Lögberg - 02.05.1929, Blaðsíða 5

Lögberg - 02.05.1929, Blaðsíða 5
LÖGBERG FíMTUDAGINN 2. MAÍ 1929. Bla. 6. CUNARD LINE 1840—1919 \ Elzta eimskipafélag-ið, sem siglir frá Canada. Cunard línan veitir ágætar sam- göngur milli Canada og Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur, bæði til og frá Montreal og Quebec. Eitt, sem mælir með því að ferð- ast með þessari línu, er það, hve þægilegt er að koma við í Lon- don, stærstu borg heimsins. Cunard línan hefir sérstaka inn- flutningaskrifstofu í Winnipeg, fyrir Norðurlönd. Skrifstofu- stjórinn er Mr. Carl Jacobsen, sem útvegar bændum íslenakt vinnufólk vinnumenn og vinnu- konur, eða heilar fjölskyldur. — Það fer vel um frændur yðar og vini, ef þeir koma til Canada með Cunard línunni. Skrifið á yðar eigin máli, eftir upplýsingum og sendið bréfin á þann stað, sem gefinn er hér að neðan. ÖBum fyrirspurnum svarað fljótt og yður að kostnaðarlausu. Cun*rd Ll N E Skýring 10053 Jaspcr Atb. KDMONTON 100 Pinder Block SASKATOON 401 I.ancaster Hlds:., CALGABV 270 Maln St. VWNNIPEG, Man. Ck>r. Bay & WeUlnaton 8t». TORONTO, Ont. 230 Hospltal St. MONTREAL. Qua- Canada framtíðarlandið Garðrækt. Flest af blómum þeim og jarð- eplum, sem vaxa í görðum fólks í Evrópu, þar sem loftið er tempr- að, vaxa llka í Vestur - Canada, svo sem raspber, jarðber, kúren- ur, bláber og margar fleiri teg- undir, nema í hinum norðlægustu héruðum. Kartöflu uppskera, er mikil, og fá menn oft meira en 148 bushel af ekru, þó í sama blettinn sé sáð til tíu ára, og hefir sú uppskera oft numið 170 bush. af hverri ekru á ári. Garðarnir gjöra vana- lega betur en fullnægja þörfum bændanna með garðávexti. Það er oft afgangur til sölu og úr- gangur, sem er ágætt fuglafóður. Garðar, þar sem bæði ávextir og fleira er ræktað, ættu að vera í sambandi við hvert einasta býli bænda í Vestur-*Canada, og einn- ig munu bændur komast að raun um, að trjáplötnur í kring um heimilin margborga sig, og fást trjáplöntur' til þeirra þarfa ó- keypis frá fyrirmyndarbúinu í Indian Head í Saskatchewan. — Einnig sér stjórnin um, að æfðir skógfræðingar frá þeim búum veiti mönnum tilsögn með skóg- ræktina, og segja þeim hvaða trjá- tegundir séu hentugastar fyrir þetta eða hitt plássið. Engi og bithagi. Hið ágæta engi og bithagi, sem fyr á árum fóðraði þúsundir vís- unda, antelópa, elk- og moosedýra, er enn hér að finna. Þar sem ekki er næg beit handa búfé, bar sá menn alfalfa, smára, timothy, reyrgrasi, eða einhverjum öðrum fóðurgrasstegundum; þó er þess- um tegundum fremur sáð til vetr- arfóðurs í Vesturfylkjunum, eink- um í Manitoba, heldur en til bit- haga. Ei;nn4g er maís siáð hér allmikið til vetrarfóðurs handa nautgripum. Þegar engjar í Vestur-Canada eru slegnar snemma, er grasið af þeim mjög kjarngott, og gefur lítið eða ekkert eftir ræktuðu fóðri, þegar það næst óhrakið. Þær tegundir, sem bezt hafa reynst af ræktuðu fóðri í Vesturfylkjunum, er alfalfa, rúggras og broomgras, hvort heldur að þeim tegundum er blandað saman eða að þær eru gefnar hver út af fyrir sig. En ef sáð er þar til bithaga, þá er alfa og broomgras haldbeztu teg- undirnar. Áburður. Aðal einkenni jarðvegsins í Saskatchewan og í Sléttufylkj- uiram öllum, er það, hve ríkur hann er af kötfnunarefni og jurta- leifum, og það er einmitt það, sem getfur berjum frjóefni og var- anlegleik. Þess vegna þurfa bændur ekki á tilbúnum áburði að halda. En ekki dugir fyrir bændur að rækta korn á landinu sínu ár frá ári, án þess að hvíla landið, því að við það líður hann margfaldan skaða. Til þess að varðveita frjómagn landsins, þarf korn og nautgripa- rækt að haldast í hendur, og verð- Ur það þýðingarmikla atriði aldr- ei of vel brýnt tfyrir mönnum, ef Þeir vilja að vel fari. Hin hörðu vetrarfrost og hið þurra loftslag, eru öfl til vernd- unar frjósemi jarðvegsins. Þau losa allan jurtagróður í klaka- böndum sínum frá vetrarnóttum til sumarmála. Enn tfremur varn- ar hið reglubundna regnfall sum- arsins því, að jarðvegurinn missi gróðrarkraftsins af of miklum þurki. Það hefir ávalt sannast, að þar setn framleiðsla hefir farið þverrandi, þá er það því að kenna að landinu hefir verið misbðið, — að bændurnir hafa annaðhvort ekki hirt um að breyta til um út- sæði, eða á neinn hátt að vernda gróðrarkraftinn. Eldiviður og vatn. Linkol eru aðal eldiviðarforði manna í Saskatcheilvan, og eru stórkostlegar linkolanámur í suð- austur hluta tfylkisins. Einnig hefir Dominion stjórnin í félagi við fylkjisstjórnirnar í Saskatche- wan og Manitoba, ráðist í að búa til hnullunga úr kolamylsnu, sem er pressuð með vélum ásamt lím- efni til að halda mylsnunni sam- an, og hefir því reynst ágætt eldsneyti, ekki að eins heima fyr- ir, heldur er líkleg til þess að verða ágæt markaðsvara. Kolum þessum má líka brenna eins og þau koma úr námunum, og er gott e'ldsneyti. Þessi tfinnast víða í Saskatchewan, og eru þau enn ekki grafin upp að neinu veru- legu ráði, nema á tiltölulega ör- fáum stöðum, heldur grafa menn nokkur fet ofan í jörðina og taka þar það, sem þeir þurfa með í það og það skiiftið. í norðurhluta fylkisins eru víðáttumiklar timburlendur, þar sem bændur geta fengið sér elds- neyti og efni til bygginga. — Það er ekki þýðingarlítið fyrir þá, sem hugsa sér að setjast að á einhverjum stað, að vita af því, að vatnsforði er nægur. Á mörg- um stöðum í Saskatchewan er hægt að fá brunnvatn, sem er bæði nothæft fyrir menn og skepnur, og eru þeir brunnar all- oftast frá 10 til 30 fet á dýpt. Sumstaðar þurfa menn að grafa d'ýpra,'til þess að ná í nægilegan vatnsforða. DÁN ARFREGN. Þann 24. jan. síðastliðinn dó að Uham, N. D., Jón Jónsson Svín- dal, fæddur 13. júní 1860 að Hrafnabjörgum í Svínadal, Húna- vatnissýslu. Foreldrar hans voru Jón. Jónsson og Sigríður Jóns- dóttir, er þar bjuggu. Hann flutti tfrá Íslandi árið 1887, til Pembina Co. Þar var hann í tíu ár. En þaðan kom hann til Mouse River bygðar 1897, og nam hér land og bjó hér ávalt síðan þar til fyrir þremur árum að hann hætti búskap vegna heilsubilunar og flutti þá i bæinn Upham. — Jón kvæntist aldrei, en einn bróður á hann lifandi, Jónás að nafni, í Minneapolis, og eitthvað af systrabörnum hans eru í Canada. Jón var vel látinn og áreiðanleg- ur í öllum viðskitftum, en tók lít- inn þátt í almennum málum. Hann var fslendingur með lífi og sál, og unni öllu sem íslenzkt var. Hann var jarðsunginn 29. s. m. í graf- reit Melanktons safnaðar, af séra V. J. Eylands. E. J. B Þegar Jón Bildfell kom í hús mitt, er eg er að smíða að 150 Southerland Ave., 13. apríl, í þeim tilgangi að biðja F. Sveinsson að svara grein S. B. Benedictssonar, (Sveinsson var þar að málaX þá hélt eg að Mr. Sveinsson mundi geta orðið við bón Jóns, án þess að kalla þá tillögu, er hann og við samþyktum, rugl út í bláinn. Hann segir svo: “Enda má hitt skoðast að mestu sem meinlaust rugl út í bláinn” — þar á meðal tillaga sú, er íSveinson sjálfur samþykti. Og hvernig í ósköpunum gat Mr. Sveinson samvizkusamlega svar- að fyrir Jón, þar sem hann sjálf- ur mundi ekki hvað Bíldtfell hafði sagt, því þann 13. apríl heyrði eg Sveinson spyrja Jón, hvað hann hefði sagt, og mundi Jón ekki. Strax og eg kom heim, sendi eg eftir Lögbergi, því eg hafði ekki séð það blað, er um var get- ið. Eins sagði eg Jóni, að ef hér væri um ósannindi að ræða, þá skyldi eg leggja mitt lið til að láta sannleikann koma í ljós. Svo með leyfi þínu, herra rit— stjóri, þá ætla eg hér með, að skýra frá, hvað gerðist á þessum áminsta fundi, hvað Jóni tilheyr- ir. Eftir að eg hafði lokið máli mínu, þá var Jóni boðið að tala. Áleit hann, að við tækjum mikið upp á okkur, að ræða þau mál, er íslandi kæmi einu við. Áleit hann, að ekkert skylt væri með íslend ingum og Rússum, og þess’vegna þyrfti ekki að bjóða þeim. Sagði hann, að Rússar væru samvizku- lausir harðstjórar, og þektu ekk- ert út í vísindalega hagfræði. Hann gat um slæm áhrif Rússa á íslenzka sjómenn, sem haifi verið í verkfalli, þá hann var heima í vetur. Hann kvað það hafa verið sorg- lega sjón að sjá allan þann skipa- flota aðgjörðarlausan bezta vertíð- artímann og mokfiski við land. Sagðist vita, að eigendum troll- aranna væri. lífs ómögulegt að hækka kaup sjómanna, og krafa sjómanna væri mjög ósanngjörn. Hann sagði, að það mundi vera stefna^ jafnaðarmanna, að gera alla trollara þjóðareign. Hann sagði, að Jónas frá Hriflu væri stórgáfaður maður og mikilhæfur stjórnmálamaður, en ráðríkur og réði líka miklu; kvað hann Jónas fylgja jafnaðarmönnum í þessu máli, en sjálfur sagðist hann ekki sjá neitt vit í því, þar sem landið væri skuldum vafið, og mundi það veitast þeim örðugt, að halda skipastólnum út. Sagði hann, að jafnaðarmenn heima væru mjög ósanngjarnir í krötfum sínum. Tóku nú ýmsir til máls, og þar með Bjamí Magnússon. Óskaði hann, að trollararnir sætu fastir við land, þar til sjómenn fengju krafu sinni framgengt. Tók nú Mr. Bildfell dftur til máls, og kvaðst vera glaður að hafa komið á þennan fund, og heyrt það er fram hafi farið; en hissa sé hann að heyra menn óska þess, að trollarar séu að- gerðarlausir um há bjargræðis- tímann. Talaði hann aftur um þá ósanngirni, er sjómenn sýndu trollaraeigenduml. Að! endingu kvaðst hann ímynda sér, til að gefa eitthvert svar kunningja sín- um og nábúa, Birai Magnússyni, að Rússum væri ekki boðið af því að utanríkis ráðgjafi Dana hefði með það að gera, en ekki íslands- stjórn, Eg var hefjandi máls og tók niður hjá mér það sem eg áleit svara vert. En nú fór Jón af fundi og gaf mér ekki tæki á að svara. Svo þegar eg tók aftur til máls, þá gat eg um, að mér þætti slæmt, að Jón skyldi hafa farið, ætlaði eg þess vegna ekki að svara öllu því, er eg hefði gert, ef Jón hefði verið kyir. Eg ætlaði að sýna Jóni, að Rússar þektu út í hag- fræði, þótt á annan hátt væri en Jón þekkir til. Margt er skylt með Rússum og íslendingum, eða verkamönnum yfir höfuð að tala, og að krafa sjómanna væri ekki ó- sanngjörn. Eg ætlaði að sýna Jóni, að með því að gera trollar- ana að þjóðareign, mundi stjóra íslands komast betur úr því k DODDS KIDNEY i, PILLS á KlDNE.y ° ' öL4&aCkacHc0U 5HEUMATlSr 1 melr en priðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bak- verk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öll- um lyfsðlum, fyrir 50c. askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd Toronto, ef borgun fylgir. að gera. Eg lét þá í Ijós, að svo lengi .sem við unnum Islandi, þá kæmi oss öll þeirra mál við. Tillaga sú, er stóð í grein S. B. Benedictssonar, var samþykt af meiri hluta, þótt nú sé álitin rugl út í bláinn, af einum er samþykti hana. B. Magnússon, 428 Queen St., St. James, Man. 21. apríl 1929. t Nokkur minningarorð um ÓLAF A. AUSTMANN, sem andaðist þann 26. marz 1929 úr lungnabólgu, á 73. aldursári. ólafur sál. var fæddur þann 22. janúar 1856, að Maríubakka á SíÖu, í Vestur-Skaftafellssýslu, á íslandi, sonur þeirra hjóna, Árna og Maríu, em þar bjuggu. Ólst hann þar upp til fullorðinsára og giftist Geirlaugu Jónsdóttur, dótt- ur Jóns bónda á Laugholti í Meðallandi í sömu ýslu. Fluttust þau hjón þaðan til Austfjarða og voru þar, þar til þau fluttu sig til Ameríku árið 1888 og settust að í Þingvalllaibyg'öinni (Churchbridge) í Saskatchewan; voru þar nokkur ár, fluttu sig svo til Silver Creek, Manitoba, og voru þar um tíma, þar til þau fluttu til Spy Hill, Sask., árið 1904, og tók hann þar heimilisréttarland. Var hann einn af frumbýlingum bygðarinnar, og bjó þar við góð efni þar til heilsa hans bilaði; var hann eftir það hjá syni sínum, Olgeiri, sem er bóndi við Spy Hill, þar til hann dó. IlafÖi hann þá séð á bak konu sinni og tveim börnum sínum, Árna og Maríu; voru þau bæði upp komin og búsett við Spy Hill. Eftir hann litfa tveir synir, Olgeir og Filippus, sem eru báðir bænd- ur við Spy Hill, og 'tólf barnabörn Ólafur sál. var vinur vina sinna, tryggur og hægur í lund, vel greindur og víðlesinn- fylgdist hann vel með almenningsmálefn- um og var fylgjandi framfara- og samvinnufélagsskap bænda. Hann var einn þeirra manna, sem vanda- menn og vinir sakna, og mun á- valt fylgja hlýr hugur endur- minningum um hann hjá þeim, sem voru honum vel kunnugir. Vinur hins látna. EGILL J. THORKELSSON Fæddur 11. maí 1865. Dáinn 8. marz 1929. “Hér oss kvaddi vinur trúr og trygur, Tállaus, sannur stöðugur í lund.” “Lifir minning mæt, mörgum er hún kær, syrgjendunum sæt, sorgund við það grær. Unnið æfistartf um það vitni ber, að hann, sem héðan hvarf, hylli ávann sér.” Hann andaðist á Alm. sjúkra- húsinu í Winnipeg, eftir að hafa verið skorinn upp við innvortis- meinsemd, er olli dauða hans. Egill var fæddur 11. maí 1865 í Flekkuvik á Vatnsleysuströnd í Gullbringusýslu Voru tforeldrar hans Jón ibóndi Þorkelsson og Guðrún Eyjólfsdóttir kona hans; var hún orðlögð fyrir gestsrisni og mannúð. Móðir Guðrúnar hét Herdís Ingjaldsdóttir, systir Sig- urðar bónda á Hrólfsskála á Sel tjarnarnesi. Egill ólst upp hjá foreldrum sínum og stundaði algenga bænda- vSnnu og sjómensku. jöll verk fórust honum vel úr hendi. Varð hann síðar 'formaður og þótti heppinn og góður sjómaður; einnig var hann allvel hagur og kom það sér vel bæði heima og hér vestra. Þann 24. okt. 1894 kvæntist hann Ragnhildi Magnúsdóttur, Bene- diktssonar, og konu hans Sigríðar Erlendsdóttur, er lengi bjuggu í Þerney við Reykjavík. f sex ár bjuggu þau Egill og Ragnhildur í Flekkuvík, en fluttu þaðan vest- ur um haf árið 1900. Dvöldu þau fyrsta veturinn í Fagranesi í Ár- nesbygð, hjá Jóni bónda bróður Egils. Nam Egill þá land í téðri bygð og nefndi á Borg; þar bjuggu iau hjón í 28 ár. Börn eignuðust þau hjón, er hér skulu talin: (1) Magnús, búsett- ur í Riverton, Man., kvæntur Sig- ríði Pálmadóttur Lárussonar og Guðrúnar Steinsdóttur konu hans, Búa þau hjón á Gimli; (2) Ragn- hildur Helga, býr á íslandi og er gift Jóni Einarssyni í Stapakoti, Innri-Njarðvíkum í Gullbringu- sýslu; (3) Guðjón, býr í River- ton, kvæntur Sigríði Björnsdótt- ur, Jónssonar, og konu hans Jak- obínu Jónsdóttur í Straumnesi við Riverton; (4) Sigríður, gift manni alf hérlendum ættum, Frank Peat- field að nafni, búsett í Winnipeg- borg; (5) Arndís, gift Charley Matheson, einnig búett í Winni- peg-borg. — Systkini Egils heit- ins eru fjögur á lífi, og eru þau: Jón bóndi í Fagarnesi, í Ámes- bygð; og á íslandi eru: Eyjólfur, bóndi á Þórustöðum á Vatnsleysu- skuldabasli, er hann gat um; og eg ætlaði að sýna Jóni, hvað djúp ar gáfur Jónas frá Hriflu hefði, | viku ef hann væri samþykkur því, að i gera trollarana að þjóðareign. Eg lét í ljós óánægju mína, hvað Danir iheftu enn frelsi fslendinga, ef það væri rétt hjá Jóni, að ut- Wonderland Leikhúsið. “Isle otf Lost Men” heitir kvik- myndin, sem Wonderland leik- I húsið hefir að sýna þrjá síðustu dagana af þessari viku. Þeir sem hana sjá, munu áreiðanlega álíta að hún sé mjög mikils verð. Fyrstu þrjá dagana af næstu sýnir leikhúsið myndina The Scariet Lady” Hún gefur góða hugmynd um 'hvernig lægri stéttirnar á Rússlandi reyndu að ná sér niðri á ærði stéttunum eft- anríkisráðgjafinn hefði með það ir stjórnarbyltinguna. Vorómar að heiman Birtir í loftinu, — bólstrarnir skýja breyta sér, liðast í sundur og flýja fyr’ árásum vindanna’ úr vordrauma geim. Heimsöflin breiða út blikandi vængi. — Brosandi lýtur oss útsær og tangi. Vorið er komið með voráldar hreim. Náttúran speglast í litbrigða ljóma, því ljósbrúður aldanna greiðir úr dróma. Vonirnar glæðast og vakna á ný. f blómanna ljúffengu, lifandi angan lauga eg sál mína. — Ennið og vangann vorgolan kyssir svo vinlega hlý. Elfurnar flyssandi, drjmjandi duna, dansandi, syngjandi, fallþungar bruna og æðandi keppast að komast sem lengst. Björgin, þau titra af tröllauknum krafti, er trafhvítar öldurnar steyta á hafti. Bjargvættur stóð þar, sem bilið var þrengst. Loftið af úðamökk fyllist og funa fossins, þars kynja-mögn ólgandi bruna. Glitrar á brosandi, daggperluð blóm. Þau vöknuðu áðan af værustum blundi og vissu’ ekki hót, tfyr en fossinn, sem dundi, sendi þeim koss meður söngvanna hljóm. Blána nú fjallanna bröttustu tindar, og brosandi, skinandi hjallanna rindar. Vordöggin unga þá vökvar og þvær. Vekjandi, hressandi, blessandi breiðir, brennandi geislana ársólin leiðir um hæðir og dali, — alt hlýnar og grær. Davíð Björnsson. X $ strönd; Herdís, ekkja, hjá syni sínum, Erlendi Magnússyni, á Káltfatjörn á Vatnsleysuströnd, og Sigurbjörg, óg'ift, til heimilis á Akranesi. Sá, er þetta ritar, á einkar fagr- ar endurminningar um Egil heit- inn á Borg, frá nærri 8 ára við- kynnningu. Mér kom hann fyrir sjóir sem trúr og sannur maður, einn af hinum kyrrlátu í landinu, er ávalt skipaði sæti sitt, og inti verk köllunar sinnar vel af hendi og með öllu hávaðalaust. Heimili hjónanna á Borg var myndarheimili, er bar vott um at- orku og snyrtimensku hjónanna. Höfðu þau með heiðri int af hendi verk köllunar sinnar, og alið upp mannvænleg börn, er nú voru komin leiðar sinnar út í lífið, til þess að berjast eigin baráttu. Stöðugur og trúr sonur feðra- kirkju sinnar var Egill á Borg. Reyndist hann ágætur og trúr í sameiginlegu starfi kristilegs fé- lagsskapar, eftir því sem kjör og kringumstæður leyfðu. Mun eg lengi í minni geyma endurminn ingu um hann og ýmsa aðra, er eg hetfi kynst, eldra fólk, þreytt eftir óslitið erfiði vikunnar, er gang- andi að vetri og sumri sótti tii kirkju sinnar á helgum dögum. Egill heitinn var góður ná- granni og trúr atorkumaður í þarfir heimilis síns og hvers þess, er hann vann fyrir Má óhætt fullyrða, að með honum hefir bygð hans mist góðan dreng og mætan mann, er hvergi vildi vamm sitt vita, og allir, er kyntust, var hlýtt til. Egill var jarðsunginn þann 13. marz, fjölmenni fólks á heimilinu og í lútersku kirkjunni í Áraesi. Var hann lagður til hvíldar í grafreit bygðarinnar. Ástvinir hans syrgja hann — en fagna að hann var leystur úr jarðlífsþrautunum án langvinnra þjáninga. Mjnningin lifir og það er bjart ytfir henni í hjörtúm sam- ferðafólksins. “Huggist, ástvinir, • óttist hvergi: stríð hans var stutt, en stór sigur, hjá Guði gisting, eftir gengna þraut, en lofgróin látins minning.” Síðasta vetrardag 1929, Sig. Ólafsson. ALBERTA WHEAT POOL CANADIAN WHEAT POOL CANADIAN POOL AGENCIES * MANITOBA WHEAT POOL MANITOBA POOL ELEVATORS SASKATCHEW AN WHEAT POOL SASKATCHEHAN POOL ELEVATORS S ASKATCHEW AN POOL TERMINALS ÖRÆK SÖNNUN fyrir viðgangi hveitisamlagsins Allar deildir hveitisamlagsins eru nú komnar undir eitt þak, í hinn nýju, átta hæða Wheat Pool bygg- ingu. — Hentugri skrifstofur, veita samlags með- limum liprari afgreiðslu, auk þess sem kostnaðurinn verður minni. .... , CAN/WI/WWUEATPOOL « Z CANADIAN CC-OPERATIVE WHEAT PRODCCERS LIMITED Æ.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.