Lögberg - 12.09.1929, Blaðsíða 3

Lögberg - 12.09.1929, Blaðsíða 3
LÖGRERG, FIMTUDAGINN 12. SEPTEMBER 1929. Bls. 3. íOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOfbOOOOOOOOOOííOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO^ ; : : Sérstök deild í blaðinu íji í í í ^yrir körn og ung^nga 1 — — i SKEMTILEG NÓTT. Fagurt er útsýnið í Víðidalstungu; ekki verður því neitað. Víðidalsá rennur í fögi’um bugðum eftir dalnum. Langt út með henni sjást rennsléttar eyrar, en móti austri gnæfir fjallið við himininn. Eg var nýkominn að Tungu, þegar þessi merkilega saga gerðist. Eins og lög gera ráð fyrir, var eg farinn að vaka yfir vellinum, því að túnið var orðið iðgrænt, og sóleygirnar gsegðust upp úr því. Eg var nú kominn á tólfta árið, en Steini var einu ári eldri en eg. Hann var hinn mesti raumur, hæði stór og sterkur, eftir aldri, enda kom það isér vel, því að marga svaðilförina hafði hann farið um dagana, og átti eftir að fara fleiri. Svo har við eitt kvöld, þegar fólkið var farið að hátta, að Steini hiður mig að finna sig rít undir bæjarvegg. Hann kvaðst þurfa að tala við mig um áríðandi málefni. Þegar við vorum komnir út, lítur Steini í kring um sig, til að eiga það víst, að enginn lievrði til okkar. Síðan ma'lti hann í liálfum hljóðum: ‘ * Svo er mál með vexti, að eg ætla að bregða mér yfir að Dæli í nótt og heimsækja Ái*na. Mig langar svo til að koma í eina bröndótta við hann. Það kemur ekki nokkur strákur hér, sem maður get- ur glímt. við. Eg hefi ekki nokkurt viðþol. Þu skalt fá að koma með mér,- en þá verður þú að vekja mig, þegar alt fólkið er sofnað.” ‘ Já, já, eg skal gera það,” svaraði eg, og lék við hvern minn fingur. ‘‘Ó, hvað þetta verður skemtileg nótt.” Eg kallaði á, Kol og sigaði honum á eftir kindunum, sem voni komnar heim undir túngarðinn. Þegar eg kom inn í haðstofuna, var fólkið alt sofnað, og isumir farnir að hrjóta. Eg lædd- ist eins og þjófur að rúminu, þar sem Steini svaf, og fór nú að vekja hann. ‘‘Steini! Steini! Steini minn! Góði, farðu að vakna. Alt fólkið er sofnað. Þér er óhætt að koma.” Svona hvíslaði eg í eyrað á honum, en hann steinsvaf, húðarselurinn sá arna! Mér var ómögulegt að vekja hann. Eg þorði ekki að tala hærra, þá hefði Þóra gamla ef til vill vaknað, því að hún var svo svefnstygg, og þá hefði alt komist upp. Eg tók loks það óyndisúrræði, að klípa í eyrnaisnepilinn á Steina. Hann vaknaði við vondan draum og sest uppp með stíiurnar í augunum; en eg læddist fram göngin, og út á hlaðið. Eftir litla stund lít eg inn í bæjardyrnar; sé eg þá hvar Steini líður fram göngin, eins og vofa. ‘‘Mikið skal til mikils vinna. ” Þarna kemur auminginn, á nærfötunum, með fötin sín undir hendinni, og þorir ekki að klæða sig, fyr en hann er kominn út fyrir bæjarvegg. ‘‘Hvfemig getum við nú komist yfir ána?” spurði eg, þegar við hlupum niður túnið. “Eg liefi nú séð fyrir því,” svaraði Steini, alldrjúgur, og tók snæri' upp úr vasa sínum. Rauður gamli lá steinsofandi á eyrinni fyr- ir neðan túnið. Steini gengur raklieðis að hon- um, og hnýtir upp í hann snærinu. Rauður gamli vaknaði við vondan draum, og leit horn- auga til okkar, eins og hann vildi segja: “Þið eruð ljótu strákarnir, að lofa mér ekki að sofa í næ.ði; eg, sem orðinn svo gamall og hrumur!” Á i<5 Steini tvímentum á Rauð niður að ánni, en gátum þó varla komið honum úr «porunum. “Ekki varð honum Rauð gamla mikið fvrir að halda á okkur yfir ána, þó hún væri nokkuð dJÚp,” sagði Steini, þegar við vorum komnir yfir ána. “Honum hefir nú einhvern tíma boðist brattara,” svaraði eg. Við teymdum nú Rauð gamla upp sneiðing- inn, og skildum hann eftir fyrir utan túngarð- inn. Síðan gengum við heirn skrúðgrænt og dögg\mtt túnið í Dæli. Við sáum ekki svo mik- ið sem hund úti á hlaðinu. Ekkert rauf nætur- kyrðina, nema niðurinn í Víðidalsá. Nú vandaðist máJið. Við vissum ekki, með hvaða móti við ættum að lokka Árna út. Við þorðum ekki að fara inn í bæinn, því að einliver gat verið vakani og séð okkur. Við þorðum ekki að drepa á dyr, því að þó við gætum lokk- að Arna út á þann liátt, mátti húast við að ein- hver heyrði liöggin, og færi svo að spyrja Árna um gestakomuna. Okkur varð nú litið upp á bæinn, og sáum við að hann var allur grasi vaxinn. Við Steini höfðum ráð' undir rifi hverju, enda veitti okk- ur ekki af því. Þarna stukkum viðupp á hæjar- vegginn og skriðum síðan á höndum og hnjám upp haðstofuþekjuna; því næst skiftum við með okkur verkum. Steini legst á bakið, og lemur hælunum af alefli ofan í þekjuna; en eg fór nð rífa og slít'a upp grasið með höndunum. “Sá gætir vel að túninu, hann ætlar að láta skepnurnar mölva niður hæi nn! ” sagði Steini kíminn. Eg ha.fði ekki tíma til að svara, því að út kom ljóshærður drengur, með stóran göngustaf í höndunum, og tvo hunda, sinn við hvona hlið. k^rengur þessi var Arni. Hann sigar báðum hundunum, og er all-vígamannlegur, eins og hann ætti von á mannýgu nauti, enda veitti hon- um ekki af, að vera tilbúinn í alt, því að nú r*ðst Seini á hann og tekur bann glímutökum. ^vni henti frá sér stafnum og tók vasklega á móti. En það er af mér að segja, að eg mátti ekki vera að sinna glímunni, því að hundarnir stóðu báðir geltandi framan í Rauð gamla; en til allrar hamingju var Rauður ekki hjartveikur, og stóð hann því kyr eins og þúfa. Eg fór nú að skamma hundana og rak þá heim á undan mér; en þegar eg kom aftur heim í hlaðvarpann, voru drengimir enn þá með fyrstu glímuna; svo jafnir voru þeir. “ Bræðrahylta! ” sagði eg, þegar þeir kút- veltust báðir niður hlaðvarpann. “Komdu sæll” sagði Steini, þegar þeir stóðu upp aftur. Þeir liöfðu sem sé ekki baft tíma til að heilsast fyr! “Komið þið blessaðir og verið velkomnir!” svaraði Ámi, um leið og hann sneri sér að mér og tók mig glímutökum. Þegar við vorum hún- ir að ólmast góða stund, settum við okkur niður og fórum að tala saman. “Mér varð annars hálf-bilt við áðan,” sagði Arni, “eg hélt að nautið frá Asgeirsá væri að hrölta upp á hæinn; það hefir nefnilega legið úti nokkrar nætur, nú fyrirfarandi. ” “Þú hefðir átt að koma út með fleiri hunda og stærri staf í hendinni! ’ ’ sagði Steini og skellihló. Svona héldum við áfram að rahha tsaman, og leika okkur alla nóttina. Við Steini komum heim að Tungu, rétt fyrir fótaferðartíma. Steini háttaði úti á hlaðinu, Læddist síðan inn göngin, og skreið upp í rúmið sitt. Þóra gamla kom með morgunkaffið til hans, þegar hann var nýsofnaður, en gat ekki vakið hann. Hún setti því höllapörin á kistil við rúmið hans. Sólin var komin hátt.á loft, en Steini svaf. Stúlkurnar liristu Steina og göluðu í evrað á honum, en hann svaf. “Hvernig stendur á því, að strákurinn skuli ekki geta viaknað?” spurðu þær hver aðra, vandræðalegar. Eg var sá eini, .sem hefði get- að svarað spurningunni, en eg þagði. — Eg ætla nú gð biðja þig, góði lesari minn, að láta ekki sögu þessa komast í hámæli, þó að eg segi þér hana svona í trúnaði, því það er ekki gott að vita, nema við Steini fengjum okkar makleg málagjöld, ef alt kæmist uppp! — Bernskan. GALDRAPIPAN. Við Tryggvi sátum báðir á búrkistuimi með sinn askinn hvor á hnjánum og vorum að horða skattinn. “Á eg að segja þér noklcuð?” sagði Tryggvi. Honum var mikið niðri fyrir. “Það er galdr'a- pípa inni í svefnherbergi hjónanna. Hún hef- ir þá náttúru, að ef öðrum endanum er stungið niður í vatn, en hinn dreginn upp, þá fyllist hún af vatni. Og svo þegar ýtt er á endann, þá gusast vatnið fram úr henni.” “Er þetta satt?” Eg skelti aftur askinum mínum og leit spurnar-augum á Tryggva. “Heldurðu að eg sé að skrökva?” sagði Tryggvi. “Komdu þá hara og sjáðu það sjálf- ur. ’ ’ Hann liljóp á undan mér upp á loft og inn í svefn herhergið. Þar stóð þvottaskál á borðinu, vel hálf af hreinu vatni, og einhver undarleg pípa lá þar hjá. Slíka pípu liafði eg aldrei áður séð á æfi minni. Tryggvi þreif pípuna af horðinu og stakk öðrum endanum á henni niður í vatnið, en dró hinn upp. Eg varð orðlaus af undrun, þegar eg sá, hverig vatnið sogaðist upp í hana. Loksins fékk eg málið. “Þetta er vfirnáttúrlegt! Hvar er kraftur- inn, sem togar vatnið upp í pípuna? Geturðu sagt mér það?” “Nei, það get eg ekki, eg veit það ekki sjálfur,” sagði Tryggvi. “En það er ekki alt búið enn. Taktu nú við pípunni og ýttu hérna á endann. Þá skaltu sjá, hvemig vatnið gus- ast fram úr henni. Þú getur meira að segja hæft með henni hvað sem þú vilt, ef þú miðar henni rétt.” Eg tók fegins hendi við pípunni og skimaði í kring um mig. “Æ, hvað á eg nú að hæfa? — Lampann — spegilinn — myndina á þilinu? — Nei, það má eg ekki. ’ ’ I þessum svifum heyrði eg háreysti mikla frammi í baðstofunni. , Eg lauk upp hurðinni í snatri og hljóp fram í baðst.ofuna, með galdrapípuna í hendinni, en Tryggvi kom í hámót á eftir mér. Þá sá eg hvað um var að vera. Þrjár vinnu- konurnar stóðu á miðju gólfinu og voru að ríf- ast um svuntuefni, sem þær þöndu út á milli sín. Guðrún sagði, að víst væri svuntuefnið fallegt; en hinar sögðu, að það væri bara ljótt. Þá varð Guðrún alveg óðamála, svo að hin- ar urðu að þagna. Eg tók mér nú stöðu andspænis Guðrúnu og lagði galdrapípuna upp að vanganum. En það kom hikf á mig, því að eg var svo óvanur að skjóta til marks. Tryggvi sá, hvað eg hafði í liuga. Hann hélt niðri í sér andanum, en ögraði mér með bendingum. Guðrún lét dæluna ganga og átti sér einski.s ills von. Eg miðaði galdrapípunni vandlega á munninn á henni —og skotið reið af. Nú fór að grána A manið Guðrún saup hveijur. Vatnið fossaði út um nefið á lienni og bæði munnvikin. Hinar stúlkumar fengu nú ærið að starfa. Fór önnur þeirra að stumra yfir Guðrúnu og þurka framan úr henni með handklæði; en hin fór að skamma okkur Trjrggva. Alveg sagðist hún vera grallaralaus. Eg ætlaði að forða mér; en þá dró úr mér allan mátt, svo að eg skreið upp í næsta nim og hnepti frá mér vestinu, því að mér fanst eg ætla að springa. Eg hló þangað til mér var orðið ilt, og síðast gat eg ekki varist hljóðum. Tryggvi ætlaði líka að springa af hlátri, en hann var það skárri en eg, að hann gat staðið á gólfinu með því að stvðja sig við rúmstokkinn. Mér fór ekki að verða um sel, þegar Guðx-ún kom með miklu fasi og þreif af mér galdra- pí]iuna. Hún skipaði Tryggva að fvlla hana. “Þú skalt eiga mig á fæti, ef þú gegnir mér ekki,” mælti hún og stapppaði fætinum í gólf- ið, svo að alt lék á reiðiskjálfi. Og Tryggvi, heigullinn sá araa, þorði ekki annað en gegna henni. Hinar stúlkurnar fóru nú að spinna, þvi að þær voru svo húsbóndahollar. Þær tevgðu úr lopanum upp að iþili, og eg lieyrði hláturinn í þeim gegn um rokkhljóðið. Eg ætlaði að bera hönd fyrir höfuð mér, en það var ekki til neins.. “Það er óvandari eftirleikurinn,” sagði Guðrún liróðug. Hún miðaði galdrapípunni á mig og mér fanst eg blátt áfram vera kominn undir bun- una j bæjarlæknum. Eg rak upp skellihlátur, þegar ósköpin voru afstaðin og eg gat lokið upp augunum. En það var ljóta glappaskotið. Nú varð Guðrún miklu æfari en áður. Hún skipaði Tryggva að fvlla galdrapípuna annað sinn. Og Tryggvi, heigullinn sá arna, þorði ekki annað en gegna henni.. “Æ', æ, vægð, vægð!” grenjaði eg. “Eg biðst friðar. Eg skal aldrei gera það aftur, el.sku góða Gunna mín!” “Jú, það væri gustuk að fara að hlífa þér, lirekkja lómurinn þinn,” sagði Guðrún. Hún miðaði galdrapípunni á mig, og það var eins og allur Dettifoss c-æri að steypast yfir höfuðið á mér. — Bernskan. VILTU EKKI VEBMA ÞIG? Norðanvindurinn var svalur, enda var eg króklopinn. Eg var á leiðinni Iieim túnið, þeg- ar mér alt í einu varð litið á blessað sumar- tunglið, sem ljómaði isvo fagurt á himninum. Eg treysti engum til að svara mér vel í það, nema mömmu minni; hljóp eg því inn göngin, og inn í baðstofuna. Þar sat mamma mín á rúminu sínu, og var að prjóna. Eg horfði nú steinþegjandi á hana, og beið eftir því, að hún j segði eitt hvað við mig. Eftir litla stund leit mamma mín blíðlega l til mín og mæJti: ‘Er þér ekki kalt, góði minn? viltu ekki verma þig ” Síðan hnepti hún frá mér treyjunni, og lagði kaldar hendurnar á mér við brjóstið á sér. “Nú ertu búin að svara mér í sumartungl- ið, mamma mín,” sagði eg himinlifandi glaður. Þegar eg síðan hefi átt eitt Tivað bágt, þeg- ar hjarta mitt hefir kólnað, svo það hefir ekki lengur getað- fundið til, ekki elskað neitt, ekki glaðst af neiAu, þegar norðankuldimi hefir al- veg ætlað að gera út af við mig, þá hafa þessi orð mömmu minnar komið óbeðin, eins og góð- ir englar, til að gleðja og verma huga minn: “Er þér ekki kalt, góði minn? Viltu ekki verma þig?” — Bernksan. FYRSTA SLEYGIN. Mikil himnesk blíða var veðrið. Eg 'hljóp út á tún og var nærri því búinn að stíga ofan á fyrstu sóleygina. Þarna breiddi hún ljósgul blöðin sín móti liimninum bláum og blikandi, og vorsólin vermdi hana. Mér vöknaði um augu af gleði. Eg fór að hugsa um Guð á liimnum, hvað hann væri góð- ur, að láta svona falleg blóm spretta upp úr jörðinni. Nú. mintist eg þess, að eg átti að lesa morg- unbænina mína. Lengi liorfði eg liugfanginn á þetta indæla blóm, er lrafði vakið hjá mér góðar hugsanir og laðað morgunbæn fram af vöra mmínum. Fyrstu sólevgina vildi eg fyrir hvern mun þekkja aftur. En svo var eg ekki blómglögg- ur, að eg treysti mér til að þekkja hana frá öll- um hinum sóleygjunum, er eg bjóst við að munu spretta upp alt í kring um hana. Þess vegna sleit eg hana upp og festi hana í efsta hnappagatið á vestinu mínu. Ekki man eg, hvað lengi eg bar liana í barm- inum; en víst er um það, að mér sárnaði, þegar eg varð þess var, að liún var fölnuð. Það hlaut að vera ljóta óæðið, að slíta upp fyrstu sól- eygina; svo leit eg á að minsta kosti. — Mörg ár eru síðan liðin, en stundum ber það við, að eg brosi raunalega og stari út í bláinn, einkum á sumrin, þegar eg sé hveraig sóleyg- irnar falla unnvöram fyrir ljánum. Eg er þá að liugsa um fyrstu' sóleygina, sem eg isleit upp. Það var mér að kenna, að hún fékk svo skamma stund að njóta vorsælunn- ar. — En ef eg hefði ekki slitið liana upp, hver S?o<=yo <=> Proíessional Cards 0 DO<—7QO<----->OC1_'^OCÍ/, DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tfmar: 2—3 HelmiU 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. DR O. B.TORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tímar: 2—3 Heimlll: 764 Victor St.. Phone: 27 686 Winnipeg, Manitoba. H. A. BERGMAN ísl. lögffræSingvr. Skxlfstofa: Room <11 Buildln*, Portase Ato. P.O. Box 1(6« Phonea: 26 S49 og 26 <40 DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office Hours: 3—5 HeimiU: 921 Sherburn St. Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldgr. Cor. Graham ofe Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: 42 691 LINDAL, BUHR &STEFÁNSSON íslenzkir lögfræöingar. <66 Miaia St. Tala.: 24 9« pelr hafa etnnlg akrlfaCofur aB LíUndar, Riverton, Olaiil og Ptnejf og eru þar aö hltta & aftirfylgj- andi tlmusn: Lundar: Fyrsta miövikudag, Riverbon: Fyrata fimtudag, Glmlt: Fyrata mtövikudag, Piney: priOJa föstudag 1 hverjum ménuOl J. Rsgnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) Islenzkur löjfmaður. Rosevear, Rutherford, Mcln- tosh & Johnson. 910-911 Electric Railw. Cmbrs. Winnipeg, Canada Sími: 23 062 Heima: 71 753 Cable Address: Roscum JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræöingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Mining Exchange Bldg. DR. A. BLONDAL Medlcal Art» Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdðma. Er aö hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—6 e. h. Office Phone: 22 296 Heimlli: 806 Victor St. Slmi: 28 180 Phone: 22 768 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur Skrfstofa: 702 Confederation Life Building Main St. gegnt City Hall , Phone: 24 587 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. A. C. JOHNSON 907 Ooofederatiou Uf« BMs WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tek- ur að sér aö ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgö og bifreiöa ábyrgö- lr. Skriflegum fyrirspurnum svaraö eamstundis. Skrifstofuslmi: 24 263 Helmasími: 33 328 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 Paris Bldg. Winnipeg Fasteignasalar. Leigja hús. Útvega peningalán og elds- ábyrgð af öllu tagi. Phone 26 349 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke 8u Selur likkistur og annaet um flt- tzLrir. Allur útbúnaöur sá baðtt. Ennfrsmur selur hann allnhopnr minnisvarda o* l*g»t«ina- Skrifstofu tals. 86 607 Hebnills Tals.: 88*0* Reeidence Office Phone 24 206 Phone 24 963 E. G. BALDWINSON, LL.B. íslenzkur lögfræðingur 708 Mining Exchange 356 Main St. Winnipeg ALLAR TEGUNDIR FLUTN- INGA. Nú er veturinn genginn í garð, og ættuð þér því að leita til mín, þegar þér þurfið á kolum og við að halda. JAKOB F. BJARNASON 668 Alverstone. Sími 71 896 : DR. S. J. JÓHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frá 6—8 að kveldinu. Sherburn St. 532 Sfml 30 877 Dr. C. H. VR0MAN Tannlæknlr 501 Boyd Bulldlng Phono 14 1T1 WINNIPBG. G. Yf. MAGNUSSON Nuddlæknlr. 609 Maryland Street GÞriBja hús norðan vlð Barg.) PHONE: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—5 d. h. ÞJ0ÐLEGASTA Kaffi- og Mat-*ölnhú<ið sem þewl borg heflr nokkum úhm haft véband* slnna. Fyrirtaka mAlCtBir, ekyr, pAnnu- kökur, rullttpyileft og þjöörætenl*- kftffL — Utanbæjarmenn fA ávftli fyrst hresslngu 1 ivmvmi. CAFK, •»* S«rgeot Avft Stml: B-8197. Rooney Stevens. elgandri. DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg S1MPS0N TRANSFER Versla. meö egg-á-dsg hænsnaíöBur. Annast einnlg um ailar tegundlr flutnlngft. 681 Arlington St., Winnipeg Sendið korn yðar tii UMITED GRAINGROWERSt? Bank of Hamilton Chambers WINNIPEG Lougheed Building CALGARY Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er. hofðu örlög heirnar þá orðið? Hún liefði fallið fvrir ljánum, eins og allar systur hennar, og enginn hefði syrgt liana. — Var henni þá ekki eins gott að fölna við lijarta, sem unni henni, og gepnir minningu hennar meðan það slær? — Bernskan.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.