Lögberg - 12.12.1929, Blaðsíða 5

Lögberg - 12.12.1929, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. DESEMBER 1929. Bls. 5. ICUMDIC MILLENNIAL CELEBRATIDN El Montreal - Reykjavik S.S. ANDAN/A Siglir frá Montreal 6. Júní 1930 Cunard llnan hefir opinber- lega v e r i 8 kjörin af sjálfboða- nefnd Vestur- Islendinga til aö flytja heim [slenzku Al- þingishátíöar gestina. J. H. Gíslason, H. A. Bergman. E. P. Jðnsson. Dr. S. J. Johannesson. A. 6. Olson, B. J. Brandson, forsetl. G. Stefánsson, Dr. B. H. Olson, S. Anderson, G. Johannson, S. K Hall, A. C. Johnson, Jonas Palsson, P. Bardal, M. Markusson, W. A. Davidson. L. J. Hallgrlmsson, Spyrjist fyrir um aukaferðir. Áriðandi að kaupa farbréf sem fyrst, til að tryggja sér gott pláss. Frekari upplýsingar á öllum skrifstofum Cunard-félagsins, eða hjá J. H. Gislason, Convener Volunteer Committee, 409 Mining Exchange Buiiding, Winnlpeg, Canada.* Miss Thorstina JacRsOIl, Passenger Executive Department CUNARD LINE, Höndin er mild, hugur ljóssækinn. Ragnarök reyfirðu ljóma. Friður sér lýsti á feigs manns brá, er upplýst þú hafðir um almætti guðs. Höndin er mild, hugur ljóssækinn. Vissi’ ei sú hægri hvað vinstri gaf. Þess vegna þökkum vér, þulur hári, mannkærleik, trú þína, mikið starf. 30. sept. 1929. Sveitungi. 25 BROADWAY, NEW YORK, N. Y. íþróttaskólinn í Haukadal íþróttaskóli Sigurðar Greips- sonar var settur 1. dag nóvember- mánaðar. Eru þar nú 30 piltar að námi, og langa vegu komnir sumir; norðan úr Eyjafirði, vest- an úr Dýrafirði, austan úr Skafta- fellssýslu og úr flestum héruðum þar í milli. Mörgum varð að vísa frá skólavist þar í þetta sinn, og j hefir Sigurður þó aukið húsrými skólans mikið á þessu ári, bygt stórt og vandað leikfimishús (14 »6.5 m.)k en breytt eldra húsinu til íbúðar. Sundlaug hefir hann og bygt, steinsteypta (20x6.5 m) og er heitu vatni veitt til hennar, en jarðhiti er þarna óþrjótandi til »margra nota, hitun húsa, suðu o. fl. Kennari við skólann er í vetur, Sigurður Pálsson guðfræðisi'''mi. Kennir hann bókleg fræði, sögu, íslenzku, landafræði o. f 1., en heilsufræði og íþróttir ke«nir skólastjóri. Þssi skólastofnun Sigurðar í Haukadal, er fyrir ýmsra hluta sakir' athyglisverð. Er það fágæt- ur dugnaður, að koma slíku verki fram, sem hann hefir gert, og hafa engan stuðning haft af eig- in efnum eða annara styrk. En hann er einbeittur áhugamaður, og hefir frá fyrstu árum sínum helgað þessu áhugamáli sínu, í- þróttunum, alla krafta sína og starfsþol. Svo er lika talið, að ungum mönnum sé góð dvöl með Sigurði, eða í skóla hans. Er hann góður kennari og vel lærður í þessum efnum; drengskaparmað- ur mikill, heill í hugsun og’öllum háttum. Haukadalur var, svo sem kunn- ugt er, fyrsti höfuðstaður þjóð- legra menta hér á landi. Hefir frægð og sögulegur frami þessa lands fengið varanlega festu frá skóla Halls hins milda í Hauka- dal, þó aldatugur sé liðinn. Enn mætti Haukadalur verða hÖfuð- ból. Eru til þess öll skilyrði til- tæk á staðnum. Fagurt umhorfs og gott land, svo sem bezt getur verið; hæg heimatök með ræktun, þar sem er óvenjulega góð aðstaða til engjabóta; jarðhiti nógur og vatnsafl til raflýslngar við bæj- arvegginn. Færi vel á því, að þjóð og þing sýndi það í verki, hvers virði Haukadalsskóli hinn forni var, og hvernig það má enn verða, meðan Sigurðar nýtur við og að sjálfsögðu lengur, ef hon- um endast kraftar til þess að byggja þar undirstöðu fullkom- ins, þjóðlegs íþróttaskóla.— Þ. —Vörð[tf. /r---------------- MESSUR og jólatréBsamkomur í Vatna- bygðum. 22. des.—Foam Lake kl. 2 síð- degis. Leslie kl. 7. síðdegis. 24. des.!—Kandahar kl. 3 síðd. 25. des.—IWynyard kl. 3 síðdeg- is. Mozart kl. 8 síðdegis. 26. des.—Elfros kl. 2 síðdegis. Hólar kl. 8 síðdegis. Allir boðnir og velkomnir! — Fjðlmennið! Fjölmennið! Vinsamlegast, Carl J. Olson. Fréttir Eg vil senda Lögbergi línu og láta prenta, að gamni mínu, því fjölda hefi af fréttum ég, þær fréttir koma ur Winnipeg. Þar lögfræðingar og læknar búa, þar landar allir á skammir trúa, þeir hafa kirkjur og klerka þar, en kannske andinn sé dollarar. Mig ekki furðar þó andinn hlýni, þar allir lifa á kampavíni, þeir hafa f>ar ekki bölvað bann og bera tunnur í kjallarann. Þeir hafa allir að hnútum gaman, það heldur löndunum meira saman, þeir rifust forðum, þeir rífast enn og reynast ágætir blaðamenn. Eg ekki segi hver sigur vinnur, því séra Pétursson vegi finnur, en Brandson þéttur og þybbast við og þykir íslenzkur, dálítið. Næsta sumar þeir sigla æginn, ég sé í anda þann ramaslaginn, þeir leggja drekunum borð við borð, * brynjur rjúfa og hefja morð. Fyrir spenaliðann og labbakútinn eg lyfti flöskunni, kyssi stútinn, svo drekk eg ykkur mitt æðsta full, þið eruð dæmalaus barnagull. f Bjarni frá Gröf. Leiðréttingar. 1. í giiftingarfregn, Thorlákson- Becker: Brúðguminn er sonur Þorláks Schrams, sem er bús’ettur i Wynyard, en Þorlákur er sonur Kristjáns sál. Schrams, sem lengi átti heima í Minneota, Minn. 2, í “Vinsamleg bending” á að vera: “allir frömuðir skólaheims- ins.” Auðvitað eru margir af okk- ar mestu lærdómsmönnum fyrir utan vébönd skólanna. Carl J. Olson. Síðasta sumarkvöld Geisla-öldur ársólar við yztan sjónar-hring, daprast nú, því degi hallar, dottar alt í kring. Lengur ekki’ í lo.fti heyri’ eg iéttan vængja þyt. Laugast köldum úthafs öldum aftanroðans glit. Burt er horfið-blíða vorið, burt er sumartíð og blómin öll með angan sinni, oft þau hrestu lýð. Alt er horfið, horfið burt. En haustið færist nær. Senn mun gista foldu fríða: frostél, ís og snær. « En, þó að himins húmtjöld sígi hægt fyrir dagsins rífnd, og nástrandar þó gustur geysi grimt um sæ og lönd, þá megnar hann ei minningar frá mildri sumar-rós að hrífa burt, né hræða frá oss hjartans vonar-ljós. Kvöldkyrð Aftanstund við unnar svið, andblær grundu vefur. Aldan blundar byrðing við. Blóma-hruijdin sefur. - ; Davíð Björnsson. «SÍ4$Í445«4S4$4$44444444444444444444Í44S44444Í444Í4$44Í$ÍS44$44Í 54=« W§Mi*«*«*'**'«*'**«*.m Jólakökur og Búdingar Til áréttingar Jólafagnaðinum Með hverju árinu fjölgar þeim húsmæðrum í Winnipeg, sem nota jólakökur vorar og búðinga til að auka jólafagnaðinn. Vér spörum yður mikinn tíma og umstang í eld- húsinu, og í vorum vörum er sama ágætis-éfnið eins og þér notið, og vandvirknin engu minni. 4 < • ' Gefið sem Jólagjöf box af vorum frœgu og góðu Shortbread Isaðar eða óbreyttar 1 punds kökur í fallegum kössum. Pantið Strax í Dag .... hjá ökumanni vorum Matsala yðar, eða símið beint til yor: 86 617 eða 86 618. — Pantanir með pósti vandlega afgreiddar. SPEIRS PilRNELL B/IKING CO. LIMITED I 'íifonjjiú ■ . ‘fjoT. i iinftnVt: Orkneyjar. Eftir Paul Niclasen ritstjóra. í Orkneyjum eru tvö blöð, “The Orcadian” og Orney Herold.” Koma þau út einu sinni í viku og eru málgögn hinna tveggja stjórn- málaflokka í eyjunum, sambands- manna og frjálslyndra. John Monney hefir gert ýmsar rannsóknir viðvíkjandi Magnúss kirkjunni og áður en eg færi átt um við tal um þetta efni. Honum sagðist svo frá: Á öndverðri 12. öld réðu jarlar tveir, Hákon og Magnús yfir Orkn- eyjum og Hjaltlandi. Þeir voru systkinabörn að frændsemi. Magn- ús var hvers manns hugljúfi vegna réttsýni, en Hákon öfunclaði hann af vinsældunum og vildi fá að ráða yfir öllum eyjunum. Með svikum tældi hann Magnús til fundar við sig í Egilsey, og þar var Magnús drepinn. Lík hans var fyrst grafið að Kristskirkjunni í Brisey, en þar sem mörg tákn og stó>rmerki gerð- ust við gröfina, var hann tekinn í helgra manna tölu, dg seinna voru bein hans flutt til dómkirkjunnar í Kirkjuvogi og var hún helguð hon- um. Eins og fyr vár getið hefir oft farið fram viðgerð á kirkjunni og einhverju sinni fundust þá nökkur mannsbein í tréskríni, sem múrað var inn í vegg. En nú vildi svo til, að nokkrum árum áður höfðu fund- ist mahnsbein, sem gengið var frá á sama hátt í dómkirkjurústinni í Þórshöfn í Færeyjum. Sú kirkja átti líka að helgast Magnúsi jarli, og ikom það upp að þetta mundu vera bein úr honum. Voru nú bein- in úr báðum kirkjunum borin sam- an til þess að séð yrði hvort þau ætti saman, og þótust menn vissir um það, og jafnframt þóttust menn vita, að beinin, sem fundust í Fær- eyjum hefði veriö send þangað frú kirkjunni í Kirkjuvogi.— Á rannsóknarferðum sínum fór dr,- Jakobsen líka um Orkneyjar. Þeir John Monney þektust vel og ferðuðust saman. Einhverju sinni gerðu þeir sér ferð til gamallar konu, sem átti heima 2—3 stunda gang frá Kirkjuvogi. Þessi gamla kona kunni meira í fornmálinu en nokkur annar, sem þeir hittu og safnaði Jakobsen hjá henni fjölda orða. Hún var alúðleg mjög og gaf þeim te, áður en þeir fóru. Var þá farið að skyggja en vegurina var góður. Þegar þeir sáu ljósin í Kirkjuvogi, stingur Jakobsen við fótum og segir hvað eftir annað: “Teiö, teið! Það var óttalegt að við skyldum fara að drekka þetta te. Það hefðum við aldrei átt að gera.” Monney spurði, hvort honum hefði orðð ilt af því. Nei, það var nú öðru nær, “en vegna þess að eg fór að drekka það, gleymdi eg að spyrja konuna um eitt orð og mundi ekki eftir því fyr en nú!”— Frá Kirkjuvogi fór eg til Straum- ness. Þar fara bílar á milli hvern virkan dag og eru um eina klukku- stund á leiðinni. Vegurinn liggur sumstaðar meðfram Scapa Flow. Straumnes stendur á eyði nokkru við Háeyjarsund og dregur nafn af hinum mikla straumi, sem þar er. Á straumnesi er ákaflega fallegt og fyrr 50—100 árum voru þangað núklar siglingar og voru þar þá skipaviðgerðarstöðvar. Áður en slík- ar stöðvar kæmi upp i Færeyjum, fóru færeyskar skútur oft til Straumness að sækja sér þangað viðgerð, og voru Færeyingar þá vel þektir þar. Nú er litið um skipa- komur til Straumness, énda þótt það sé rétt hjá Pettlandsfirði. Einstöku togarar koma þangað til að leita .‘lýtt öíö*s sér viðgerðar, en sjaldgæft er að sjá þar stærri skpi. Af fiskiskipum þeim, sem heima áttu hér fyrir 40 —50 árum, er nú ekkert eftir Öll útgerð er þar fallin úr sögu fyrir mörgum árum. Áður fyrri var Straumnes sein- asta höfnin, sem hvalveiðaskip komu við á, þegar þau voru á leið til Grænlands eða Norðurhafsins. Var þá oft glatt á hjalla þar, er mörg hundruð skipverða voru í landi í senn. Voru þeir yfirleitt drykkfeldir og djarfir til kvenna. Og það bar við, þegar dansað var, að allir lentu í ægilegan bardaga. Fyrir nokkrum árum kom ame- rískur verkfræðingur til Straum- ness og ætlaði að hagnýta þar upp- götvun, sem hann hafði gert í Japan. Þóttist hann geta unnið togleður úr þara úr sandi og öðrum ódýrum efnum. Úrgangurinn átti að vera framúrskarandi til vegagerða o. s. frv. Var nú reist þarna stór verk- smiðja, vörugeymsluhús o. s frv., en bæjarstjórn lét gera hafskipabryggju mikla handa hinum stóru skipum, sem áttu að flytja þetta dásamlega efni út um allan heim. Uppgötvun- in reyndist alls ekki eins og við var búist og þetta mikla fyrirtæki fór rakleitt á hausnn. En enn þann dag i dag stendur verksmiðjan, vörugeymsluhúsin og hafskipa- brygg'jan til minningar um þetta mishepnaða fyrirtæki. Eins og fyr er getið er Pettlands- fjörður vandasöm siglingaleið, og þess vegria er vönduð björgunarstöð á Straumnesi. Langt er nú síðan að björgunarbátur var fenginn þangað. Árið 1908 var annar stærri bátur fenginn, og í fyrra var smíðaður nýr ibjörgunarbátur, 51 fet á lengd og hefir hann tvo hreyfla (60 hest- afla hvern) og geta þeir knúð hann um niu milur á vöku. Mér var boðið að skoða björgunarstöðina, og svipar henni mjög til björgun- arstöðvarinnar í Esbjerg. Þessi nýi björgunarbátur kom til Straumness 3. marz og var þá mikið um dýrðir þar. Hálfum mánuði seinna fór hann í fyrstu björgunarferð sina, því að þá fórst togarinn “Lord Devenport” (sem Jón heitinn Hans- son var skpstjóri áj hjá John Head á Háey. Togarinn var á leið til Englands frá Islandi. Strandaði hann um kvöld svo nærri fjallinu, að neyðarljós hans sáust hvorki i Orkneyjum né á Katanesi. Þegar björgunarbáturinn frá Straumnesi kom á vettvang um morguninn, höfðu átta menn — þar á meðal skipstjórinnr—farist, en hinum 6 var bjargað. Um Scapa Flow. Þessi mikli flói er á milli Hross- eyjar, Syðri-Rínaldseyjar og Há- eyjar, og er um 11 mílufjórðunga á lengd og 7 á reidd, þar sem hann er breiðastur. Inn í hann liggja þessi sund: Háeyjarsund frá At- lantshafi, Hólmasund og Waster- sund frá Norðursjó og Hoxasund inn úr Pettlandsfirði. 1 stríðinu mikla var nafnið Scapa Flow kunnugt um allan heim, því að þar hafði meginfloti Breta þá aðseturstað. Þegar árið 1912 var um það rætt að gera Scapa Flow að herskipahöfn, en það varð ekki úr því. Þegar stríðið brast á neydd- ust Bretar til þess að loka í skyndi Háeyjarsundi, Hólmasundi og Wastersundi á þann hátt að sökkva þar skipum. Var þetta gert til þess að þýskir kafbátar kæmist þar ekki í gegn um. Opið var þá aðeins Hoxasund (og nokkur hluti Há- eyjarsundsj, en þau voru svo vel varin að tundurduflum og kafbáta- netjum, og ekki voru eftir nema ör- mjóar rásir fyrir ensku herskipin að sigla eftir. Þýskur kafbátur, sem reyndi að komast inn í Scapa Flow, skömmu eftir að stríðið hófst, varð fastur í netjunum og þar druknaði öll áhöfn hans. Meðan á stríðinu stóð var meira líf umhverfis Scapa Flow en nokkru sinni áður. öll hús, sem hægt var að fá voru tekin handa hermönn- unum. Græddu öikneyjarbændur meira á þessu en þá hafði nokkru sinni órað fyrir. Allar landbún- aðarafurðir komust i geypi verð, og gátu bændur heimtað fyrir þær hvað, sem þeir vildu. Ensku her- skipin í flóanum þurftu að fá um 350 smálestir af nautakjöti á mán- uði og mestmegnis var það fengið úr Orkneyjum. Þegar stríðinu var lokið, urðu Þjóöverjar að skuldbinda sig til þess að láta allan herskipaflota sinn af hendi við bandamenn, og sigla houm sjálfir til Scapa Flow, en þar átti hann að “geymast.” Menn mega geta því nærri að Þjóðverj- um hafi þótt þetta súrt í brotið. Skipin, sem iþeir voru skyldaðir til að afhenda og sigla þangað, voru: 11 orustuskip, 5 brynvarin beitiskip, 8 'beitiskip, um 50 tundurbátar og tundurspillar o. fl. Skip þessi komu til Scapa Flow dagana 23.—27. nóvember 1918 og voru “kyrsett” þar meðan Banda- menn ráðguðust um hvernig sldfta ætti þessu mikla herfangi. En þá kom nokkuð óvænt fyrir, sem eng- um hafði komið til hugar. Hinn 21. júni 1919 “skruppu” ensku skipin út í Norðursjó, en meðan þau voru á burtu, sóktu Þjóðverjar sjálfir öllum herskipum sínum, eft- ir fyrirmælum von Reuters flota- - DODDS 7 KIDNEY^ PILLS Æ í meir en þriðjung aldar hafa Ðodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öljum lyf- sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd.. Toronto, ef borgun fylgir. foringja. Skipshafnirnar fóru í bátana og björguðu sér í land. Ensku herskipin komu nokkru seinna inn í flóann, en þá voru flest þýsku skipin sokkin. Þó tókst að draga tvö beitiskip og nokkra tund- urspilla upp á grunnsævi. Og þarna lá nú hinn mikli þýski floti á marar- botni, og mun Þjóðverjum hafa þótt það betra, en að vita hann í óvina- höndum. Má og vera, að þetta hafi verið Ibezta úrlausnin fyrir banda- menn, því að ýmsir vildu fá bróð- urpartinn af flotanum og horfði til vandræða út af því. Úr Straumnesi, sem er norðan- vert við flóann, sáu menn hvert þýska skipið á eftir öðru sökkva til botns. Menn ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum. En er þýsku sjóliðarnir komu í land og báðust gistingar, urðu menn að trúa. Um morguninn höfðu skólabörnin á Straumnesi farið út í flóann á gufu- skipi, til að skoða þýska flotann, en áður en þau voru kornin heim aftur, voru fyrstu skipin farin að sökkva. J. W. Robertson, kaupmaður í Leirvik, sá, er áður er getið, varð með þeim fyrstu til þess að reyna að bjarga sokknu skipunum. Hef- ir honum tekst að lyfta 4 tundur- bátum, en kostnaður varð svo mik- ill, að hann tapaði stórfé á þessu. Seinna hefir félag eitt í Lundúnum, Cox & Danks bjargað um 20 tund- urspillum, orustuskipinu “Molkte” og fleiri skipum.—Hafa þau verið seld skipasmíðastöðvunum í Skot- landi, sem brotajárn. Leiðin frá Straumnesi til Scapa Pier liggur rétt fram hjá eynni Cava og stóra þýska bryndrekanum “Hindenburg,” sem Bertum tókst að draga upp á brunnsævi áður en hann sökk. Siglutré, reykháfar og nokkuð af þilfarinu er yfir sjó. Frá borði heyrast hamarslög og hvinur í vélum, sem vinna þar að viðgerð. Lengra úti situr sjófugl á öðrum fæti á siglutoppi, sem er hið eina sem sést að öðru þýsku her- skipi. Rétt inn við land sést “Seyd- litz,” og liggur þar á hliðinni, og ennfremur nokkrir tundurspillar, sem dregnir hafa verið á þurt land og liggja flatir. Víða sést á siglu- toppa upp úr sjónum og má af þeim sjá hvar þýsku skipin liggja. Sala á Jólakjólum með allra hæguitu borgunarskilmálum 20 vikur að borga afganginn „ $ A niður Fyrir J * ‘OO'SSá ö'B nn jbisoji uias ‘ijuoa gnq 1 J9 uxas ipfjj «g«Aq angÁ j^A umpuas KJÓLUM Vanav. alt að $15.75 Niðuresettir í $9-75 Vanaverð $24.75, Niðuresettir í $15.75 Vanaverð $19.75 Niðuresettir í $12.75 tVanaverð $129.50 Niðuresettir í $19.75 T œkifæris-Sala á Furskreyttum Yfirhöfnum 20 vikur að borga afganginn r . niður rynr sendum vér yður hvaða kápu sem er í búð vorri, sem kostar alt að $50.00. Furskreyttar Yfirhaínir íaverð $45.00 liðursettar i $29.5o | $34.50 Vanaverð $55.00, Niðursettar í $39.50 Vanaverð* $79.50, Nlðursettar 4 $49.50 MuniC a8 þér hafið 20 vikur að borga. Kjörkaup á FUR-YFIRHÖFNUM Silver Rat $165.0.0 Nú.... $140.00 Dark Rat $239.00. Nú .... $215.00 Persian Lamb $149.00. Nú $125.00 Plain Seal $89.50. Nú .... $65.00 Seal trimmed $169.00. Nú $145.00 Seal trimmed $149.00. Nú $125.00 pað er pœgilegt að borga smátt og smátt Búðin opin á laugar- dögum til kl. 10 2nd Floor W pý. Piano Building 10% út í hönd, afganginn á mörguum mánuðum Furkápum, sem hér eru keyptar, er haldið við í heilt ár kostnaðarlaust MARTIN & C0. EASY PAYMENTS LIMITED Portaée and HarÉrave urivr.íí iGlrufu-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.