Lögberg - 12.12.1929, Blaðsíða 4
Bls. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. DESEMBER 1929.
Högtjerg
Gefið út hvern fimtudag af The Col-
umbia Press, Ltd., Oor. Sargent Ave.
og Toronto St., Winnipeg, Man.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaðsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Lögberg, Box 8172, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
The “Lögberg-’’ la prlnted and published by
The Columbia Press, Limited, in the Columbia
Buildlng, 695 Sargent Are., Winnipeg, Manitoba.
Hreinskilni í stjórnmálum
Hafi það verið eitt öðru fremur, er einkendi
ræður þær, er hinn canadiski stjórnarformaður,
Rt. Hon. W. L. Mackenzie King, flutti nýverið
á ferðalögum sínum um Vesturlandið, þá mun
það vafalaust hafa verið hreinskilni sú og ein-
urð, er hjá honum kom hvarvetna í ljós, við út-
listan þeirra megin-mála, er fyrir þjóðinni
liggja um þessar mundir, og úrlausnar bíða.
Mr. King er ekki einn þeirra manna, er eitt
segja í dag og annað á morgun, eða haga orð-
um sínum eftir því, hverjir áheyrendabekkina
skipa, í þann og þann svipinn. Hann kom á-
valt og allstaðar fram, sem fulltrúi, eða tals-
maður þjóðarinnar allrar, og forðaðist í hví-
vetna allan þann flokkslega smásálarhátt, er
brunnið hafði við hjá ýmsum fyrirrennurum
hans í embætti, sem og ýmsum þeim öðrum
leiðtogum hins gamla skója, er á flest mál litu
gegn um reyklituð klíku^leraugu. Mr. King
er meiri og víðsýnni maður en svo. Hann er
eigi aðeins frjálslyndur maður í orði, heldur
og líka á borði.
Eftir að Mr. King hafði lokið ferðalagi sínu
um Vesturlandið, og flutt ræður í öllum helztu
borgunum við afar-mikla aðsókn, tók hann
einnig að ferðast um eystra, og flytja ræður í
Ontario. Sama alvaran og einlægnin, er ein-
kendi ræður hans vestanlands, hvíldi yfir þeim
ræðum, er hann flutti eystra. Brýndi hann
ávalt, og á öllum stöðum fyrir áheyrendum
sínu, nauðsynina á auknu samræmi inpan vé-
banda. hins canadiska þjóðfélags; með þeim
hætti einum, yrði þjóðinni í framtíðinni skip-
aður sá virðingarsess, er henni samkvæmt eðl-
islögum og afstöðu, bæri.
Um neðu þá, er Mr. King flutti fyrir skömmu
í borginni London í Ontariofylki, farast blað-
inu Toronto Globe, meðal annars þannig orð:
“Ibúar Ontariofylkis höfðu það áreiðanlega
á samvizkunni, að í ræðu þeirri, er forsætis-
ráðgjafinn hafði ákveðið að flytja í London,
yrði á margt drepið, er ekki væri viðlit að láta
þegjandi fram hjá sér fara, og þeir urðu sann-
arlega heldur ekki fyrir neinum vonibrigðu.
Þúsundir þær, er persónulega áttu þess kost,
að hlýða á erindi Mr. Kings, munu hafa skjót-
lega sannfærst um, að betur var farið en heima
setið. Svipuðum áJhrifum munu þeir hinir
mörgu, tugir þúsunda, er á Mr. King hlýddu yfir
víðvarpið, hafa orðið fyrir.
Engum þeim, er á ræðu forsætisráðgjafans
hlustuðu, mun hafá getað blandast hugur um
það, að honum hafi verið það hin fylsta alvara,
að þanga þannig frá málunum, að enginn efi
gati á því leikið, hvert stefndi. Enda var hann
alt annað en myrkur í máli.
Að því er skattamálin áhrærði, lét Mr. King
þess skýrt og ótvírætt getið, að stefnu þeirri,
er hinn látni fjármálaráðgjafi, Mr. Robb, hefði
haldið fram, myndi verða stranglega fylgt.
Hét 'hann því afdráttarlaust, að skattar myndu
enn lækkaðir verða jafnt og þétt, eins og
ávalt, síðan frjálslyndi flokkurinn komst til
valda.
Um afstöðu canadisku stjórnarinnar, til
hinnar fyrirhuguðu tollmúrahækkunar syðra,
hafði Mr. King hið sama að segja og áður, eða
það, að um tollhefnd gæti ekki undir nokkrum
kringumstæðum orðið að ræða. 1 því falli, að
Bandaríkjastjóm yrði ófáanleg til þess að
slaka eitthvað til á sviði tollmálanna, eða öllu
heldur tollvemdunarmálanna, með góðu, yrði
vitanlega þar við að sitja. Það væri ekki hlut-
verk hinnar canadisku stjómar, að segja
Bandarikjastjóm fyrir um það, með hverjum
hætti að hún teldi hag sinna eigin þegna bezt
borgið. Eins og sakir stæðu, yrði því vissu-
lega ekki neitað, að tollmálin væru sérmál
hverrar þjóðar, um sig- Þar af leiðandi kæmi
það ekki til nokkurra mála, að stjóra Canada
færi að blanda sér inn í sérmál hinnar amer-
ísku þjóðar. Hitt væri annað mál, og í raun og
vem ekki nema skylda, að canadiska stjornin
benti stjómarvöldunum syðra í fullri alvöru á
tjón það, er cnaadiskt viðskiftalíf yrði líklegt
til að hljóta, af völdum væntanlegrar tollmúra-
hækkunar sunnan landamæranna. Þetta hefði
líka þegar verið gert, fyrir milligöngu hins
canadiska sendiherra í Washington.
Með það fyrir augum, að bæta upp það
hið fjárhagslega tjón, er þjóðin canadiska
myndi bíða, ef af yrði hinni fyrirhuguðu toll-
múrahækkun syðra, lagði Mr. King sérstaka
áherzlu á það, hve brýn nauðsyn bæri til, að
viðskiftin innan hins brezka veldis, yrðu auk-
in af fremsta megni. Með þeim hætti þyrfti
Canadaþjóðin ekkert að óttast fyrst um sinn,
hvað markað fyrir framleiðslu hennar snerti.
t sambandi við málefni heimkominna 'her-
manna, hafði Mr. King það að segja, að taxti
um eftirlaun þeirra og lífeyri, myndi endur-
skoðaður verða á næstunni, og meiri jöfnuði
komið á. ”
Um þær mundir, er stjóm sú, er Mr. King
veitir forstöðu, kom til valda, var hagur hinn-
ar canadisku þjóðar alt annað en glæsilegur.
Þjóðin var sokkin í skuldir, eins og reyndar
flestar þær þjóðir, er í heimsstyrjöldinni miklu
tóku þátt. Að minsta kosti verður ekki annað
með sanni sagt, en að pólitisk óáran væri í landi
og rígur nokkur milli hinna ýrnsu þjóðflokka.
Á sviði iðnaðar og atvinnumálanna, var ástand-
ið alt annað en glæsilegt. Verkföll tíð, og næg-
ir í því efni, að benda á verkfall það hið ægi-
lega, er Winnipegborg átti við að stríða 1919.
Eigi hafði hin frjálslynda stjóm fyr tekið við
völdum, en birta tók allmjög yfir atvinnu- og
iðnaðarmálum þjóðarinnar. Þjóðarmeðvitund,
hrein og djarfmannleg canadisk þjóðarmeðvit-
und, hefir verið að glæðast jafnt og þétt, auk
þess sem þjóðareiningin hefir aldrei nokkru
sinni fyr skotið dýpri rótum, þjóðarheildinni
til ómetanlegra hagsmuna.
Litlum tíðindum hefir það þótt sæta, þó
stjómarleiðtogar, bæði hér í landi, sem ann-
ars staðar, teldu sér þvínær eingöngu til inn-
tekta, sérhverjá þá breytingu til batnaðar, er
orðið hafði á högum þjóðfélagsins, jafnvel þó
sýnt væri, að hún ætti rót sína að rekja til hag-
stæðrar veðráttu, eða annara utanaðkomandi
áhrifa. Um ekkert slíkt hefír Mr. King
gert sig sekan í ræðum sínum. Hann hefir að-
eins á það bent, hlutdrægnislaust með öllu, hve
hagur þjóðarinnar hafi jafnt og þétt breyzt
til hins betra, sumpart fyrir hagkvæmar og vit-
urlegar stjómar-ráðstafanir, auk þess sem gott
áferði hafi átt þar í, eins og géfur að skilja,
veigamesta þáttinn.
í lok ræðu þeirrar, er hér hefir gerð verið
að umtalsefni, og Mr. /King flutti í London á
leiðangri sínum um Ontario-fylki, komst hann
meðal annars þannig að orði:
“Með tilliti til hagsmuna fólks vor, sem og hins
canadiska iðnlífs, get eg fullvisað áheyrendur
mína um það, að stjómin muni á næstunni
stíga ákveðin spor í þá átt, að auka canadísk
viðskifti við samlendur vorar hinar brezku.
Vér látum oss ekki nægja, að skygnast í eina átt
innan brezka veldisins, eftir nýjum viðskifta-
samböndum; vér höfum fastákveðið, að freista
allra hugsanlegra sambanda, er til aukinna
canadiSkra viðskifta geti leitt.”
Friðarmálin.
Ekki getur hjá því farið, sé augum á annað
borð hvarflað til atburða þessa árs, sem heita
má að senn sé á enda runníð, að fyrst grípi sú
tilfinning hugann, er að friðarmálunum lýtur,
og hvað unnist hafi á í þá átt. Meðal annars
má benda á það, að nú virðist skaðabótamálum
Þjóðverja svo hafa verið ráðið til lýkta, að að-
iljar allir megi sæmilega vel við una, og að úr
þeirri átt sé ástæðulaust ófriðar að vænta.
Merkasta sporið í friðaráttina, er stigið
var á yfirstandandi ári, hlýtur samt að skoðast
samtalsfundur þeirra Ramsay MacDonalds,
forsætisráðgjafa Breta, og Herberts Hoover,
Bandaríkjaforseta. Hve víðtækar afleiðingar
þess fundar kunna að verða, er vitanlega enn
að miklu leyti á huldu. En um eitt er þegar
kunnugt, eða sem sé það, að fyrir tilstilli þessara
tveggja ágætu forustumanna á sviði stjómmál-
anna, hefir verið kvatt til fimmveldastefnu í
Lundúnum, í öndverðum janúarmánuði, til
þess að ræða um takmörkun hervama á sjó, —
bæði takmörkun smálestatals herskipa, sem og
afnám kafbáta. Um mál þetta mun fult sam-
komulag hafa náðst, milli brezkra og amerískra
stjómarvalda, og er þess að vænta, að hið sama
megi segja um afstöðu Japana, Itala og Frakka,
er á Lundúnastefnuna kemur.
Hlutfallskosninga/?
Ýms austanblöðin, þau, er vér höfum ný-
lega séð, virðast fremur vera farin að hallast
á þá sveifina, að æskilegt væri að því yrði svo
fyrir komið, að hlntfallskosningar yrðu við-
hafðar til sambandsþings á næstunni, og að lög-
gjöf þar að lútandi, verði afgreidd hið allra
fyrsta. Vér efumst ekki um, að blöð þessi hafi
allmikið til síns máls. Reynsla liðinna ára,
hefir ótvírætt sýnt og sannað, að ekki var alt
með feldu undir gamla fyrirkomulaginu. Hví
ekki að breyta til?
Leiðandi stjómmálamerm Breta, af öllum
flokkum, hafa fyrir löngu tjáð sig hlynta hlut-
fallskosningum. Má þar til nefna„þá Herbert
Asquith, fyrram stjómarformann og leiðtoga
liberala, Baulfour lávarð, um eitt skeið foringja
íhaldsflokksins, og Philip Bnowden, núverandi
fjármálaráðgjafa MacDonald stjómarinnar.
V esturlandið.
Flest af blómum þeim og jarðeplum, sem vaxa í
görðum fólks í Evrópu, þar sem loftið er temprað,
vaxa líka í VesturJCanada, svo sem raspber, kúren-
ur, bláber, og margar fleiri tegundir, nema í hin-
um norðiægustu héruðum.
Kartöflu uppskera er mikil, og fá menn oft meira
en 148 bushel af ekru, þó í sama blettinn sé sáð til
tíu ára, og hefir sú uppskera oft numið 170 bush-
þeim að kostnaðarlausu, og segja þeim hvaða trjá
Garðarnir gjöra vanalega betur en fullnægja
þör-fum bændanna með garðávexti. Það er oft af-
gangur, sem er ágætt fuglafóður. Garðar, þar sem
bæði ávextir og fleira er ræktað,ættu að vera í sam-
bandi við hvert einasta bændaheimili í Vestur-
Canada, og einnig munu bændur komast að raun
um, að trjáplöntur í kring um heimilin, margborga
sig, og fást trjáplöntur til þeirra þarfa ókeypis frá
fyrirmyndarbúinu í Indian Head í Saskatchewan.
Einnig sér stjórnin um, að æfðir skógfræðingar frá
þeim búum, veiti mönnum tilsögn með skógræktina,
þeim að kostnaðarlausu, og segja þeih hvaða trjá-
tegundir séu hentugastar fyrir þetta eða hitt lands-
og broomgras haldbeztu tegundirnar.
Hið ágæta engi og bithagi, sem fyr á árum fóðr-
aði þúsundir vísunda, antelópa, elk- og moosedýra,
er enn hér að finAa. Þar sem ekki er næg beit
handa búfé, þar sá \enn alfalfa, smára, timothy,
reyrgrasi, eða einhver'j^m öðrum fóðurgrassteg-
undum; þó er þessum teghndum fremur sáð til vetr-
arfóðurs í Vesturfylkjunum.'-.einkum í Manitoba,
helduii en til bithaga. Einnig eiymaís sáð hér all-
mikið til vetrarfóðurs handa nautgripum.
Þegar engjar í Vestur^Canada eru slegnar snemma,
er grasið af þeim mjög kjarngott, og gefur lítið eða
ekkert eftir ræktuðu fóðri, ef það næst óhrakið. —
Þær tegundir, sem bezt hafa reynst af ræktuðu
fóðri í Vesturfylkjunum, er alfalfa, rúggras og
broomgras, hvort heldur að þeim tegundum er
blandað saman eða að þær eru gefnar hver út af
fyrir sig. 'En ef sáð er þar til bithaga, þá er alfalfa
og broomgras haldbeztu tegundirnar.
Aðal einkenni jarðvegsins í Saskatchewan og í
Sléttufylkjunum öllum, er það, hve ríkur hann er
af köfnunarefni og jurtaleifum, og það er einmitt
það, sem gefur jafnan gnægð varanlegs frjóefnis.
Þess vegna þurfa bændur ekki á tilbúnum áburði
að halda. En ekki dugir fyrir bændur að rækta
korn á landinu sínu ár frá ári, án þess að hvíla
Iandið, eða að breyta um sáðtegundir, því við það
líður hann margfaldan skaða.
Til þess að varðveita frjómagn landsins, þarf
korn og nautgriparækt að haldast í hendur, og verð-
ur það þýðingarmikla atriði aldrei of vel brýnt fyi'ir
mönnum* ef þeir vilja að vel fari.
Hin hörðu vetrarfrost og hið þurra loftslag, eru
öfl til verndunar frjósemi jarðvegsias. Þau losa
allan jurtagróður í klakaböndum sínum frá vetrar-
nóttum til sumarmála. Enn fremur varnar hið
reglubundna regnfall sumarsins því, að jarðvegur-
inn missi gróðrarkraftsins af of miklum þurki. Það
hefir ávalt sannast, að þar sem framleiðsla hefir
farið þverrandi, þá er það því að kenna, að landinu
hefir verið misboðið, — að bs&ndurnir hafa annað
hvort ekki hirt um að breyta til um útsæðið eða á
annan hátt að vernda gróðrarkraftinn.
Linkol eru aðal eldiviðarforði manna í Saskat-
hewan, og eru stórkostlegar linkolanámur í suð-
austur parti fylkisins. Einnig hefir Dominion-
stjórnin í félagi við fylkisstjórnirnar í Saskatche-
wan og Manitoba, ráðist í að búa til hnullunga úr
kolmylsnu, sem er pressuð með vélum ásamt lím-
efni til að halda mylsunni saman, og hefir það
reynst ágætt eldsneyti, ekki að eins heima fyrir,
heldur líka til þess að verða ágæt markaðsvara.
— Kolum þessum má líka brenna eins og þau koma
úr námunum, og eru gott eldsneyti. Þessi kol finn-
ast víða í Saskatchewan, og eru þau enn ekki grafin
upp að neinu verulegu ráði, nema á tiltölulega örfá-
um stöðum, heldur grafa menn nokkur fet ofan í
jörðina og taka þar það sem þeir þurfa með í það
og það skiftið.
í norður parti fylkisins eru víðáttumiklar timb-
urlendur, þar sem bændur geta fengið sér eldsneyti
og efni til bygginga. — Það er ekki þýðingarlítið
fyrir þá, sem hugsa sér að setjast að á einhverjum
stað, að vita að vatnsforði er nægur. Á mörgum
stöðum í Saskatchewan er hægt að fá brunnvatn,
sem er bæði nothæft fyrir menn og skepnur, og eru
þeir brunnar vanalegast frá 10 til 30 fet á dýpt.
Sumstaðar þurfa menn að grafa dýpra, til þess að
ná í nægilegan vatnsforða. Einnig er mikið af vötn-
um til og frá um alt fylkið, stórum og smáum, með
tæru vatni í.
Það eru tvær aðal ár í Saskatchewan, sem sam-
einast fyrir austan prince Albert, og svo Churchill
áin, sem rennur út í Hudsons flóann.
Það hefir þegar verið tekið fram, að í Saskatche-
an væru 7,000 mílur af járnbrautum, og eins og í
nágrannafylkinu, Manitoba, þá liggja tvær aðal-
brautirnar í Canada, Canadian Pacific og Canadian
National brautin, þvert yfir fylkið. Canada Kyrra-
hafsbrautin í sameiningu við Soobrautina, gefur
beint samband við Minneapolis og St. Paul borgirn-
ar í Bandaríkjunum. Vagnstöðvar eru vanalega
bygðar með fram brautunum *neð átta mílna milli-
bili, og byggjast smábæir í kring um þær vagnstöðv-
ar, þar sem bændur geta selt vörur sínar og keypt
nauðsynjar.
Akbrautir eru bygðar um alt fylkið, til þess að
gjöra mönnum hægara fyrir með að koma vörum
sínum til markaðar, og leggur fylklsstjórnin fram
,fé árlega bæði til að fullgjöra þá vegi og byggja
aðra nýja.
Þjóðverjar utan
Þýskalands.
Þýska blaðið “Die Grúne Post’’
birtir nýlega eftirfarandi grein um
það, hve margir Þjóðverjar séu bú-
settir utan Þýskalands:
Fyrir stríð var íbúatala Þýska-
lands, ásamt Þjóðverjum erlendis
áætluð 95 miljónir. Það er hægt að
reikna með sömu tölu núna, því
þrátt fyrir heimsstyrjöldina hefir
talan haldist nokkurn veginn ó-
breytt, vegna fjölgunar fólksins á
síðustu io árum.
Af þessum 95 miljónum lifa um
65 miljónir í Þýskalandi, og rúm-
lega 30 miljónir erlendis. Það eru
því nær þriðjungur allra Þjóðverja
erlendis. — Nálægt takmörkum
landsins, í nágrannalöndunum eru
18—20 miljónir. Af þeim eru 12
miljónir, sem búa í landshlutum og
héruðum, sem hafa verið tekin af
Þýskalandi, fyr eða síðar, með það
fyrir augum, að útrýma þjóðerni-
þeirra í úthéruðum. Að norðan-
verðu er Sljesvík, sem Danir fengu
eftir síðustu styrjöld. Þar búa 40
þús. Þjóðverjar. Að sunnan er
Elsass-Lothringen. Þar búþ. 635
þús., en tala allra íbúanna er 1.9
milj. í öðrum héruðum Frakklands
eru um 1 miljón, Jiar af 614,000 í
alþýskum héruðum. í Luxenburg
250 þús, og i Saar-héruöum, sem
eru alþýsk, eru rúmlega 600 þús.—
1 Belgíu eru, auk landshlutanna, sem
látnir voru af hendi i stríðinu,
Eupen, sem er alþýskt hérað, og
Malmedy, sem er þýskt að þremur
fjórðu hlutum, enn fleiri héruð,
þar sem margir Þjóðverjar búa. í
fríríkinu Danzig, sem er alþýskt að
þjóðerni, búa 361 þús. Þjóðverjar,
og eru það 94% af öllum ibúum.
Af Þýskalandi var sniðin landsneið
með 1 milj. íbúa handa Póllandi, og
í Póllandi eru auk þess 500 þús.
Þjóðverjar í héruðum þar i nánd.
í Memellandi eru 140 þús. íbúar,
þar af 51% þýskir.
í Lithauen búa um 35 þús. Þjóð-
verjar, hér um bil allir í þeim hér-
uðum, er liggja að landamærum
Þýskalands. I Tjekkóslóvakíu og
Ungverjalandi, þar sem áður var
Austurríki, búa 334 milj. í Suður-
Tyrol búa 250 þús. af hreinu þýsku
kyni. Og í Suður-Slavíu eru enn
þýsk svæði fMarburg, Gottschee,
Cilli, Pettau o. fl.) og búa þar um
100 þús. Þjóðverjar. Þannig má
halda áfram að teljá, en það er nóg
að geta þess, að í Mið-Evrópu búa
12 — 13 miljónir Þjóðverja utan
Þýskalands, og eru þeir ásamt íbúa-
fjöldanum i Þýskalandi rúmlega
75 miljónir alls. Sé nú athugað,
að í Evrópu búa ekki nema 450
miljónir manna, sjáum vér að Þjóð-
verjar eru í allri Evrópu um fimti
hluti allra í'búa.
1 öðrum heimsálfum búa 15—20
miljónir Þjóðverja. Mestur hluti
þeirra er í Ameríku. í Bandarikj-
unum einum saman búa 9—10 milj-
ónir, og í Kanada um 500 þús., en
í Mið- og Suður-Ameríku eru um
600 þús. Talsvert færri búa nú í
Suðvestur-Afriku, þar sem nýlend-
ur Þjóðverja voru áður. Aftur á
móti búa um 100 þús. þýskra inn-
flytjenda í Ástralíu.
—Mbl.
býr í Magna, Utah, og Samúel býr
í Los Angeles, Calif. Allir eru
bræðurnir smiðir og stunda það
handverk. Jón átti land og vann að
landbúnaði, enn alt af stundaði
hann húsasmíði jafnhliða, því þafr
verk likaði honum bezt, honum var
umhugað að fjölskyldunni gæti
liðið vel, svo hann setti sig aldrei úr
færi að taka hvaða vinnu sem var.
Jón var trúr og góður verkmaður.
Vinfastur og vinavandur, staðfast-
ur í skoðunum, og hann var mikili
trúmaður. Þegar Jón flutti til
Ameríku fóru 3 systkini hans með
honum. Eysteinn og Jóhanna, bæði
fyrir löngu dáin. Auk sárt syrgj-
andi ekkju, eftir skilur Jón 6 börn,
og 19 barnabörn, 2 systur, Mrs.
Helgu Gordon í Utah og háaldraða
ekkju í Vestmannaeyjum á íslandi,
Guðrúnu að nafni. Ekkja eftir
Sigurð Þorbjarnarson, er druknaði
1893 við Landeyjasand.
Með Jóni er fallinn góður dreng-
ur úr hópi þeirra fáu íslendinga,
sem eftir lifa í Spanish Fork, og er
hans sárt saknað af öllum er hon-
um kyntust. Guð blessi ekkjuna og
börnin. Bléssuð sé hans minning.
Fornvinur og œttingi.
Fjörutíu ára
prestsþjónustuafmæli
átti séra ólafur Sæmundsson í
Hraungerði 29. þ. m. Mintust sókn-
arbörn hans og konu hans, frú
Sigurbjargar Matthíasdóttur, þess
á þann veg, að færa þeim að gjöf
mjög vandaðan hornskáp, er lista-
maðurinn Ríkarður Jónsson hafði
gert.
Fyrstu átta prestsskaþhrárin var
séra ólafur aðstoðarprestur föð-
ur síns, séra Sæmundar sál. Jóns-
sonar í Hraungerði, en að honum
Iátnum var hann kosinn lögmætri
kosningu til Hraungerðispresta-
kalls haustið 1897.
Óhætt mun mega að fullyrða, að
fáir prestar séu vinsælli í stöðu
sinni en séra ólafur; ber margt
til þess. Fyrst og fremst er hann
ágætur kennimaður og fara öll
prestsverk vel úr hendi, og að
öðru leyti er hann sérstakur dreng-
skaparmaður, góðgjarn og tillögu-
góður og óreikull í allri hugsun.
Hann hefir líka unnið sér traúst
sóknarbarna sinna sem bezt má
vera.
/
Það hefir aldrei brugðist, að
þeir prestar, sem hafa verið hvort
tveggja í senn„ klerkar góðir og
héraðshöfðingjar, hafa unnið þjóð
vorri ómetanlega gagn, og það hef-
ir séra ólafur í Hraungerði tví-
*
mælalaust verið. Hugheilar ósk-
ir fylgja honum yfir fimta prests-
þjónustu áratuginn frá sóknar-
börnum hans og vonir um, að
geta notið hans sem lengst.
Eftirfarandi kvæði barst honum
á afmælisdaginn:
Jón Jónsson látinn.
Ö, blessuð stund, er hátt í himin-
sölum,
minn hjartans vin eg aftur fæ að
sjá.
Og við um okkar æfi saman tölum,
sem eins og skuggi þá er liðin hjá!
(M. J.)
Kveð eg að kumli
kjarnviða
öld tíva
um árdagsstund.
Þulur hári
þreklundaður
Berurjóðri
var borinn til starfa.
Þann 27. október 1929 andaðist
Jón Jónasson í Spanish Fork, Utah,
var jarðsettur 31. okt. i Spanish
Fork grafreit að viðstöddu fjöl-
menni.
Jón var fæddur 5. september 1857
á Kirkjulandi í Austur-Landeyjum
í Rangárvallasýslu. Foreldrar hans
voru Jónas Jónsson á Önundarstöð-
um í sömu sveit og Guðrún Þor-
kelsdóttir á Ljótsstöðum í sömu
sveit. Jón ólst upp hjá foreldrum
sínum, stundaði algenga sveitavinnu
og sjóróðra. Enn fljótt bar á því
að hann var hnéigður til smíða,
enda átti hann ekki langt að sækja
það, því móður afi hans Þorkell
Jónsson á Ljótsstöðum var þjóð-
haga smiður á tré, járn og kopar.
Jón var ungur er hann réðist í að
smíða rennibekk, og samtímis byrj-
aði hann að smíða rokka og þóttu
þeir góðir. Jón flutti til Aineríku
árið 11886 með heitmey sína Guð-
t\ýju Sigurðardóttur frá Kúfhóli í
Austur-Lancíeyjum. Til Spanish
Fork, Utah komu þau 25. júli 1886.
Þau giftust 4. október sama ár og
hafa ávalt búið í Spanish Fork,
Utah. Hefir þeim búnast vel. Jón
var sístarfandi atorkumaður, og
kona hans honum samhent, starfs-
kona mikil. Þau eignuðust 9 börn,
mistu þrjú í æsku; sex eru upp-
komin og öll gift, þau eru öll mann-
væníeg og vel gefin. Jóhann Krist-
inn, Fr^nk, Eysteinn, og Elín, öU
búandi í Spanish Fork, Sigríður
Þá var og heill
héraðs borin,
Hraungerðinga
hamingjuvættur.
Fránar voru sjónir
sem í fólknárungi
norræns stofns,
vér signdan sáum.
Öld var til heilla,
öld til starfa,
orka og þrek
í ungum vöðvum.
Hugur ljóssækinn,
höndin mild,
haslaðir völl
hindurvitnum.
Því kaustu þér
þjónn hins æðsta,
lífi þínu
að lifa og starfa
fyrir málefni
máttugs Drottins
í víngarði hans
sem veikur þjónn.
. Lítur til baka
um liðna æfi.
Fjörutíu ár
með frægðar hug
hefir þú borið
heilagt merki
söfnuði þínum , ,
ítil sæmdar 0g fræðslu.