Lögberg - 26.09.1929, Blaðsíða 5

Lögberg - 26.09.1929, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. SEPTEMBER ’ 1929. i Bls. 5, í meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co.y Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. sinni isbjörg, móberg og mela. En bergskorninginn i tfjallinu rífur straumurinn sundur sem fúinn raft, kastar björgunum úr fjall- inu og molar þau eins og brunnið kol á klöppunum fyrir neðan. Hinn ógurlegi vatnskraftur með ísbjörg og grjótbjörg þúsundir smálesta í 'fari sínu, rífur klapp- irnar fyrir neðan, sker sundur bergið og myndar sér þar farveg. Björgin, sem straumurinn hefir rifið upp úr klöppunum, liggja eins og hráviði út um allar eyr- ar. Nú er eðlileg útrás frá Haga- vatni, og áin rennur fram róleg og lygn í þeim farvégi, sem jöt- unumbrot vatnsins hafa myndað. Áin er lík að vatpsmagni og Ell- iðaárnar. í gljúfri því, sem vatn- 'it hefir rifið sundur gegnum fjallið, hefir myndast mikill og einkennilegur foss, urh hunrað metra hrá. Fellur hann fyrst nið- ur 25 metra í víðri hvelfing ofan á bergpall mikinn og þaðan í 75 metra háum breiðum streng nið- ur í otn gljúfursins. Fossinn er nærri inniluktur í gljúfrinu og sézt ekki þegar að er komið að sunnanverðu við ána. En norð- atimegin sést hann vel. Hann er mjkilúðlegur) og tignarlegur. Vatnsúðinn þyrlast um alt gilið og þegar sólin skín á fossinn lýs- ist alt gljúfrið af rauðgyltum úða- sveipum, en margir regnbogar stórjr og hreinir speglast í úðan- um. Við gáfum fossinum nafn og. kölluðum hann Leynifoss. Eins og áður er skýrt frá, hefio vatnshlaupið rutt sér farveg gegn um klappirnar fyrir neðan foss- inn. Farvegur sá er 50 metrá langur, 15 metra breiður og sjö metra djúpur. Er eins og klapp- irnar hafi verið skornar eftir linu, svo beint og hreinlega er bergið molað sundur eftir hlaup- ið. Björg þau, sem liggja nú fyrir framan á eyrunum og í far- veginum, bera merki eins og þau hafi verið rifin sudur. Uppi á fjallinu, þar sem vatnið hefir nú útrás sína, hefir jökull- inn sprungið sundur og liggja eftir í- farveginum nokkur stór jökulbjörg, sem vatnsstraumurinn hefi ekki getað tekið með sér, eða hafa brotnað úr jöklinum eftir að mesta flóðið var um garð gengið. Þegar komið er upp á fjalllð, skín jökullinn við og lítur út eins og ógurlega mikill veggui> af gömlum hvítasykri. Sést óvíða jafnhvjtur, ósprunginn og sléttur skriðjökull og við Hagavatn: — Þessi mikli jökulveggur lítur út eins og sneitt hafi verið framan af honum með hníf. Hagavatn hefir lækkað um níu til tíu metra eftir að hlaupið hófst. Mun ekki ofreiknað að á- ætla vatnsmagnið, sem farið hef- ir í hlaupinu, um tvö hundruð miljónir smálesta. Er ekki að undra, 'þótt eitthvað hafi orðið undan að láta, þegar slíkt heljar- vatnsmagn brýst fram og niður af 100 metra hæð. Stórt landflæmi, sem legið hef- ij- undir jökulvatnin.u í tugi ára, hefir nú þornað og gengur eins og nes út-í vatnið. Suður og vest- urströnd vatnsins, sem veit að hrauninu, hefir þornað upp, svo það eru 40—60 metrar frá gömlu vatnslínunni og þangað sem vatn- ið er nú. Stórir ísjakar, setn áður hafa verið á floti í vatninu, standa nú á þurru og gráta sig til þurðar í sólskininu. Afrenslið frá vatninu og þar til það steypist ofan í gljúfrið af fjallsöxlinni, er um 40—500 m. langt og 50 metra breitt. — Yfir mest af þessum farvegi lá jökull- inn fyrir hlaupið. Fyrir 27 árum kom hlaup úr Hagavatni. Þeir sem eftir því hlaupi muna, segja að það hafi ekki verið nærri eins^ mikið og þetta siðasta. Vafalaust verða mörg ár þang- að til jökullinn getur aftur farið að hefta útrás vatnsins. Leyni- foss getur því enn í mörg ár látið gljúfrin titra í kringum sig og sveipað um sig regnbogunum. En að því kemur að jökullinn Þorbjörg Guðmundsdóttir Eorgfjörð fædd 25. sept. 1854, dáin 19. nóv. 1928. “Þegar hjartans helga dóma hjúpa þungbrýn. skýjadrög, þreyttri sálu þýðast hljóma __ þessi kæru, gömlu lög.’’ Guðm. Guðmundss. I. “M^nnlífið er eins og marg- raddað lag,” segir Jóhann skáld Sigurjónsson: “falli ein rödd- in úr, þá finnur maður æfinlega til saknaðar.” Sé þessi líking viðeigandi um mannlífið í heild sinni, þá er hún það einkum og sérstaklega, þegar talað er um lif okkar Vestur-,fslendinga. Frumlegi, íslenzki blærinn hverfur smátt og smátt, ein röddin þagnar á fætur annari og við finnum til þess, að þau lækka og hljóðna, "þessi kæru, gömlu lög.” II. Þorjörg Guðmundsdóttir Borg- fjörð var fædd 23. september 1854, að Skeggjastöðum á Ströndum í Norður-Múlasýslu. Foreldrar hennar voru: Guð- mundur Árnason að Gestsstöð- um í Fáskrúðsfirði á Ströndum og Kristín Jónsdóttir, ' kona hans. Þegar Þorbjörg var sjö ára, misti hún föður sin og var eft- ir það hjá móður sinni a&eins í tvö ár; þá fluttist hún til Maríu háífsystur sinnar og var hjá henni til seytján ára aldurs; fór hún þá til Eyjólfs MÁgnús- sonar föður Gunnsteins heitins Skálds. í októermánuði giftist hún Sveini Guðmundssyni Ásmunds- Sonar bónda á Hrærekslæk í Hjróarstungu og Ingibjargar Sveinsdóttur konu hans (var Jón sterki í Höfn langafi Ingi- bjargar).. V Þau hjón, Sveinn og Þorbjörg, fluttu vestur um haf árið 1894, settist að skamt frá Lundar, og bjuggu í þeirri bygð allan sinn búskap, fyrst um 20 ár þar sem kallað er að 18, og fluttu svo inn í Lundar-þorpið 1920. Þau feignuðust fjögur börn, sem eru á lífi: Ásmundur að Lundar, kvæntur Halldóru Oli- ver; Kristján Vilhjálmur að þundar, Ingijörg, gift Ramsey smjörgerðarmanni að Árborg; Anna Sigríður, gift Jóni Björnssyni trésmið að Lundar. Auk barna sinna ólu þau upp Guðmund Guðmundsson Nor- dal. Eins og fyr er sagt, andaðist Þorbjörg 19. nóvember 1928, og var jarðsett að Lundar 23. sama mánaðar, a'f áéra H. J. Leo, að viðstöddu fjölmenni. Þorbjörg sál. var merkileg kona að mörgu leyti, þótt ekki bæri mikið á henni í félags- skap; hún var ein þessara sanníslenzku, fórnfúsu kvenna, sem alt gat lagt í sölurnar fyr- ir böfn sín og vandafólkið; en hús þeirra hjóna var opið og velkomið hverjum, sem að garði þar, og aldrei öðru en gleði og góðu viðmóti að mæta. III. Inst í hjörtum allra þinna einkavina geymd þú skalt; vertu sæl, og þúsund þakkir, þakkir fyrir líf þitt alt.. , Dagur liðinn, lokið störfum, ljósin slokknuð, sofðu rótt. Vinir þeir, sem vaka lengur, verk þín blessa,—góða nótt. Sig. Júl. Jóhannesson. verður vatninu ofjarl og lokar það aftur inni. Og sagan endur- tekur sig. Björn Ólafsson. * * * Um Tungufljót. Tungufljót hét áður Kalda- kvísl, og verður ekkert um sagt með vissu, hVenær þessi; nafn- breyting varð. Upphaf fljótsins er í austanverðri Haukadalsheiði, uppsprettulindir þar í heiðarhjall- anum, Fljótsbotnum. En. skamt frá, er þessar Iindir eru komnar í einn farveg, rennur Ásbrandsá í Tungufljót. Hún kemur úr Sand- vatni, sem liggur ,á söndunum norður af Haukadalsheiði, en i Sandvatn rennur “Farið” úr Hagavatni, eins og frá Verður sagt. Eftir að Ásbrandsá er kom- in í Tungufljót, renna í það nokkr- ar smærri ár úr Haukadal norð- anverðum, og þegar það er kom- ið niður í Tungurnar, er það orð- ið vatnsmikið. Hefir það löngum verið slæmur farartálmi, þar sem það klýfur sundur stóra sveit, sem að öðru leyti er líka innilokuð á milli stórvatna. Vöðin á Tungufljóti hafa alla- tíma verið breytileg, og raunar að efns eitt vað, sem alt af hefir haldist. Það var þó noKkur sam- göngubót, þegar brúin var bygð yfir Tungufljót 1907, en til hag- kvæmai og almennari nota verð- ur þó brúin, sem væntanlega verð- ur sett yfir það í haust. Meðfram Tungufljóti, neðan- vert, eru hin miklu engjalönd Bræðratungu, Pollengi, en flæði- hætt er þar, því landið liggur nær í jafnhæð við fljótið. Eru og beggja vegna við það slægjulönd nokkurra jarða þar, sem mestar skemdir urðu á í þessu flóði. (Um langan aldur hefir þessi á verið kölluð Árbrandsá, og svo er gert á uppdrætti íslands, en sjálfsagt er Ásbrandsá rétta nafn- ið„ og mætti vera að áin væri heitin eftir Ásbrandi Þorbrands- syni, en þeir feðgar námu land þarna og settu fyrst bygð í Hauka- dal.) Skemdir eftir flóðið. Þá er flóðið féll niður á sand- ana austur af Fagradalsfjalli og Einifelli, hækkaði svo í Sand- vatni, að nokkur kvísl fljótsins rann austur sandana þaðan og í Sandá, en með henni í Hvítá. Var foráttuvöxtur í Hvitá fyrir það. En megin hluti fljótsins fór eftir “Farinu” i Ásbrandsá og svo S Tungufljót. Varð það fljót geysi- mikið, svo að um kl. 8 á föstudags morguninn'tók brúna af, og var brúin þó 3.50 metra yfir venju- legu vatnsborði. En um nóttina áður hefir jökulhaftið sprungið og flóðið runnið fram, því þá heyrðust dynkir í þeirri átt á efstu bæjum í Biskupstungum. Tungufljót er nokkuð lægra en landið í sveitinni ofanverðri, þar flóði það því ekki víða upp, og ekki til skaða, nema á Almenning fyir neðan Haukadal. Þar rann það inn í fjárhús og heyhlöðu, og skemdist heyið. En þegar kom neðar flæddi það yfir alt lág- lendi, Pollengi hjá Bræðratungu þau engjalönd öll, er þar eru sam- hliða. Varð geysimikið tjón af þessu. Tók í burtu alt hey er þar lá, en það var mikið, mest um 200 hesta frá bæ, en 11 bændur mistu þar hey sín. Þó var það tjón meira, að engjalandið gjðrspiltist alt, svo ekki verður nytjað í sum- ar og ekki um næstu ár. Sumt af því vegna sands og moldar, sem barst með fljótinu. Liggur 40 cm. þykt lag af þeim aur yfir stórum svæðum, en jökulleðja þar sem minna er. —• Svo má ætla, eftir því, sem næst verður komist, að vatnsmagn fljótsins hafi tólffald- ast í flóðinu, þegar það var mest. Fyrri flóð í Tungufljóti. Þó að þetta flóð sé miklu meira en sagnir eru um áður, þá hafa mikil vatnsflóð komið í Tungu- fljót fyr. í jarðabók Árna , Magnússonar er getið um spjöll á engjum í Biskupstungum, fyrir jökulflóð í fljótinu. (Sjá um Vatnsleysu).. Og í minni eldri manna núlifandi hafa tvisvar komið flóð í Tungu- fljót fyr. Hið fyrra var um 1884 og gerði I þá nokkurn skaða, en síðar varð meira flóð 1902. En hvorttveggja var þá, að það flóð var að mikl- um mun minna en nú, og hitt, að þá var meira liðið á sumar, önd- verður september, enda varð miss- ir heyja og engjalanda miklu minni en nú. Að sjálfsögðu háfa öll þessi flóð komið fyrir þá sök, sem nú er, að jökullinn hefir sigið fyrir farveg- inn við fjallið, en vatnið svo sprengt jökulhaftið sundur. Það má telja víst, að svo verði enn, þó ekki verði um sagt, hve langan tíma það tekur. En eftir flóðið 1902, var jökulttnn 10 ár að fylla farveginn og stífla framrensli vatnsins, en 17 ár hefir vatnið haldist jnni og hækkað, þar til nú að þessi jökulstífla sprakk. Má því vel vera, að nú líði 30 ár til næsta flóðs, þó ekki verði vitan- lega sagt um slíkt með neinni vissu. En því lengur, sem líður milli flóða, þess stærri verða þau. Þorsteinn Þórarinsson. —Mgbl. Róður skólanámsgrein. Að æfa íþrótt, hverju nafni sem hún nefnist, skapar þrótt og þol og eykur því starfshæfni. Þess vegna hafa a'llar íþróttaiðkanir óbeina hagræna þýðing fyrir þjóð- félagið. Auk þess eru sumar í- þróttir þannig, að þjóðirnar geta ekki án þeirra verið, vegna at- vinnu sinnar og lífsbaráttu. Slík íþrótt er róðurinn fyrir okk- ur íslendinga. Öll okkar fiski- mannastétt hefir fram að þessu fengið bróðurpartinn af líkams- uppeldi sínu við árarnar. En nú hefir vélmenningin með öllum sínum kostum og göllum hertekið þennan atvinnuveg, svo að segja alveg. Og því er spurningin: Við hvað eiga nú hinir upprennandi sjómenn að efla orku sína og þrótt — þegar áranna gerist ekki lengur þörf við hin daglegu störf? Stoltir erum við að því, að eiga einhverja hina harðfengustu og hraustustu sjómannastétt, sem til er i heiminum. En hvernig hefir þessi stétt þroskast? Við brimróður og harð- ræði viðsvegar við strendur landsins. Og hvernig verður nú, þegar róðrinum, þessari þróttgef- andi íþrótt, er sjómennirnir hafa iðkað af blákaldri þörf frá blautu barnsbeini, er skyndilega kipt burt úr uppeldi þeirra og ekkert látið í staðinn? Það þarf ekki mikla þekkingu á þróunarlögmáli manna og dýra, til að sjá hvernig þetta hlýtur að fara. óhjákvæmilega hlýtur stéttin, ef ekkert er að gert, að missa mátt .smátt og og úrkynjast. En hvað á þá að gera til að bæta upp þetta tap, sem vélarnar valda? Það á að gera róður að föstum lið í uppeldisstarfseminhi. Við elgum að kenna og æfa róð- ur í öllum skólum þessa lands, þar sem því verður við komið. Hver sú þjóð, er þekkir sínar eigin þarfir, og veit hvers ber að vænta af uppeldi, haga þeirri starfsemi með þarfirnar fyrir augum. Nú er það augljóst, að mjög mikill hluti þeirra unglinga, l er alast upp við sjávarsíðuna, verða sjómenn. Og líka er hitt kunnugt, að þrátt fyrir allar vél- arnar, er fleyta áfram flotum vor- um, þá geta þau atvik altaf kom- ið fyrir, að sjómennirnir þurfi að grípa til áranna og geta þá átt líf sitt undir því, að kunna vel að neyta þeiyra. Vaxandi sjómanni er því nauðSyn, að læra að róa. Fyrst og fremst af því, að róðrar- kunnáttuna geta oft og einatt ver- ið honum lífsnauðsyn. Og í öðru lagi hefir langavarandi Ireynsla sýnt okkur, að það, að æfa róð- ur, er einhver só allra bezti und- irbúningur, er sjómaður getur fengið undir sitt erfiða og áhættu- sama lífsstarf. Og varla verða bornar á það brigður, að sjómannastéttin hafi aflað svo mikilla auðæfa fyrir þessa þjóð, að hún eigi kröfu til þess, að vera ekki lakar undirbú- in til starfs síns af hálfu hins op- inbera, en ‘aðrar stéttir. Enda ætti þjóðfélagið að sjá sinn eigin hag í því< En eins og nú standa sakir, hefit ungur sjómaður, sem ekki kann að róa, ekkert tækifæri til þess, að læra það, hvað þá að hann geti æft róður í frístundum sínum, sér til ánægju og hreysti- auka. Reykjavíkurborg hefir risjð, svo voldug og sterk sem hún er, að mestu fyrir atgerðir sjómann- anna. — Tilvera hennar byggist að mestu á þeim. Það væri því hvorttveggja í senn hagsmuna og metnaðarmál fyrir þetta bæjarfé- lag, að hefjast nú þegar handa og gera eitthvað til viðhalds og eflingar sjómannastéttinni. Þess vegna ætti bæjarstjórn Reykjavíkur nú að láta byggja 4—>6 létta og liðlega báta, er állir væru nákvæmlega eins, handa drengjum úr efstu bekkjum barnaskólans, til að æfa sig á, undir stjórn kennara, er kann vel að róa. Og slíkt hið sama ætti að komast á í öðrum skólum. Eg sakl geta þess strax, til að fyriryggja misskilning, að eg ætl- ast tfl, að þessir bátar verði sem svipaðastir venjulegum bátum. Geri,eg það af því, að mér er ljóst, að ýmsir, er hafa áhuga fyrir því, að róður verði notaður í þágu uppeldisins, halda að til þess verði heppilegastur svo kall- aðir kappróðrarbátar, sem tíðkast erlendis. Bátar þessir eru bygðir með það eitt fyrir augum, að geta náð sem allra mestri ferð á sléttu vatni; þeir eru með rennisætum I og á ýmsan hátt útbúnir öðru vísi en venjulegir bátar, enda þarf líka að róa þeim á talsvert annan veg. Þeir eru mjög dýrir og endingar- litlir, nema því betur sé með þá farið. Og auk þess lærist ekki á þeim sá venjulegi hagnýti róður, er hver sj>maður þarf að kunna. Það er^því alt sem mælir með því að notaðir verði bátar eins og eg hefi bent á. Þeir eru tveimur þriðju hlutum ódýrari og marg- falt endingarbetri. Á þeim lærist sá róður, er alt af getur komið að $2£>*00 Nœgja til að kaupa endurgerða Phonographs hjá McLEAN VICTORS COLUMBIAS EDISONS BRUNSWICKS SONORAS m Kostvðu áður $200 til $350. Seijast nú á $25°° þœgilegir borgunarskilmálar J. J. H. McLEAN 329 Portage Ave. 419 Academy Rd. löth Street, Brandon CUNARD LINE 1840—1929 Elzta eimskipafélagið, sem siglir trá Canada. 1M53 Jaspor Are. EDMONTON 100 Plnder Block SASKATOON 401 Lsncaster Bldft. CALGARY 270 Maln St. WINNIPEG. Man. 36 Welllnaton St. W. TORONTO, Ont. 227 St. Sacratnent St Ctinard línan veitir ágætar sam- göngur milli Canada og Noregs, Svi- þjóðar og Danmerkur, bæði til og frá Montreal og Quebec. Eitt, sem mælir með því að ferðast með þessari linu, er það, hve þægilegt er að koma við í London, stærstu borg heimsins. Cunard linan hefir sérstaka inn- flutningaskrifstofu í Winnipeg, fyrir Norðurlönd. Skrifstofustjórinn er Mr. Carl Jacobsen, sem útvegar bænd- um íslenzkt vinnufólk vinnumenn og vinnuíkonur, eða beilar fjölskyldur.— Það fer vel um frændur yðar og vini, ef þeir koma til Canada með Cunard línunni. Skrifið á ýðar eigin máli, eftir upp- lýsingum og sendið bréfin á þann stað, ser^ gefinn er hér að neðan. öllum fyrirspurnum svarað fljótt og yður að kostnaðarlausu. gagni, og þeir gefa eins góða æf- ingu og hinir. Fyrir auðug í- þróttafélög, er líta á íþróttina eins og markaðsVöru, en ekki sem meðal, geta þessir dýru bátar ver- ið góðir. Slíkt sport er skemtilegt, en hefir „aldrei neina verulega þýðingu fyrir þjóðfélagið. Ef hið opinbera, sem eg fastlega vona, tekur róðurinn á stefnuskrá skól- anna, þá er alveg augljóst, að sjálfsagt er, að fara eftir því, er eg hefi bent á, um bátaval; það verður ódýrast og um leið nota- drýgst. Undanfarin tíu ár hefi eg haft á hendi íþróttakenslu hér í bæn- um, og hefi því haft betri að- stöðu en flestir aðrir til að kynn- ast þroska hinna uppvaxandi Rdykvíkinga. Og eg verð að segja það, eins og það er, að það sem eg hefi séð og fundið á þessu sviði, er nrér mikið umhugsunar- efni. Og ekki held eg að geti far- ið hjá því, að vanræksla þessa bæjarfélags um um líkamsuppeldi æskulýðsins komi því í koll fyr eða síðar. Sérstaklega vantar hér hollar úti-íþróttir fyrir unglinga á vorin og að sumrinu. Af slík- um íþróttum eru engar betri en sund og róður. Vona eg því, að skólanefndir og bæjarstjórnir taki þessar tillög- ur mínar til athugunar og láti ekki langt verða að bíða fram- kvæmda. Útgerðarfélögum bæjarins og Sj,ómannafélaginu treysti eg til, íð fylgja þessu máli fast fram til sigurs. Vald. Sveinbj. —Vísir. MARTIN & CO.- HIN 9. ARSUTSALA Ef þér aðeins kynnið yður hið mikla úrval, sem vér höfum á þessari útsölu, munuð þér áreiðanlega gera yður gott af kjörkaupunum. Er hér um að ræða það mesta úrval af haust- og vetrarfatnaði, sem hugsast getur. MIKILL SPARNAÐUR og auðreldir borgunarskilmálar Fyrir út í hönd getið þér fest kaup í hvaða fati sem er í búð vorri, alt að $50.00 virði. Með því að borga örlítið niður, geymum vér fyrir yður það, sem þér kaupið, þangað til yður ^r hægast með að taka fötin. Kvenfatnaðir Tau-yfirhafnir Með loðskinns börmum, Fallegt snið. Stærðir frá 14 til 48. $19.75 til $75.00 LOÐ-YFIRHAFNIR 10% niður, og afgangurinn í vlkuleg- um afborgunum, eða mánaðarlega. — Litið eftir aðgerðinni í heilt ár. $65.00 til $265.00 KJÓLAR Fallegir og af nýjustu gerð Vér höfum stærðir og snið við allra hæfi. $12.75 $15.75 $19.75 $24.75 $29.50 $35.00 KAR LM ANN AFATNADIR ALFATNAÐIR Röndóttir, köflóttir, Serges, Worsted og Tweeds einhnept- ir og tvíhneptir. Þessi föt eru ábyrgst. \ $29.50 til $49.50 Búðin opin til kl. |YFIRHAFNIR Barrymores, Tweeds, Chip- chillls og margar aðrar beztu og fegurstu tegundir. $19.75 til $75.00 Borgið smátt og smátt 10 á laugardögum. MARTIN <S> CO. EASY PAYMENTS LTD. 2nd Floor Wpg. Piano Bldg. — Portage and Hargrave

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.