Lögberg - 01.08.1929, Page 3

Lögberg - 01.08.1929, Page 3
LÖGBERG FTMTUDAGINN 1. ÁGírST 1929. Bla. S. ▼ t Sérstök deild í blaðinu - | J[ JN í ^yrir og ung'inga UNGU HJÓNIN. Það var glaða sólskin, svo að eg fékk að fara út að Ingveldarstöðum með henni mömmu minni. Þá var nú mikið um dýrðir. Sóleyjar og fíflar, og mörg önnur falleg blóm blöktu á túninu í sunnangolunni. Eg isat úti í grænu brekkunni, hjá Gunnu litlu og Fríðu, og var að leika mér við þær. Eg var nú kominn á þann aldur, að eg þurfti að fara að líta kringum mig eftir konuefni, þar sem eg var orðinn nærri sjö ára gamall. Gunna var jafn-gömul mér, og gædd öllum þeim kost- um, er prýða mega unga stúlku. Hún var bæði góð og falleg. Eg var sjálfur hinn efnilegasti maður; eg átti margar kindur, kýr og hesta. Að vísu var þessi fénaður minn ekkert annað en leggir og skeljar í augum fullorðna fólksins; en hvað varðaði mig um það? Eg átti nú svo margar skepnur, að eg gat vel byrjað búskap- inn. Það var ekki svo óálitlegt fyrir hana Gunnu, að setjast í búið. Það var líka svo ein- staklega þægilegt fyrir okkur, að rugla saman reitunum, þar sem Gunna átti skopparakringl- una, en eg þeytispjaldið. Okkur kom svo ósköp vel saman, og vorum jafnvel farin að líta hýru auga hvort til ann- ars, þó að við værum ekki beinlínis trúlofuð. Hún sleit upp sóleyjar og festi þau í hnappa- götin á treyjunni minni, en eg smeygði festi úr fíflaleggjum yfir höfuð hennar. Eg veitti því nú fyrst eftirtekt, að eg var allur skreyttur logagyltum hnöppum. Ekki var eg lengi að 'hækka í tigninni. Eg var alt í einu orðinn sýslumaður. Mér þótti nú mál til komið, að vekja bónorðið. Eg var svo viss um það, að hún Gunna færi ekki að hryggbrjóta, sjálfan sýslumanninn. “Eigum við annars ekki að verða hjón, Gunna mín?” sagði eg. “Æ—jú, það væri gaman,” svaraði Gunna. “Nú er eg orðinn sýslumaður,” sagði , eg svo ósköp montinn. “Og eg sýslumannsfrú,” bætti Gunna við brosandi. Fríða litla varð vinnukona hjá okkur, og konan mín var svo ósköp góð við hana. Ef all- ar húsmæður væru eins góðar við vinnukonurn- ár sínar, þá væri nú gaman að lifa. “Vertu nú góður við barnið okkar,” sagði konan mín, um leið og hún rétti mér brúðuna sína. Mér þótti nú, satt að segja, ekkert gaman að 'brúðunni, en samt kysti eg glerhausinn á henni, sumpart vegna þess, að eg vildi gera konunni minni alt til geðs, og sumpart vegna þess, að mér fanst það vera skylda mín, að auð- sýna brúðutetrinu föðurlega blíðu. Við hjónaleysin þurftum nú ekkert að hugsa um kaffið né matinn, því að blessuð vinnukon- an okkar hugsaði um það alt saman. Hún brá sér í öskuhauginn, safnaði saman glerbrotum og var alt af á þönum. “Hvað er nú vinnukonan okkar að gera, elskan mín?” spurði eg konuna mína, þegar eg sá, hvar Fríða litla v^r að hrúga mold á eitt glerbrotið. “Hún er að láta kökurnar á diskinn, svo. ætlar hún að koma með kaffið handa okkur,” svaraði konan mín, og leit blíðlega til mín. ‘ ‘ Gerið þið svo. vel, ’ ’ sagði vinnukonan, um lieð og hún bar okkur koffið. “Hvar hefir þú fengið svona ljómandi fall- eg bollapör?” spurði eg. “Eg keypti þau þarna í kaupstaðnum, ” svaraði Fríða brosandi og benti á öiskuhaug- inn. Ef allar vinnukonur \"æru eins trúar og dyggar, eins og hún Fríða litla, þó væri nú gaman að lifa. , Svo fórum við að drekka kaffið, og slógum upp stórveizlu. ó, hvað við vorum nú ham- i^gjusöm. Heimilið okkar var uppljómað af yndi, ást og friði. Ef öllum hjónum kæmi eins vel saman, eins og okkur Gunnu litlu, þá væri nú gaman að lifa. # Sóleyjarnar vorú farnar að detta úr barmi inínum, svo að eg sagði af mér sýslumannsem- bættinu og gerðist bóndi. Konan mín var held- ur ekkert á móti því. Mér virtist hún nú fyrst vera á sinni réttu hillu, þegar hún var orðin bóndakona. Mér búnaðist fremur vel. Ekkert skuldaði eg í kaupstaðnum, heldur keypti eg alt fyrir peninga út í hönd, því að nóg var peningagras- ið alt í kring um mig; en auðvitað varð eg að hafa fyrir því að slíta það upp og ná peningun- um úr því. Mér hefði ekki búnast svona vel, ef eg hefði ekki nent að vinna. Fríða litla var ekki að hafa vistaskifti. Hún var hjá okkur allan þann tíma, sem við hokruð- um. Svona bjuggum við öll saman í ást og ein- drægni, þangað til blessuð sólin hvarf bak við hann Tindastól. HULDUFÓLKIÐ. Það var komið kvöld, en eg lá vakandi í ból- inu og gat ekki sofnað. Alt fólkið á Reykjum var að tala um huldufólk. Sumir sögðu, að það væri ekki til, en aðrir sögðu, að víst væri það til. Allir lögðu orð í belg, nema eg; enda þorði eg ekki að láta á mér bera, því að mamma var búin að segja mér að lesa bænirnar mínar °g fara svo að sofa. “Hvaða vitleysa! Það er ekkert huldufólk td,” sagði Þorleifur. “Varlega skaltu tala um það,” svaraði pabbi minn. “Man eg það glögt einn morgun, þegar eg kom út á hlaðið, að eg sá bláklædda konu ganga út túnið, og rakleiðis inn í stóran stein fyrir utan túngarðixm.” Eg ætlaði alveg að takast á loft í rúminu, þegar eg heyrði þetta. ■“Ó, hvað mig langar til að sjá huldufólk. ’ ’ Þetta var mín síðasta hugs- un, þegar eg sofnaði. Nú sá eg marga menn og konur í rauðum, bláum og hvítum fötum, sem voru að dansa á túninu. Svo hljóp ein blá- klædd kona út fyrir túngarðinn og hvarf inn í stein. ’ ’ “Flýttu þér á fætur, góði minn,” kallaði húsmóðirin í eyrað á mér. Eg vaknaði, og sjá, það var draumur! Eg settist upp með stýrurnar í augunum, og sá hvar sólin skein inn um gluggann. Síðan flýtti eg mér á fætur, því að það var nú mál til komið að reka kýmar. Eg var alt af að liugsa um huldufólkið, með- an eg labbaði á eftir kúnum, út með f jallshlíð- inni. Þær fóra hægt og bítandi á undan mér og vingsuðu hölunum. Þær hristu hausinn við og við, þegar flugurnar settust á eyrun á þeim; svo fóru þær að bíta og hringuðu tunguna kring um grasið, með hálfopnum augum. Þegar eg þóttist vera búinn að reka kýrnar nógu langt, sneri eg við, og gekk eins og í leiðslu lieim mjóu götuna, eg var alt af að hugsa um huldu- fólkið. ‘ ‘ Ef huldufólk er til, þá hlýtur það að búa í þessum stóra steini,” hugsaði eg, um leið og mér varð litið á stóran stein, skamt fyrir ofan götuna. Eg leit í kringum mig, til þess að vita, hvort eg sæi nokkurn mann nálægt, en eg sá ekki nokkum lifandi mann. Þarna gnæfði Tindastóll, sólroðinn, við heiðbláan himininn. Þarnai stóð Drangey upp úr dimmbláum sjón- um. Jú, það var svo sem margt fagurt, sem eg sá, þegar eg leit í kring um mig. Eg lasddist nú upp að stóra steininum, og skoðaði hann í krók og kring. “Þetta eru nú dyrnar á húsi huldufólksins,” hugsaði eg, þeg- ar eg sá djúpa rifu í steininn. Eg gægðist inn í rifuna, og sá tvö, lítil ljós inni í stmninum. Ef einhver náttúmfræðingurinn hefði séð þessi litlu ljós, mundi hann nú, ef til vill, hafa sagt sem svo: “'Sérðu ekki, drengur, að þetta em daggdropar? Þér sýnist það vera tvö, lítil ljós, af því að morgunsólin speglar sig í þeim. ‘ ‘ Jæja! Það getur vel verið, að það hafi verið daggardropar, en mér sýndist það nú vera lítil |jósr og eg trúði því af öllu hjarta, að huldufólk- ið 'hefði kveikt þessi ltilu ljós í húsinu sínu. “Þá er eg nú búinn að vita með vissu, að huldufólk er til,” hugsaði eg. “En fólkið trúir því ef til vill ekki, að eg hafi séð ljósin, og þó það komi hingað út að steininum með mér, þá getur svo farið, að huldufólkið verði búið að slökkva þau.” Eg ætlaði nu ekki að hætta, fyr en eg væri búinn að svna heiminum það, með óyggjandi rökum, að huldufólk væri til. En hvemig átti eg að fara að því? Mér datt nú alt í einu gott ráð í hug. Eg fór að leita í báðum buxnavösum mínum, til að vita, hvort eg fyndi ekkert, sem eg gæti gefið huldufólkinu. ^ Þar var þá ekkert fémætt, nema isnærið mitt, sem eg hafði til að hnýta upp í hestana, þegar eg sótti þá, og vasahnífurinn minn, sem mér þótti mjög vænt um. “Æ, eg tími annars ekki að gefa huldufólk- inu bæði snærið og hnífinn,” hugsaði eg. “En ef eg gæti nú sannað, að það væri til, — hvað þá? Nú, eg yrði hvorki meira né minna en stórfrægur maður. Svo borgar huldufólkið það margfalt aftur, ef maður gefur því eitthvað. Maður verður líka lánsmaður alla æfi, ef mað- ur er í vinfengi við það.” — Um þetta var eg að hugsa, meðan eg hélt á snærinu og ‘hnífnum í hendinni. Eg var nú ekki á báðum áttum lengur. Þama |agði eg snærið og hnífinn í grasið, rétt hjá steininum; svo gægðist eg inn í rifuna og hrópaði, svo hátt sem eg gat: “Þetta má nú blessað huldufólkið eiga!” Eg varð dauðhræddur og hljóp burt frá stein- inum, því að eg þorði ekki að vera viðstaddur, ef huldufólkið kæmi út. “Hver veit, nema það fari með mig inn í steininn, og þá fæ eg aldrei að sjá hana mömmu mína,” hugsaði eg. Ekki var eg búinn að gleyma huldufókinu morguninn eftir, þegar eg var að reka kýrnar út með 'hlíðinni. Eg gekk með vonglöðum huga að stóra steininum, því að eg 'bjóst við. að huldufólkið hefði skilið eftir gull og gimsteina fyrir utan steininn, þegar það tók á móti gjöf- inni frá mér. “Auðvitað hefir blessað huldufólkið ætlað að gefa mér gullið og gimsteinana, sem liggja þarna hjá steininum,” sagði eg viS sjálfan mig. “Eg skal gefa þér helminginn,” elsku mamma mín, en hitt verð eg að eiga sjálfur, því að eg verð að kaupa mér vasahníf, hálsklút, rúsínur, gráfíkjur og margt fleira.” Eg var nú orðinn alveg viss um, að blessað huldufólkið hefði gefið mér gull og gimsteina. ‘Fyrst fylli eg báða buxnavasa mína og svo get eg eitthvað látið í húfuna mína.” — Eg krafsaði með báðum liöndum ofan í grasið, fast við steininn. “ö, mamma! — Er það mögulegt? — Snær- ið mitt! — Hnífurinn minn! — Ekkert gull! — Engir gimsteinar!” hrópaði eg í örvæntingu, þegar gamli vasahnífurinn minn kom eins og ósjálfrátt, upp í aðra hendina á mér, en snærið flæktist um hina. “Það er ékkert huldufólk til,” nöldraði eg, og labbaði sneyptur heim frá stóra stetininum. “Jæja, það var þó gott, að eg fékk snærið mitt og hnífinn minn aftur.” Eg stakk snærc- inu í annan buxnavasann minn og snífnum í 'hinn. RAUÐIR STAFIR. “Er nokkur munur?” spurði Sigga litla á Reykjum, þegar kennarinn okkar kom inn. Hún þreif Ibáðar skrifbækurnar okkar, og rak þær upp að nefinu á kennaranum. “Er nokkur munur?” tók hún upp aftur, því að hún vissi af því, 'hún Sigga litla, að hún skrifaði betur en eg. “Jú,” svaraði kennarinn þrosandi; “en hann er líka duglegri að reikna en þú.” “Það er undarlegt, að eg skuli ekki geta skrifað eins vel og hún Sigga,” hugsaði eg, þegar við vorum bæði að skrifa daginn eftir. “Það er af því, að stelpan hefir miklu betra blek en eg.” Mér datt nú alt í einu gott ráð í hug. Eg sá títuprjón, sem hafði dottið á gólfið, og tók hann upp. “Eg skal,—hvað sem það kostar,” 'hugsaði eg og stakk mig um leið til 'blóðs í einn 'fingurinn. Þá vantaði nú ekki blekið. Ekki var það ljótt á litinn, — fagurrautt. Eg var búinn að skrifa þessar tvær hend- ingar, með ljótum, svörtum stöfum: Nú er úti veður vott, verður alt að kles.su. En svo kemur endirinn, með ljómandi falleg- um, rauðum stöfum: Ekki fær hann Grímur gott að gifta sig í þessu. Eg var að enda við að skrifa þessar línur, þegar kennarinn kom inn. “Er nokkur munur?” spurði Sigga, um leið og hún þreif báðar bækurnar okkar, og rak þær upp að nefinu á honum. Kennarinn svaraði ekki Siggu litlu í þetta sinn. Hann leit á mig forviða og mælti: “Hvar hefir þú náð í rauðan lit, drengur?” “Hérna í fingrinum á mér’” svaraði eg, og roðnaði út undir eyru. “Jæja, góði minn. Það er fögur list að skrifa vel, og fyrir fagrar listir hefir margur fórnað eigin blóði sínu,” sagði kennarinn brosandi, og klappaði á kollinn á mér, því að hann var hið mesta ljúfmenni. HREIÐRIÐ. Það stóð heima, að þegar eg kom fram í dyrnar á Lækjamóti, þá gægðist blessuð sólin brosandi fram undan skýi, spottakorn fyrir ofan Víðidalsfjallið, að mér virtist. Eg flýtti mér inn aftur, þegar eg var búinn að signa mig, því að það var nú kominn tími til að borða skattinn . Það er undarlegt, að Tryggvi og Guðríður litla skuli ekki fá smjör,” hugsaði eg, þegar eg sá börnin vera að naga þurt brauð. “Hvers vegna fáið þið ekki smjör við brauðinu?” spurði eg forviða. “Þei!-Þei! Komdu með okkur!” svöraðu Eg vissi ekki hvað til stóð, en elti þau samt þegjandi, fyrst út á hlaðið og svo upp í móana fyrir ofan túngarðinn. “Hérna eru blessaðir ungarnir í hreiðrinu, en mamma þeirra er ekki heima,” sagði Guð- ríður litla. Eg sá nú ofurlítið hreiður, með fjórum ung- um í. Þeir teygðu upp hálsana og opnuðu nef- in sín litlu, eins og þeir ættu von á einhverju sælgætinu, enda urðu þeir ekki fyrir vonbrigð- um, því að leiksystkinin mín fóru nú að gæða þeim á smjöri, sem þau höfðu haft með sér inn- an í bréfi. \ Ungarnir urðu eins glaðir, þegar þeir fengu smjörið, eins og börnin, þegar þau fá jólamat- inn sinn. Það var hrein og saklaus gleði, sem skein út úr andlitum barnanna, þegar þau vora búin að gefa ungunum smjörið sitt, enda eru þeir allir sælir, sem taka bitann frá munninum á sér til þess að gleðja aðra og gera þeim gott. SVANASÖNGUR. Mjallhvítir svanir syntu syngjandi fram og aftur á tjörninni, og kvöldsólin sló gullnum roða á vængi þeirra.. Við Tryggvi litli stóðum á tjarnarbakkanum og hlustuðum, svo undur- hrifnir af svanasöngnum. “Gaman væri að geta sungið eins vel og álftirnar,” sagði Tryggvi. “Við verðum að reyna það,” svaraði eg. Við Tryggvi sungum nú eins hátt og við gátum: “Þú bláfjalla geimur, með heiðjökla hring, um hásumar flý eg þér að hjarta. ó, tak mig í faðm! minn söknuð burt eg syng um sumarkvöld, við álftavatnið bjarta.” “Þetta var annars ekkert líkt svanasöng,” sagði Tryggvi með ólundarsvip. “Það er ekkert) að marka. Við verðum að kvaka, alveg eins og álftirnar,” svaraði eg. Við fórum nú að kvaka og skrækja og létum öllum illum látum. Við fóram blátt áfram að herma eftir álftunum. Svanirnir hættu að syngja. Þeir hringuðu hálsinn og syntu með slíkum hraða upp að bakkanum, þar sem við Tryggvi vorum að DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tímar: 2—3 HeimiU 776 Victor St. Phone: 27 122 Winniper, Manitoba. DR O. BJORNSON 216-220 Medlcai Arts Bldg. Cor. Graham ogr Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tímar: 2—3 Heimill: 764 Victor St.. Phone: 27 686 Winnipeg-, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office Hours: 3—6 Heimili: 921 Sherbum St. Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arta Bldgr. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimlll: 373 River Ave. Tala.: 42 691 DR. A. BLONDAL Medioai Arta BM|. Stundar sérstaklega kvenna og barna ajökdöma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Slml: 28 180 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. i. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 Paris Bldg. Winnipeg Fasteigmasalar. Leigja húa. Útvegra peningalán og elda- ábyrgS af öllu tagi. Phone 26 349 Reeidence Office Phone 24 206 Phone 24 963 E. G. BALDWINSON, LL.B. fslenzkur lðgrfrœðingur 708 Mining Exchange 366 Main St. Winnipeg DR. S. J. JÓHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur. Til vifitals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frái 6—8 að kveldinu. Sherburn St. 532 Sfmi 30 877 G. m. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street 0>ri8ja hús norOan vií ftsrg.) PHONE: 88 072 ViðUlstími: kl. 10—11 f. h. og kl. S—5 d. h. DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlækn&r. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN UL kigfracfilngjLr. SkrUtote: Rootn 811 UaÁrtlMB BuihUng, Futao Are. P.O. Box 166« PhMMw: 86 849 « 16 869 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. LögfræOingur acrfstofa: 702 Confederation Life Building Main St. gegnt City Hall Phone: 24 587 A. C. JOHNSON MT OoeUedereUoo lAtm BMs WINNiraO Annast um festeignir minni. Tek- ur eO mtr aO ávnxta sparifé fólke. Selur eldaábyrgO eg blfrelOe ábyrgO- Ir. Skriflegum fyrirepurnum avereO eametundie. Bkrifetofusiml: 24 263 Helmestmi: 33 388 A. S. BARDAL S4I Sberbrooke 8b Selur Ukktatur o* ennert um M- tnrir. Allur AtbÖneOur sá baSL Ennfremur seiur henn eliskaanr mlnnisverSe o* le*sts4n&. Skrifstofu tals. 86 607 Heémills Tels.: M SM ALLAR TEGUNDIR FLUTN- INGA. Nú er veturinn genginn í garÖ, og ættuð þér því að leita til mín, þegar þér þurfið á kolum og við að halda. JAKOB F. BJARNASON 668 Alverstone. Simi 71 896 , Dr. C. H. VR0MAN Tennlaknlr 691 Beyd Bulldln* Phene 14 1T1 WINNIPBO. ÞJOÐLEGASTA Kaífi- o( Mat-aölaháait •m þmsl bor* hrflr nokkorn Oat hítft Imm vébende idnne yyrlrteke mÉJtíOlr, ekyn kOkur, rullt*py*»e o* hJéOi ■Érnis keffl — Utenhtajermene fk sé. érelv fyrst hreeeingu á WGVEL CAFE, 699 Snr*—« Ave Stani: B-8187. Rooney Sterens. elcende. SIMPS0N TRANSFBR Verele meO e**-á-dac hnnsneféOur. Anneat einnl* um eller te*un41r flutnlnge. 681 Arlington St., Winnipeg kvaka, að vatnið gekk í bylgjum undan hvítum bringunum á þeim. Síðan horfðu álftirnar svo ósköp forvitnislega á okkur. “Sérðu ekki, hvað álftunum þykir gaman að hlusta áokkur?” sagði. “Jú, eg held það,” svaraði Trygg\ú; “þær eru alveg þagnaðar sjálfar.” Svanirnir fóru nú að stinga saman nefjum, eins og þeir væru að hvíslast á: “Við getum ekki sungið með drengjunum þarna, þeir eru svo 'hjáróma. Það er auðheyrt, að þeir eru ekki neinir söngfuglar, þó að þeir séu að syngja, en sárast er, að þeir skuli ekki hafa vit á að þegja.” Við Tryggvú hlupum nú heim frá tjörninni, en þegar við vorum komnir heim undir túnið, þá byrjuðu svamrnir aftur að sjoigja, því að nú truflaði engin hjáróma rödd hljómfagra sönginn þeirra. — Bernskan.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.