margan hátt fléttuð inn í sögu vorrar eigin þjóðar, fyrir víðtæk áhrif hiníia afar merku bókmenta hennar, og þá ekki sízt með landnámi margra gáfaðra atorkumanna í víðáttu Norð- Vesturlandsins, frá íslandi, er ásamt afkom- endum sínum, mynda eigi aðeins athyglisverð- an hóp vorra beztu borgara, heldur þafa lagt sinn álitlega hluta fram, á sviði fræðslumála, viðskiftamála, sem og á sviði vísinda og lista, innan vébanda þjóðar vorrar. “ Uppástunga Mr. Burtness var borin upp í báðum þingdeildum, og var henni vísað til nefndar þeirrar, er um utanríkismálin fjallar. Viðurkenning hinnar voldugu Bandaríkja- þjóðar, á vorri ástkæru, fámennu þjóð, hlýtur að verða öllum sönnum íslendingum hið mesta fagnaðarefni. Á Mr. Burtness þjóðarþökk skylda, fyrir drengilega framkomu í máli þessu, og er þess að vænta, að uppástungur hans fái byr undir báða vængi. Alt á sömu bókina lœrt 1 villandi og væmnislegri ritstjórnargrein, er í Heimskringlu birtist síðastliðna viku, þar sem skýrt er frá þingsályktunar-tillögu Mr. Burtness, í sambandi við væntanleg afskifti Bandaríkjaþjóðarinnar af Alþingisliátíðinni 1930, er því stungið að almenningi, að styrk- bónarnefnd Þjóðræknisfélagsins, hafi í júlí- mánuði 1928, falið fimm mönnum, þar á meðal þeim hr. Gunnari B. Björnssvni, og hr. Guð- mundi Grímssyni dómara, að leita viðurkenn- ingar Bandaríkjastjórnar gagnvart Alþingis- hátíðinni 1930. Eitthvað fer þetta nú samt milli mála, eins og reyndar gefur að skilja, þar sem það stóð í Heimskringlu. Vér liöfum ávalt staðið í þeirri meiningu, að júníménuður kæmi á undan júlímánuði, og höfum eigi komið auga á nokkra þá breytingu, er í gagnstæða átt gengi. Þann 22. dag júnímánaðar, 1928, lýsti Mr. Burtness yfir því, að Upham, North Dakota, að jafnskjótt og Bandaríkjastjóm bærist í hendur boð frá stjórn hins íslenzka ríkis, um þátttöku í Alþingishátíðinni 1930, myndi hann bera fram í þjóðþingi Bandaríkjanna, þingsá- lyktunar-tillögu þá, sem nú hefir nefnd verið. Samskonar yfirlýsingu gerði Mr. Burtness á landnámshátíðinni að Mountain, nokkrum dög- um seinna, og lét þess jafnframt getið, að Thor- stína Jackson, hefði fyrst vakið eftirtekt sína á þeim mikilvæga atburði, er til stæðir að hátíðlegur yrði haljinn á Þingvelli 1930. Heimfaramefnd Þjóðræknisfélagsins, þarf því engan. veginn að láta mikillega yfir afreksverkum Isínum í þessu sambandi, fremur en öðru. A hátíðinni að Mountain, lýsti hr. Guðmund- ur dómari Grímsson yfir því í ræðu, að Thor- stína Jackson hefði fyrst komið fram með hug- myndina um það, að Bandaríkin sæmdu Island með líkneski af Leifi Eiríkssyni, og var hann nógu mikill drenglyndismaður til þess, að end- urtaka þann sannleika, sem sjá má af hinu opna bréfi hans, því, er birtist á öðrum stað hér í blaðinu. Stingur slíkt mjög í stúf, við ósann- indalopa þann, er Heimskringla teygir í síð- ustu viku, í sambandi við þetta mál. Fundargerð Þjóðrœknis- félagsins 1929 Milliþinganefnd í fræðslumálum er einnig hafSi álit aö leggja fyrir þingið, æsíkti, að hennar álit væri lesiS áður en þingnefndarálitið væri afgreitt. Var mælt á móti því að ýrnsum, en forseti úr- skurSaði að milliþinganefndar-álitið skyldi lesiS. Eins og getiö hefir verið um áður í þessum fundargerning, flutti séra Jóhann P. Sólmundsson itarjegt erindi að kveldi hins fyrsta þingdags og hafði það erindi verið samið af honum i samtoandi við starf hans sem ritara milliþinganefndar. Var vitnað til þeirrar greinargerðar, en niöurlag þess eindis og já-kvæðar tillög- ur nefndarinnar voru nú lesnar og eru á þessa leiS: AS öllu þessu íhuguðu fól nefndin skrifara sínum að taka saman ritgerS til skýringar þeim tijlögum, sem nefndin bæri hér fram. Voru þau ummæli látin fylgja, að úr því þyrfti helzt að geta orðið bæklingur, sem ætti erindi inn á hvert íslenzkt heimili hér vestra og jafn- vel á íslandi líka. Sú ritgerS hefir þeg- ar veriS flutt í heyranda hljóSi, og látum vér nú svofeldar tillögur hér meS fylgja: 1. A8 þing þetta lýsi hér meS yfir því, aS þaS sé «ín hjartanleg ósk. aS Vestur- íslendingum mætti sem fyrst auSnast, meS sameiginlegum samtalsfundi, aS setja á stofn hjá sér þjóSemislega lögréttu, eSa menningarmiÖstöS, allra sinna íslenzku starfsemda, í hinum mörgu og dreiföu bygSarlögum sínum, viSsvegar í Vestur- heimi. 2. AS þingiS ákveSi, aö ráSstafanir skuli til þess gerSar, svo framt sem mögu- legt er, aS ekkert vestur-islenzkt ung- menni sé látiS vera ófrótt um orsök há- tíöahaldsins á íslandi, áriö 1930. 3. AS í því tilefni af síöustu tillögu, og meö tilliti til allra líkra þarfa, feli þingiS stjórnarnefndinni aö gangast taf- arlaust fyrir útgáfu is,lenzks mánaSarrits handa unglingum. 4. AS þingiS ákveSi, aS eftir því skuli grenslast, utan þess svæöis sem umferSa- kensla nær nú til, hversu ástatt sé meö lestrarkenslu, og með hverjum hætti kynni aö mega veita aSstoS, þar sem hennar væri þörf. 5. AS þingiS hvetji íslenzkan almenn- ing til aö gera sitt ítrasta til aS vekja hjá hinu yngra fólki lestrarfýsn á ís- jenzkum bókum, íhugun islenzkra mynda, þar sem þess er kostur, og sem réttasta fnæöslu um Island og Islendinga, og hvers eins eigiö ætterni, eftir því sem þeir full- oröu bezt kunna. 6. AS þinigiS feli hér meS stjórnar- nefndinni aS eiga hlut aS máli um sam- keppni í framsögn á íslenzku, meS því aS veita heiöurspening Þjóöræknisfélags- ins til verölauna, eSur á annan hátt, sem bezt þætti henta. 7. AS hvern mann eöa konu, sem hefir áhuga fyrir því, aö námshlunnindi skól- anna sé hagnýtt, hvetji þingiö hérmeS til aS koma sér i bréfaviðskifti viS stjórn- arnefnd þessa félags. 8. AS þingiö feli stjórnarnefndinni, aS bregSast, eftir mætti, vel viS þeim und- irtektum, sem af framangreindum álykt- unum kynni aö leiöa; einkum og sér í lagi meö tilliti til þess, aS börnunum verður að gera auövelt aS komast yfir blöö og toækur viö sitt hæfi, og fullorSna fólkinu veröur aS kenna þaS aS kenna. ■ Mflliþinganefnd sú, er skipuð var á siS- ast aþingiö til aö ihuga úrræöi íslenzk- unni til viShalds hér vestan hafs, leyfir sér aS telja hér fram, þaS, sem aS und- anförnu hefir komiS aS mestum notum. I a) Notkun tungunnar sjálfrar í sam- ræSum á íslenzkum heimilum. to) Kirkjugöngur og margvíslegt ís- lenzkt félagsstarf og samkvæmislíf. c) Lestur íslenzkra bóka og tolaöa. d) Kensla í jestri, söngvum og sögum á heimilum, i sunnudagaskólum og laugar- dagaskólum, og meö umferSakennslu. e) íslenzk söngkensla. f) Nám í íslenzkri málfræöi og Ibók- mentunum í miöskólum og háskólum. Ajt saman þetta hefir veriS reynt og alt tooriS einhvern árangur. Sterklega viljum vér mæla meS því, aS Éjllu þessu verði haldiS áfram, á allan þann hátt, og allstaSar, þar sem unt er. Sérstaklega teljum vér þaS miklu máli skifta, aS íslendingar í Manitoba hagnýti sér, toetur en raun hefir á orSiö, þau ís- lenziku námshlunnindi, sem lög fylkisins heimila. ÞaS er bæöi tjón og ósómi, hvaS lítiö þau lagaréttindi, enn sem kom- iö er, hafa verið notuö. Þessi sörnu hlunnindi, en þó aSeins í miSskólanámi veita lög Saska.-fyjkis, og eru þau jafn- vel enn mimna notuð þar. 9. AS þingið skipi nefnd eöa nefndir þessum ályktunum til framjkvæmda, aS svo miklu leyti sem þess gerist þörf. Rúnólfur Marteinsson, J. P. Sólmundsson, Sig. Júl. Jóhannesson. AS þessu áliti lesnu, var aftur horfiS aS áliti úttoreiöslumálanefndar. Var fyrsti liður samþyktur. Um 2. liö uröu nokkrar umræður, en var þó sam- þyktur ólbreyttur. Viövíkjandi 3. liö gerSi Ami Eggertsson tillögu og séra Jónas A. SigurSsson studdi, aS upphæSin til úttoreiötelumála sé ákveðin $300 i staö foOO. Samþykt. Langferðamaðurinn og Björkin (Tileinkað O. T. J.) Einu sinni var sáðmaður. 1 árdögun gekk hann út að sá í akur sinn, er hann hafði plægt og herfað og búið undir sáning. Gegnum akur hans rann lækur,. silfurtær. Vissi enginn hvaðan hann kom eða hvert hann fór. Sáðmaðurinn sáði fræinu á. báðar hendur. Vildi svo til, að eitt frækornið lenti út í læk og barst burt með straumnum. Sáð- maðurinn hætti sem snðggvast a& sá og hortfði dreymandi út í straumiðuna. Svo brosti hann við eins og sá, sem veit þótt hann þegi, og hélt áfram að sá. Frækornið litla barst með straumnum langt í burt. Að lokum barst það* aftur upp á græna grund. Þar festi það rætur, og er fram liðu stundir, varð það að hávöxnu tré. Mátti þó sjá, að jarðvegurinn var ekki með öllu við þess hæfi, því eigi var því unt að festa djúpar rætur, en óx alt hvað verða mátti upp á móti ylgeislum sólar. Tré þetta virtist draga að sér athygli þeirra, er á það litu, og margur vegmóður vegfarandi kaus heldur að hvílast undir limum þess, en við rætur hinna trjánna, sem í kringum að uxu, enda þótt þau væru bæði bústin og breið. Út úr meginstolfni þessa ein- kennilega trés óx annar stofn minni. Skaut hann út beinvöxn- um hríslum, er skrýddar voru mörgum skrúðgrænum laufblöðum. Var hann á að líta, sem útrétt hönd, er byði þeim að koma og hvílast, sem þreyttir voru og þunga hlaðnir. Og sérhver sá, er nam staðar og hvíldist, fór þaðan aftur með endurnýjaða krafta og lífsþrótt. !Eitt sinn bar þar að langferða- mann Ifrá fjarlægu landi. Er hann kom í námunda við tré þetta, þá heyrði hann kallað: “Kom þú!” Hann nam staðar, leit í kring- um sig og spurði: “Hver ert þú?” “eg er ÞAÐ.” Ferðamaðurinn seíttist hugsi niður við rætur trésins og hann tók að dreyma. Hann var aftur kominn heim. Hann stóð uppi á hárri jökul- gnípu og svalandi andblær óflekk- aðrar náttúru lék umi vanga hans. Hér var hann staddur í musteri heilagrar þagnar og hann hlust- aði hljóður á hina ómlausu óma, er bárust að eyra honum frá hinni miklu slaghörpu Móður Náttúru. Vorþytur skógar, og vængjatak þrastar, fallniður fossa og brim- gnýr báru Ijúflingslag lóunnar, sem syngur um dýrðina, og biðj- andi jarmur heiðalambsins, alt þetta rann saman í vitund hans í einn dásamlegan samklið, og hon- um fanst hann sjálifur vera mið- bik þessa guðdómlega’ samkliðar. Sál hans svall og hjarta hans- fyltist friði og fögnuði. Hann fann, að hann var óað- skiljanlegur hluti af órjúfanlegri heild, og í sál hans bergmálaði þessi guðdómlegi sannleikur: Aham sat, Eg er ÞAÐ. Þegar jferðamaðurinn vaknaði aftur upp af draumsýn sinni, þá var honum ljóst, að þetta ein- kennilega tré var í ætt við hans innra eðli, og hann hélt áfram leiðar sinnar, glaðari í huga og hressari í sál og með bjartari framtíðarvonum. Liðu svo tímar fram. Þegar langferðamaðurinn hafði lokið erindi sínu í þessu ókunna landi, þá lagði hann aiftur leið sína um þessar sömu slóðir. Tréð stóð þar enn þá,í óbreytt. Hann gróf það upp með rótum og hafði það á burt með sér til gamalla átthaga Þar gróðursetti hann það í nýj- um jarðvegi. Það var sami jarð- vegurinn, og sáðmaðurinn hafði ætlað að gróðursetja frumfræið í í fyrstu. Þar festi það djúpar rætur og dafnaði vel. Reyndist það fluglúnum Ifarfuglum skjól, þegar stormar og fárviðri geisuðu um jarðlífsgrundir. Þetta reyndist að vera alíslenzk björk. S. SL

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.