Lögberg - 01.08.1929, Side 5
LÖGBERG FÍMTUDAGINN 1. ÁGÚST 1929.
Bla. 5.
Hefir sá atvinnuvegur alla jafna
verið stór þýðingarmikill fyrir
fylkisbúa. Eru sláturgripir þar
oft á meðal hinna allra beztu í
landinu.
Fram að aldamótunum síðustu
var nautgriparæktin höfuð at-
vinnuvegur íbúa Suðurfylkisins.
í Norður- og Miðfylkinu var þá
einnig allmikið um griparækt. Er
fram liðu stundir, fóru bændur
að leggja mikla áherzlu á fram-
leiðslu mjólkurafurða og er nú
smjörgerð fylkisins komin á afar-
hátt stig. Hefir stjórnin unnið
að því allmikið, að hvetja bænd-
ur og veita þeirn upplýsingar í
öllu því, er að kynbótum naut-
gripa lýtur.
Nú orðið má svo heita, að
griparæktin og kornuppskeran sé
stunduð jöfnum höndum. Á býl-
um þeim, er næst liggja borgun-
um, er mjólkurframleiðslan að
jafnaði mest. Enda er markaður-
inn þar hagstæður.
Á sléttum Suðurrfylkisins var
griparæktin mest stunduð lengi
vel framan af. En nú er orðið
þar mikið um akuryrkju líka.
Timburtekja er afar arðvænleg
í fylkinu og í flestum ám er tals-
verð silungsveiði.
Hinu kjarngóða beitilandi er
það að þakka, hve sláturgripir í
Alberta eru vænir. Veðráttufar-
ið er heilnæmt öllum jurta-
gróðri. Saggaloft blátt áfram
þekkist þar ekki.
Griparæktarbændur hafa að
jafnaði keypt og alið upp kyn-
bótanaut, svo sem Shorthorne,
Hereford og Aberdeen-Angus. Og
víða hafa gripir af þessu tagi
selst við afarháu verði á markað-
inum, í iBandaríkjunum.
í Peace Biver héraðinu er og
griparæktin að aukast jafnt og
þétt. Eftirspurnin eftir góðu
nautakjöti hefir aukist árlega, og
þar af leiðandi hefir æ verið lögð
meiri og meiri áherzla á gripa'-
ræktina.
Bændur hafa lagt og leggja
enn mikla rækt við endurbætur
hjarða sinna. Eru kynbótanaut
í afar háu verði. Hefir það komið
fyrir, að kálfur af bezta kyni hef-
ir selst fyrir fimm þús. dali.
Eins og áður hefir verið getið
um, er mjólkur- og smjör- fram-
leiðsla á miklu þroskastigi. Skil-
yrðin til slíkrar framleiðslu eru
og hin beztu, sem hugsast getur.
Akuryrkjumáladeildin hefir æ í
þjónustu sinni sérfræðinga, sem
hafa eftirlit með smjörframleiðsl-
unni.
Alls eru í fylkinu 57 sameign-
ar rjómabú og 13, sem eru ein-
stakra manna eign. í flestum
hinna stærri bæja, er að finna
eitt eða fleiri rjómabú. Framan
af var stjórnin hluthafi í sam-
eignafélögum þessnm og hafði
þar af leiðandi strangt eftirlit
með starfrækslu þeirra. Nú eru
það bygðarlögin, eða sveitafélög-
in, sem eiga flest rjómabúin, en
samt sem áður standa þau undir
beinu eftirliti landbúnaðar ráðu-
neytisins. Ejómanum er skift í
flokka, eftir því hve mismunandi
smjörfitan er.
Ostagerðinni í fylkinu, hefir
enn sem komið er, miðað tiltölu-
lega seint áfram. Bændur hafa
allmikið af mjólkinni til gripa-
eldis og kjósa heldur að selja
rjómann. Það enda að öllu sam-
anlögðu hentugra og auðveldara.
Frá Norður-Nýja Islandi
Þaðan mætti margt segja, og
sumt, sem að tíðindum mundi
þykja sæta, ef stórfeld framför
væru þar óvanaleg; en nú á seinni
tíð, hefir hvert framfarasporið
rekið annað til lands og sjávar,
sem sótt er af hinni mestu at-
orku og dugnaði, í framsýni og
þekkingu.
Ekki er því samt gleymt, að
skemta sér, eins og gömlu land-
námsmenn og forfeður vorir á
Fróni gerðu, að afloknu erfiði
dagsins. Eg, sem þessar línur
skrifa, var staddur í Riverton um
síðustu helgi, og kom þar á söng-
samkomu, sem haldin var í hinni
nýju Sambandssafnaðar kirkju,
sem er mjög fagurt og vandað
hús, eins og vænta mátti, þar sem
óhætt mun vera að segja, að Mr.
Sveinn Thorvaldsson stórkaup-
maður og sveitarráðsoddviti, muni
ÆFIMINNING
SIGRÍÐUR BJÖRNSON
Fædd 3. júní 1891.
Dáin 22. janúar 1929.
Þess var áður getið í Lög-
bergi, að Sigríður Björnson,
andaðist 22. janúar þ. á. Hún
dó 4 heimili foreldra sinna ná-
lægt Mountain, N. D., eftir
þunga sjúkdómslegu, sem byrj-
aði með inflúenzu, en snerist
síðar í mænusjúkdóm, sem
leiddi hana til bana.
Foreldrar Sigríðar sál. eru:
Árni' Friðbjömsson Björnson,
frá Fornhaga í Eyjafirði, og
kona hans Guðrún Magnúsdótt-
ir, frá Syðragerði í Eyjafirði.
Þau höfðu tæpum tveim árum
fyr mist yngstu dóttur sína,
Margréti, sem þá var að verða
fullorðin. H.ún andaðist 14.
aprí] 1927.
Sigríður sál. ólst upp í for-
eldrahúsum og lauk við al-
þýðuskólanám heima. Einnig
lauk hún miðskólanámi þar í
grend1, og að því námi loknu
kendi Ih'ún eitt ár í Nome, N. D.
Nokkru þar á eftir fór hún til
Mozart, Sask., og vann þar við
póstafgreiðslu hjá tengdabróð-
ur sínum, H. B. Grímson, sem
um þær mundir var póstaf-
greiðsilumaður þar. Á þriðja ár
var hún við þann starfa. Byrj-
aði starfið 1922, en hvarf heim
aftur 1924. Þar á eftir, var
hún ávalt heima í foreldra-
húsum.
Síðari hluta ársins 1926 kendi
hún sársauka í mjöðfninni, og
kom það bnátt í Ijós, að þar var
um berklaveiki að ræða. Var
hún því næsta vetur um þrjá
aiánuði á spítala í Winnipeg.
Eftir að heim kom aftur, lá hún
enn rúmföst eina níu mánuði.
Að þeim tíma liðnum var hún
miklum mun hressari og var
talin á góðum batavegi, enda
hafði hún þá alt af fótavist.
En fljótlega eftir síðustu ára-
mót tók hún þann sjúkdóm, sem
leiddi hana til bana, eins og
áður er sagt.
Sigríður sál. var mesta ágæt-
is stúlka, eins og hún átti ætt
til. Ha'fði hún með systkinum
sínum hinum fengið frábær-
lega gott uppeldi. Það mun á-
valt hafa verið sterk löngun
foreldranna, að börnin 1 mættu
þroskast í heiðarlegri fram-
komu, kristilegum dygðum og
yfirleitt öllu góðu. Bar fram-
koma og líferni Sigríðar vott
um, að sú leiðbeining foreldr-
anna hafði ekki mishepnast,
heldur borið góðan árangur.
Auk þess, að hún vildi sífelt
vinna heimilinu hið bezta gagn
og vera þar til liðsemdar á all-
an veg, var hún frábærlega fé-
lagslynd. Og naut söfnuðurinn
og sunnudagsskólinn starfs
hennar ásamt með öðrum góð-
um félagsskap.
Sigríður sál. var geðprúð og
glaðvær í lund, var hún því
bæði á heimilinu og útífrá ást-
sæl og naut virðingar og vin-
semdár. Harma hana bæði ást-
vinir hennar og aðrir, er fjær
standa, og finna hvesu mikið
gott hún lét allstaðar og ávalt
af sér leiða.
Á minna en tveim árum hafa
nú Björnsons hjónin mist frá
sér í dauðanum þessar tvær
ungu dætur, sem baðar voru
prýði heimilisins og bygðarinn-
ar, og gáfu svo bjartar vonir
um fagra og góða framkomu og
gagnlegt og göfugt starf í
framtíðinni, eins og þær höfðu
þegar byrjað að vinna á ungum
aldri. Þetta er þungur harm-
ur heimilisins og fólkinu og
ástvinunum og bygðarfólkinu
yfirleitt. En ástmenni þeirra
bera þann harm með kristilegri
stilling og þolinmæði. Og því
má ekki gleyma, að þó hér sé
um sáran Iharm að ræða, þá er
svo bjart yfir minning þessara
isystra, bæði á heimilinu og í
bygðinni, að það dregur stór-
um úr harminum og leiðir hug-
ann til Ijóssins og lffsins, sem
er hlutskifti Guðs barna.
H. S.
hafa verið aðal maðurinn á allan
hátt, hvað byggingu þess húss
viðkemur, enda er það ekki fyrsta
húsið, sem hann hefir hjálpað til
að koma upp í því bygðarlagi, því
að eg hygg, að fá hús hafi svo
reist verið í Riverton, að hann
hafi ekki að meira eða minna
leyti lagt Iagt þar til hjálpar-
hönd.
Á annari samkomu vor eg í
Riverton, er haldin var í sam-
komuhöll bæjarins. Það sam-
sæti var haldið til heiðurs og
minningar hinum öldnu heiðurs-
hjónum og landnemum, Jónasi
Jónassyni og konu hans. Eg veit
að um það samsæti verður getið
af öðrum, og þess vegna get eg
þess ekki meira, nema að það var
hið ánægjulegasta og fór fram
hið bezta.
Eins og skiljanlegt er, fylgir
slíkum samkvæmum sem þessum
kostnaður mikill og þarf til öfl-
un mikla, þó að kvenfélög bygð-
anna hjálpi þar ósleitilega með
dugnaði og samheldni, ásamt, ef
svo mætti að orði kveða, óþreyt-
andi elju, en svo kemur eðlilega
til karlkynsins, að draga að
hreiðrinu, og þáð er nú orðið gert
afdráttarlaust. Samgöngur um
sveitina eru nú ágætar, vegabæt-
ur orðnar svo, að nú geta menn
farið á fáum mínútum þá vega-
lengd, er áður tók marga klukku-
tíma, enda eru nú komnir að heita
má í hvers manns eign, sjálf-
hreyfivagnar (eða gandreiðir) í
stað hesta. Landbúnaður er víða
kominn í all-gott horf í kring um
Árborg. Þar hafa menn bæði
gripa og kornrækt. Með f ram
vatninu er meira stunduð fisk-
veiði, enda er mikið aukinn skipa-
stóll til þeirrar útgerðar árlega.
Eitt skip sá eg í smíðum í Riv-
erton, er mun vera 50 til 60 feta
langt, og leizt mér svo vel á lög-
un þess, að mér datt í hug að það
ætti að heita Stígandi, eins og
knörrinn, sem Haraldur konung-
ur gaf Ingimundi gamla.
Alt þetta eru engar nýjungar,
eða þó að dugnaðarmaðurinn og
bændaöldungurinn Gestur Odd-
leifsson í Haga, sé að breyta lítt-
færuml vegi í góða akbraut. Alt
þetta áðurtalda er aðeins dagleg
venja nú orðið þar norður frá.
En það er eitt spánýtt fram-
faraspor, sem bændur og bygðar-
menn norður þar í iNýja íslandi
hafa stigið, til þess að bindast
bróður og systur böndum, enn þá
betur í framtíðinni; þeir hafa í
[ félagi keypt landspildu við vatn-
ið, hálfa mílu sunnan við járn-
brautarstöðina á Hnausum. Mun
það land vera um eða yfir 12 ekr-
ur og er liðlega helmingur þess
þakinn fögrum greniskógi. Norð-
urjaðar, eða nærfelt helmingur, er
slétt grund, og er þaðan mjög fag-
urt útsýjni norður eftir Breiðu-
víkinni og svo blasir við Mikl-
eyjan. Þennan stað hafa bygðar-
menn valið fyrir skemtistað
(Park) fyrir framtíðina, og þeir
hafa ekki keypt “köttinn í sekkn-
um’” Fegurri stað fyrir skemti-
garð hygg eg að erfitt muni að
finna, á vesturströnd Winnipeg-
vatns, alt frá Rauðárósum til
Sandy Bar. Byrjað er á því nú
þegar, að ibyggja og hreinsa. Þvi
að þar verður haldinn íslendinga-
dagurinn 5. ágúst næstkomandi,
og þarf enginn að efa, að með
þeim mJönnum, sem Park-nefnd
þar skipa, verður miklu hrundið í
framkvæmd af því, er gera þarf
fyrir þann 5., þótt það sé í raun
og veru aðelns 'byrjun á því,
sem gert verður í framtíðinni.
Því miður veit eg ekki nöfn
allra nefndarmanna, en þessa get
eg tilnefnt svo að fólk, sem kunn-
ugt er, sjái, að ekki hefir verið
valið þar af lakari endanum,
heldur valinn maður í rúm hvert.
Þeir. eru þessir:
Dr. Sv. E. Björnsson, Árborg.
G. Einarsson, verzlunarstjóri,
Árborg.
G. Magnússon, bóndi í Fram-
nesbygð.
G. Oddleifsson, bóndi í Haga í
Bifröst.
iS. Thorvaldson, kaupmaður og
sveitaroddviti í Riverton.
G Sigmundsson, kaupmaður á
Hnausum.
—Þetta eru að eins sex nöfn af
20 manna nefnd, en því miður
veit eg ekki að greina nöfn hinna,
en engum vafa mun það bundið,
áð það eru alt ágætis menn. Þó
býst eg við því, sem í raun og
veru er eðlilegt, að ýmsar verk-
legar framkvæmdir lendi að meira
eða minna leyti mest á þeim, er
næst búa vettvangi, sem er hr.
Gísli Sigmundsson á Hnausum,
fyrverandi sveitarráðsmaður. og
sem alþektur er fyrir dugnað og
framkvæmd og valinkunnur að
vinsældum, og með slíkan mann
til meðstöðu sem Mr. Svein Thor-
valdson í Riverton, mun framtíð-
in leiða það í ljós, að þessi skemti-
staður verður bæði byggðarblómi
og bygðarsómi, og ef að þeir, sem
einhverra ástæðna vegna ekki
Brewers Of
COUNTRY CLUB'
BEER
GOLDEN GLOW
ALE
BANQUET ALE
XXX STOUT
BR E W E R.V
OSBORN E &. M U LVEV - Wl N NIPEG
PHONES 4I-III 4J30456
PROMPT DELIVERV
TO PERMIT HOLDEKS
Tryggið yður ávalt nægan
forða af
HEITU VATNI
fáið yður
ELECTRIC WATER HEATER
Vér setjum hann inn og önnumst
um vírleiðslu fyrir
Aðeins $1.00 út í hönd
Afgangurinn greiðist með vægum kjörum
Hot Point Water Heater, gegn útborgun $20.50
Red Seal Water Heater, gegn útborgun $19.00
Plumbing
aukreitis,
þar sem
þarf
Wíimtpeó Hiídro. phone
f ^ J 848 132
55-59 t^fPRINCESSST. 848 U’
geta farið næsta ár til gamla
landsins, en vilja samt halda
minningu 1000 ára löggjafar-
þings íslands hér, þá er hvergi
betri stað að finna, en þennan um-
talaða skemtistað, og ber margt
til þess, fyrst, að það er fyrsta
ísl. nýlenda vestan hafs,— annað,
íslendingar eiga landið, og þriðja,
það er á vatnsströnd, sem minnir
á hafið heima.
Nú ber íslendingadaginn upp á
3. ágúst í Winnipeg, en þann 5.
á Hnausum. Mjög finst mér að
það væri æskilegt, að hvorir
sæktu aðra heim, ef þurviðri
helst, svo að brautir séu góðar.
Þá ætti að vera ánægja samfara
skemtuninni, auk þess sem það
mundi styrkja samúð og bræðra-
bönd nábúanna, nefnilega Winni-
peg íslendinga og Ný-íslendinga.
Eg get fullvissað Winnipegbúa um
það, að það sem hér að framan er
skráð, plássinu viðvíkjandi, er
satt. Eg hefi verið þar aðeins
stuttan tíma að þessu sinni, en
vona að koma þangað síðar og
hafa þá lengri dvöl.
Bið eg svo þá, sem þessar linur
lesa, að virða til betri vegar,
hvernig þær eru í stíl færðar.
151 Kingston Row,
St. Vital, 29. júlí 1920.
N. Ottenson.
&
ú
i
CUNARD LINE
1840—1929
Elzta eimskipafélagið, sem siglir frá Canada.
401 Lancaster Bldjl.
CALGARY
Cunard línan veitir ágætar sam-
göngur milli Canada og Noregs, Sví-
þjóðar og Danmerkur, bæði til og frá
Montreal og Quebec.
Eitt, sem mælir með því að ferðast
með þessari linu, er þaö, hve þægilegt
er að koma við í London, stærstu borg
heimsins.
Cunard línan hefir sérstaka inn-
flutningaskrifstofu í Winnipeg, fyrir
NorSurlönd. Skrifstofustjórinn er
Mr. Carl Jacobsen, sem útvegar bænd-
um íslenzkt vinnufólk vinnumenn og
vinnuíkonur, eSa heilar fjölskyldur.—
ÞaS fer vel um frændur yöar og vini,
ef þeir koma til Canada meö Cunard
línunni.
SkrifiS á yðar eigin máli, eftir upp-
lýsingum og sendiS bréfin á þann staö,
sem gefinn er hér að neðan.
Öllum fyrirspurnum svaraS fljótt
og yður aS kostnaSarlausu.
270 Main St.
WINNIPEG, Man.
36 Wellinftton St. W.
TORONTO, Ont.
227 St. Sacrament St.
MONTREAL, Que.
H
£
5
6
i
i
I
i
i
i
í
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
§
i
5
i
1
The Semi-Annual Sale of
Furniture and House
Furnishings
A F öllum þeim liálfsárslegii útsölum, sem Eatons félagið hefir haft á hús-
gögnum og öllu, sem að húshúnaði lýtur, er sú, sem nú stendur yfir hezt
undirbúin til að mæta öllum þörfum og óskum hvers einstaks heimilis. Hér er
úr fleiri og fjölbreyttari tegundum að velja, betri afgreiðsla og meiri hagnaður.
Mánuiðum saman hefir þessi sala verið undirhúin og má af því
gera sér nokkra grein fyrir hve stórkostleg hún er. Til að full-
nœgja þörfum heimilanna hæði í Austur-Canada og Vestur-Canada
hafa Ea-ton húðirnar frá llalifax til Calgary tekið höndum saman'
um að kaupa sem haganlegast. Hið mikla fjármagn sem Eaton
félagið hefir yfir að ráða hefir verið notað til að kaupa sem ódýr-
ast.
Gerð, bygging og frágangur allur á húsgögnunum er hinn besti, sem til er, og
allir húsmunir af allra fullkomnustu ger ð og tegund. 1 öllum tilfellum er verðið
í samanburði við gæði og fegurð húsmu»anna, alveg framúrskarandi lágt.
ST. EATON C?,.,™
WINNIPEG CANADA
J
Holt, Renfrew’s
ÁGÚST SALA Á FURS
0G
AGÚST SALA A TAUYFIRHÖFNUM
Alveg einstakt tœkifœri. hvað kjörkaup snertir,
og á í sjálfu sér engan sinn líka. Vörurnar nið-
ursettar frá 1 5 til 30% frá vanalegu söluverði
Hver einasta hugsandi kona, hlýtur að fagna
þessum miklu og góðu tíðindum, því hér er úr
að velja því bezta og fullkomnasta, hvað viðvíkur
haust eða vetrar kápum. Alt snið af nýjustu gerð
og frágangur vandaður, sem þá er bezt getur.
Holt, Renfrew & Co. Lta,
Canadas Largest Furriers. Est. 1837.