Lögberg - 12.09.1929, Blaðsíða 5

Lögberg - 12.09.1929, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. SEPTEMBER 1929. Bls. 5. í meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. unni. Annars er eg hræddastur við allar ráðleggingarnar, sem verið er að ausa yfir mann, því væri farið eftir þeim öllum, vær- um við orðnir að biksement löngu áður en við kæmumst af stað. — O, ætli maður þekki það, svöruð- um vér, það er víst engu betra en þegar verið er að biðja okkur fyr- ir prívatlíf náungans í Spegilinn. En eg er ekki hræddur um, að þér séuð það sauðnaut, að fara að fara eftir slíkum ráðleggingum. — Nej. Gu gör je’ ej, svarar Ár- sæll. — Góða ferð, segjum vér, og heilsið þið sænsku flugmönnun- um, þegar þið náið í þá. —Spegillinn. Ovibos Speculi. Drengurinn, sem átti að verða að manni Hvaða ósköp eru að sjá þig, blessað barn! Þú ert allur mold- ugur upp yfir höfuð, og svo ertu rifinn á kinninni. Að þú skulir fara svona með sjálfan þig og fötin þín, sagði frú Benton við Walter litla, þar sem hann kom hlaupandi inn til þess að fá sér að drekka. Ó, blesuð góða, vertu ekki alt af að siða strákinn, greip hr. Ben ton fram í. Lofaðu honum að fljúgast á við strákana. Hann verður aldrei að manni, nema hann fái að tuskast dálítið. Mr. Benton var karimenni hið mesta og einn af þeim mönnum, sem áleit að ýmsar reglur og strangur agi tilheyrði miklu frem- ur miðöldunum en tuttugustu öldinni. Walter var seinasta barn þeirra hjóna og í miklu eftirlæti hjá þeim báðum, sérstaklega hjá föður sínum. Hann var stór og sterkur, eftir aldri, og virtist ætla að líkjast föður sínum allmikið í karlmensku. Hann var því oft harðleikinn við leikbræður sína. Sérstaklega fékk Samúel litli að kenna á því, sem var einkasonur ekkju, er bjó í næsta húsi. Mamma hans, frú Marrin, var heldur heilsutæp kona, en framúrskar- andi vel hugsandi og ráðvönd Hún kendi því Samúel litla alt, sem var fagurt og gott, og bað hann æfinlega, er hann fór út að leika sér við nágrannabörnin, að leika sér fallega og gætilega. Samúel litli var hvorki hraustm* né stór. Hann hafði ekki verið svo lánsamur að öðlast þann feng í arf. Skamt frá þessum tveimur heim- ilum var all-stór leikvöllur, dfelétt- ur og steinóttur, og hópuðust þar jafnan saman allmargir skóla- drengir til leika. Frú Marrin var ekki mikið um það, að Samuel litli færi þangað, en það var held- ur ekki auðgert að halda honum algerlega frá hinum drengjunum, og sjálfsagt var það ekki holt fyrir hann. Þegar Walter litli Benton hafði fengið sér að drekka, stökk hann aftur viðstöðulaust út í stráka- bópinn og uppörvaður af orðum pabba síns, beitti hann kröftum sínum meira en nokkru sinni áð- ur. • Mamma hans sat niðursokkin í sauma, er hurðin hrökk opin og inn kom Walter eins og örskot, hrópandi: Mamma! Mamma! Komdu fljótt! b*að blæðir úr höfðinu á Samuel. Flýttu þér, flýttu þér mamma! Meiddir þú Samuel litla? spurði bún Walter, er hún hljóp með bonum út til drengjanna. Hann datt, hann datt á stein. Drengirnir höfðu allir hópast utan um Samuel litla, er frú Ben- ton kom á staðinn. Þar lá Samuel alveg hreyfingarlaus og blóðið1 rann úr stóru sári, er hann hafði féngið á höfuðlð. Walter hafði hrundið honum hastarlega, svo að hann hafði dottið aftur á bak og lent með hnakkann á steini. Frú Benton hélt fyrst, að liðið hefði yfir Samúel litla, en við nánari athugun, þóttist hún viss um, að hann hefði steinrotast. Hér var enginn tími til að gefa tilfinningum sínum lausan taum. Frú Benton batt klút um höfuðlð á Samuel litla, tók hann í fang sitt og bar hann heim. Mr. Benton mætti konu sinni í dyrunum, er hann kom heim stundu síðar, sem grátandi bað hann að sækja læknirinn og prestinn fljótt. Læknirinn og prestinn! Hvað er að? Samuel litli er dáinn. Walter hafði Hrundið honum niður,, en hann lent á steini með höfuðlð og sprengt það sundur. Mr. Benton stóð sem steini lost- inn og sagði ekki eitt elnasta orð. Þunginn af þessari óvæntu rauna- fregn reyndi meira á karlmanns- lund hans, en nokkuð annað, er hann áður hafði mætt á lífsleið- inni. Hann hafði þó enga hug- mynd um, sem betur fór, hve byrð- in mundi verða þung að lokum. Það leið ekki á löngu þar til hr. Benton kom aftur með læknirinn og prestinn. Læknirinn skoðaði Samuel litla og staðfesti þann sorglega sannleika, að hann væri dáinn; en prestinum var falið hið erfiða og vandasama verk, að tilkyrma móðurinni lát sonarins. Hr. Benton fór og keypti fall- ega, litla líkkistu, en konan hans og tvær nágranna konur hennar hjálpuðust við að kistuleggja Samuel litla, og gengu eins vel frá því og unt var. Þær voru að enda við, er presturinn kom aft- ur frá frú Murrin og sagði, að hún vildi láta flytja líkið heim til sín, og svo var gert. Það var komið langt út á kvöld. Frú Ben- ton bað frú Marrin um að .fá að vera hjá henni yfir nóttina, en hún sagðist heldur vilja vera ein fyrst um sinn. Þegar allir voru fornir og frú Marrin var orðin ein, þá gaf hún tilfinningum sínum lausan taum. Hún gekk að litlu líkkistunni, en gat varla séð hana, því að hún grét mikið, eins og konan forðum, sem leitaði að lausnara sínum, en sá ekki upprisuljósið. Hún reyndi að þerra tárin, sem streymdu viðstöðulaust, svo að hún gæti séð litla sveininn í lík- kistunni. Hún fletti líkblæjunni upp niður á brjóst honum. Hún horfði á litla andlitið og litlu krosslögðu höndurnar, horfði lengi og grét. Hún sá hann í hug- anum, sem lítinn, brosandi engil við brjóst hennar. Hún sá hann koma hlaupandi af fögnuði, er hann hafði verið duglegur að læra. Hve oft hafði hún eigi legið and- vaka í rúminu %jnu og horft á litla sakleysislega andlitið, í litla rúminu beint á móti henni. Ekk- ert hafði veitt henni þvílíka hugg- un og svölun og litli drengurinn hennar. Hún var rík á meðan hún átti hann. Hún hafði nóg að lifa fyrir. Hún hafði þráð svo heitt og innilega, að fá að sjá hann vaxa og verða að duglegum og göfugum manni, er mundi styðja hana síðustu og erfiðustu spor æfi hennar. Nú var litli drengurinn hennar dáinn. í stað- inn fyrir litla, fallega rúmið hans, var nú komin líkkista, í staðinn fyrir rúmfötin, 4r hún sjálf hafðj saumað, voru nú komnar líkblæj- ur, og með honum voru vonir hennar dánar og gengnar til graf- ar. Hún horfði á litlu, smágerfu hendurnar. Þær gátu aldrei leik- ið sér framar. Litli munnurinn var stirðnaður og gat aldrei fram- ar kallað: Mamma! Litla hjart- að var hætt að slá, augun voru brostin, hið geislandi bjarta ljós barnsálarinnar sloknað. Alt' kom þetta svo óvænt og snögglega. Hún hneig niður við líkbörurnar, grét beisklega og bað Guð heitt og innilega um hjálj5 og styrk. Löngu eftir miðnætti, sýndist henni birta í herberginu og hún sjá logabjart orð á veggnum beint á móti henni: “Kona, hví grætur þú?’’ “Eg er upprisan og lífið.” Frú Benton svaf heldur ekki mikið þessa nótt. Hún fór snemma á fætur, og er hún hugðí tíma til þess kominn, fór hún yfir í litla húsið til að vita hvernig mömmu Samuels litla liði. Hún fann frú Marrin í rúminu. Hún var all mikið veik. Hún hafði aldrei ver- ið hraust, og þessi óvænta sorg reyndist henni of þungbær. Lækn- irinn var sóttur, og hann var þar daglegur gestur næstu fjórar vik- urnar. Frú Marrin var mikið veik. Loks kom þar að, að hitinn yfirgaf hana að mestu leyti, en þó ekki alveg. Læknirinn sagði, að hún hefði tæringu og að það mundi taka hana langan tíma að ná sér aftur. Frú Benton hafði vakað hjá henni og stundað hana nótt og dag, en var nú orðin yfir- komin af þreytu. Læknirinn áleit því ráðlegast að.flytja frú Marrin á heilsuhælið, og var hún mjög fús til að fara þangað. Nokkrum dögum siðar stóðu þau hr. og frú Benton á járnbrautar- stöðinni og horfðu a eftir sjúk- ling, sem borinn var upp í járn- brautarvagninn. Þau höfðu þeg- ar kvatt frú Marrin og reynt að gera alt fyrir hana, sem unt var. Frú Marrin hafði mist alla löngun til að lifa. Pað var því ekki um neinn bata að ræðai á heilsuhælinu. Hún var þar átta mánuði og þá var stríðið á enda. Dag nokkurn stóðu þau aftur á járnbrautarstöðinni, hr. og frú Benton. Þau voru að taka á mótf frú Marrin. Nú var hún borin í líkkistu og til grafar þann sáma dag. Margmenni mikið fylgdi henni til grafar. Presturinn flutti stutta, hjartnæma og áhrifamikla ræðu. Hann varaðist að bæta á sorg þeirra, er þyngstu byrðina báru, en með mildum og velvið eigandi orðum bentl hann á, hve miklar og alvarlegar afleiðingar, jafnvel agnarsmá yfirsjón eða synd gæti haft. Hann benti á, hvernig alt böl mannanna stafði af stærilæti og uppreisn^rsömum hugsunarhætti, að mesta nauðsyn þeirra væri, að læra að fram- ganga í hógværð og lítillæti, að “ótti drottins væri upphaf vizk- unnar.” Hann talaði um það, hve nauðsynlegt það væri, að börnin lærðu á unga aldri að ótt- ast Guð sinn og hlýða lögum Guðs og manna, að “drottinn hefði þóknun á þeim, er óttast hann,” en ekki á “styrkleika” hins sterka. Það hafði þó miklu meiri áhrif á Benton fjölskylduna, að sjá ekkjuna lagða þarna í grðfina við hliðina á litla drengnum sínum, sínum, heldur en það, sem prest- urinn sagði. Þessir rauna við- burðir höfðu gerst með stuttu millibili, og þeir voru þeim að kenna að einhverju leyti. Alt þetta h'afði reynst frú Ben- ton mjög þungbært. Sorg, vökur og erfiðleikar höfðu reynt mjög á krafta hennar, og þar við bættist svo, að Walter var orðinn svo und- arlegur, að það ónáðaði hana töluvert. Hann lék sér aldrei við hina drengina, en fór mest einn saman. Mamma hans sá hann stundum sitja í rökkrinu úti á blettinum, þar sem slysið vildi til. Hann hafði tapað matarlyst að mun, taugar hans virtust óstyrkar og hann var flóttalegur og hrædd- ur við ýmislegt. Seinni part dags nokkurs kom hann inn og lét þá hálf kjánalega, tautaði eitthvað í hálfum hljóðum. Mamma hans hlustaði og heyrðist hann segja: “Það blæðir, það blæðir, það blæð- ir úr höfðinu á honum Samuel.” Mamma hans varð hrædd, en lét þó á engu bera, fór að tala við hann og leiða huga hans að ein- hverju sérstöku, en engin meðul dugðu. Þetta ágerðist meira dag frá degi. Walter fór að láta óðs- lega og tala eins og hann hefði óráð. Guð minn almáttugur hjálpi okkur! ------ Með þessum orðum á vörunum mætti frú Benton manni sínum í dyrunum, kvöl deitt er hann kom heim. —Walter er orðinn brjálaður. Hr. Benton hafði gefið gaum að því, sem fram fór, þótt hann hefði ekki orð á neinu. Þetta kom hon- um því ekki alveg að óvörum. Hann hafði fyrir löngu fengið eitthvert óljóst hugtyoð um, að hann mundi verða að tæma rauna- bikarinn til fulls. Foreldrar Walters stunduðu hann með mestu nákvæmni vikum og mánuðum saman, en hann varð stöðugt erfiðari við að eiga. Kvöld eitt, er þau voru að hátta, sagði frú Benton við mann sinn: Mér finst eg vera alveg að gef- ast upp. Eg held, eg geti ekki strítt í þessu lengur. Það er að verða mér alveg óbærilegt. Það kom líka snögg breyting. Seinnipart næturinnar vaknaði hún með óráði og hita miklum. Hr. Benton fór á fætur og sótti læknirinn. Hann sagði ekkert á- kveðið um veikindi sjúklingsins, hann hafði fylgst með í rauna- sögu þessarar f jölskyldu, en hann sagði, að það þyrfti að fá hjúkr- unarkonu til að stunda sjúkling- inn. Hr. Benton sá það nú glögt, að hann mundi ekki geta annast Walter, og annar hvor sjúkling- urinn varð að fara af heimilinu. Hann afréð því að senda Walter á geðveikrahælið, þótt hönum fynd- ist* það kveljandi neyðar úrræði. Hann ráðstafaði öllu í flýti, og fékk mann tíl að fara með Walt- er. Morguninn eftir stóð hr. Ben- ton í þriðja sinni á járnbrautar- stöðinni, í sorglegum erindagerð- um. Hann hafði staðið þar og séð frú Marrin flutta veika út í járn- brautar-vagninn. Hann hafði séð hana tekna þaðan út aftur í lík- kistunni, og nú sá hann einasta drenginn sinn, drenginn, sem átti að verða að manni, vera fluttan upp í járnbrautarvagninn, í grind- um eins og skepnu. Hefði hann aðeins mátt fylgja honum heldur til grafar. Það hefði verið mikið léttbærara. Var þetta ekki rang- lát hegning. Átti hann alt þetta skilið fyrir dálitla! varnækslu- synd? Hann.var fremur skynsam- ur maður og lét því hugsun þessa ekki komast lengra. Hann vissi, að lögmál lífsins er voldugt og ákveþið, og uppskeran hlýtur að fara eftir því sem sáð er. Lítillvi frækorn verður að himinháu tré og lítill neisti kveikir öslökkvan- legt bál. Hann hafði borið sorg sína karlmannlega, en þetta var þyngsta sporið. Hann þóttist þó viss um, að hann mundi þurfa á meira þreki að halda, áður en sorgarleikur þessi væri á enda. Ástandið heima fyrir gaf engar bjartar vonir. Dagarnir liðu, en enginn bati fékst. Eftir þriggja vikna þunga legu, dó frú Benton. Hún var með óráði allan tímann, sem hún lá, vissi aldrei glögt, hvað orðið hafði af Walter, og máttu veikindin að því leyti kallast misk- unnsöm við hana. Þegar frú Benton var jarðsung- in, sáu menn hraustlega bygðan mann standa fast hjá gröfinni, niðurlútan og með skjálfandi hendi þerra tárin, er viðstöðulaust streymdu niður á þreytulegar og innfallnar kinnar hans, og árum saman eftir það, sáu þeir, er fram hjá kirkjugarðinum gengu, oft sama manninn standa boginn á sama blettinm, styðjast upp við staf sinn með hvítan klút í hend- inni. Hr. Brenton er nú orðinn gam- all maður og gengur vlð staf. Hann er hljóður, en vingjarnleg- ur yið alla. Stundum, þegar sólin er að hníga í vestri, situr gamli maðurinn á tröppunum fyrir framan húsdyrnar, horfir og hugsar, horfir einnig á drengina, sem eru að leika sér á söglega leikvellinum. Stundum koma þeir heim til hans, setjast á tröppurn- ar hjá honum og biðja hann, að segja sér sögur. Hann er góður við þá og segir þenm jafnan sög- ur, en af öllum þeim, er sagan um drenginn, sem átti að verða að níanni, jáhrifamest, því þeir sjá jafnan stór tár fallan niður á hrukkóttu kinnar gamla manns- ins, er hann segir þeim söguna SEALED TENDERS addressed to the underslgned and endorsed “Tender for addition to Public Building, Dauphin, Man.," will be received until 12 o’clock noon (daylight saving), Tuesday, Sept- emher 24, 1929, for the construction of an addition to the Public Building at Dauphin, Man. Plans and specification can be seen and forms of tender obtained at the offices of the Chief Architect, Depart- ment of Public Works, Ottawa, the Resident Architect, Dept. of Public Works, Customs Building, Winnipeg, Man,, and the Postmaster, Dauphin, Man. Blue prints can be obtained at the office of the Chief Architect, Dept. of Public Works, by depositing an accept- ed bank cheque for the sum of $20.00, payable to the order of the Minister of Public Works, which will be returned if the intending bidder submit a regular bid. Tenders will not be considered unless made on the form supplied by the De- partment and in accordance with the conditions set forth therein. Each tender must be accompanied by an accepted cheque on a chartered bank payable to the order of the Min- ister of Public Works, equal to 10 per cent. of the amount of the tender. Bonds of the Dominion of Canada or bonds of the Canadian National Rail- way Company will also be accepted as security, or bonds and a cheque if re- quired to make up an odd amount. By order, S. E. O’BRIEN, Secretary. Department of Public Works, Ottawa, August 29, 1929. um drenginn, sem átti að verða að manni. Pétur Sigurðsson. CUNARD LINE 1840—'1929 Elzta eimskipafélagið, sem siglir frá Canada. 10053 Jaspcr Ate. EDMONTON 100 Pinder Block SASKATOON 401 Lancaster Bldð* CALGARY 270 Maln St. WINNIPEG, Man. 36 Welllngton St. W. TORONTO, Ont. 227 St. Sacrament St. Cunard línan \"eitir ágætar sam- göngur milli Canada og Noregs, Sví- þjóðar og Danmerkur, bæSi til og frá Montreal og Quebec. Eitt, sem mælir með því að ferðast með þessari línu, er þaS, hve þægilegt er aS koma viS í London, stærstu borg heimsins. Cunard linan hefir sérstaka inn- flutningaskrifstofu í Winnipeg, fyrir NorSurlönd. Skrifstofustjórinn er Mr. Carl Jacobsen, sem útvegar bænd- um íslenzkt vinnufólk vinnumenn og vinmikonur, eSa heilar fjölskyldur.— ÞaS fer vel um frændur ySar og vini, ef þeir koma til Canada meS Cunard línunni. v SkrifiS á ySar eigin máli, eftir upp- lýsingum og sendiS bréfin á þann staS, sem gefinn er hér aS neSan. Öllum fyrirspurnum svaraS fljótt og yður aS kostnaSarlausu. Sjónarhóllinn Hlustið, fljóð, um fáa andar- drætti: Fyrir skömmu datt mér það í hug Saman flétta andans óðarþætti, Er eg fékk með töfrasnild og dug. Könur einar móðurmálið skilja, Mannúð, kærleik, ást og góðan vilja. Móðurástin mætust er í heimi, Móðurástin túlkar friðarmál, Móðurástin miðlar andans seimi, Móðuráetin tendrar líf og sál. Hún er guðleg, helguð kærleik sönnum, Hún þó dvíni oft hjá konum, mönnum. Síðan eg á sjónarhól mig færi, Sit þar einn og horfi ált um kring. Sé í lofti leiftur sem að væri, Ljósadýrð, en er það sjónhverf- ing? Ónei, það er fýlking frægra kvenna, Flytja þær sigupp á hólinn þenna. Hér er víðsýnt, hér er gott að vera, Hér í allar áttir fáum séð. Hér í eining allar skulum gera Eitthvað það, sem kærleiks býður g«ð. Þarna er “Betel”, þangað skulum fara, þar til enga krafta megum spara. Setjum fund og saman málin ræða í sátt og eining hér með ró og frið, Allar viljum gleðja, hugga, græða Gamalmennin þarna eigum við. Allar viljum þerra þrungna hvarma, , Þíðum yl og kveikja gleðibjarma. Mat og kaffi megum til að hafa, Mikil ósköp! Já, við segjum það. Samþykt er og um það lítið skrafa, Orange, candy, kryddbrauð súkkulað. Þá er líka þessi fundur búinn. Þakka fyrir, mælti stjórnarfrúin. Kvenfélögin líkjast jurtareitum, Ljóma blóm þar allskyns feg- urðar. Inni í bæjum, úti í víðum sveitum Aldin-skrúði líkn og mannúðar. Kvenfélögin blíður drottinn blessi Bæði á göngu úti’ og inni í sessi. Hafið þökk, já hjartans þökk og heiður, Hingað fyrir komu’ yðar í dag. Framundan sé gæfuvegur greiður, Gæfan snúi öll í yðar hag. Kvenfélögin lifi lengi, lengi, Lýðir hrópa um dali, fjöll og engi. L. Á. Aths. — Kvæði þetta flutti höf- undurinn, er kvenfélagið “Djörf- ung” frá Riverton, heimsótti Betel þann 24. júní síðastl. — FRÁ ÍSLANDI Margrét Svala iMoyse andaðist úr brjósthimnubólgu 12. ág. að heimili sínu í New Ýork. Hún var dóttir Einars skálds Benedikts- sonar; hafði stundað nám við há- skóla hér og erlendis, tók próf í læknisfræði í Þýzkalandi. Hún giftist síðastl. haust merkum lög- •ræðingi í New York, Mr. Kern Moyse. Hún var frábærlega vel gefin og vinsæl meðal allra þeirra, er kyntust henni. — Mgbl. Rektorsembættið við Reykja- víkurskóla er nú auglýs laust til umsóknar. Varðskipið Þór er nú við dýpt- armælingar í Húnaflóa innanverð- um. Vélbátur aðstoðar varðskip- ið við mælingarnar. Nóva rakst á hafísjaka á Húna- glóa 25. júlí, og laskaðist svo, að sjór féll inn í fremra lestarrúm. Var viðbúið, að skipið myndi sökkva, en þó komst það til ísa- fjarðar. Var þar gert við það til bráðabyrgða. — Tíminn. SAMVINNA BÆNDUM, sem peninga hafa til að ávaxta, er boðið að ávaxta þá í Saskatchewan Farm Loan Debentures. Peningar, sem þannig eru ávaxtaðir, gera bændaláns- nefndinni mögulegt að veita öðrum bændum í Saskatche- wan, sem á peningum þurfa að halda, lán með löngum gjaldfresti. , Með þessu á sér stað veruleg samvinna milli bænda, sem hafa peninga afgangs, og hinna, sem þurfa meiri pen- inga til að reka búskap sinn. Þetta er tvöfaldur hagur fyrir Saskatchewan fylki — peningarnir ávaxtaðir heima fyrir og framleiðsla fylkisins aukin. Saskatchewan peningar ITáldast kyrrir í Saskatchewan og verða fylkinu til gagns. Skuldaskírteini þau, sem hér ám ræðir, eru trygð af öllu fylkinu og eru ávalt í fullu verði. Þau gefa háa vexti, þar sem hér er í raun og veru um sparisjóðsfé að ræða, eða fjögur og hálft (4%), per cent. árlega, sem borgast á hverjum sex mánuðum. Skuldaskírteinin fást útborguð að fullu hve nær sem er, með því að gefa fjármála ráðherra, þriggja mánaða skrif- legan fyrirvara. Skuldáskírteinin hljóða upp á $20.00 og upp í $100.00 Fyllilega skársett, bæði höfuðstóll og vextir. Umboðsmenni—Gjaldkerar bæja, þorpa og sveita. Saskat- chewan útibú The Royal Bank of Canada, The Canadian Bank of Commerce, The Imperial Bank of Canada, The Bank of Montreal; eða snúið yður beint til THE PROVINCIAL TREASURER, REGINA GERIÐ ÞAB STRAX! Kaupið yðar haust og vetrar FATNAD á vorum þœgilegu v borgunarskilmálum Með því móti getið þér fengið fötin strax, þegar kólnar. Borgið aðeins litla upphæð út í hönd og afganginn mánaðarlega, Vér á- byrgjumst það sem vér seljum. Ástæðulaust að bíða Þegar þér getið fengið ljómandi fallegar FURSKREYTTAR YFIRHAFNIR Nýjustu gerð og bezta fur, sem seljast mjög sanngjarnlega fyrir $19.75 til $97.50 FUR YFIRHAFNIR Goat, Wombat, Muskrat, Electric og Hudson Seal. — Kápunum er haldið við í heilt ár kostnaðarlaust $65.00 til $350.00 KJÓLAR Nýjasta efni og gerð Allar stærðir. $12.75 til $39.50 “Það er þægilegt aðborga smátt og smátt.” Stórt úrval af karlmanna fatnaði og yfirhöfnum. Búðin opin til kl. 10 á laugardögum. ARTÍ EASY PAYMENTS LTD, 2nd Floor Wpg. Piano Bldg. — Portage and Hargrave

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.