Lögberg - 12.12.1929, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. DESEMBER 1929.
Bls. 3.
AKVÆÐASKALDIÐ.
3. Galdravísur.
Nú liðu fjögur ár, og ekkert spurðist til
Ilauks. Eun var komið sumar og túnasláttur
byrjaður, en sá var munurinn, að nú var ekki
þoka, heldur glaða .sólskin. Sólin skein frá
heiðum himni yfir lög og láð, og þó gat lnm
ekki hrakið burt skugga sorgarinnar, er grúfði
yfir sýslumannssetrinu, enda var ekki að búast
við því.
Foreldrar Hanks höfðu aldrei litið glaðan
dag síðan hann livarf. Áður liafði sýslumaður
verið gleðimaður mikill og hrókur alls fagnað-
ar á mannfundum, en nú var hann orðinn svo
þungbúinn á svip og þurr á manninn, að fáir
vildu yrða á hann að fvrra bragði. Og frúin
hafði ekki yndi af neinu öðru en því, að taka
rósaleppinn upp vir kistunni og skoða hann. I’að
gerði hún á hverjum degi. Hrefna litla tók
gleði sína aftur, þegar frá leið. Sorg hennar
var eins og héla einnar nætur, sem bráðnar fyr-
ir blíðgeislum morgunsólarinnar.
Það var farið að líÓa að nóni, og frúin hafði
ekki enn haft tíma tii að skoða rósaleppinn, en
nií gat hún ekki stilt sig lengur. Hún fór fram
á dyraloft og tók rósaleppinn upp úr kistunni.
Hún horfði á liann, þangað til henni vöknaði um
augu.
“Nú væri hjartkæri drengurinn minn sjö
ára í dag, ef hann hefði lifað,” sagði hún við
sjálfa sig. Höfug tár runnu niður vanga henn-
ar, og þerraði hún þau af sér með rósaloppnum.
1 þessum svifum var drepið á dyr. Frúin
lét rósaleppinn ofan í kistuna og gekk til dvra.
Kom þá aldurhniginn langferðamaður á móti
henni og heilsaði henni með handabandi.
Frúin tók kveðju hans kurteislega og bað
hann að ganga í bæinn, en hann kvaðst þurfa
að koma hestinum sínum í haga fyrst. Nú sá
frúin, að jarpur kláfahestur stóð á hlaðinu.
Bauðst hún til að láta drenginn fara með hann
upp fyrir túnið og hefta hann, en komumaður
vildi <>kki þiggja það og kvaðst verða að fara
með hann sjálfur. “Það er ekki barna með-
færi, að fást við Jarp”, sagði hann, því að hann
gerir bæði aðbíta og slá.” Teymdi hann nú
hestinn upp fyrir bæinn og tók af honum kláf-
ana, spretti af honum reiðingnum og fór síðan
með hann í haga.
Friiin beið eftir komumanni og lét hann
ganga inn í baðstofu, en þá stóð svo á, að alt
heimafólkið var komið inn til miðdegisverðar,
nema Hrefna. Hún var einhvers staðar úti að
leika sér. Frúin bað gestinn að fá sér sæti og
lét bera honum mat.
Sýslumaður sat við .skrifborð sitt frammi í
stofu og var í djúpum hugsunum, en nú kom
frúin til hans og bað hann að koma snöggvast
inn í baðstofu.
“Það er kominn einhver langferðamaður,”
sagði hiín. “Hann hefir ekki gert uppskátt er-
indi sitt, en mér datt í hug, að þér þætti gam
an að tala við hann og spyrja hann tíðinda.”
SýsJumanni var óljúft að gefa sig á tal við
gesti, en þó fór hann að orðum konu sinnar.
Hann gekk inn í baðstofu, og komumaður heils-
aði honum virðulega.
“Hvað heitir maðurinn?” spurði sýslu-
maður.
“Eg heiti Torfi.”
“Það er þó vænti eg ekki Torfi ákvæða-
skáld?”
“Rétt er þar til getið,” svaraði komumað-
ur og gaut hornauga til sýslumanns.
Nú varð löng þögn, 0g litu allir í senn til
Torfa. Þótti fólkinu á sýslumann&setrinu ekki
lítill fengur í því, að fá nú að sjá þennan galdra-
mann með eigin augum, því að margar kynja-
sögur höfðu 'borist af honum um land alt. Hann
var líka svo forneskjulegur og frábrugðinn öll
um öðrum mönnum, er þar höfðu sézt í sveit.
Hann var mikill vexti, en nokkuð lotinn í herð-
um. Hárið var í sneplum á herðar niður, og
var eins og héla hefði á það fallið. Skeggið
var sítt og þyrlaðist niður um bringuna; var
það tilsýndar að sjá sem freyðandi foss. Stór-
skorinn var hann í andliti, með kónganef og hátt
veðurbarið enni. Undir loknum og þungum
augnabrúnum glórði í grá og livöss augu.
Torfi hélt áfram að snæða og lét sér vel líka,
að liann skyldi vekja svo mikla athvgli. Sýslu-
maður gekk þegjandi um gólf með talsverðum
embættissvip. Hann var að rifja upp fyrir sér
alt það, sem liann hafði heyrt talað um Torfa
gamla ákvæðaskáld. Torfi hafði lengi venð
að flakka um Suðurland, en þetta vor hafði
hann farið fótgangandi norður JKjöl, með klár-
hest í taumi, og legið þrjár nætur undir berum
himni. Hafði hann nú flakkað víða um sveitir
á Norðurlandi og þótti hvergi góður gestur.
Stóð flestum stuggur af honum. Lét hann mik-
ið yfir sér og tók að kyrja galdravísur, ef bænd-
ur synjuðu honurn bónar. iGerðust þá mörg
undur og stórmerki. Urðu vanalega þau leiks-
lok, að þeir létu undan og voru fegnir að gefa
honum ull og smjör, og jafnvel peninga, til þess
að losna við hann.
Sýslumanni var illa við alla förumenn eftir
viðureignina við Finn flakkara. Hann var að
hugsa um að taka Torfa fastan, og létta þess-
ari landplágu af Norðlendingum. Þóttist hann
vita, að hann mundi geta sér almannalof fyrir
slíka röggsemi.
Nú er að segja frá Torfa. Þegar hann hafði
et.ið sig mettan, bjóst hann til brottfarar, en
kvaðst fyrst ætla að biðja sýslumann bónar.
Sýslumaður tók dræmt undir það, en vildi
þá heyra, hvað Torfi hefði í liuga.
“Það er að leggja eina spesíu í lógann á
Torfa gamla, og vona eg, að engum þvki til
mikiLs mælst.”
“Sýslumaður brást reiður við og mælti:
“Mér þvkja þessir fla>kingar vera orðnir ærið
heimtufrekir nú á dögum. Þeir gera sig ekki
ánægða með mat og húsaskjól, heldur heimta
þeir peninga þar að auki.”
Torfi gamli leit íbygginn til sýslumanns og
bað hann að tala varlega. “Eg er nú svo gam-
all, sem á grönum má sjá,” sagði hann, “og
hefir enginn fyr dirfst að svara mér sFcr. Eg
er kallaður Torfi ákvæðaskáld, og það ekki að
ástæðulausu, því að marga seiðvísuna hefi eg
kveðið um dagana. Er það alma>li, að <>g 'sé
kjölkunnugur og viti lengra en nef mitt næy'
og sjaldan lýgur almannarómur.” \
“Sér er nú hver gorgeirinn í karlinjtm,”
sagði einn vinnumaðurinn, og varð þá> skelli-
hlátur um alla baðstofuna, en Tps.fi' lét'sér
hvergi bregða.”
“Það mun fara af ykkur hláturinn, um það
er lýkur, ” sagði hann og lét drjúglega.
“Ekki hræðist eg liótanir þínar,” sagði
sýslumaður, “og muntu aldrei sækja gull í
greipar mér. Máttu vera mér þakklátur, ef eg
refsa þér ekki fyrir skrumið.”
Torfi lét brúnir síga og varð nú allófrýni-
legur. Hann stapppaði fætinum í gólfið og
mlti: ‘ ‘ Heyri nú mál mitt, allir þeir, sem
viðstaddir eru! Nú er glaða sólskin og þlæja-
logn, svo að ekki blakti hár á höfði, en hvernig
ætli mönnum yrði við, ef eg gæti alt í einu látið
koma ofsastorm, með því að kveða eina vísuf”
“Jæja, garmurinn!” sagði sýslumaður. “Það
mun uú ráð fyrir þig að hafa þig á brott, og
nenni eg ekki að eiga orðastað við þig lengur,
því að nú fyrst er mér ljóst, að þú ert ekki með
öllum mjalla.”
Torfi kvaðst ekki fara fet, fyr en liann fengi
spesíuna, en sýslumaður sagði að réttast væri að
setja hann í gapastokkinn fyrir gikksháttinn og
óráðþægnina.
Þá spratt Torfi upp úr sæti sínu og mælti:
“Nú skal stormurinn koma, og mun eg ekki
lengur láta frýja mér hugar.”
Torfi leit u]>p í strompinn og kvað vísu
þessa með þrumandi raust:
Mikin seið ég magna þrátt,
máttur fylgir tali.
Blási nú af austurátt
yfir fjöll og dali!
Kom þá svo mikill stormur, að undrum sætti,
og tók nú að hvína hótt í strompinum.
Allir störðu agndofa á Torfa, og sáu menn
glögt, hvernig liárið blakti á höfði hans, því að
svo var súgurinn mikill undir strompinum.
Nú ])ótti sýslumanni tími til kominn að láta
skríða til skarar og taka Torfa fastan. Hann
eggjaði menn sína fast og bað þá að binda Torfa
og draga belg yfir höfuð honum, svo að hann
gæti ekki kveðið fleiri galdravísur.
“Ekki metið þið líf ykkar mikils,” sagði
Torfi gamli og hló kuldahlátur. ‘ ‘ En vitið þið
ekki, að eg er ákvæðaskáld? Eg þarf ekki að
kveða nema hálfa vísu, til þess að láta blóðið
frjósa í æðum ykkar, og er liverjum þeim manni
bráður bani vís, sem snertir Torfa gamla á-
ákvæðaskáld!”
Heimamenn höfðu staðið upp og voru þess
albúnir, að ráðast á Torfa, en nú urðu þeir svo
skelkaðir, að þeir hopuðu á liæli og settist hver
í sitt sæti.
Nú var sýslumannsfrúnni nóg boðið. Hún
reyndi að miðla málum og bað mann sinn bless-
aðan að fá Torfa spesíuna. “Það er ekki aftur
tekið,” sagði hún, “ef stórviðrið svifti þekj-
unni af baðstofunni.”
“Hann skal aldiæi fá spesíuna,” svaraði
sýslumaður. “Og er mér ósárt um, þó aðþekj-
an fjúki af þessu greni. Eg liefi livort sem er
álnæðið að láta byggja nýja baðstofu í liaust,
þar eð ]>essi er orðin svo gömul og hrörleg, og
óvistleg í alla staði.”
“ Þá skal eg láta koma grenjandi norðan-
hríð,” sagði Torfi og sótti í sig veðrið. Hann
leit aftur upp í strompinn og kvað:
Burt með vorsins blómatíð,
bliknuð drjúpi stráin,
köld og nöpur norðanliríð
næði yfir skjáinn!
Kom þá ógurleg haglskúr úr lieiðskíru lofti og
buldi á baðstofuglugganum. Það fór kulda-
hrollur um fólkið. Karlmennimir tóku trefla
sína og vöfðu þeim um hálsinn, en stúlkurnar
létu á sig sjölin og fóm að blása í kaun.
Frúin bað mann sinn að í öllum bænum að
láta nú Torfa fá spesíuna. “Sérðu ekki, hvílílc
hætta vofir yfir, ef Torfi lætur þessa norðan-
hríð haldast í alt suxnar. Allir verða að hætta
hevskap, og það verður jafnvel ekki nokkur
snöp fyrir skepnur um hásumarið. Og svo
kemur hallæri. JFólkið deyr hrönnum saman
úr liungri. — Og Hrefna litla úti í þessu veðri!”
Nú var sýslumaður í vanda staddur, og
runnu á hann tvær grímur, en þó var hann treg-
ur til að láta Torfa fá spesíuna, og kvað sér lít-
inn sæmdarauka í því, að láta undan þessum
flakkara. “Nei, spesíuna læt eg ekki fyr en í
fulla hnefana.”
“Þá skal eg láta koma sólmyrkva,” öskraði
Torfi. Hann ranghvolfdi augunum og var svo
ægilegur á svipinn, að öllum stóð ógn af. Og
enn leit hann upp í strampinn og kvað:
Töfrastyrk í tungurót
Torfa skortir eigi.
Verði mvrk og svört sem sót
sól á himinvegi!
“Hvað er að tamaí” sagði frúin. “Mér
dimmir í augum. ”
. “Og mér líka,” sagði sýslumaður.
“Ykkur mun dimma betur fyrir augum, um
það er lýkur, ef eg fæ ekki spesíuna,” sagði
» Torfi og glotti við tönn.
1 sama vetfangi datt á ]>reifandi myrkur, og
sá ekki nokkur maður handa sinna skil. Alt
fólkið stóð á öndinni af ógn og skelfingu, og
héldu sumir, að nú væri kominn heimsendir.
“Æ, livar ætlar þetta að lenda ?” sagði frú-
in angistarfull og varpaði sér í fang manni -sín-
um. “Þetta grunaði mig lengi, að síðasta plág-
an mundi verða verst. Vertu nú ekki að halda
í þessa spesíu lengur. Það er. betra að bogna
en bresta. Manstu ekki, hvernig fór fyrir hon-
um Faraó ? Þú ættir að láta ógæfu hans þér að
varnaði verða.”
Nú féll sýslumanni allur ketill í eld, og sá
hann þann kost vænstan að láta undan, þó að
hann ætti bágt með að brjóta odd af oflæti
sínu.
“Nóg er komið, Torfi minn,” sagði hann.
■' “Og skaltu nú fá spesíuna, ef þú lóttir af þessu
gjörningaveðri og lætur aftur koma logn og
sólskin. Iðrar mig sárlega, að eg skuli hafa
egnt þig til reiði, og er það ærin dirfska að etja
kapp við annað eins ákvæðaskáld og þú ert.
Og víst er um það, að ekkert ákvæðaskáld á Is-
landi stendur þér á sporði, þar sem þú ert gædd-
ur svo miklum kyngikrafti og andagift, að jafn-
vel höfuðskepnurnar hlýða þér.”
“Fyr hefðir þú mátt svo mæla,” sagði Torfi,
“og mun eg nú gera bragarbót. ”
Það var niðamvrkur í baðstofunni, og storm-
urim^ hvein í strompinum og gegnum stormþvt-
inn heyrðist alt í einu þrumandi rödd. Það var
Torfi gamli, sem tók nú td að kveða:
Blómin sólu brosi mót,
burt með veðrahaminn!
Aldrei hefir bragarbót
betur verið samin!
A sömu stundu kom inndælisveður, eins og áð-
ur var. Stormurinn datt í dúnalogn, og sólin
skein glatt inn um gluggana. (Frh.)
Dýravinátta.
Nýtt gufuskip, 17 þús. smálesta, “Americano
Sud” að nafni, var fyrir skömmu á leið yfir At-
lantshafið. Á því var kettlingur. Svo vildi til
einn dag, er kisa var að klifra og leika sér, að
henni varð fótaskortur og hún féll útbyrðis. —
Skipstjóri lét þegar stöðva skipið. Björgunar-
báti var þegar komið á flot, og í hann fór fyrsti
stýrimaður og nokkurir hásetar, til að bjarga
kisu. Stormur var og sjór úfinn. Mátti því eigi
tæpara standa, er þeir loks fengu borgið henni.
— Þessi frábæra og drengilega björgun, sem
lýsir ótvírætt Jijartagæzku og dýravináttu þeirra
manna,s em að henni stóðu, hefir hvervetna vak-
ið lof og aðdáun góðra manna. — Ægir, 12. ár.
JÓLANÖTTIN.
Hljóða nótt,
heilaga nótt.
Blítt og rótt
blundar drótt.
Ástríkum, ferðlúnum foreldrum hjá
fríðasta sveinbarn í jötunui lá
dreymandi himneska dýrð.
Hljóða nótt,
heilaga nótt.
Alt er rótt,
liægt og hljótt.
Vaka í kvrðinni hjörð sinni hjá
hirðarnir Betlehemsvöllunum á
saknandi sólar og dags.
Hljóða nótt,
heilaga uótt.
Birtir skjótt,
fríkkar fljótt:
Syngjandi ljósengla himneskan her
hjarðmenn á völlunum líta hjá sér.
Dýrðlega, dásama stund.
Hljjóða nótt,
'heilaga nótt.
Engill drótt
innir skjótt:
‘ ‘ Óttist ei! Dýrðlegan fögnuð ég flvt.
Friðlýst er jörðin við ljósanna glit.
Frelsarinn fæddist í nótt.”
Hljóða nótt,
heilaga nótt.
Soninn hljótt
signir drótt.
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor Graham og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3
Heimili 776 Victor St.
Phone: 27 122
Winnipeg, Manitoba.
DR. O. BJORNSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og1 Kennedy Sts.
PHONE: 21 834 Office tímar: 2—3
Heimili: 764 Victor St.,
Phone: 27 586
Winnipeg, Manitoba.
DR. B. H. OLSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834 Office tímar: 3—5
Heimili: 5 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manitoba.
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834
Stundar augna, eyrna nef og kverka
sjflkdóma.—Er að hitta kl. 10-12 f.
h. og 2-5 e. h.
Heimili: 373 River Ave. Tals.: 42 691
DR. A. BLONDAL
202 Medical Arts B!dg.
Stundar sérstaklega k v e n n a og
barna sjúkdðma. Er a8 hitta frá kl.
10-12 f. h. og 3-5 e. h.
Office Phone: 22 296
Heimili: 806 Victor St. Sími: 28 180
Dr. S. J. JOHANNESSON
stundar lœkningar og yfirsctur.
Til viðtals kl. 11 f. h. til 4 e. h.
og frá 6—8 að kveldinu.
SHERBURN ST. 532 SÍMI: 30 877
Drs. H. R. & H. W. Tweed
Tannlæknar.
406 STANDARD BANK BLDG.
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE: 26 545 WINNIPEG
DR. C. H. VROMAN
Tannlæknir
505 BOYD BLDG. PHONE: 24 171
WINNIPEG
G. W. MAGNUSSON
Nuddlæknir.
609 MARYLAND STREET.
(priðja hús norðan við Sargent).
PHONE: 88 072
Viðtalstími kl. 10-11 f. h. og 3-5 e. h.
V
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK ST.
Selur llkkistur og annast um út-
farir. Allur fltbúnaður sá bezti
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talsími: 86 607
Heimilis talsími: 68 302
PJÓÐLEOASTA KAFFI- OO
MAT-SÖLUHÚSIÐ
sem þessi borg hefir nokkurn
tima haft innan vébanda sinna.
Fyrirtaks máltiðir, skyr, pönnu-
kökur, rúllupylsa og þjóðræknis-
kaffi.—Utanbæjarmenn fá sér
ávalt fyrst hressingu á
WEVELCAFE
692 SARGENT AVE.
Simi: 37 464
ROONEY STEVENS, eigandi.
RAGNARH. RAGNAR
Píanókennari
Nemendur, er njóta' vilja pianó-
kenslu hjá Ragnari H. Ragnar,
geta byrjað nú þegar.—Nemend-
ur búnir undir öll próf, bæði byrj-
endapróf og A.T.C.M.
Allar upplýsingar g e f n a r að
kenslustofu 693 Banning St.
PHONE: 34 785
H. A. BERGMAN
íslenzkur lögfræðingur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P. O. Box 1656
PHONES: 26 849 og 26 840
Lindal Buhr & Stefánsson
íslenzkir lögfræðingar.
356 MAIN ST. TALS.: 24 963
þeir hafa einnig skrifstofur að
Lundar, Riverton, Gimli og
Piney, og eru þar að hitta á
eftirfylgjandi ttmum:
Lundar: Fyrsta miðvikudag,
Riverton: Fyrsta fimtudag,
Gimli: Fyrsta miðvikudag,
Piney: priðja föstudag
i hverjum mánuði.
J. RAGNAR JOHNSON
B.A., LL.B., LL.M. (Harv.)
fslenzkur lögmaður.
Rosevear, Rutherford, Mclntosh and
Johnson.
910-911 Electric Railway Chmbrs,
Winnipeg, Canada
Simi: 23 082 Heima: 71 753
Cable Address: Roscum
JOSEPH T. THORSON
Islenzkur lögfræðingur
SCARTH, GUILD & THORSON
Skrifstofa: 308 Mining Exchange
Bldg., Main St. South of Portage
PHONE: 22 768
Fléttar með þakklæti kærleikans krans,
krýpur í lotning að jötunni lians
syngjandi: Drotni sé dýrð!
Hljóða nótt,
heilaga. nótt.
Alt er rótt,
lieilagt, liljótt.
Helgaðu, blessaðu sérhverja sál,
söng vorn og bæmr og lofgjörðarmál.
Guð, gef oss gleðileg jól!
—Vald V. Snævarr—Helgist þitt nafn.