Lögberg


Lögberg - 22.08.1929, Qupperneq 6

Lögberg - 22.08.1929, Qupperneq 6
LÖGBERG FIMTUDAGINN 22. ÁGÚST 1929. B!s. o. Mánadalurinn EFTIR JACK L0ND0N. *‘Hann er líka nú orðinn leiður á bsejar- fólkinu,” sagði Saxon. “Já, kannske, en ekki nærri því eins mikið og þú. Bæjarlífið er þér miklu erfiðara en bonum. I»að varst þú, sem aðallega fanst til út af því, að missa bainið ykkar. Hann hefir sjálfsagt fundið til út af því, en það hefir verið smáræði í samanburði við það, sem þú fanst til.” Willi kom inn í þessu. “Hafið þér nú gert yður grein fvrir hvað það var, sem lagðist svo þungt á huga vðar?” spurði Mrs. Mortimer. “J, eg held það,” svaraði Willi og leit á stóra hægindastólinn. “Það var þetta—” “Ríðið þér við eina mínútu,” tók Mrs. Mor- timer fram í fyrir honum. “Þetta er stór og sterkur og fallegur stóll, og þér eruð stór og sterkur og fallegur maður, áreiðanlega stór og sterkur, ” liætti hún við brosandi. “Konan yðar er þreytt og hún þarf að njóta yðar styrkleika. Gerið þér nú bara eins og eg segi. Setjist þér þarna niður í stólinn og takið þér konuna í fang yðar.” Þegar hann var seztur, leiddi hún Saxon til 'hans og lét 'hana setjast í kjöltu hans. “Nú líð- ur yklcur vel og nú getið þér komið með allar mótbárur sem þér hafið í huga gegn minni að- ferð við búskapinn. ” “Það er svo sem ekki margt að yðar aðferð að finna,” svaraði Willi. “Hún er ágæt. Það sem eg vili segja er, að yðar aðferð dugar okk- ur ekki. Við .stöndum öðruvísi að vígi. Til að byrja með, höfðuð þér efnaða vini, af því að þér höfðuð verið bókavörður-og maðurinn vðar pró- fessor. Þér höfðuð ágæta mentun, sem við höf- um ekki, og eg býst við að þér þekkið ýmsa vegi, sem við þekkjum ekki og getum ekki þekt.” '.“Eg hefi kannske vitað eitthvað meira en þið, ‘þegar e£ byrjaði, en þið getið áreiðanlega lært.” “Nei, þér skiljið mig ekki fullkomlega. Hugsið yður að eg færi inn til þessa heldra fólks og færi að revna að selja því eitt og ann annað af því er við framleiðum, eða búið gæfi af sér. Haldið þér ekki, að mér færíst það hálf- klaufalega, og hálfu ver fyrir það, að mér fynd- ist sjálfum að eg væri að revna eitthvað, sem eg gæti ekki gert og ætti alls ekki að fást við ? Mér yrði náttúrlega hálf illa tekið af sumum, og líklega flestum, því mér færist 'þetta ós*kóp klaufalega. Fólkinu mundi sýnast eg heldur stór og hraustlegur maður tií að leggja fyrir mig svo lítilfjörlegt verk, eins og að ganga hús úr húsi og selja egg og garðmat og annað því um líkt. Þess mundi ekki verða langt að bíða, að fólkið segði eitthvað við mig út af þessu, sem mér félli ekki vel og þá mundi vinskapurinn og öll viðskiftavonin ekki lengi að fara út um þúf- ur, því skapsmunirnir eru illa tamdir, og eg get ekki gengið eftir öðrum, og svo hefir víst upp- eldið stuðlað að því tíka. ” “Eg held að þér hafið alveg rétt fyrir yð- ur,” sagði Mrs. Mortimer. “En það er öðru máli að gegna með konuna yðar. Lítið þér bara á hana. Henni mundi ekki verða mikið fyrir þvf að koma út því sem þið hefðuð að selja.” Það leyndi sér ekki, að Willa þótti stórlega fyrir. # ‘‘Hvað 'hefi eg nú gert af mér?’» spurði hús- móðirin brosandi. Kg get ekki felt mig við að lifa á því hvað konan mín er lagleg,” sagði hann heldur kulda- lega.” Auðvitað ekki. Það sem að ykkur gengur er það, að þið eruð liæði fimtíu ár á eftir tím- anum að minsta kosti. Þið eruð rétt eins og gamla Ameríkufólkið. Eg hefi aldrei séð nokk- ur dæmi til þess fyr, að ung hjón sem alin eru U£Pu' ?ÍPv^nnÍ.’ taki SÍ8> upp °£ fari að leita sér að bujorð. Þið eruð alveg eins og gamla fólk- ið, sem for á mjög ófullkomnum ferðatækjum, svo að segja yfir þvera heimsálfuna til að ’leita ser að hentugri bústað. Eg er viss um, að feð- ur ykkar voru meðal þeirra, eða kannske öllu heldur afar vkkar og ömmur voru á meðal þeirra, sem brutust vestur yfir slétturnar og fjollin f gamla daga. ” Saxon varð mjög glaðleg, þegar hún hevrði þetta, og Willi varð aftur vinsamlegur og ^óð latlegur. • hí' Sr Ilka af l,es,SUTn frumbyggjum kom- m, sagði Mrs. Mortimer. “Afi minn kom hér m,jog snemma á tímum; hann hét Jason Whit- neþ- strætið í San FrancLsco heitir f höf- uðið a honum. ” “Eg þekki það,” sagði Willi. “Whitney stræti, það er nálægt Russian Hill. Móðir Sax- on gekk vestur yfir slétturnar.” “Indíánarnir drápu afa og ömmu Willa ” sagði Saxon. t “Faðir hans var þá ofur lítill drengur og var hjá Indíánunum þangað til hvitir menn náðu honum frá þeim. Hann vissi e ki sjálfur hvað hann hét, og maður sem Ro- berts 'hét tók hann til fósturs ” i < J ‘ b5rnin> ’’ sagði Mrs. Mortimer. Mer finst næstum að við séum öll náskvld. E<>- hefi anægju af að hugsa um þetta gamla fólk, sem for svo hægt en komst þó sinna ferða og vann syo mikið gagii. Nú gle>-mist það flest- um í öllu kapphlaupinu og þessum geysi liraða sem er á öllum og öllu. Mér er kannske flestum tremur kunnug saga frumbyggjanna af bókum, sem eg hefi haft undir hendi og lesið. Eg man að föður yðar, ” og hún leit til Willa, “er þar getið. Það er að finna í Bancrofts 'sögunni. að voru átján vagnar í lestinni og það voru liin- ir svo nefndu Modoc Indíánar, sem réðust á hana. Faðir yðar var sá eini, sem komst af, þá ungbarn, og vissi ekkert hvað ’hafði gerst. Hann var tekinn til fósturs af foringja hvítu mannana. ” “Þetta er alveg rétt,” .sagði Willi- “Það voru Modoc Indíánar. Lestin hefir víst ætlað til Oregon, en hún var öll evðilögð. Mér þætti gaman að vita, hvort þér vitið nokkuð um móð- ur Saxon. Hún samdi eitthvað af ljóðum í gamla daga.” “Var nokkuð af þeim prentað ?” “Já,” sagði Saxon. “Bitthvað af þeim var prentað í blaði, som gefið var út hér í San José.” “Munið þér nokkuð af þessum ljóðum?” .Jú, Saxon mundi eitthvað af ljóðmælum eft- ir móður sína; nokkrar hálfar og heilar vísur, Jmr á mi'ðal eitthvert ástal.jóð, sem hún- sagði að mundi vera gert til föður síns. “ Jú, eg kannast við þetta,” sagði Mrs. Mor- timer. “En eg get ekki munað nafnið á kon- unni, sem þessi ljóðmæli eru eftir.” “Tlún hét Daisy,” sagði Saxon. “Nei, ekki Daisy; það getur ekki verið,” sagði Mrs. Mortimer. “Hét hún ekki Day- elle?” “Hún var aldrei nefnd það, svo eg viti til.” “Ivannske, en hún skrifaði nafnið sitt þannig. Hvað hét hún meira?” “Daisy Wiley Brown. ” Mrs. Mortimer gekk að bókaskápnum og tók þar út stóra bók. * “Hér getur maður fuiídið ýmislegt,” -sagði' hún, “og þar á meðal flest ljóðmæli, sem prent- uð voru í blöðunum í gamla daga. — Stendur heima,” sagði hún, eftir að hafa blaðað í bók- inni litla stund. “Eg vissi að eg mundi þetta rétt. Daisy Wiley Brown. Hér eru tíu kvæði eftir hana, og eitt þeirra er um bardaga við Indíánana. ’ ’ “Mitt fólk lenti í bardaga við Indíána,” sagði Saxon og var mikið niðri fvrir “Meðan á bardaganum stóð, fór móðir mín, sem þá var bara lítil stúlka, út fvrir vagnahringinn til að sækja vatn handa þeim, sem særðir voru, og Indíánarnir skutu ekki á hana. Öllum þótti það kraftaverk, að hún skyldi þá sleppa lífs af. ” Saxon stökk á fætur, og vatt sér að Mrs. Mortimer. “Fyrir alla muni, lofið þér mér að sjá þessa bók. Eg hefi allrei fyrri heyrt einu sinni getið um þessa ljóðmæli. Vissi ekki að þau væru til. Má eg ekki skrifa þau upp? Eg ætla að læra þessi ljóð utanbókar. Þetta er merkilegt, að eg skuli hér rekast á ljóðmæli eftir móður mína. ” Þau Mrs. Mortimer og Willi höfu ekkert að segja hvort við annað, en sátu þegjandi svo sem hálfa klukkustund, meðan Saxon var að skrifa upp Ijóðmælin. “Var það ekki merkilegt, að eg skyldi ekk- ert vita um þetta !” var það eina, sem Saxon sagði, þegar hún var búin. En þótt Mrs. Mortimer sæti þegjandi í hálfa klukkustund, þá var hugsun hennar engu að síður starfandi. Nú sagði hún þeim Willa og Saxon hv'að hún liefði verið að hugsa um. Hún hafði leigt helminginn af land.inu, sem hún átti þarna, en þegar leigutíminn var úti, ætlaði hún ekki að endurnýja leigusamningana, heldur nota landið sjálf. Hún ætlaði að setja þar á tot kúabú, og þar átti alt að vera upp á það allra fullkomnasta. En til þess að gera þetta, þurfti hún fleira vinnufólk. Þarna voru hjón, sem voru hentug til að vinna þetta verk og verkið var þeim hentugt, eða það fanst henni að nunsta kosti. Næsta sumar gæti hún bygt lítið íbúðarhús handa þeim til að búa í. Þang- að til mundi hún geta útvegar Willa nóg að gera. Hún var viss um það og hún vissi af húsi þar skamt frá, sem þau gætu fengið leigt þangað til næsta sumar. Þetta fanst henni þeim hentugt. Þau gætu með þessu móti vaníst bú- skapnum og lært ýmislegt, sem þau þurftu að læra, og jafnframt litið eftir tækifæri að ná f bújörð, þar sem þau gætu byrjað' sitt framtíð- arheimili. En þivssi ráðagerð varð strax öll að engu, því Saxon tók henni fjarri. “Við getum ekki sezt að,” sagði hún, ó fyrstu stöðvunum, sem við höfum tækifæri til þess, þó heimilið yðar sé fallegt og elskulegt, og þessi dalur sé yndislegur. Við vitum ekki einu sinni sjálf hvað við viljum, ekki enn þá. Við þurfum að fara lengra og sjá miklu meira, en við höfum enn séð, og læra langt um fleira, en við höfum enn lært, áður en við getum ráðið við okkur hvar við setjumst að eða hvað við gerum. Við erum ekkert að flýta okkur að af- ráða neitt í þessum efnum. Þar að auki erum við ekki alveg ánægð með sléttlendið. Willa langar til að vera þar sem hæðótt er, og eg vil það nú reyndar líka.” Þegar þau voru tilbúin að fara, þá bauð Mrs. Mortimer Saxon að gefa henni bókina, sem ljóðmælin voru í eftir móður hennar, en það vildi Saxðn ekki með nokkru móti, en fékk eitt- hvað af peningum hjá Willa. “Bókin kostar tvo dali. Viljið þér gera svo vel og kaupa hana fvrir mig, og þegar við höf um sezt að, skal eg láta yður vita hvar við er- um og þér getið þá sent okkur hana.” “Þetta er alveg eims og vant er með þetta reglulega Ameríkufólk, ” sagði Mrs. Mortimer og tók við peningunum, en hálf-treg þó. “En þér verðið að lofa mér því að skrifa mér, svona við og við, hvort sem þið setjist einhversstaðar að eða ekki.” Hún fylgdi þeim út á alfaraveginn. “Þið eruð ung og hraust og hugrökk, ” sagði hún, þegar þau kvöddust. “Mig langar næst- um til að fara með ykkur. Mér lízt svo dæma- laust vel á vkkur bæði. Ef þið haldið að eg geti gert ykkur einhvern greiða, þá munið eftir því, að láta mig vita. Það er ómögulegt annað, en þið komist vel áfram, og eg vildi gjarnan mega taka þátt í því með ykkur. Lofið þið mér að vita hvernig þessi stjórnarlönd eru. Eg hefi satt að segja ekki mikla trú á þeim, því þau eru öll of langt frá markaði.” Hún tók vingjarnlega í hendina á Willa og kysti Saxon. “Verið hughraustar, það er það sem mest á ríður,” sagði hún við Saxon. “Þið byrjið vel og þið eruð á réttum vegi og ykkur hiýtur að farnast vel. Það var alveg rétt af ykkur, að þiggja ekki mitt tilboð. Þið eruð bæði ung enn. Flýtið ykkur ekki of mikið. Þegar þið staldrið við einhvers staðar, þá sendið mér línu, og eg skal senda vkkur alls- i konar rit, búskapnum viðvíkjandi. Verið þið nú blessuð og sæl. Eg óska vkkur allrar bless- unar.” IV. KAPITULI. , Wjlli sat þegjandi á rúmstokknum seinna um kveldið, í litla herberginu, sem Jiau höfðu fengið í San José, þar sem þau ætluðu að vera um nóttina, og það var auðséð að hann var í góðu skapi. % “Eftir alt og alt, þá er þó enn eitthvað til af góðu fólki í heiminum,” sagði hani) hægt og seinlega, eins og hann var vanur. “Það er ó- hætt að segja, að Mrs. Mortimer er ágætis manneskja, regluleg Ameríkukona. ” / “Hún er ágætismanneskja og 'hámentuð,” sagði Saxon, “og þykir henni þó engin óvirð- ing í því, að vinna hvað sem vera vill á búi sínu og hún lætur búskapinn ganga vel.” “Já, það gerir hún og það á einum tuttugu e'krum, nei, tíu ekrum, og upp úr þessum fáu ekrum hefir hún haft nóg til að borga fvrir landið fyrst og fremst og svo allar þessar miklu umbætur, sem þar eru gerðar, auk þesis að lifa sjálf af þesisu, hafa fjóra vinnumenn, vinnu- konu og dóttur hennar, og frænku sína, sem hún elur upp og er að menta. Þetta er meira en eg fæ skilið. Tíu ekrur! Eg heyrði föður minn aldrei minnast á minna en hundrað og sextíu ekrur, og það gerir Tom bróðir þinn ■heldur ekki. Og þetta getur ein kona, e'kkja og einstæðingur gert. Það var reglulegt lán, að kynnast henni.” “Þetta var eins og æfintýri,” sagði Saxon. “ Svona er að ferðast. Maður veit aldrei hvað kemur næst. Það var bara tilviljun að við hitt- um þesisa ágætis konu, þegar við vorum að reyna að komast eftir því, hvað langt væri til San Joisé. Yið áttum alls ekki von á að finna hana. Og hún svo sem tók okkur ekki eins og við værum flökkufólk. En það heimili! Alt er svo hreint og fágað sem mest má vera. Eg hefði ekki einu sinni getað hugsað mér svona fallogt og smekklegt heimili. “Já, og maður kann þarna strax eitthvað svo vel við sig,” sagði Willi. “Það er einmitt það. Það er það, sem kven- blöðin sem eg hefi lesið, kalla hið góða and- rúmsloft heimilanna. Eg hefi aldrei fullkom- lega skilið hvað það er fyr en nú. Nú skil eg það,” sagði Sax>on. “Það er eitthvað svipað því, sem mér finst altaf, þegar eg hugsa um hvað þú klæðir þig sjálf alt af vel og smekklega.” “Já, fyrst og fremst verður maður að hugsa um að halda sjálfum sér hreinum og smekklega til fara og því næst að hafa heimilið sem smekk- legast og aðgengilegast. ” “En það er ekki hægt með heimili, sem mað- ur leigir af öðrum. Maður verður að eiga það sjálfur. Enginn byggir leiguliús eins og þetta hús er bygt. Samt sem áður er þetta hús ekki dýrt. Það hefir ekki kostað mjög mikið. Efn- ið í því er bara eins og gengur og gerist. Hús- ið okkar á Pine stræti var bygt úr sama efni, bara úr ódýrum við, sem fæst allstaðar. En það var öðru vísi gert. Eg get ekki lýst því, en þú veizt hvað eg á við.” “Eg skil hvað þú átt við, en eg get ekki vel lýst því heldur.” Morguninn eftir lögðu þau snemma á stað áleiðis til San Juan og Montrey. Saxon fór að eiga bágt með að ganga. Hún var búin að fá hælsæri, og það versnaði eftir því sem lengra leið. Willi mintist þess, sem hann hafði ein- hvern tíma heyrt föður sinn segja um það, hvernig maður ætti að fara með fætuma, svo þeir særðust ekki, þó maður gengi langa leið, og einhvers staðar í útjaðrinum á San José fór hann inn í kjötsölubúð og keypti tólg fvrir fimm cents. “Þetta er það, sem þú þarft,” sagði hann við Saxon. “Maður þarf að halda fótunum hreinum og bera feiti á þær. Við skulum bera þetta á fætuma á þér, þegar við emm komin út úr bænum. Við ættum e'kki fara langt svo sem tvo eða þrjá næstu daga. Bezt væri, ef eg gæti fengið vinnu um tíma, svo þú gætir alveg hvílt þig nokkra daga. Eg ætla að reyna það.” Rétt utan við bæinn vék Willi sér frá Saxon og gekk eftir keyrslubraut út frá aðalbrautinni, sem virtist liggja inn að stóra bóndabýli þar skamt frá. Eftir litla istund kom hann aftur og var í mjög góðu skapi. “Þetta gekk ágætlega,” sagði hann, þegar hann Tcom aftur. “Nú skulum við setjast að þarna niður við lækinni Eg ætla að byrja að vinna hér í fyrramálið. Eg fæ tvo dali á dag, en fæði mig sjálfur. Eg vildi það heldur, en hálfan annan dal og fæði. Eg sagði þeim, að eg gæti vel fætt mig sjálfur, því konan mín væri með mér. Hér skulum við vera, þangað til þér batnar í fætinum.” - K.AUP1Ð ÁVALT LUMBER Kjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. EA8T. - - MA Yard Office: 6th Floor, Bank of HamlltonChamber* “Iívernig fórstu að fá vinnu?” spurði Sax- an, þegar þau vora á leiðinni þangað sem ]>au ætluðu að setjast að. “Bíddu þangað til við erum búin að koma okkur fyrir, og þá skal egsegja þér það alt sam- an. Það gekk upp á það aHra bezta.” Hann sagði ekki orð meira, þangað til þau voru búin að koma öllu fyrir eins og þau vildu hafa það, kveikja upp eld og hann var búinn að bera saman heilmikið af eldivið^sem nóg var af þar alt í kring. “Nú skal eg segja þér, hvernig þetta gekk. Benson er ekki einn af þessum gamaldags- bændum. Hann lítur eiginlega alls ekki út fyr- ir að vera bóndi. Mi’klu líkari manni, som rek- ur einhverja atvinnu í borginni og hefir mikið um sig. Bg gat séð það á öllu, strax jiegar eg kom, jafnvel áður en eg isá manninn. ^ Hann var ekki mínútu að vega mig og mæla frá hvirfli til ilja.” “Getur þú pLægt?” spurði hann mig. “Já, eg hélt það nú. “Kantu að fara með hesta?” “Eg hefi verið alinn upp með hestum frá bamdómi.” Þú manst eftir vagni, sem fjórir hestar gengu fyrir, sem komu eftir brautinni rétt á eftir mér. Hann kom að rétt í þessu. “Getur þú kejrrt fjóra hesta?” spurði Ben- «on. “Já, hæglega,” sagði eg. ‘ ‘ Farðu þá upp í vagninn og taktu við taum- unum. Þú sérð skúrinn þarna. Keyrðu þang- að og keyrðu svo vagninn aftur á bak inn í skúrinn. Farðu hægra megin við fjósið.” “Eg skal segja þér, að það var annað en gamart að komast þarna um. Vegurinn var bæði krókóttur og þröngur og þar að auki var nýbú- ið að moka fjósið og mykjan var rétt í vegin- um. Eg lét samt ekki á neinu bera og tók við taumunum af manninum, sem sat í vagninum. Eg sá á honum, að hann hélt að þetta mundi alt fara í handaskolum fyrir mér. Eg er viss um, að hann hefði e'kki getað gert þetta sjálfur, þó hann væri kunnugur hestunum, en eg ekki, og þeir voru heldur ekki nærri vel tamdir. Þetta gekk nú samt alt vel, og eg kom vagninum þangað sem hann átti að fara án þess að nokk- ur árekstur yrði.” “ Eg sé, að þú 'kant að fara með hesta,” sagði Benson. “Þetta var ágætlega gert.” “Eg sagði, að þetta hefði verið mesti hægð- arleikur og gerði ekkert úr þessu. Hann brosti og eg sá, að liann skildi þetta vel.” “Þú gerðir þetta vel,” sagði hann. “Eg vil hafa góðan keyrslumann. Þú ættir ekki að vera iðjulaus. Eg býst við að þú sért góður maður, en hafir farið eitthvað afvega. En hvað sem því líður, þá getur þú byrjað að plægja fyrir mig í fyrramálið.” “Auðvitað viissi hann ekki, hvort eg gat gert það, því hann hafði ekkert séð mig gera, nema þetta, sem eg var að segja þér.” SHEA'S WINNIPEG BREU/ERY LIMITED f

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.