Lögberg - 05.12.1929, Page 3

Lögberg - 05.12.1929, Page 3
LÖGRERG, FIMTUDAGINN 5. DESEMBER 1929. Bls. S. Fyrir börn og unglinga Sérstök deild í blaðinu BERNSKUMINNING. Eg var ungur, er eg fyrst gætti fjár föður míns. Var það í eyjum, þar sem sjávarhætta var mikil, og þó að féð væri eigi býsna margt, þurfti það mikillar gæzlu. Eitt vorið, í byrjun sauðburðar, tók eg eftir því, að ein ærin, sem var nefnd Stauta, gerðist óvenjulega dauf og seinfær, líkast því sem hún liði af einhverjum sjúkdómi. Fór eg því að veita Stautu nánari athygli. Rak eg hana heim í hús, skoðaði liana og þuklaði alla svo vendi lega, sem eg gat. En einskis varð eg vísari. Hún kveinkaði sér hvar sem við hana var kom- ið, og virtist hún þó ekki kenna til í neinum stað öðrum fremur. Hún kroppaði nýgræð- inginn á túninu af furðumikilli lyst og virtist þjáningalítil. Liðu svo nokkrir dagar, og hafði eg stöðugar gætur á Stautu og skoðaði hana daglega. Þó fékk eg ekkert að gert. Henni hrakaði með degi hverjum, að mér sýndist. Stauta var komin fast að burði, og eg hugði, að ef hún skrimti þangað til hún losnaði við lömbin, þá myndi henni kannske létta. Taldi eg víst, að liún myndi tvílembd, því það hafði hún alla stund verið, og sú varð enn á raunin, svo sem getið1 skal síðar. En um bata hennar fór fjarri ætlan minni. Ivvöld eitt, sex dögum eftir að eg sá fyrst á Stautu, hvarf hún á skammri stundu af tún- inu. Fór eg þegar að leita, og fann hana brátt í hvammi nokkrum, lítið eitt utan við túnið. Var þá svo af henni dregið, að hún gat ekki staðið upp hjálparlaust, og ekki fékk hún vafr- að nema örskamman spöl, þótt eg reisti hana á fætur. Þóttist eg því mega sjá, hvert stefna mundi um hennar hlut. Hljóp eg heim til pabba og gerði honum ljóst í 'hvert efni komið væri. Við feðgar gripum 'brekan og hlupum þang- að, er Stauta lá, og bárum hana heim að fjár- húsinu. Lögðum við liana þar niður við vegg- inn, meðan pa'bbi skrapp frá að ná í áhöld til að geta stytt henni stundir. En þess var ekki þörf. Dauðinn var á næstu grösum. Og hér skifti engum togum. Þegar við höfðum lagt hana niður, stundi hún þungan, reisti höfuðið lítið eitt, leit vin- samlega í kring um sig og jarmaði lágt. Svo var helzt að sjá, sem Stauta liti yfir átthagana—hún vissi það vera í síðasta sinn— og væri að kveðja þá. ^ Hún sparn fótum við og hallaðist upp að fjárhúsveggnum. Þungt andvarp leið frá brjósti hennar. Snöggur kippur fór um hana, og vöðvarnir titruðu. Höfuðið hneig niður. Augun lukust aftur til hálfs — og munnur- inn opnaðist. Nokkur tár hrundu niður um kinnar hennar. Þrautum Stautu var lokið. Hún var liðin — og litlu lömbin hennar tvö.----- Síðan eg var sjónarvottur að viðskilnaði Stautu, 'hefir mér jafnan virzt svo, sem dauð- mn myndi kærkominn þeim, sem þjáðir eru og þungar hafa byrðarnar. Hann myndi veita þjáðum hvíld, og vera jafnvel líknsamastur allra. Dýrav. Bergsveinn Skúlason í Skáleyjum á Breiðafirði. KÓPI. Hann var fæddur 1916. Snemma var hann einkennilega fylgispakur og tryggur, en stirð - ur í skapi við flesta ókunuga hunda, áfloga- gikkur og lét aldrei hlut sinn. En eg vissi ekki dæmi til þess, að hann nart-aði eða biti í nokk- urt dýr, annað en hunda, og má það merkilegt telja um slíkan afburða hund, að smölun sauð- fjár og rekstur hrossa. Oit fói eg með ivópa í “markaðstúra”, og var hann þá við rekstur liðtækari en meðal- maður, án þess þó að gera tilraun til að særa nokkra skepnu. Þegar Kópi var um það bil tvegja ára, átti eg leið upp í Biskupstungur frá Tryggvaskála, og ætlaði mér að fara hratt yfir. En áður en eg færi af stað, bað eg ein'hvern heimamanna minna að læsa Kópa inni, og var það gert. Annars átti eg víst, að hann elti mig, en það taldi eg ofraun lionum, þar sem ferð mín skyldi vera með Jiraða. Þegar eg var kominn nokkuð inn fyrir vega- mótin við Ingólfsfjall, varð mér litið aftur og sá, að (Kópi var á hælum mér. Eg kallaði tií lians og sagði honum að fara heim. En hann tók .skipun minni svo, að hann settist niður, ýlfraði og dinglaði rófunni. Þegar eg var á móts við bannn Alviðru, varð mér en litið aft- ur. Er þá Kópi kominn á hæla hesta minna. Let eg þetta þá afskiftalaust og hann vera frjálsan ferða sinna. Síðan hélt eg leiðar minnar upp Grímsnes- veg og fékk ferju yfir Brúará í Reykjanesi, og liafði hestana á eftir bátnum, þegar hann var kominn á flot. Tók eg þá eftir því, að Kópi, fylgispaki vinurinn minn, var eftir á bakkan- um, sem við rerum frá. Bað eg því ferjumann að gæta hans, þangað til eg kæmi til baka. Síð- an hélt eg leið mína upp með ánni. Fór eg sunnan við ána, en Kópi tók á rás upp eftir nyrðri 'bakkanum. Farvegi Brúarár er svo háttað, að á honum verður knébeygja uppi undir Skálholtsfjár- húsum. Þar, í bugnum, gerði eg nokkrar til- raunir til að ná Kópa yfir um til mín. Hann leitaðist við að synda yfir um, en tókst það ekki. Skildi þar með okkur, og þótti mér það sárt, eins og á stóð. Þegar eg kom aftur að Reykjanesi, spurði eg ferjumanninn um seppa minn. Vissi hann ekki um hundinn, en gat sér til, að verið gæti að drengir, sem heima væri, vissi um hann. Eg fór þá heim og frétti drengina um seppa. Þeir sögðust hafa séð kolóttan hund hlaupa neðan við bæinn. Varð eg að fara heim við svo bvi- ið, og Kópi sást hvergi. En morguninn eftir kom hann heim, og varð þá fagnaðarfundur hjá vinunum, mér og honum, er skilið höfðu með nokkurum styttingi daginn áður. Þetta sumar var það einn dag, að vinnu- maður var úti á teigi að binda hey. Fleygði hann af sér höfuðfati sínu fyrra hluta dags. En ]>egar hann fór heim um kveldið, nenti hann ekki að leita höfuðfatsins. En um kveld- ið fanst Kópi hvergi. Morguninn eftir lá hann hjá höfuðgati mannsins, og mætti af því marka trvgð hans og ábyrgðartilfinningu. Fyrsta sumarið (1923), sem eg var hér í Baldurshaga, reisti eg skúr og tróð hann með mosa, er eg fékk hjá Guðmundi nábúa mínum á Lögbergi. Sendi hann mér mosann á hest- vagni með manni, sem var á leið til Reykjav'ík- ur. Spurði eg manninn, sem færði mér hest- inn, hvort eigi ætti að senda með hestinn til baka. En maðurinn sagði, að þess þyrfti ekki, því hesturinn væri vanur að fara mili bæja með vagn í eftirdragi. Þrátt fyrir þetta, sendi eg dreng áleiðis með hestinn og vagninn. Þar þá Kópi hjá okkur. Drengurinn skildi við hest- inn, er hann var kominn miðja vega, en veitti því ekki athygli, að Kópi var þá kominn þar. Nokkru síðar kom eg að Lögbergi. Spurði eg hvort hesturinn hefði skilað sér heim. Var því játað, en þess jafnframt getið, að hestur inn liefði ekki verið einn á ferð. Þegar hesturinn var kominn upp fyrir svo nefnda Hólmsbrú, veittu heimamenn á Lög- bergi því eftirtekt, að eitthvað væri það, er fylgdi vagninum eftir. Lest þessi sisaðist á- fram til þess, er liún náði hólnum, sem Lækj arbotnar stóðu á og nú er Túnhóll kallaður. Þar fer hesturinn út af veginum og ætlar að velta sér. Sjá þá Lögbergsmenn, að hundur kemur hlaupandi, en áður en hann kæmi lieim á hlað, lítur hann við, eins og hann gæfi því gætur, hversu hestinum færist með vagninn. Hafði hsturinn velt sér, eða leitast við að gera það, og var nú staðinn upp. Kópi minn var sá, sem fylgt hafði va-gnhestinum. Þegar hann sér hætti hestsins, þaut hann til baka (gj aftur fyrir vagninn. Fylgir hann síðan eftir hesti og vagni þangað til hesturinn beygir af alfaraleið heim á hlaðið. Lögbergsmenn kölluðu á Kópa, og hugðu að gæða honum á einhverju. En hann virti þetta að vettugi, lét sem liann heyrði það ekki, hljóp þegar brott og linti ekki hlaupunum, fyrri en heima hjá sér. Eg lít svo á, að Kópi hafi skilið allvel það, sem eg mælti við manninn, og svo hitt, hvert hesturinn skyldi fara. Honum hafi svo sýnst heldur óvænt í efni um hestinn, færi hann með vagninn einn. sér. Tók hann til sinna ráða og fylgdi hestinum heim að hlaði á Lögbergi. Þá vissi hann hlutverki sínu lokið að því sinni, þektist ekki ávarp Lögbergsmanna og skauzt heim til sín. Eg átti telpu, 10 vetra, sem naut kenslu á Geithálsi fyrsta veturinn, sem eg var í Bald- urshaga. Væri veður gott, átti hún að ganga heim á kvöldin, er kenslu væri lokið, og það gerði hún jafnan. Þó fór hún ekki heim, væri veður ilt eða mjög tvísýnt. En um háttu Kópa, í sambandi við þetta, var það upplýst, að þau kvöld, sem telpan fór ekki heim, vegna óveðurs, kom hann að Geit- halsi og snuðraði uti og inn. En þegar hann hafði sannfærst um að telpan væri þar, þá fór hann ánægður aft-ur heim og þáði hvorki vott né þurt, þótt honum væri boðið það. Fm þetta visi eg ekki, fyr en Geithálsmenn sögðu mér það. í þessum háttum Kópa finst mér tvímælalaust .sýni sig eigi lítil athygli 0g aðdáunarverð umhyggja, og mundi eigi úr hófi stilt, ])ótt óskað væri, að þessir eiginleikar, at- hygli og umhvggjusemi væri jafn-auðsæir í háttum sumra manna, ])eirra, er mikið þvkjast t , sér eií?a> sem þarna voru þeir af hát-tum Kopa. Auðvelt væri að segja fleira af Kópa, en það yrði of langt mál að þessu sinni. f sept. 1929. Þorfinnur Jónsson, Dýrav. í Baldurshaga. AKVÆÐASKALDIÐ. 2. Margt býr í þokunni. Frúin var á nálum. Hún bjóst við, að sýslu- maður mundi verða þunghentur, ef hann næði í Finn. Henni duldist ekki, að honum hafði runnið í skap, og það til muna, en hún ásetti sér að1 reyna að sefa reiði hans, ef unt væri. Gekk hún því hvatlega fram göngin og út á hlaðið. Stóð sýslumaður þar enn með kreptan hnefa og starði út í þokuna. Hann var sót- rauður út undir eyru og mælti ekki orð. Frúin lag,i höndina hægt á öxl lionum og mælti “Vertu ekki að liugsa um þennan mann- ræfil. Lofaðu honum að fara leiðar sinnar.” “Það verður víst svo að vera,” sagði sýslu- maður stuttur í spuna» “En koddann skid eg hafa fyrir gabbið.” Frúin mátti ekki hugsa til þess, að láta þennan óþriflega kodda í iiokkurt rúm. Hún var of vitur til þess að andmæla manni sínum, þegar hann var reiður, en nú kom henni heilla- ráð í liug. Hún spurði, hvort hún mætti ekki eiga koddann og gera við hann hvað sem hún vildi. Jú, sýslumaður hélt, að henni væri það ekki of gott. Þá glaðnaði vfir frúnni, og var hún ekki lengi að ráðstafa koddanum. Hún lét smala- drenginn fara með hann og kasta honum í ána. Meðan þessu fór fram, hafði eldabuskan verið að baka lummur og pönnukökur frammi í eldliúsi. Hrefna litla stóð hjá henni og var að leika sér að því að hnoða dálítið deig, sem elda'buskan hafði gefið henni. Það þótti lienni miklu skemtilegra en að vera úti á túni hjá Hauk litla. Þegar eldabuskan var búin að baka, sendi frúin Hrefnu dóttur sína út á tún, til að segja fólkinu að koma snöggvast inn. Hrefna hljóp út á túnið og sagði, að fólkið ætti undir eins að koma inn, því það væri af- mælisdagurinn hans Hauks litla. Hjúin tóku þessum skilaboðum með fögn- uði. Piltarnir lögðu frá sér orfin og stúlkum- ar lögðu frá sér hrífurnar. Þegar alt fólkið var komið inn í baðstofuna, lét sýslumannsfrúin bera inn bragðgott kaffi og heitar lummur og pönnukökur. “Gerið þið svo vel, ” sagði hún. “En hvar er hann Haukur litli? Hvers vegna kemur hann ekki inn?” “Hann er víst að leika sér hérna úti lijá lambhúsinu,” sagði sýslumaður. “Eg hevrði hann vera að gala þar fyrir skömmu.” “Hann verður þó að koma inn, svo við get- um þakkað bonum fvrir kaffið,“ sagði ein vinnukonan. “Og til þess að taka á móti hamingjuósk- unum,” bætti ömiur við. Og alt fólkið tók í sama strenginn. “Eg skal skreppa út og sækja hann,” sagði frúin. Hún fór út, en kom ekki inn aftur, svo að sýslumanni fór að leiðast biðin. Hann gekk út og mætti konu sinni á hlaðinu. Hún var frem- ur föl í andliti og óróleg á svip. “Hvar er Haukur litli?” spurði sýslumaður. “Það má hamingjan vita. Eg finn hann ekki,” svaraði fruin með grátstaf í kverkunum. Sýslumaður reyndi að hugga konu sína og bað hana áð vera rólega. “Drengurinn hlýtur að vera hér á næstu grösum, ” sagði hann. Að svo mæltu gekk hann inn og bað hjú sín að bregða nú skjótt við og svipast að Hauk litla. Nú hvarf gleðin, er áður hafði skinið út úr 'hverju andliti. Allir gengu út, hljóðir og alvarlegir. Var nú leitað að Hauk litia hvfld- j arlaust í þrjú dægur, en alt kom fyrir okki. Það var isent á næstu bæi og spurt eftir hon- um, en enginn hafði orðið hans var, enda var það ekki von, því að þokan var svo svört. Sýslumannsfrúin var mjög sorgbitin, og þomaði henni ekki tár af augum, hvorki nótt ne dag. Þegar allir voru komnir heim og hætt- ii a® leita, þá ráfaði hún alein niður á veginn fyrir neðan túnið. Hún gekk eins og í leiðslu góðan spöl suður eftir veginum og horfði til jarðar. ’S arð henni þá alt í einu litið á mis- litíi pjötlu, rétt við veginn. Hún laut niður og sá, að þetta var ofurlítill rósalppur. Húti |)ekti vel þennan rósalepp, það var annar rósa- leppurinn, sem hún hafði sjálf prjónað og gef- ið Hauk litla í afmælisgjöf. Hann hafði auð- sjáanlega týnt honum úr skónum sínum. Nú lirópaði hún á drenginn sinn eins hátt og hún hafði róm til, en fékk ekkert svar, nema bergmálið frá hömrunum í hlíðinni. Henni var hugfró í því að kvssa rósaleppinn og væta hann tárum sínum, þó að hún hefði enga von um að sjá drenginn sinn framar í þessu lífi. Hún flýtti sér heim, og sýndi manni sínum rósaleppinn. \ ar þa sem hagl lirykki af aug- um hans. Hann leit raunalega til konu sinnar og mælti: “Væri eg skáld eins og Egill Skalla- grímsson, skyldi eg yrkja sorgarljóð eftir son minn. En hvað ætlar })ú að gera við þennan rósalepp?” 4 * Eg ætla að geyma hann til minningar um elsku drenginn okkar,” sagði frúin með tárin í augunum. Svo fór hún fram á dyraloft og lét rósaleppinn ofan í kistuna hjá skautbún- ingnum sínum. Það var einn morgun, skömmu eftir að Haukur hvarf, að Hrefna var að tala við ömmu sína. Þær voru tyær einar inni í baðstofunni. Gamla konan sat á einu rúminu og var að prjona, en Tlrefna stóð hjá henni og var að rjála við hnykilinn. “Hevrðu, amma, hvert fór hann Haukur?” Hrefna leit spurnaraugum á ömmu sína. “Það veit eg ekki,” svaraði gamla konan angurvær. “Það var niðaþoka þegar hann livarf, og grunur minn er sá, að huldufólkið hafi heillað hann til sín. Það er aldrei gott fyrir lítil börn að fara langt burt frá bænum, þegar þoka er, því að margt býr í þokunni.” “Hvar á huldufólkið heima?” “Það á heima í hólum og stórum steinum.” “í hólum og stórum steinum! Þá skal eg finna hann.” Hrefna læddist upp fyrir túnið. Þar sá hún stóran stein, sem var ekki ósvipað- ur húsi í lögun. Skein þá bæði von og gleði út úr andliti hennar. Hún gægðist inn í rifu á steininum og bað huldufólkið svo vel, sem hún hafði vit á, að sleppa honum Hauk litla og lofa honum að koma heim. Svo lagði hún eyrað við rifuna, en þar var steinhljóð. “Jæja, eg fer þá að gráta,” sagði Hrefna. Og svo fór hún að gráta. Hún gekk að fleiri stórum steinum, sem voru þar skamt frá, og kallaði inn í þá, en alt fór á sömu leið. Frh.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.