Lögberg - 26.09.1929, Blaðsíða 8

Lögberg - 26.09.1929, Blaðsíða 8
« Bls. 8. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. SEPTEMBER 1929. Veitið athygli! Konur, sem bakið ROBIN HOOD VINNUR MIKINN SIGUR GULL MEOALIA SILFUR MEDALIA 75 FYRSTU VERDLAUN 164 VERDLAUN í ALT Þessi verðlaun voru unnin fyrir sýnishorn af brauð- um, er bokuð voru úr Robin Hood mjöli, og sýnd á sýningunum í Calgary, Edmonton, Regina, Saskatoon, Prince Albert, North Battleford og Brandon. Verð- laun þessi voru fyrir 35 tegundir af brauði og krydd- kökum, í strangri samkepni við margar aðrar mjöl- tegundir. Á hverjum degi berast oss fregnir um að Robin Hood hafi unnið verðlaun á ýmsmum smærri sýningum. RobmHood FI/OUR í BEZTU BRAUÐIN KÖKUR OG KRYDDBRAUÐ Ur bænum Laugardaginn þann 3. ágúst síðastliðinn, voru þau Lárensína Sigward og Edward William Bon- ner, gefin saman í hjónaband, af Rev. W. B. Laughlin. Er brúður- in af íslenzkum ættum. >— Að af- lakinni hjónavjgslunni, lögðu ungu hjónin af stað í bíl, vestur um Sas- katchev(an og Alberta, en þaðan suður í Bandaríki. Að lokinni gift- ingar'förinni, hveirfa ungu hjónin a/tur til Canada og setjast að i Vancouver. Verður heimili þeirra fyrst um sinn að 1084 Robson St. Messur í Vatnabygðum, — 29. sept.: að Mozart kl. 11, Wynyard kl. 3 og Kandahar kl. 7.30. — 6. okt.: Foam Lake kl. 11, Leslie kl. 3 .Elfros (á ensku), kl. 7.30.—All- ir boðnir og velkomnir. Vinsam- legast. Carl J. Olson. Að kveldi þess 19. sept., gaf séra Sig. Ólafsson saman í hjónaband þau Kristjón Kjernested og Sig- ríði N. J. Houson. Fór giftingin fram á heimili foreldra brúður- innar. Mrs. Kjernested er dóttir Mr. og Mrs. Geo. Houson, er búa í sunnanverðri Geysirbygð, en brúð- guminn er sonur Mr. og Mrs. Hall- dór Kjernested, er búa á Kjarna, Frú Sylvia Einarsson, dóttir þeirra Mr. og Mrs. S. K. Hall, sem dvalið hefir hjá foreldrum sínum undanfarna mánuði, lagði af stað heimleiðis síðastliðinn sunnudag. Er heimili þeirra Einarson’s hjóna í Washington, D. C. Séra Jóhann Bjarnason flytur guðsþjónustu að Poplar Park næsta sunnudag. 21. sept. kl. 8 síðdegis, voru þau Cecil William Denham og Jónina Guðrún Búason, gefin saman í hjónaband af séra Carli J. Olson, á heimili hans að Wynyard. Ungu hjónin fóru sama kvöldið til Re- gina og dvelja þar eitthvað. Gunnar Sigfússon stóð upp með brúðgumanum, en Margrét Davíð- son með brúðurinni. Þessi ungu hjón eru bæði myndarlegustu manneskjur og ugglaust eiga góða framtíð fyrir höndum. Hug- heilar hamingjuóskir fylgja þeim. C. J. 0. Sunnudaginn 29. sept. messar séra Haraldur Sigmar í Brown, Man., kl. 2 e. h. Sama sunnudag messar hann líka í Vídalínskirkju kl. 8 að kvöldinu. Allir velkomn- ir- H. S. GJAFIR - , ., „ . , til Jóns Bjarnasonar skóla. í grend við Husavick P. O., Man. i , , t,. . , , , . I Mrs. Bjorg E. Johnson, Wpg. $2.00 Emungis nanustu astvinir voru i , , * ; Mrs. Henry Guðmundsson, viðstaddir gJftinguna. Framtíð- j Minneota, Minn. , . ... , I .LUJllliCUl.il, ÍYXIIIXI.... 12.60 arheimih ungu hjonanna verður í' r,... ... , . i Viðir sofnuður ........... 25.00 Winnipeg. . j Marteinn Jonsson, Ocean Falls, B. C............. Liknarfélagið “Harpa” hefir á- kveðið að stofna til “Whist Drive” í Goodtemplarahúsinu, þann 15. október næstkomandi. The Rose Theatre Management takes great pleasure in announc- ing, that our Electric Novietone Equipment has arrived and is now beiirg’ installed. The same equipm^nt is installed in the Metropolitan and Capitol The- atres. Watch for opening date. The Management. Herra ritstjóri Lögbergs, Einar P. Jónsson, Viljið þér gera svo vel að ljá eft- irfylgjandi línum rúm í blaði yð- ar við tækifæri — Við undirrituð, sem nú erum komin til Seattle, Wash., gátum ekki vel komið því við, að kveðja okkar mörgu og góðu vini í Los Angeles, áður en við lögðum af stað. Viljum við því nú kveðja þá alla með innilegustu alúðar- óskum og hjartans þakklæti fyrir þeirra vinaþel, ástúð og hluttekn- ingu í sorgum okkar, þá guði þókn- aðist að taka til sín okkar ástúð- Iega, hjartkæra aon, Bennie Jó- hannsson. . , Með hjartans vinsemd og virð- ingu, Gunnlaugur Jóhannsson. Ragnhildur G. Jóhanns.aon. 2357 West 70th St. Seattle, Wash. ............ 5.00 Miss Elenora Julius, Gimli 10.00 S. W. Melsted, gjaldkeri skólans. Messur í Vatnabygðum. 29. sept.—••Mozart kl. 11, Wyn- yard kl. 2, Kandahar kl. 7.30. 6. okt.—Foam Lake kl. 11, Leslie kl. 3, Elfros (á ensku). kl. 7. 30. ROSE Sargent and Arllngton Weit End* Finest Theatre THUR. - FRI. - SAT. (This Week) LAUCH'S GALORE BUSTER KEATON in “SPITE MARRIAGE” A Vitaphone Picture, 'in th DOROTHY SEBASTAIN Added.— 100% Talklng, Singing, Dancing Review 100% Talking Screen Snapshots COMEDY «- - PABLES KIDDY’S! LOOK! FREE! 20 passes to the Rose Theatre given at the Saturday Matinee. Also— A Special Western Picture TAKING A CHANCE” Mon., Tues., Wed. (Next week) LON CHANEY i- ii WHERE EISTIS EJtST’ Added— 100% Talking Featurette Falling Starr’s COMEDY - - * NEWS WONDERLAND Cor. Sargent and Sherbrook Doors Open Daily 6.30 Sat. 1.00 p.m. WINNIPEGTS COSIEST NEIOIIBO RHOOD THEATRE. Thur. - Fri. - Sat. (This Week) Mon. - Tues. - Wed. (Next week) Big Double Bill TIM McCOY in “The Desert Rider” and JUNIOR COUGHLIN in “Square Shoulders” Double Bill PHYLLIS HAVER in ‘Sal of Slngapore’ and LENA BASQUETTE COME ACROSS ln að að semja jafn ítarlega skrá, en sízt er hennar vanþörf. Skrá er og um vegalengdir frá Reykjavík til þeirra staða, sem komast má til á bifreiðum. í bókinni er loks getið um tvo menn, er gerðir hafa verið heiðursfélagar. Það eru þeir ögmundur Sigurðsson skóla- stjóri og Daníel Bruun höfuðs- maður. Allur frágangur bókar- innar er hinn prýðilegasti, myndir skýrar og prentun ágæt. Hefir ísafoldar prentsmiðja annast um prentun bókarinnar. Tala félags- manna var á aðalfundi þessa árs 386. Það er alt of lítið. Allir ís- lendingar ættu að gerast félagar. - Með því vinna þeir bezt að bættum samgöngum og fá að auki hina ágætu árbók. Árgjaldið er aðeíns fimm krónur. — Mgbl. Emil Ludwig um upptök heimsstyrjaldarinnar. Takið eftir, kæru vinir, að mess- an að Wynyard verður kl. 2, en ekki kl. 3, eins og vanalega. Nauð- synlegt ^erður að byrja stundvís- lega á þessum tíma, fyrir ástæð- ur, sem eru mjög áríðandi. Guðsþjónustur hafa verið ágæt- lega sóttar, jafnvel á mesta ann- ríkistímanum. Nú er haijn á enda, og vonast eg eftir, að þær verði s^n þá fjölsóttari framvegis, en að undanförnu. ‘Mikið vill meira’. Mér líður bezt, þegar húsin eru troðfull. Komið öll, æfinlega! Bróðurlegast, C. J. Olson. verið fyrir hendi — hefði heims- stjrrjöldinni verið afstýrt, — heimskulegustu og jglæpsamleg- ustu menningarspjöllum verald- arinnar, sem örfáir menn léku sér að að hrinda mannkyninu út í. — Lögr. EINVELDI. ítalíu einveldi er “óverjandi”; Það er bygt á blautum sandi, og blessast ekki í neinu landi. F. R. Johnson. Árbók Ferðafélagsins. Árbók Ferðafélags fslands fyr- ir árið 1929, er nýkomin út. Bókin er hin eigulegasta, prýdd fjölda mynda og prentuð á ágætan paDp- ír. Ferðaöldungurinn ögmundur Sigurðsson, skólastjóri, ritar þar skemtilega og fróðlega grein um Kjalveg, prýdda fjölda mynda frá hlnum einkennilegu og frægu stöð- um á þessari leið. Um Eyfirðinga- veg ritar Björn ólafsson kaup- maður. Leið þessi er með. svip- meiri óbygðarleiðum hér á landi, en erfið eins o‘g fleiri. Loks eru í árbókinni ágætar leiðbeiningar | um fararbeina. Eru þar taldir | upp helztu gististaðii; hér á landi, staðir þar sem hestar fást leigðir og loks bifreiðastöðvar. Um alla staði er tekið fram um verðlag og kostnað. Menn geta ímyndað séö áð mikið erfiði hefir það kost- Um upptök heimsstyrjaldarinn- ar hafa verið skrifuð ósköpin öll. Einhver síðasta bókin um efnið, sem verulega athygli vekur, er eftir Emil Ludwig. En hann er heimsfrægur höfundur fyrir rit sín um Vilhjálm keisara, Napóle- on, Bismark o. fl., og hefir Lög- rétta áður sagt frá sumum þeirra. Ludwig er áreiðanlega einn af fceztu söguriturum nútímans. Þó að rannsóknir hans á einstökum heimildum séu ekki ávalt sérlega rækilegar eða frumlegar, þá eru lýsingar hans upp og ofan sæmi- lega áreiðanlegar eins og gengur og gerist í þessum efnum, og hann fer samvizkusamlega með þær óg hefir óvenjulegan hæfileika til þesb að semja góð yfirlit og lif- andi lýsingar. Sumum þykja lýs- ingar hans reyndar svo lifandi, að þær verði reifaraken.dar meira en gott sé söguriti. Þessa þykir oss gæta 1 hinni nýju bók hans um styrjaldarupp- tökin, eða svo finst að minsta kosti Bretum og Frökkum og hafa þeir (t.d. í Times Literary Sup- plement) bent á ýmsar skekkjur, en segja, að samt sé bókin hin á- hrifamesta lýsing, sem til sé á þessum atburðum. Hverjum er þá heimsstyrjöldin að kenna? öll Evrópa ber ábyrgðina á styrjöldinni, segir Ludwig; það er niðurstaða rannsóknanna í öllum löndum. Það, að Þjóðverjar einir séu sekir, eða Þjóðverjar saklaus- ir, er nú talið barnalegt skraf báðum megin Rínar. Hvaða land vildi stríðið? Við skulum spyrja annars. Hvaða flokkar eða stétt- ir í öllum löndum vildu stríðið, gerðu það mögulegt »eða hpðu jþað? Ef vel er að gáð, segir Lud- ! wig, þá sézt það að öll ábyrgðin 'er hjá stjórnunum, höfðingjunum | — allur almenningur var sak- , laus. Hann segir að ábyrgðar- lleyei stjórnánna gagnvart al- ' menningi, einkum í Austuríki og ' Rússlandi, og að nokkru leyti í , Þýzkalandi og Frakklandi, hafi i verið aðal orsök þess, að unt var ! að koma stríðinu áf stað. Eng- land hafi verið eina landið, þar er heilbrigð og örugg þingræðisá- byrgð hafi verið til, ábyrgð utan- liíkisréðherrans, fyrir stjórninni, stjórnarinnar fyfir þinginu, og þingsins fyrir þjóðinni. Ef sama skipulag og sama ábyrgðartilfinn- ing og í Englandi héfði allstaðar StavaDgur Einn af mestu uppgangsbæjum Noregs nú á síðari tímum, er Stavangur. Bærinn er gamall, en hefir vaxið stórum að; íbúatölu á síðustu áratugum. Það er sagt, að síðustu 100 árin í sögu bæjar- ins megi greina í þrjú tímabil. Á því fyrsta er síldveiðin aðal at- vinnuvegur bæjarins, á öðrum farmenska, en á því þriðja, sem nú stendur yfir, niðursuðuiðnað- urinn. Alt af hefir bærinn sótt megnið af atvinnu sinni til sjáv- arins. Hann liggur vel við sam- göngum, bæði heima fyrir og út á við. Meðan síldveiðarnar voru aðal atvinnuvegurinn, voru gerðar út frá bænum smáskút'ur, er ekki leituðu langt til 'fanga, Iengst út í Norðursjóinn og austur í Eystra- salt. En eftir miðja 19. öldina fara Stavangerskipin að stækka og það ár hefjast siglingar um úthöfin í allar áttir. Varð Stav- angur um eitt skeið næststærsti skipaútgerðarbær í Noregi. J>á voru enn seglskip mest notuð og þóttu Stavangurskipin vel bygð og rennileg, hvar sem þau komu fram. Nokkru eftir miðja öldina, var fyrsta eimskipafélagið stofn- að í Stavangri og lét það smíða lítið eimskip í Englandi, hjólskip, sem. notað var til strandferða, og var tap á útgerð þess. Um 1880 fér eimskipunum að fjölga og nú gerir Eimskipafélag Stavangurs út yfir 20 skip. Á síðustu árum hef- ir þó lítill vöxtur verið í skipaút- gerðinni, en því meiri í niðursuðu iðnaðinum. Það eru ekki nema um 20 ár síð- an þessi iðnaður tók að blómgast svó mjög í Noregi, að hann varð að stóriðnaði, og kveður þar mest að síldarniðursuðunni. Norskar sardínur eru nú orðnar heims- kunn vara og fá meiri og meiri útbreiðslu, en það er fyrst og fremst í Stavangri, sem sá niður- suðuiðnaður hefir þroskast. Fyr- ir nálægt 50 árum var þar fyrst reist lítil niðursuðuverksmiðja, einkum til þess að sjóða niður ket, sem notað var handa skipaflotan- um. En nokkrum árum síðar var farið að sjóða niður norsku smá- síldina, og það fór svo, að hún vann sér álit, smátt og smátt, og varð að útflutningsvöru. Framan af var þetta aðeins smáiðnaður, sem tiltölulega fátt fólk hafði at- vinnu við. En nú er það orðinn vélaiðnaður, rekinn í stórhýsum, sem þúsundir manna starfa í, og þarf fjölda stórskipa til þess að flytja afurðirnar út um heiminn. Nú eru sagðar um 200 niðursuðu- verksmiðjur í Noregi og vinni þar um 12 'þúsundir manna, en út- flutningurinn á síðustu árum 50 miljónir kílóa og% að verðmæti 80 miljónir peseta. Yerksmiðjurnar framleiða auk sardínanna og ann- ara niðursoðinna sílda'rtegunda, sem mest kveður að, einnig fiska- bollur o. fl. i Kunnastar af öllum slíkum. verk- smiðjum eru Bjellandsverksmiðj- urnar í Stavangri, enda er sagt, að þær muni vera eitt hið stærsta fyrirtæki af þv tæi í Evrópu. — Stofnandinn, Chr. Bjelland, er fæddur 1858 og var upphaflega eignalaus maður, stofnaði at- vinnurekstur sinn 1882 með 450 kr. höfuðstól. En það er hann, sem manna mest hefir þroskað niðursuðuiðnað Norðmanna. Saga hans líkist þeim sögum, sem sagð- ar eru af ýmsum auðmönnum Ameríku og fles'tum finst, að varla geti gerst nema í hinum nýja heimi. Frá 1908, hefir son- ur hans, Rögnvaldur, verið með- eigandi og meðstjórnandi fyrir- tækisins. í mörgum bæjum í Vest-1* ur-Noregi eiga nú Bjellandsverk- smiðjurnar í Stavangri útibú, og í sámbandi við þær er rekin skipá- útgerð, fiskiveiðár“b. irl. ml; Það er sagt, að starfsemo Bjellandg hafi alveg mótað Stavangursbæ, eins og hann nú er. — “Bærinn var áður Kjellands, en nú er hann Bjellands,” hefir verið sagt, t>g danska skáldið Hermann- heitinn Bang, á fyrstúr að hafa haft þau orð um Stavangur, til þess að taka fram, hver breyting hefði orðið á bænum frá dögum Alex. Kjellands, en út í frá var bærinn um eitt skeið mest þektur af skáldsögum hans. Alexander L. Kjelland (1849’— 1906)t var fæddur og upp alinn í Stúvangri, og það er sagt, að hann hafi hvergi unað sér vel til lengdar annarsstaðar en þar. En á hans dögum var bærinn lítill og fámennur í % samanburði við það, sem nú er orðið. En Kjel- land er stærsta nafnið, sem Stav- angurs-menn geta eignað sér í bókmentum Noregs. Annað skáld nokkru yngra er einnig fætt og upp alið í Stavangri, en það er Sigbjörn Obstfelder (1866—1900). Stavangursmenn vilja leiða ferðamannastrauminn utan að til bæjarins, endal legu hans svo varið, að þetta virðist eðlilegt. Einkum er þeim nú áhugamál, að áhugamál að flýta Iagningu Suð- urlandsjárnbrautarinnar, frá Os- Ió til Stavangurs, og (elja sinn út undan, er aðal brautirnar um landið voru Iagðar, til Björgvinj- ar og Niðaróss. En Stavangur hefir verið, eins og þegar er sagt, mikill uppgangsbær nú á síðustu áratugunum. — Lögr. FRÁ ISLANDI Um rektorsembættið í Reykja- vík hafa þessir sótt: Þorleifur H. Bjarnason settur rektor, Sig- urður Thoroddsen yfirkennari, Jón ófeigsson yfirkennari, dr. ól- afur Dan. Daníelsson, Bogi, Ólafs- son adjunkt og Pálmi Halinesson kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri. — Mgbl. Þingvallavegurinn nýi um Mosfellsdal, fram með Leir- vogsvatni og Sauðafelli og þaðan FARIÐ AÐ NOTA ELDHÓLFIÐ. Útrýmið kuldanum og látið yður líða vel á kvöldin, með Arctic birki í eldhólfinu, sag- að og kloíið eftir vild. Bezta eldsneyti í borg- inni. Hringið upp og biðjið um dálítið til reynslu. RCTIC ICEsFUELCai 439 PORTAGE ML O*rosd* Hucfoorft PHONE 42321 EF ÞÉR hafið í hyggja að byggja, þá tryggið yður hjá os« TIMBUR The McArthur Lumber & Fuel Co., Ltd. Cor. Princess and Higrgrins Ave., Winnipeg. Sfmi 86 619 Gert í Winnipeg Allar tegundir af rafáhöldum fyrir heimilið. Einnig allskonar aðgerðir. Hlutir silfraðir og nickel litaðir. SÍMI: 24 267 GARRY ELECTRIC FIXTURE CO., LIMITED 120 LOMBARD ST. - WINNIPEG á gamla veginn hjá Þorgerðarflöt, er nú fullgerður, og hefir verið opnaður til umferðar. Er þessi leið miklu fegurri og skemtilegri en hin gamla og er því sennilegt, að allir þeir, sem til Þingvalla fara nú helgina og það sem eftir er sumars, vilji kynnast hinni nýju leið austur um Mosfellsheiði. — Vísir. Eina hótelið er leigir herbergi fyrir $1.00 á dag. — Húsið eld- trygt sem bezt má verða. — Alt með Norðurálfusniði CLUB HOTEL (Gustafson og Wood) 652 | MalnSt. Winnlpeg Ph. 25 738. Skamt norðan viC. C.P.R. stöðina. Reynið oss. Pálmi Pálmason Violinist and Teacher 654 Banning Str. Phone 37 843 Guðrún S. Helgason, A.T.C.M. kennari í Píanóspili og hljómfræði (Theory)' Kenslustofa: 540 Agnes St. Fónn: 31 416 SAFETY TAXICAB C0. LTD. Beztu bílar í veröldinni Til taks dag og nótt. Sann- gjamt verð. Sími, 23 309. Afgreiðsla: Leland Hotel. N. CHARACK, forstjóri. Björg Frederickson Teacher of Piano Telephone: 35 695 Ragnar H. Ragnar Píanókennari Nemendur, er njóta vilja píanó- kenslu hjá Ragnari H. Ragnar, geta byrjað nú þegar. — Nem- endur búnir undir öll próf, bæði byrjendapróf og A. T. C. M. Allar upplýsingar gefnar að kenslustofu 693 Banning St. Phone: 34 785. PRINCESS FLOWER SHOP Laus blóm—Blóm í pottum Blórnskraut fyrir öll tækifæri Sérstaklega fyrir jaröarfarir. COR. SARGENT and VICTOR Phone 36 102 Mrs. M. W. DALMAN Teacher of Pianoforte 778 Victor St. Phone: 22 168 Mrs. B. .H OLSON Teacher of Singing 5. St. James Place Phone 35 076 100 herbergi, með eða án baðs. Sanngjarnt verð. SEYMOUR HOTEL Sími: 28 411 Björt og rúmgóð setustofa. Market og King Street, C. G. Hutchison, eigandi. Winnipeg - Manitoba Heitt vatn á svipstundu með vorum Automatic Gas Water Heater Samkvæmt nýjustu ráðstöfun, hefir verðið á gasi til þess að hita vatn, verið stórkostlega lækkað. Phone 846 712 or 846 775 for further information. On display at our New Appliance Showroom, POWER BtllLDlNG, Portage og Vaughan Sold on Easy Terms. Komið í búðina í Power Building, Portage Ave., eða i búðir vorar að 1841 Portage Ave., St. James, og Morion og Tache’St., St. Boniface. WIHMIPEG ELECTRIC COMPAHY “Your Guarantee of Good Service.’ A tlemand £or Secretaries and Stenographers There is a keen demand for young women qualified to assume stenographic and secretarial duties. Our instruction develops’ the extra skill required for the higher positions, and assures your rapid advancement. It gives you the prestige of real college training, and the advantage of facilities no other institution can duplicate. Shorthand for Young Men For young men who can write shorthand and do typewriting accurately and rapidly, there is a greater demand than we can supply. Male stenographers come directly in touch with managers and, through thie personal contact, they soon acquire a knowledge of business details, which lay the foundation of their rapid advancement to higher positions. We strongly urge boys of High School education to study Snorthand and Typewriting. Male Stenographers are scarce. There is also a splendid demand for Bookkeepers and Accountants. ENROLL AT ANY TIME Day and Night Classes Corner Portage Ave. and Edmonton St. WINNIPEG Phone: 25 843 MANITOBA *•

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.