Lögberg - 12.09.1929, Blaðsíða 2

Lögberg - 12.09.1929, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. SEPTEMBER 1929. Bílferð um Norðurland Fyrst§ blaðagreinin, sem eg man eftir að eg læsi með athygli, er eg var barn, var grein um “mótor- vagna” í “Norðurlandi”, að mig minnir, eftir Einar H. Kvaran. — Hann spáði því þar að þeir mundu verða framtíðarfarartæki hér á landi. Rökstuddi hann það m. a. með því, að vegir þyrftu ekki að vera sérlega vandaðir fyrir þá, og einkum, að þejr gætu hæglega farið upp og ofan talsverðar brekkur. Eftir að hafa lesið grein þessa, man eg eftir því, að eg skemti mér oft við að sjá í huganum mótorvagninn hans Einars þjóta upp og niður Moldhaugnahálsinn. Hafði eg smátt og smátt gert mér ákveðna grein fyrir ytra útliti vagnsins. Sjálfur var eg vitan- lega við stýrið, og mig minnir að það væri aftan á. Um mótor vissi eg vitanlega ekkert, en hafði þó hugmynd um, að eldsneytis þyrfti við, eins og í eimreiðar. Eg held að eg hafi notað sauðatað. Fyrir ekki ákaflega mörgum ár- .um, þóttu bílarnir óþjóðlegt far- artæki; um þá þá var stundum tal- að sem óþarfa skemtifargan, sagt lega, og vegurinn að öðru leyti er betur ruddur en hann var áður, brautir breikkaðar á stöku stað, vegurinn lagfærður í gilskorning- um og borið ofan í brautarspotta, sem liggja yfir mýrarsund. Sam- feld akbraut er komin upp undir Sveinatungu í Norðurárdal. Milli Sveinatungu og Fornahvamms hefir lítið verið aðhafst, því kom- ið hefir til orða að leggja veginn þar sunnan við iNorðurá. En nú er unnið við veginn ofan við Fornahvamm og er hann að miklu leyti lagður þaðan og upp að Hvassá. Á Holtavörðuheiðinni voru vond- ir vegarkaflar, er við fórum norð- ur þ. 21. júní. Höfðu gengið stór- rigningar undanfarið og kominn aur í gömlu brautarspottana, svo bíllinn víngsaðist og sentist á- fram gegn um leðjuna, en stöðv- aðist hvergi. Bar á því, sem víða annars stað- ar, við vegabætur, einkum þær, sem gerðar eru til bráðabirgða, að vegamenn leggja meiri áherzlu á að slétta ofaníburði á vegina, en að ræsa frá þeim aðrenslisvatn. Þegar mýrarvatnsborð er í vegar- hæð utan við veginn, undir eins að við ættum að nota hið innlenda úrfelH kemur> þá rennblotnar vinnu-afl, hestana, í stað þess að ausa fé í bíla og bensín út úr landinu. — í nokkur ár urðu bíl- arnir að smeygja sér fram hjá kerrulestunum á Suðurlandsveg- inum, þorskausaböggunum og ol- íuklæddum ferðamönnum, sem vegurinn, hve vel sem í hann er borið, og ofaníburðurinn verður aur einn. Góð framræsla, sem er víða mun fyrirhafnarminni en of- aníburðurinn, gerir oft mikið meira og varanlegra gagn. ferðuðust með hesta sina eftir Því hefir lengi verið viðbrugðð, bílvegunum dögum saman, lágu í hve frjálsleg það væri að ferðast tjöldum og höfðu illa æfi, meðan ferðafólkið þaut í þægilegum bíl- um fram og aftur. En að því kom, að sunnlnezkir bændur sáu sér hag í því, að spara vinnuafl, tíma og fé, með því að nota bílana til flutninga. Nú senda kaupmenn í Reykjavík bíla heim á hlað til bænda langt austur í sveitu.m og bóndinn af- hendir ull sína í hlaðvarpanum, og skrifa á blað hvaða vörur hann vilji fá heim til sín til baka, sparar sér með því mörg dags- verk, mikið strit og fé. Og nú er það segin saga í hverri sveit sem opnast fyrir bílasamgöngur, að bændur taka þau flutningatæki í þjónustu sína umsvifa og orða- laust — af því að reynslan er sú, einkum þar sem kaupstaðarleið er löng, að bílflutningarnir eru ódýrari en flutningar með hestum. Fyrir örfáum árum talaði ungt fólk oft um hvort það mundi ein- hvern tíma seint og síðarmeir á æfinni lifa það að fara í bíl frá Suðurla'ndi og norður til Akur- eyrar. Menn voru að vona, að svo gæti farið. Seinni partinn í fyrrasumar fóru fáir langferðamenn ríðandi yfir Holtavörðuheiði. 1 sumar er það sjaldgæf sjón. Hér á dögunum voru um 100 ferðamenn í Forna- hvammi í einu á norðurleið í bíl- um — og þó eru það margir, sem trúa því tæplega enn í dag, að bílfært sé milli Borgarness og Akureyrar. Þegar eg stóð niðri á hafnar- bakka hér á dögunum og var á förum sjóleiðis til Borgarness og þaðan landveg til Akureyrar, þótti mörgum viðstöddum furðanlegt, að eg var ekki í reiðfötum, ætl- aði alls ekki að fara á hestbak, var alls ekki við því búinn — ætl- aði yfir öxnadalsheiði í bíl. á hestum um landið. Menn væru ekki neinum eða neinu háðir. Eg fyrir mitt leyti hefi oft fundið til þess, að hið dásamlega frelsi get- ur hæglega snúist í argasta ó- frelsi, sem einkum er tilfinnan- legt, þegar menn vilja komast á- fram. öðru máli er að gegna, ef ekki er um neitt ferðalag að ræða í venjulegum skilningi, þegar al- veg er sama, hvort dagleiðir eru stuttar eða langar, eða jafnvel engar. Útivist á hestbaki er holl og ágæt í alla staði — og frjáls- leg. En þegar maður er á ferðalagi til þess að komast sem fyrst leið- ar sinnar, er það blátt áfram þol- inmæðis verk að vera á hestum. Og maður er bundinn i báða skó — háður hestunum, færinu, veðr- inu, fylgdarmanninum, fólkinu á gististöðunum, má í raun og veru aldrei um frjálst höfuð strjúka, og kemst ekki nema 3—0 tíma ferð á dag, hvernig sem hamast er og hve vel sem gengur. Bílferð eftir sæmilegum vegum er eitthvað annað. Þá eru ferða- menn frjálsir og óháðir, óháðir I veðri, geta haldið áfram nótt og | dag, þotið hundruð kílómetra milli mála, eru alt af ferðbúnir, þurfa hvorki dúður né tjasl né sækja hesta, leggja á, spenna og reyra og bíða eftir Pétri og Páli, fram eftir öllum dögum. Og ein- mitt vegna allra þessara þæginda, og vegna þess að bílflutningar eru að jafnaði ódýrari en hestaflutn- ingar, þegar mikið er að flytja í einu, þá ryðja bílarnir sér til rúms hvar sem þeim verður við komið. Við vorum tveir saman norður jrfir heiði, ólafur Thors og eg, og vorum rétta níu tíma frá Reykja- vík til Borðeyrar, héðan í Borgar- nes með togaranum “Þórólfi’, í bíl þaðan til Gilsstaða í Hrúta- firði og á bát yfir um fjörðinn, til hins gestrisna heimilis Hinriks Theódórssonar. — En þessi grein á ekki að vera um norðlenzka gestrisni, enda þyrfti mikið rúm, ef henni ætti að lýsa að verðleik- um. Óneitanlega er það nokkuð ein- kennilegt, að fara í fyrsta sinn norður í land í bíl, sömu leiðina sem maður hefir oft og mörgum sinnum bagsast á hestum í mis- jöfnum veðrum með allskonar erf- iðismunum, einkum að finna til þess, hve fjarlægðirnar alt í einu styttast. Nú mega menn vitanlega ekki halda, að kominn sé með ein- hverjum töfrabrögðum upphleypt- ur vegur yfir Holtavörðuheiði og um endilangt Norðurland. Vegur- inn er að mestu leyti sá sami og hann var, nema hvað samfeldu akbrautarspottarnir lengjast ár- Fyrsti verulegi viðkomustaður á þessari ferð var Hvammstangi. — Héldum við síðan þaðan þrír, Magn. Guðmundsson, ól. Thors og eg, í bíl til Akureyrar, með nokkrum viðkomustöðum. Við komum á Hvammstanga um nón- bil þ. 22. Þar var margt manna fyrir, og mun yfir helmingur að- komumanna hafa komið þangað í bílum úr sveitunum þar í kring. Þar voru allskonar bílar saman komnir, og var einkennilegt í fyrsta sinni að heyrá húnvetnska bændur tala sín á milli um bíla- tegundir, eins og þeir hér áður töluðu um gæðinga og reiðhesta- kyn, og halda fram kostum Buick, Chevrolet og Pontiac, eða hvað þeir nú allir heita. En að bílaöld- in var upprunnin yfir sýsluna, sást bezt á því, að hjá Stóra-ósi í Miðfirði “trónaði” rauð bensín- dæla upp úr geymi, sem grafinn er þar í jörð. Eg veit ekki gerla hvernig á því stóð, að þegar eg sá skrambans dæluna, datt mér í hug hin alkunna saga um séra Matthías Jochumsson og rakar- ann, það kemur manni svo á ó- vart, að sjá borgartæki eins og bensín-’tank” norður á móabarði í Miðfirði. — En merkilegra er þó, og meiri andstæður, að sjá sömu ‘innréttingu’ á hlaðinu á Víðimýri, fáein fótmál frá torf- kirkjunni. Gamli og nýi tíminn. Er vonandi, að þeim komi vel saman. Að eftir því sem daglegu fötin okkar verða alþjóðlegri, eft- ir því vaxi ástundun á því að varðveita forn verðmæti. Á ‘vegferðarreisu’ okkar um Húnavatnssýslu, igerðist ekkert sérlega sögulegt — nema á ninu pólitíska sviði, en út í þá sálma verður ekki farið hér. — Vegirn- ir Hrútafjarðarháls og Múlaveg- urinn austan við Miðf jörðinn, voru í þetta sinn ekkert betri en Holta- vörðuheiðin yfirferðar. Einkum er Múlavegurinn slæmur, og ættu Húnvetningar að hugleiða, hvort þeim væri það ekki fyrir beztu, að bönnuð væri umferð um þann veg eins og hann er einhvern tíma vors, þegar mestar eru leysingar. Af ófærðinni á Vansskarði gengu miklar tröllasögur, enda hefir Vatnsskarð, Bólstaðahlíðar brekkustraðirnar og gömlu braut- arspottarnir vestast á skarðinu eigi verið taldir bílferðalegir. Það varð því að ráði, að hinir ‘pólitsiku’ bílar, er þarna voru á ferðinni, sjálfstæðisbíllinn og rík- issjóðsbíllinn, meða Jónasi frá Hriflu og Haraldi Guðmundssyni, yrðu samferða yfir Skarðið. Því nú á þessum síðustu tímum er öf- ugmælinu alkunna snúið til sanns vegar, að eigi sé leiðin “lengi farin af svo mörgum mönnum.” Eftir því sem menn eru fleiri saman, eftir því er bílferðalag lag greiðara og öruggara, þegar vegir eru slæmir — og sannaðist það síðar á þessari ferð. Við komum að Víðimýri og feng- um bensín og kaffi. Seintekinn gróði fyrir Steingrím bónda að selja bensín og gefa kaffi um leið. Fórum síðan rakleitt út að Reynistað til gistingar. Fyrir eina tíð þótti það góð dagleið frá Víðimýri út á Sauðár- krók, og varð að hafa mikla að gæzlu til þess að dagurinn entist. Leiðin er um 27 km. En á þessari leið er hvert gestrisnis og höfð- ingsheimilið við annað, sem ó mögulegt var að fara fram hjá, ríðandi með lausa hesta. Þar eru heimreiðar breiðar. Og lausu hestamir þekkja áfiðkomustaðina renna á lagið. Með öðrum orðum. Hið frjáls- lega ferðalag á hegtum varð þann- ig, að klárar^iir réðu því hvar komið var við. Því eitt er að fara fram hjá bæjum þegjandi og hljóðalaust, þegar ekki er tími til að tefja — annað að ríða í loftinu, fyrir heimfúsa hesta, með uppreiddum svipum og barsmíð- um. Slíkt er alveg ófyrirgefan- leg ókurteisi. Þegar við komum niður á Sauð- árkrók daginn eftir, söfnuðust börn staðarins í kring um að- komubílinn. En bílinn átti Jónas Kristjánsson í Borgarnesi. Til auðkenningar hefir hann prentað framan á bílinn “Jónas” með stórum stöfum. Auðkenningu þessa misskildi æskulýður Sauðárkróks sýnilega, og hélt að dómsmálaráðherrann núverandi sýndi slíkt yfirlæti að hann hefði prentað nafn sitt á farkostinn. En ungmenni staðarins ráku upp stór augu, er út úr bílnum kom Jón á Reynistað. Ekki tók betra við, er Magnús Guðmundsson sýndi sig. Næstur kom Ólafur Thors. Þá rann á sumt ungt fólk tvær grímurv hvort þetta myndi ekki geta verið ráðherrann. Nógu var hann fjári valdsmannslegur. En hann kom þama í fyrra og þekist því fljótt. Seinastr kom eg út úr bílnum. Heyrðist þá hvískur og pískur um hópinn. Þarna er hann, sögðu börnin — unz þau fengu að vita, að þetta var hvergi nærri Hriflu-ráðherrann, heldur ‘fjólupabbinn sjálfur’, Einkennileg er það í fyrsta sinn, að sjá Skagfirðinga fjöl- menna á Hegrnaesing í bílum. Á fund þann, sem þar var haldinn þ. 25 júní, komu vafalaust 600— 700 manns, og skiftu hundruðum þeir, sem völdu sér bílfar fram yfir að fara ríðandi. Skagfirðing- ar á bílum sínum innan héraðs, geta í fyrstu mint á sjófugla á þurru landi. Bílaþvagan á grund- inni og melnum sunnan við þing- staðinn, féll illa við landslagið. En hvergi fann eg það betur en einmitt á Hegranesfundinum, hve fjarlægðirnar minka í augum al- mennings við bílanotkunina. — Eins og eðlilegt var, gekk illa að fá bílfar handa öllum í einu til og frá þingstaðnum. En þeir, sem ekki fengu bilfar alla leið og heima áttu á Sauðárkróki t. d. og HAFIÐ ÞÉR SÝRU í MAGANUM? Hvenær sem þér finnið til upp- þembu eða þrauta, eftir góða mál- 1 tíð, þá bendir það til þess, að þér I hafið of mikið af sýru í maganum. Losið yður við slík óþægindi taf- í arlaust. Það er hætt við blöðrum I í maganum, sé sýran of mikil. Það stendur á sama hve mikið súrefni j þér hafið í maganum, ef þér aðeins 1 notið Bisurated Magnesia, þá jafn- ar sig alt saman á skömmum iíma. Reynið það meðal, þegar þér finn- , ið til ónota eða þrauta í maganum. I Þér getið borðað hvaða mat, sem er, ef þér notið Bisurated Magne- sia. Margir læknar mæla með Bi- surated Magnesia, og þúsundir hafa notað það, sér til ómetanlegr- ar blessunar. Fáið yður pakka í i dag frá lyfsalanum, fylgið ná- kvæmlega forskriftinni og maga- þrautir yðar þverra á svipstundu. nágrannasveitunum, töldu það ekki eftir sér að ganga stundum í veg fyrir bilana. En einmitt með því móti, að fólk venst á að ganga bæja á milli, þegar svo ber und- ir, þó að sumarlagi sé-, legst sá ó- siður nlður, að geta ekki farið fótgangandi bæjarleið. Það hef- ir víða fram til þessa þótt blátt | áfram vansæmd í því að vera fót- gangandi á förnum vegi. Hefir þessi bábilja þvælst fyrir mörg- um, þeim til mesta trafala og ó- þæginda. En því verður ekki neitað, að meiri glaðværð hefði I verið í hópi Skagfirðinga sólbjart- j an sumardaginn, ef þeir hefðu all- | ir verið ríðandi, en nú varð, er allmargir fóru í bílum, aðrir gangandi og þeir, sem ríðandi voru, höfðu margir trafala af bií- unum, sem rúmfrekir eru á hin- um mjóu vegum. 27. júní fórum við félagar frá Reynistað, og ekki snemma. Var ferðinhi heitið til Akureyrar. Er við komum að Seilu, hittum við þar Sauðárkróksbíl einn, er ætl- aði norður. Taldi bílstjóri okkar, Páll Stefánsson úr Borgarnesi, réttast, að við yrðum Sauðár- króksbílnum samferða yfir ökna- dalsheiði. Vorum við í fyrstu tregir til þess að þjóta fram hjá öllum góðbúum á leið okkar. En er fram í Silfrastaði kom, skrupp- um við heim að hitta að máli öld- unginn blinda, fíteingrím bónda. Þar fréttum við af- þvi, að svo nefndur “bolsabíll” hefði um nóttina orðið fastur í Grjótá á 'Öxnadalsheiði, og hefðu allir stjórnmálamennirnir, sem í hon- um voru, orðið að vaða til lands og gangá síðan rennvotir til bygða. í bílnum var úrvalslið stjórnarinnar i Eyjafirði, Bern- harð frá Þverá, Ingimar Eydal, Einar Friðgeirsson, Erlingur Frið- jónsson. Höfðu þeir orðið sam- ferða á Hegranesfundinn, og Brynleifur Tobíasson “fyrverandi tilvonandi” þingmaður Skagfirð- inga, er varð eftir vestra. Veður var ákaflega heitt þenna dag og sáum við í hendi, að Grjót- á mundi fara hraðvaxandi, og væri því ráð að hraða sér sem mest, ef takast ætti að komast klakláust yfir. Við sátum snögg- klæddir í bílunum inn Norðurár- dalinn og upp á heiðina. Sauðár- króksbíllinn rann á undan, enda var bílstjóri hans, Pétur að nafni, öllum hnútum kunnugur á öxna- dalsheiði. Nýr sneiðingur hefir verið ruddur upp frá Norðurárdals- brúnni og upp á heiðarsporðinn. Gekk ferðin vel inn dalinn og upp á heiði. En þá var eftir hinn illræmdi og margumtalaði Gilja- reitur, en svo er nefnd skriðuhlíð ein með allmörgum lækjadrögum og giljum, sem vegurinn liggur um, og er árgljúfur alldjúpt á aðra hönd. óruddur var vegur þessi i gamla daga, slæmur mjög yfirferðar, einkum í hálkum, og fór ilt orð af honum. En nú er rudd bílbraut yfir skriðuna og hlaðið í lækjargilin, svo telja má sæmilegan bílveg, og hika kunn- ugir bílstjórar ekki við að fara það viðstöðulaust í stuttum bíl- um. En svo knappar voru beygj- urnar inn í sum gilin, en vegur- inn ekki breiður, að meiri að- gæzlu þarf, ef bíllinn er langur. Má vera, að nú séu beygjur þess- ár þegar lagfærðar. Grjótá er fjallallækur á öxna- dalsheiði, er rennur á sýslumörk- um. Er hún örlítil, nema þegar leysingar eru í fjöllum. Þá velt- ur hún fram kolmórauð með grjótruðningi. Ef við komum að ánni, þótti okkur hún ekki á- rennileg, bæði vegna þess, hve hún myndi vera djúp, og eins vegna stórgrýtis og straumhörku. Var því reynt að leita lags og klöngrast með bílinn, sem á und- an var, niður með ánni, því þar var hún breiðari, og ekki eins stórgrýtt né straumhörð. Rendi Sauðárkróks-rétur sér út í ána þarna, og þræddi brotið fág- lega. En er eftir voru svo sem tvær bíllengdir til lands, stöðvað- ist mótorinn og alt sat fast. Rétt í sömu svifum og bíllinn stöðvaðist í ánni, sáum við, sem á vesturbakkanum stóðum, jóreyk nálgast vestan að, og mannaferð. Voru þar komnir Sig. Birkis söng- kennari, Jóhnnn Jóhannesson og fylgdarmaður með þeim. Þótti okkur nú sem ráð okkar vænkað- ist skyndilega, er komnir voru þarna hestar og mannsöfnuður. Urðum við undir eins bjartsýnir mjög, og töldum alla vegi færa. Við ætluðum að koma bíl okkar yfir ána þar sem vegurinn var, þrát fyrir dýpi, straum og stór- grýti. Bundum við kaðla tvo í bílinn og héldu þeir í sinn kaðal- inn hvor, Sigurður Birkis og Jó- hann. — Stigu þeir á bak hestum sinum og riðu á undan okkur yfir ána. En ef bíllinn stöðvaðist í straumnum, áttu þeir, að taka óð- ara ’til sinna ráða á bakkanum, hnýta kaðlinum í klárana, og láta hestaflið draga okkur upp úr. Gerðist nú margt í skjófri svip- an. Við hlóðum farangri okkar upp í bílsætin og settumst ofan á hann. Þeir félagar ríða út í hvor með sinn kaðalenda, og bíll okkar á eftir. En í miðjum strengnum stendur bíllinn bjargfástur, og fá þeir björgunarmennirnir á austurbakkanum engu um þokað. Vatn fossar inn í bílinn, og við sitjum þar eins og illa gerðir hlut- ir. En brátt kemur Sigurður Birk- is með reiðskjóta handa okkur, og selflytur okkur og farangurinn í land, svo við sleppum þaðan ekki meira votir en í hné. Er bíllinn var tæmdur, gerðum við sameiginlega tilraun til þess að draga hann upp úr. Bundum við köðlunum í einn hestinn til aðstoðar, og toguðum af öllum mætti. En Grjótá hélt bílnum með þeim heljar tökum, að strit okkar og hestsins varð árangurslaust. Ranxi nú móður í liðið. Tveir bílar fastir í ánni, og hún fór vax- andi. Grjótið skarkar í straumið- unni, og er straumkastið svo mik- ið, að vel mátti búast við því, að Borgarness-bíllinn ylti um koll niður ána — og yrði aldrei farar- tæki framar. Sneri nú liðsafnaðurinn niður með á, þangað sem Sauðárkróks- bíllinn sat fastur Var fyrst byrj- að á því að ferja úr honum far- þegana. Fékk eg, sem á bakkanum stóð, ungbarn reifað í fangið, er sagði “mamma” á dönsku og grét hástöfum. Á öllu geta menn átt von, þegar bílarnir eru komnir á kreik, einnig því, að veiða dansk- an hvítvoðung upp úr Grjótá á Öxnadalsheiði í leysingum. Brátt kom Pétur bílstjóri buslandi með móðurina á örmum sér, og var þá barnfóstri mínu lokið En þetta var kona lyfsalans á Sauðárkróki, og ætlaði með Drotningunni frá Akureyri um kvöldið. Það var þá líka þesslegt, að komast með Drotningunni, og sitja í Grjótá föst um miðaftansleyti I Út úr bílnum kom líka Björn Jakobsson leikfimiskennari og kona úr Borg- arnesi með ungbarn. Var nú tekið það ráð, að nota handaflið. Bundnir voru tveir kaðlar í bílinn, og skyldu nú allir taka á þvi, sem þeir áttu til. Var eftirtektarvert, hve margskonar fólk var þarna i samtogi. Gat það mint á söguna af Velvakanda og bræðrum hans. Þar var Sigurður Birkis söngstjóri til að stjórna hljóðaganginum, Björn Jakobsson til að sjá um, að alt færi sem fim- legast, ólafur Thors fulltrúi út- gerðarinnar, fyrverandi dóms- málaráðherra Magnús Guðmunds- son, til að sjá um, að alt færi löglega fram, bílstjórar með fag- þekkingu, kvenfólkið og börnin til að horfa á ■— og undirritaður til að skrifa um alt saman. Nú einbeindu allir kröftum sín- um til þess að koma bílnum á þurt — og sat Pétur bílstjóri við stýrið, en við hinir toguðum og toguðum, með tilheyrandi ópum og óhljóðum. Samtaka nú! Það létti steini af hjarta okkar, þegar bíllinn bifaðist fyrir átök- unum. Leið ekki á löngu, unz hann var kominn upp á bakkann. Var nú eftir að vita, hvort mót- orinn væri starfhæfur. Með lit- illi hjálp komst Pétur með bíl sinn upp á veginn. öðrum enda kaðals- ins.var nú hnýtt aftan í Sauðár- króksbílinn, en í hinn áttum við að toga. En Páll bílstjóri óð út í ána og festi köðlunum í Borgar- nes-bilinn okkar. Var bíllinn öm- urlegur ásýndum þarna í ánni; hurðirnar opnar, og í gegn um hann beljaði árflaumurinn, en vélarskýlið þvínær í kafi. Er Páll hafði fest kaðlana í bíl sinn, var eigi á honum þur þráður, nema rétt um herðablöðin. Hófst nú hin fyrsta atrenna í þessari skorpu. En hún lyktaði þannig, að kaðallinn, sem við tog- uðum í, slitnaði svo snögglega, að við duttum allir í kös, sumir í ána, þeir sem fremstir voru; aðr- ir í forarflag við bakkann. En bíllinn, sem í ánni sat, haggaðist ekki lifandi vitund. Var þá tekið\ það ráð, að treysta á þá taugina, sem hei var. Var búist við, að Sauðár- króksbíllinn, nýkominn á þurt væri linur aflgjafi, og því ákveð- ið, að ýta af alefli á hann sam- tímis sem mótor hans var settur á ferð. Páll bílstjóri stóð úti í ánni við bíl sinn, og hrópaði til okkar eggjunarorðum, er hann gat því við komið fyrir annríki. Með þessu móti komst los á bíl Páls. í fjórum atrennum gátum við komið honum upp úr ánni. Er hann kom upp á bakkann, rann úr honum allmikil læna eftir göt- unni stundarkorn, enda hafði hann að mjög miklu, leyti verið í kafi. Sögðu sumir, að svo mikið væri víst, að þeir færu ekki aftur í bíl yfir öxnadalsheiði. En aðrir, sem höfðu margra ára viðkynningu af ferðalagi yfir heiði þessa, litu svo á, að þessi Grjótárstöðvun væri ekki nema viðeigandi áminning um kapítulaskiftin í ferðalaginu. Það væri til ofmikils mælst, að alt kæmist í örugt lag á einni svipstundu. Farþegar tóku nú til að hafa plaggaskifti, eftir föngum, meðan bílstjórarnir athuguðu bílinn. Var talið óvíst, að hann yrði ferðafær og sjálfbjarga til Akureyrar á þeim degi. En með hugviti og lagi tókst þeim kænu bílstjóurum að vekja mótorinn til starfa eft- ir klukkutíma dutl, og það enda þótt eitthvað af vatni hefði kom- ist í bensínið, að sögn. Mótorinn smá-hikstaði í gilbrekkunum nið- ur að Bakkaseli. En til Akureyr- ar komumst við um kvöldið, með hæglátum akstri. En af Grjótánni er það að segja, að við máttum ekki vera mikið seinni á ferðinni, til þess að hún gæfi efni í ferðasögu — því að þessa daga er verið að brúa hana. —Lesb. Mgbl. V. St. STÖKUR. Gegn um ára skugga ský skína kærleiks brunnar: Það eru traustar taugar í . tröllum Fjallkonunnar. Saman standið, munið mál, metið landsið snjallan; brennið ándans bál í sál — brennið fjandskap allan. Ýmsum hál er urðin, því oft er tál að slasi, kristnar sálir kriplast í kirkjumála-þrasi. Flest um grundir guðsvinar græðast mundu sárin, klerka’ ef bundnar kenningar klyfu’ ei sundur hárin. , Pálmi. Hin gullna þögn. Þðgnin er gull, segja menn; en hún getur líka orðið dularfult fyr- irrigði. Sporvagnsstjóri einn í Lundúnum ók sama sporvagnin- um samfleytt í 14 ár, en aldrei kom honum orð af vörum. — En hjón nokkur urðu þó hlutskarpari í þessu; þau yrtu aldrei hvort á annað í 20 ár, nema í lífsnauðsyn. Þau áttu saman 10 börn og ólu upp; þá leitaði konan skilnaðar við mann sinn fyrir frakkneskum rétti, og var henni veitt skilnað- arleyfi. — Þá má geta þess, að amerískur glæpamaður þagði af Úsettu ráði. Hann var dæmdur til dauða fyrir morð. Aldrei mælti hann orð frá vörum, meðan á málarekstrinum stóð, og allar til- raunir til að fá úr honum orð reyndust árangurslausar. Hann var þá settur á geðveikrahæli og athugaður þar, og síðan lifði hann í 15 ár, og enginn heyrði honum nokkurn tíma hrjóta orð af munni. Hann vissi, að honum var bráður bani vís, ef hann léti til sín heyra. — Hmbl. Maður nokkur sagði kerlingu, að tólgin hefði hækkað í verði vegna stríðsins. >— “Eru þeir þá farnir að berjast við ljós, manna- skammirnar?” sagði kella.—iLesb. VINSAMLEGT BRÉF TIL MÆÐRA Nú þegar börnin byrja að ganga á skólann VÉR vonum að þér og fólk yðar hafi haft bæði ánægjulega og hressandi sum- arhvíld, og að heilsa yðar og kraftar, er þér haiið safnað með útiverunni í sól skininu og ferska loftinu endist yður á næstkomandi hausti og vetri. Það er ein leið til þess, að þér megið stuðla að því, og hún er sú, að þér gefið börn- unum, sérstaklega, nóg af heilsusamlegri og nærandi fæðu — svo sem brauði og smjöri, mjólk og eggjum. Vér vitum það á þessum “nettleika tímum”, er stúlkum, sérstaklega, mjög ant um að halda vaxtarlagi sínu sem “drengjalegustu” og virð- um vér þær fyrir það. En það er ekki skysamlegt að fórna heilsunni fyrir það, eða eiga það á hættu, að verða blóðlítill og magnlaus. Brauð, til dæmis, er ekki fitandi, sízt hinar léttari og fínni tegundir, svo sem Sviss- neskt brauð, brún eða alhveitibrauð. Þau brauð, ef étin skynsamlega, styrkja líkamann og næra blóðið, og auka mótstöðuaflið gegn kvefi og öðrum smákvillum, sem líkaminn á vanda fyrir. Enn fremur munu læknar segja yður það, að nóg af hvítu brauði og smjöri sé einhver bezta fæðan fyrir börn — auk þess sem hún er » með þeim ódýrustu. Soðið brauð og mjólk, með svolitlu af sykri út á, er fyrirtaks morgun og kvöldmatur, — léttur — lystugur — seðjandi — og nærandi. Hvað er að segja um Canada Brauð? Alt bakarí brauð er gott, og það er ekki auð- velt að sanna, að Canada Brauð sé öðru betra eða bezt. En eðlilega álítum vér að svo sé, fyrir þá ástæðu, að vér kaupum til þess aðeins það bezta, sem fæst af hverri tegund, og hrærum það og bökum með hinni mestu nærgætni. Vér vitum þess vegna að betra brauð verður ekki búið til. Ef svo væri, þá myndum vér búa það til. Þess vegna, ef þér etuð ekki skiftavinur Canada Bread, vildum vér vita hvort þér vilduð ekki vera svo góð að reyna það íviku tíma eða svo? Að því loknu, ef heim- ilisfólki yðar fellur það, þá haldið áfram að neyta þess, en ef ekki, þá reynið annað bakarí. Er það ekki sanngjarnt? Treystandi þvi, að þér viljið vera svo góð að reyna þessar vörur vorar, Erum vér yðar einlægir, P.S.—Auk margskonar þrauðtegunda búum vér til óteljandi tegundir af pie, sætabrauði, kleinum og smákökum. Canada Loaves and Cakes to Tempt all Appetites CANADA BREAD CO., LTD. A. A. RYLEY Aðal ráðsmaður. Bread

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.