Lögberg - 12.09.1929, Blaðsíða 1

Lögberg - 12.09.1929, Blaðsíða 1
PHONE: 86 311 Seven Lines tori X uw2e' a i>«T no c°r* * For Service and Satisfaction lil 42 ARGANGUR I WINMIPEG, MAN.t FIMTUDAGINN 12. SEPTEMBER 1929 NÚMER 37 /poc u o (3 Helztu heims-fréttir o<=i) Canada Þrátt fyrir það, þó uppskera verði vafalaust heldur lítil í þetta sinn í Manitoba og hinum Sléttu- fylkjunum, þá er ekki um neinn verulegan uppskerubrest að ræða, og hún reynist viða meiri og betri heldur en líkindi eru til eftir alla þá þurkatíð, sem gengið hefir svo að segja í alt sumar. Hveiti, sem búið er að þreskja, og þresking er langt komin í Manitoba, hefir reynst vel og kostnaður við upp- skeruna er lítill, því stráið er lít- ið og verðið er hátt, og eru því líkur til, að þetta verði sæmilega arðsamt ár fyrir bændurna. * * * í mörg undanfarin ár hefir blaðið "Manitoba Free Press”, um þetta leyti árs, gefið út áætlun um það, hve uppskeran mundi verða mikil í Sléttufylkjunum þremur, og hefir sú áætlun venju- lega farið nærri lagi. Er nú þessi áætlun nýkomin út og eftir henni að dæma, verður hveitiuppskeran nálega helmingi minni heldur en í fyrra, en þess er að geta, að þá var hún miklu meiri en í meðal- lagi. 'Sé þar á móti tekið meðal- tal af uppskerunni sex síðustu ár- in, kemur í ljós, að í þetta sinn verður hveitiuppskeran í Manito- ba 2.3 mælum minni, í Saskatche- wan 6.1 og í Alberta 9.2 mælum minni en meðal uppskera síðast- liðin sex árin. Áætlun þessi ger- ir ráð fyrir, að í Manitoba verði hveitiuppskeran að jafnaði 14 mælar af ekru, Saskatchewan 11 og Alberta 11% í fljótu bragði sýnist þetta ekki nærri álitlegt, en þó mun svo reynast, að bændurnir hafi sæmi- lega góðan arð af uppskeru sinni á þessu ári, yfirleitt, og kannske eins mikinn eins og í fyrra, þegar uppskeran var óvanalega mikil. Kemur þetta til af því, að hveitið er að miklu leyti óskemt í þetta sinn og reynist ágætlega, verðið er hátt og kostnaður inn við upp- skeruna miklu minni en vanalega vegna þess hve stráið er lítið. Tíð- in hefir líka alt til þessa verið hentug. Hafra uppskera verður óvana- lega lítil, væntanlega ekki nema 15—20 mælar af ekru, og einnig heldur lítil uppskera af byggi, rúg og f lax. Hveitisamlagið hefir líka gefið út áætlun um uppskeruna, og er þar gert ráð fyrir, að hveitiupp- skeran verði nokkru meiri heldur en Free Press áælar, en önnur uppskera heldur minni. En mun- urinn er ekki mjög miklll. * * * Það er haft eftir forsætisráð herra Ontario-fylkis, Mr. Fergu- son, að kol séu fyrir skömmu fund- in í norðanverðu fylkinu, einar 90 mílur norðan við Cochrane, ekki all-langt frá James Bay. Er álit- ið, að þarna sé mikið af sæmilega góðum kolum, og kemur það sér Vel fyrir Ontario-fylki, sem alt til þessa hefir verið kolalaust, eins og Manitoba er enn, en vel getur verið, að þau finnist líka hér norður í fylkinu, og er það talið «kki ólífdeg. * * * Á keyrsluvegum í Manitoba, ut- an Winnipeg borgar, hafa 27 manneskjur mist lífið af bílslys- um á þeim átta mánuðum, sem liðnir eru af árinu 1929. Mikið kefir þó verið unnið að því að k>æta vegina og gera þá hættu- minni, meðal annars með því að taka af þeim skarpar bugður og Fera þá breiðari. Nákvæmar akýrslur hefir lögreglan yfir öll Þessi slys og sýna þær, að þau eru ávalt keyrurunum að kenna. Er ■°rsökin lang-oftast sú, að of hart er keyrt. Hefir nú stjórnin haf- lst handa að kenna fólki fyrst og fremst að þekkja keyrslulögin og koma því í skilning um, að það yerði að fylgja þeim. 'Og verður ^ér eftir stranglega gengið eftir Því, að keyrslulögunum sé fylgt. En það eru ekki aðeins þessar o<-->rw------------>rw----->n*->r>^7 sjötíu þúsundir manna í Manito- ba, sem bíla keyra, sem hér hafa eitthvað að læra, heldur líka fólkið, sem fer fógangandi um vegina, því það gætir sín oft mjög illa. * * * Síðan 28. júlí hefir hin hættu- lega máttleysisveiki (infantile paralysis)], sem legst á börn og| unglinga sérstaklega, gengið í Ottawa, og höfðu á laugardaginn var veikst alls 65. Á föstudaginn veiktust tíu og hafa aldrei veikst svo margir á einum degi, þar í borginni, síðan veikinnar varð þar vart. * * * Bæjarstjórnarkosningar í Win- nipeg fara fram 22. nóvember, en útnefningardagurinn er 8. nóvem- ber. Verður kosinn borgarstjóri og þrír borgarráðsmenn í hverri kjördeild, en þær eru fjórar, eins og kunnugt er. Hverjír kunna að verða ií kjöri, vita menn ekki enn, en sjálfsagt má gera ráð fyrir, að þeir, sem nú skipa þessi em- bætti, en sem hafa útendað sitt kjörtímabil á þessu ári, verði flestir eða allir í kjöri, ef v að vanda lætur. * * • Fylkisþingið í Saskatchewan var sett hinn 4. þ. m., eins og get- ið var um í síðasta blaði að til stæði. Var því slitið á föstudag- inn, 6. sept., og stóð því að eins þrjá daga. Fimm smávægileg lagafrumvörp voru samþykt, en þing liggur, var það að fella stjórnina með vantraustsyfirlýs- ingu, sem samþykt var með 34 at- kvæðum gegn 27. Var einn af þingmönnum frjálslynda flokksins ekki viðstaddur, og einn af hinum sameinuðu mótstöðuflokkum var þingforseti, og greiddi því ekki atkvæði. Á föstudaginn lýsti Mr. Gardiner yfir því, að hann hefði samkvæmt yfirlýstum vilja meiri- hluta þingsins, sagt af sér fyrir sína hönd og stjórnarinnar í heild og jafnframt ráðið fylkisstjóran- um til að fela Dr. Anderson að mynda nýja stjórn. Mundi Dr. Anderson verða tilbúinn að taka við á mánudaginn og héldi því gamla stjórnin áfram þangað til. Á mánudaginn, hinn 9. sept., fóru stjórnarskiftin fram. Lagði hinn nýi forsætisráðherra, Dr. J. T. M. Anderson, þá af sinn em- bættiseið og ráðherrar hans all- ir, og er annarsstaðar í blaðinu skýrt frá hverjir þeir eru. Sinn fyrsta stjórnarráðsfund hélt nýja stjórnin á þriðjudaginn. * * Hinir nýju ráðherrar í Saskat- chewan, þurfa að leita endurkosn- ínga í kjördæmum sínum, eins og jafnai^ er menn takast ráðherra- stöður á hendur. Fara þær auka- kosnjngar fram í Regina, Moose Jaw, Saskatoon og Lumsden, hinn 7. október, en í Tisdale, Mooso- min og Yorkton hinn 14. október, en þetta eru kjördæmin, þar sem hinir nýju ráðherrar eiga þing- sæti. Þingið verður ekki kallað saman fyr en eftir nýár, væntan- lega snemma í janúar. William Green, forseti hinna Sameinuðu verkamannafélaga í Bandaríkjunum, lét þess getið í ræðu, sem hann fyrir skömmu hélt í Baltimore, að það, sem verka- mannafélögin mundu sérstaklega beita sér fyrir þetta árið, væri það að koma á fimm daga vinnuviku í öllum verksmiðjum. * * * Mrs. Charles A. Lindberg er búin að læra það af manni sínum, að fljúga einsömul. * * * Henry Ford hefir keiypt guíl- námurnar í Orange County, Va. * * * Árið 1929 voru 3,220,000 nýir bílar seldir í Bandaríkjunum. * # * Ný brú yfir Lake Champlain, milli Crown Point, N. Y. og Chim- ney Point, Vermont, sem kostað hefir eina miljón dollara, var vígð og tekin til afnota 26. ágúst. Bretland Þurkar óvanalega miklir hafa gengið á Englandi í sumar, og reyndar víðar í Evrópu, ekki síð- ur en hér í Canada. Um helgina sem leið komu þær fréttir frá Lon- don, að þar hefði alls ekki rignt í tvær vikur og líti því út fyrir vatnsskort, því þar hefir nú all- lengi verið svo vatnslítið, að lög- reglustjórnin hefir bannað að nota vatn til að vökva garða og grasfleti og hefir verið óttast, að jafnvel nejizluvatn mundl ek'ki verða nægilegt. Það sem af er þessu ári, hafa verið 175 þurkdag- aðal verkið, sem eftir þetta auka- ar 1 London, sem er óvanalega mikið þar. Á ýmsum öðrum stöð- um er vatnsforðinn líka orðinn mjög lítill, og er það því sparað alt sem hægt er. * * # Enskur flugmaður, H. R. D. Waghorn að nafni, hefir fyrir jj skömu flogið hraðara en dæmi eru til að áður hafi gert verið, eða með þeim hraða, er svarar 329 unílum á klukustund, á 217 mílna flugi. síðan á stríðsárunum. Hafa menn hugsað sér, að öllum ríkjum í Norðurálfunni væri það fyrir beztu, að mynda með sér eitt alls- herjar samband í líkingu við það, sem á sér stað með Bandaríkin í Ameríku. Sendiherra Frakka, Paul Claudel, hélt fyrir skömmu ræðu í West Point, N. Y., þar sem hann mintist á þessa hugmynd, og sagði meðal annars, að þessi hugmynd ætti sér nú ekki aðeins stað í hugum einhverra draum- óramanna, heldur væru nú marg- ir hinir helztu iðjuhöldar og við- skiftaleiðtogar, alvarlega farnir að hugsa um þetta mál og að Bandaríkin hefðu kent Norður- álfumönnum, að skilja það, að iðn- aður og viðskifti væru sterkari en her og floti. Hvaðanæfa Bandaríkin Tollagafrumvarpið, elns og meiri hluti fjármálanefndarinnar hefir frá því gengið, hefir nú verið gef- ið út. Búist er við, að verði það samþykt, veiti það Bandaríkjun- um $605,000,000 tekjur. * • • Hinn 3. þ.m. dó William E. Denver, borgarstjóri í Chicago ár- Það eru alt af einhverjir, sem langar til að breyta tímatalinu. Það ero Rússar í þetta sinn, sem eru að ráðgera það. Er gert ráð fyrir að skifta árinu í 12 mánuði, eins og er, en hafa aðeins 30 daga í hverjum mánuðí, jafnmarga í þeim öllum. verða þá 360 dagar í tólf mánuðum, en þessir fimm dagar, sem þá eru eftir af árinu, eða sex, þegar hlaupár er, eiga að vera nokkurs konar aukadagar, eða frídagar. Mánuðinum vilja þeir svo skifta í fimm vikur, og verða þá 25 vinnudagar í hverjum mánuði og fimm hvíldardagar. “Sex daga skalt þú verk þitt vinna”, o.s.frv., á ekki lengur að takast til greina, ef þeta nær fram að ganga. En það er ekki talið líklegt, að þessi tillaga fái mikinn byr, nema þá kannske á Rúss- landi. * * * Graf Zeppelin, þýzka loftskipið mikla og fræga, kom hinn 4. þ. m. aftur heim til Friedrichshafen, efir að hafa flogið umhverfis jörðina á 20 dögum, 7 klukku- stundum og 16 mínútum. Það var 14. ágúst, sem loftskipið lagði á stað frá Friedrichshafen áleiðis til Tokyo í Japan, með 60 manns, 40 skipverja og 20 farþega. Það- an flaug til LoS Angeles, þá til Lakehurst og svo heim, eða alla leiðina í fjórum áföngum. Nokkra viðdvöl hafði það á öllum viðkomu- stöðunum. Gekk ferðin alla leið algerlega slysalaust og má óhætt in 1923 til 1927. Hann var 67 segja, að hún hafi hepnast ágæt- lega að öllu leyti. Sjálfsagt er þetta þýzka loftskip það mesta loftskip sem enn er til, en nú er verið að byggja tvö á Englandi, sem eiga að verða enn meiri og taka fleira fólk og meiri flutn- ing, og er sagt, að ekki verði langt að bíða að þau verði fullgerð. ara. * * ♦ Henry J. Brown . hefir hlotið fimm þúsund dollara verðlaun fyrir að vinna flugsamkepni milli Los Angeles og Cleveland án þess að koma nokkurs staðar við á leið- inni. Hann flaug þessa leið á 13 klukkustundmum og 18 mínútum. Hann á heima í Gleveland og stundar þá atvinnu að flytja póst í flugvélum. “Bandaríki Norðurálfunnar” er hugmynd, sem margir hafa hugs- að mikði ámu789ö$....... 798$0 Tryggvi Björnsson í þjóðsögam, vestrænum og austrænum, er oft sagt frá því, að þegar ungir menn fóru fyrst að heiman frá sér, í gæfuleitina, þá var þeim sagt frá tveim veg- um. Annar var auðfarinn, því þar voru engar hættur né erfiðleikar á leið. Hinn var illræmdur fyrir ljón og önnur óargadýr, er á hon- um voru, auk þess sem hann var ýmsum öðrum hættum alsettur. Én það brást ekki, ef um hug- stóran mann ræddi, að hann kaus síðari veginn. Og það var fyrir handan hann, að yfirstignum þrautunum, að hann fann það, sem hann óskaði eftir, og það í mikið dýrðlegri mynd, en hann hafði dreymt um. Mér flugu i hug þessar þjóð- sagnir, þegar eg las um Tryggva Björnson, í Lögbergi um daginn, að hvernig sem hann var varaður við New York borg, þá fór hann þangað samt. Það var líka þá sagt, að þessir þjóðsagna-drengir fengju ráð og hjálp úr heimahúsunum, þeirra, sem bezt unnu þeim, og það var svo að sjá, sem að þessum unga manni hafi orðið þau útilátin drjúg; enda tekur hann sjálfur það skýrt fram, að það sem hann sé, sé hann fyrir íslenzka arfinn. Þessi ungi sveitapiltur réðist inn , New York borg, og að dæma eftir frásögninni um hann, er það eitthvað virkilegt, sem knúði hann áfram. (Sbr. grein Th. J. W. um hann). ' Nú er Tryggvi Björnson búinn að heimsækja Leslie. Hann er ungur maður og býður af sér hinn bezta þokka. Manni finst hann muni bera gæfusteinininn í hendi sér, því hann er glaður, viðmótsgóður og fullur af áhuga fyrir því, sem hann er að gera. Eg kann ekki að dæma um söng né hljóðfæraslátt, frá þekkingar- innar sjónarmiði, þó nokkuð hafi eg heyrt af því, og það eru fáein blóm heima hjá mér, og þegar eg segi þau séu rauð og hvít, skilja menn að um einhverja fegurð ræðir, fult eins vel eða öllu bet- ur, en ef sagt væri að þau saman- stæðu af bikar, blöðum o. s. frv. Eg trúi því fastlega, að Tryggvi Björnson eigi listræna sál, því hann lét mig gleyma, ekki einung- is sér, heldur og sjálfri mér, á meðan hann spilaði. Líka af því, að á tali hans má heyra, að hann kann að meta það, sem fagurt er, bæði komið og ó- útkomið, í sönglist. Hve djúpt að Tryggvi ristir, það er, hve varanleg áhrif hann lætur eftir sig, verður vart fullsagt enn; því bæði er starfsbraut hans að byrja og svo er hann svo ungur og sál hans aðeins mótuð af sól- skini lífsins, svo langt sem kom- ið er. En prýðilega létu “Dew Drops” í eyrum. Og svo mikið er víst, að þeir, sem heyrðu hann í Leslie, vænta mikils af honum, og manni finst maður skilja eitthvað í á- stæðum fyrir áhlaupi hans á Nýju Jórvík. Við þökkum Tryggva Björnsyni fyrir komuna, og óskum honum gæfu og gengis. R. K. G. Sigbjörnsson. Björn B. Gíslaon Iátinn. Með Birni B. Gíslasyni er til moldar hniginn mikilhæfur mað- ur og drengur góður. Hann andaðist að heimili sínu í Marshall, Minn., suunudaginn 1. sept. Lengst af hafði hann átt heima í Minneota, og var um aldarfjórðung einhver fremsti maður í því mannfélagi. Bana- mein hans var krabbamein inn- vortis, og hafði hann þjáðst af því frá því í maí í vor sem leið. Björn var á 57. aldursári, fædd- ur á Grímsstöðum á Fjöllum 29. maí 1873. Voru foreldrar hans merkishjónin Björn Gíslason og Aðalbjörg Jónsdóttir. Með þeim fluttist Björn, sex ára gamall, til Vesturheims árið 1879. Landnám Björns Gíslasonar hins eldra var í Vesturheims-bygð svo nefndri í Minnesota og kallaði hann , bæ sinn Stórhól. Þar ólust þeir allir upp hinir mannvænlegu “Stórhóls- bræður”, synir Björns og Aðal- bjargar: 'Þorvaldur kaupmaður, Jón bóndi og alþingismaður, Björn lögfræðingur, sem nú er látinn, Halldór háskólakennari og Árni dómari. Björn B. Gíslason lærði í skól- um beggja þorpanna, Minneota og Marshall, og í háskóla Minnesota- ríkis í Minneapolis. Meðan hann var við háskólann og las lög skall á stríðið milli Spánar og Banda- ríkja (1898). Gekk Björn þegar í Bandaríkjaherinn og fór með 13. deild Minnesota-ríkisins til Fil- ipps-eyja, var þar í mörgum or- ustum og þótti hinn mesti full- hugi. Að loknu stríði, hélt hann áfram námi og lauk lögfræðis- prófi árið 1900. Stundaði hann lögmannsstörf all-lengi og var um hríð ríkissóknari í Lyon-þinghá í Minnesota. Mjög gaf hann sig alia tíð við stjórnmálum og var einhver fremsti maður í flokki Democrata í Minnesota-ríki. Mörg ár var hann forstjóri eins hins stærsta fasteignafélags í því ríki, Græddist því félagi fé mikið, unz styrjöldin mikla skall á, en af- leiðingar hennar og verðhrun á bújörðum riðu félaginu því nær að fullu, og tapaði Björn þá eig- um snum. Lét hann þó ekki hug- fallast og átti glaða framtíðarvon, er sjúkdómurinn tók hann hönd- um. 7. okt. 1903 kvæntist Björn B. Gíslason og gekk að eiga Jóhönnu dóttur Jónatans Péturssonar frá Eiðum. Er hún kona ágætlega vel mentuð, útskrifaðist, ásamt Rósu systur sinni, úr háskóla rík- isins með Bachelor of Arts nafn- bót árið 1895, og munu þær syst- ur verið hafa fyrstar allra ís- lenzkra kvenna að Ijúka hóskóla- prófi. Þau Björn og Jóhanna Gíslason eignuðust fjögur börn og eru þau öll á lífi: Brentwood, Rose, Sidney og James. Björn B. Gíslason var mikill maður veXti, fríður sýnum og höfð- inglegur, kappsmaðpr um alla hluti og fylginn sér, prýðilega vel máli farinn og vel að sér um marga hluti. Hann var maður hjartahreinn og göfuglyndur. Við fráfall hans er stórt skarð höggv- ið í hóp Vestur-íslendinga. Ragnar H. Ragnar Silfurbrúðkaup Mr. og Mrs. Ásbjörns Eggertssonar. Hinn efnilegi, ungi píanókenn- pri, sem nú er nýbyrjaður kenslu hér í borginni, eftir að hafa dval- ið í Medieine Hat, Alta., undan- farin tvö ár. Hefir Mr. Ragnar í seinni tíð stundað nám hjá Eva Clare, nafnkunnri kenslukonu í píanóspili hér í borginni. Það fór fram, að kvöldi þess 26. ágúst s.l., í fundarsal Goodtempl- ara hér í bænum. Samsætið hófst kl. 9 e. h. og var margt fólk saman komið. Fyrir samsætinu stóð aðallega stúkan Skuld, ásamt sumu af ætt- fólki og vinum þeirra Eggert- sons hjóna. Veizlustjóri var A. S. Bardal, fyrrum stórtemplar. Stýrði hann samsætinu með þeim skörungs- skap, sem alkunnur er og honum er laginn. Um leið og þau Mr. og Mrs. Egg- ertsson voru leidd til öndvegis í veizlusalnum, færði lítil stúlka Mrs. Eggertsson fagran blóm- vönd. Litla stúlkan var Ruth Gottfred, dóttir þeirra Mr. og Mrs. Oscar Gottfred. Er hann bróður- sonur Mrs. Eggertsson, sonur Jó- hannesar heitins Gottskálkssonar, er vel var þektur hér í bæ, nú lát- inn fyrir nokkru. Voru þau, Sess- elja, kona Ásbjörns, og Jóhannes Gottskálksson, alsystkin, þó miklu væri hann eldri en hún. Skilst mér, að fjölskylda Jóhannesar heitins hafi lagt niður Gottskálks- nafnið, sökum erfiðleika í með- förum í þessu landi, en tekið í þess stað nafnið Gottfred, sem er svipað, en mun þægilegra fyrir Enskinn, sem annars er ekkert verulega slingur að fara rétt með nöfn, sizt ef vandasöm eru að ein- hverju leyti. Getur vel verið spursmál, beint af praktiskum á- stæðum, hvort vér íslendingar ættum ekki að taka upp meira af þægilegum ættarnöfnum, en vér gerum. Mörg íslenzku nöfnin, þó falleg séu, eru sífelt vandræða- efni hér vestra, og er meira en von að sumir reyni að bæta úr því með því að taka upp ný nöfn, sem að einhverju leyti eru þægilegri. Þá er veizlustjóri hafði sett samsætið, lét hann syngja þjóð- sönginn “>0 Canada”, er sunginn var af öllum. Kallaði hann að því búnu á séra Jóhann Bjarna- son, er lét syngja sálminn: “Hve gott og fagurt”, las biblíukafla og flutti bæn, og var síðan sungið versið “Ó, lífsins faðir, lán krýn”, en Jóhann Beck lék á píanó, bæði sálmalögin og lög söngva þeirra, er sungnir voru í veizlunni. Þá afhenti veizlustjórjij silfurbrúð- hjónunum vandaða silfur blóma- krús, með peningasjóði í, er alt var í 25 centa silfurpeningum. Var þetta heiðursgjöf frá sam kvæmisgestum og vinum þeirra Mr. og Mrs. Eggertsson. Sömn- leiðis fengu þau gjöf, vandaðan silfur borðbúnað, frá tveim elztu sonum sínum, Harald og Arnold, sem báðir eru mjög myndarlegir ungir menn. Hefir Harald verið undanfarið 1 Chicago, bæði unn- ið þar við verzlun og verið að taka æfingar í fluglist. Arnold er einnig verzlunarmaður, vinnur hjá stórverzlunarfél. Hudsins Bay Co., í borginni Saskatoon, í Sas- katchewan fylki. — Fylgdi silf- urborðbúnaðinum fagurt ávarp, á ensku, er Harald hafði samið. Þau Eggertsons hjon eiga sex sonu, sem allir eru hinir efnileg- ustu. Tveir þeir elztu eru þegar nefndir. Hinir yngri heita Her- man, Lawrence, Victor og Cecil Ásbjörn. Voru þeir allir þarna i veizlunni. Sömuleiðis voru þar systkin Ásbjörns, Ólafur Eggerts- son leikari og Ásdís, kona Jósefs Johnson smiðs. Eru þau hjón nú búsett í New York ríki. Komu ‘alla leið þaðan, til að sitja silfur- brúðkaupið. Bróðir Ásbjörns er og Guðgeir Eggertsson, bóndi í Þingvallanýlendu. Annar bróðir var Guðvaldur sál. Eggertsson, er vel var þektur hér í bæ. Var ekkja hans þarna viðstöd, Mrs. Ragn- heiður Eggertsson, og uppkomin börn hennar. iSamsætið fór fram hið bezta. Skiftist á jöfnum höndum íslenzk- ir úrvalssöngvar og ræðuhöld. Einnig lék Miss ÍPearl Pálmason á fiðlu, prýðis vel, eins og jafnan. Ræður fluttu, auk v.eizlustjórans, Sigurður Júlíus læknir Jóhann- esson, Guðmundur M. Bjarna- son, Jóhannes Eiriksson, G. H. Hjaltalín, Gunnl. Jóhannsson, og þau silfurbrúðhjónin, er bæði fluttu þakkir veizlugestum og öðr- um vinum, fyrir heiðursgjafir frambornar og þá sæmd, er þeim var þarna sýnd. Þá flutti og G. H. Hjaltalín kvæði. Eru þeir æskuvinir, Ásbjörn Eggertsson og hann. Er kvæðið nokkurs konar minningar í ljóðum um viðburði frá æskuárunum, ásamt ýmsu fleira. Sennilega birtist kvæðið nú í þessu blaði, eða hinu næsta. Þau Eggertsons hjón hafa stað- ið framarlega í fylking í bindind- ismálum í langa tíð. Þegar sam- komuhöll Templara var reist, var Ágbjörn formaður í byggingar- nefnd,' er stúkurnar Hekla og Skuld kusu sameiginlega. Gat hann sér þar orðstír fyrir dugnað og áhuga. Kom*það og glögglega fram í veizluræðunum, að þau Mr. og Mrs. Eggertsson eru vinamörg og njóta góðs trausts og hylli fjöl- margra, er verið hafa í samstarfi með þeim um margra ára skeið. Jóh. B. Á samleið með Ásbirni Eggertssyni, flutt í silfurbrúðkaupi þeirra hjóna, 24. ágúst 1929. Góðar konur og góðir menn oft greinast í bindindis skara. Eitt silfurbrúðkaup er setið enn, í sal vorra Goodtemplara. Á inndælli kveldstund eigum nú von, hér alir við borð erum seztir. Sesselja og Ásbjörn Eggertsson hjá oss eru heiðursgestir. Eg sezt hér ei niður við sagnagerð, en svolitlum braga tónum hreyfi, þá tuttugu og fimm ára ferð er fagnað með þessum hjónum. Aðstoð hér sést, ef vandinn vex á vegum í lífskjara stríði: Guð hefir léð þeim sonu sex, og sérhver er ungmenna prýði. Að fjölyrða eitthvað um ástaþel og atorku, hót finst mér vandi; þekki samt Ásbjörn Eggertsson vel frá æsku og ferðralandi. Við munum blíða bernskutíð og braskið í meðlæti og þrautum, fjöllin þau háu, með fjárrétt í hlíð og frjósömum berja lautum. Torfæran mörg á vegi okkar var, veik og rýr ferðatækin; kalt að vaða’ yfir Kaldá þar og Kolbeinsstaða lækinn. Ófærur þessar utan við tún, yfirstíga tókst drengjum; tvímentu oft á “blinda Brún” við beizli úr snærum og þvengjum. Ferðast tilsvona fremur var töf, framþrá sér til okkar hraðar: á “dampskipi” vikum því vestur um hðf, í Winnipeg námum við staðar. Ár hafa liðið tuttugu tvenn, síðan tókum þá ferð burt úr landi. Við erum á samleið í Winipeg enn, í vinsæld og mannfélags bandi. Mætavel líður nú mér og þér, möglum ei hót eða vílum. Framvegis getum við ferðast hér með flugdrekum, eimlest og bílum. Eg næstum tryði umbótum þeim, ef einhver mér frá því skýrði: að færum að ári til feðralands heim í flugvél, sem Harald þinn stýrði. Á samleið hér utan við íslenzk tún, með allskonar ferðatækin; Gleymum þó seint honum “blinda Brún,” sem bar okkur yfir lækinn. Guðjón H. Hjaltalín. GJAFIR til Jóns Bjarnasonar skóla. ! Mrs. Sigríður Hallgrímsson, Min- ! neota, Minn, (being proceeds of an ice cream entertainment, held by her at her home) ....... $50.00 Tryggvi Björnson of New York, I (proceeds of his lecture recital in j First Lutheran Church, aug . j 26th .................... $42.00 | Dr. Richard Beck, Thiel College, Greenville, Pa............. $10.00 Mrs. H. Johnson, Husavick $1.00 Oscar L. Freeman, Wpg...... $2.00 Arnes Congregation, Arnes $28.00 Mr. og Mrs. Páll Anderson, Geys- ir Man................... $5.00 Estate of the late Gísli Einarsson, (Vigfús Einarson Executor) Ros- seau, Ont.............. $500.00 Innilega þakkað, S. W. Melsted, gjaldk. skólans.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.