Lögberg - 04.07.1929, Page 1
PHONE: 86 311
Seven Lines
R«Ss s
U«!‘le<
no
c«*
For
Service
and Satisfaction
iðb
PHONE: 86 311
Seven Lines
. For
. - Better
vPkc^ ' Dry Cleaning
. and Laundry
kol'
42 ARGANGUR
l
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 4. JÚLÍ 1929
NUMER 27
/po<r—>n< »n< >n< >o<—^>o<rrrr>oc:—>o< >ocr-r>oc=>o<—~>o< >o<r^r>o<r-T->o<r—r>o<^^>o.
Helztu heims-fréttir |
7in<-vrw->rw-->n<->n<->n<------>n<->r»<->n<----->n<--■>o<—^>o<—=so<TTrr>a<=ia<JJ
Canada
Síðustu fréttir af uppskeruhorf-
um í Vestur-Cánada, eru þær, að
gróður sé heldur skamt á veg kom-
inn eftir því sem vant er að vera
um, þennan tíma árs. Veldur því
aðallega of mikill þurkur og kuld-
ar. Hitar hafa svo að segja engir
verið það sem af er sumrinu og
rigningar mjög litlar, nema skúr-
ir hér og þar, sem komið hafa
mjög misjafnlega niður. Víðast
hvar í Manitoba og einnig í Sas-
katc'hewan og Alberta, er nú sem
stendur þörf á meira regni, Samt
munu ekki meiri brögð að þessu
heldur en svo, að enn getur vel
orðið góð uppskera, ef tíðin verð-
ur hentug næstu vikur.
* * *
Á aðfaranótt sunnudagsins var
tilraun gerð til að brenna þing-
húsið í Regina, Sask. Skömmu
eftir miðnætti varð læknir, sem
heima á í nágrenni við þinghúsið,
var við eldinn, sem kveiktur hafði
verið við aðal-dyr þinghússins.
Kallaði hann þegar eldliðið, sem
'hepnaðist að slökkva eldinn fljót-
lega og áður en hann hafði gert
meiri skaða en eyðileggja hurð
og' dyraumbúnnga. Hafði þarna
verið kveikt í pokum og ýmsu
rusli, sem fyrst var vætt í stein-
olíu og svo borið að hurðinni. Á
vegginn, skamt frá dyrunum, voru
skrifuð þessi orð: “Gardiner and
Crime—get out.” Lögreglan er
að reyna að finna þann, eða þá,
sem valdir eru að þessum
heimskUpörum.
Eldsvoði allmikill átti sér stað
í smábænum Brownlee, Sask, á
sunnudaginn. Er bær þessi einar
40 milur norðvestur frá Moose
Jaw. Átta byggingar brunnu og
or skaðinn metinn einar $50,000.
Eldsábyrgð töluverð, en ekki þó|
nægileg til að bæta tjónið. |
* * *
Hin árlega landbúnaðarsýning
í Brandon stendur yfir þessa viku.
Var opnuð á mánudaginn af Hon.
W. R. Motherwell landbúnaðar-
ráðherra. Sagt er, að mikill fólks-
fjöldi sæki sýninguna. daglega.
* * *
« Á aðfaranótt miðvikudagsins í
þessari viku, varð sprenging all-
mikil í barnaheimili Gyðinganna í
Winnipeg. Skemdist byggingin
töluvert, brotnuðu margir gluggar
fl. Þrjár manneskjur meiddust
nokkuð, en þó ekki hættulega að'
álitið er. Hvellurinn heyrðist
langar leiðir.
Bretland
Frétt .frá London segir, að einn
af nýju ráðherrunum á Englandi
hafi afráðið að koma til Canada
nú mjög bráðlega, til að kynna
sér hvaða skilyrði hér séu fyrir
hendi fyrir innflytjendur frá
Bretlandi. Þessi maður er Rt. Hon.
J. H. Thomas, og hefir það nú sér-
staklega fallið honum í skaut, að
finna ráð til að bæta úr hinu
mikla atvinnuleysi, sem á undan-
förnumi árum hefir mjög þrengt
að almenningi á Bretlandi. Lítur
helzt út fyrir að nýju ráðherrarn-
ir ætli að taka til sömu ráða og
fyrirrennarar þeirra, að koma
verkafólkinu burt úr landinu,
enda ekki nema eðlilegt, að það
sé eina ráðið, þvf fólkið er vafa-
laust of margt fyrir þá atvinnu,
sem fyrir hendi er, eða hægt er
að skapa.
Hvaðanæfa
Bandaríkin
í vikunni sem leið flaug Capt.
Krank Hawks yfir þvera Ameríku,
frá Roosevelt Field, N. Y., ti.1 Los
Angeles á 19 klukkustundum og
10 mínútum. Eftir litla dvöl i
Los Angeles lagði hann aftur af
stað og komst til Roosevelt Field
á 17 klukkustundum og 43 mín-
útum. Fór hann þvi báðar leiðir
á 36 klukkustundum og 53 mín-
útum. Frá því hann lagði af stað
frá Roosevelt Field og þangað til
hann kom þangað aftur, voru 44
klukkustundir og 7 mínútur. Er
I>«tta lang-fljótasta ferð, sem far-
,n hefir verið yfir þvera Ameríku
°g líkist mjög gandreiðum, sem
Sagt er frá í gömlum æfintýrum,
sá er munurinn, að þær áttu
sér aðeins stað í ímyndun manna.
* * *
Talað er um það í 'Washington,
að Bandaríkin gangist fyrir því,
þig sé haldið nú bráðlega, þar
Ssm mæti fulltrúar frá .fimm ríkj-
um, til að ræða um hvort ekki sé
Lltækilegt að minka herflota ríkj-
anna svo að verulega muni ’um.
Kíkin, sem ætlast er til að taki
þátt í þesu, eru Bretland, Banda-
rikin, Japan, Frakkland og ítalía.
Fr svo til ætlast, að um þetta sé
ekki aðeins rætt svona frá al-
mennu sjónarmiði, eins og þótt
þ°fir eiga sér stað áður, heldur
reynt að komast að einhverri
tastri niðurstöðu um það, hvernig
*gt sé að koma þessu mikla
nauðsynjamáli í framkvæmd.
Paul Miller, þýzkur maður frá
Berlin, ætlaði sér að .fara einn á
bátalla leið frá Hamburg til New
York. Báturinn hét Aga og var
aðeins 18 fet á lengd. Fréttin seg-
ir ekki hvernig ferðin hafi geng-
ið, Muller komst til Ameríku, þó
hann kæmist ekki til New York.
Hann kom fyrst við land í Miami
í Florida, og fór svo þaðan norður
á leið til New York. En fyrir
South Carolina ströndinni skall á
hann afviðri og báturinn tók að
brotna. Tók hann nú það ráð, að
fcveikja í bátnum, til að vekja at-
hygli á sér, ef einhver bátur kynni
að vera þar á .ferð. En hjálp kom
engin, svo hann varð að yfirgefa
bátinn og leggjast til sunds og
hugðist hann að ná landi í eyju,
sem þar var ekki all-langt frá.
Bar þar þá að bát, sem bjargaði
honum af sundinu og náði bátur-
inn lendingu í eyju skamt frá.
Þar voru þeir alla nóttina, því
þetta var um kveld, en daginn eft-
ir komust þeir til Charleston, S.
C., og var þessari merkilegu sjó-
freð þar með lokið. Strand þetta
vildi til í vikunni sem leið.
NJÁLL Ó. BARDAL
Líknarvinna
í Liechtenstein
Eftir Björn L. Jónsson
frá Torfalæk.
I. Köllunin.
Síðastliðinn vetur var eg oft að
brjóta heilann um, hvert eg ætti
að fara í sumarleyfinu. Sumarið'
áður hafði eg dvalið í litlu og
fallegu sveitaþorpi á bökkum
Leiru (Lire( hjá ágætri, franskri
fjölskyldu. Þorpið liggur ekki
langt frá borginni Tours í hérað-
inu Touraine, sem einnig er kall-
að “Garður Frakklands” vegna
þess, hve frjósamt landið er og
vel ræktað. Einkum er það kunn-
ugt fyrir mikla vínrækt (rauðvín,
hvítvín, og brennivín). 1 þessum
hluta Frakklands er sagt, að
franska sé bezt töluð og hreinust.
Þar var margt nýstárlegt að sjá
og heyra, ekki sízt fyrir þann,
sem fæddur er og uppalinn á is-
lenzku sveitaheimili og hefir unn-
ið að öllum venjulegum sveita-
störfum þar.
En nú langaði mig til að sjá
mig um annars staðar, og einkum
hafði eg hug á að fara til Eng-
lands eða Þýzkalands til að kom-
ast niður í ensku eða þýzku. En
tómahljóð í pyngjunni minti mig
altaf á þann óþægilegá sannleika,
að þess háttar skýjaborgir eiga
sér sjaldan langan aldur, ef þörf-
um henna rer ekki fullnægt.
Þannig stóðu sakir nokkru eftir
miðjan vetur, þegar einn landi
minn sagði mér, að hann hefði
hitt að máli sænskan námsmann,
Bernhard Eriksson að nafni, sem
kvaðst ætla suður í Sviss þá um
vorið sem sjálfboðaliði, til að
vinna þar kauplaust, að eins fyrir
mat, húsnæði og ferðakostnaði.
Þekti Eriksson annan Svía, sem
unnið hafði svo árið áður, einnig
pessi ungi og efnilegi maður, er sonur þeirra Mr. og Mrs. A. S. Bardal.
Hefir hann dvalið í Chicago undanfarin ðr. Lauk hann þar, sem kunnugt er1,
fyrir nokkru fullnaðarprófi í gufukatlafræði með ágætum vitnisburði.1
Síðustu átta mánuðina stundaði Njáll nám við Worsham Training School
of Anatomy, Sanitary Science and Embalming, sömuleiðis í Chicago-borg, og
lauk þar nýlega prófi með fyrstu ágætiseinkunn. Hlaut hann eftirgreint stiga-
tal fyrir kunnáttu sína í þeim námsgreinum, sem nú verða nefndar:
Líkamsbyggingarfræði, 98 stig: Líksmurning, 95 stig; Gerlafræði 95 stig;
Efnafræði, 98 stig. *
Njáll kom hingað til borgarinnar um síðustu helgi, og hygst að reka fram-
vegis útfararstjóra starfsemi í félagi við föður sinn. Er Njáll prúðmenni í fram-
göngu, og á almennum vinsældum að fagna.
Hjörtur C. Thordarsoo
í Sviss. “Þarna ber vel í veiði,”
sagði eg og hugsaði til pýngjunn-
ar, þýzkunnar og ferðalagsins í
Sviss. En vinnan, skyldi hún
vera mjög erfið? Eg hafði ekki
unnið líkamlega vinnu í 3-4 ár, en
áður var eg henni vanur, og
mundi fljótt detta á gamalt lag.
En þá var hitinn; af honum stóð
mér meiri beigur. Eg hafði
aumkvað vesalings verkamennina
í París, sem verða að þræla í 30
stiga hita (alt að 50 stiga hita í
sólskininu)], og þegar svona heitt
varð, tók eg jafnvel nærri mér að
haldíi kyrru fyrir í skugganum.
Og hvað yrði þá úr mér, ef eg ætti
að vinna af öllum kröftum í sama
hita úti á bersvæði í steikjandi
sólskini? Þá var og fæðið; mátti
ekki búast við, að það væri bæði
ilt og lítið? Gat maður ekki líka
átt von á, að þarna kæmi saman
allskonar lýður, misindismenn og
bófar? — Þetta varð alt að rann-
saka.
í París átti að vera skrifstofa,
sem gæfi upplýsingar um og réði
menn til vinnunnar. Þegar eg
fékk að vita, hvar hún var, fór eg
þangað óðara til að grenslast eft-
ir, hvernig í öllu lægi. Þetta gerð-
ist um miðjan maímánuð. —
Þetta var skrifstofa kvekararfé-
lags, sem hefir með höndum ýms
mannúðarstörf og hefir lagt mik-
ið í sölumar, bæði fé og verklega
hjálp, sem oft hefir kostað manns-
líf, meðan á stríðinu stóð og eft-
i það. Höfðu þeir tekið að sér
liðsöfnun í París til vinnunnar.
Mér var sagt, að vinnan færi fram
í litlu furstadæmi á milli Sviss og
Austurríkis; væri það viðgerð á
jarðspjöllum, sem Rín hefði vald-
ið haustið áður. Meiri hluti sjálf-
boðaliðsins voru námsmenn og
andlega starfandi menn, og voru
þegar komnir menn frá mörgum
þjóðum. Hver og einn yrði að
vinna minst hálfan mánuð till að
fá fría ferð yfir Sviss; til landa-
mæra Sviss greiddi kvekarafélag-
ið að nokkru leyti ferðir þeirra,
sem lítil höfðu peningaráð. í
Liechtenstein væri töluð þýzk
mállýska, og kynnu íbúamir allir
háþýsku. Og það var skýrt og
greinilega tekið fram, aftur og
aftur, með mikilli áherzlu, að
vinnan væri mjög erfið. Þeir, sem
buðu sig fram, urðu að fá læknis-
vottorð, sem sýndi, að þeir væri
færir um erfiða líkamlega vinnu.
Mér var sagt, að framkvæmdar-
stjórn þessarar starfsemi væri í
Sviss og hefði hún sent áskoranir
HugvitsmaSurinn og iðjuhöldur-
inn viðfrægi, hr. Hjörtur C. Thord-
arson í Chicago, hefir nýverið orð-
ið fyrir þeim heiðri, að verða
sæmdur Magister Artium nafnbót
við háskólann í Wisconsin. Mun
það afarsjaldgæft að manni, sem
svo að segja hefir aldrei komið inn
fyrir skóladyr, hlotnist heiðursvið-
urkenning, sem þessi. Er slík við-
urkenning fyrir löngtf verðskulduS.
Mr. H'jörtur C. Thordarson, er
einn í hópi þeirra allra víðfrægustu
Islendinga, sem nú eru uppi. Hann
hefir numið af lífinu margt það
verðmæti, er eigi verður í skólum
lært. Hann er djúpsær frutnhyggju-
maður, víðmentur á margan hátt,
og þar aS auki, það sem meira er
um vert, sannur mannúðar maður
út í yztu æsar.
Lögberg samgleðst hr. Thordar-
syni yfir þeim verðskuldaða heiðri,
er honurn nú hefir fallið i skaut.
Við tækifæri þaS, er hér utn ræð-
ir, fórust forseta Wisconsin há-
skólans, próf. Glenn Frank, þannig
orð:
“Mr. Thordarson:
Because you have brought to your
profession the genius of invention:
because you have displayed a rich-
ness of mind and spirit that has re-
fusd to be imprisoued by the techni-
cal concerns of your craft: because
you are a living exemplar of that
self-edueation into which universi-
ties ntust increasingly strive to
reach and teach their students: be-
cause you have brought a disciplitied
intelligence and unique insight to
the collection and care of rare lore:
and because, on yöur private hold-
Minni J óns Sigurðssonar
17. júní 1929.
í Þingvalla- og Lögbergs-bygðum.
Að velja sér merki og hefja það hátt
móti himni, og sverja þess eið
að brjótast fram stöðugt í ákveðna átt,
þó andskotinn verji þar leið.
Að láta’ ekki hrekjast af stormi né straum,
en standa og hopa’ ekki fet;
að slíta hvert band og að búta hvern taum
og brenna hvert einasta net.
Já, þetta var stefna og hugarfar hans,
sem hátíðin minnist í dag.
því ómar í sálu hvers einasta manns
hið íslenzka framsóknarlag.
Jón Sigurðsson þekkist á Þingvelli enn. —
Ef það væri’ í skimpingum sagt,
á ná hans og gröfinni níðst hefðu menn
og nafn hans við hégóma lagt.
En, jafnvel þó tunguna vanrækjum vér
og veik hafi baráttan sýnst;
sú þjóð, sem á Lögberg og Þingvelli hér,
hún þekkist — og getur ei týnst.
Sig. Júl. Jóhannesson.
og til að gefa frí þeim, sem veikir
eru eða ofþreyttir.
4) Fæðið er einfalt, og mat-
reiðslu annast “systurnar”, sem
einnig eru sjálfboðaliðar. Svefn-
skálar með hálmdýnum og ábreið-
um. Menn geta haft með sér
út um öll lönd. Voru mér gefin
nokkur skjöl til að geta kynt mér
málið betur
Meðaí þeirra var eitt með yfir-
skriftinni: Áskorun á greiðvikna
menn í Sviss og erlendis. Innihald
hennar var í stuttu máli þetta:
“í Liechtenstein flæddi Rín ný-
laga yfir landið og gerði stórkost-
legt tjón. Vér biðjum um menn
af öllum þjóðum til að bæta þessar
skemdir. Vinnan er fær hverjum
heilbrigðum og meðalhraustum
rpanni • iSéé'fræðingar eru ekki
nauðsynlegir, en gagnlegir. Vér
tækjum með þökkum hjálp nokk-
urra verkfræðinga, og “systur”
eru velkomnar til að annast um
matreiðslu, hjúkrun o. fl. Sjálf-
boðaliðarnir fá ekkert kaup, en
fæði, húsnæði og áhöld. Þeir verða
trygðir gegn slysum. Vinnan byrj-
ar vorið 1928 og stendur fram á
haust. — Enginn má bjóða sig
fram af æfintýralöngun né án
þeirrar föstu ákvörðunar að vinna
eins og hann má, jafnvel í örðug-
um kringumstæðum. — Að þessu
einu undanteknu er Akorun þessi
til allra, til hvaða þjóðar, trúar-
bragðaflokks og stjórnmálaflokks
sem hann heyrir, og hverjar sem
skoðanir hans eru um aðra hluti
Með því að safna saman mönn-
um af ýmsum þjóðum til að vinna
fvrir ógæfusama meðbræður sína,
er æltun vor að framkvæma mann-
úðlega skyldustarf. Án tillits til
mismunandi skoðana um núver-
andi þjóðvarnaraðferðir viljum
vér gera tilraun til að kom á
gagnkvæmri hjálparstarfsemi á
milli þjóðanna, og ætlumst til að
að útbreiðsla hennar og þróun
komi í veg fyrir og geri siðferðis-
lega ómögulegt, að ein þjóð ráð-
ist á nágranna sína, sem eru orðn-
ir sannir vinir hennar. —Vinir
frá öllum löndum, svarið þessari
áskorun og fylkið fjölmennir til
áríðandi bræðrastarfs!”
Undir áskorunina voru rituð
nöfn þeirra, er miðstjórn þessar-
ar starfsemi skipa. Voru það 54
talsins, svissneskir menn og kon-
ur úr ýmsum stéttum þjóðfélags-
ins. Einnig höfðu nokkrir aðrir
mikilsmetnir borgarar léð un(Jir-
skrift sína til stuðnings áskorun-
inni, og efstur þeirra var G. Motta,
forseti svissneska lýðveldissam-
bandsins
Á öðru spjaldi fylgdu nánari
upplýsingar. Þar stóð meðal ann-
ars:
1( Hverju tilboði verður að
fylgja læknisvottorð
, rúmlök, kodda og svefnpoka, ef
ings in Wisconsm, you have given I, . ... - .. , ., .
t 6 t r f _, _ ! þeir vilja. Þvott og þjonustu ann-
i ast hve rfyrir sig.
5)i Sjálfboðaliðar fá fríar ferð-
the State a dramatization of what a ;
far-sighted philosophy of conserva-
tion may mean, I anr happy to con-
ir í Sviss í öðrum löndum verða
,fer upon you the honorary degree,ferðaskilmálar ákveðnir af við.
of master of arts. , eig.an(ii Umboðsnefnd.
íslenzk þýðing.
Mr. Thordarson: Sökum þess aÖ
þú hefir sæmt köllun þína frábærri
uppfyndingagáfu; sökum þess að þú
hefir sýnt að þú átt auðúgan hugs-
anaheim, og anda, sem ekki var
hægt að halda takmörkuðum innan
þeirra fangelsisveggja, sem ein-
skorða stofnanir, er stöðu.þinni til-
heyra; sökum þess að þú ert lifandi
dæmi þeirrar sjálfsmentunar, sem
háskólarnir hljóta meir og meir að
reyna að ná i og kenna nemendum
sínum; sökum iþess, að þú hefir
sýnt listræna vitsmuni og óviðjafn-
anlega glöggskygni í því áö afla þér
fágætrar fræðslu og hagnýta hana;
cg sökum þess að á prívat eignum
þínum í Wisconsin hefir þú fært
rikinu sönnun fyrir þvi hversu
miklu má til vegar koma með vernd-
unarstefnu, sem af framsýni stjórn-
ast, þá, sökum alls þessa, fær það
mér mikillar ánægju að sæma þig
heiðursnafnbótinni “Master of Art.”
2( Vinnan byrjar þann 2. apríl
og stendur sennilega fram í sept-
ember.
Hver og eirin tekur fram, hve-
nær og hve lengi hann vill vinna,
en lágmarki er tvær vikur; og
verður hver að telja sig skyldug-
an til að koma og vinna þann tíma,
sem hann hefir lofað, ef tilboði
hans er tekið. En foringi sjálf-
boðaliðanna hefir samt rétt til að
reka sjálfboðaliða burtu hvenær
sem er.
3) Vinnan er fólgin í því, að
gera við jarðspjöll (flytja burt
eða þekja með mold, möl og sand,
sem hefir sezt ofan á jarðveginn).
I ,
Sérhver lofar að vinna eins og
kraftar hans leyfa; án sérstaks
eftirlits.
Mönnum með sérþekkingu er
tekið þakksamlega (læknar, verk-
fræðingar, landmælingamenn, tré-
smiðir, járnsmiðir, matrieðslu-
menn, skrifarar o.s.frv.); en þeir
hafa ekki nein aukaréttindi eða
hlunnindi fram yfir aðra.
Vinnutími verður 48 tímar á
viku á vinnustaðnum.
Fqringi sjálfböða,liðanna eða
aðstoðarmenn hans (flokksfor-
ingjar og umsjónarmenn svefn-
skálanna)i hafa einir rétt til að
ákveða, hvernig vinnutímanum
skuli skift niður á daginn, hvaða
verk hver sjálfboðaliði skulivvinna
6) Sjálfboðaliðarnir vinna á
sína eigin ábyrgð; ef slys eða
veikindi ber að höndum, eru fé-
lagar hins slasaða, foringi sjálf-
boðaliðanna ;og nefndirnar laus
við alla ábyrgð. Allir eru trygðir
ókeypis gegn slysum við vinnuna.
Ef einhver er lasinn eða særður,
verður honum þegar í stað hjúkr-
að á hjúkrunarstofunni.
7) ) Heima og á vinnustaðnum
eiga menn að reynast félagslynd-
ir og glaðværir, forðast óþægileg-
ar og æsandi deilur, allar öfgar,
ruddaskap og klúryrði. Menn
beygi sig með glöðu geði undir
strangan aga: reglusemi, stund-
vísi, umhyggju fyrir verkfærum,
hlýðni gagnvart foringja sjálf-
boðaliðanna og aðstoðarmönnum
hans. Minni háttar afglöp geta
gefið tilefni til aukavinnu, sem
yfirforinginn tiltekur og fram-
kvæma skal fúslega. Alvarleg
brot hafa tafarlausan brottrekst-
ur í för með sér.
Til skemtunar geta menn haft
með sér spil, söngbækui1, hljóð-
færi, grammófóna, víðvarpstæki.
kvikmyndavélar o. s. frv.
Þetta voru aðal-atriði þeirra
upplýsinga, sem eg gat aflað mér
í París. En þær nægðu mér ekki
Ekki vildi eg “kaupa köttinn í
sekknum.” Vildi þá svo vel til
að Svíinn Eriksson var nýfarinn
þarna austur eftir. Eg afréð því
að skrifa honum, til að sannfærast
um, að eg þyrfti ekki að eiga á
hættu að verða sveltur þar í hel
eða keyrður með hnútasvipum við
vinnuna. Svarið kom fáeinum dög-
um seinna og var alveg eins og
eg óskaði. Fæðið var einfalt en
mikið og gott; mjög lítið kjöt-
meti. Vinnan var að vísu erfið,
en maður gat unnið næstum eins
og maður vildi og þurfti alls ekki
að ofþreyta sig. Þarna unnu þeg-
ar menn af mjög mörgum þjóðum,
rneðal annars margir Norðurlanda
búar, einn Mexikani, einn Ind-
verji o. s. frv. Flestir nemendur
og mjög viðfeldnir.
Meira þurfti eg ekki til að á-
kveða mig. Allar mínar efasemdir
voru horfnar út í veður og vjnd
— að einni undantekínni samt
sem áður, eg vissi sem sé ekki,
hvernig eg þyldi hitann. Eg ætl-
aði einmitt að byrja að vinna á
heitasta tíma ársins, um miðjan
júlí. En eg hugsaði, að eg stæði
aldrei ver að vígi en margir þess-
ara fullorðnu námsmanna, sem
aldrei höfðu unnið líkamlega
vinnu, eg mundi þola að vinna í
miklum hita eins vel og þeir.
Og svo var ekki nema sjálfsagt
að eiga eitthvað á hættu, leggja
eitthvað í sölurnar. 1 versta falli
yrði eg þar aðeins hálfan mánuð,
það gerði ekki út af við mig.
Mér va rvísað á lækni, sem gaf
ókeypis Iæknisvottorð þeim, sem
ætluðu að ráða sig til Liechten-
steio. Eg brá mér þangað og
hitti þar tvo unga menn, annan
franskan, hinn fransk-spánskan,
sem komu þangað í sömu erinda-
gerðum. Þeir ætluðu að ráða sig
til hálfs m^naðar, seinni hluta
júlí; meiri tíma höfðu þeir ekki
frá störfum sínum; annar var
mentaskóla nemandi, sem bjó sig
um leið undir verkfræðinám; en
vann sem rafmagnvserkfræðing-
ur; þeir ætluðu að helga skófl-
unni og hakanum þetta hálfsmán-
aðar sumarleyfi sitt. Eg hafði
hugsað mér að ráða mig frá 12.
til 31. júlí til að byrja með. Sum-
arleyfi mitt náði að vísu til októ-
berloka, en þe£ar til Liechten-
stein kom, gat eg alt af framlengt
tímann. Eg get eins vel sagt það
nú þegar, að í staðinn fyrir þrjár
vikur, var eg þar í þrjá mánuði.
Eg fór þaðan 5. október af þeirri
einföldu ástæðu, að þá var vinn-
unni hætt; annars hefði eg gjarn-
an haldið áfram eina eða tvær
vikur í viðbót.
Læknirinn skoðaði okkur frá
hvirfli til ilja, hlustaði okkur og
þuklaði með mikilli vandvirkni og
samvizkusemi. “Þessi vingjarn-
legi læknir er einn sjálfboðalið-
anna, fyrst hann vinnur verk sitt
ókeypis,” hugsaði eg með sjálfum
mér. “Þótt hann sé kyr í París,
er hann jafn nauðsynlegur og
við„ sem förum til Leichtenstein.
Og ef allir þar inna' starf sitt jafn
vel og vandlega af hendi og þessi
læknir, þá getur ekki hjá því far-
að starfið beri ríkan ávöxt.’” —
Hvað fyrra atriðið snerti, verð
eg að játa, að eg varð fyrir
nokkrum vonbrigðum; en um á-
rangurinn af starfinu verður eigi
annað sagt, en að hann hafi verið
mikill og góður. — En um það
síðar. —
Við reyndumst allir “færir til
þjónustunnar.” Eg skrifaði þeg-
ar vinnu-umsókn mína — eða
vinnutilboð mitt öllu heldur — á
eyðublað, sem til þess var ætlað.
Eg skuldbatt mig til að vinna frá
12.—31. júlí Sendi eg svo tilboð-
iðið ásamt læknisvottorðinu til
skrifstofunnar og beið þess, að
foringi sjálfboðaliðanna sendi
mér tilkynningu um að koma.
—Lesb. Mgbl. >