Lögberg - 12.12.1929, Page 2

Lögberg - 12.12.1929, Page 2
BIs. 2. 1 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. DESEMiBÍER 1929. Um kveðskap Jonasar Hallgrímssonar Eftir Einar Ól. Sveinsson. I. Líf listamannsins er fegurst, þegar það er skammvint. Þegar honum hefir orðið þess auðið, að að opinbera anda sinn, og það er enn mitt sumar, er hann gengur inn um dyrnar, sem engin kemur út um aftur. Þá sér enginn hið daprasta af öllu döpru, hnignun hans og afturför. Þá þarf hann ekki sjálfur að reyna hið þj'ngsta af öllu þungu, áfrjósemi og and- lega trénun. Og jafnvel þótt ör- lög sumra manna séu svo fágæt- lega björt, að þeir þroskist tfram á elliár, geta þeir þó ekki átt>vor- ið nema einuj sinni, gróandann, lifandi safann/ töfra angandi vornætur. Haustið á sína miklu fegurð til, en haustið er þó aldrel nema haust. Skáldferlll Jónasar Hallgríms- sonar var jafn fagur og hann var skammur. Sem skáld var Jónas frábærlega hamingjusamur. Hon- um varð það auðið, að fylla kvæoi sín þeirri fegurð, sem hann sá t veröldinni, og hann dýrkaöi af öllu hjarta sínu. Hann var ein- hver mesti listamaður allra ísl. skálda, einhver mesti meistari formsins. Honum varð þess auð- íð, að berjast til sigurs fyrir þeirrí stefnu, sem Bjarni Thorar- ensen hafði hafið — það var ekki einungis rómantíkin, heldur end- urfæðing íslenzkrar ljóðlistar. Þegar Jónas kemur fyrst fram, yrkir sin ifyrstu kvæði, sem varð- veitt eru, virðist hann fullþroska 1 ljóðagerð. Síðan yrkir hann hátt á annan áratug, þá deyr hann. Hefir skáldskapur hans þróast á þessum stutta tíma, hefir hann breyzt? Eða hefir þetta árabil verið eitt langt augnablik, óbreyt- anlegt og fullkomið, án þess að tannhjól tímans þokaði því “annað hvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið”? Þetta mál mun eg ræða nokkuð í línum þeim, sem á eftir fara, og mun eg ekki sízt líta á það, sem stöðugt virðist hjá Jónasi: form- ið. II. Þrent virðist haifa haft mest áhrif á Jónas Hallgrímsson á yngri árum hans: klassicismi Bessastaðamanna, kvæði Bjarna l’horarensens, Osían. Klassicismi Bessastaðamanna snertir einkum form Jónasar og mál — gott dæmi þess er, að hann þýðir kvæði eftir Horatíus á inn- dælt íslenzkt mál undir fornum háttum (ljóðahætti og fornyrðis- Iagi)v Iíkt og Sveinbjörn Egílsson gerði. Má ekki ólíklegt þykja, að frá Bessastöðum sé Jónasi kom- inn hinn klassiski blær á ýmsum hinum síðari kvæðum, er vikið verður að seinna. Bjarni hefir líka áhrif á form hans, bæði hjá honum og , Bessaötaðamönnum lærir Jónas að beita .fornháttun- um, en hjá Bjarna að fara með nýrri háttu, og verður honum brátt miklu fremri í því. Hjá Bjarna er enn nokkur átjándu- aldarkeimur í meðferð þeirra, ó- eðlilegar áherzlur, mislipur kveð- andi, gamalt skáldskaparmál (kenningar) — en hjá Jónasi er þetta alt horfið; málið er hreint, einfalt, fagurt og fellur nákvæm- lega að bragarhættinum. Með kvæðum Bjarna drekkur Jónas í sig hinn nýja anda: róm- antíkina. í huga hans verður vorleysing, ótal öfl losna úr læð- ingi og fá að njóta sín; hann má nú gefa sig á vald flugi hugans, ólgandi litblliki tilfinninganna, þyrstri fegurðardýrkun. Og með hetjunum úr Ossían reikar hann í þunglyndi hins unga manns um einmanalega, dapurlega heiðina, og þaðan er sem hinn rökkurmildi, keltneski tregi veiti honum svöl- un. En þetta er alt að mestu orð- mn hlutur, þegar Jónas yrkir hin fegurstu kvæði sín. í þeim hefir hann þegar alla aðaldrætt- virðist mér skera sig úr kvæði ina í svip sínum. En nokkuð ar hann fer utan í fyrsta sinn, séu þau borin saman við síðari kveðskap hans. III. Lítum fyrst á formið. Að hátt- um er hann ekki ýkjaauðugur á þessum tíma. Langmest ber á fornháttunum, fornyrðislagi og ljóðahætti; dróttkvætt (óreglu- legt)i og hrynhenda koma fyrir. Frá Sveinbirni Egilssyni hefir hann háttinn----og ekki svo lítið i anda kvæðisins með — í kvæðinu “Nótt og morgun”; það er sá sami og er á kvæði Sveinbjarnar: “Fósturjörðin fyrsta sumardegi”. Frá Bjarna er bragurinn á ‘^Skraddaraþönkum’’ um kaup- manninn, sbr. Freyjukettir Bjarna, og kvæðið um sumardagsmorgum inn fyrsta er ort undir sama lagi og “Lofsöngur” Claus Frímanns, oem Jónas þýðir á þessum árum (“Líti eg um loftin blá”). Þegax 7Íð er bætt nokkrum rímnaháttum og fáeinum öðrum háttum á há- kvæðum Jónasar, þá er upp tal- 1(5! Fleiri hættir koma ekki fyrir 1 íslenzkum kveðskap Jónasar á þessum tíma. Annað, sem vert er að athuga, er meðiferð hans á hinum fornu háttum, fornyrðalagi og ljóða- hætti. Eins og þeir Konráð og Brynjólfur benda á í fyrstu út- gátfu Ijóðanna, blandar Jónas pessum háttum oft saman -— V sama kvæði skiftast þeir á eða þeim er slengt saman í einni vísu; t. d. hefst vísan á fornyrðalagi: Hví und úifnum öldubakka sjónir inndælar seinkar þú að íela— svo hefst ljóðahátturinn: blíða ljós, að bylgju skauti hnigið hæðum frá? Kvæðið Galdraveiðin er und- ir ljóðahætti, nema fyrsta erind- ið: Hvað mun það unöra, er eg úti sé, — þrúðgan þrætudraug um þveran dal skyndilega skýi ríða? Hér ber nú svo kynlega við, að ník kemur- á lesandann í Iok þriðju braglínu: hann veít ekkí, nvort þar á að koma þögn ljóða- hattarlns, sem gerir imuna a« kjarnyrði, eða hann á að hlíta leiðslu fornyrðalagsins, er gerir erindið alt að óslitinni frásögn og lýsing. í þesu hviki milli hátt- anna, þesari óvissu, þessum skorti á hreinum stíl, birtist æska skáldsins: hann hefir enn ekki óðlast alt það vandlæti og þann stílþroska, sem kemur síðar fram í hverju kvæði hans. I sömu andránni og taldir ern fram gallar á formi Jónasar á pessum árum, hæfir vel að geta annara vísna, sem að þessu leyti eru fullkomnar. Jónas lætur dala- bóndann kveða í óþurkum: Hví svo þrúðgu þú þokuhlassi, súldanorn, um sveitir ekur? Þér mun eg offra til árbóta kú og konu og kristindómi. Þessi vísa er meitluð og köld. eíns og mörg vísa frá síðart ár- um Jónasar. — Þetta kveður hann um næturvindinn: Þegi þú, vindur! þú kunnir aldregi hóf á hvers manns hag; langar eru nætur, er þú, hinn leiðsvali, þýtur í þakstráum. Þegar til efnisins kemur, finn- um vér meðal kvæða Jónasar frá þessum tíma allmikið af tæki- færiskvæðum — og oss kemur í hug kveðskapur Bjarna Thorar- ensens, hve sjaldan andinn kom yfir hann, nema sérstakar ástæð- ur væru til (en þá líka oft dug- Iega, því skal ekki neitað)*. Vér sjáum fram á það, að ef Jónas hefði verið í Reykjavík alla æfi, hefði hann orðið skáld smáþorps- ins, ort ifyrst og fremst erfiljóð, samsætisljóð og háðkvæði um menn (“Skraddaraþankar um kaupmanninn”) og viðburði í þorpinu. Vafalaust hefði margt fallegt verið í því, en þau kvæði, sem oss eru nú kærust, væru þá ekki til. — Sjóndeildarhringur hans hefði þá aldrei orðið svo víður sem hann varð. Hann hefði ef til vill orðið sælli — en hann hefði varla orðið betra skáld við að verða makindalegur borgari, En æfi hans varð önnur — hann Ienti í íflokki lítt þokkaðra nýj- ungamanna, Pjölnismanna, óg hann varð að þola harma og eymd — en bví ifleiri, sem harmar hars voru, því fegri urðu kvæði hans. IV/. Frá fyrsta tímabilinu í kveð- skap Jónasar er kvæðið “Söknuð- ur” —ifegursta eða næst-fegursta ástakvæði hans. Kvæði þetta ei vottur ógæfusamlegrar ástar, sem i'yrir Jónas kom á þessum árum og fylgdi honum út yfir haííö 1832 og lengi síðan. Svo leiðin- íegur hlutur sem ógæfusamíeg ást er, einkum sé hún íangsöm, þá tjáir ekki að neita þeirrí siað- reynd, að áhrif hennar á bok- mentirnar, hafa veríð geysimikil. Þarf ekki annað en nefna dæmi eins og Petrarca og Goethe (Wer- ther) til að sanna það. — Hug- myndína í kvæðið (Söknuð- hefir Jónas sótt til Goethes (“lEg minn- ist þín”), svo sem alkunnugt er, en hitt er ekki síður kunnugt, hve snildarlega hann fer með hana, eirda er kvæðið ritað með blóði. 1 hinni nýju útgáfu af ritum Jönasar, er annað ástakvæði, ‘■reröalok", sett I ílokk ineð kvæðum frá þessum tíma, og Indriði Einarson (Iðunn 19S8, bls. 279) telur það ort rétt eftir norð- urför Jónasar úr skóla 1828. En allir hinir fyri útgefendur hafa skipað þvi miklu síðar i ujóð hans.. Hefði þeim Konráð og BrynjóLfi átt að vera manna bezt kunnugt um þetta. . Eg sé ekki ástæðu til að víkja frá hinni eldri skoðun, nema ný rök komi fram. sem afsanni hana. Hannes Haf- stein getur þess til, að kvæðið sé ort í raunum Jónasar á síðari ár- um hans: “Gamlar og gleymdar ástir frá skólatíð hans vöknuðu og komu fram í hinu inndæla kvæði ‘Ferðalok“. Mundi það ekki vera konan, sem Jónas hefír í huga í stökunum “Enginn græt- ur íslending”: “Mér var þetta mátulegt! mátti vel til haga, hefði ég betur hana þekt, sem harma ég alla daga. Lifðu sæl við glaum og glys, gangi þér alt í haginn! í öngum mínum erlendis yrki ég skemsta daginn. Sólin heim úr suðri snýr, sumri lofar hlýju; o, að eg væri orðinn nýr og ynní þér að nýju’. E$ þessi skoðun er rétt, væri það ást Jónasar til Þóru Gunnars- dóttur, æskuást hans, sem hefði skotið upp í huga hans löngu síð- ar, mögnuð af þungum hörmum, “eins og heillastjarna í sjávar- háska” (Baudelarie)'. VI. Sumarið, sem Jónas fer utan í fyrsta sinn, markar tímamót I kveðskap hans. Hann er nú alt í einu kominn fjarri ættlandi sínu —hann sér það nú aðeins í draum- um sínum og elskar það nú enn heitar en áður. Hann er kominn úr fábreytta þorpinu á Seltjarn- arnesi til borgarinnar, með mann- fjölda hennar og allskyns tæki- færum, glaumi og skarkala, vís- indum, skáldskap og veraldarlífi. Hann drekkur djúpan teyg af Öll- um lindúm hennar. Hann finn- ur nú sterkar en áður andvara hinnar rómantísku stefnu — hann kynnist nú fyrst og fremst hin- um þýzku skáldum. Og hann heyrir gnýinn af frelsishreyfingu þeirri, sem hafin var með júlí- byltingunni á Frakklandi 1830. Alt það, sem nefnt var, kemur fram í kvæðum hans. Formgallar þeir, sem fundnir verða á kvæð- um hans áður, hverfa. Kveðskap- ur hans auðgast að háttum og hugsjónum, sjóndeildarhringurinn víkkar. Sjáið, hversu nýir brag- arættir þyrpast nú fram! Vér sjáum fornhættina, sem nú eru orðnir ðruggir og stílhreinir. Auk þeirra, sem áður voru nefnd- ir, koma nýir til. Tögdrápulagið, létt og f jaðurmagnað eins og dans- mær: Sofinn var þá fífill fagur í haga, mús undir mosa, már á báru .... Dróttkvætt kemur fram í nýrri mynd (lengt um eitt atkvæði, vísan fjórar línur), en svo mjúkt, að það er nærri því ókennilegt: Ungur var eg og ungir austan um land á hausti laufvindar blésu ljúfir. lék ég mér þá að stráum. Enn fleiri fornháttaaifbrigði koma fvrir, sem oflangt yrði upp að ] telja. — Þá koma suðrænir hætt- ir, hlýir eins og sumargola: Bezta Meðalið Við Nýrnaveiki og Blöðrusjúkdómum. Þegar maður tekur inn hið fræga meðal, Nuga-Tone, nokkurn tíma, þá ve'rður afleiðingin sú, að taug- arnar, vöðvarnir og öll líffærin verða miklu styrkari en áður. Þetta kemur í veg fyrir blöðrusjúkdóma, jafnframt og það styrkir nýrun, lifrina, magann og önnur helztu líffæri. Það læknar líka verki i taugunum og vöðvunum, gigt, höf- uðverk, svima og annað slíkt. í síðast liðin 35 ár hafa milj- ónir manna reynt, að það er eng- inn heilsu- og orkugjafi til sem Nuga-Tone. Það er líka ágætt við slæmri matarlyst, slæmri melt- ingu, þrálátu hægðaleysi, lifrar- veiki, svefnleysi, máttleysi, megr- un, þróttleysi og öðru þvílíku. — Nuga-Ton fæst hjá öllum lyfsöl- um og það verður að reynast vel, eða peningunum er skilað aftur tafarlaust. Fáðu þér flösku strax í dag. Taktu við engum eftirlík- ingum, vertu viss um að fá ekta Nuga-Tone. Sonnetta, með yndisþokka margra alda fágunar: Nú andar suðrið sæla vindum hýðum .... Terzína, marglit flétta, sem af öllu sjálfráðu endar aldrei: Skein ytfir landið sól á sumar- uegí .... Stanza, svipmikil og tíguleg: Þar sem að áður akrar huldu vöh, ólgandi Þverá veltur yfir sanda . .. Elegía, lygn og tær eins og oergvatn: ísiand farsælda-írón óg hagsælda hrímhvíta móðír . .. Redonilla: Sáuð þið hana systur mína sitja lömb og spinna ull? Fyrum átti ég falleg gull; nú er ég búinn að brjóta og týna. Hjá Heine lærir Jónas tvo hætti. Fyrst og fremst eftirlæt- isbrag Heines: Og undir norður-ásnum er ofurlítil tó, og lækur líður þar niður um lágan Hvannamó. Hitt er spánska rómanzan (rím- uð hjá Jónasi),: Hárið sítt af hötfði drýpur hafmeyjar í fölu bragði; augum sneri hún upp að landi og á brjóstið hendur lagði. Þetta eru frægustu hættirnir, sem fyrir koma hjá Jónasi, en marga fleiri notar hann á þessum árum. Þeim er ölum sameiginleg mýkt- in. Eítir förina út yfir hafið fjölg- ar líka viðtfangsefnum Jónasar. Hann yrkir enn samsætiskvæði (en þau eru innblásnari en áður) og erfiljóð. En svo koma ættjarð- arkvæðin, eins og við var að bu- ast, þar' sem hann var svo fjarri íslandi á vori frelsisbaráttunnar, kvæði til þess að vekja og hvetja þjóðina — og þá vitanlega með því að setja hinni sljóu kynslóð fyrir sjónir dýrð fornaldarinnar, að rómantiskum hætti. Hanu yrk- ir mikið af náttúrulýsingum (Gunnarshólmi, Fjallið Skjald- breiður og önnur kvæði), lofsöngva um sólina (Sólsetursljóð), og ís- lenzkuna (Ástkæra, ylhýra mál- ið). — Maður úti á íslandi yrkir heldur ófimlegt kvæði um konu í Noregi, sem verður úti — það særir smekk Jónasar, og hann kveður um þetta formfagra ball- ödu: “Fýkur yfir hæðir” (undir bragarhætti Schillers á Ijóði Theklu í Wallentsein “Dunar í trjálundi” — þýðing Jónasar, — hátturinn þó notaður áður af Bjarna Thorarensen). Hann yrk- ir viðkvæm dýrakvæði (Grátitl- ingur, óhræsið) og kristallshrein- ar barna vísur (Sáuð þið hana systur mína, Heiðlóarkvæði)i. — Háðkveðskap sínum heldur Jóp- as áfram, en hann verður marg- breytilegri. Nú bætist skopstæl- ingin við — það eru einkum rím- urnar, sem hann hefir að skot- spæni. Nú kemst Jónas í kynni við hinn fyndnasta og andríkasta höfund samtíðarinnar, Heine. Þar kynnist hann hinu rómantiska háði, tvísæinu, þar sem draumur- inn og veruleikinn rekast á, þar sem saman fer djúp viðkvæmni og meinleg lítilsvirðing, tár blikar í augum meðan glott leikur um var- irnar. Ágætt dæmi um þetta má nefna úr Heine. Hann yrkir fylk- ingu af ljóðum um ást sína og ást- arsorg, og niðurstaðan verður loksins (í þýðingu Hannesar Haf- steins): Þú vesalings Hallur á Hamri, hræðilegt naut ert þú, að þú skulir þjást svona mikið og það fyrir eina kú. f kvæðum Jónasar ber ekki alls- kostar mikið á hinu rómantíska, tvísæa háði, en þó kemur það fyr- ir í hinum síðari kvæðum hans og þýðingum, en sýnu meira í bréfum hans og brotum. — Um samband Jónasar og Heines skal ekki rætt frekar hér, en það er skemtilegt efni, sem kastar ljósi á skapferli Jónasar. VI. í upptalningu minni á háttum Jónasar eftir hina fyrstu brottför hans af íslandi, hefi eg ekki litið á það, hvort þeir koma fram seint eða snemma á árunum eftir 1832. Þetta kemur af því, að allan þenn- an tíma er formið hið sama hjá honum. Ef nokkurs væri þar við að geta, þá er það, að vera má, að hættir Heines séu honum tiltæk- astir á síðustu árum. En að etfni og efnismeðferð hygg eg aftur móti, að finna megi breytingu síðustu árum hans. Ef ætti að kenna þetta tímabil við nokkuð, þá væri það helzt raunsæi og klassicismi. Hvað ég á við með þessu, mun brátt koma í ljós. Það er ekki efi á, að þunglyndi Jónasar hefir tfarið vaxandi hin síðari ár, og kemur það greinilega fram í ljóðum hans. Áður féll eng- inn skuggi af raunum hans inn í sólheima fegurðarinnar, skáld- skapinn. Nú verða þeir fleiri og fleiri. Hann barmar sér nærri því aldrei og er alt af karlmenni. En í fjölmörgum hinna síðustu kvæða hans er hin þunga undiralda sárs- aukans. En svo eru önnur kvæðí, þar sem honum hefir tekist að drotna alveg yfir sársauakanum, og þar kemur fram það, sem eg kendi við klassicisma. í því orði or oft fólgin hugmyndin um hina grísk- rómversku fornöld. En það getur líka táknað þann anda, það horf við hlutunum, sem er skylt að ein- hverju grísk-rómverskum anda. Klassicismi er ’því um fjölmörg atriði ólíkur eða jafnvel andstæð- ur rómantíkinni. Rómantíkin hef- ir mætur á fjarlægðinni, rökkrinu, gruninum, einstaklingnum, gefur tilfinningunum og ímyndunarafl- inu lausan taum. Klassicisminn metur meira nándina, vissuna, byrðina, hið sammannlega, vill skorða ástríðurnar í ströngu formi. í öllum hinum beztu kvæðum Jónasar, nema þá helzt ástakvæð- um hans, ber mikið á klassiskum anda — sum rómantísk einkenni eru þar ekki til, svo sem ástin á tunglsbirtu og rökkri. En í mörg- um síðustu kvæðum hans sigrar hinn klassiski andi að fullu, svo að það er ekki eftir snefill af róm- antík. Vér fáum ljósar, skarpar, raunsæjar, svalar lýsingar á þjóð- lífi (Sláttuvísur, Formannsvísur) eða þá staðalýsingar: beinin hvítna þar beggja bræðranna klettinum á. Það mætti vel líkja kvæðum sem Gunnarshólma við málverk, þessi kvæði eru rismyndir (re- liefs) í grískum stíl, úr hvítum, svölum marmara. — Lesb. Mgbl. Lög við hátíðaljóð, 1930 Páli ísófssyni dæmd fyrstu verðlaun — Emil Thoroddsen önnur verðlaun. — Við Hósta, Kvefi, Bron- chitis og Innfluenzu Reynið Undirbúningsnefnd Alþingishá- tíðarinnar tilkynnir : Dómnefndin um söngvana við hátíðarljóðin 1930 hefir lagt fyr- ir hátíðarnefndina svo látandi álit og tillögur, sem hátíðarnefnd- in óskar birt í heild, út af ýmsum sögusögnum, er gengið hafa um málið hér í bænum: “Vér undirritaðir, er kvaddir vorum til þess að dæma um há- tíðarsöngva í tilefni af 1000 ára afmæli Alþingis, leytfum oss hér með að tilkynna, að vér höfum starf vart 26. okt þ. á., og að vér í dag höfum orðið ásáttir um eftirfarandi tillögur: Það varð oss, hverjum un> sig, brá^t ljóst, að af öllum þeim verk- um er send voru, mundi ekki vera nema milli tveggja að velja, sem báru tvímælalaust af hinum, sem sé hátíðarsöngvar Páls ísólfsson- ar, er hann hafði að öllu leyti gengið frá í píanó-búnaði, og Em- ils Thoroddsens, er hann hafði að nokkru búið fyrir hljóðfæra- flokk, en ekki eru fullsamdir, með því að lítið eitt vantar á nið- lag tónsmíðarinnar. Var þó ekki tekið tillit til þess við dómsúr- slitin. Eftir sameiginlegan loka- fund um málið, er niðurstaða vor sú, að tónsmíð Páls ísólfssonar só bezt fallin til flutnings á há- tíðinni, með því að hún gerir hvorttveggja, að lýsa gáfum og hagleik, og er auk þess skýr að framsetningu og auðskilin að efni. Þó getum vér ekki afdráttarlaust metið honum fyrstu verðlaun fyr- ir verkið, nema hann vilji gera breytingar á tilteknum minni háttar atriðum, sem honum mun Askjan með 35 silfurkl. töflum verða bent á. Þegar þessar breyt- ingar hafa verið gerðar, svo að oss þykir fullnægjandi, leggjum vér til, að verk Páls ísólfssonar hljóti fyrstu verðlaun, og verk Emils Thoroddsens önnur verð- laun. Vér viljum um leið taka það fram, að einstakir þættir í tón- smíð Emils Thoroddsens hafa vakið alveg sérstaka athygli vora fyrir sakir hugkvæmni þeirrar og skáldlegu tilþrifa, sem þar verð- ur vart. Bregður þar og fyrir frumlegum blæ, sem kemur mönn- um á óvart. En kunnátta og leikni er því miður ekki á borð við eðl- isgáfu hans. Höfum vér því, að vandlega athuguðu máli, komist að framanritaðri bráðabirgða- niðurstöðu. Kaupmannahöfn, 8. nóv. 1929. Carl Nielsen. Sigfús Einarsson. Haraldur Sigurðsson.” Hátíðanefndin hefir samykt til- lögur dómnefndar um að veita Páli Isólfssyni 1. verðlaun með þeim skilyrðum, er í álitinu grein- ir, og taka tónsmíð hans til flutn- ings á hátíðinni, og að veita Emil Thoroddsen 2. verðlaun. FRÁ ISLANDI. Frú Steinunn Skúladóttir, kona séra Magnúsar Helgasonar fyrv. Kennaraskólastjóra, lézt að heim- ili sínu hér í bænum í fyrrinótt. —Mgbl. 15. okt. Ömurlegt alt mér þykir útnorður langt í sjá; EF þú hefir aldrei neina verki og rC blóðið er hreint og í bezta lag i þá Lestu þetta ekki! Vér aefum endurgjaldslaust eina flösku af hinum fræga Pain Killer, Blackhawk’s (Rattlesnake Oil) In- dian Liniment Til að lœkna gigt, taugaveiklun, bakverk, bólgna og sára fœtur og allskonar rerki. Einnig gefum vér í eina viku með Blackhawk’s Blood and Body Tonic. Ágætis meSal, sem kemur í veg fyrir 90% af orsökum allra mannlegra sjúkdóma. pað hreinsar blóðið og kemur llffærunum I eðli- legt ástand. Blackhawk’s Indian Liniment kost- ar $1.00 flaskan. Meðan þetta boð stendur, sendið oss þessa auglýs- ingu og $1.00 og vér sendum yður pðstfrítt tvær flöskur og vikuforða af Blood and Body Tonic, alt fyrir $1.00. Hjúkrunarkonur mæla með því. Ábyrgst að vel reynist. BLACKHAWK INDIAN REMEDY CO. DEPT. 6. 296 Gladstone Ave., TORONTO 3, ONT. J. stv »1. OO seW Og Wáð et „ivsVog & ■veV tveíVl et teRi^’ BREU/ED IN WESTERN CANADA F0R OVER 40 YEARS STOCK ALE SHEAS WINNIPEG BREWERY LIMITED MACDONALD’S Fine Qit Bezta tóbak í heimi fjtrir þá, sem búa til sína eigin vindlinga. Gefinn með ZIG-ZAG pakki af vindlingapappír. HALDIÐ SAMAN MYNDASEÐLUNUM 131

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.