Lögberg - 06.03.1930, Page 4

Lögberg - 06.03.1930, Page 4
Bls. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. MAHZ 1930. Á síðasta saixibandsþingi, lýsti stjómarfor- maðurinn, Mr. King, yfir því, að hann teldi æskilegt, að kvatt skyldi til fundar í ár með fulltrúum frá þeim þjóðum, er brezku veldis- heildina mynda, með það fyrir augum, að greiða fyrir auknum innanveldis viðskiftum, og ræða um sameiginlegt hagsmuna samband Idutaðeigandi þjóða. Er mál þetta kom til umræðu í þinginu, hafði Mr. Bennett ekkert við það að athuga, og var þess jafnvel beinlínrs hvetjandi, að til fund- arins yrði iboðað. Komst hann í þingræðu meðal annars þannig að orði: “Hví ekki að láta Canada ríða á vaðið? Látum oss verða sammála um það, að kveðja til f jármálafundar ihér í þessari borg, þar sem mættir verði fulltrúar frá sérhverju landi inn- an vébanda þjóðakeðjunnar brezku. Með þessu væri óneitanlega stigið spor í rétta átt, spor, er til framfara miðaði. Með því myndi að minsta kosti Það tvent vinnast, að skilningurinn á innflutningsmálunum og sameiginlegum hags- munamálum yfirleitt, hlyti að skvrast til muna. Myndi það leiða til þess, að dregið yrði úr hættu þeirri, sem vér horfumst í augu við, að þvi er takmörkun viðskiftasambandanna á- hrærir, sökum óhagstæðra tolla. Eg get hik- laust fullvrt, að í því falli að flokkur sá, er eg veiti forstöðu, kæmist til valda, þá myndi hann láta það verða eitt sitt fyrsta verk, að kveðja til slíks fundar ,í Ottawa, sem hér um ræðir, til þess að ráða fram úr ihinum og þessum vanda- málum þjóðarinnar og veldisins, með því að auð- sætt er, að þjóðasamband, er telur einn fjórða hluta allra jarðarbarna, er til veglegrar for- ystu borið á sviði mannfélagsmálanna. Slíkur fundur sem þessi, er stofnað væri til að tilhlut- nn hinnar canadisku stjórnar, myndi að sjálf- sögðu fá miklu góðu til vegar komið í sam- bandi við úrlausn þeirra mála, er vikið hefir verið að, með því að ganga myndi mega út frá því sem gefnu, að ekki yrði að neinu hrapað, heldur yrðu málin vandlega íhuguð frá öllum hliðum, auk þess sem telja mætti víst, að engin andstæð löggjöf kæmi fram, er orðið gæti að farartálma. Þau mál ein, er allir aðiljar hefðu orðið ásáttir um, myndu ná framgangi.” — Tímamir hreytast og mennimir með, og gildir þetta auðsjáanlega engu síður um leið- toga íhaldsflokksins, Mr. Bennett, en aðra dauðlega menn. Á mánudaginn, þann 24. febrúar síðastlið- inn, flutti Mr. Bennett enn þá einu sinni ræðu í þinginu, um ihina fyrirhuguðu f járhagsstefnu, og var þá komið nokkuð annað hljóð í strokk- inn. Fórast honum þá jneðal annars þannig orð: “Stjórn sú, er nú fer með völd, gérir svo að eins í umboði fjöratíu og sex af hundraði þeirra, er atkvæði greiddu við síðustu kosning- ar. Eg held því óhikað fram, að það sé hvorki rétt né sanngjamt, að stjóm, sem þannig er á- statt með, hafi nokkur minstu afskifti af hinni fyrirhuguðu fjárhagsstefnu, þar til að minsta kosti, að sannað hafi verið með nýjum kosning- um það gagnstæða.” Blaðið Toronto Globe, gerði nýlega skoð- anaskifti Mr. Bennetts að umtalsefni, og fer um það mál svofeldum orðum: “Fyrir ári eða svo, kom það til tals, að kvatt skyldi til fjárhagsstefnu hér í landi, með fulltrúum frá hinum ýmsu, brezku þjóðum. Mr. Bennett varð þegar hrifinn af hugmynd- inni, og lýsti yfir fylgi sínu við hana afdráttar- laust. Sjálfur kvað hann það mundu hafa ver- ið sitt fyrsta verk, ef hann hefði setið við stýri, að kveðja til fjánhagsstefnu með líkum hætti og stungið hefði verið upp á. Með öðrum orð- um, Mr. Bennett var hlyntur slíkum fundi, öld- ungis án tillits tH þess, hvaða flokkur færi með völdin. Hver var ástæðan fyrir hinum snöggu sinnaskiftum Mr. Bennetts í þessu máli? Fyr- ir ári, taldi hann Það bráð-nauðsynlegt, að kvatt skyldi til fjárhaíTsstefnu fvrir brezku veldisheildina, og áleit það eigi aðeins rétt- mætt, heldur og sjálfsagt, að Canadastjórn beitti sér fyrir framkvæmdum í málinu; en nú á slíkt að vera hreinasta goðgá, nema því að- eins, að leitað hafi áður verið álits kjósenda við almennar kosningar. Hér er óneitanlega um ærið alvarleg sinnaskifti að ræða, og fólkið á heimtingu á að fá að vita ástæðuna undan- færslulaust. Ekkert það hefir komið fvrir, síðan í fyrra, er geri það síður æskilegt nú en þá, að kvatt verði til sameiginlegrar fjárhagsstefnu fyrir þær þjóðir, er mvnda veldisheildina brezku, nema ef vera skyldi það gagnstæða. Sú eina ályktan, sem dregin verður af fram- komu Mr. Bennetts í máli þessu, hnígur óneit- anlega að því, að ef aðeins væri um tvo kosti að velja, þá yrðu flokkslegir hagsmunir að ganga á undan fjárhagsstefnunni, hversu þýð- ingarmikil, sem hún annars kynni að vera. Og þarna er þá að finna ráðningu gátunnar. Mr. Bennett hefir það einhvern veginn á samvizk- unni, að senn fari að líða að kosningum, og inn í þá hringiðu á að draga f járhagsstefnuna í pólitisku hagsmunaskyni, hvort sem mönnum fellur betur eða ver. Prýðilega að verið, fyrir roskinn og ráðinn] flokksforingja!” Af því, sem nú hefir sagt verið um mál þetta, er það sýnt, að það er síður en svo, að vegur Mr. Bennetts hafi vaxið við frammistöðuna. Hin fyrirhugaða fjárhagsstefna, er í eðli sínu þýðingarmeiri en svo, að verjandi sé að gera hana að flokksmáli, eða pólitiskum fótbolta, en það er einmitt það, sem Mr. ' Bennett er að reyna að gera. Ekki er óhugsandi, að Mr. Bennett fái sína vöra selda, sem kallað er, þegar til næstu kosn- ingar kemur, fyrir afskifti sín af því máli, sem gert hefir verið hér að umtalsefni, og jafnvel fleiri málum. Tvíveðrangsháttur í stjórnmál- um, verður aldrei til lengdar liðinn átölulaust. Bréf frá Ottawa eftir L. P. Bancroft, þingm. Selkirk kjörd. Þá er nú komið nokkuð á aðra viku þing- tímans, og verður ekki annað sagt, en að störf- um miði greiðlega áfram. Umræðunum um há- sætisræðuna sleit síðastliðinn fimtudag, og vora *þær yfirleitt fremur daufar. Leiðtogi íhalds- manna, Mr. Bennett, veittist nokkuð að stjórn- inni fyrir hinar og þessar smá-syndir, er hún átti að hafa drýgt, en fremur voru aðfinslur hans samt veigalitlar, sem væra þær homar fram fremur af vilja en mætti. Ef til vill sæk- ir hann eitthvað í sig veðrið, er lengra líður á þingtímann. Engin breytingartillaga kom fram við hásætisræðuna, og var hún því sam- þykt án sérstakrar atkvæðagreiðslu. Á miðviku- og fimtudaginn vora borin fram all-mörg þingmanna framvörp, sem og tillögur til Þingsálvktunar. Ein slík tillaga fól í sér áskoran til stjórnarinnar, um að rannsaka og leggja fram í þingi, ítarlega skýrslu yfir hveiti- magn það, er héðan úrlandi flyttist á heims- markaðinn um amerískar hafnir. Yar því máli vísað til landbúnaðamefndar. Þá var og önnur þingsályktunartillaga samþykt án at- kvæðagreiðslu, er fram á það fór, að æskilegt væri, að meiri nærgætni skyldi viðhöfð, er til þess kæmi að ákveða eftirlaun heimkominna hermanna, en við hefði gengist í liðinni tíð. Fjáraukalög fyrir yfirstandandi ár, voru lögð fram í þinginu á fimtudaginn, og fela þau í sér $399,358,100 útgjöld, til móts við $404,- 245,140 í fyrra. Sparast á þeim því sem næst fimm miljónir dala, og má það heita vel að ver- ið. Gert er ráð fyrir nýjum útgjaldalið í þess- um fjáraukalögum, að upphæð sextíu og fimm þúsundir dala, til rannsóknar á skilyrðum til fiskiveiða norður í Hudsons flóa. Skömmu eftir kosningar þær til samhands- þings, er fram fóra um haustið 1926, var sá, er þetta ritar, boðaður á fund í Riverton. Var til fundarins boðað að tilhlutan útgerðar- og fiskimanna, er veiði stunda í Winnipegvatni. Verkefni þessa fundar var einkum og sérílagi það, að vekja athygli á þeirri hinni margauknu þörf, er á því væri, að hrandið væri í fram- kvæmd ýmsum hafnaumbótum víðsvegar fram með ströndum vatnsins, Síðan hafa nýjar skipabryggjur verið gerðar í Riverton, Hnausa, Hecla og Gull Harbour. Vert er að þess sé getið, að í fjáraukalögum þeim, sem nú hafa nefnd verið, er eftirgreindar fjárveitingar að finna til mannvirkja í Selkirk kjördæmi: Til bryggju í Áresi, $6.000; til bryggju að Hnaus- um, $13,000; til bryggju í Mikley, $24.000, og til endurbóta á bryggju í Selkirk, $3,000. Þá er og áætluð $4,000 fjárveiting til bryggju gerð- ar á Snake eyju, og $9,500 til endurnýjunar á hafnargerði við Rauðármynni. Á föstudaginn snerast störf þingsins aðal- lega um það, að íhuga hinar margvíslegu fjár- veitingar til opinberra verka, ásamt áætlunum hlutaðeigandi ráðgjafa. Karlakór Björgvins Á mánudagskveldið þann 24. febrúar síð- astliðinn, efndi karlakór hr. Björgvins tón- skálds Guðmundssonar, er hann hefir æft í vet • ur, til hljómleika í Fyrstu lútersku kirkju, við ágæta aðsókn. Fór söngurinn þannig fram, að tvímælalaust varð forastumanni og flokki hans til sæmdar. Það, sem öðru fremur einkendi meðferð söngflokksins, að vorri hyggju, á viðfangsefn- um sínum, var hið ákveðna hljómfall, ásamt skilningsfestunni í túlkan ljóðs og lags. Radd- blöndun var yfirleitt góð, þótt hvergi nyti hún sín betur en í lögunum “Ein yngismeyjan” og “Er skógarfuglinn flaug á leið.” Sungust bæði þessi lög snildarvel, — píanissimóið var hreinasta fyrirtak, og þegar svo er, verður ekki annað sagt, en að rétt sé og eðlilega á söng- lega vísu andað. Raddmagn flokksins var einnig ágætt með köflum, þótt tæpast þætti oss hann jafnsterkur á svellinu á því sviði, sem í túlkan hinna veikari tóna. 1 meðferð flokksins á hinu stórvolduga lagi, “Ólafur Tryggvason”, urðu nokkur mistök í hæði skiftin, þótt kaflar syngjust vel og gott væri hljómfallið. Bassarödd flokksins var að dáanleg, og aðrar raddir sæmilegar, nema að því leyti, sem oss virtist annar tenór, endrum og eins, skera sig vitund út úr. Það skal hreinskilnislega játað, að eftir þessa hljómleika Björgvins, eram vér persónu- lega, drjúgum bjartsýnni á framtíð íslenzkr- ar söngsveitar hér með oss, en áður var, og mýndi oss sízt undra, þótt ýmsir fleiri hefðu sömu sögu að segja. Ungur píanókennari hér í iborginni, hr. Ragn- ar H. Ragnar, lék þrjú lög á slaghörpu. Fingra- fimi hefir hann allmikla og náði úr hljóðfærinu ' hreint ekki svo litlum styrk. En tilfinnanlega skorti leik hans að þessu sinni innileik og sál- ræna tóntúlkan; kom þetta Þó einkum og sérí- lagi í ljós í meðferð hans á laginu eftir Edward Grieg, er varð lítt þekkjanlegt. Annar ungur Islendingur lék á fiðlu, hr. Pálmi S. Pálmason; ér hann sérlega fimur í list sinni, en leikur hans þótti oss með köflum helzti kaldur. Má vera, að þar hafi það ráðið nokkru um, að fiðla hans var víst ekki í sem beztu lagi. Hr. Ragnar E. Kvaran, söng einsönginn, eða ef til vill réttara sagt forasturöddina í hinu undurfagra lagi “Sof í ró”, eftir Möhrin. Fór hann allvel með hlutverk sitt; hann hefir blæfagra rödd á vissum sviðum, þótt sakað hefði það eigi, að nefhljóðsins hefði minna gætt. Þá söng hr. Frank Halldórsson forastu- rödd með söngflokknum í einu laginu, og gerði það vel. Rödd hans er mjúk og blæfalleg. Þar er maður á ferð, sem raddar sinnar vegna, ætti að æfa sig af kappi. Eitt lagið á söngskránni, “Sko, háa fossinn hvíta,” var eftir söngstjórann sjálfan, hr. Björgvin Guðmundson, prýðisfallegt og söngst mæta vel. Að öllu athuguðu, verður ekki annað með sanni sagt, en að hljómleikar þessir færa prýði- lega fram, og spái góðu um framtíð flokksins, sem vonandi verður nytsöm og löng. Björgvin stjómaði flokknum eins og sá, er vald hefir; hann var þar allur með lífi og sál, og það reið baggamuninn. Ávarp til hr. Árna Pálssonar, flutt af séra Birni B. Jónsyni, D.D., í samsæti karlaklúbbs Fyrstu lút. kirkju, þ. 28. febr. 1930. Þegar að garði ber góðan gest úr framandi landi, er eðlilegt að menn vilji að honum lítist sem bezt á sig. Þegar þektir menn frá ættjörð vorri sækja oss heim, förum vér í þær íslenzk- ar flíkur, er vér eigum skárstar til. Réttlátara væri þó, að vér kæmum þar til dyra svo sem vér eram klæddir hversdagslega. — Bræðrum, er oss sækja heim, skyldum vér ávalt einlægir vera, segja þeim og sýna, það sem er, án tillits til þess, sem þeir og vér sjálfir gjaman vildum að væri, en ekki er. Minni skýrleiksmaður, en sá, er oss heiðrar með heimsókn í kvöld, mætti ætla, að vér, sem eram í Þessu félagi, væram al-íslenzkir menn. Þó er sannleikur málsins, að í kvöld er haldinn í fyrsta sinni á æfi félagsins fundur, þá ekki fer alt fram á ensku. Hvorki bræðram voram á íslandi, né oss sjálfum, er það gagnlegt, að hugsa hærra um oss en liugsa ber. Vér horfumst í augu við þá óþokanlegu staðreynd, að íslenzkt mannfélag í Vesturheimi er á hverfanda hveli. Samkvæmt síðustn skýrslu frá hagstofu Canada-stjómar, vora árið 1920 í allri Canada, frá Halifax til Vancouver, 7,135 menn, sem fæddir voru á Is- landi. Hafi síðan til jafnaðar hnigið árlega fyrir dauðans sigð 200 manns, þá væri nú ekki eftir nema um 5,000 innfluttir íslendingar. Flestir era það gamlir menn, og innan fárra ára verða þeir allir horfnir. Hvað getum vér þá með fullri hreinskilni sagt við bræður vora, þá er frá Islandi sækja oss heim? Vér segjum þeim eins og er að íslenzkan geti hér ekki átt nema stuttan aldur sem dag- legt mál. En vér segjum þeim og, að það sé löngun vor og viðleitni, að íslenzk tunga og ís- lenzk fræði komist inn í mentálíf hinnar can- adisku þjóðar vorrar, og fyrir það berist að minsta kosti smáneistar úr sál vorrar gömlu þjóðar inn í sálarlíf þjóðar vorrar hinnar nýju. Þá viljum vér einnig láta þess getið, er hug- ur vor hér snertir huga aðkomins manns, að af öllum mætti viljum vér ástunda það, að innræta bömum vorum og afkomendum virðingu fvrir forfeðrum þeirra og sögu landsins, sem Þau rekja ættir til, þó til Þess notum vér hið enska móðurmál (native tongue) barna vorra, viljum aldrei þreytast á því, að áminna þau um að halda uppi, þó með þeim hógværðar-anda, svo sem mentuðu fólki samir, sæmd sinnar gömlu þjóðar, og vera Islandi til aðstoðar í öllu góðu, eina kynslóð eftir aðra. Loks viljum vér láta það umrnælt við hvern göfugan gest, að það er oss heilagt metnaðar- mál, Islands vegna, að leitast við að lifa á þann , hátt, að ættjörðu vorri stafi sæmd af breytni vorri. Það er oss metnaðar-sök, að um oss verði það jafnan með sanni sagt, að vér höfum hvergi staðið öðrum að baki. Viðhorf og hávamál æðstu hugsjónar vorr- ar er hið fomkveðna: “Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr et sama. Enn orðstírr deyr aldregi, hveims sér góðan getr.” En einmitt vegna þessa metnaðar, sem oss er heilagur, viljum yér forðast sjálfshól og há- vaðasöm látalæti með þjóðerai vort. Fyrir hönd þess fólks, er til heimilis telst í þessu húsi, má eg segja við hinn virðulega gest: Vér beram hlýhug til Islands. Vér viljum, að því er í vora valdi stendur, verða Islandi til sæmdar. Vér áraum Islandi guðlegrar blessun- j ar í lengd og bráð. Canada framtíðariandið Náttúruauðlegð Alberta fylkis er baeði mikil og margbrotin og af Því leiðir Það, að atvinnuveg- irnir eru einn,ig \ fjölbreytilegir. Námur eru Þar miklar, beitilönd góð og skilyrði fyrir gripa- og kornrækt, víða hin ákjósanleg- ustu. Þótt Hudsons Bay verzl- unin hefði smá útibú í hinum norðlægari héruðum Þegar á ár- unum 1778 til 1795, svo sem Fort Chyppewoyon og Fort Edmonton, og keypti þar grávöru, þá má samt með sanni segja, að suður- hluti fylkisins hefði fyrst bygður verið og jarðræktin hafi svo smá- færst þaðan norður á bóginn. Þeir, er fyrstir fluttu til suður- fylkisins og tóku sér þar varan- legan bústað,, voru griparæktar- menn frá Bandaríkjunum. Og það var ekki fyr en árið 1900, að menn fóru að skyygnast um í suðurhlut- anum af Saskatcheawn fylki og norður við Red Deer ána og nema þar lönd. Þótt hinir fyrstu gripa- ræktarbændúr væru Bandaríkja- menn, þá hófst brátt innflutning- ur til fylkisins frá brezku eyjun- um og voru margir nýbyggjar þaulæfðir í öllu því, er að gripa- rækt laut. Settust þeir að og komu sér upp griparæktarbúum í Lethbridge, Macleod, Pincher Creek, High River, Calgary, Bow River, og í kringum Red Deer — Um 1880 hófst þar fyrst sauðfjár- rækt, en fremur gekk útbreiðsla hennar seint. í Suður-Alberta gengu gripir að mestu leyti sjálfala, þegar á hinum fyrstu landnámsárum og gera svo víða enn. Mest var þar um buffalo gras, bunch gras og blue joint En þær tegundir eru allar mjög bráðþroska. Fyr á ár- um var það aðalstarf bóndans, að afla fóðurs handá skepnum sínum, en nú skipar kornræktin víða fyrirrúm, þótt á öðrum stöð- um sé griparæktin stunduð jöfn- um höndum. Áhrifum Chinook vindanna er það að mestu leyti aþ þakka, að veðráttan er svo góð, að skepnur geta gengið úti allan ársins hring. Stundum hefir það komið fyrir, að útigangsgripir hafa fallið, en þó eru þess tiltölulega fá dæmi. Nú má- svo heita, að nálega hver einasti bóndi hafi nægan fóður- forða fyrir allar skepnur sínar og er útigangsgripum oft gefið á skalla. Hey er yfirleitt kjarngott í fylkinu og beitin ágæt. 1 Suður Alberta er að finna suma allra beztu sláturgripi, sem þekkjast í Canada. Frá árinu 1870 og alt fram að aldamótin var griparæktin vit- anlega ekki búin að ná því há- marki, sem nú á sér stað. En um árið 1900 var þó farið að senda ágæta gripi á enskan markað frá Calgary, High River, Claresholm, Pindher Creek, Macleod, Leth- bridge, Medicine Hat, Bassano og Langdon. Árið 1902 var stofnað Tht Alberta Railway and Irriga- tion Company, með höfuðstað í Lethbridge. Keypti félag þetta lönd allmikil af sambandsstjóm- inni og tók að gera tilraunir með áveitu í Spring Coulee og Chin Coulee héruðunum, og sömuleiðis á svæðunum umhverfis Magrath, Raimond, Stirling, Lethbridge, Coldale og Chin, en þó mestmegn- is austur af Lethbridge. Um þær mundir var tekið að girða inn lönd með vír. — Árið 1903 var stofnað The Canadian iPacific Ir- rigation félag, er það takmark hafði fyrir augum, að veita vatni yfir svæðin austur af Calgary. — Var vatnið tekið úr Bow River. Árið 1907 var enn stofnað félag, er Southern Alberta Land Com- pany nefndist, með aðsetur í Medicine Hat, er tókst á hendur að veita vatni á önd vestur af þeim bæ. Landflæmi þau, er nefnd félög eiga, nema til samans því nær þrem miljónum ekra. Skifta má spildu þessari í fjóra megin- hluta. Hinar vestlægari lendur Canadian Pacific félagsins 4 austur frá Calgary, en norðan við Bow River. Er svæði það um 40 milur frá norðri til suðurs, en 65' mílur austur á bóglnn. Um 223,000 ekrur eru hæfar til áveitu. Hef- ir meginið af löndum þessum nú verið selt. —< Suðaustur af spildu þessari liggur önnur landareign sama félags, er hefir inni að halda um ,245,000 ekra. Þar af hefir vatni verið veitt á 400,000 ekrur. Töluvert er enn óselt af landi í fláka þessum. Árið 1908 náði Canadian Paci- fic félagið í hendur sínar umráð- um yfir miklu af þeim lendum, er Alberta Land Irrigation félag- ið í Lethbridge átti. Svæði það er 499,000 ekrur og vatni verið veitt á rúmar 120,000 ekrur. Mest af landi þessu hefir þegar verið selt. Annað áveitusvæði má nefna, er liggur í Suffield héraðinu. Sr ?að eign The Canada Land og Ir- rigation félagsins, sem áður var kallað Southern Alberta Land Company, með aðal skrifstoíu í Medicine Hat. Enn eitt áveitu- svæði liggur í Bow Island hérað- inu. Samtals nema lendur þess- ar 530,000 ekrum og eru þar af 203,000 hæfar til áveitu. í suðurhluta fylkisins, er avalt verið að gera frekari og frekari tilraunir til áveitu. Var þar stofnað eitt slíkt félag 1919, er Taber Irrigation Association nefnist, er tekið hefir sér fyrir hendur að veita vatni á 17,000 ekr- ur í nánd við Taber. Fleiri fyiir- tæki í sömu átt, eru í undirbún- ingi víðsvegar um fylkið. Hagn- aðurinn af áveitunni hefir þegar orðið mikill í Suður-Alberta. Hafa þar víða risið upp blómleg bygð- arlög, þar sem áður voru gróður- litlir harðbalar. Er þar víða rækt- að mikið af alfalfa og öðrum kjarngóðum fóðurtegundum. Nokkuð er aif auðúgum gripa- ræktarbændum í suðurhluta fylk- isins, einkum þó kring um Olds, Magrath, Raymond, Coutts og norður og suður af Medicine Hat. Víðast hvar eru beitilönd fyrir gripi girt inn með vír. í Suður- Alberta, er mikið um sauðfé, og gengur sjálfala í reglulegri afrétt og smalað er saman á vissum tím- um. Sauðfjárræktin er stöðugt að blómgast og verður eflaust mjög arðsöm, er stundir líða. Alifuglaræktin hefir gefið af sér feikna mikinn auð og hefir reynst bændum regluleg féþúfa. Kornræktin er alt a^að útbreið- ast með hverju árinu er líður, svo þar sem áður voru tiltölulega lé- leg beitilönd,blasa nú við blóm- legir akrar. í Suður-Alberta seljast órækt- uð lönd í áveituhéruðunum fyrir þetta fimtíu dali ekran, en rækt- uð áveitulönd frá 75—125 dali ekran. En í hinum þurrari hér- uðum má kaupa ekruna fyrir fimtán til fimtíu dali. Svæðið frá Carston til Pincher Creek og norður á bóginn til Calgary og Macleod og Edmonton járnbraut- arinnar, er einkar vel fallið til blandaðs búnaðar, enda fylgist þar að jöfnum höndum gripa- og okrnrækt. Claresholm liggur í austurjaðri þessarar landspildu. Bæir á þessu svæði eru Nanton, High River, Okotoks, Crossfield, Dids- bury, Olds, Innisifail. 1 héruð- unum umhverfis þessa bæi er mikið um griparækt og fram- leiðslu mjólkurafurða. Heyskanur er þar víðast hvar mikill og góður. Blandaður landbúnaður er kom- inn á hátt stig í Mið - Alberta. Með lagningu Canadian Pacific járnbrautarinnar, er kom til Cal- gary árið 1885, tók landið um- hverfis mjög að byggjast. Varð Calgary þá þegar allmikill verzl- unarbær og hefir verið það jafn- an síðan. Landið hefir verið að byggjast norður á bóginn jafnt og þétt. Er jarðvegurinn þar næsta auðugur. Fyrsta aukalína CanacTian Pacific ^élagsins á þessu svæði var lögð norður frá Calgary árið 1891. Síðar lagði Canadian National járnbrautar- félagið brautir bæði í norður og suður og er landið með fram þeim eitt hið frjósamasta í öllu fylk- inu. Staðháttum í Mið - Alberta hagar nokkuð öðru vísi til en í Suðurfylkinu. Nýbyggjar í Mið- fylkinu hafa alla jafna átt nokkru ðrðugra með að koma.sér fyrir og hafa haft meira af örðugleikum landnemalífsins að segja. En landkostir eru þar fult eins góðir. Ræktað er þar mikið af höfrum og byggi og sömueiðis margs- konar fóðurtegundum. Er fram- leiðsla kjöts, ullar og alifugla af- armikil, í þeim hluta fylkisins. Garick Leikhúsið. “The Argyle Case”, kvikmynd- in, sem nú er sýnd á Garrick leik- húsinu, er ákaflega spennandi og heldur huga áhorfendanna og á- heyrendanna (því myndirnar tala)i föstum við efnið. Engin kvikmynd hefir betur sýnt, hve sumir lögregluspæjarar geta ver- ið ráðugir og Thos. Meighen, sá er leikur aðalhlutverkið, er reglu- legur snillingur.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.