Lögberg - 05.12.1929, Síða 7

Lögberg - 05.12.1929, Síða 7
LöGBERG, FIMTUDAGINN 5. DESEMBER 1929. BU. 7. Hitt og þetta California, 18. okt 1929. Herra ritstjóri Lögbergs, Einar P. Jónsson. Þó ekki séu neinar sérstakar fréttir að skrifa þér héðan frá California af íslendingum, þá legg eg samt blað á borð og tek mér penna í hönd til að skrifa þér, og þakka þér fyrir þann fróðleik og skemtun, sem við höfum af því, er þú birtir í blaði þínu. Það getur aldrei legið svo illa á manni að það lyftist ekki upp brýrnar á manni, þegar maður hefir Lðg- berg að lesa. Þú sannarlega ert fær um að slá svo hörpustrengi blaðsins, að menn uni við að hlusta á það. 12. okt. s. 1. kom hingað Mr. J. J. Bilfell frá Winnipeg. Hann lýsti þeim mikla viðbúnaði, sem hafður væri í Reykjavík fyrir há- tíðarhaldinu, sem á að verða á Þingvöllum við Öxará á íslandi 26. júní 1930. Alt nú fágað og fínað og prýtt, ruddir vegir og tjaldað fyrir fleiri þúsundir manns. Alls konar matarréttir á borðum, eins og í veizlu Austur- ríkisskeisara, er hann hélt Napó- leoni hinum mikla um árið. En eitthvað svolítið þarf vasinn að borga fyrir það. Og hann gat um fliigvélarnar, sem mundu koma frá Þýzkalandi, til að fljúga með fólkið frá Reykjavík til Þingvalla. Og þegar maður heyrði um alla Dá dýrð, sem þessu á að verða samfara, varð maður í stórum efa um, hvort maður væri vakandi, að mann væri að dreyma. — Nú vitum við, að þetta var enginn draumur, heldur heilagur sann- leikur, og ekkert getur glatt mig meira heldur en að frétta um, að einstökum Islendingum, og allri íslenzku þjóðinni, sé gert sem mest til gagns og sóma. Eg gleðst yfir öllu, sem em- stakir íslendingar og öll íslenzka stjórnin gerir til framfara og sæmdar öllu íslenzka þjóðlífinu. Eg gleðst yfir því, að enn er til “Táp og fjör og frískir mennn” á íslandi. Eg gleðst við hvert spor, sem eg frétti að stigið er til frægð- ar og sóma þjóðinni. Eg gleðst yfir, að þjóðin ætlar að sýna 1930, að enn þá sé ekki stórhöfðingja- blóðið útdautt í æðum lands- manna, og enn þá til þjóðhöfð- ingjar og héraðshöfðingjar landinu. Að enn þá eru til skáld og enn þá eru til sagna- þular (fræði- og skemtimenn). Enn eru til menn, sem syndir eru sem sel ir. Enn eru til menn, sem geta sýnt krafta sína, sem Grettir Ás mundsson, 'Ormur Stórólfsson Finnbogi rammi Ásbjarnarson og fleiri. — Enn eru til stórbú í landinu Já, stærri en hjá höfðingjanum Guðmundi ríka Eyjólfssyni á Möðruvöllum í Eyjafirði, t. d. hjá stórhöfðingjanum Thór Jensen, sem heifir bú á Korpólfsstöðum í Mosfellssveit. — Enn eru til laga- menn, eins og Úlfljótur Hrappsson, Þorleifur spaki, Hrafn Hængs- son, Mörður gígja, Njáll, Skapti Thóroddsson, Snorri goði, Gestur Oddleifsson, Ósvífur Helgason og Þorgeir Ljósvetningagoði; og steinnitíðar menn: Jón Sigurðsson forseti, Benedikt Sveinsson sýslu- maður, Magnús Stephensen fyr verandi landshöfðingi, Hannes Hafsteinn ráðherra, Lárus Svein- björnsson yfirdómari, Jón Péturs- son yfirdómari, Kristján Jónsson yfirdómari, Skúli Thoroddsen, og Einar Benediktsson og Páll Ein arsson. — Enn fljóta “skrautbú- in skip fyrir landi”, með öllum nýtízku útbúnaði. — Söngkunn- átta komin svo langt fram fyrir það, sem áður var, bæði í hljóð- færalist og söng. ÁRMANN THORDARSON látinn. “Ganga vil eg óstuddur götu mína og óhræddur helju mæta.” Matth. Joch.. Ármann Thordarson var fædd-;þjóð; Matthías, fornmenjavörð- ur á gamlársdag 1868, að Fiski-jur í Reykjavík; Ágúst Flyge- læk í Borgarfirði. Foreldrar j ring, kaupsýslumaður og fyr- hans voru þau Þórður óðals- bóndi á Fiskilæk og Sigríður kona hans; voru þeir systra- synir, Ármann og Steingrímur læknir Matthíasson. Ármann kvæntist Steinunni Þórðardóttur frá Leirá í Borg- arfirði; eignuðust þau fimm börn, mistu fjögur í æsku, en fluttu með eina dóttur til Can- ada 1903. Eftir skamma dvöl í Winni- peg, fluttu þau hjón ásamt eft- irlifandi dóttur til Álftavatns- bygðar, og þar misti Ármann konu sína innan árs, eða svo Níu, síðustu ár æfi sinnar var Ármann heitinn búsettur í Lundar-bæ, og þar sofnaði hann síðasta blundinn, eftir langt og dáðríkt æfistanf. Sjöunda nóvember 1909 kvænt- ist hann í annað sinn Solveigu Bjarnadóttur frá Arnarstapa á Mýrum; var hún ekkja með sjö börnum. Þau Solveig og Ármann eign- uðust þrjú börn, sem öll eru á Mfi nokkurn veginn uppkomin og öll hjá móður sinni; einn piltur, Rútur að nafni, og tvær stúlkur: Kristín og Halldóra. Dóttir Ármanns af fyrra hjóna- bandi heitir Sigríður og er gift Hjálmari Halldórssyni í Win- nipeg. Eins og fyr var sagt, bjuggu þau hjón mörg ár í Álftavatns- bygð; en, 1920 ke.vpti Ármann áhöld til þess að byggja möl- unarmylnu; settist hann að á Lundar, bygði mylnuna siálfur og smíðaði allmikið af áhöld- unum, því hann var völundar- smiður og hinn mesti hagleiks- maður . Árið 1925 smíðaði hann sér áhöld til þess að búa til neta- flár; stjórnaði hann þeirri verk- smiðju þangað til í haust. að hann veiktist alvarlega; hafði hann Rút son sinn sér til að- stoðar, og hefir hann nú um- sjón verksmiðjunnar, sem er i miklum blóma; eru þaðan seld- ar netaflár víðsvegar um Can- ada og viðskifti aukast árlega. Ekki veit sá, er þetta ritar, nöfn allra systkina Ármanns heitins, en meðal þeirra eru þessi: Júlíus, prestur i Sví- verandi alþingismaður; Albert, verzlunarmaður (látinn), faðir Kristjáns Albertssonar rithöf- unds; Runólfur, lengi bóndi i Síðumúla, en síðar í Hafnar- firði, og Þórólfur, er dvalið hefir á föðurleifð sinni. Eina systur átti Ármann heitinn, Halldóru að nafni. Ármann hafði verið heilsu- veill um nokkurt skeið, þótt lít- ið bæri á og andaðist 13. nóv- ember. Jarðarförin fór fram frá heimili hans 16. sama mán- aðar og flutti séra H. J. Leó ræðu. Hafði Ármann sál. ráð- stafað öllu sjálfur fyrir útför- ina og gert svo ráð fyrir, a^ hann yrði ekki fluttur í kirkju, en að séra Hjörtur talaði yfii sér. Útförin var afar fjölmenn, enda var Ármann sál. stór- merkur maður fyrir margra hluta sakir, þótt hann tæki aldrei mikinn þátt í opinberum málum. Ekkjan og börnin biðja þann, er þetta ritar, að votta beztu þakkir öllum þeim, er hluttekn- ingu sýndu hinum látna í veik- indum hans eða heiðruðu minn- ingu hins látna. Morgunblaðið og Tímihn á íslandi eru beðin að endur- prenta þetta. Sig. Júl. Jóhannesson. ÁRMANN ÞÓRÐARSON frá Fiskilæk. Dunar nú hátt um dauðans göng dapur hljómur frá líkaböng. Fullvel má þekkja forspil það, feigðar nær stundu dregur að. Höndin listfenga’ er þrotin þín. þú ert horfinn að líkams sýn, en sigrihrósandi á sæluláð sálin er flutt fyrir drottins náð Nú er þér horfin sorg og sút, síðasti bjkar tæmdur út, nú ertu laus við líkams mein, lífsins til halla fluttur heim. Kveðjum vér þig í kærri von að Kristur guðs hinn mildi son sál þína gleðji’ um eilíf ár hvar englanna hljómar raustin klár. Magnús Einarsson. Eg gleðst yfir, að íslendingar geti sýnt heiminum, að þeir geti tekið »á móti þjóðhöfðingjum flestra landa heimsins, og sýnt Deim hinn söugríka stað á Þing- völlum, og sagt þeim sögu hans. En eg hefi ekki enn séð, að stjórnin á íslandi hafi neitt gjört til að sýna sinnar eigin þjóðar mönnum í Ameríku, eða hvar ann- ars staðar sem þeir lifa í heim- inum, neinn verðskuldaðan heið- ur (svo hægt væri að flimta me* iað, að þeir væru höfðingjasleikj- ur)v Og það mundi mjög rýra höfðingja álit, þegar saga þessa viðburðar yrði skráð, að sjá ekki á fyrsta blaði, að fslend- ingar væru boðnir og beðnir að heimsækja heimaþjóðina til samgleðjast henni á þessum heið- ursdegi hennar. Eg vildi benda á, að þetta væri sómi þjóðarinnar, að hafa sér staka íslenzka heiðursgesti í boðl sínu, sem væru ættniðjar eldri þjóðhöfðingja. 'Og Ieyfi eg mé að benda á fáeina þeirra: 1. Fyrst nefni eg Jóhann Briem í Riverton, Man., Canada, sem er sonur þjóðhöfðingjans Ólafs timb urmanns Gunnlaugssonar sýslu- manns Briems, sem bjó á Grund í Eyjafirði. Það er maður, sem mikið hefir gjört til að styðja að velferð landa sinna hér og við- halda íslenzku þjóðtrni. Enda hefir hann fylgst svo vel með, um alt, sem gjörst hefir a íslandi, sem hann hefði þar lifað. 2. Er Mr. Ólafur S. Thorgeirs- son í Winnipeg. Hann hefir allra manna bezt haldið við íslenzkunni (íslenzku máli) hér í álfu, með bókaútgáfum sínum og fróðlegu Almanaki, þar sem hann hefir safnað eins miklu sem kostur hef- ir verið á um íslendinga hér í álfu, sem eru einu sagnastyttur til fullkomnari landnámssögu íslend- inga hér í álfu. — Hann var fleiri ár konsúll Danakonungs hér og íslendinga, og var sá fyrsti ís- lendingur hér, sem Danmerkur konungur sæmdi riddarakrossi— Dannebrog. Hann hefir einlægt verið fremsti maður í öllum bind- indismálum. Sá 3. er fyrverandi kaupmaður, Mr. Árni Friðriksson, nú í Van- couver, B. C., Canada., en sem um mörg ár verzlaði í Winnipeg, og sem ekki er ofsagt um, að var hjálparmaður mjög margra landa bæði peningalega, og með öllum beztu og heppilegustu leiðbein- ingum, sem hann gaf öllum, sem til hans leituðu. — Hugsið ykkur, hvað oft Mr. Árni Friðriksson hefir glatt og hjálpað mörgum íslendingum, þegar þeir komu peningalausir og án þess að skilja landsmálið, og voru ókunnir öllum háttum hér og vinnubrögðum, — og sem oft höfðu stórar fjölskyld- ur. Eg er viss um, að menn munu segja, að hann verðskuldaði það fyllilega, að vera heiðursgestur þjóðar sinnar á Þingvöllum 1930. —Hann var fyrsti íslendingur, er hlaut þann heiður og tiltrú að vera bæjarráðsmaður Winnipeg- borgar. 4. maðurinn er Mr. Jón Jóns- son frá Mýri í Bárðardal. Hann sannarlega má nefnast Þorgeir annar Ljósvetningagoði. Hann var í fremstu röð sveitunga sinna, í sveitarstjórn og héraðsstjórn (sýslunefnd), var hygginn og gæt- inn og tillögugóður allra fratn- fara mála og hafði fullkomna til trú hvarvetna. Enda af beztu ættum sveitar sinnar kominn. — Hér í álfu hefir hann ekki notið sín, bæði af því, að hann kom fullorðinn til þessa lands, og var ekki nógu vel að sér í þjóðarmál- inu, og þar að auki hafði við tölu- verða vanheilsu barna sinna og annara náinna ættmanna, að striða. En hann hefir skrifað hér ritgjörðir, sem sýna, að hann er bæði vel fróður og kunnugur því, sem fram fer á Islandi, 5. er Dr. Sig. júl. Jóhannesson, sem ætíð hefir dregið penna sinn úr slíðrum til að tala máli Is lendinga, hér og heima á íslandi Hann er maður sann-íslenzkur og orðheppinn, og orðhagur, ekki síð ur en Skarphéðinn Njálsson Hann er maður ættaður frá Hjalla í ölvesi, þar sem lögsögumaður- inn lifði, Skafti Þóroddsson, og væri hann hverjum manni færari að tala fyrir minni hans á Þing völlum 1939. Enda er hann skáld gott. Þessir menn, er eg hefi tilnefnt eru allir komnir á hærri aldur þó Dr. Sig. Júl. Jóhannesson sé ekki nema rúmlega 60 ára. Þessir 1 menn mundu allir hafa hina mestu ánægju af að sjá ættstöðv- ar sínar, ekki síður en örvar-iOdd- ur Grímsson Loðinkinna frá Jaðri í Noregi að sjá Berurjóður í Noregi. — Það sýnist Iíka, að ráð- herrar Islands ættu að vera glað- ir og ánægðir yfir að bjóða og hafa þessa heiðursgesti í boði sínu, þar sem ráðherrarnir eru allir Norðlendingar (tveir Þingey- ingar og einn EyfirðingurX og þessir framantöldu menn, 2 Ey- firðingar og 2 Þingeyingar, og Dr. S. J. Jóhannesson heppilega val- inn margra hluta vegna. Eg efa það hreint ekki, að ráð- herrar þjóðarinnar taki þetta til í- hugunar og framkvæmda. Og þó margir fleiri séu verðugir sæmd- Hósti í börnum Mæður! Gefið börnum yðar fáeinar Peps töflur til að sjúga á hverjum degi. Að anda að sér hinum þægilega, heilnæma ilm er þær gefa frá sér, er líkt og að anda að sér heilnæmu skógar- ar af heimaþjóðinni, þá verður þó 1 lofti í frumskógunum. — Peps “Skarphéðinn í brennunni”, og föðurbróðir hans, sem skemti með söng Kristjáni Danakonungi 9. á Þingvöllum 1874. Eg hefi nú kembt í þann lopa, sem eg vona og óska að íslenzka þjóðin spinni úr, svo fínan og haldgóðan þráð, sem aldrei slitni úr sögu þjóðarinnar, og verði ætíð til sóma núverandi stjórnar- völdum íslands. Lengi lifi allir sannir þjóðhöfð ingjar íslands, og verði þeim alt til gæfu og þjóðinni í komandi tíð. tslendingurinn Á. Fr. ekki hægt að mótmæla því, að nefndir menn standa fremstir 1 flokki margra hluta vegna, að hljóta þennan heiður. Eg ætla enn fremur að benda heimaþjóðinni á, að hún verður að vera sér úti um alt, sem getur skemt bezt þjóðhöfðingjum og öðrum gestum hátíðarinnar. Eg verð því að gera ofurlítinn útúr- dúr og segja ofurlítið þeim, sem ekki þekkja til, það sem við bar á Þingvöllum við Öxará 1874, þeg- ar Kristján Danakonungur ní- undi kom á Þingvöll með stjórn- arskrána. Það var 6. ágúst, að konungur- inn kom með sínu föruneyti frá því að skoða Geysir í Haukadal, að valdir voru 12 hinir glæsileg- ustu bændur til að fara á. móti konungi, og bjóða honum að koma og þiggja veizlu hjá landsmönn- um á Þingvöllum, og var þlng- maðurinn og bóndinn Tryggvi Gunnarsson, formaður flokksins. Og þá er þeir mættu konungi, á- vörpuðu þeir hann konunglega, og hr. Tryggvi bauð honum að koma til hátíðahaldsins (á Þing- völlum), og tók konungur því með ljúfmensku og lofaðist til að koma. Kl. 10 að morgni 7. ágúst, höfðu menn raðað sér í fylkingar, og skyldi konungur fara í gegn um fylkingarnar og það gerði konung- ur og sveit hans, á áðurnefndum tíma, niðri á Þingvöllum. Þessir menn voru valdir til að ávarpa konung, og stóðu þeir fremstir í fylkingunni: Dr. Grím- ur Thomsen á Bessastöðum, séra Stefán Thorarensen á Kálfatjörn, Tryggvi Gunnarsson, Jón Sigurðs- son forseti, og Torfi Einarsson. Dr. Grímur Thomsen ávarpaði fyrstur konung með snjallri tölu, og þakkaði honum fyrir komu hans allra konunga fyrstan til landsins og Þingvalla. hreinsar hinar fíngerðu and- rúmspípur, styrkja andfærin og varna hósta, kvefi og annari brjóstveiki. The Breathe able Tablet Síðar um daginn sat konungur veizlu hjá veizlu hjá þingmönn- um, og skemti þá með söng og hljóðfæraslætti, organleikari Jón- ar Helgason í Reykjavík, föður- bróðir tónskáldsins Sig. Helga- sonar, sem hér lifir nú í Los Ang- eles, Calif.. Um 160 manns sátu að borðum með konungi, og var það töluvert minni hópur en sá, efr* Þórólfur Kveldúlfsson hafði þá hann hélt veizluna Haraldi hinum hárfagra. borðhaldið stóð yfir, og talaði þá fyrstur Dr. Grímur Thomsen fyr- ir minni konungs. Hann mintist á hina fornu sögu, um Harald Gormsson Danakonung, sem ætl aði að fara herferð til íslands, og sendi þá fjölkunnuguan mann þangað hamförum, en hann komst hvergi að landi fyrir landvættum. Nú hefði aftur Danakonungur farið för til lslands; en nú yrðu landvættir allir að hörfa frá, — Því eins og konungur hefði hjörtu í merki sínu, þannig hefði hann unnið hjörtu allra íslend- inga. Þetta minni þakkaði konungur með fögrum, orðum. Þetta ætti að vera rióg til að skýra það, sem eg nú ætla að segja, sem er, að við þessi há- tíðamót 1930,, verður að sjálf- sögðu sonar-sonur Kristjáns kon- ungs níunda, Kristján 10. Dana konungur. Og það sögulega og skemtilega við það er, að æðsti valdsmaður þjóðarinnar ber nafn hr. Tryggva Gunnarssonar, og aí sjálfsögðu ávarpar nú ‘sonarson hans — á Þingvöllum. Og í stað Dr. Gríms Thomsens, ætti þjóðin að ná til sín frænd- stúlku hans (Grímsþ til að syngja og skemta á þessari fjölmennu þjóðarsamkomu. Hérlendir menn, sem hafa heyrt hana syngja, hafa sagt, að að þeir væru vissir um, “að englar á himnum syngi ekki betur eða fégurra en hún”. Ad- Iressa hennar er: Miss Ellen Jame- son, 889 E. 3d So. Str., Spanish Fork, Utah. . Það væri sannar- lega skáldlegt og sögulegt, að þjóðin gæti fengið hana til að vera heiðursgest við þetta tæki- færi, og fagna konunginum, Krist- | jáni hinum tíunda með söng j og hljóðfæraslætti, í stað þess sem frændi he'nnar, Dr. Grímur Thom- sen, skemti afa hans með fögrum skemtiræðum. Einnig vonar maður, að þjóðin á íslandi gleymi ekki að hafa 1 boði, Mr. Sigurð Helgason, tón- skáld, og minnist þess, að það var Til Dr. Helga Péturss Ofar öræfum allra landa sannleiks sólarfjöll blika í bifröstum blárra himna hærra en hugir sjá. Ein er þrá alls er lifir: Sókn til hærri heima. Grein af stofni og gras af mold: svo er lífsins saga. örlög hafa öllum gróðri setta þraut til þroska. Kaldur er snauðu kotungbarni ís við berar iljar. Einbúar andans, aðalsmenn þjóða, vegu kaldari kanna: Klífa klökug björg, kalnir á hjarta og ganga þó bál með Brúnó. Eitt er lögmál, sem aldrei bregst: Sannleikur skal sigra. Til yztu veralda endimarka vaka verðir hans. Því var aldregi æfi-harmur borinn bótalaust. Eilífðar akur, sem aldir sá, gefur guði ávöxt. — Árdísir íslands á aldamorgni færðu heimi fórnir. En hærri hlutverk, ef heillir ráða, skipar lýðum Skuld. Hlægir mig, Helgi að haukar fljúga hátt yfir frónskum fjöllum. íslands hamingju út í veröld flytja hvítir fossar. Heill sé þér, Helgi, sem hæstan ber yfir norræn óðul. Gestur að vizdcu, með Gunnars litu og anda Ingimundar. í hnattahljómi þinn hróður vari meðan blástjörnur blika. sólarsifjungur, sonur bláfjalla, örn við Islands haf. 31. marz 1927. Jón Magnússon. HEIÐURSKROSS. Þann 13. sept. var Sigurbjörn Á. Gíslason, cand. theol., sæmdur heiðurskrossi ungverska ríkisins. Er þessi kross ætlaður sem heið- ursmerki þeim mönnum innlend- um og útlendum, sem haifa gert landinu heiður eða greiða. — Eins og kunnugt er, ritaði S. Á. Gíslason morgar greinar um Ung- verjaland í fyrra. Voru greinar þessar þýddar á ungversku, og birtust þar í blöðum. Kross þessi er veittur í fimm flokkum, og hef- ir Sigurbjörn hlotið kross úr þriðja glokki. Þeta mun vera í fyrsta skifti, sem íslendingur er sæmdur heiðursmerki frá Ung- verjalandi. — Mgbl. 6. nóv. Stofnað 1882 Löggilt 1914 Hafa hitað heimili í Winnipeg síðan “82” D. D.WOOD & SONS, LTD. VICTOR A. WOOD President HOWARD WOOD Treasuser LIONEL E. WOOD Secretary l~T,i (Piltarnir, sem öllum reyna að þóknast) K0L og KÓK Voru ýms minni höfð, meðan faðir hans, sem samdi lagið Sendið korn yðar tii ONITED grain growers & Bank of Hamilton Chambers WINNIPEG Lougheed Building CALGARY Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er. Talsími: 87 308 Þrjár símalínur Rosedale KQl Lump $12.00 Stove $11.00 FORD CCKE $15.50 Ton SCRANTON HARDKOL POCA LUMP og CANMORE BRICQUETS Thomas Jackson & Sons 370 COLONY ST. PHONE: 37 021 Látið CANADIAN NATIONAL— CUNARD LINE / sambandi viö The Icelandic MUlennial Celebratlon Committee. Dr. B. J. Brandson, H. A. Bergman, Dr. S. J. Johannesson, E. P Jonsson, Dr. B. H. Olson, S. Anderson, A. B. Olson, O. Johannson, L. J. Hallgrimsson, S. K. Hall, G. Stefansson, A C. Johnson, J. H. Gíslasön, Jonas Palsson, P. Bardal, M. Markusson, W. A. Davldson. Islendingar I Canada, eins og landar þeirra, sem dvelja vífis- vegar annarsstaðar fiarri föstur- jörSinni, eru nú meir en nokkru einni áður farnir að hlakka til þúsund ára Alþingishátlðarinnar ( Reykjavík, i júním&nuði 1930. Island, vagerft lýðveldisins, eins og vðr nú þekkjum það, stofnaði hið elzta löggjafarþing í júnl- mánuði árið 930. pað er ekkert tslenzkt hjarta, sem ekki gleðst og slær hraðara við hugsunina um þessa þúsund ára Alþingis- hátið, sem stjórn tslands hefir ákveðið að halda á viðeigandi hátt. Annast um ferðir yðar á hira ÍSLENZKU - - - Þúsund ára Alþingishátío REYKJAVlK JÚNl 1930 Canadian National járnbrauta- kerfið og Cunard eimskipafélagið vinna i samlögum að þvf, að flytja Islendinga. hundruðum sam- an og íólk af íslenzku bergi brot- ið, til Islands til að taka þátt 1 hátíðinni og siglir sérstakt skip frá Montreal I þessu skyni. Meðal annars, sem á borð verður borið á skipinu, verða íslenzkir, góm- sætir réttir. par verða leikir og ýmsar skemtanir um hönd hafð- ar og fréttablað gefið út. Spyrjist fyrir um vorar sérstöku ráðstafanir Leitið upplýslnga hjá Canadian National umboðsmannlnum I Winnipeg Saskatoon, Edmonton, eða skrifið beint til J. H. GISLASON, Winnipeg (phone 88 811) 409 Mining Exchange Bldg. CANADIAN NATIONAL RAILWAYS eöa einhverjum umboösmanni OUNARD STEAMSHIP LINE

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.