Lögberg - 26.09.1929, Blaðsíða 6
BIs. 6.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. SEPTEMBER 1929.
Mánadalurinn
EFTIR
JACK LONDON.
“Það er eins líklegt, að eg vinni þetta veð-
xnál,r’ sagði Hazar. “En það vona eg, að þeir
hálsbrjóti sig ekki á þessu. Þetta vildi eg ekki
reyna, þó alt gull veraldarinnar væri í boði.”
‘ ‘ En þú leggur þig í alveg eins mikla hættu,
þegar þú ert að synda í briminu,” sagði konan
hans.
“Það held eg nú varla,” sagði hann. “Að
minsta kosti er ekki eins hátt fallið.”
Þeir Willi og Hall höfðu horfið úr augsýn
um stund og enginn efaði, að Hall mundi nú
vera kominn töluvert £ undan. Hazard var viss
um það, eins og hitt fólkið. t
Þegar þeir komu aftur í IjósTnál. glaðnaði
heldur en ekki yfir Hazard. Hall var að vísu
enn á undan, en Willi var rétt á hælunum á hon-
um, og þegar þeir komu til hins fólksins, voru
þeir jafnir, og hafði Willi því unnið, því hann
fór seinna á stað.
“Þetta var hara einhver tilvlijun,” sagði
Willi. “Eg er eins fljótur eins og eg býst við
að eg verði, en hann er fljótari en eg hélt.
Hann mundi hafa haft 'betur, ef ekki hefði vilj-
að svo til, að 'brimið tafði hann svolítið, og þá
náði eg honum. ’
“Það er ekkert um það að tala, að þú hefir
unnið og það heiðarlega, og þér ber veðféð,”
sagði Hall.
“Það var tilviljun,” sagði Willi.
Þessi þræta endaði með því, að allir voru á
einu máli um það, að Willi hefði unnið og allir
voru ánægðir með úrslitin.
Eftir litla stund, fóru þeir Jim Hazard og
Hall að synda í .sjónum. Þeir svntu út í sker- *
in, sem þar voru skamt fram undan, og ráku
burtu selina, sem þar voru. Willi svnti á eftir
þeim og hann synti svo knálega, að Mrs. Haz-
ard varð að orði, þegar hann kom aftur: “Því
ekki að vera í 'Carmel í vetur? Jim mundi vera
fús að hjálpa þér til að verða fyrirtaks sund-
maður og hann langar ósköp mikið til að læra
hnefaleik af þér. Hann þarf að hafa einhverj-
ar slíkar líkamsæfingar. ” *
Um sólsetursleytið tók fólkið saman það sem
það hafði meðferðis og lagði af stað, sumt
kevrandi og sumt ríðandi. Willi og Saxon
horfðu á eftir þeim, þangað til þau hurfu á bak
við fvrstu hæðina. Þá lagðist Willi í sandinn
og tevgði úr sér.
“Svona þreyttur held eg að eg hafi aldrei
verið,” sagði hAnn. “En það má eg segja þér,
að þétta er ánægjulegasti dagurinn, sem eg
hefi lifað á æfi mtimi. Það borgar sig að lifa
tuttugu ár fyrir einn slíkan dag.”
Hann rétti Saxon hendina.
“Eg var svo fjar.skalega stolt af þér í dag,
Willi, ” sagði hiin. “Eg hefi aldyei fyr séð þig
leika hnefaleik. líg vissi ekki hvemig hann
var. Þú hafðir algerlega yfirhöndina í þessum
leik, en gættu þess, að fara þó ekki illa með
hinn manninn’ og meiða hann ekki. Alt fólkið
gat haft ánægju af að horfa á þetta og það
gerði það. ”
“Eg má segja þér, að þessu fólki þótti mik-
ið til þín koma og féll vel við þig. Þegar þið
voruð að ayngja þá gerðir þú langbezt af öllum.
Konunum þótti mikið.í þig varið, og það liefir
mikið að þýða.”
Þetta var eiginlega í fyrsta sinn, sem þau
höfðu tekið nokkum verulegan þátt í samkvæm-
islífinu, og þeim fell það vel.
“Mr Hall sagðist hafa lesið kvæði móður
minnar, og hann sagði, að það væri vemlegur
skáldskapur í þeim,-” sagði Saxon. “Hann
sagði, að það hefði verið margt merkilegt fólk,
sem tluzt hefði hér vestur. Hann sýnist vita
skil á öllum, sem vestur komu, og sagðist eiga
merkilega Iwk um þetta lándnám hér á strönd-
inni, sem hann skyldi sýna mér, ef við kæmum
aftur til Carmel.”
“Hann vill að við komum aftur,” sagði
Willi. “Veiztu hvað hann sagði við mig,
Saxon? Haiin gaf mér bréf til einhvers ná-
unga, sem situr á heimilisréttarlandi þarna .suð-
ur frá. Hann er einn af þessum skáldum. Hjá
honum getum við verið, ef það fer að rigna til
muna. En það, sem eg ætlaði mér að segja, var
það, að liann sagðist ihafa lítið hús, sem hann
hefði verið í, þegar hann var að láta byggja.
‘ Járnkarlinn ’ er í því núna, en hann ætlar að
fara á einhvem kaþólskan prestaskóla og verða
prestur eða munkur eða eitthvað ])ess konar,
og Hall sagði við mættum hafa hjisið eins lengi
og Við vildum. Hann sagði að eg gæti unnið '
fy.rir mér eins og maðurinn, sem er þar nú.
Hann var ósköp góður, þegar liann var að
bjóða mér vinnu. Hann sagði, að það væri
ekki eiginlega um mikla atvinnu að gera, en
nægilega til að geta komist af. Hann sagði, að
gaúi hjálpað sér við kartöflurnar og ýmis-
legt fleira. En þegar eg sagði honum, að eg
gæti klofið í eldinn, þá tók hann það fjarri, því
það*sagði hann að væri sitt verk, og það léti
hann engan annan gera. ”
‘Aírs Hall sagði hér um bil það sama við
mig, Willi,” sagði Saxon. “Hún sagði, að það
viæri gott fyrir okkur aðvera í Carmel, meðan
rigningarnar væru, og þá gætir þú æft þig í að
synda með Mr. Hazard.”
“Það lítur út fyrir, að við eigum kost á að
p^^'ast að svona hér um bil hvar sem er. Car-
mel er þriðji staðurinn, þar sem mér hefir ver-
ið verið boðin vinna og húsnæði. Maður þarf
svo sem ekki að óttast atvinnuleysi í sveit-
inni,” sagði Willi.
“Ekki duglegir menn,” bætti Saxon við.
“Það býst eg við að rétt sé. En samt sem
áður, þá hafa allir betra tækifæri í sveitinni,
heldur en í bænum.”
“Mér hefir aldrei dottið í hug, að svona
gott og skemtilegt fólk væri til, eins og við
höfum kjmst á þessu ferðalagi,” sagði Saxon.
“Það er alveg merkilegt, þegar maður fer að
hugsa um það.”
“Þessi maður Hall, er rétt eins og maður
gæti búist við af skáldi, sem getur látið sér
detta það í hug, að fella mann, sem er að reyna
sig að hlaupa, og ]>að á skemtisamkomu, sem Ir-
ar standa fvrir,” sagði Willi. “Hans félagar
liljóta að vera líkir honum, því hann hefir á-
reiðanlega mikil áhiúf á þá, sem með honum
eru. Systir hans er dæmalaust falleg stúlka og
þá konan hans ekki síður. ”
Eftir að þau höfðu legið þarna dálítið leng-
ur í sandinum og hvílt sig, varð Willa þetta að
orði: “Hevrðu, Saxon. Mér er sama þó eg
sjái aldrei kvikmyndir héðan í frá.”
IX. KAPITULI.
Þau Saxon og Willi voru nokkrar vikijr til
og frá suður með ströndinni og uppi í dölun-
um, áður en þau komu aftur til Carmel. Þau
höfðu dvalið hjá Hapler, skáldinu sem bjó í
“Marmara húsinu”, sem liann hafði bvgt með
eigin höndum. Þessi einkennilega bygging var
bara eitt herbergi, en húsið var bvgt næstum
eingöngu úr hvítum maimara. Eldavél var
engin, en hlóðir voru þar í einu horninu, gerð-
ar úr marmara eins og veggirnir, og }>ar eldaði
skáldið matinn sinn. Bókahyllur voru margar,
og liafði hann búið þær til sjálfur úr rauðavið
og þakið á húsinu var úr sama efni. Það var
tjaldað fvrir eitt hornið á þessu eina herbergi
og það var eini staðurinn í húsinu, sem Saxon
gat verið út af fyrir sig. Skáldið yar rétt í
þann veginn að fara til San Francisoo og svo
til New York, en frestaði ferðinni dálítið til að
fræða þau um það, sem hann hélt að þau þvrftu
helzt að vita, og til að sýna Willa heimilisrétt-
arlöndin þar í grendinni. Saxon vildi fara með
þeim, en Hafler vildi ekki heyra það nefnt, og
sagði henni hreint og beint, að það væri ekki
viðlit fyrir hana að ætla að fylgjast með þeim.
Hún gæti ekki gengið nærri nógu hart til þess.
Þegar þeir komu heim um kvöldið, kvartaði
Willi sáran um þreytu og sagði að Hafler hefði
uærri verið bviinn að ganga sig af sér. Hann
sagðist aldrei hafa verið eins móður og þrevtt-
ur. Hafler hélt, að þeir mundu hafa gengið
einar fimtíu og fimm mílur.
“Þvílíkt göngulag!” sagði Willi. “Og veg-
urinn eins og hann var. Ekki nokkrar götu-
slóðir og endalausar brekkur og dældir. Þú
hefðir ekki getað fvlgt okkur fimm mílur, auk-
heldur meira. Yið höfum ekki séð neitt land
þessu líkt á okkar ferðalagi.”
Hafler fór daginn eftir, og leyfði þeim að
nota marmarahúsið allan veturinn, ef ]>au vildu.
Willi vildi lítið hreyfa sig þann daginn, hann
var svo stirður eftir gönguna. Þar að auki var
hann dálítið óánægður vfir því, að hann var
ekki eins góður göngumaður eins og skáldið.
“Hér hittir maður menn, #rem skara fram
úr öðrum í hvaða íþrótt -sem er. Hér eru jafn-
vel meiri göngumenn en annars staðar. Þessi
Hafler er það að minsta kosti. Hann er stærri
maður en eg og þyngri. Sá sem er þungur, á
erfiðara með að ganga, heldur en en sá sem létt-
ur er, en það sýnist ekki vera svo með hann.
Hann hefir gengið áttatíu mílur á sólarhring,
sagði hann mér, og einu sinni hundrað og sjö-
tíu mílur á þremur dö,gum. Eg er alveg ónýtur
í samanburði við hann, mér finst eg vera bara
drenghnokki hjá honum. ”
“Þú verður að gæta þess,” sagði Saxon,
“að það er ekki von að einn maður skari fram
úr í öllum íþróttum, og meira að. segja ekki
nema einni, vanalega. Hér um slóðir ert þú
langbezti hnefaleikarinn, að því er allir segja. ”
“Þetta er nú líklega rétt, en ekki líkar mér
að láta skáld ganga mig af sér.”
Þau öyddu nokkrum dögum til að skoða
Ileimilisréttarlöndin, sem þarna voru. En eftir
að hafa skoðað þau, komust þau að þeirri nið-
urstöðu, að það væri ekki ráðlegt fvrir þau að
taka neitt þeirra, og urðu þau þar fyrir nokkr-
um vonbrigðum. Fjallasýnin var þama að vísu
ærið fögur, að Saxon fanst, en hún mintist þess
að Haflerihafði sagt henni að fjöllin væru
stundum alveg hulin ]>oku, oft eina eða tvær
vikur í senn, og stundum lengur. Þessi lönd
voru líka afar'langt frá markaði, og þau voru
jafnvel margar mílur frá sæmilegri kevrslu-
braut, og vegurinn var slæmur. Willi sá fljótt,
að það var enginn hægðarleikur að komast
þarna um með hesta og þung æki. A landi
Haflers var heilmikið af marmara, sem hann
hafði sagt, að \-æriwnikils virði, ef það væri
nærri járnbraut, en þarna væri þeim Willa og
Saxon vælkomið að eiga hann allan, ef þau
vildu.
Willi sá, að þarna var gott beitiland, og að
þarna gæti hann því vel haft hesta og nautgripi,
eins og hann hafði altaf hugsað sér að bændur
ættu að hafa, og var honum því um og ó, hvort
hann ætti að taka sér þarna land eða ekki. En
Saxon minti hann á kvikmyndina, sem þau
hefðu séð í Oakland og hann kannaðist fúslega
við, að það væri ekki go'tt búland, þar sem ekki
væri hægt að hafa bæði skepnur og jarðrækt af
ýmsu tagi* og það væri einmitt þess konar land,
sem þau þyrftu að fá, og það skvldu þau hafa,
þó þau vrðu að leita að því í fjörutíu ár.
“En það verður að vera fallegur skógur á
landinu okkar, ” sagði Saxon. “Mér er farið
að þykja svo vænt um skógana. En við getum
vel komist af án þokunnar og við verðum að
hafa góðan keyrsluveg og járnbraut, sem ekki
er meira en svo sem þúsund mílur í burtu.”
Nú var vetrarrigningin komin, og sáu þau
því ]»nn kostinn vænstan, að halda kyrru fyrir
í einar tvær vikur. Saxon fann þarna heilmik-
ið af bókum og las mikið í þeim, en flestar voru
þær henni samt óskiljanlegar. Willi gaf sig
ekki að bókunum, en þarna voru líka byssur og
skotfæri og hann fór út á hverjum degi tjj að
re\Tia að skjóta dýr og fugla. En hann var
engin skytta og fráleitur veiðimaður. Honum
hepnaðist aldrei að skjóta nokkra skepnu, nema
héra einstaka sinnum, ef þeir stóðu alveg kyrr-
ir. Þarna Voru þó ýms dýr, en hann hitti ])au
aldrei og einu sinni skgut hann á eitthvert stórt
dýr með langa rófu, sem 'hann taldi sjálfsagt
að mundi vera fjallaljón. Þrátt fyrir það hvað
honum gekk illa, þá hafði hann mikla skemtun
af ]>essu og hann var óvanalega glaður og á-
nægður. Þessi veiðiskapur, eða tilraun í þá
átt, gerði liann næstum að öðrum manni'. Hann
var oftast úti, þrátt fyrir rigninguna og einu
sinni fór hann svo langt, að hann sá gullnám-
una, sem Tom hafði sagt þeim frá, og í það sinn
var hann burtu tvo daga.
“Nú skil eg ekkert í því, ” sagði hann einu
sinni, “hvernig eg gat gert mér það að góðu, að
fara í vinnu hjá öðrum á hverjum morgni og í
kvikmyndasýningar á kveldin, og útisamkomur
á sunnudögum. Nú finst mér það alveg frá-
leitt. Hér hefði eg alt af átt að vera, eða á
einhverjum öðrum stað líkum þess'um.”
Honum þótti þettaj nýja líf skemtilegt og
var alt af að rifja upp gamlar veiðimanna sög-
ur, sem faðir hans hafði sagt honum, og segja
Saxon þær.
‘ ‘ Eg verð ekkert stirður nú, þó eg gangi all-
an daginn,” sagði hann einu sinni við Saxon.
“Nú er eg orðinn vanur við að ganga, og ef eg
hitti Hafler, ])á skal eg ekki vera hræddur við
að bjóða honum út að ganga. Eg get vel jafn-
ast á við hann nú, — eða. það held eg að minsta
kosti,.’
“Þú vilt alt af reyna við aðra þá íþrótt, sem
þeir eru beztir í, og 'heldur að ])ú hafir alt af
sigur,” sagði Saxon hlæjandi.
“Eg býst nú við því, að Hafler verði alt af
meiri göngumaður heldur en eg. Hamí er
þannig bygður. En ef eg sé hann einhvern tíma
aftur, þá skal eg bjóða honum að leika hnefa-
leik við mig, en ekki skal eg nú samt vera eins
óvæginn við hann eins og hann var við mig. ’ ’
Þegar þau voru aftur á leiðinni til Carmel,
fengu þau nýjar sannanir fyrir því, að það var
ekki álitlegt að setjast að á ])essum heimilis-
réttar'löndum. A leiðinni sáu þau brotna vagna
og á einum stað utan í hlíðinni hafði vegurinn
hrunið niður, með vagninn og hestana og fólkið
sem í vagninum var.
“Eg býst við þeir séu hættir að fara þenn-
an veg að vetrinum,” sagði Willi. “Það var
víst líka xnál til komið, því hann er hreint og
beint hættulegur fyrir menn og skepnur. Mér
er sem eg sjái sjálfan mig fara að revna að
flytja marmara yfir þennan tröllaveg.”
Það voru engin vandræði að setjast að í
Carmel. “ Járnkarlinn” var farinn á kaþólskn
skólann og kofinn, sexn þeixp hafði verið sagt
að þau mættu nota, reyndist að vera allra lag-
legasta ])riggja herbergja hús, og í því voru
nægilegir og Jxægilegur húsmunir. Hall lét
Willa fara að vinna í kartöflugarðinum, en það
var öll jarðræktin, sem hann hafði, og hentu
nágrannamir mikið gaman að búskap skálds-
ins. Hann plantaði kartöflur á öllum tímum
árs og það af þeim, sem nágrannamir tóku ekki
og átu, það átu kýrnar, sem fram hjá fóru, nema
það sem rotnaði í jörðinni. Þegar hann var bú-
inn að því helzta, sem gera þurfti við kartöfl-
urnar í bráðina, fór hann að mála þakið á í-
búðarhúsinu. Hall tók Willa sterklega vara
fyrir því, að kljúfa eldiviðinn, því það gerði
hann sjálfur, og á því verki mætti enginn ann-
ar snerta. Einn morguninn, þegar Willi var
að kljúfá í eldínn fyrir Saxon, kom Hall og
horfði á hann eins lengi og hann gat stilt sig
um að skifta sér af honum.
“Það er deginum ljósara, að þú kant ekki
með öxi að fara,” sagði hann loksins. “Ijáttu
mig sýna þér, hvemig á að gera þetta.”
Hann vann við þetta í einn klukkutíma, en
var alt af við og við að skýra fyrir Willa,
hvernig maður ætti að halda á öxinni og ann-
ars alt, sem að þeirri list laut, að kljúfa eldi-
við.
“Fáðu mér nú öxina,” sagði Willi loksins
og tók um axarskaftið. “Eg verð að kljgýa
heilt æki fyrir þig, til þess að borga fvrir alla
þessa vinnu, sem þú hefír gert fyrir mig.”
Hall var ekki meir en svo um það gefið, að
fá honum exina.
“Láttu mig ekki sjá þig hjá mínum eldivið-
arkesti,” sagði hann töluvert alvarlega. “Hann
tilheyrir mér og engum öðrum, og það vei'ður
þú að skilja.”
Hvað fjárhaginn snerti, var ekki undan
neinu að kvarta. Þau höfðu ekki aðeins nóg,
heldur lögðu fyrir peninga. Þau þurftu enga
húsaleigu að borga og kostuðu litlu til á allan
hátt, og Willi ‘hafði eins mikið að gera eins og
hann kærði sig um og gat þægilega komist vf-
ir. Það var eins og allir þar í nágrenninu vildu
gefa honum verk. Það var engin stöðug vinna,
en hitt og þetta að gera, er hann var þó ekki
fast bundinn við, og líkaði honum það vel, því
með því móti gat hann verið svo mikið með
Jim Hazard. Á hverjum degi æfðu þeir sig í
hnefaleik og syntu langt út í sjó, gegnum brim-
garðinn. Hazard sat æfinlega við skriftir á
morgnana; þegar hann var búinn að sitja við
skrifborðið eins lengi og hanum þótti hæfilegt
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEQ, MAN.
Yard Offlce: 6th Floor, Bank ofHamlHonOhanibert
í einu, fór hann ávalt yfir til Willa, sem hætti
]>á strax Við það, sem hann var að gera, hvað
sem það var, og fór með honum ofan að sjó.
Eftir að þeir höfðu synt í sjónum um stund,
fengu þeir sér steypibað heima hjá Hazard,
og nugguðu svo livor annan að sið íþrótta-
manna, og að því búnu fengu þeir sér miðdags-
verð. Að því búnu fór Hazard aftur að skrifa
og Willi tók aftur til vinnu sinnar. Það var þó
oft seinna að deginum, að þeir hlupu saman
* nokkrar mílur þar uppi í hæðunum. Báðir
höfðu þessir menn vanist líkamsæfingum í mörg
ár og það var eins og hvorugur þeirra gæti án
þeirra verið. Hazard liafði leikið knattleik í
sjö ár, vissi að sér voni líkamsæfixlgar nauð-
synlegar, ef hann átti að geta haldið sínum
stæltu vöðvum og líkamshrevsti. En það var
ekki aðeins að hann þyrfti þessa við, heldur
langaði hann líka til þess. Willa var eins far-
ið, að hann hafði mikla ánægju af líkamsæfing-
um og íþróttum og lét sér yfirleitt mjög ant um
að viðhalda hrevsti sinni. Willi fór oft snemma
á morgnana, með byssu í höndum, út með Mark
Hall, sem kendi honum að skjóta og veiða. Hall
liafði farið með byssu síðan liann var smá-
drengur, og þekking hans og kænska við veiði- %
skap var Willa ný opinbenxn í þeim efnum.
Landið þai*na vor orðið of mikið bygt til þess
að þar væri mikið af viltum dýrum til að veiða,
en Willi fékk þó nóg í soðið handa Saxon af
liérum og öndum, og Saxon læx;ði fljótt að mat-
reiða þetta eins og siður var til í Californíu á
])eim ái*um, þegar þessi saga "erðist. Þar sem
hann fann að hann var orðiixnágæt sk'ytta, fór
liann hálfvegis að sakna þess, að liann varð að « v
hann fann að hann var oi'ðinn ágæt skytta, fór
veiðidýranna, sem þar var svo jnikið af. En
nú voru veiðidýrin líka orðin eitt af því, sem
tilvonandi ábýlisjörð þeirra Saxon, þurfti endi-
lega að hafa sér til ágætis.
En fólkið þarna í •Cai’amel gerði fleira en
að leika sér. Sá hluti fólksins, sem þau Willi
og Saxon kyntust í þessu nágrexmi, var fólk,
sem var iðjusamt og vann mikið. En það vaxm
ekki vissan og ákveðinn klukkutíma fjölda, eins
og verkafólkið í borgunum. Sumir höfðu þarn
sið, að fara snemma á fætur og vinna fyrri-
hluta dagsins. Aðrir gei'ðu lítið fyr en seiat
að deginum og unnu fram eftir allri nóttu. En
einn írskur leikritahöfundur hafði öðruvísi
vinnulag, en annað fólk. Hann lokaði sig inni
heila viku í senn og vann svo að segja nútt )g
dag, en gerði svo ekkert langan tíma á milli.
En þótt samgöngur á milli lieimilanna væru
miklar, var eins og allir gei’ðu sér að skyldu. °o
gera þeim, sem voru að vinna, aldrei ónæði. Ef
svo vildi til að þeir, sem ekkert voru að ge^ s,
lentu inn í hús þeirra, sem voru önnum kafniv.
var alveg sjálfsagt að fara strax aftur. Þetla
átti jafnt við alla, néma Mark Hall, sem var
svo efnum búinn, að hann þurfti ekki að vinna
fy£ir sér, og hafði alt af nógan tíma.
Þetta var sama fólkið, sem þau Willi og
Saxon höfðu kynst sunnudaginn, sem þau voru
niðri í víkinni, og þá fallið svo dæmalaust vel.
Það var flest einshvers konar mentafólk, helzt
skáld og rithöfundar. Það hélt sig að me*stu
leyti lít af fvi*ir sig, og hafði lítið saman að
sælda við annað fólk, sem heima átti í Carmel,
enda var því ekki mikið um ]>essa rithöfunda
gefið og hélt a<$ þeir væru lítið annað en slæp-*
ingjar og iðjuleysingjar. Willi liélt sig algei*-
lega að þessu fólki og hafði ekkert saman við
hitt fólkið að sælda. Það gaf honum heldur
alrei neina vinúu og hann bað ekki um hana.
Heimili Hálls stóð iftlum ]>es.suxn vinum hans
og félögum ávalt 0])ið. Það var nokkurs konar
almennur -------
Brewers Of
COUNTRY CLUB
BEER
GOLDEN GLOW
ALE
BANQUET ALE
XXX STOUT
BR EWERV
OSBORNEék MULVEY-Wl NNIPEG
PHONES 41-111 4230456
PROMPT DELIVERY
TO PERMIT HOLDERS'