Lögberg - 04.07.1929, Page 4
Mid. 4.
LÖGBERG EIMTUDAGINN 4. JÚLÆ 1929.
ipoczz3ocziDocrrDocz=>oc=:
! Högliers
o
l
Gefið út hvem fimludag af The Col-
umhia- Press, Ltd., Cor. Sargent Ave.
og Toronto St., Winnipeg, Man.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaðsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
The “Lögrberg" is printed and published by
The Columbia Press, Limited, in the Columbia
Building, &95 Sargent Ave., Winnipeg, Manltoba.
o<5
Ritstjóri Heimskrmglu
í gapastokk
I síðustu viku, birti Lögberg afar athyglis-
verða grein úr Morgunblaðinu í Reykjavík, er
nefndist “Heimkoma Vestur-lslendinga 1930.”
Greinin skýrir sig sjálf. Eru þar teknir upp
kaflar úr bréfum þeim, er fóru á milli Hon.
Johns Braeken, stjómarformanns Manitoba-
fylkis, og hr. J. J. Bíldfells, formanns styrk-
Donarnelnaar Ljóðræknisfélag’sins. Bréfin birti
Dr. B. J. Brandson í heild í Lögbergi þann 25.
apríl síðastliðinn, og er. vestur-íslenzkum al-
menningi þar af leiðandi fullkunnugt um inni-
hald þeirra. Það eru þessi bréf, er knúð hafa
fram í Morgunblaðinu mótmæli þau hin alvar-
legu, er þar um ræðir. Niðurlag téðrar greinar,
er á þessa leið.
“En þótt þessu sé nú þannig varið, er hitt
með öllu óverjandi, að ætla að nota afmælishá-
tíð Alþingis til þess að ginna Islendinga til nýrra
vesturferða. ”
Morgunblaðið er vafalaust eitt allra út-
breiddasta blaðið, sem gef'ið er út heima á ætt-
jörðinni um þessar mundir. Standa að því
margir mikilhæfustu og ágætustu menn þjóðar-
innar, og hljóta ummæli þess að skoðast næsta
djúptæk. Lítur blaðið nákvæmlega sömu aug-
um á málið og sjálfboðasveitin vestræna, undir
forystu Dr. Brandsons.
Kitstjóri þeirra styrkbónarmanna, herra
Sigfús Halldórs frá Höfnum, eða Herr von H.,
cins og hann stundum er kallaður til hægðar-
auka, birtir téð ummæli Mogunblaðsins í Heims-
kringlu í vikunni, sem leið, að undanskildum
bréfköflum þeim, sem vitnað er í. Vitanlega
var það siðferðisskylda, að birta bréfkaflana
líka, en ritstjórinn taldi það víst ekki ómaksins
vert, að gera sér rellu út úr öðru eins lítilræði
og því, þó málskjarnanum sjálfum væri slept.
Hefir auðsjáanlega slegið felmtri miklu á þann
höfnótta, því á stúfana fer hann samstundis, og
fyllir helming ritstjórnarsíðunnar einu því
væmnasta blekkingarbulli, er birst hefir á prenti
í háa herrans tíð. Hefir það þó sannarlega ekki
verið alt í gæzkunni, sem lekið hefir úr penna
hans undanfama mánuði. Afrek ritstjórans,
þetta hið nýjasta, nefnist “Sorglegur Misskiln-
ingur, ’ ’ og höfum vér ekkert út á nafnið að setja.
Er greinin ein óslitin vælukjóavella frá upphafi
til enda, hrópandi vitni um illan málstað og ör-
þrot á almennri rökskygni.
Það er hreint ekkert lítilræði, sem ritstjóri
þeirra styrkbónarmanna færist í fang að þessu
sinni. Hann ætlar sér hvorki meira né minna
en það, að sannfæra þá, er að* Morgunblaðinu
standa, suma mætustu mennina, er þjóðin á til
í eigu sinni, um það, að þeir skilji ekki einu
sinni sitt eigið móðurmál.
Vér höfum það fyrir satt, að bréf þau, er
fóru á milli Brackens og hr. J. J. BíldfelLs,
hefðu verið birt á hreinni íslenzku í Lögbergi
j>ann 25. apríl síðastliðinn. Vér höfum það líka
ívrir satt, að ritstjórar Morgunblaðsins Iiafi
lesið bréfin á íslenzku úr því þeir* birtu orðrétta
kafla úr þeim á íslenzku. Vér höfum það enn-
fremur fyrir satt, að ritstjórar Morgunblaðisins
séu ritstjóra Heimskringlu drjúgum fremri,
hvað viðvíkur glöggskygni og sannleiks ást. Þeir
sáu fljótt hvar fiskur lá undir steini. Þeir lásu
bréfin rétt, og þeir skildu þau rétt, eins og bú-
ast mátti við.
Ritstjóri styrkbónarnefndarinnar læzt vera
þeirrar skoðunar, að þessi sorglegi misskiln-
ingur Morgunblaðsins, s’tafi frá því, að ritstjór-
ar þess hafi ekki verið búnir að kynna sér svar
sitt í Heimskringlu. Vér getum fullvissað rit-
stjórann um það í eitt skifti fyrir öll, að hið svo-
kallaða svar hans, myndi ekki hafa breytt sér-
lega miklu til um afstöðu Morgunblaðsins. Enda
er það á vitorði almennings, að svar ritstjórans,
ef svar skyldi kalla, var ekkert annað en mark-
levsu blaður, gersamlega óviðkomandi aðalefn-
inu, eða þungamiðju bréfanna sjálfra.
Oss skilst, að styrkbónarritstjórinn hefði átt
að láta sér nægja blekkingabraskið liéma megin
haf.sins, án þess að teygja lopphna í sömu er-
indum austur um ver. *Er það ein sú lubbaleg-
asta bíræfni, er nokkur pennakuklari nokkru
sinni hefir vogað sér. Hefir sá höfnótti nú svo
fylt bikar synda sinna, að út af flóir.
Skuld Ameríku við Island
Svo má heita, að um þessar mundir taki mað-
ur varla svo upp Bandaríkjablað, að íslands sé
ekki að einhverju leyti minst. Er það aðallega
afmælishátíð Alþingis, sem um er rætt, og hið
sögulega gildi hennar.
Núna fyrir skemstu, birtist í blaðinu “St.
Paul Pioneer Press, ” eftirfylgjandi grein, er
ber með sér ótvírætt vinarþel til þjóðar vorrar
og lands. Er grein þessi ritin rétt áður, en
kunnugt varð um úrslit þingsályktunar tillögu
þeirrar, um þátttöku Bandaríkja þjóðarinnar í
afmælishátíð Alþingis, er Mr. Burtness leiddi
til sigurs á þann giftusamlega hátt, er raun varð
á:
“Næsta ár minnist Island þúsund ára af-
mælis Alþingis. Fulltrúar frá fjöldamörgum
þjóðum, hafa ákveðð að taka þátt í þeim hátíð-
arhöldum, er fram fara á Islandi í tilefni af
þessum söguléga atburði. Hefir Bandaríkja-
þjóðin þegar fengið heimboð frá stjórn Islands
um að taka þátt í hátíðarhöldunum. Virðist
það í alla staði vel viðeigandi, að Bandaríkja
þjóðin láti ekki þetta tækifæri sér úr greipum
ganga, til þess að greiða skuld þá, er hún stend-
ur í, við eylenduna norður viðishaf.
Sannanir eru fengnar fyrir því, að íslenzkur
siglingagarpur, Leifur Eiríksson, var fyrsti
hvíti maðurinn, er steig fæti á þetta mikla meg-
inland. Virðist það harla líklegt, að landaleit
þessa íslenzka æfintýramanns hafi h v a 11
Christopher Columíbus til siglinga þeirra um
heimshöfin, er hann varð frægur fyrir:
ísland er ekki stórt ummáls. Það er tæp-
lega hálft að stærð við Minnesota-ríki. Samt
hefir hinn frumlegi bókmentasjóður þjóðarinn-
ar auðgað stórum hugsunarhátt hins mentaða
heims. A sviði viðskiftalífsins, hefir Island
einnig látið mikið til sín taka. Má þar sérstak-
lega tilnefna kvikfjárrækt og fiskiveiðar. Þó
stendur íslenzka þjóðin ef til vill hæzt, hvað
stjómarfarslegu skipulagi viðvíkur, og má þar
óhætt segja, að hún hafi verið og sé fyrirmynd
annara þjóða.
Það var á níundu öld, er norrænir menn
fyrst tóku sér fasta búsetu á Islandi,—menn, er
undir engum kringumstæðum gátu sætt sig við
harðstjórn þeirra konunga, er að völdum sátu
í Noregi. Atti þjóðin um langan aldur við ein-
okun og andstreymi að búa. Samt var vilja-
festa hennar slík, að þrátt fyrir alt og alt, þá
öðlaðist hún fyrir fáum árum fullveldisviður-
kenningu af hálfu Dana. Hallæri, plágur og
svarti dauði, fengu aldrei komið þessari harð-
snúnu smáþjóð á kné. Sjóræningjar heimsóttu
landið og lijuggu J)ar strandhögg. Samt sem
áður byrjaði þjóðin á nýjan leik, að hlaða up^i
í skörðin, með nýjum eldmóði og nýjum þrótti.
Arið 930, stofnsettu Jslendingar Alþingi.
Hélzt það við fram að árinu 1800, er það var
lagt niður. Ekki létu Islendingar hugfallast
fyrir það, heldur héldu uppi látlausri baráttu,
þar til Alþingi var endurreist árið 1843. Næstu
réttarbæturnar fékk ísland með stjómarskr^nni
1874. Öðlaðist þjóðin þá fult og ótakmarkað
löggjafarvald. Árið Í903, fengu ííslendingar
stjórnina að öllu leyti inn í landið Gekk þjóðin
næstu árin þar á eftir, á undan flestum þjóðum,
hvað löggjafarþroska áhrærði. Veitti meðal
annars konum koisningarétt og kjörgengi, og
innleiddi algert vínbann.
Á komanda ári, minnist íslenzka þjóðin
þúsund ára afmælis Alþingis, með veglegum há-
tíðahöldum.
I Minnesotaríkinu dvelur all-álitlegur hundr-
aðs hluti þeirra fjöratíu þúsund íslendinga, er
á meginlandi þessu dvelja. Er það því ekki
nema eðlilegt og sjálfsagt, að ríki þetta fylgi
því eftir með áhuga, hvern þátt að Bandaríkja-
þjóðin tekur í þessum sögulega atburði.
Stungið hefir verið upp á því, að Banda-
ríkin sæmdu Island með myndastyttu af Leifi
Eiríkssyni. Því ætti ekki einmitt þetta ríki,
Minnesota-ríkið, að hafa forgöngu í málinu?”
Cunardfélagið og Islandsförin
Það er á almennings vitorði, hve frábærlega
vel að frú Thorstína Jackson-Walters, erind-
reki Cunard eimskipafélagsins í sambandi við
Islandsförina 1930,_ hefir leyst af hendi starf
sitt, undirbúningi fararinnar viðvíkjandi, og hve
dygglega hún hefir að því unnið, að útbreiða
þekkingu á íslandi og íslenzkum þjóðkostum,
meðal hérlends .fólks. Hefir hún flutt fvrir-
lestra við fjölda háskóla og samið ritgerðir
svo mörgum tugum skiftir, er birtar hafa verið
í merkustu blöðum og límaritum í Bandaríkj-
unum og Canada. Auk fræðslustarfsemi þeirr-
ar, er frú Thorstína hefir int af hendi, hefir
Cunard-félagið gefið út fjölda bæklinga um Is-
land, sérlega vandaða að öllum frágangi. Hefir
þar fallið margt hlýtt orð í garð Islendinga
austan hafs og vestan.
1 sambandi við hina fyrirhuguðu íslands-
för, komst einn af háttsettustu starfsmönnum
Cunard-félagsins þannlg að orði:
“Cunard eimski])afélagið hefir áram saman
dáðst að því hve íslenzkir nýbyggjar í landi hér,
hafa röggsamlega rutt sér braut til frægðar og
frama.
íslenzkir menn, og íslenzkar konur, hafa
rei-st sér þann minnisvarða í þessu landi, er tönn
tímans mun seint fá á unnið. Hugsjónir íslend-
ingsins, hafa orðið salt í canadisku þjólífi.
Sami frelsisandinn einkennir Islendinga í
þessu landi, er einkendi forfeður þeirra, er þeir
stofnsettu fyrsta lýðveldið í heimi, fyrir því
sem næst þúsund árum.
Það stendur öldungis á sama á hvaða sviði
að íslendingurinn hefir starfað,—hvort heldur
á sviði mentamála, landbúnaðar, eða iðnaðar,
—hann hefir ávalt orðið sjálfum sér og cana-
disku þjóðinni til sæmdar. Cunard eimskipa-
félaginu hefir skilist það fyrir löngu, hve dýr-
mætan þátt að íslendingar hafa átt í því, að
byggja upp þetta þjóðfélag, og skoðar það því
mikinn heiður, að eiga þess kost, að flytja þá
til íslands 1930.”
Saga heimfararmálsins
Eftir Hjálmar A. Bergman.
Það er búið að ræða og rita svo margt um
heimfararmálið, síðan opinberar deilur hófust.
um það fyrir rúmu ári síðan, að mér finst þess
vera orðin þörf, að nú sé reynt að gera heildar-
yfirlit yfir gang málsins fram að þessum tíma.
Það ætla eg því að leitast við að gera. Það
verður óhjákvæmilega nokkuð langt mál, en eg
vona, að það geti orðið til þess að dreifa rvk-
inu, sem heimfararnefnd Þjóðræknisfélagsins
hefir stöðugt verið að þvrla upp, og geti því að
einhverju leyti orðið áttaviti þeim, sem enn
hafa ekki áttað sig til fulls í þessu heimfarar-
máli. Takist mér það, finst mér, að eg hafi
með þessu unnið þarft verk.
' 7. Hvermg farið var af stað.
Á ársþingi Þjóðræknisfélagsins 1926 “var
stjómarnefnd félagsins falið að athuga málið
um heimför Yestur-lslendinga á þúsund ára
afmælishátíð Alþingis, 1930” (Tímarit, 9. ár,
bls. 142). Stjórnarnefndin fól svo þetta mál
þremur mönnum úr sínum hóp, er höfðu það til
meðferðar fram að næsta þingi. Þessa milli-
þinganefnd skipuðu þeir Jón J. Bildfell, Ámi
Eggertsson og Jakob F. Kristjánsson. Þessi
nefnd lagði fram skriflegt nefndarálit á þjóð-
ræknisiþinginu 1927, þar «em hún tekur, meðal
annars, þetta fram: “Eins og vikið er að hér
að framan, er það aðal velferðarskilyrði þessa
máls að eining og samvinna náist á meðal allra
Vestur-lslendinga” (Tímarit, 9, ár, bls. 143).
Samt var þessi nefnd svo skammsýn, að hún
lagði það til, að Þjóðræknisfélagið “taki að sér
að standa fyrir heimför Vestur-lslendinga
1930”, þó jafn skyn.sömum mönnum hefði átt
að vera það Ijóst, að engin minsta sanngirni
var í því, að eitt lítið félag tæki undir sig eitt,
mál eins og þetta, sem alla Vestur-Islendinga
varðar og, að slík aðferð var ekki vænleg til
“einingar og samvinnu.”
Nefndin lagði enn fremur til, að Þjóðrækn-
isfélagið sjálft kysi “fimm manna nefnd til
þess að hafa fraulkvæmdir í og standa fyrir
málinu fyrir hönd Þjóðræknisfélags Islendinga
í Vesturheimi” og, að sú nefnd boðaði til al-
menns fundar í Winnipeg við fyrstu hentug-
leika, “og að þeim fundi sé boðið, ef hann.æski,
að bæta þremur mönnum við í heimfararnefnd
Þjóðræknisfélagsins’’ (Tímarit, 9. ár, Ibls. 143).
Jafnvel þó þessi síðasta tillaga nefndarinn-
ar hefði náð samþykt og við nefndina hefði
verið bætt á þennan hátt, hefði nefndin samt
verið “heimfaramefnd Þjóðræknisfélagsins ”,
oig meirihluti meðlima hennar verið kosinn af
Þjóðræknisfélaginu sjálfu. En það var öðru
nær, en að jafnvel svona lítill snefill af sann-
girni fengi að komast að. Samkvæmt tillögu, er
séra Ragnar E. Kvaran studdi, var þesrt liður
nefndarálitsins látinn falla burtu, en í hans
stað kom nýr liður, er hljóðar svo: ilNefndinni
skal heimilt að bæta við sig þremur mönnum,
ef hún skyldi æskja þess” (Tímarit, 9. ár, bls.
144). Við það situr enn, að öðru leyti en því,
að á ársþingi Þjóðræknisfélagsins 1928 var
nefndinni veitt levfi til þess að bæta við sig
eftir eigin vild.
Það er rétt að taka það fram, að þessi
breytingartillaga, sem útilokaði alla utanfé-
lagsmenn frá allri þátttöku í heimfararmálinu
og reyndi að gera það eingöngu að Þjóðræknis-
félagsmáli, mætti mikilli mótspyrnu. Þeir. sem
greiddu atkvæði með henni, voru aðeins sjö
fleiri en þeir, sem greiddu atkvæði á móti, því
hún var samþvkt með 23 atkvæðum gegn 16.
(Tímarit, 9. ár, bls. 144). Einn þeirra, sem
drengilegast barðist þar fyrir því, að utanfé-
lagsmenn fengju að komast að í þessu heimfar-
armóli og ó móti því, að það yrði gert að einka-
máli Þjóðræknisfélagsins, var Ásmundur P.
Jóliannsson, og fékk hann ósvikna ofanígjöf
fyrir hjá sumum félagsbræðrum sínum.
Eg vil Ievfa mér að benda hér á, að þessi
ógiftusamlega samþykt vðr gerð á svo fámenn-
um fundi, að á honum vora aðeins 39 alls.
Einnig vil eg benda á, að fjórir af þeim fimm,
sem á þeim sama fundi voru kosnir í heimfar-
arnefndina, voru þessari breytingartillögu mót-
fallnir— þeir Jón J. Bildfell, Jakob F. Kristj-
ánsson og Arni Eggertsson, sem milliþinga^
nefndina skipuðu, og Ásmundur P. Jóhanns-
son. Það ætti að minsta kosti að nægja til þess
að sanna það, að óánægja vfir þessari ráðstöf-
un getur stafað af einhverju öðru en hatri til
Þjóðræknisfélagsins. Eg vona því, að eg verði
ekki dæmdur hart, þó eg líti svo á, að þeir, sem
með breytingartillögunni börðust og mörðu
hana í gegn með sjö atkvæðum, hafi sýnt skelf-
ing litla sanngirni eða samvinnuþrá og, að
ómögulegt sé að réttlæta þessa einokunarstefnu
Þjóðræknisfélagsins.
Eftir að þessi samþvkt var gerð, voru bosn-
ir í hina upphaflegu heimfararnefnd þeir Jón
J. Bildfell, Jakoib F. Kristjánsson, Árni Egg-
ertsson (milliþinganefndin), Ásmundur P. Jó-
hannsson og séra Rö.gnvaldur Pétursson. Þess-
ir fimm menn hafa svo sjálfir kosið alla aðra.
sem eiga, eða átt hafa, sæti í nefndinni, að Dr.
Sig. Júl. Jóhanne.ssvni einum undanskildum.
Hann var kosinn í nefndina af þjóðræknisþing-
inu 1928.
Það hefir verið búið svo vandlega um hnút-
ana, að aðeins einn utanfélagsmaður (hr. J. T.
Thorson) á sæti í nefndinni, og hann er, því mið-
ur, svo settur, að hann hefir af óhjákvæmileg-
um ástæðum ekki getað setið þá fundi nefndar-
innar, sem úrslita-samþyktimar hafa gert, og
á engan þátt í þeim. Allir meðlimir nefndar-
innar, sem þá fundi hafa setið, eru meðlimir
Þjóðræknisfélagsins. Það er rétt að taka það
fram, að þessi eini utanfélagsmaður, sem sæti
Frainh. á bls. 5 i
Canada framtíðarlandið
Flest af blómum þeim og jarð-
eplum, sem vaxa í görðum fólks í
Evróipu, þar sem loftið er tempr-
að, vaxa líka í Vestur-Canada,
svo sem raspber, jarðber, kúren-
ur, bláber og margar fleiri teg-
undír, nema í hinum norðlægustu
héruðum.
Kartöflu uppskera er mikil, og
fá menn oft meira en 148 bushel
af ekru, þó í sama blettinn sé sáð
til tíu ára, og hefir sú uppskera
oft numið 170 bushelum af hverri
ekrui á ári. Garðarnir gjöra oft-
ast betur en fullnægja þörfum
bændanna með garðávexti. Það
er oft afgangur til sölu og úr-
gangur, sem er ágætt fuglafóður.
Garðar, þar sem bæði ávextir og
fleira er ræktað, ættu að vera í
sambandi við hvert einasta býli
bænda í Vestur-iCanada, og einn-
ig munu bændur komast að raun
um, að trjáplöntur í kring um
heimili, margborga sig, o& fást
trjáplöntur til þeirra þarfa ó-
keypis -frá fyrirmyndarbúinu í
Indian Head, í iSaskatchewan. —
Einnig sér stjórnin um, að æfðir
skógfræðingar frá þeim búum
veiti mönnum tilsögn með skóg-
ræktina, og segja þeim hvaða
trjátegundir séu hentugastar fyr-
ir þetta eða hitt plássið.—
Engi og bithagi.
Hið ágæta engi og bithagi, sem
fyr á árum fóðraði þýsundir vís-
unda, antelópa, elk- og moosedýra,
er enn 'hér að finna. Þar sem
ekki er næg beit handa búfé, þar
sá menn alfalfa, smára, timothy,
reyrgrasi, eða einhverjum öðrum
fóðurgrasstefundum; þó er þess-
um tegundum fremur sáð til vetr-
arfóðurs í Vesturfylkjunum, eink-
um í Mlanitoba, heldur en til bit-
haga. Einnig er maís sáð hér
allmikið til vetrarfóðurs handa
nautgripum.
Þegar engjar í Vestur-Canada
eru slegnar snemma, er grasið af
þeim mjög kjarngott, og gefur
lítið eða ekkert eftir ræktuðu
fóðri, ef það næst óhrakið. Þær
tegundir, sem bezt hafa reynst af
ræktuðu fóðri í Vesturfylkjunum,
er alfalfa, rúggras og broomgras,
hvort heldur að þeim tegundum
er blandað saman eða að þær eru
gefnar hver út af fyrir sig. En
ef sáð er þar til bithaga, þá er
alfalfa og broomgras haldbeztu
tegundirnar.
Áburður.
Aðal einkenni jarðvegsins í
Saskatchewan, og í Sléttufylkj-
unum öllum, er það, hve ríkur
hann er af köfnunarefni og jurta-
leifum. Og það er eimitt það,
sem gefur berjuum frjóefni og
varanleik. Þess vegna þurfa
bændur ekki á tilbúnum áburði
að halda. En ekki dugir fyrir
bændur að rækta korn á landinu
sínu ár frá ári, án þess að 'hvíla
landið, eða að breyta um sáðteg-
undir, því við það líður hann
margfaldan skaða.
Til þess að varðveita frjómagn
landsins, þarf korn- og nautgripa-
rækt að haldast'í hendur, og verð-
ur það þýðingarmikla atriði aldr-
ei of vel brýnt fyrir mönnum, ef
þeir vilja að vel fari.
Hin hörðu vetrarfrost og hið
þurra loftslag eru öfl til vernd-
unar frjósemi jarðvegsins. Þau
losa allan jurtagróður í klaka-
böndum sínum frá vetrarnóttum
til sumarmála. Enn fremur varn-
ar hið reglubundna regnfall sum-
arsins því, að jarðvegurinn missi
gróðrarkraftsins af af miklum
þurki. Það hefir ávalt sannast,
að þar sem framleiðsla hefir far-
ið þverrandi, þá er það því að
kenna, að landinu hefir verið
misboðið — að bændurnir hafa
annað 'hvort ekki hirt um að
breyta til um útsæði, eða á neinn
hátt að vernda gróðrarkraftinn.
Eldiviður og vatn.
Linkol eru aðal eldiviðarforði
manna í Saskatchewan, og eru
stórkostlegar linkolanámur í suð- -
austur hluta fylkisins. Einnig
he-fir Dominion stjórnin í félagi
við fylkisstjórnirnar í Saskatche-
wan og Manitoba, ráðist í að búa
til hnullunga úr kolamylsnu, sem
er pressuð með vélum ásamt lím-
efni til að halda mylsnunni sam-
an, og hefir því reynst ágætt
eldsneyti, ekki að eins heima
fyrir, heldur er líkleg til þess að
verða ágæt markaðsvara. Kolum
þessum má líka brenna eins og
þau koma úr námunum, og eru
gott eldsneyti. Þessi kol finnast
víða í Saskatchewan, og eru þau
enn ekki grafin upp að neinu
verulegu ráði, nema á tiltölulega
örfáum stöðum, heldur grafa
menn nokkur fet o-fan í jörðina
og taka þar það sem þeir þurfa
með í það og það skiftið.
í norður hluta fylkisins eru
víðáttumiklar timburlendur, þar
sem bændur geta fengið sér elds-
neyti og efni til bygginga. — Það
er ekki þýðingarlítið fyrir þá,
sem hugsa sér að setjast að á
einhverjum stað, að vita, að
vatnsforði er nægur. Á mörgum
stöðum í Saskatchewan er hægt
að fá brunnvatn, sem er bæði not-
hæft fyrir menn og skepnur, og
eru þeir brunnar vanalegast frá
10 til 30 fet á dýpt. Sumstaðar
þurfa menn að grafa dýpra, til
þess að ná í nægilegan vatnforða.
þess að ná í nægilegan og góðan
vatnsforða.
Trjárœktarstöðin
við Rauðavatn
Hver á hana? — Hver hirðir
um hana?
Sagt er, að árið 1903 hafi verið
stofnað skógræktarfélag í Reykja-
vík. Félag þetta keypti sér land
við Rauðavatn. Þar skyldu gerð-
ar tilraunir með skóg- og trjá-
rækt. Fyrstu árin var mikið að
þessu unnið. Við Rauðavatn var
gróðursettur fjöldii trjáa, síðan
komið upp trjáreitum, sáð trjá-
fræi og aldar upp ungar trjá-
plöntur. Alt virtnst vera í bezta
gengi og vel á stað farið, vonir
manna á möguleika til trjáræktar
að rætast. En svo lítur út fyrir,
að þolinmæði og hirðusemi skóg-
ræktarfélagsins hafi verið ofboð-
ið. Trén eigi vaxið nógu fljótt,
því að alt í einu (mér er eigi
kunnugt um hvenær)i er hætt að
hirða um blettinn. Girðingunni
eigi einu sinni haldið við, svo að
sauðfé og annað búfé gengur þar
nú lausum hala.
En nú víkur sögunni til trjánna.
Fjöldi þeirra hefir átt við eymd-
arkjör að búa, hafa verið gróður-
sett í óræktar- og næringarsnautt
holt. Lítið að þeim hlúð og eigi
séð fyrir þeirri næringu, er vönt-
un var á. Fjöldi hinna gróður-
settu trjáplantna hefir þarafleið-
andi. dáið. Eigi getað búið við
þessi ömurlegu skilyrði. — En
nokkrar, þar á meðal furan, hafa
hrikt af. Þessar plöntur hafa í
mörg ár lítið vaxið, eigi getað
felt sig við þau skilyrði, sem þeim
voru boðin, en lifað þó. Að síð-
ustu hafa þau þó sætt sig við
kjör sín, lagað sig eftir kringum-
stæðunum, notfært sér þau efni,
sem fyrir hendi voru og farið að
þroskast. Þetta eru þau merkileg-
legustu fyrirbrigði, sem orðið
hafa í íslenzkri trjárækt.
ákógræktarfélag Reykjavíkur
tekur fjölda ungra trjáplantna til
fósturs, flestar úr hlýrra lofts-
lagi sunnan frá Danmörku. Elur
það nokkrar upp í trjáreitum.
Öllu þessu eru boðin hörmuleg
skilyrði, svelt. Börnin þroskast
lítt(, verða krypplingar, en þá er
öllu slept út á gaddinn, þar sem
ránjýrin eru fyrir. En þrátt fýr-
ir alt og alt byrjuðu trén að vaxa.
Vilja nú ekki eigendurnir viður-
kenna .fósturbörnin sín við Rauða-
vatn, vernda þau fyrir rándýrun-
um, gefa þeim næringarforða til
eins árs?
Það er eigi vansalaust hvernlg
hefir verið farið með trjáræktar-
stöðina við Rauðavatn, rétt við
þjóðveginn. Hún hefði getað
orðið til að mynda trú á mögu-
leikum til trjáræktar, en starfs-
ræksla hennar hefir verið þann-
ig, að hún hefir veikt trúna. En
trjáleifarnar sjálfar benda í ijf-
ugaa átt Nú verður að hefjast
handa. Skógræktarfélagið gamla
á að vakna af sínum væra svefni
og hlúa að sínum vanræktu fóst-
urbörnum; annað er eigi sæm-
andi 1930. En hvar er skógrækt-
arfélagið? — Hverjir standa að
því ? E.f það finst eigi, verður
ríkið að kasta eign sinni á leif-
arnar og sýna þeim sóma.
S. Sigurðsson.
—Vísir.
AT THB WONDERLAND.
Next Monday, Tuesday, Wednesday
Marion Davies in The Cardboard Lover.
»