Lögberg - 12.09.1929, Blaðsíða 4

Lögberg - 12.09.1929, Blaðsíða 4
Bls. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. SEPTEM'BER 1929. 30C^, o Höðtjerg Gefið út hvem fimtudag af The Col- umbia- Press, Ltd., Cor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 527 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The “Lögbergr” ls printed and publlshed by LThe Columbia Press, Limited, in the Columbia o Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. H --->o<——>or— >r>< wx snr'J Oldungis óverjandi Hinn 15. marz síðastliðinn, var því skotið undir úrskurð gjaldenda í Winnipegborg, hvort veitt skyldi $850,000 lánsheimild, í þeim til- gangi, að koma á fót öflugri iðnsýningu og afla henni nauðsynlegra bygginga. Var gjaldend- um enn fremur falið að skera úr því, hvort tekin skyldi á leigu til afnota fyrir sýninguna, fandspilda í West Kildonan, er fyrir flestra hluta sakir, þótti einn allra hentugasti staður- inn af þeim, er úr var að velja: Við atkvæða- greiðsluna fóru leikar þannig, að lánsheimildin var samþykt, sem og staður sá, er sýningin ekyldi haldin á, með stórkostlegu afli atkvæða. Eftir að málinu var nú þannig skipað, munu víst flestir hafa litið svo á, að með því væri sýn- ingunni að fullu borgið, að verk yrði hafið á bvggingunum í sumar, og að hvergi yrði á slak- að, fvr en vfir lvki. Mun fáum hafa til hugar komið þá, að til slíkra firna myndi koma, að skýlauis réttindi kjósenda, yrðu skömmu síðar svo herfilega undir fótum troðin, sem nú er orðin raun á. Það lætur dálítið undarlega í eyra, að sömu mennirnir, er hæzt hafa galað um athafnafrelsi, hugsanafrelsi, og lýðfrelsi yfirleitt, skyldu verða fyrstir til að gefa slíkum hugsjónum svona átakanlegt glóðarauga. Til hvers í dauð- anum er það, að skjóta máli undir úrskurð kjósenda, ef skýlaus vilji þeirra er svo tafar- laust að vettugi virtur? Hvað sýningunni við- víkur, hefir slíkt verið ómótmælanlega gert, og það með slíkum hætti, að óverjandi er með öllu. Það eru einkum og sérílagi fulltrúar hins svonefnda, óháða verkamannaflokks í borgar- stjórninni, er ábyrgð bera á því, að sýningar- málið er nú komið í strand, þótt tvo aðra bæjar- fulltrúa henti það slys líka, að fylgja þeim að málum. Það eru þessir menn, er ábyrgðina bera á þ\n, að sjálf höfuðborg Yesturlandsins, Winnipegborg, verður að minsta kosti fyrst um sinn, aumkvunarlegur eftirbátur langtum minni og óverulegri borga, er starfrækt hafa samt sem áður árlegar iðnsýningar, við hinn bezta orðstír. Hefir heilbrigðum metnaði Win- nipegborgar svo verið átakanlega misboðið, með þessu tiltæki meiri hluta bæjarstjórnarinn- ar, að við slíkt er með öllu óviðunandi. Er þess að vænta, að kjósendur kveði upp réttlátan refsidóm yfir þannig löguðu athæfi, þegar til kosninga kemur. Hm mál þetta farast blaðinu Manitoba Free Press, þannig orð, þann 5. yfirstandandi mán- aðar: “Meiri hluta borgarstjórnarinnar hepnað- ist á þriðjudagskvöldið, að koma ’sýningarmál- inu fyrir kattarnef, með því að synja um leigu á landspildu þeirri í West Kildonan, er valin hafði verið að sýningarstað. Yerða það aðal- lega fulltrúar hins óháða verkamannaflokks í bæjarstjórninni, er heiðurinn fellur í skaut af athæfi þessu, vilji þeir á annað borg skoða það sem heiður. Á hlið þeirra greiddu atkvæði þeir hœjarfulltrúarnir Boyd og Palmer, ásamt Koli- snyk, er tjáði sig gersamlega mótfallinn sýn- ingu yfirelitt. Meiri hluti borgarstjórnarinnar, sá er nú hefir nefndur verið, virti öldungis að vettugi skýlausan vilja gjaldenda, er í síðast- liðnum marzmánuði, samþyktu $850,000 láns- heimild til nauðsynlegra bvgginga fyrir sýn- ingu, ásamt því, að sýningarstaðurinn skvldi vera í West Kildonan. Þessir menn virtu einnig að vettu.gi ítrekaðar áskoranir frá hin- um og þessum félögum í borginni, þar á meðal frá iðnaðar og verkamannaráðinu, Trades and Labor Council, er fylgdu því fast fram, að hin umrædda landspilda í West Kildonan, skvldi valin verða að sýningarstað. Fnlltrúar hins óháða ver'kamannafloklcs, reyndu sýknt og lieilagt að stífla allar fram kr\’æmdir í málinu fram til hins síðasta, og létu þess jafnframt getið, að þeir vildu frempr ■sjá sýningarmálið fara forgörðum, en að til sýningar yrði stofnað á þeim stað, er gjaldend- ur sjálfir höfðu valið fyrir sex mánuðum. Um það atriði var að minsta kosti bæjarfulltrúi Blumberg, engan veginn sérlega fáorður. Það væri ef til vill ekki úr vegi, að rifja ögn upp fyrir sér gang þessa sýningarmáls. Arið 1913 samþyktu gjaldendur, að kaupa fyrir sýn- ingu spildu þá í West Kildonan, sem gerð hefir verið hér að umtalsefni. Svo skall stríðið á, og samkvæmt afleiðingum þeim, er því fylgdu, varð ekki af frekari framkvæmdum. Var skemtigarðsnefnd borgarinnar, (Parks Board; heimilað, að spildan skyldi notuð um hríð, sem “golf ”-leikvöllur. Árið 1923 samþyktu gjaldend- ur Winnipegborgar, við atkvæðagreiðslu, að stofnað skyldi til sýningar, en hölluðust þá að því, að River Park yrði notaður að sýningar- stað. Arið eftir voru aukalög um $750,000 láns- heimild til sýningar í River Park, borin undir atkvæði gjaldenda, en feld. Var jiað atkvæða- magnið í norðurhluta bæjarins, er niðurlögum réði. Er til þess kom árið sem leið, að vekja sýningarmálið af dvala, var þarafleiðandi ekki nema um tvo staði að ræða, það er að segja, gafnla sýningarstaðinn, eða Kildonan- spilduna. Þann 15. marz síðastliðinn, af- greiddu gjaldendur $850,000 lánsheimildina og féllust jafnframt á það, aðl sýningarstaðurinn skyldi vera í West Kildonan. Sumir af fulltrúum hins óháða verkamanna- flokks í bæjarstjóminni, höfðu látið það í ljós, að þeir hölluðust frekar að gamla sýningar- staðnum við Selkirk Avenue. En umburðar- lyndi þeirra náði ekki lengra en það, að þeir í skjótri svipan þvemeituðu að beygja sig undir skýlausan vilja gjaldenda borgarinnar. Báru þeir því við, að atkvæðagreiðslan hefði ekki verið sanngjarnlega undirbúin. Allir meðlim- ir flokksins sameinuðu sig um mótspyrnu gegn Kildonan-spildunni. Ekki leið á löngu, þar til ósamræmi þeirra í sambandi við lýðatkvæði (referendum), og viðurkendar lýðræðisreglur, var dregið fram í dagsljósið, og síðan hafa þeir átt fult í fangi með að reyna að verja afstöðu s'ína. Töluverðan myndugleika sýndu þeir í vörn sinni, en þrátt fyrir að, hefir þeim undir engum kringumstæðum lánast, að réttlæta það gerræði, að neita að beygja sig fyrir yfirlýst- um vilja gjaldenda í síðastliðnum marzmán- uði. Við umræður þær, er fram fóra um mál þetta á þriðjudagskveldið, héldu fulltrúar verka mannaflokksins því fram, að rétt væri að nota Kildonan-spilduna framvegis fyrir “golf”-leik- völl, með því að hún væri óhæf sem sýningar- staður, auk þess sem sýnt væri, að sýning myndi hvergi nærri bera sig fjárhagslega. Ef um einhvern hagnað yrði að ræða, mvndi hann aðeins renna í vasa fésýslumanna eða kaup- manna. Allar þessar hliðar málsins, höfðu gjaldendur vandlega íhugað, áður en til at- kvæðagreiðslunnar kom, og jiarafleiðandi höfðu fulltrúar hins óháða verkamannaflokks ekki nokkurn minsta rétt til, að fleyga málið á ný, og hefta þar með framgang þess. Ýmsir af fulltrúum hins óháða verkamanna- flokks í bæjarráðinu, hafa reynt að verja mál- stað sinn með því, að fullrar sanngimi hefði eigi verið gætt við atkvæðagreiðsluna. um mál- ið. Meðal annars hélt einn bæjarfulltrúinn, Mr. Farmer jjví fram, að vingjarnlegt samkomulag beggja flokkanna í bæjarstjóminni, hefði náðst um það, að engar opinberar ræður skyldu haldnar um málið, heldur skyldu gjaldendur látnir einir og afskiftalausir um ákvörðun sína í j)ví sambandi. Kvað hann slíkan samn- ing hafa verið rofinn, með því að talsmenn Kil- donan-spildunnar hefðu rétt á undan atkvæða- greiðslunni, tekið að sér að auglýsa hana með öllum hugsanlegum ráðum. Með þessu hafa verkamanna fulltrúamir í bæjarráðinu, reynt að réttlæta afstöðu sína s,ðastliðna mánuði. En hvar er svo sannleikann að finna í máli þessu ? Af opinberum gögnum, sem við hendina eru, verður það ljóst, að einn fulltrúinn, Blumberg, í ræðu, sem hann flutti í Gyro félaginu þann 7. marz á Royal Alexandra hótelinu, hélt mjög fram gamla sýningarsvæðinu, en fann Kildon- an-spildunni flest til foráttu. Hélt liann því meðal annars fram, að gamla svæðinu væri bet- ur í sveit komið, þangað lægju góðar brautir frá öllum pörtum borgarinnar, ásamt því, að land- rými væri að minsta kosti nægilega mikið, til þess að fullnægja sýningarkröfum borgarbúa í næstkomandi tuttugu ár. Öðra máli væri að gegna með Kildonan spilduna, hún væri út úr vegi, og samgöngutækin þangað, alt annað en ákjósanleg. Með þessum hætti var þá það, að fulltrúar hins óháða verkamannaflokks, reyndu að halda “gentlemen’s agreement” sitt, ef um nokkuð slíkt var að ræða. Verandi sér þess1 fyllilega meðvitandi, að samkomulagið milli beggja aðilja, ef um nokk- uð slíkt var að ræða, var með þessu rofið og í myrkustu óvissu um það, hvað talsmenn gamla sýningarsvæðisins myndu næst taka til bragðs, tók sýningarnefndin það ráð, að mæla opinberlega með Kildonan-spildunni, og að aug- lýsa í blöðunum vali hennar viðvíkjandi. Meðlrmir hins óháða verkamannaflokks, hafa yfir engu að kvarta, hvað. atkvæðagreiðsl- unni viðkom, og nú hafa þeir tapað haldi á síð- asta hálmstráinu, er þeir revndu að réttlæta með gerðir sínar í málinu. Bendir framkoma þeirra blátt áfram í þá átt, að þeir hafi haft löngun til að beita valdi sínu þannig, að þeir fengju komið fyrir kattamef máli, er til veru- legra hagsbóta horfði fvrir borgina, sökum þess að framkvæði að því hefðu átt menn, eða félög, eí þeir báru engan sérlegan blýliug til. Urslit málsins gagnvart velferð borgarinnar, virðist eigi hafa valdið jæim neinnar sérstakrar á- byggju, eða legið þeim þungt á hjarta. Mótbárur verkamahnafulltrúanna, margar hverjar, bára á sér hinn ákveðnasta flokksblæ. A það var meðal annars minst í málgagni hins óháða verkamannaflokks, Weekly News, að það, að ætla sér að tryggja borgarbúum annan “golf”-leikvöll, í staðinn fyrir þann í West Kildonan, væri blátt áfram ekkert annað en hégómi og fyrirsláttur. Nú liggur það í augum uppi, að það gat undir engum kringumstæð- um skoðast óviðráðanlegt vandamál, að útvega nýjan leikvöll fyrir “golf”, jafnvel leikvöll, sem engu síður myndi bera sig. Enda myndi slíkt vafalaust hafa orðið gert. Að það liafi verið meginliugsjónin, er til grundvallar lá fyr- ir sýningunni, að afla annars leikvallar fyrir “golf”, nær ekki nokkurri átt. En samt sem áður er það gott sýnishorn af meðölum þeim, er andstæðingar sýningarsvæðisins. í West Kildonan, beittu. IJm gildi fullkominnar og vel útbúinnar sýnT ingar í Winnipegborg, verður ekki deilt. Nú hefir borginni, að minsta kosti um hríð, verið vamað þess, að koma á fót hjá sér sýningu, sökum }>eirrar gerræðisstefnu, er ofan á varð í bæjarstjórninni. Hví ekki að láta þessa háttvirtu bæjarfull- trúa, er flestir neituðu þvá, að þeir væra and- vígir sýningu, útvega sýningarsvæði, er þeir fvrst og fremst yrðu sammála um sjálfir, og svaraði til tilgangsins? Hví ekki að láta þá hafa fyrir því, að vera sér úti um sýningarstað, er að engu leyti standi að baki spildunni í Kildon- an, og benda jafnframt á, með hverjum hætti, að slíkur staður verði bezt trygður? Þangað til að því hefir hrandið verið í framkvæmd, er þess tæpast að vænta, að forgöngunefnd sýn- íngarinnar, finni sig knúða til frekari athafna í málinu.” Stjórnarskiftin í Sakatchewan Fylkisþingið í Saskatchewan, kom saman eins og til stóð, þann 4. yfirstandandi mánað- ar. Kom það brátt í ljós, að dagar Gardiner- stjómarinnar vora taldir, því er til þingforseta- kosningar kom, reyndist henni ókleift, að fá hann kosinn úr sínum flokki. Náði forsetaefni bræðingsflokks þess, er Dr. Anderson veitir forystu, kosnirig, með 34 atkvaiðum gegn 27. Daginn eftir bar Dr. Anderson fram breyting- artillögu við hásætisræðuna, er í sér fól van- traustsyfirlýsingu til stjórnarinnar, og var hún samþykt. Beiddist Mr. Gardiner þá samstund- is lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, og kvaddi fylkisstjóri Dr. Anderson til myndunar nýs ráðunevti. 'Síðastliðinn mánudag tók hið nýja ráðuneyti við völdum, og er það skipað, sem hér segir: Forsætis- og mentamálaráðgjafi — Dr. J. T. M. Anderson, Saskatoon. Dómsmálaráðgjafi — H. A. McPherson, Regina. Landbúnaðarráðgjafi—W. íC. iBuckle, Tis- dale. Fylkisféhirðir — og héraðsmálaráðgjafi — Howard McConnell, Saskatoon. Ráðgjafi opinberra verka — James F. Bry- ant, Lumsden. Heilbrigðismálaráðgjafi — Dr. Munro, Moo- somin. Héraðsvegaráðgjafi — A. C. Stewart, York- ton. Jámbrauta og verkamálaráðgjafi — J. A. Merkley, Moose Jow. Gegnir hann einnig fylk- i es ii t a ra embætti. Ráðgjafar án sérstaks embættis — Dr. R. Stipe frá Hanley, og W. W. Smith, þingmaður fyrir Swift Current. Ekki er það á voru valdi, að spá nokkra um það, hvemig þetta nýja ráðuneyti muni reyn- ast. Menn þeir, er það skipa, eru oss allir ó- kunnir, undantekningarlaust. En vonandi er, að þeir reynist stöðu sinni vaxnir, þannig að til góðra nota megi reynast fylkinu. Að hin fráfarandi stjórn hafi reynst Sas- katchewanfylki vel, og unnið að hag fylkisbúa eftir fremsta megni, verður eigi í móti mælt, og er það engan veginn óhugsandi, að þess verði eign langt að bíða, unz frjálslynd stjórn tekur þar við völdum á ný, því frjálslvndi flokkurinn í fylkinu, er enn með fullu f jöri. Fylkiskosningar í Ontario Eftir því, sem blaðinu Toronto Globe segist frá, munu almennar kosningar til fylkisþings- í Ontario, fara fram síðast í næstkomandi mán- uði, eða þá fyrst í Nóvember. Eru meginflokk- arnir báðir í óða önn að hervæðast, og virðist vera kominn á þá báða allmikill vígaskjálfti. thaldsstjóm sú, er að völdum situr í fylk- inu, undir forystu Hon. Iloward Ferguson’s, hefir að flestra dómi reynst sæmilega vel. Hefir hún verið ráðdeildarsöm, að jiví er austanblöð- um segist frá, þótt ýmsir saki hana uip fram- taksleysi. En svo verður heldur stórvirkjum um aldrei í framkvæmd hrandið, án þess að tii þeirra sé varið miklu fé. Báðir eru flokkarnir vongóðir um úrslit kosninganna og telja sér sigur vísan. Leiðtogi frjálslynda flokksins í Ontario, Mr. Sinclair, sem er stór-mikilhæfur maður, og mælskur vel, flutti fyrir skömmu ræðu í Tor- onto, sem er eitt hið ramgerðasta vígi íhalds- ins, þar sem hann fullvissaði tilheyrendur sína um jiað, að frjálslyndi flokkurinn myndi hafa frambjóðanda í hverju einasta kjördæmi. Var þessari yfirlýsingu foringjans tekið með hinum mesta fögnuði. Mr. Sinclair kvað frjálslynda flokkinn í fylkinu aldrei verið hafa betur vakandi, en ein- mitt nú, og þess vegna mætti }>ess öragglega vona, að han>, að afloknum kosningum, stæði með sigurpálma í höndum. Fólkið vildi stjórn- arskifti, og það skyldi líka fá þau. Canada framtíðarlandið Peace River héraðið hefir á- valt verið skoðað sem éinskonar æfintýraland. Útsýni er þar bæði margbreytt og tilkomumikið og veðráttufar hið ákjósanlegasta og bezta. Svæði þetta liggur í norðurhlut- anum af Alberafylki og nokkur hluti þess í British Columbia- fylki. Það nær frá 54. breiddar- stigi til þess 59. norður á bóginn, en frá 112. lengdarstígi til 125. í vestur. Bezti partur spildu þessarar liggur innan vébanda Alberta- fylkis. Er jarðvegur þar einkar frjósamur og vel fallinn til ak- uryrkju, jafnt sem búpenings- ræktar. British Columbia megin liggur spilda af þessu Peace River hér- aði, um hálfa fjórðu miljón ekra að stærð. Eru þar allgóð tæki- færi til jarðyrkju, en yfirleitt er þó landið fjöllótt. Timburtekja er þar allgóð og mikið af námum víðsvegar. Veðráttufar í Peace River hér- aðinu, er ótrúlega milt, þegar tek- ið er tillit til þess, hve norðar- lega það liggur. Sumurin eru heit og sólbjört, en á vetrum hressandi svalt. All-kalt getur stundum orðið að vetrinum til, en þá fylgir oftast nær dúnalogn. Hinir miklu Chinook vindar eiga mikinn þátt í því, hve veðráttu- farið er gott. Snemma vorar í Peace River héraðinu, og snjór hverfur þar á fáum dögum. Sáning hefst venjulegast fyrri hluta apríl mánaðar, og stundum jafnvel í marz. í kringum Fort Vermillion byrjar sáning að jafn- aði fyrstu dagana í maí. Rign- ingakaflinn er mestur í júní og júlí. Meðal regnfall á ári, nemur frá tólf til þrettán þumlungum. Að sumrinu til eru langir dag- ar, en skammar nætur. Þrjá mán- uði af árinu má helzt svo að orði kveða, að ljóst sé allan sólar- hringinn á enda. Næturnar eru því nær undantekningarlaust svalar og hressandi. Sumar- frost og hagl gerir sjaldan vart við sig á stöðvum þessum. Hin svölu kvöld eru dýrmæt, eftir sólheitan sumardag, Kornsláttur hefst alla jafna um miðjan ágústmánuð. Septem- ber eT að ýmsu leyti allra skemti- legasti mánuður ársins. Veður er þá hæfilega hlýtt, en næturnar gerast svalar og reka á flótta flugur og annan ófögnuð, er fylgir hitatímabilinu. Oftast má gera sér von vetrar fyrri partinn í nóvember, þótt iðu- Iega haldist tiltölulega milt fram undir jól. Engum þarf að standa stuggur vetrarkuldanum. Hann herðir fólkið og veitir því meiri lífs- þrótt. Sæmilega skjólbúið fólk finnur ekki mikið til kuldans, og víðast eru húsakynni það góð, að guldinn kemst ekki inn fyrir þröskuldinn. Jarðveguirnn á svæðum þess- um, er einkar vel fallinn til á- vaxta- og heyræktar, enda er þar mikið af hvorutveggja. í dölum eða dalverpum, er mikið nú orðið um hveitirækt. Svo má að orði kveða, að yfirleitt sé 1 andið frjósamt. Nóg er þar um fljót og ár, er veita jarðveginum raka. fyrri parinn í nóvember, þótt iðu- mikið til kuldans, og víðast eru Blómgróður er mikill í Peace River héraðinu. Enda má svo að orði kveða, að í hvaða helzt átt sem litið ‘er þar um slóðir, sjáist spildur stórar og smáar, þrungn- ar alls konar skrautgróðri. Margt hefir þegar verið sagt og skrifað um kosti Peace River héraðsins, þótt enn hafi því eng- an veginn verið lýst sem vera skyldi. Timburtekja héraðins má teljast því nær ótæmandi. Við Wapiti eru stórir timburflákar, sem engin mannshönd hefir enn snert. Með fram North og South Pine ánum, Smoky, Whitemud og Notiklivini (Bathle) ánum, liggja hinar auðugustu skóglendur. — Við Fort Vermillion eru þrjár sögunarmylnur og mikið flutt þaðan af timbri. Sauðnaut Einn hinn merkilegasti viðburð- ur, sem gerst hafir á landi voru (sérstaklega af því hann hefir enn ekki gerst og sízt á landi voru), er Grænlandsförin, sem hafin er til þess að bjarga þeim sorglegu leifum, sem enn kunna eftir að vera af íslenzku þjóðerni vestanhafs. Þetta vestanhafs mega menn þó ekki skilja svo, að það sé í Canada, þar sem Bíldfell býr, sá, sem kendur er við 1000 dollara landráðin, öðru nafni auglýsing- arnar fyrir Manitoba 1930, og spítalarúmin 400. Hér er, sem sé um að ræða Grænland, þangað, sem Eiríkur rauði fór forðum, faðir Leifs hins norska og hepna,. sem Bandaríkjamenn ætla nú að skila okkur aftur næsta ár, eftir meir en 1000 ára brúkun, með þakklæti fyrir lánið. Ársæll heitir maður, Árnason. Hann er þjóðrækinn svo með af- brigðum má telja og ritfær í betra lagi. Þessir tveir kostir manns- ins hafa runnið saman í blaða- greinar eigi all-fáar, um skepnur, er sauðnaut nefnast og ekki finn- ast lengur á Islandi. Eins og nafnið bendir á, eru skepnur þessar afkomendur sauðs og nauts (er það nú siðferði! )i> og til þess að gera ófróðum þetta litt eitt skiljanlegra, má benda á hliðstætt fyrirbrigði, er vér höfum enn hér á landi, sem sé ráðanaut, sem eru afkomendur ráða (þ. e. hafurs) og nauts, og eins og sjá má ennfrem- ur af nafninu, eru þetta naut, sem ráða öllu hér á landi, og gætu því alt eins vel heitið landráðanaut. En áfram með hin nautin. Skepn- ur þessar yrðu ekki þungar á fóðr- um hér á landi, þar sem þær nær- ast á engu nema ís, og hafa fund- ið það át upp löngu áður en ís varð móðins sem eftirmatur í betri veizlum. Er því tilætlunin, er hingað kemur, að beita þeim á Vatnajökul, því ekki er að púkka upp á annan ís, ef veðráttan held- ur áfram að vera eins og hún var hér síðastliðinn vetur. Það skyldi þó kannske vera í sænska frysti- húsinu, sem hætta er á að það taki lífið með álíka ró og sænskir flugmenn eru þektir að gera. Til sauðnautaleiðangursins hef- ir verið leigður dreki mikill, er áður hét “Sigurður Fyrsti”, en var seinna, af góðum ástæðum skírður upp og hlaut nafnið “Sig- urður Síðasti og Versti”. Er tal- ið, að þar sé rúm fyrir 12 sauð- naut fyrir utan mannslcapinn þ. e. a. s. ef þeim kemur sæmilega sam- an. Meðal skipsmanna er áður- nefndur Ársæll, vopnaður með skammbyssu og dýrafræði Bjarna Sæmundssonar, og á hann að hæna nautin að, en skjóta þau niður í hakkabuff, ef þau vilja ekki láta segjast. Auk þess er í ferðinni Vigfús Sigurðsson, sem kallar sig Græn- landsfara, en mun ætla að kalla sig Grænlandstvífara, er hann kemur aftur. Að öðru leyti er valinn maður í hverju rúmi. Vér náum tali af Ársæli, þar sem hann er að týgja sig. — Er það satt, að þér séuð að léggja af stað í sauð^pautaleit, spyrjum vér. — Mörgu hafið þið meir logið í blaðsnepli yðar, svaraði hann. — Æ, blessaður talið þér nú ekki eins og þér séuð að semja bókaaug- lýsingu, segjum vér, — því ef þér gerið oss vondan, verður andskot- ann ekkert almennilegt intervjú úr því. Hvaða akkur er oss í því að fá þessar skepnur inn í lándið? Oss finst það væri fjandans nær, að fá einhverjar gálaðri skepnur, sem gætu aukið mannvit og bóka- markað í landi voru. — Ja, það stendur nú svoleiðis á því, að hann Þorsteinn, þér vitið, frá Seyðisfirði, smakkaði hérna uffl árið ket af þessum skepnum, og þótti það svo gott, að síðan hefir hann ekki verið í rónni, fyr en hann gæti heilsað persónulega upp á skepnuna, sem ketið var af, eða að minsta kosti einhverja af ætt- inni. Og svo fékk hann mig til að skrifa — því sjálfur gerir hann hlutina en skrifar þá ekki. Og auðvitað brást eg vel við og skrif- aði þangað til að þingið veitti 20 þúsund kall til nautana, en þá var eg búinn að eyða átta þúsundun* í blek, svo styrkurinn mátti ekki seinna koma. — En fáið þið þá styrkinn? spyrjum vér. — Ja, það veit eg ekki, segir Ársæll, en þó bygg eg, að þegar við komum aft- ur og stillum upp í stjórnarráð með með dúsín af spellfjöruguin sauðnautum, þá muni Tryggva renna blóðið til skyldunnar, hvort sem hann les nafn sk'epnunnar aftur á bak eða áfram. — En er þetta ekki ansvíti hættulegt? spyrjum vér og fer um oss kulda- hrollur. — O, ekki andskoti, svar- ar Ársæll, maður getur náttúrlega sagt að “eg geng í hættu hvar eg fer” ekki siður en á götunum 1 Reykjavík, þar sem vagnarnit ganga aðallega á gangstéttununh en fótgangandi fólk á miðri £°t-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.