Lögberg - 26.09.1929, Blaðsíða 3

Lögberg - 26.09.1929, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. SEPTEMRER 1929. Bls. 3. ? -.9 : Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN 1 Fyrir börn og unglinga |j | VORBYRJUN. Velkomið aftur heim í Snælands haga, heilnæma vor, og lát oss vetri glevma. Þú flvtur með l>ér langa, l.jósa daga, lífsþrótt og fjör í kalda Norðurheima. Seiðandi frelsis söngvar þínir«óma, sólbros á kinnum Fjallkonunnar ljóma. Döng var hér þögn í döprum vetrar drunga, dimman sem farg á brjóstum vorum hvíldi. Þú hressir Jjósveig þreytta, aldna, unga, alt kallar fram, sem snjór og kuldi skýldi. Gleðin og yndið grær í þíyum förum, Grómagn og angan liggur þér á vörum. Fríkkar í sveitum, fram til heiða blánar, fönnin í ám og la'kjum niður strej-mir. Leika við ströndu léttar dætur Kánar, lognspoglað haf í kjöltu sólar dreymir. blikar af silfur-björtum fiska-göngum, brunandi upp með nesjum lands og töngum. Þýtur í lofti. Heyrið gleði-hreiminn! hjartfólgnir gestir, tryggir fósturjörðu, fljúga af hafi, heim í fjallageiminn, hreiðra sig fram í dölum, út um fjörðu. Vorið er komið, syngur álftasægur, sumar í nánd og ljósrík vökudægur. —Unga Isl. L. S. BÆNHEYRSLA. iErnar mínar runnu í halarófu á undan mér upp lioltin. Eg gekk híegt á eftir þeim, með nestispokann .minn á Öxlinni og Passíusálmana í barminum. Mamma mín hafði gefíð mér þá og mér þótti svo undur-vænt um þá. ~5 Þegar eg var kominn þangað, sem eg var vanur að halda fénu á beit, settist eg niður á mosavaxna þúfu og leysti af mér nestispokánn. Þessi dagur var einn hinn unaðslegasti allra þeirra, sem eg lifði meðan eg var smali. Morg- undöggin blikaði liiminskær á maríustökkun- um. Eg horfði ýmist á fljúgandi fiðrildin og brosandi blómin, eða eg rendi augum yfir ærn- ar mínar, þar sem þær dreifðu séy um lyng- gróna holtjttðrana og ljósgrænar lautirnar. Hálsinn var víði vaxinn, og öldugangur kom á grasið, þegar morgunblærinn andaði á það. Þarna voru líka 'hingað og þangað iðgræn dý, með svalandi uppsprettuvatni, svo að ekki þurftu ærnar mínar að vera þyrstar, enda voru þær spakar. Eg vildi nú fara að gera mér eitthvað til skemtunar; tók eg því nokkur ýsubein upp úr vasa mínum, sem eg hafði haft með mér, og fór að smíða fugla úr þeim með vasahnífnum mín- um; en alt af var eg samt með hálfan hugann hjá ánum mínum. Enginn, sem þekkir ekki það af sjálfs sín reynslu. getur gert sér í hugarlund, hve þung byrði liggur á hjarta ungs smaladrengs, er vill stunda verk sitt með dyf?ð og trúmensku. Eng- inn veit, hve tárin hans eru beisk og lieit, þeg- ar hann vantar eitthvað af ánum sínum, þó ekki sé nema ein. Enginn veit, hve mikið hann tek- ur út, þegar hajm verður að híma klæðlítill yfir fénu, úti í stormi og rigningu, frá morgni til kvölds. Enginn veit, hve kalt augnaráð eða vanþakklátt orð getur sært hjarta 'hans., þegar hann loks kemur heim á kvöldin. Enginn veit, hvað hann er dapur, þegar hann verður að fara aleinn, á sunnudagsmorgnana, upp á háls eða upp í fjall, þegar allir aðrir mega lifa og láta eins og þeir vilj.a Enginn sér þetta né skilur til fulls, — nema Guð. v Enginn getur heldur gert sér í hugarlund, hvað smaladrengurinn er glaður, þegar alt leik- ur honum í lvndi; þegar allar ærnar eru vísar, og Veðrið er fagurt; þegar tekið er á móti hon- um með alúð og nærgætni á kvöldin, þegar hann kemur heim. Enginn veit, hvað einveran getur oft og tíðum verið hónum sæl, þ'egar hann er að leika sér, þegar hann skoðar fegurð náttúrunn- ar, jiegar hann lítur up til himins, í hljóðri bæn. Enginn sér þetta né iskilur til fulls,_nema Guð. Það var kominn miðaftan, og eg hafði ekki gefið mér enn tíma til að lesa í Passíusálmun- um mínum. Eg tók þá því úr barmi mínum og fór að lesa. það var ekki í fyrsta ^inni, að bless- aðir Passíusálmamir veittu mér hugsvölun og fró í hjásetunni. Eg fór að hugsa um, iivað mamma mín hefði verið góð, að gefa mér Passíusálmana; en þeg- ar eg liugsaði um mína elskulegu móður, fyltist hjarta mitt djúpri og brennheitri þrá. Mig lang- aði svo til að ejá hana, varpa mér í ástrfkan faðiminn liennar og kyssa hana. Hún var sel- ráðskona í Miðhópi ]>etta sumar. Mér fanst svo langur tími vera liðinn frá því eg hafði séð hana. Eg mintist hennar á hverju kvöldið þeg- ar eg var lagstur út af á koddann, en þá mundi eg líka eftir því, sem hún sagði, þegar hún kvaddi mig. Hún sagði, að eg œtti að elska frelsara minn, og vera gott barn. Síðan kvsti hún á tárvotan vangann á mér. “í dag er laugardagur, og á morgun er sunnudagur; þá geta allir farið, hvert sem þá langar til. En eg? Hér verð eg að hftna allan daginn uppi á hálsi, og fæ ekki að finna þig, eisku mamma mín! Ætli ]>að sé til nokkurs að' hiðja þig, Drottinn minn og frelsari, að lofa ^uér að finna liana mömmu mína á morgun? — Nei, nei, það er ekki til neins. Það mundi eng- inn vilja sitja hjá ánum fyrir mig, og svo hefi eg engan liest, — ó, Guð minn góður, en migv langar þó svo mikið til þess.” Eg greip báðum höndum fyrir andlitið og lagðist á bæn. Haf'i eg nokkurn tíma beðið heitt, þá bað eg lieitt í þetta sinn. En nú kemur atvik, sem eg gleymi aldrei, meðan eg lifi. Eg var ekki fyr staðinn upp, en eg sá livar maður kom hlaupandi suður eftir hálsinum. Hann var ekki nema örfáa faðma frá mér og eg sá að liann bar beizli á hand- leggnnm. Eg flýtti mér að þerra af mér tárin. Nú þekti eg manninn; það var hann Mangi frá Valdarási. Hann kastaði á mig kveðju og mælti: ‘ ‘ Eg kom að Tungu áðan, og Ögmund- ur kaupamaður biður þig að koma lieim með hann Grána sinn í kvöld, því að hann ætlar að ríða austur í Vatnsdal senmma á morgun. Svo átti eg að segja þér, að koma heim með Eauð líha, því að þú átt að fá að fara með honum út að Miðhópi, að finna hana mömmu þína, en Steini ætlar að sitja hjá ánum fyrir þig.” Um reið og hann slepti síðasta orðinu, rétti liann mér beizlið og snæri, sem hann hafði haft í vasa sínum. Síðan hljóp hann skáhalt niður hálsinn, og niður eftir mýrunum. Eg stóð enn þá kvr í sömu sporum, og starði orðlaus af undrun og fögnuði á eftir þessum blessaða boðbera friðarins og hamingjunnar. Eg fór blátt áfram að gráta af gleði, og lofaði Guð fyrir það, að hann skyldi hafa hevrt bæn mína svona fljótt. Loks var eins og eg vaknaði af draumi. Eg sá að það var kominn tími til að reka ærnar heirn. Eg sá það á þvf, hvað sólin var farin að lækka á lofti, og skuggamir sögðu mér það. Eftir dálitla stund var eg kominn heim á kvíaból með ærnar mínar og báða hestana. Eg reið syngjandi, á harðastökki, yfir holt og hæð- ir, mýrar og keldur, og kunni mér ekki lff ti, því að eg hlakkaði svo mikið til morgundagsins. Sólin var að gægjast upp undan fjallinu, þegar við Ögmundur lögðum á stað morguniim eftir. Ó, livað Víðidalurinn var fagur þá! Sól- skinið færðist smátt og smátt yfir vesturhelm- ing dalsins, og elti hoppandi skuggann, sem enn huldi austurhelminginn. Þama rann áin í fögr- um bugðum, speglandi í sér morgungeislana, og þarna sló sólin gullnum roða á hið fagra og ein- kennilega Borgarvirki. Blár reykur leið beint upp í loftið frá hverjum bæ„ því það var blæja- logn. Ögmundur kvaddi mig við.túngarðinn í ]\Iið- hópi og reið austur í Vatnsdal, en eg hélt áfram beina leið upp í selið, þar sem mamma mín var að ba til smjör, skyr og osta úr mjólkinni. Mér fór að hitna um hjartarætur, þegar eg sá selið álengdar. Eg vissi, að þar var mín góða móðir, sem hafði kent mér svo margt gott og fagurt. Mér blandaðist ekki liugur um, að hún, væri bezta manneskjan undir sólunni. Ó, hvað eg lilakkaði nú til að sjá hana! Eg flýtti mér af baki, og hljóp inn í selið. Þar stóð mamma mín á miðju gólfi, innan um mjólkurti'ogin. Svitinn bogaði af enninu á henni, því að hún varð að sinna mjólkinni eins fyrir því þó að sunnudagur væri. Eg varpaði mér í útbreiddan faðminn á henni. Hún þrýsti móðurástarinnar brennandi kossum á vanga minn og vafði mig að brjósti sínu. ‘‘Guði sé lof!” sagði mamma brosandi. “Eg átti ekki von á þér núna, elsku drengurinn minn.” “Eg er nú samt kominn, mamma mín,” svaraði eg, frá mér numinn af fögnuði. — Bernskan. RJÚPAN. Það var logn og glaða sólskin, enda kom það sér vel, því að alt fólkið var í óðaönn að binda og flvtja heim lieyið af engjunum. Aum- ingja hestarnir voru svo þreytulegir, og eg * heyrði stunurnar í þaim, þegar eg tejnndi þá heim að heytóttinni, því að sáturnar voru svo þungar. Um nónbilið ætlaði eg að teyma þá . lieim í hlaðvarpann; þá átti alt fólkið að borða miðdegismatinn í flýti; en þegar eg er á leiðinni heim túnið með liestana, sé eg hvar Nonni litli stendur úti á hlaðinu og gónir uppp í loftið. - “Eg skal berja ykkur. óhræsin vkkar,” org- aði liann. “Því læturðu svona, Nonni?” spurði eg. Nonni starði upp í loftið, og lét sem hann sæi mig ekki. “Eg skal berja ykkur,” sagði hann aftur, og krepti hnefann. Eg hélt, að strákurinn væri nú alveg að ganga af göflun- um. v Það leið samt ekki á löngu, áður en eg fékk að vita hvernig á þessu stóð. Eg heyrði alt í einu ógurlegan vængjaþvt, og leit við; sá eg þá, livar rjúpa kom á fleygi- ferð. Hún þandi vængina eins og hún gat. og flaug í dauðans ofboði undan tveimur fálkum, sem eltu liana með útþöndum klóm og gapandi goggum. Aldrei hefi eg séð annan eins eltinga- leik. Eg gat ekki haft augun af rjúpunni. Við Nonni höfðum ekkert viðþol, af eftirvæntingu að sjá leikslokin. Þarna kom blessuð rjúpan og' stefndi beint á okkur. Það var eins og hún héldi okkur verndarengla, sem gætu hjálpað henni, enda var lienniíralveg óhætt að treysta I okkur Nonna, því að við vildum fegnir hjálpa henni. “Æ, þeir eru að ná henni!” hrópaði Noúni örvæntingarfullur, þegar hann sá, að óðum dró saman með rjúpunni og óvinum hennar. “ó, Guð minn góður, hjálpaðu rjúpunni! ’ andvarpaði eg, þegar mér-+sýndust fálkarnir vera að hremma hana. Alt í einu brevtir rjúp- an stefnu sinni. Hún steypir sér þráðbeint niður. “Ó, hxin er dauð,” sagði Nonni, þegar rjúp- an datt magnlaus niður á hlaðið. “Nei, nei, ekki alveg dauð,” svaraði eg, glaður í bragði, þegar eg sá hvar rjúpan flögr- aði undir kiúðinn á Rauð gamla, og ætlaði að gera hann alveg ærðan; léta hann sér þó ekki alt fvrir brjósti brenna, hann Rauður gamli. Við Nonni höfðum nú annað að gera, en að sinna rjúpunni. Þarna æddum við fi*am á hlaðvarpann, á móti þessum óhræsis-vörgum, og mönuðum þá að berjast við okkur, ef þeir bara þvrðu. Fálkarnir urðu dauðhræddir við okkur Nonna, enda vorum við ekki árennilegir, þar sem við stóðum þarna í hlaðvarpanum með krepta hnefana, sótrauðir af heift og hefndar- gimi. Fálkarnir flugu hátt upp í loftið, og sveim- uðu yfir kirkjuturninum, en ekki flugu þeir burt; nei, nei, þeir voru ekki enn vonlausir um. að þeim tækist að ná í rjúpuna. Þegar okkur Nonna var runnin mesta reið- in, fórum við að gæta að rjúpunni, en gátum hvergi fundið hana. Við leituðum kring um allan bæinn, og fundum hana ekki. Loks datt okkur í hug og gæta inn í skemmuna. Jú, þarna • kúrði auminginn á miðju skemmugólfinu. Við Nonni þorðum ekki að sleppa henni út að svo stöddu, heldur lokuðum við dvrunum vandlega, því að enn sveimuðu fálkamir yfir klrkju- turninum. Þegar eg kom inn, var fólkið að enda við að borða, svo að eg hafði naumast tíma til að glevpa í mig úr skálinni minni. Eg hafði evtt öllum tímanum í þessa fálkaviðureign. En ]>að gengur svo til í heimi þessum, að það verður ekki -vdð öllu séð. Um kvöldið voru fálkarnir horfnir. Þeir hafa víst flogið eitthvað langt, langt í burt, enda hafa þeir séð, að þeir mundu aldrei sækja gull í greipar okkar Nonna. Við Nomii lukum upp skemmudyrunum með mestu varkárni. Við vorum svo hræddir um, að rjúpan mundi fljúga út, en við vildum nú kveðja hana að skilnaði. Þessi grunur var samt ástæðulaus. Rjúpan sat grafkvr. Eg gekk rakleiðís til hennar, tók hana í fang mér og bar hana iit í skemmudyrnar. Hún reyndi að baða vængjunum, en eg tímdi ekki að missa hana. “Ó, hvað eg skal vera góður við þig, ef þú vilt vera hjá mér,” hugsaði eg. “Þá skulu fálkarnir aldrei ná þér. ” En rjúpan vildi heldur fljúga frjáls um geiminn, og eiga hættuna yfir höfði sér, en að vera fangi hjá mér, því að hún unni frelsinu meir en öllu öðra. Rjúpan reyndi nú aftur að baða vængjun- um, en eg hélt henni fast, því að mér fanst svo sárt að skilja við hana. En þegar eg fann, hvað hjartað í henni barðist ákaft, af kvíðanum og hræðslunni, þá féll mér allur ketill í eld. Mér sýndist hún depla tárvotum augunum. Eg lagði hana viðkvæmt að brjósti mínu, og kvaddi liana eins og ungur maður mundi kveðja unnustu sína, sem lfann væri vonlaus um að sjá aftur. í þessu lífi. “Vertu sæl, blessuð rjúpan mín!” sagði eg og slepti öllum tökum. “Vertu sæl!” tók Nonni upp og árnaði lienni allra heilla.. Kvöldroðinn var svo undurfagur. Það var blæjalogn, svo að ekki blakti hár á höfði. Rjúpan sveiflaði sér léttilega út í djúpan og bláan himingeiminn. Hún laugaði vængina í deyjandi kvöldsólargeislunum. Nú var hún frjáls. Við Nonni störðum á eftir henni, með társtorknum augum. Síð^st sáum við örlítinn blett í fjarska. Það var rjúpan; við eygðum hana enn þá, en svo hvarf út í ónedanlegan geiminn — og við vitum ekkert um hana síðan. — Bernskan. KISA. Þegar illa á mér lá og omuðu tárin hvarmi, til mín komstu, kisa grá, og kúrðir mér að banni. Margir segja að söngur þinn sé af verra tagi. Þú hefir samtj sál mér inn sungið dýra bragi. Ekki’ eru að vísu öll þín hljóð eftir réttum nótum, en þau koma kær og góð frá kattarins hjartarótum. Mér finst enginn efi á því, þótt aðrir vilji’ ei trúa, að kattar þeli þínu í þöglar ástir búa. Proíessional Cards DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 645. Winnipeg H. A. BERGMAN ísl. Iög£ræ8ingair. SkrlfBtofa: Roocn Sll MoArttnr Bulldlna, Port&K* Anv P.O. Boz 1656 Phonea: 26 S48 og 26 246 LINDAL, BUHR &STEFÁNSSON Islenzklr lftgfraeðingar. 256 Main St. Tala.: 24 162 pelr hafa etnnig akrlfatnfur að Liundar, Riverton, Olmll og Plney og eru l’ar að hltta & eftlrfylaJ- andl tlmum: Lundar: 'Fyrsta miðvikudag, Rlverton: Fyrsta fimtudac, Oimli: Fyrata miðvikuda*. Piney: Priðja fðatuda* 1 hverrjuxn mðnuði J. Rspar Johnson, B.A., L.L.B., LL.M. (Harv.) tslenzkur lögmaður. Rosevear, Rutherford, Mcln- tosh & Johnson. 910-911 Electric Railw. Cmbra. Winnipeg, Canada Sími: 23 082 Heima: 71 753 Cable Address: Roscum JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Mining Exchange Bldg. Main St. south of Portage Phone: 22 768 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur Skrfstofa: 702 Confederation Life Building Main St. gegnt City Hall Phone: 24 587 SIMPS0N TRANSFER Versla með «(|4-<I>< hanenaíðður. Annaat einnl* um allar tecundlr flutnlnga. 681 Arlington St., Winnipef Bezt þú skilur bömin smá, sem bera þig sér á örmum, við þau mjúkt þú malar þá og mænir á þau í hörmum. Mig liafa glatt þín ljóðin löng, og látið tárin þorna, er þú kvaðst þinn kattarsöng kát um bjarta morgna. Þegar loksins líkaminn legst að föllnum baðmi, kýs eg að vera, kisi minn, köttur í meyjarfaðmi! —Unga Isl. , Gu'ðm. Guðmundsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.