Lögberg - 12.12.1929, Blaðsíða 1

Lögberg - 12.12.1929, Blaðsíða 1
42 ARGANGUR !| WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 12. DESEMBER 1929 NÚMER 49 HELZTU HEIMSFRÉTTIR Bezta hveiti í hinni miklu búnaðarsýningu, sem haldin hefir verlð í Chicago nú að undanförnu, hefir maður nokkur í Alberta hlotið hæstu verðlaun fyrir hveiti, og er nú nefndur hveitikonkur veraldar- innar Þessi maður heitir Joseph H B. iSmith, og á heima að Wolf Creek í Alberta, svo það er Can- adahveiti, sem hæstu verðlaun hefir hlotið í þetta sinn. Ekki var Mr. Smith viðstaddur til að taka á móti þessum heiðri. Hann hafði bara sent hveiti sitt á sýtiinguna, en var sjálfur heima að gæta bús síns. Svo vill einkennilega til, að sá, sem þena heiður hefir hlot- ið tvö síðustu ár, heitir líka Smith, og á hann heima að Cornvallis, Montana. Engar járnbrautarleitir til Churchill í vetur Hinn 3. þ. m. fór járnbrautarlest frá 'Churchill, áleiðis til The Pas. Það er síðasta járnbrautarlestin, sem fer frá Churchill eða kemur þangað í vetur. Póstur verður sendur þangað á hundasleðum frá Mile 327. Má því svo heita, að hafnarbær Manitobafylkis sé nú aftur aðskilinn að mestu frá um- heiminum, en sem ekki verður lengi úr þessu. Samt eru margir menn þar við vinnu og verða í allan vetur. Churchill ána lagði 21. nóvember. Ekki að fljúga sér til gamans á sunnudögum í British Columbia hefir félag það, sem sérstaklega hefir það verkefni, að sjá um að sunnudag- urinn sé helgur haldinn, og lög þar að lútandi séu haldin, barist fyrir því að koma í veg fyri»* að fólk sé að fljúga sér til skemtun- ans á sunnudögum eða ekki. Telur lagsins í British Columbia, Rev. George E. Webber, segir, að þeg- ar sunnudagalögin voru samin, hafi loftför verið óþekt, og því þar ekkert um það sagt, hvort leyfilegt sé að fljúga sér til gam- •an á sunnudögum eða ekki. Tlur hann því nauðsynlegt, að láta dómstólana skera úr þessu. Dregur sig í hlé Hon. H. H. Stevens, sambands- þingmaður ifyrir Vancouver Cen- tre, hefir lýst yfir því, að hann hafi fastráðið að segja af sér þingmensku, og gefa sig ekki frekar við stjórnmálum, að næsta þingi afloknu. Þangað til ætlar hann að halda þingsæti sínu. Hann segir, að vaxandi annir vtð sína eigin atvinnu, geri sér ó- mögulegt að sinna lengur stjórn- málum. Mr. Stevens tilheyrir íhaldsflokknum. Hann var einn af ráðherrunum í Meighenstjórninni, fyrst verzlunarmálalráðherra og feíðar tollmálaráðherra. Hann var fyrst kosinn á þing 1911 og endur- kosinn 1917, 1921, 1925 og 1926. Boðskapur forsetans Á miðvikudaginn í vikunni sem leið, lagði Hoover forseti hinn ár- lega forseta boðskap fyrir þingið. Er það skjal langt mál og kemur víða við, en yfirleitt kemst for- setinn ag |þeirri niðurstöðu, að hagur þjóðarinnar standi mleð miklum blóma. Gerir forsetinn sér miklar vonir um, að fundur- inn, sem haldinn verður í London í vetur, sem áður heifir verið getið um í Lögbergi, til að ræða um takmörkun herflotanna, inuni bera mikinn og heillavænlegan á- rangur og sömuleiðis alþjóðadóm- stóllinn. Virðist Hoover forseti mjög áhugasamur um alt, sem friðinn má efla. Auk utanríkis- málanna, talar forsetinn um flest innanríkismál. óskar meðal ann- ars, að þingið komist sem fyrst að einhverri ifastri niðurstöðu í tollmálunum. Tvent er það í boð- skap þessum, sem forsetanum veldur mestrar áhyggju: Hið mikla hlutabréfa verðhrun og vaxandi virðingarleysi fyrir lög- unum og samtök og samvinna um að brjóta þau. Ford borgar hœrra kaup Ford Motor félagið hefir frá því um síðustu mánaðamót, hækk- að kaup verkamanna sinna sem svarar $29,000,000 á ári. Á þetta við verkamenn félagsins í Banda- ríkjunum, en félagið hefir einnig 5,500 verkamenn í Canada, sem fullyrt er, að muni njóta sömu launahækkunar. DagkaUp al- gengra verkamanna sinna hefir félagið hækkað úr $6 upp í $7, en ýmsra iðnaðarmanna, sem hærra kaup hafa, um fimm per cent. Segist félagið geta gert þetta vegna þess, að umsetningin hafi verið svo afar mikil á þessu ári, og hins, að útlitið sé ágætt fyrir næsta ár, og það hafi ávalt verið stefna félagsins, að láta verka- menn sína og viðskiftavini, njóta hagnaðarins með sér. Árið 1914 hækkaði félagið kaup verkamanna sinna úr $2.34 upp í $5, og vinnu- tíminn var styttur úr níu í átta tíma á dag. 1919 var kaupið j hækkað upp í $6 á dag og nú í $7 I á dag. L*gri skattar Með samþykki Hoovers forseta og helztu leiðtoga beggja aðal stjórn- málaflokkanna, leggur Mellon fjármálaráðherra til, að skattarn- ir séu lækkaðir nú þegar um $160,000,000. Fuglarnir kafna í reyk í vikunni sem leið, kviknaði í stóru vöruhúsi í Chicago og köfn- uðu þar inni ifjörutíu þúsund ali- fuglar. Skaðinn er metinn um $200,000. Góð húsakynni Bretar eru að verja miljón doll- ara til að byggja nýtt hús handa sendiherrasveit sinni í Washing- ton. Er sagt að það verði, þegar það er fullgert, hið fallegasta sendiherrahús í heimi og beri langt af Hvíta húsinu, bústað for- setans, bæði að stærð og fegurð. Það á að verða fullgert í marz eða apríl næsta ár. Ofviðri Ákaflegt ofsaveður gekk í vik- unni sem leið yfir vesturströnd Englands, Frakklands, Spánar og Portúgals. Er fullyrt, að í of- viðri þessu hafi látið lífið að minsta kosti 46 manns, þar af 23 btrezkir, hinir frá Sþáni og Partúgal. Sagt er einnig að tjón það, sem þetta veður hefir vald- ið, nemi miljónum dollara. Kellogg sáttmálinn. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar, eða stjórnir þeirra ríkja, hafa í sameiningu mint Rússa og Knverja á skuldbindingar þær, sem allar þjóðir er Kellogg-sátt- málann undirskrifuðu, hafa þar með undirgengist, og þar með lagu fast að þeim, að halda ekki lengra en komið sé í ófriðarátt- ina Lítur út fyrir, að þetta inuni hafa góð áhrif, eða að minsta kosti þau áhrif, að Rússar og Kín- verjar geri einhverja tilraun til að semja friðsamlega um ágrein- ingsmál sín, og segja síðustu fréttir, að þeir séu að reyna það. Komnir heim Norðurfararnir, Col. C. D. H. McAlpine og félagar hans, komu til Winnipeg í vikunni sem leið, og eru nú farnir hver til sinna heimkynna, eftir þriggja mánaða útivist, eða meir, norður í hoim- skautalöndum, þar sem engir hvít- ir menn eru og “menningin” hef- ir ekki enn fest rætur. Var það lengi vel, eins og áður hefir ver- ið getið hér í blaðinu, að enginn vissi hvað af þeim var orðið, og var þeirra afar mikið leitað. Loks gátu þeir komið skeytum til manna bygða, og voru þá þegar sendir menn í loftförum til að bjarga þeim. Gekk það líka erfiðlega og tók langan tíma, vegna óhagstæðra veðra. En nú eru allir, sem í leiðangri þessum tóku þátt, komn- ir heim til sín, og þrátt fyrir töluverða hrakninga, eru þeir allir taldir jafngóðir eftir ferða- volkið, að einum undanteknum, er fraus svo á fæti, að taka varð af honum þrjár tær. Nýr forseti Herbert Smith, forseti náma- manna samtakanna brezku, hef- ir s agt af sér vegna óánægju út af því, að námamennirnir sam- þyktu sjö og hálfrar stundar vinnudag, en höfðu krafist sjö stunda vinnudags. í hans stað hefir Thomas Richards verið kos- inn forseti. Farinn til Ottawa Bracken forsætisráðherra fór til Ottawa í vikunni sem leið til við- tals við sambandsstjórfnina, við- víkjandi afhending náttúruauðæfa Manitobafylkis. Bxjarstjórnin í Winnipeg vill ekki að háskólinn sé fluttur úr bœnum. Á bæjarstjórnarfundi, sem hald- inn var á mánudagskveldið 1 þess- ari viku, samþykti bæjarstjórnin yfirlýsingu þess efnis, að hún vilji að háskólinn sé bygður þar sem hann nú er, við Broadway, en ekki fluttur út úr borginni. Var ekkert atkvæði greitt móti þessari yfirlýsingu. Jafnframt var lýst yfir því, að bæjarstjórn- in væri viljug að leggja háskól- anum til allstóra lóð ókeypis, ef hann væri bygður á því svæði, þar sem hann nú er. Stjórnmálamaður látinn Á laugardaginn í vikunni sem leið, andaðist í Toronto William F. Maclean, 75 ára að aldri. Hann hafði verið blaðamaður um fjörutíu ára skeið og sambands- þingmaður í 35 ár. Samningar um náttúruauðcefi Manitoba-fylkis. Bracken forsætisráðherra Mani- tobafylkis, Major og' Mackenzie ráðherrar, eru nú sem stendur í Ottawa til að fullgera samninga við sambandsstjórnina um af- hending náttúruauðæfa fylkisins. Fréttir frá Ottawa segja, að stjórn- irnar hafi komið sér saman í öll- um atriðum og að samningurinn muni verða undirskrifaður af hlutaðeigendum báðum í dag. fimtudag. Áður en þeir öðlast fulþ gildi, þarf þó sambandsþing- ið og eins fylkisþingið í Manitoba, að samþykkja þá, en ekki er búist við neinni fyrirstöðu í því. Frá Islandi Fjárskaði. Fjárskaði varð á Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi þ. 21. okt. Fórust þaðan í sjóinn af næsta skeri við Kaldárós, 41 ær og 16 lömb — tvær fundust í skerinu, en hinar rak á land í einum bunka. Eitt lambanna var frá Yztu-Görð- um, hinar kindurnar allar frá Snorrastöðum. Voru þær næst- um því allar ætlaðar til a3etn- ings. Tólf kindum tókst að standa á skerinu og hefir það verið hörð barátta, því að skerið fór í kaf.— Veður var gott um kvöldið, logn og bjart af tungslsljósi, en ná- lægt fjöru gerði kolsvart myrkur og foráttu veður af landsuðrl, ó- eðlilega fljótt aðfall og mikinn á- hlaðanda og varð mikið flóð. Var þess vegna engin leið fyrir mann- inn, sem gætti kindanna, að kom- ast fram í skerið. — Fyrir 30 ár- um fórust 40 ær í sjóinn frá Snorrastöðum á þessu sama skeri og var það á útmánuðum,—Mgbl Mrs. S. K. Hall. Söngkonan nafnkunna, Mrs. S K. Hall, kom heim síðastliðinn sunnudag, úr ferðalagi austur til Montreal, New York og Washing- ton, D. C. Þann 19. nóvember síðastliðinn, söng Mrs. Hall í Montreal fyrir víðvarp Þjóðbrauta kerfisins — Canadian National Railways, og tókst snildarlega, eftir því, sem ráða má af blaða- úrklippum að anstan, bréfum og símskeytum. Alt voru það ís- lenzkir söngvar, er Mrs. Hall hafði upp á að bjóða. Hinn 2. þ. m. söng Mrs. Hall fyrir víðvarp í New York, og vakti þar engu minni athygli. Rigndi að henni simskeytum og bréfum úr öllum áttum, með þakklæti fyrir sönginn. Nokkra daga dvaldi Mrs. Hall í Washington, D. C., hjá dóttur sinni, Mrs. Sylvíu Einarson. Það má óhætt segja, að Mrs. Hall hafi eigi aðeins unnið sér sjálfri, heldur þjóðflokki vorum í heild, sæmd, með framkomu sinni og list, á þessu nýafstaðna ferða- lagi. Frá Islandi. Sjaldséðir máfar. 1 norðanveðrinu hérna um dag- inn, sá eg tvo til þrjá fugla, sem mér í fyrstu sýndust vera silfur- máfar — vera á flökti fyrir utan höfnina milli Batterígarðsins og Klappar. En þegar eg gáði bet- ur að næsta dag, sá eg að það höðu verið hettumáfar. Nú voru þeir orðnir sex eða átta í hóp og jafnel tveir eða þrír stormmáfar þar að auki. Hafa þessir fuglar verið hér síðan, tíðast úti fyrir lækjar- eða skolpr'æsisósnum, því að þar er bezt til fanga um mat- björg. Flestir hettumáfarnir eru fullorðnir, en tveir eða þrír ung- ir fuglar, á fyrsta ári og vetur- gamlir með, og má vera, að þetta séu fuglar, sem hafa klakst hér, því að fuglinn er að ílendast hér í svipinn. Með stormmáfum hefi eg séð einn eða tvo unga og einn fullorðinn fugl — að eg held. — Báðar þessar tegundir eru á stærð við ritu, hettumáfurinn með rauða, en stormmáfurinn með gulgræna fætur, þegar þeir eru fullorðnir. Ungarnir grádröfnóttir líkt og kaflabrinkar (ungar veiðibjölK ur), en hettumáfurinn er hettu- laus í vetrarbúningnum, þ.-^e. hef- ir þá hvítt höfuð líkt og hinn; báðir eru þeir blágráir ofan á vængjunum. Báðir eru þessir fremur fáséð- ir fuglar hér, fallegir og auka fjölbreytnina. Þeir eru ófeimnir, enda vanir lífinu í nágrenni við fjölmenni í höfnum og á vötnum i stórborgúm nágrannalandanna og mundu víst verða mjög spakir, ef menn hændu þá að landi með matargjöfum — og þeir verða mörgu fegnir, t. d. hveitibrauði, lifur og öðrum fiskiúrgangi. —Vísir. B. Sæm. Grænlandsfiski. — Útgerð Færeyinga. Samkvæmt símfregn, ætla Fær- eyingar að senda 100 fiskiskútur til veiðá við Grænland næsta sumar. Má á því sjá, að reynsl- an hefir sýnt þeim, að sú útgerð borgar sig, þrátt fyrir stirðbusa- skap Dana, sem leyfa þeim ekki landgöngu. í “Tingakrossur” er sagt frá því 30. okt., að togarinn “Roynd- in“ sé þá nýlega kominn heim frá Grænlandi og hafi fengið 110 þús. þorska, og eflaust veitt meira, ef meinbægni Dana hefði ekki ráðið. Yfirvélstjóri á skip- inu er danskur, og segist honum svo tfrá þessari ferð: — Það eru ókjör af fiski við Grænland, og fiskurinn er ekki beituvandur; hann tekur alt. En það er eiginlega ókostur, hvað hann gengur grunt, upp á 15 faðma dýpi. Á svo grunnu fælist hann þegar lóðinni er kastað, en á færi er hann alveg handóður.” Vélstjórinn var mjög gramur út af stjórn Dana og landftetgis- gæzlu í Grænlandi. Tvívegis í sumar tók “Hvidbjörn” skipið, og misti það margra daga veiði í hvort skifti, vegna þess hvað rétt- artfarið í landinu er bágborið. “Kínverjar eru ekki eins miklir silakeppir, eins og dönsku ‘Kín- verjarnir’ í Grænlandi”, sagði Jensen. Níu daga misti “Roynd- in” frá veiðum — skipið kostar 300 kr. á dag — bara vegna þess sleifarlags, sem er á réttatfar- inu í Grænlandi. Að lokum var “Royndin” þó sýknuð af því að hafa framið landhelgisbrot, en hún varð að borga 300 kr. sekt “fyrir að bjarga færeyskum fiski- mönnum, sem heima áttu konur og börn”, segir blaðið. — Mgbl. Bogi Th. Melsteð Iátinn. Frá Kaupmannahöfn er símað 12. nóv.: Bogi Th. Melsteð andaðist í nyorgun úr lungnabólgu, eftir stutta Iegu. Líkið verður jarðað á íslandi. Bogi Thorarensen Melsted var fæddur að Klausturhólum í Grímsnesi, 4. maí 1860. Foreldr- ar hans voru þau Jón prófastur Melsted, bróðir Páls sangnfræð-. ings, og Steinunn, dóttir Bjarna amtmanns Thorarsen. Hann lauk stúdentsprófi 1882 og meistara- prófi í sögu 1890. Árið 1893 var hann 3ettur auka-aðstoðarbóka- vörður í ríkisskjalasafni Dana, en hætti við það starf 1903. Síð- an hefir hann lengst af notið styrks úr Árna Magnússonar- sjóðnum. Hans mun lengi minst sem stofnanda Fræðafélagsins og ritstjóra Ársritsins. Hann he'fir starfað manna mst í þeim félags- skap. Árið 1905 var hann á ferð hér á íslandi. Boðaði hann þá fund með bændum sunnanlands að Þjórsártúni. Hélt hann þar fyrirlestur og hvatti til að stofna slátuhfélag. Varð það til þess, að bændur kusu nefnd til undirbún- ings félagsstofnuninni, en Slát- urfélag Suðurlands var stofnað nokkru síðar. Þetta er eitt dæmi af ifáum, er sýnir áhuga hans fyrir innanlandsmálum, og þá skynsemi, að sjá fram á, að sjálf- stæði þjóðarinnar yrði bezt trygt með nytsömum fyrirtækjum. Síðan 1903 hefir hann unnið að samningu Islandssögu sinnar. Eru komin út af henni þrjú bíndi. — Hefir hann auka hennar gefið út eitt bindi af styttri útgáfu, Handbók og kenslubók, sem hefir notið mikilla vinsælda. Bogi var alla tíð tryggur Is- lendingur, enda þótt leið hans hafi meiri hluta æfinnar legið um fjarlæg lönd. Hann var ætíð hinn tryggasti vinur íslenzkra námsmanna í Kaupmannahöfn. Hann var síðustu árin heiðursfé- lagi í Stúdentafélaginu í Höfn, og hefir hans aldrei verið getið í þeim félagsskap nema með hinni mestu virðingu. Lík hans verður flutt heim með “íslandi” hinn 20. þ.m., og verð- ur kveðjuathöfn haldin að heim- ili hans í Kaupmannahöfn áður. Mun séra Haukur Gíslason, prest- ur íslendinga í Höfn, tala. Líkið verður grafið að Klausturhólum. Finnur Jónsson prófessor birti í gær í Berlingske Tidende langa grein um Boga heitinn, og lauk henni á þessa leið: — Þótt deila megi um einstök störf hans, er með sanni hægt að segja, að hann var tryggur vinur fósturjarðar sinnar og var alt af boðinn og búinn þess að vinna henni til gagns og frama. — Mgbl. 14. nóv. Nefndin, sem lagði dóm á há- tíðaljóðin, þeir Carl Nielsen, Sig- fús Einarsson og Haraldur Sig- urðsson, fékk til dóms sjö “kant- ötur”. Fyrstu verðlaun eru 2500 krón- ur, en önnur verðlaun 1000 krón- ur. — Mgbl. Stórkostleg fjársvik í Danmörku. Hlutabréf “Folkebanken” verða óseljanleg. ÞaÖ vakti undrun og óróa eigi lítinn í kauphöllinni í Kaupmanna- höfn þann 22. fyrra mánaðar, að hlutabréf banka nakkurs, Folke- banken, félfu skyndilega í verði og urðu alt í einu óseljanleg. — Menn vissu ekki hverju þetta sætti, því al- ment var álitið að banki þessi væri vel stæður. En umræddan dag voru hlutabréf bankans skyndilega boðin til sölu, fyrst á 105 kr. 100 kr. bréf- ið, en verðið fór stöðugt lækkandi og þó var framboð bréfanna altaf mjög ört. Komust bréfin niður í 95 kr. og varð umsetning 36 þús. kr. En þrátt fyrir þessa gífurlegu lækkun, var framboðið óstöðvandi. Var næsta söluboð B>gl/2 kr., en þá hafa fjármálamennirnir farið að sjá að ekki var alt með feldu, og fékst nú ekkert boð í hlutabréfin. Við þetta sat þenna dag, og engin skýring fékst á þessu mikla verð- falli fyr en næsta dag. Bankanum lokað. ' Bankamenn, f jármálamenn og stjórnin komu á ráðstefnu til þess að kynna sér hag “Folkebankans,” því verðfall bréfanna benti til þess, að eitthvað óvænt var á seiði. Þetta kom á daginn, þvi bráðabirgðarann- sókn leiddi í ljós, og einn stærsti viðskiftamaður bankans, Harald Plum að nafni, var uppvís að stór- kostlegum fjársvikum. Þessi fjár- glæframaður var við riðinn hvorki meira né minna en 15 verzlunar- fyrirtæki og sum mjög risavaxin. En aðalviðskiftin voru við “Folke- banken.” Rannsókn þessa máls var skamt á veg komin þegar síðast fréttist, en búist var við að tap bankans vegna fjársvikanna yrði ekki undir 5 miljónum króna. En tapið í heild verður sjálfsagt miklu meira, því mörg verzlunarfyrirtæki sem fjárglæframaðurinn Plum var viðriðinn urðu gjaldþrota, þegar uppvist var um f jársvikin. Harald Plum fer til búgarðs síns. Upptök þessa hneykslismáls urðu þau, að Privatbanken sagði upp all- stóru láni, sem eitt af verslunarfé- lögum ILaralds Plums hafði hjá bankanum; jafnframt krafðist bank- inn þess, að Plum yrði vikið frá stjórn fyrirtækisins. Mun þá þessi fjárglæframaður hafa séð fram á að komið var að skuldadögunum, og að aðeins yrði tímaspursmál, þar til uppvíst yrði um svik hans og fjárbrall. Hann tók því það ráð, að draga sig út úr mesta þvarginu, og fór til búgarðs síns, sem er á Thorö, skamt frá Assens. Þegar þangað kom, var Harald Plum sýnilega veikur. Hann þjóð- ist af illkynjaðri sykursýki og var álitið að veikindi hans stöfuðu af því að hann hefði með vilja van- rækt að nota þau meðul, sem lækn- ar höfðu ráðlagt. Giska menn á, að hann hafi ætlað sykursýkinni að ríða sér að fullu. En það hepnaðist ekki. Hann var lagður á sjúkrahús í Assens og fékk þar þá meðhöndlun, sem sjúkdómur hans krafðist. Hrestist hann svo við, og flutti aftur á búgarð sinn. Eftir að Harald Plum var kominn inn á búgarðinn, hélt hann kyrru fyrir. Ekki lét lögreglan neitt á sér bera, en Plum mun hafa átt von á henni á hverri stundu. Hefir honum þótt vissast að bíða ekki komu lögreglunnar, því strax að morgni þess 23. gerði hann tilraun til sjálfsmorðs. Hann skaut sig í brjóstið með skammbyssu, en skot- ið reið honum ekki að fullu. Lækn- ir var þegar sóttur og mun hans hafa litið svo á, að Plum ætti ekki lengi ólifað. Þegar læknirinn fór stakk hann skammbyssunni í vasa sinn og kastaði henni í sjóinn, þar skamt frá. — Eftir því sem síðast upplýstist, mun Plum, þegar hér var komið, hafa verið búinn að gera tvær tilraunir til sjálfsmorðs, þvi að hann hafði tvö sár á brjóstinu eftir skot. Plum játar fjársvikin. Plum hefir vafalaust fundið á sér að hann mundi ekki lengi lifa úr þessu. En hann hefir álitið vissast að gera hreint fyrir sinum dyrum áður en dauðan bæri að. Hann ger- ir því boð fyrir málafærslumann sinn, sem bregður skjótt við. Játar nú Plum öll fjársvikin fyrir mála- færslumanninum, og fullvissar að enginn hafi verið í vitund með sér. Leið svo þessi dagur, kvöldið og aðfaranótt þess 24. okt. Nánustu ættingjar Plums voru yfir honum allan tímann. Sjálfsmorðið hepnast. Loks, um kl. 8 að morgni 24. okt. hepnaðist sjálfsmorðið. Þeir, sem höfðu vakað yfir Plum um nóttina, voru þenna morgun að drekka te i næsta herbergi. Á meðan var Plum einn. Alt í einu heyrist skammbyssu- skot og þegar komið er inn í her- bergi Plums, liggur hann örendur í rúminu með skamntbyssu í hendinni. Einn af ættingjum Plums tók byss- una og kastaði henn i sjóinn, en lögreglan var látin vita um atburð- . inn.—Báðar skammbyssurnar hafa fundist.— Svo sem nærri má geta, skrifa dönsk blöð mkið um atburð þenn- an. Er ekki enn séð fyrir, hve stór- feld þessi fjársvik eru. Þó er talið víst, að “Folkebanken” verði hjálp- að, svo, að hann komist á réttan kjöl aftur. —Mbl. Tilkynning. Þann 9. nóvember barst mér eftirfylgjandi símskeyti, frá Magn- úsí Kjaran, framkvæmdarstjóra Alþingishátíðarinnar á íslandi: “Reykjavík, 9. nóv. 1929. Frú Thorstína Jackson Walters 25 Broadway, New York City Staðfesti hér með, að hafa í dag sent yður eftirfarandi skeyti: “Nauðsynlegt fá fljótt nafna- lista Vesturíslendinga yðar veg- um alþingishátíðina. símið tölu gestanna síðast áramót. Hátíða- nefndin.” Eins og yður mun kunnugt, áttu landsmenn að hafa sagt til fyrir 1. nóvember, hvort þeir ætluðu sér að sækja hátíðahöldin á Þing- velli á komandi vori. Nú hafa um 20,000 landsmenn pantað sér tjöld á Þingvöllum, en eins og okkur er nauðsynlegt að fá vitneskju um þátttöku landsmanna hér heima, svo er okkur jafn áríðandi að fá tölu Vestur-íslendinga, sem koma ætla, hið allra fyrsta, ekki sízt, ef við eigum að sjá þeim fyrir tjðldum eða öðru. Þetta veit eg að þér skiljið og gerið ítrasta til að síma okkur tölu gestanna hið fyrsta, en send- ið síðan nöfn þátttakendanna bréf- lega. Virðingarfylst, Magnús Kjaran.” Það er ekki nauðsynlegt að fara mörgum orðum um efni bréfs þessa. Engum getur dulist, að til vandræða horfir, ef fjöldinn af þeim, sem ætla sér að fara til ís- lands næsta sumar, draga úr þessu að tryggja sér far og verustað á lslandi. Eg hefi nú þegar með- tekið niðurborgun frá á annað hundrað af íslendingum, búsett- um í Winnipeg. Eins og áður hefir verið til, kynt, verður niðurborgunarpen- ingum skilað til baka, ef sá, sem í hlut á, getur ekki farið. Því miður er ómögulegt fyrir mig að ferðast út um bygðir á þessum tíma árs, en eg er reiðu- búin að veita alla mögulega hjálp bréflega. íslenzka þjóðin vill gera sitt ítrasta til þess að taka vel á móti Vestur-íslendingum næsta ár, en undirbúningurinn er ýmsum erfiðleikum bundinn. Þetta vil eg biðja þá, sem ætla sér að fara, að gera sér skiljanlegt, draga ekki þar til í janúar, febrúar eða lengur, að tryggja sér far, heldur senda niðurborgun nú þegar. Með því að okkur, sem berum ábyrgð á undirbúningnum, gerður róðurinn svo margfalt léttari. í von um samvinnu frá íslend- ingum, sem heim ætla, er eg Virðingarfylst, Thorstína Jackson Walters. Hljómleikar. Icelandic Choral Society, undir leiðsögn Mr. lialldórs Thorolfs- sonar, hélt samsöng í Fyrstu lút- ersku kirkju, síðastliðið þriðju- dagskveld við afar góða aðsókn. Samsöngurinn að öllu leyti hinn ánœgjulegakti. Nánar í næsta blaði. \ »

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.