Lögberg - 06.03.1930, Page 6

Lögberg - 06.03.1930, Page 6
Bls. 6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. MARZ 1930. Mary Turner Eftir M A R V I N D AN A. IX. KAPITULI. Mary Turner þurfti ekki fullan klukkutíma til að ljúka þvá mjög svo áríðandi erindi, sem • hún átti við Dick Gilder og sem hún hafði sagt Aggie frá. Eftir að þau skildu, gekk hún ein- sömul niður Broadway, áleiðis til skrifstofu Sigismund Harris, sem ekki var langt í burtu. Á einum strætamótunum tók hún eftir stúlku, * sem gekk þar inn á hliðarstræti og sem henni sýndist vera eitthvað ósköp aumingjaleg. Þeg- ar hún tók betur eftir henni, sá hún líka, að hún var mjög illa til fara og alt útlit hennar bar það með sér, að hún átti eitthvað mikið bágt. Meðaumkvunin með þessu mótlætisbami vaknaði þegar hjá Mary, og það því fremur, sem hún sá, að þessi stúlka mundi vera á svip- uðum aldri, eins og hún sjálf var, þegar hún varð fyrst fvrir því mikla óláni, sem fyrir hana hafði komið. Það var gamla sagan, faðirinn vinnulaus, konan veik og börnin höfðu ekki einu sinni nóg að borða. Mary skildist, að þessi unga stúlka væri nú rétt um það bil, að leggja árar í bát og gefast upp í þeirri baráttu, sem hún hafði háð til að reyna að hjálpa foreldrum sínum og svst- kinum. Hvað lengi hún hafði haldið uppi þess- ari baráttu, og það, hvað henni hafði orðið á- gengt, sannfærði Mary um, að hér væri góð og myndarleg stúlka, sem væri, eins og hún sjálf hefði einu sinni verið, að berjast við sitt ofur- efli. Hún komst innilega og hjartanlega við, og þau huggunarorð, sem hún sagði við þessa vesalings stúlku, voru eins og sólargeislinn, sem brýst í gegn um myrkrið og vermir og lýs- ir. Hún lofaði henni að hún skyldi reyna að útvega föður hennar vinnu og henni sjálfri líka og hún skyddi sjá um, að móðir hennar fengi hjúkrun og ibætt væri úr brýnustu þörfum f jöl- skyldunnar í bráðina. Hún tók niður hjá sér nafn fjölskyldunnar og heimilisfang, Þó það sé kannske rangmæli, að kalla eitt fátæklegt herbergi í lakasta borgarhluta þessu göfuga nafni: heimili. Þar að auki gaf hjn stúlkunni töluvert af peningum, til að bæta úr allra brýn- ustu þörfuAum. Þegar Mary nú hélt áfram ferð sinni. fann hún til mikillar gleði með sjálfri sér, sem ex æfinlega viss verðlaun fyrir það, að gera það, sem rétt er og gott. Henni þótti sjálfri frá- munalega vænt um, að finna td þessarar gleði, því það var henni sönnun þess, að enn átti hún eitthvað af því bezta, sem henni var meðfætt og sem vel hafði verið hlúð að á ungdómsárum hennar. Enn langaði hana til að varðveita ?að, þrátt fyrir alt og alt, sem fyrir hafði kom- ið. 1 raun og veru risu hennar betri tilfinning- ar gegn því lífi, sem hún nú lifði og sem atvik- in og ógæfan höfðu hrundið henni út í, gegn hennar eigin vilja. Hún hafði ímyndað sér, að hún mundi fljótlega geta sætt sig við það líf, sem hún nú lifði, sem aðallega var í því inni- falið, að fremja ýmiskonar fjárglæfra- og hrekki innan vébanda laganna. Henni hafði fundist, að þetta væri ekki nema rétt mátulegt fyrir það ranglæti, sem hún hafði sjálf orðið fyrir. Til hvers var að vinna fyrir sér með heiðarlegu móti og vera fátækur, ef maður samt sem áður varð að sæta harðri refsingu af hálfu laganna og dómsvaldsins ? Því þá ekki, að afla mikils fjár og lifa við aug og allsnægt- ir, þó það væri gert ranglega, en Þó þannig', að refsi-armur laganna næði ekki til manns? En hún fann fljótt, að þrátt fyrir það, að síðan hún byrjaði á þessu, hafði eiginlega alt geng- ið henni að óskum, og alt sem hún hafði tekið fyrir, hofði hepnast, þá var hún samt ekki á- nægð. Það var eitthvað inst í sál hennar, sem lagaleysið, innan laganna, fullnægði með engu móti. Réttlætistilfinningin, sem hún hafði þeg- ið í vöggugjöf og sem henni hefði líka verið innrætt í æsku, mqtmælti þessu framferði harð- lega. Það var líka annað, sem olli henni áhyggju og óánægju í þessu sambandi. Eins og hver önnur heilbrigð kona, þráði hún ástúð og blíðu. Hún þráðbað njóta ástarinnar og veita hana í fullum mæli. Hún hafði enga reynslu í þeim efnum. Hún hafði ekki verulega kynst neinum manni, sem henni fanst hún geta fest ásthug til. Henni hafði ekki fundist þoir ungu menn, sem hún kyntist meðan hún var búðarstúlka, vera sér samboðnir, þrátt fyrir hennar lítil- mótlegru stöðu. Meðan hún var í fangelsi, var vitanlega ekki um neitt slíkt að tala, og naum- ast heldur síðan, þó hún lifði nú við allsnægtir. Hvað Garson snerti, þá bar hún innilega vel- vild til hans, og var honum þakklát fyrir það, sem hann hafði fyrir hana gert. En þar sem hann var, var áreiðanlega ekki þann félags- skap að finna, sem hún Þráði. Það var eigin- lega enginn annar, sem hún hafði nokkurn ná- inn kunningskap við, nema þá Aggie Lynch, og hennar kunningsskapur gat með engu móti veitt henni það, sem hún þráði. Hún gat ekki veitt henni neinn andlegan styrk. Hún var að vísu talsvert skemtileg og oft hafði Mary mik- ið gaman af ýmsu, sem hún sagði. En andleg- an styrk var þar engan að hafa, engin stefna önnur en sú, að njóta líðandi stundar, eins og og henni fanst sjálfri skemtilegast og hafa fé út úr mönnum, sem höfðu enn minna siðferðis- þrek heldur en hún sjálf. Samt sem áður þótti Mary vænt um hana, því hún hafði sýnt henni góðvild, þegar hún þurfti mest á að halda, og húji efaði ekki, að Aggie væri sér trú. En enga nautn gat hún fundið í návist hennar. Samt sem áður hefði ekki verið rétt að segja, að Mary Tumer hefði engum kynst, sem hún ka:rði sig nokkuð verulega um. Eða sjálfri fanst lienni að minsta kosti, að svo hefði vel getað verið. Fyrir einhver atvik hafði hún fyr- ir skömmu kynst manni, sem var hátt settur í mannfélaginu og var af auðugu og mikils metnu fólki kominn. Góðrar mentunar hafði hann notið og hann var óvanaléga skemtilegur mað- ur og mesta prúðmenni. Þessi maður var Dick Gilder, og síðan hún kyntíst honum, hafði hún ' átt jafnvel enn örðugra en áður með að sætta sig við það líf, sem hún nú hafði, og sem atvik- in höfðu neytt hana til að lifa. Auðvitað elskaði hún ekki þennan mann, eða að minsta kosti taldi hún sér trú um að svo væri ekki. Það mátti ekki koma fyrir, því hún hafði beinlínis ásett sér að nota hann sem verkfawi til að hefna sín á föður hans. En þrátt fyrir það, að það var enn eins fastur á- setningur hennar eins og nokkru sinni fvr. að hefna sín á Edward Gilder, hvenær sem hún gæti og hvernig sem hún gæti, þá tók hún í raun og veru afar nærri sér, að þurfa að nota þessa aðferð tU þess. Að vísu datt henni ekki í hug að hætta við ásetning sinn, en engu að síður mótmælti hennar innri maður harðlega kenn- ingunni alkunnu: auga fyrir auga og tönn fyr- ir tönn. Hún þekti aðra háleitari og göfugri kenningu, sem hún vissi að rétt var að fylgja, og sem hún í raun og veru, Þrátt fyrir alt, vildi fylgja. En einmitt nú, þegar hún þurfti svo mjög á því að halda, varð henni til hjálpar það góðverk, sem hún fyrir fáum mínútum hafði af hendi int, að nokkru leyti og sem hún síðar ætlaði að fullkomna. Umhugsunin um það færði henni frið og styrk. Hún hélt því áfram rólegri í skapi og ekki eins óánægð við sjálfa sig og það líf, sem hún lifði, og þegar hún kom inn í skrifstofu lög- mannsins, þá var það alls ekki á henni að sjá, að það væri nokkur skapaður hlutur, sem ó- náðaði samvizku hennar. Harris tók henni með mestu virktum og bauð henni sæti, Hann var laglegur maður, bæði vel vaxinn og fríður í andliti. Augun voru dökk og skær og greindarleg, og hann bar það mjög ótvíræðlega með sér, að hann var einn af börn- um Abrahams. Harris hafði, eins og svo marg- ir aðrir, orðið fyrir all-miklu óréttlæti í heim- inum. Hann hafði verið sterklega grunaður um rangsleitni í embættisfærslu sinni, sem hann var ekki sekur um, og þess vegna mist það álit og traust, sem hann hefði gjarnan mátt njóta. Eftir þetta varð hann kærulausari en áður og smátt og smátt fór hann að hugsa um það eitt, að afla peninga, með næstum hvaða móti sem var, svo lengi sem það ekki varðaði við lög. Honum féll alveg einstaklega vel við Mary Tumer, bæði vegna þess, hve hún gat látið sér detta mörg slungin ráð í hug til að afla fjár, og svo vegna þess, hvað hún borgaði honum vel — og skilvíslega, og lét aldrei á sér skilja, að hann setti of mikið fyrir verk sín. Það var Því ekkert undarlegt, þó hann rejmdi sem bezt hann gat að þóknast henni í öllu. “Alt af hefir mér litist vjri á yður, Miss Tumer,” sagði hann og brosti ósköp góðlát- lega, “en aldrei eins vel og í dag. Eg gæti bezt trúað, að þér hefðuð verið að gifta vður, eða verið rétt að því komnar að gera það.” “Finst yður það?” sagði Mary, en það var eins og henni brigði dálítið rétt snöggvast, en náði sér þó strax aftur og lét ekki á neinu bera. Lögmaðurinn skifti nú líka um svip og mál og varð há-alvarlegur. “Eg sendi frænku yðar, Miss Agnes Lynch, skjal í morgun, sem hún þarf að undirskrifa, þegar hún hefir fengið peningana frá Hast- ings hershöfðingja. Mér þætti vænt um, að þér vilduð lesa skjalið, ef þér hefðuð tíma til. Mér dettur reyndar ekki í hug, að það sé neitt at- hugavert við það, en eg met mikils yðar skarp- skvgni, þó um lögfræðileg efni sé að ræða, og jafnvel einna mest einmitt þá. ” Mary þótti dálítið vænt um hrósið frá þess- um lærða manni, eins og gengur, en svaraði þó litlu, en spurði hvort hann hefði nokkuð hevrt frá Hastings, eða lögmanni hans. “Nei,” svaraði lögmaðurinn. “Eg gaf Þeim frest þangað til á morgun. Verði þá ekkert skeyti komið frá þeifn, byrja eg strax á mál- sókn gegn honum.” Það færðist gleðibros um varir hans og hann opnaði skúffu í skrifborð- inu og tók þaðan skjal, sem hann rétti Mary. “Eg veit, að það muni gleðja yður,” sagði hann, “að þessi hugmynd yðar hepnaðist á- gætlega. Eg má segja yður, Miss Turner, að Portia er bara eins og barn í samanburði við yður. ” Mary tók við skjalinu, sem henni var rétt. Hún brosti ánægjulega og dálítill roði færðist í kinnar henni. Hún leit yfir skjalið sem ^nöggvast og svo á lögmanninn. “Þetta var ágætt,” sagði hún. “Hvemig gekk yður að ná þessu?” Harris svaraði ekki alveg strax, en það var auðséð, afi hann var mjög ánægður með sínar eigin gerðir. “Það gekk býsna vel,” sagði hann, “eða svo mátti það heita. Þegar eg fór fram á þetta við dómarann, þá datt alveg ofan yfir hann. Honum fanst þet.ta ekki taka nokkru tali. Svo sýndi eg honum þetta, sem þér létuð mig vita að gerst hafði í Detroit, og þá lét liann mig hafa það, sem eg fór fram á, orðalaust. Honum var ekki annað fært, eins og Þér getið skilið.” Þetta leyndardómsfulla skjal, sem dómar- inn varð að láta Harris hafa, hvort sem honum líkaði betur eða ver, var nú vel geymt hjá Mary og hún hélt heim til sín, eftir þetta á- nægjulega samtal við hinn lærða lögmann. X. KAPITULI. Aggie hafði naumast lokið við að segja Mary að Cassidy hefði komið og haft í hótun- um, ekki all-lítið, þegar önnur stúlkan kom inn og tilkynti, að Mr. Irwin væri kominn. “Vísið honum inn eftir svo sem tvær mín- útur,” sagði Mary. “Hvaða skollafótúr er það?” spurði Aggie og talaði nú rétt eins og henni var lagið. “Þú ættir að kannast við hann,” sagði Marv brosandi. “Hann er lögmaður, og er nú að vinna fyrir Hastings hershöfðingja, sem þú munt kannast við.” “Já, eg man nú eftir honum,” sagði Aggie og fanst sjáanlega ekkert til um það, þó hún hefði alveg gleymt því, sem hanni var sjálfri svona nákomið. “Eg vona hann komi með peningana, eða hvað er hann annars að gera?” “Farðu ú út úr herberginu,” sagði Mary. “Þegar eg kalla til þín, skalt þú koma aftur, en gættu þess að láta mig alveg ráða, bara fvlg þú , mér og þá veizt þú hvemig þú verður að haga þér.” “Það er engin hætta með það. Eg veit hvað eg á að gera, það getur þú reitt þig á.” Þegar Aggie var rétt nýfarin út úr herberg- inu, kom Mr. Irwin.inn og Mary heilsaði hon- um mjög hæversklega og bauð honum til sætis rétt nærri sér, en sjálf sat hún kyr við skrif- borðið og hafði nú lokað skúffunni, Þar sem hið leyndardómsfulla skjal var geymt, sem hún hafði fengið hjá Mr. Harris. Irwin bar þegar fram erindið. “Eg kom hingað viðvíkjandi þessu máli, sem Miss Agnes Lynch hefir hótað að höfða gegn Hastings hershöfðingja. Á andliti Mary var- enga geðsbreytingu að sjá og málrómurinn var kaldur og stillilegur. “Það er ekki hótun, Mr. Irwin. Málið verð- ur höfðað.” Ixjgmaðurinn leit til hennar alt annað en góðlátlega, og það var svo sem auðséð, að hann var ráðinn í því að gefa ekkert eftir með góð menskunni. “Þér skiljið það náttúrlega,” sagði hann eftir litla þögn, “að hér er um það eitt að ræða, að reyna að neyða peninga út úr manni, án þess þið raun og veru hafið nokkum rétt til þeima. Hér er blátt áfram um svik og pretti að ræða og ekki íffinað. ” Mary skifti alls ekki skapi sínu við þessa á- kæm. Hún leit til hans alvarlega, en alveg þykkjulaust, að því er séð varð, og málrómur inn var alveg eins kaldur og stiltur eins og áður. “Ef hér er í raun og vera um svik að ræða, Mr. Irwin, því snúið þér yður þá ekki beint til lögreglunnar?” mælti hún og sneri sér um leið til stúlkunnar, sem hafði komið inn í herbergið vegna þess, að Mary hafði hringt til hennar og sagði við hana: “Viljið þér, Fanny, geras^vo vel og biðja Miss Lynch að koma hingað inn?” Svo sneri hún sér aftur að lögmanninum og hélt áfram með alveg sömu stillingunni eins og áður: “Já, Mr. Irwin, því farið Þér ekki með þetta til lögreglunnar?” “Þér vitið mjög vel,” svaráði lögmaðurinn heldur napurlega, “að Hastings hershöfðingi vill ekki, að þetta verði gert að blaðamáli og komist í hámælí. Dað væri honum afar óþægi- legt, vegna stöðu sinnar.” “Það er ekkert hættulegt,” sagði Mary. “Eg er viss um, að lögreglan heldur þessu leyndu. Eg held áraiðanlega, að það væri betra fyrir yður, að fara með þetta mál til lög- reglunnar, en til mín. Eg er víss urn, að hún tæki yður miklu betur.” “Eg er til með það,” sagði Irwin og stökk á fætur og sýndi á sér töluvera ferðasnið. “Það er einmitt það sem eg skal gera.” Mary bara brosti góðlátlega, og brosið var svo fullgert, að lögmaðurinn hlyti að hafa tek- ið eftir því, ef hann hefði ekki verið að hugsa um alt annað. Með mestu hægð rétti liún hon- um símatækið, það stóð á skrifborðinu. “Ef þér Wðjið um 3100, þá megið þér reiða yður á, að |)ér þurfið ekki lengi að bíða eftir ein- hverjum úr lögregluliðinu,” sagði hún kýmn- islega. Lögmaðurinn var bæði hrygggur og reiður yfir því, að verða ekki meira ágengt hehlur en raun sýndist á ætla að verða. Þó var ekki svo að skilja, að hann enn væri þrotinn að ráðum. “Þér vitið dæmalaust vel,” sagði hann, “að hershöfðinginn hét þessari stúlku aldrei eigin- orði. Þér vitið—” Hann komst ekki lengra, því Þá kom Aggie inn í dyrnar. Stúlkan var hikandi og sýndist næstum enn barnslegri, heldur en vanalega, og saklevsis- legri. Hún staðnæmdist rétt innan við dyrnar og það var eins og hún vogaði ekki að fara lengra, og vildi helzt mega hlaupa í fejur. “Vildir þú finna mig, frænka mín?” spurði hún hikandi og feimnislega. “Agnes,” sagði Mary alúðlega. “Þessi maður er Mr. Irwin, sem er kominn til að finna Þig viðvíkjandi Hastings hershöfðingja.” “Finna mig!” sagði hún í hálfum hljóðum, eins og hún gæti varla komið upp nokkra orði, um leið og lö.gmaðurinn kastaði á hana kveðju og settist niður. “Eg er svo hrædd,” sagði hún hálf kjökr- andi og flýtti sér svo til Mary/og settist á lág- an stól rétt hjá henni og tók báðum höndum ut- an um hendina á henni, rétt eins og vildi hún grátbæna hana um að vemda sig fyrir ein- hverri óskaplegri hættu, sem yfir vofði. “Það er í raun og veru ekkert að óttast, bam- ið gott, reyndu að vera kjarkgóð,” sagði Mary í huggunarrómi. “Þú mátt ekki alveg missa kjarkinn, barnið mitt. Mr. Irwin segir, að hershöfðinginn hafi aldrei lofað þér því, að giftast þér. Þú skilur það, barnið gott, að með engu móti máttu segja ósatt, eða nokkuð, sem KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. ave. eas r. ■ ■ winnipeg, IVlAN. Yard OrHc«: 6lfi Floor, Sank of H«mMtonChamDert ekki er alveg nákvæmlega rétt, og þú skilur það líka, að ef Iiann hefir ekki lofað að giftast þér, þá liefir þú engar sakir gegn honum, alls eng- ar. Segðu mér nú eins ög er, Agnes mín, lof- aði Hastings hershöfðingi að giftast þér, eða gerði hann það ekki?” “Já, það gerði liann, eg hefði nú sagt það,” sagði hún með grátstaf í kverkunum. “Og eg vildi bara, að liann gerði það. Hann er svo dæmalaust skemtilegur og elskulegur maður.” Þetta mýkti lítið skapsmuni lögmannsins og hann varð næstum grimmur í málrómnum. “Var það loforð gefið skriflega?” “Nei,” sagði Aggie og röddin var einstak- lega mjúk og viðkvæm. “En bréfin frá honum era náttúrlega öll skrifuð, eins og þér skiljið, svo einstaklega góð og skemtileg, svo blíð og vndisleg,” og lögmanninum virtust hennar bláu, stóru augu fyllast tárum. “Já, Það efast eg ekki um, að þau hafi ver- ið skemtileg,” sagði Irwin stuttlega. Hann langaði ekkert til að fara út í efni þeirra. Gerði sér býsna ljósa hugmynd um efni þeirra bréfa og orðalag þeirra líka. Hann þekti Hastings nógu vel til að geta sér til um það. Hann vissi vel, að siðferðishugmyndir skjólstæðings síns vora alt annað en háar og göfugar, og hann vissi einnig, að skjólstæðingur hans var furðu- lega heimskur og óvarfærinn í þeim efnum, sem hér var um að ræða. Það væri dálaglegt, eða liitt þó heldur, hugsaði hann, ef þessi ólukk- ans bréf skyldu komast fyrir almennings sjónir. Mary sá ljóslega, hvað honum leið og henni duldist ekki, að honum fanst sjálfum að hann ætti úr vöndu að ráðaý “Þú ert alveg viss um það, Agnes,” sagði hún blíðlega, “að Hastings hershöfðingi hefir heitið þér eiginorði?” “Ójá, mikil ósköp,” sagði Aggie undur ein- lægnislega. !‘Eg gæti svarið það,” og hún leit fyrst á mary og svo á lögmanninn, og henni brást ekki, að láta mikið beTa á sakleysis- og sorgarsvipnum, sem hún huldi vandlega með sinn innra mann. SHEÁS WINNIPEG BREWERY LIMITED Stofnað 1882 Löggilt 1914 Hafa hitað heimili í Winnipeg síðan “82” D. D. WOOD & SONS, LTD. VICTOR A WOOD HOWARD WOOD LIONEL E. WOOD President Ir ea.usrr Secretary (Piltarnir, sem öllum reyna að þóknast) KOL og KÓK Þrjár símalínur

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.