Lögberg - 31.10.1929, Page 2

Lögberg - 31.10.1929, Page 2
Bls. 2 LÖGBJEJRG, FIMTUDAGINN 31. OKTÓBBR 1929. Bamadagurinn í Eftir ísak Jói Hvaða dagur er í dag? Hvers vegna eru allir sporvagn- ar og flestir bílar skreyttir flögg- um? Af hverju er Kóngsgatan skreytt enda á milli? Og hvi eru skipin á höfninni svo skrautbúin í dag? Eitthvað á þessa leið varð mér að spyrja sjálfan mig, er eg kom út á götur Gautaborgar að morgni hins 7. september siðastl. haust. Það var flest, sem fékk ferðalang- inn til að sperra eyrun og hvessa sjónir sínar. Veðrið vakti jafnvel athygli. Það hafði verið svo ó- notalegt og úrilt alt sumarið. Nú helti sólin geislaflóði sínu yfir þessa borg Gautanna og haust- golan dró andann í runnum og rjóðrum. Eg gekk ekki lengi duilnn þess, sem öllum bar að vita. Dagblöðin sögðu það, og margt annað stað- festi frásögn þeirra. “Barnadag- urinn” var runninn upp. En í Gautaborg voru það nú reyndar þrír dagar í röð, 7., 8. og 9. september. Á “barnadaginn” er gengist fyrir fjársöfnun, fá- tækum börnum til hjálpar og upp- eldis. Allar borgir á Norðurlönd- um hafa slíkan dag — eða daga — einhvern tíma á árinu. Um þörf- ina dettur engum í hug að deila. Að því starfa menn samtaka og ó- skiftir — allir eitt. Allir, yngri og eldri, keppast um að hjálpa þessum afskiftu nýgræðingum þjóðfélagsins. Menn vita sem er, að þaðan geta einnig komið kapp- ar og kvenskörungar, sem birtast þegar þeirra vitjunartímí er kom- inn og borga þá þjóðfélaginu skuldina með margföldum rentum. í Gautaborg gengst “Félag barnadagsins” fyrir þessu hjálp- arstarfi. Hyggi maður að þeim, sem stýra þessu félagi, og sjá um framkvæmdir, sést, að þar eru engir aukvisar að verki. Þar get- ur að líta ekki minni menn en þrjár nafnkunnar konur, fræðslu- málastjóra borgarinnar, prófess- or, rektor, skólastjóra, ritstjóra, byggingameistara, prest o. s. frv. En félag þetta er stutt af öllum almenningi og flest atvinnufyrir- tæki borgarinnar veita því mikla hjálp. Víkur nú sögunni aftur til barna- dagsins, sem hér verður sagt frá. Bezt mun að fara að ráðum Karls Friðriksonar, skólastjóra við Nord- skólann í Gautaborg. Hann er einn í stjórn félagsins, og telur hyggilegast að heimsækja skrif- stofu barnadagsins. Þegar þang- að kemur, eru annir svo miklar, að afgreiðsla fæst ekki strax. Meðan beðið er, gefst kostur á að gefa gætur að því, sem þarna fer fram. ótal símar eru í gangi, og hafa þeir, sem við þá eru, nóg á sinnj könnu. Fólkið streymir inn og út. í þessum fólksstraum má sjá börn, verzlunarskólanemend- ur, mentaskólanemendur, stú- denta, að ógleymdum öllum ungu og fallegu stúlkunum. Alt er fólk þetta að bjóða þjónustu sína, taka merki til sölu o. s. frv. En nú kemur skrifstofustjórinn, Harry Holmquist rektor. Hann er alúðlegur og greinir frá öllu þvi, sem mann fýsir að vita um þetta. Skemtanir barnadagsins eru tvennskonar, úti- og inniskemtan- ir. Framan af annaðist félagið báða þessa skemtiliði. Nú er það orðin venja, að ýms atvinnufyrir- tæki borgarinnar annast útiskemt- anirnar, sem fara fram á götum borgarinnar. Inngangseyrir er þar enginn greiddur, en þó er vissara, að vera við öllu búinn og hafa budduna í réttum vasa og einhverja aura í henni. Mun ferð- in þá síður verða tafin af allskon- ar aðvífandi freisturum. Stjórn barnadagsins hrósar happi yfir að hafa komið þessum lið skemtun- arinnar yfir á hin ýmsu atvinnu- fyrjrtæki, en á hinn bóginn mega atvinnufyrirtækin vel við una, því að á þessum degi gefst þeim kostur á að vekja athygli á sér með auglýsingum, sem koma jafn- an flatt upp á áhorfendur. Gera þeir þetta oftast með skrúðfylk- ing allskonar farartækja, bif- reiða, hestavagna o. s. frv. Far- artæki þessi eru skreytt af hug- kvæmni og smekkvísi eigenda. Er um það eigi lítil kepni, hver veki mesta athygli. Þessum farartækj- um er svo ekið í endalausri lest um aðalgötur borgarinnar og á- horfendur skifta tugum úsunda. En þetta kemur sér vel og er yieð ráði gert, því að stjórn barnadags- Gautaborg 1928 ison, kennara. ins lætur- selja merki o. fl. á göt- um úti. Er þá gott að geta lagt í hópinn og haft sem flesta í höggi. Inniskemtanir allar sér stjórn barnadagsíns um. Eru t. d. hljómleikar, dansleikar o. f.l En á Liseberg, aðal skemtistað borgar- innar, (Tivoli Gautaborgar), á stjórn félagsins beinan og óbein- an þátt í ýmsum skemtunum inni og undir beru lofti. Auk þess leggja leikhús, kvikmyndahús, danshallir og aðrir skemtistaðir borgarinnar nokuð af mörkum til dagsins. Inngangseyrir þar kost- ar jafnan nokkuð meira barnadag- inn, en helmingur hreins ágóða rennur til dagsins. Kaffihús sjá múgnum fyrir likamlegum þörf- um. Láta þau ekkert sparað til að hæna fólk að þennan dag og nokkuð af hreinum ágóða dagsins gengur til barnadagsins. Þá held- ur félagið hlutaveltur og rekur happadrætti. Þegar skrifstofustjórinn hefir lokið máli sínu, fær hann mér spjald, sem veitir aðgang að flest- um skemtunum barnadagsins. Eg læt auðvitað í veðri vaka, að eg geti keypt mig inn, til þess að styrkja þetta málefni. En það er ekki við það komandi. “Gestur úr fjarlægu frændlandi er sjálfsögð undanatekning”, segir hann, og kveður hlýlega. Eg flýti mér út í sólskinið — út í streymandi líf- ið. ,‘Og einmitt í því að komið er út, fara um götuna einkennisbún- ir kallarar, ríðandi á hestum. Kalla þeir hástöfum í horn sín svo að undir tekur í höllum og hreys-1 um. Þeir eru að boða komu barna- dagsins. Frá hátalara við eitt aðaltorg borgarinnar heyrist raust eins há- skólakennara, sem tjáir í stuttri ræðu tilgang hátíðahaldanna. — Sýndi hann fram á, hve göfugt það væri að starfa fyrir þetta mál- efni og taldi það eitthvert mesta gæfumerki einstaklinga og þjóða, að minnast smælingjanna. Nú var orðinn uppi fótur og fit í borginni. Alt var á ferð og flugi. Það er ekkert áhlaupaverk að alnboga sig áfram í mann- þrönginni. Þó verður ekki þver- fólað fyrir fólki, sem er að selja. Bezt er að kaupa strax merki og næla því samstundis á sig, til þess að hafa frið. Þó nægir þetta ekki altaf. Börn, búin eins og .Indíanar, birtast svo óvart í mannþrönginni, að maður rekur upp stór augu. Þau ráðast ófeimin að hverjum sem er, eru kæn og fylgin sér. Eg vil minnast hér á einn slík- an “Indíana” dreng. Hann vatt sér að mér og bauð mér merki barnadagsins. “Eg er búinn að kaupa fjögur merki, eins og þú sérð,” sagði eg. “Já, en það er bara eitt eftir,” segir drengur. Eg leit í kassann hjá honum, sá að þetta var rétt og keypti merk- ið. En eg gat ekki varist brosi, þegar eg sá, að snáði lék sömu brellu við þann næsta • og þar næsta. Hafði hann aldrei nema eitt merki í kassanum í einu, en fiskaði viðbótina í forðabúri, er hann bar í barmi sínum. Má ætla, að drenghnokki þessi verði ein- hvern tíma liðtækur kaupmaður, En í þetta sinn var það Bamadag- urinn, sem mataði krókinn af við- skiftakænsku hans. Fleiri munu og hafa unnið vel, því að merkin seldust upp á öðrum degi. En sagan er ekki hálfsögð. Á hverju götuhorni eru ungar blóma rósir í þjóðbúningi. Þær standa við kút, sem í eru hlutaveltumið- ar. “Þær hafa nóg á kútnum þess- ar”, varð manni ag hugsa, er þær hvöttu vegfarendur til að freista gæfunnar, með einbeitni, sem fer ungum stúlkum vel. Eg vil kaupa af þessari, sem stendur þarna við brúna. Mér lízt bezt á hana. Hún segir, eins og reyndar allar hinar, að það séu aðeins vinningar eftir. En eg hugsa, að hún segi satt þessi. Og Ijvernig væri annars sá maður gerður, sem ekki vildi þá vinna til þess að verða 2 krónum fátækari fyrir það að fá að tala við þessa yndislegu stúlku um stund? En satt að segja, þá höfðu pilt- arnir engan frið á sér þennan dag. Ungu stúlkurnar eltu þá bókstaflega á röndum og gengu ófeimnar á eftir þeim. Mátti sjá, að flestir kunnu piltarnir þessu vel, en nokkrir miður. Kvenfólkið mátti nú líka gæta sín. Menn voru settir því til höf- uðs. Ef þú, lesari minn, ert ung stúlka, skaltu líta á manninn, sem kemur þarna á móti okkur. Hann er klæddur eins og spanskur naut- vígamaður, eða hvað maður á að segja, — þessi náungi, sem er málaður í framan, og búinn í lit- klæði. Hann fer allgeyst og á hon- um er vígamóður. En honum mun falla allur ketill í eld, ef þú læðir nokkrum aurum í kolluna, sem hann ber framan á sér. Muntu fá fyrir þetta einn miða og svo ylhýrt bros. Segja mátti, að göt- urnar væru allan daginn krökar af þessum sjálfboðaliðum, sem seldu af þeim dugnaði, að aura- sálinni var jafnvel enginn vegur að sleppa undan þeim. En nú er bezt að hafa augun hjá sér. Þarna kemur skrúðfylk- ingin, sem skrifstofustjórinn sagði okkur frá áðan. Það er endalaus lest einkennisbúinna farartækja. Þau eru skreytt með ýmsum hætti eftir þóknun og smekk hvers eig- anda. Mikið ber á blómskrautinu, og mjög er vandað til alls frá- gangs. Á eða í bifreiðunum eru oft gerfibúnir eða dulbúnir menn. Á einni bifreiðinni eru eintómir birnir, sem leika allskonar listir; á annari er vindmylla. Menn standa hjá henni og kasta öðru hvoru litlum mjölpökkum inn í mannþröngina, og verða af þessu ýtingar og ærsl. Ein bifreiðin var eins og turn, gerður af blómum. Þegar minst varði, reis þar upp ung stúlka, sem stráði blómum yfir manngrúann. Eitt sinn komu nokkrir heljarstórir ,‘Persil”- 'pakkar þranpnandi. Það voru menn svona broslega búnir. Og nokkuð aftarlega í skrúðfylking- unni kemur bifreið með verzlun- arskóla nemendum. En lestina rek- ur vöruflutnings bifreið með heil- an hóp af skelilhlæjandi stúdent- um. Hver silkihúfan upp af ann- ari. Báðir þessir flokkar seldu happadrættismiða fyrir b'arnadag- inn. Hvort mátti nú betur, í- þjappað verzlunarvit eða akadem- isk nafnbót? Skrúðfylking þessi kom áhorf- endum í gott skap, svo að kvein- stafir peningabuddunnar, sem oft þurfti að opna, léku eins og vind- ur um eyru. En alt fékk á sig stórborgarsnið. Um kvöldið, þegar fór að dimma, hófst kappsigling vélbáta — lysti- bát'a — um ála og sund borgar- innar. Eigendur bátanna annast þetta. iBátarnir eru skreyttir kertaljósum, sem fá lit sinn af þeim marglitu pappírsluktum, sem kertaljósin standa í. Kappið er um það, hvaða bátur þyki bezt skreyttur. En um það dæmir á- horfendasægurinn á bökkunum. Klappað er óspart lof 1 lófa, þegar vel þykir hafa tekist. Lognvær kvöldblíðan kysti garða og torg og haustmyrkrið grúfði yfir borg- inni. — Marglitu Ijósin, sem leiftruðu í bárum borgarálanna, gera kvöldið ógleymanlegt. Þessi dýrðardagur hafði sitt kvöld, eins og allir aðrir dagar. Friður og só færðist yfir borginai Göturnar urðu auðar. Umferðin hætti. Óp sölubarnanna, Indíána- klæddu, heyrðust ekki lengur. Og raddir allra fallegu stúlknanna voru þagnaðar. Menn gengu til rúms með góðri samvizku og urðu fegnir hvíldinni eftir erfiði dagsins, og létu sig dreyma um árangur næstu daga, sem voru helgaðir sama mark- miði. Á Liseberg, aðalskemtistað borg- arinnar, og á öðrum skemtistöð- um, var vel kvikt alla dagana. Inn- gangseyrir var þó hálfu meiri þessa daga en annars. En það hafði engin áhrif, því að menn vita, að það sem umfram er, á að renna til góðs málefnis, barna- dagsins. Aldrei hafði fleira fólk heim- sótt Liseberg, en síðasta dag há- tíðahaldanna. Þá komu þangað eins margir menn og allir Reykja- víkurbúar, eða 25 þúsundir. Flugeldarnir í Liseberg, sem vandað var mjög til, voru síðasti liður hátíðahaldanna. Fólkið starði í þögulli hrifningu á Ijósakólfana, sem klufu myrkurgeiminn, og sprungu svo í ótal sólir, hnetti og halastjörnur, allavega litar. Það var eins og í þeim speglaðist dýrð og sigur barnadagsins. Margar samstarfa hendur höfðu hér unnið mikið og þarft verk. Sýrur í maganum valda meltingarleysi Beztu læknar segja hiklaust, að í nálega níu tilfellum af hverjum tíu, orsakist veikindi í maganum, svo sem meltingarleysi, gas og annað því líkt, af vatnskendum sýrum í maganum, sem særa hina afar fíngerðu húð, sem er innan í maganum, og veldur það hinum miklu óþægindum, sem alt maga- veikt fólk kannast við. Þú þarft ekki að nota fæðu, sem sögð er sérstaklega auðmelt, en sem oft gerir meira ilt en gott. Láttu hana vera, en fáðu þér hjá lyfsalanum Bisurated Magnesia, og taktu eina teskið af duftinu eða fjórar töflur í vatni rétt eftir máltíð. Þetta bætir þér í magan- um og kemur í veg fyrir, að sýr- urnar og gasið myndast, er veld- ur þér svo mikils sársauka. Bisur- atel Magnesia (duft eða töflur, ekki lögur af neinu tagi) er melt- ingarfærunum skaðlaust, og lang- bezta magnesia sem til er fyrir magaveika. Þúsundir manna brúka það og geta því notið fæðunnar með ánægju og þurfa ekki að ótt- ast, að sér verði ilt af henni. í fyrra höfðu safnast um 100,000 kr. — hundrað þúsund krónur. — Nú bjuggust menn við, að það yrði snögt um meira, svo vel hafði alt gengið. Nú spyrja menn: “Til hvers er svo alt þetta fé notað?” Það er notað til þess að gefa svöngum börnum mat, klæðlausum föt, skó- lausum skó. Því er varið til að annast andlegt og líkamlegt upp- eldi tæringarveikra barna, til að styrkja dagheimili barna, sem ann- ars fara á mis við nauðsynlega umhyggju. f sem fæstum orðum sagt, því er vari,ð til að styrkja hverskonar viðleitni tij bættra uppeldisskilyrða og sannara lífs. Máíefnið er göfugt og kraftur þess mikill. Sameinaðir fylkja menn sér um þetta. Nafnkunnir menn ganga þar á undan og fjöld- inn fylgir dæmi þeirra. Fólkið trúir á það málefni, sem slíkir menn fylkja sér um. Þegar barnadagurinn stóð yfir í Gautaborg síðastliðið haust, var aðeins rúm vika til þingkosninga. Sjaldan mun kosningabarátta í Svíþjóð hafa verið harðara sótt. Kosningaflugritum rigndi yfir fólkið úr flugvélum, sem svifu yf- ir borginni. En börnin samein- uðu menn. Barnadaginn var öll pólitík lögð á hilluna. Allir, hvaða stjórnmálatrú, sem þeir höfðu, unnu sameinaðir að heillaríkum árangri dagsins. Svo, sterkum tökum taka þessi stórmál frænd- ur vora. “Barnavinafélagið Sumargjöf”, starfar að því sama hér og “Fé- lag barnadagsins” í Gautaborg. Fyrsta markmiðið er dagheimili fyrir börn. Sumardagurinn fyrsti er fjársöfnunardagur þess, eins og kunnugt er. Ef við værum eins duglegir og Gautaborgarbúar, ætti með sama hlutfalli að mega safna hér um 10,000 kr. — tíu þúsund krónum — þann dag, en vel væri þó fyrri. Þess væri óskandi, að sem flestir tækju frændur vora til fyrirmyndar og veittu þessu stór- máli drengilegan stuðning. í “Sumargjöfinni”, ársriti Barna- vinafélagsins, sem kemur út í dag, verður sagt nánar frá því, hvað Svíar gera fyrir sína minstu bræður. — Lesb. Eg þóttist heyra Eg þóttist heyra þröst við tún, en þar var engin lóa, er vatt sér hátt af heiðarbrún og hafði vakið spóa. Hann fór því einn að syngja söng, og söng um fuglakvakið, um fjallagrösin Ijúf og löng og lamað andartakið. Þá kom þar til hans, Ijúf í lund, lóa, og settist niður, er vaknað hafði’ af værum blund sem vaktur fuglakliður. Hún söng um frelsis fornan eið og frið á heiðar brúnum, um sæluríkan sólarmeið, er sveif þar ofar túnum. Hún söng þar meira, sæl og blíð, um sólar bjartan daginn, um lauf I móa, logn í hlíð og ljúfan fugla haginn, um börn , er áttu blíð og hrein sér björg við hreiðrið smáa, er fljúga síðar frjáls um geim með fuglakvakið háa. Erl. Johnson. Þýzkalandsför Úr Ferðasöguþáttum eftir Áma Óla. Höfundur þátta þessara, sem birtust í Morgunblaðinu, var einn í hópi þeirra glímukappa, er á síð- astliðnu sumri ferðuðust frá ís- landi til Þýzkalands, til þess að sýna þar list sína, íslenzku glím- una. Eftirfarandi þátt ritar hann frá Hamborg 10. sept. Frá Kaupmannahöfn til Kiel. Það er þá fyrst til máls að taka, er vér lögðum á stað frá Kaup- mannahöfn snemma morguns hinn 3. þ.m. Fórum vér með járnbraut- arlest þvert yfir Sjáland til Kor- sðr, þaðan með ferju til Nyborg á Fjóni, síðan með lest yfir Fjón til Stribe og með ferju til Frederica og síðan suður Jótland. Padburg heitir landamærastöðin, en ekkert urðum vér þar fyrir neinum ó- þægiqdum. Var að eins litið á vegabréf okkar og það látið nægja, og engin farangursrann- sókn. í Rendsburg komu þeir á móti oss Reinh. Prinz og Lúðvik Guð- mundsson. í Neumunster var skift um vagn og fengum vér nú stór- um verri vagn heldur en dönsku vagnana, sem foru með fóðruðum sætum og ekki nema fyrir 8 menn hver, en þetta var stór, ferhyrnd- ur kassi, með sætum^trébekkjum) fyrir 9 menn, en 11 er ætlað að standa þar. Skamt frá Rendburg er brú ýf- ir Kiel-skurðinn. Er hún afarhá, til þess að öll skip geti siglt undir hana, hvað há sem siglutré þeirra eru. Fer lestin fyrst í hring und- ir brúna, og skrúfar sig þannig smám saman í hæð við hana. Um það leyti, sem vér komum þar, datt á náttmyrkur, og til Kiel komum vér ekki fyr en kl. 9 um kvöldið og vorum þá orðnir all- þreyttir. Móttökurnar í Kiel. Prinz hafði útvegað oss öllum samastað, flestum á heimilum fólks, sem skildi annað hvort dönsku eða norsku. Var það fólk komið á járibrautarstöðina til þess að taka á móti oss. Yfirleitt hafði Prinz búið alt undir komu vora bæði þar og annarsstaðar og sýnt í því framúrskarandi dugnað og ósérplægni. Það varð mitt hlut- skifti, að búa við annan mann í nýjum stúdentagarði, sem tekur til starfa í haust. Er hann ætlað- ur 25 stúdentum og er rétt hjá háskólanum. í öðrum stúdenta- garði, Christian Albrecht Haus, á Prinz heima, og þangað lentu þrír og margir fleiri átu þar. Þessi stúdentagarður er fyrir 35 og fá ekki aðrir inngöngu þar en þeir, sem skara fram úr á einhvern hátt í skólanum, eða þykja mjög efni- legir. Háskólinn í Kiel. Morguninn eftir hittust allir hjá háskólanum. Er háskólinn alveg bygging, en “útihús” hans eru engu óveglegri. Eru þau gríðar- mörg, liklega eitthvað milli 10 og 20. Þar eru “klinikur”, tilrauna- stofur, sjúkrastofur o. s. frv. Hafa víst flestar deildir háskólans hús út af fyrir sig. Fyrir framan há- skólann er yndisfagur garður og stendur minnismerki Vilhjálms I. í miðjum garðinum. Há tré um- lykja garðinn á þrjá vegu, en minni tré og runnar innar og rað- að þannig niður, að fjölbreytni verður í svip og lauflit. Inst í garðinum eru J valllendisskákir, Ijósfrænar að lit, en skrautleg blómbeð hingað og þangað eins og djásn í fagurri umgjörð. Kiel-fjörðurinn og baðstaðirnir. Eins og fyr hefir verið frá skýrt hér í blaðinu, fórum vér í skemti- ferð út Kiel-fjörð. Ljómandi er fallegt að sigla út Kiel-fjörðin. Baðstaðir, veitinga- hús, hallir og skógarlundir á báð- ar hendur. 'Til Laboe komum vér eftir klukkustundarsiglingu og fór- um auðvitað allir í bað. Sjórinn var miklu kaldari en við bjugg- nmst við, engu betri en í Skerja- firði, en loftið, var hlýtt, um eða yfir 30 gr. Fjöldi barna var þarna að baða sig og voru sum þeirra ekki há í lotfinu, ársgömul og tveggja ára. Þar voru líka aldraðar konur, gráar fyrir hær- um og gamlir ístrubelgir á spóa- löppuin. í Ijósbleikum fjörusand- inum lá svo fólk á eftir og fékk sér sólbað. Mátti sjá að sumar ungu stúlkurnar voru þessu van- ar, því að þær voru orðnar kaffi- brúnar á hörund. í sandinum eru mörg körfuskýli, sem menn geta setið í, iþegar hvast er, og fengið þannig skjól og notið sólarinnar. Vér komum til Laboe, sem fyr er getið, en dvöldum þar ekki nema stutta stund, en fórum það- an fótgangandi eftir skógargötu til annars baðstaðar, sem heitir Heikendorff, og er nokkuð inn með firðinum. — Er það einhver sú skemtilegasta leið, sem hugs- ast getur. Skiftast þar á hólar og gil, en alt er vaxið himinháum skógi, og er hann ekki þéttari en svo, að sólin nær að skína á skóg- svörðinn, og er þar mjög grösugt og ólíkt því, sem er í dönskum skógum. Á sumum stöðum hafði skógurinn þó verið gjörhögginn í stríðinu um stórar spildur, en nú er farið að græða þar aftur og klæða nýjum skógi, og eru trén orðin svo sem mittishá, eða rúm- lega svo. Skipasmíðastöðvarnar og önnur stórvirki. Daginn eftir fórum vér að skoða “Deutsche Werke”, sem áð- ur voru hinar nafntoguðu her- skipasmíðastöðva^ keisarastjórn- arinnar. Nú eru tþær eign hluta- félags. Þarna var margt merki- legt að sjá, enda vorum vér hátt á þriðju klukkustund að fara , gegn um hinar ýmsu deildir. Enginn mátti hafa myndavél með sér og ekki máttu menn heldur skrifa hjá sér upplýsingar um stöðina í þvi skyni að birta þær opinber- lega. Veldur það mestu þar um, að þarna er enn herskipasmíða- stöð stjórnarinnar, og sáum vér eitt beitiskip í smíðum. Það á að verða 10 þús. smál. og er fallbyss- unum svo sérstaklega fyrir komið, að hægt er að skjóta á bæði borð samtímis. Hin önnur herskip Þjóð- verja sáum vér ekki. Þau voru í heimsókn í Stokkhólmi. Seinna um daginn fórum vér að skoða Kiel-skurðin og “slús- urnar” í honum. Eru þær sem kunnugt er, hið mesta mannvirki, og skurðurinn líka. Sigling um hann eykst árlega og er nú orðin svo mikil, að fleiri skip geta ekki farið um hann á ári (eitthvað 200 á dag). Skamt fyrir ofan stíflurnar er brú yfir skurðinn, Hochebrugge (Háabrú)i. Ber hún nafn með réttu, því að ekkert skip í heimi mun hafa svo háar siglur, að það komist ekki undir hana. Af brúnni er dásamlegt útsýni yfir nágrennið, fjörðinn, skurðinn og borgina. I Neumunster. Daginn eftir komum vér til Neumunster, og skoðuðum eina af klæðaverksmiðjum borgarinn- ar. Þær eru rúmlega 30, og var þetta einhver sú minsta; hafði þó um 60 vefstóla. í stærstu verk- smiðjunni vinna 1100 manns og þeirri næststærstu 800. Þarna eru líka 16 leðursverksmiðjur. Þar skoðuðum vér einnig sund- laug bæjarins. Er hún Qpin, en háir torfgarðar alt umhverfis hana til skjójs. Uppsprettulindir eru í botninum og endurnýja vatn- ið á viku, en ekki var það þó geðs- legt, kolmórautt af sandi. Þó ber ekki á því, að menn kveinki sér við að nota laugina af þeim á- stæðum, og var þarna mesti sæg- ur af skólatelpum að baða sig og synda. Höfnin í Hamborg. í gærmorgun var farið með oss á báti um Hamborgarhöfn. Hún er ekkert smásmíði. Ef maður ætlar að ganga hafnarbakkana að —------------i NÝR VEGUR TIL AÐ AUKA KRAFTA SÍNA. Fólk, sem er orðið slitið og veik- burða og framkvæmdarlítið og kjarklaust, ætti að reyna Nuga- Tone, þetta ágæta meðal, sem gef- ur öllum aðal Jíffærunum meira afl, styrkir taugarnar og vöðvana, sömuleiðis hjartað, lifrina, nýrun og öll meltingarfærin og veldur þvi, að þér finst þú verða eins og nýr maður. Nuga-Tone er óviðjafnanlegt við magaveiki, lifrarveiki, lélegri melt- ingu, veikum nýrum, blöðrusjúk- dómum, taugaveiklun af þunnu blóði, höfuðverk, svima, andremmu og þrautum í maganum og mörgu fleira af slíku tagi. Nuga-Tone eykur blóðrásina og bætir yfirleitt heilsuna ótrúlega fljótt og vel. Kauptu það í einhverri lyfjabúð. Reyndu það, í 20 daga og ef það reynist ekki eins og þú vonast eft- ir, þá skilaðu afganginum og þú færð peningana endurborgaða. — Varastu eftirlíkingar, ekkert jafn- ast við Nuga-Tone. * endilöngu, þá eru það röskar 10 dagleiðir. í höfninni liggur alt af aragrúi skipa og er talið, að þar séu að jafnaði 20 þúsundir sjó- manna. Bæði í iþessu og öðru er stórborgarbragur á Hamborg, eru íbúar hér enda 1% miljón, og Hamborg mesta verzlunarborg á meginlandi Evrópu. Enn fremur skoðuðum vér neðanjarðargöng undir Elbe. Þau eru tvö, og er farið norður fyrir ána um önnur, en suður um hin. Gríðarmiklar lyftur er við báða enda. Er ekið inn i þær bílum og hestvögnum og ýmist dregið upp á ýfirborð jarðar eða látið síga niður, og er það griðarhátt. Að lokum skoðuðum vér far- þegaskipið “Albert Ballin” og svo hina risavöxnu granítstyttu af Bismarck. Til marks um stærð- ina, má geta þess, að langatöng er 1 meter á lengd og sverðið,, sem karlinn styðst fram á, er 10 metr- ar á lengd. Og undir þessari risa- mynd er samsvarandi fótstallur og alt minnismerkið hið svip- mesta. — Mgbl. PILSVARGUR OG MAÐURINN HENNAR. í London var nýlega mál á döf- inni, sem vakti allmikið umtal. Ullarmatsmaður einn, Cyril Sweet- mann að nafni, var kærður fyrir fjölkvæni. Maðurinn var að allra dómi skikkanlegasta grey. En hann átti fyrir konu svarra mik- inn, er aldrei lét hann í friði. Tók kerling af honum alla pen- inga, er hann vann sér inn, og lét hann aðeins hafa einn pakka af sígarettum á viku. Er hún komst að því, að hann kunni að leika á fiðlu, sendi hún hann út á kvöld- ín á lítið veitingahús, þar sem hún hafði dálítið upp úr honum, með því að láta hann leika þar á fiðlu. Hann átti að vera kominn heim kl. 10 á hverju kvöldi. Einu sinni kom hann ekki fyr en kl. hálf ellefu. Þá var kella svo vond, að hún lokaði hann úti. En einn góðan veðurdag ákvað Sweeting með sjálfum sér, að upp frá þeim degi vildi hann vera hús- bóndi á sínu heimili, og hafa í fullu tré við konuna. En til þess þurfti hann að fá sér aðra konu. Hann strauk því heiman að. Og ekki leið á löngu unz á vegi hans varð ung og ástúðleg kona, sem honum Jeizt vel á. Giftu þau sig í snatri eftir venjunnar reglum og lifðu í sælu hjónabandsins í hálfan mánuð. En þá sló sam- vizkan Sweeting. Fór hann til lögreglunnar og sagði upp alla sögu. Og konan hans nýja og ástúðlega fylgdi honum á lögreglu- stöðina með tárvotum augum. — Rosedale Kql Lump $12.00 Stove $11.00 FORD COKE $15.50 Ton SCRANTON HARDKOL POCA LUMP og CANMORE BRICQUETS Thomas Jackson & Sons 370 COLONY ST. PHONE: 37 021

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.