Lögberg - 02.05.1929, Blaðsíða 6

Lögberg - 02.05.1929, Blaðsíða 6
Bls. 6. LÖGBERG FIMTUDAGINN 2. MAl 1929. Mánadalurinn EFTIR JACK LONDON. “Þetta er ekki alt eins og það ætti að vera,” sagði Tom. “Það neitar því enginn. Það er ekki nema rétt að verkamanna félögin skifti sér af pólitík, en þau verða að taka þar rétta stef nu. ’ ’ “Þú átt við, að þeir eigi að fylgja jafnaðar- stefnunni? Svei! Þeir eru alveg sömu svikar- amir eins og hinir og seldu okkur hæst bjóð- anda nær sem væri.” Verkamennirnir þurfa að fá góða og heið- arlega menn til að standa fyrir sínum málum,” sagði Willi. “Það er það sem þeim ríður mest á, og þá mundi alt ganga vel. Ekki það, að eg aðhyllist þessa jafnaðarstefnu. Eg geri það ekki. Alt okkar fólk hefir verið lengi í Banda- ríkjunum, og eg get með engu moti liðið, að þessir feitu Þýzkarar og skítugu Rússnesku Júðar, séu að segja mér hveraig á að stjórna mínu landi, meðan þeir geta ekki einu sinni talað ensku.” “Þínu landi!” sagði Bert. “Mikil ósköp eru að heyra þetta! Ertu virkilega svo heimsk- ur, að þú vitir ekki, að þú getur ekki lengur kallað þetta land þitt land? Það er bara ímynd- un, orð sem þessir svikahrappar ota að þér, þegar þeir vilja hafa eitthvað gott af þér.” “En greiðir þú ekki þessum svikahröppum atkvæði?” sagði Willi. “Ef við kjósum heið- arlega menn, þá gera þeir ekki annað en það, , sem rétt er.” “Eg vildi að þú kæmir á okkar fundi, Willi,” sagði Tom góðlátlega. “Þá mundir þú skilja betur, hvernig þessu er öllu varið, og þá mund- ir þú greiða atkvæði með jafnaðarmönnunum við næstu kosningar.” “Nei, þangað kem eg aldrei,’.’ sagði Willi. “Mér dettur ekki í hug að koma nærri þessum jafnaðarmannafundum, að minsta kosti ekki fyr en þeir læra að tala eins og siðaðir menn. ” María var svo ergileg við manninn sinn út- af verkfallinu, sem yfir vofði og afstöðu hans hans gagnvart því, að hún gat ekki einu sinni haldið uppi samtali við Saxon. Hún hafði því ekki annað að gera, en að hlusta á það, sem piltarnir voru að segja og hugsa um þær mis- munandi skoðanir, sem þeir höfðu á þessum málum. “Hvar erum við eiginlega stödd,” spurði hún glaðlega og góðlátlega, þó henni væri í raun og veru alt annað en gaman í hug. “Við erum hvergi,” flýtti Bert sér að segja, “við erum farin veg allrar veraldar.” “En kjöt og olía hafa enn hækkað í verði,” sagði hún. “ Og kaup Willa hefir verið lækkað og kaup mannanna, sem vinna í verksmiðjun- um, var lækkað í fyrra. Eitthvað verður að gera.” “Það er bara eitt að gera,” sagði Bert, “og það er að berjast til þrautar. Við töpum auð- vitað, en við höfum þá ánægju upp úr því, að við vitum að við höfum gert það litla, sem við gátum. ’ ’ “Þetta er ekki rétt að segja,” sagði Tom. “Nú er ekki lengur tími til að tala,” sagði Bert. “Nú er tími til að berjast.” “Hvað höfum við með það að gera, að berjast á móti heilum hersveitum og maskínu- byssum?” sagði Willi. “Nei, auðvitað getum við ekki barist þann- ig,‘’ sagði Bert. “En það eru til yms vopn, sem lítið fer fyrir, en geta þó verið ovinunum skaðleg, þegar þeim er rétt beitt.” “Já, einmitt!” sagði María með miklu fasi. “Nú skil eg, til hvers það er þetta, sem þú hefir í vestisvasa þínum, en sem þú vilt aldrei segja, til hvers sé notað.” Bóndi hennar gegndi henni engu. Tom hélt áfram að reykja, en Willa mislíkaði stórlega, það var auðséð á honum. “Það getur ekki verið, að þú hafir nokkuð slíkt í huga, ” sagði hann og vonaðist sjálfsagt eftir, að vinur sinn mundi neita því afdráttar- laust. “Jú, auðvitað,” sagði Bert, “fyrst ykkur nður svo mikið á að vita það. Eg vildi feginn þó alla steindauða, aður en eg félli sjálfur í valinn.” “Hann er reglulegur anarkisti,” sagði María. “Það hafa verið menn eins og hann, sem myrtu McKinley og Garfield og unnu önn- ur slík ódáðaverk. Hann verður hengdur ein- hvern tíma. Þið sannið til, hvort eg segi ekki satt. Það er eina bótin, að börnin eru þó engin.” “Þetta er bara orðagjálfur, sem ekki þvðir mikið,” sagði Willi til að friða hana. “Hann er bara að stríða þér,” sagði Saxon. “Hann hefir alt af verið svo stríðinn.” “Eg veit nú betur. Eg hevri hann oft tala upp úr svefninum, og það er hræðilegt tal, má eg segja ykkur,” svaraði María. Tom var eitthvað að reyna að segja um skynsamlegar ástæður og um réttlæti. “Réttlæti!” sagði Bert æði frekjuiega. “Eg skal segja ykkur dálítið um það réttlæti, sem verkafóllkið á við að búa. Þið munið allir eft- ir Forbes — J. Alliston Forbes —, sem setti Alto California félagið á hausinn og stal tveim- ur miljónum. Eg sá hann í gær í einum af þess- um afar stóru og dýru bílum. Hváð fékk hann fyrir að stela öllu þessu fé? Hann var dæmdur í átta ára fangelsi. En hvað lengi) var hann þar? Ekki full tvö ár. Honum var slept undir því yfirskyni, að heilsa hans væri biluð. Það var nú Iíka líkt því. Eg er viss um, að hann verður í fullu fjöri, þegar við erum öll dauð. Lítið þið nú þarna út um gluggann. Þama sjáið þið gamalt og hrörlegt hús. Mrs. Dunak- er á þar lieima. Hún er þvottakona. Maður- inn hennar misti lífið við einhverja járnbraut- arvinnu. Það var svo sem ekki hætt við, að hún fengi skaðabætur; það var séð um það. Svoleiðis fóru dómstólarair við hana. Sonur hennar, Archie, ólst upp á götunni og varð náttúrlega reglulegur götustrákur, eins og von var. Einu sinni sem oftar, þegar hann var eitt- hvað að flækjast, hann var þá sextán ára, þá komst hann þar í kynni við einhvem drakkinn dóna og rændi af honum peningum. Yiljið þið vita hvað það var mikið ? Það voru tveir dal- ir og áttatíu cents. Takið þið eftir því — tveir og áttatíu! Og hvaða hegningu haldið þið að hann hafi fengið ? Fimmtíu ára fangelsi. Hann er búinn að vera átta áh í St. Quentin, og verð- ur þar víst þangað til hann deyr. Mrs. Dun- aker segir, að hann sé veikur af tæringu, en hún hefir enga' útvegi til að ná honum úr fangels- inu, vesalingurinn. Archie, unglings drengur, rænir tveimur dölum og áttatíu oentum og fær fyrir það fimtíu ára fangelsi. J. Alliston Forbes stelur tveimur miljónum, og fær minna en tveggja ára fangelsi. — Hverjum finst vkk- ur eiginlega að þetta land tilheyri, verkafólk- inu, almenningi, eða auðvaldinu? Það er svo em ekki um það að villast.” Þegar Saxon var að enda við að þvo disk- ana, gekk María til hennar, leysti af henni eld- hússvuntuna, og kysti hana með þeim innileik, sem konur geta þá aðeins sýnt hver annari, þegar þannig er ástatt um heilsu þeirra, eins og nú var ástatt fyrir Saxon. “Seztu nú niður, góða mín, og hvíldu þig. Þú verður að gæta þess, að reyna ekki of mikið á þig. Eg skal sækja það sem þú hafðir með þér til að sauma. Svo getur þú hlustað á það, sem piltamir eru að segja. En hlustaðu ekki á Bert. Hann er ærður.” Saxon setist niður og fór að sauma. Erg- elsissvipurinn á Bert magnaðist um allan helm- ing, þegar hann kom auga á, að það voru barna- föt, sem hún var að sauma. “Þetta er nú ein vitleysan,” sagði hann. “Hvaða vit er í því að eiga böm og hafa enga trvggingu fyrir því, að geta látið þeim í té það sem þau þurfa?” “Þú hlýtur að hafa fengið þér í staupinu í gærkveldi,” sagði Tom. Bert hristi höfuðið. “Það er alveg gagnslaust, að vera með þess- ar ergjur,” sagði Willi. “Yið búum í góðu landi.” “Það var einu sinni gott land,” svaraði Bert. “En nú er alt öðru máli að gegna. Nú kemst maður ekkert áfram lengur, og maður er svikinn og snuðaður á alla vegu. Mínir for- feður börðust fyrir þetta land og það gerðu ykkar forfeður líka. Við gáfum negrunum frelsi og við börðumst við Indíánana. Við lið- um hita og kulda og hungur og létum aldrei bugast. Við hreinsuðum landið og við bvgðum vegina og bæina og allir höfðu nóg fyrir sig að leggja. Og við héldum enn áfram að berjast fyrir landið. Tveir af föðurbræðrum mínum féllu við Gettysburg. Alt okkar fólk tók ein- hvern þátt í stríðinu. Saxon hefir sagt okkur, hvað hennar fólk varð að þola, þegar það kom hingað vestur til að eignast heimili og hesta og nautgripi og annað, sem það þurfti. En það fékk það sem það þurfti. Alt okkar fólk gerði það—” “Og ef þetta fólk hefði verið nógu hyggið, þá hefði það ekki látið af hendi það, sem það komst yfir og átti með réttu,” sagði Saxon. “Auðvitað,” hélt Bert áfram. “Það er ein- mitt það, sem eg er að segja. Við erum að tapa. Við höfum verið rænd. Við höfum aldrei kunnað þessa krókaleið, sem svo margir fara nú. Það erum við, sem erum að tapa. Tímamir hafa breyzt, og fólkið hefir skifzt í tvo flokka, ríka og fátæka. Verkamennirair, fátæklingamir, gera ekkert nema vinna. Hin- ir, hákarlarnir, þeir gleypa alt í sig, vinnuarð- inn, bújarðirnar, námuraar, verksmiðjurnar °S jafnvel sjálfa stjómina. Við erum böra þeirra manna, sem lögðu svo mikla alúð við að vera ráðvandir og heiðarlegir menn, að þeir lærðu aldrei að ná undir sig því, sem aðrir áttu og að kúga náungann. Við erum fólkið, sem höfum tapað. Skiljið þið það?” “Þú ættir að vera nokkuð góður að halda ræður á verkamanna-fundum, ” sagði Tom. “En þú þarft samt að læra að færa betri ástæð- ur fyrir þínu máli.” “Þetta lætur ekki svo illa í eyrum, ” sagði Willi. “En rétt er það nú samt ekki. Menn geta enn orðið ríkir, ef menn reyna það.” “ Já, sumir geta það, auðvita’ð,” sagði Bert. “'En við getum það álíka vel, eins og við getum orðið forsetar Bandaríkjanna. Þú eignast aldrei neitt, það má eg segja þér, þú hefir ekki það sem til þess þarf. Þú ert bara ráðvandur vinnumaður og ekkert annað. Það er ekki til neins, að tala um þetta. Það er úti um okkur. ” Meðan þau voru að borða, sagði Tom þeim frá æskuárum sínum og margskonar skemtun, sem hann hafði haft, þegar hann var að alast upp úti á landi. Hann sagði, að altaf hefði það verið fast í huga sínum, að fá sér bújörð og verða bóndi, eins og forfeður sínir hefðu verið. En Sarah hefði algeríega sett sig á móti þessu, svo ekki hefði verið við það komandi. Því gæti aldrei orðið neitt úr þeirTÍ fyriræltun. “Þetta er eins og gengur,” sagði Willi. “Það verður alt af einhver fyrir skakkafall- inu. ” Bert byrjaði skömmu síðar á nýju orðaflóði, en Willi veitti því litla eftirtekt. Án þess hann eiginlega ætlaði sér það, fór hann í huganum að bera saman þetta heimili við sitt eigið. Mis- munurinn var auðsær. Hér gekk alt með ein- j hverjum hávaða og gauragangi. Hann hafði tekið eftir því, að þegar þau komu hefði enn ekki verið búið að þvo borðáhöldin, sem notuð voru um morguninn. Hann hafði ekki tekið* eftir útliti á hverju einu fyrir sig, eins og karl- menn munu sjaldan gera, en það hafði verið töluvert ljóst í huga hans, að Maríu færist ekki liúshaldið eins vel úr hendi eins og Saxon. Hann leit til hennar, og hann hafði sterka löng- un til að faðma han að sér. En hann hafði ekki lengi frið með þessar hugsanir sínar fyrir Bert. “Heyrðu, Willi,” segir hann. “Þú heldur að eg sé fullur af óánægju. Eg er það líka. Þú hefir ekki reynt annað eins og eg. Þú hefir alt af haft heldur þægilega vinnu og fengið tölu- vert af peningum með hægu móti, með því að leika hnefaleik. Þú veizt ekki hvað það er, að vera. eningalaus. Þú hefir ekki tekið þátt í vera peningaaus. Þú hefir ekki tekið þátt í gamla móður og líða mörg óþægindi þess vegna. Það var ekki fyr en eftir að hún dó, að eg gat farið að gera það, sem eg vildi sjálfur. “Mér er enn í minni, þegar eg reyndi að vinna hjá strætisbrautafélaginu. Yfirmaðurinn skoðaði mig í krók og kring, og spurði mig ótal spurninga, og fékk mér umsóknarskjal, sem eg átti að fylla út. Einn dal borgaði eg lækninum, því eg varð að fá vottorð frá honum um að heilsan væri í góðu lagi. Svo varð eg að láta taka mvnd af mér, því félagið heimtaði það. Fyrir það borgaði eg annan dal. Svo kom eg aftur til þessa höfðingja með umsóknina, heilsu vottorðið og myndina og hann spurði' mig enn spjörunum úr. Þar á meðal, hvort eg tilheyrði nokkru verkamanna félagi, eða liefði nokkurn tíma gert. Þið getið því nú nærri, hvað eg sagði honum um það. Eg þurfti að fá vinnuna, því eg hafði enga peninga og eg þurfti að sjá um, að móður minni liði bærilega. Svo þurfti eg ýmislegt að kaupa, þár á meðal einkennis- búning, sem kostaði nítján dali hjá félaginu, en mundi ekki hafa kostað nema fjórtán annars- staðar. Fimm dali þurfti eg að hafa í vasan- um í smápeningum; þá þurfti eg að leggja til sjálfur. Eg fékk þá lánaða hjá Tom Donavan lögreglumanni. Þar við bættist, að eg fékk ekk- ert kaup fyrstu tvær vikurnar. “Eg vann þaraa bara einn mánuð. Þá mynduðum við verkamannafélag, sem þeir srengdu undir eins, svo ekki varð agnar ögn eftir af því.” “Það verður ekki mikið eftir af þér held- ur, ef þú verður með þeim í þessu verkfalli,” sagði María. “Það er það, sem eg er að segja,” sagði Bert. “Við höfum ekkert tækifæri.” “Því eruð þið þá að hefja verkfall?” spurði Saxon. Bert leit til hennar alvarlegur. “Því þurftu frændur mínir að láta lífið við Gettysburg?” VIII. KAITULI., Saxon gekk að sínum daglegu störfum eins og áður, að því undanteknu, að nú bjó hún ekki til neina hluti til að selja. Efnið kostaði tölu- vert og hún vildi ekki gera þetta á móti Willa. Töluverðar áhyggjur settust að í huga hennar, sem hún gat ekki hrist af sér. Hún gat ekki annað en hugsað um sumt af því, sem Bert hafði sagt. Hún, sjálf og Willi báru ábyrgð á því, að innan skamms mundi ný manneskja fæðast í þennan heim. Það var þeirra skjdda, að sjá baminu sínu fyrir fötum og fæði og koma því til þeirrar menningar og þroska, að það stæði ekki lakar að vígi en aðrir í lífsbar- áttunni. En höfðu þau í raun og veru nokkra tryggingu fyrir, að þau gætu þetta ? Hún mundi óljóst eftir þeim tímum, að fólk hefði margt átt erfitt með að hafa ofan af fyrir sér og sínum, og hún vissi fullvel, að það voru altaf ein- hverjir, sem áttu erfitt uppdráttar, og þurftu jafnvel að búa við skort. Henni fanst hún nú næstum geta skilið, hvaða Sarah var altaf óá- nægð og kvartsár. Það var þegar farið að bera á skortinum. Þar rétt í nágrenninu áttu heima menn, sem nú v'oru vinnulausir vegna verkfallsins. . 1 búðun- um, þar sem hún kevpti matvæli fyrir lieimilið, og sá aðrar konur, sem þangað komu í sömu érindum, varð hún þess vör, að áhyggjur og vonleysi hafði gripið um sig í hugum margra þeirra. Gleðisvipurinn sýndist hafa horfið af andlitum þeirra, og í hans stað var kominn svipur rauna og gremju. Sama var að segja um konurnar, sem hún sá stundum koma út á strætið til að líta eftir börnum sínum, þegar þau voru þar að leika sér. Gleðihreimurinn var horfinn úr málrómi þeirra og gleðihlátr- arnir voru ekki þeir sömu og áður. Mary Donahue, sem hafði tekið þrjár merk- ur af mjólk á hverjum morgni, tók nú ekki noma eina mörk. Nú sá maður ekki heilu fjölskyld- urnar sækja kvikmyndahúsin eins og áður. Kjötbúðirnar gátu ómögulega fengið nógu mikið af ódýrasta kjötinu til að fullnægja eftir- spurninni, en dýrari tegundiraar seldust ekki. Nora Delaney, sem bjó í þriðja húsi frá Saxon, fékk nú ekki lengur nýjan fi.sk á föstudögunum. Hún varð að láta sér nægja saltaðan þorsk, og ekki af beztu tegund. Börnin, sem liún hafði oft séð koma íit úr húsunum með stórar brauð- sneiðar og miklu smjöri og sykri á, komu nú með þunnar sneiðar, með litlu smjöri og engu sykri. En að miklu leyti sýndist sá siður vera að hverfa, að börnin fengju bita milli máltíða. Allstaðar voru þess ljós merki, að skortur- inn var fyrir dyrum, og fólk reyndi að halda eins spart á, eins og það frekast gat. óánægj- an óx að sama skai og geðsmunimir urðu erf- iðir og óþjálir. Konumar urðu ekki eins vin- samlegar hver við aðra og þær urðu ekki eins ástúðlegar við börnin sín, að það var okki nærri KAUPIÐ AVALT LUMBER hj& ^ THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEQ, MAN. Offlce: 6th Floor, Bank of HamlltonChambera verið, og Saxon vissi, að það var ekki nærri gott samkomulag hjá Bert og Maríu. “Ef hún bara gæti skilið, hvað eg hefi við að stríða” hafði hann sagt við Saxon oftar en einu sinni. Hún gat ekki að því gert, að hún varð hálf- hragdd í hvert sinn, sem hún leit framan í Bert. Augnaráðið lýsti hatri og gremju. Henni fanst alt útlit hans, jafnvel hvemig hann gekk og hvernig hann hafði hattinn á höfðinu, bera vott um enn meira kæruleysi, heldur en nokkum tíma áður. \ Hún sat stundum tímunum saman, auðum höndum við gluggann og horfði út, sérstaklega síðari hluta dagsins. Var hún þá oft að hugas um fólkið, sitt fólk og annað fólk, sem forðum daga hafði brotist vestur yfir slétturnar og eyðimerkurnar og f jöllin og sezt að hér í landi sólsetursins. Oft var hún að hugsa um það, að ekki hefði það fólk búið saman í stórborgum, og ekkert hafði það haft með verkamannafélög að gera, og heldur ekki þekt gróðafélög auðmann- anna. Hún mintist þess, sem gamla fólkið hafði sagt henni um þær allsnægtir, sem það bjó við, þegar það hafði nóg kjöt, annað hvort af þeim ^gripum, sem það ól upp sjálft, eða af dýrum og fugum, sem það skaut. Og þegar bændumir ræktuðu sinn eigin garðmat, voru sínir eigin jámsmiðir og trésmiðir og bjuggu til skóna handa allri f jölskyldunni, og konurnar spunnu ullina og bjuggu til mest af þeim fatn- aði, sem heimilisfólkið notaði. Um þetta hafði Tom væntanlega verið að hugsa, þegar hann heima hjá Bert hafði verið að segja þeim hvað mikið sig hefði angað til að verða bóndi. Saxon fanst, að bóndastaðan hlyti að vera góð og frjálsleg staða. Hvernig stóð á því, að fólkið varð að búa í þessum borgum? Hvers- vegna höfðu ástæðuraar breyzt? Ef allir höfðu nóg í gamla daga, því höfðu þá ekki allir nóg enn? Hvernig stóð á því, að nú þurftu menn svo að segja að bítast og berjast um vinnuna og gera verkföll, sem allskonar vandræði hlut- ust af, alt til þess að geta haft lífsframfæri fvr- ir sig og sína? Því, var ekki nóg vinna fyrir alla? Þá um morguninn hafði hún séð tvo verkfallsbrjóta barða til óbóta af verkfalls- mönnum. Suma þessa menn þekti hún í sjón og vissi einhver skil á þeim. Nokkrir þeirra áttu heima þar í nágrenninu. Þetta hafði kom- ið fyrir hinu megin á strætinu, rétt fram und- an húsi hcnnar! Þetta hafði verið hroðalega ljótt. Tólf menn á móti tveimur. Börnin höfðu byrjað þetta, með því að kasta steinum í þessa tvot menn og kallað til þeirra með því orðbragði, sem börn ættu aldrei að viðhafa. Lögreglumennirnir höfðu komið með skamm- byssur í höndunum og verkfallsmenn höfðu flú- ið, sumir inn í húsin, en sumir inn í sundin milli þeirra og svo horfið þaðan eitthvað út í loftið. Annar þessara tveggja manna hafði venð fluttur meðvitundarlaus burtu í sjúkra- vagni. Hinn höfðu lögreglumennirnir farið með. Hún hafði heyrt Mary Donahue, þar sem hun stóð úti fyrir húsinu með barn í fanginu, tala slíkum ókvæðisoðrum till þessa manns, að Saxon alveg ofbauð. Hún hafði séð Mercedes standa fyrir utan sínar húsdyr og horfa á þennan ófagra leik og Saxon háfði virst að hún hefði gaman af þessu. Það bar ekkert á, að iiún \æri minstu vitund hrædd, en horfði á að- farirnar kýmilega. " nun lor reyna að komast eftir því hjá henni, hve eiginlega gæti á því staðið, að annað’ ein þetta gæti komið fyrir. En þegar um fræðileg efni var að ræða, fanst henni gömlu konunnar oljost og óaðgengilegt. “Þetta er alt afar einfalt,” sagði “Flestir karlmenn eru heimskir að eðlis Þeir,e.™ þr*larþir- Eáeinir eru gáfaðir. eru hofðmgjarnir. Eg býst við að guð skapað mennina svona. ” “En hvað hafði guð þá að gera við þes svop, sem komu fyrir þarna hinu megin gotuna i morgun?” Eg er hrædd um, að hann hafi lítið \ f<Tr e-?Sf Um 1)að’ ’ ’ sa^ði Mercedes og br Helir kannske ekkert vitað um það.” Eg varð dauðhrædd og eg er ekki búi ná mér enn,” sagði Saxon. “En mér sýr ]>u hafa bara gaman af þessu, rétt eins og væri einhvers konar leikur.” “Það var nú líka dálítill leikur, góða m “Hveraig getur þú talað svona?” “Eg hefi séð menn drepna. Það er ekkert sérlega merkilegt við það. Allir menn deyja fyr eða síðar. Heimskingjamir deya eins ’ og uxarnir, þeir vita ekki hves vegna. Þeir berja hver annan með bareflum og með hnefunum og brjóta hauskúpurnar hver á öðrum. Það er hroðalegt. Þeir eru ekki betri en villidýr. Þeir eru eins. og hundar, sem rífast um bein. Vinn- an er beinið, sem þeir rífast um. Ef þeir berð- ust um konur eða hugsjónir, eða, þá gull og gimsteina, ])á væri eitthvað varið í það. En ])að er ekki því líkt. Þeir eru bara svangir, og þeir berjast um mat, til að seðja hungur sitt.” “Eg vildi að eg gæti skilið hvernig þessu er varið,” sagði Saxon, og það var auðséð að hún barðist við að skilja þau erfiðu umfangs- efni, sem hún var að hugsa um.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.