Lögberg - 24.04.1930, Blaðsíða 1
43. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 24. APRÍL 1930
NÚMER 17
HELZTU HEIMSFRÉTTIR
i——— --—— -----— ------——"i
Varð hundrað og tveggja
ára og sex mánaða
G. C. Dessaulles senator andað-
ist í St. Hyacinthe, Quebec, hinn
19. þ. m., 102 ára að aldri. Þeir
eru æði gamlir, margir af Senat-
orunum í Ottawa, en þessi gamli
maður var þó elztur þeirra allra.
Hefði kannske lifað töluvert Ieng-
ur, ef það óhapp hefði ekki kom-
ið fyrir, að heimili hans brann,
og varð honum afar mikið um
það, þó hann bjargaðist ómeidd-
ur úr eldinum. Það er einkenni-
legt við æfiferil þessa manns, að
hann gaf sig Ktið við stjórnmál-
um fyr en hann var orðinn gam-
all maður. Hann var 69 ára gam-
all, þegar hann fyrst varð þing-
maður, og þegar Sir Wilfrid Lau-
rier skipaði hann senator, var
hann 79 ára. Hefir hann gegnt
embættinu síðan, og er sagt að
hann hafi sótt þingfundi býsna
reglulega alt til skamms tíma.
Verkamannaflokkurinn á
Bretlandi er ekki einhuga
Verkmannaflok'kurinn brezki,
sem nefndur er “Independent
Labor Party”, eða í daglegu tali
I.LJC., hefir nú nýlega haldið
þing mikið í Birmingham á Eng-
landi. Er heilmikill hluti flokks-
ins ekki nærri ánægður með ýms-
ar gerðir stjórnarinnar, þó á Bret-
landi sé nú verkamannastjórn.
Vilja margir innan flokksins
ganga miklu lengra í jafnaðar-
menskunni heldur en stjórnin vill
ganga. Fyrir nokkru þótti Mac-
Donald forsætisráðherra, mikill
hluti þessa verkamannaflokks
ganga svo langt í kröfum sínum,
að hann sagði skilið við flokkinn,
sem hann hefir l>ó tilheyrt um
langt skeið. Hefir ágreiningur-
inn síðan vaxið en ekki minkað.
Halda hinir ákafari verkamanna-
leiðtogar því fram, að stjórnin
hafi yfirgefið) jafnaðarstefnuna,
og hallist að auðvaldsstefnunni
og eigi því. ekki lengur skilið að
verkafólkið styðji hana. Japies
Ma>títon heitir < foringi þessa
flokks, ákafur jafnaðarmaður,
frá Glasgow. Var hann á þessu
þingi endurkosinn forseti í einu
hljóði.
Hundrað og fimtíu mann-
eskjur farast í eldsvoða
í bæ einum í Rúeníu, sem Cos-
teshti heitir, ekki all-langt frá
Bucharest, vildi það hræðilega
slys til á föstudaginn langa, að
kviknaði í kirkju, þar sem margt
fólk var saman komið við guðs-
þjónustu. Eins og ávalt, þegar
þessu líkt kemur fyrir, greip
hræðsla mikil og ofboð fólkið, og
það ruddist að dyrum, og allir
höfðu það eitt í huga, að komast
sjálfir út. En á kirkjunni voru
aðeins einar útidyr, og þær opn-
uðust inn í kirkjuna, en fólkið
ruddist svo á hurðina, að ekki
var hægt að opna hana. Er sagt,
að um hálft annað hundrað mann-
eskjur hafi þarna mist lífið, en
margar fleiri meiðst meira og
minna.
Kominn heim
Col. J. L. Ralston, hermálaráð-
herra og fulltrúi Canada á fimm-
velda þinginu í London, þar sem
takmörkun og jöfnuður herflot-
anna er viðfangsefnið, er nú aft-
ur heim kominn, eftir þriggja
mánaða veru í (London. Lætur
hann vel yfir þessu þingi og tel-
ur það hafa haft mikla þýðingu,
þar sem þrjár af þeim þjóðum,
sem mestum herskipaflota hafa
yfir að ráða, hafi komið sér sam-
an um takmörkun þeirra, og um
að keppa ekki hver við aðra í
þessum efnum. Sérstaklega tel-
ur Col. Ralston þetta þýðingar-
mikið fyrir Canada, þegar þess
er gætt, að hér er um að ræða ná-
granna vora að Jsunnan, næstu
nágranna hinu megin við Kyrra-
hafið og svo brezka ríkið, sem
Canada er einn hluti af.
Miklar framkvæmdir í
Churchill
Bracken forsætisráðherra er ný-
kominn frá Churchil. Fór hann
þangað með nokkrum embættis-
mönnum járnbrautarfélagsins og
byggingamönnum, sem hafa í
hyggju að gera tilboð í að byggja
2,500,000 mæla kornhlöðu, sem
þar á að byggja í sumar, eða að
minsta kosti á að byrja á henni í
sumar, hvort sem tekið verður við
korni á þessu ári eða ekki. Ekki
býst Mr. Bracken við að brautin
og höfnin verði tilbúin til al-
mennra afnota á þessu ári, eða
ekki fyr en 1931, þó mikið hafi
nú þegar verið gert.
Bílslys í Winnipeg
Á miðvikudaginn í vikunni sem
leið, voru þrír menn við vinnu
sína á grasfletinum milli gang-
stéttarinnar og keyrsluvegarins
á Cathedral. Ave., skamt frá St.
Cross Str. Vissu þeir ekki fyrri
til, en 'bíll rakst á þá og það svo
illilega, að tveir af mönnunum
meiddust æði mikið, og einn svo
stórkostlega, að hann dó rétt á
eftir. Hét hann Andrew Zloty og
átti heima að 280 Salter Str. Kona
keyrði býlinn, sem Violet Jámes
heitir og var önnur kona með
henni, en engir fleiri. Sagt er,
að hún hafi alls ekki keyrt hart,
en 'einhvern veginn ,hef(ir hún
eki haft vald á bílnum og hann
farið út af keyrslubrautinni, án
þess hún ætlaðist til þess, og af
því hlapzt þetta mikla slys.
Ekki alt með feldu í Berlín
Sagt er að mikill fjárdráttur
og svall eigi sér stað í bæjar-
stjórnarmálum í Berlín, og hafi
alt af átt sér stað, síðan á stríðs-
árunum. Er gert svo mikið úr
þessu, að sagt er að Chicago kom-
ist jafnvel ekki í hálfkvisti við
Berlín í þessum efnum. Ganga
ýmsar sögur um það, að illa og
óráðlega sé með fé borgarinnar
farið, og að sumir borgaráðs-
mennirnir noti það sjálfum sér
til hagsmuna og mútur séu al-
gdngar og margskonar fjárdrátt-
ur. Það er nú orðið nokkuð langt
síðan, að Gustav Boess varð að
segja af sér borgarstjóra stöð-
unni vegna þess, að kona hans
hafði þegið einhvern dýrindis-
klæðnað af hinum alkunnu Sikla-
rik bræðrum, væntanlega gegn
því, að þeir nytu aftur einhverra
hagsmuna á kostnað borgarinn-
ar. Haldið er, að þetta verði alt
til þess að fólkið taki í tauma og
ÍBerlínbúar muni ekki lengi þola
embættismönnum sínum óráð-
vendni og óreglu í fjármálum.
Nýjar byggingar í
Winnipeg
Emn sem komið er, lítur út fyr-
ir, að minna verði bygt í Winni-
peg á þessu ári, heldur en gert
var í fyrra. Um helgina sem
leið, voru byggingaleyfin þó kom-
in upp í $2,045,000 og höfðu
hækkað þá vikuna um $169,000.
Fjölbýlis byggingar (Apart-
ment)i verða sjálfsagt miklu
færri bygðar á sumar en í fyrra.
Þó er nýbyrjað á einni í Sher-
brooke St., sem S. A. Sigurðson
byggir og á að kosta hundrað
þúsund dali.
Dr. Robert Brydges látinn
Hann andaðist á heimili sínu í
London, hinn 21. þ.m., 86 ára að
aldri. Síðan 1913 hefir hann ver-
ið lárviðárskáld (poet lauriate)
Englands. Asquith , sem þá var
forsætisráðherra, hóf hann til
þeirrar tignar. Sætti það nokkr-
um mótmælum, því sumir héldu
að aðrir væru verðugri þess heið-
urs. En hvað sem því líður, er
það ekki vafamál, að Brydges var
mikiðl skáld og ' eru skáldverk
hans þekt víða um heim, og þykir
mikið til þeirra koma.
Ferða vísur
til
Sófoníasar Þorkelssonar
vorið 1930.
Með vori er sælt að sigla
til sumar-vatna heim
og bað^. æfi árin
í yngi-lindum þeim,
þá miðnótt myrkri brennir
við morgun-geisla eld,
sem læsir öllum litum
í landsins hrjúfur-feld.
Þú hendi aldrei hlífðir,
er hjóstu rjóður þér,
því verður förin fremri
og fögnuð hvíldin ber,
er heim úr vestur-víking
sem vorfugl létt að strönd
um Atlants sæ þú svífur
í sagnrík {Noxðurlönd.
S. S. “Antonia”, skip Cunard eimskipafélagsins, siglir frá Montreal þann 6. júní næstkomandi, og
flytur stór-fylking Vestur-lslendinga, og annara geda til Alþingishátíðarinnar á Þingvölluiti.
Skipstjóri G. H. Melsom, O.B.E., R. N. R., stjórnar Cunardskipinu
“Antonia” frá Montreal til Reykjavíkur, er lætur í haf þann 6. júní
næstkomandi frá fyrgreindri höfn.
+--------------------------------í-i
Frá íslandi
+■—■■—•■—»—■<—-—■<—•■—■■—■■—■■—■■—■+
Reykjavík, 23.—29. marz.
Mestan hluta vikunnar hélzt
norðaustanátt, en snerist tvisvar
á þriðjudag og föstudag til suð-
austanáttar með austan stormi
og hríð á Suðurlandi. Á föstudag
snerist hann aftur í norðrið, og á
laugardag vr norðustnstórhríð á
Norður- og Austurlndi, o,g hríð-
arveður sunnanlands. Frost hafa
ekki verið mikil þessa viku, og að-
eins 21—3 stig narðanlands í laug-
ardagshrlíðinni. Snjókoma hefir
verið talsverð þessa viku á Norð-
ur- of Austurlandi. ísinn, sem
sást frá Grímsey, Húnaflóa og
ísafjarðardjúpi um síðustu helgi,
hvarf frá landinu fyrstu daga
vilcunnar, og hefir ekki sézt til
hans síðan.
Afli hefir verið hinn sami á
togarana þessa viku eins og und-
anfarið. Segja kunnugir, að !
marzmánuði hafi togarar aldrei
veitt annað eins siðan íslenzk
togaraútgerð byrjaði. Er nú eft-
ir að vita, hvort afli helzt eins
lengi fram eftir vorinu, eins og
veija er til ,eða hvort hér er að-
eins um það að ræða, að aðal-
veiðitíminn er á öðrum árstíma
en venjulega. En verði afli hinn
sami í apríl eins og lí marz, verð-
ur vertíð þessi með afbrigðum
góð. Verðlag á fiski hefir ekki
lækkað enn svo neinu nemi.
Útskipun á húsþurkuðum afla:
þessa árs er nú byrjuð. Nokkuð
hefir og verið selt af saltfiski.
iNokkrir togarar hafa í síðustu
veiðiferðum sínum ' komið með
fisk á þilfari, er seldur hefir ver-
ið til sænska frystihússins. Fisk-
taka þar er nú að aukast..
Línubátar, sem verið hafa að
veiðum hér við Faxaflóa, hafa
ekki haft sama uprifaafla þessa
viku, eins og undanfarið. En í
Vestmannaeyjum hefir sem fyr
verið landburður af fiski. Hafa
oft verið þar hin mestu vandræði
vegna þess, hve þröngt hefir ver-
ið um bryg^jur, menn ekki komið
aflanum í land úr bátunum fyr
en eftir langa bið. Við þetta
hafa sjómenn fengið mikið aukið
erfiði og vökur, og af þv,í leitt
veikindi og þreyta venju meira.
— Mgbl.
Eyrarbakka 28. marz.
Færeyski kútterinn “Ernest
ine’ frá Klaksvík, strandaði í
fyrrakveld um kl. 10 í aftaka-
veðri, hríð og dimmviðri, skamt
frá Bjarnarvík, en þaðan er hálfs
annars tíma gangur í Selvog. —
Átta af skipverjum skolaði út um
nóttina, en hinir björguðust á
land á streng um kl. 6 í gær-
morgun, og urðu að láta þar fyr-
ir berast, klæðlitlir, gegnblautir
og kaldir, enda lézt einn þeirra
úr vosbúð um nóttina. Klukkan
að ganga tvö, komst einn skip
verja til Selvogs, en þar vissi þá
enginn um strandið. Var brugð-
ið við þegar til hjálpar og skip-
verjar fluttir að Nesi sumir, en
nokkrir til hreppstjórans á
Bjarnastöðum. Voru þeir háttað-
ir ofan í rúm þegar og hlynt að
þeim sem bezt. — Einum skips-
manni var ekki hugað líf í gær,
en hann hefir hrest mikið og var
í morgun talinn úr allri hættu.—
Tuttugu og sex menn voru á skip-
inu.—Þesi eru nöfn hinna drukn-
uðu:
Joen Morten Höfnesen.
Karl Joensen.
Rasmus Jacobsen, matveinn.
Elías Heinesen og sonur hans.
Henrik Heinesen.
Hans Jacob Andersen.
Tomas Karlsen Svinöy.
Joen Tomassen.
—Um nafn þess manns, sem aud-
aðist eftir að á land kom, er blað-
inu ókunnugt. — Engin lík hafði
rekið í land, ð því er frétt var í
morgun. Óráðið er enn, hvenær
skipsmenniTnir Verða fluttir til
Rvíkur. Hafði skipstjóri viljað
bíða átekta, og sjá hvort lík hinna
druknuðu ræki ekki í dag.—Vísir
Kona sem ræningjaforingi
í ríkinu Honan í Kína er öflugur
ræningjaflokkur, sem stjórnað er
af konu. Hún heitir Tschang og
er ekkja. Sagan um það, hvernig
bún gerðist ræningjaforingi, er á
þessa leið:
Hún var einu sinni gift göfugum
cg ríkum manni . Hermenn komu
cft þangað til rána, og á einni
þessari ránsferð drápu þeir mann-
inn. Ekkjan varð þá sturluð. —
Gekk hún í lið með stigamönnum
og gerðist höfðingi þeirra. Eru
nú nokkrar þúsundir manna i
flokki hennar og kalla hana mar-
skálk. Herlið hefir oft verið sent
til höfuðs þessum óaldarflokki, en
ekkert orðið ágengt. Frú Tschang
gengur hlífarlaus fram í orustu í
broddi sinna manna, og það er trú
hennar og þeirra, að á hana bíti
engin vopn.
Það er mælt, að hún ræni aðeins
hina ríku og hjálpi hinum fátæku.
Mælt er, a stjórnin hafi 'boðið
henni herforingjatign, ef hún vildi
láta af ránum, en hún hefir hafn-
að því boði. — Lesb. Mgbl.
Þjórsá
og flóðin 2. marz.
Þegar eg vaknaði um morgun-
inn, heyrði eg óvanalega þungan
nið berast til mín neðan frá ánni.
Það var eins og einhver ógnar
þungi færi fram hjá með þunga
stunum, sem engin orð átti til að
lýsa, þessari afar miklu byrði,
sem það hafði í eftirdragi. Hás-
ar stunur kafna í hálfum klíð-
um, árekstrar og aflvana reiði,
alt hverfur í sjálfs sín skaut. En
áfram skal halda, því ógn eru fyr-
ir og ógn eru að baki, því verður
að flýta sér — flýta sér fram í
hafið mikla. öldurnar ólmast á-
fram, áfram, byltast á ýmsar
hliðar, rífast um rúmið, því nú
þarf að flýta sér að komast á-
fram. Áfram, hrópar sú sem á
eítir kemur og á undan fer, svo
að al af verður rúm fyrir þá
næstu.
*
Eg geng hér norður á heiðina
og sé þá, að Þjórsá er orðin ó-
vanalega mikil. Hún hafði orðið
jafn mikil eða meiri fyrir 11 ár-
um, og sögðu þá gamlir menn, að
hún hefði ekki orðið jafn mikil í
60—70 ár. Eg sé að Hvítá hefir
flætt upp á Skeiðina fyrir vestan
Vörðufell og flóði nær fram yfir
ólafsvelli. Hér og þar sáust
dökkir dílar upp úr vatninu, sem
ýmist voru bæir eða hraunhólar.
Hvítá á sér ekki jafn traustan
og vel lagaðan farveg og Þjórsá,
því hún rennur mest eftir halla-
litlu láglendi, þegar kemur fram
í sveitir, og í mörgum bugðum.
En Þjórsá er kraftmeiri, rennur í
Þig faðmar fjalla drotning,
þér fagnar æsku sveit,
og blessaðan þig býður
hvert blóm í heima reit,
og ey og f jörður fagur
og fjalla dalur þinn
með Konung, Hnjúk ok Kistu
og kletta Stólinn sinn.
Þér heilsa hugir frænda,
sem héðan sendir yl,
og vaxtar ára vinir,
sem vel þú mundir til,
og einnig grafir grónar,
sem geymir minning kær,
því þeirra þöglu kveðjur
ei þaggar hárödd skær.
Er þú á Þingvöll ríður
á þjóðhátíðar jó,
þá heilsa hverjum steini,
en hverjum manni’ ei þó.
Þeir steinar enn þá standa
með stolt og tign í svip,
sem týndu’ ei ætfar eindum
né erfða seldu grip.
Þótt maður manns sé gaman,
er meiri íslands sál:
Það eðli lands og andi,
þess einverunnar mál,
þess sviptign djúp og sýnir,
þess seiður hörpum frá,
sem hærra hugsun lyftir,
en hugir vina ná.
Sú mold er magni blandin,
sem maður fæðist af,
hún á þig eilíflega,
hún allan mátt þér gaf.
Þar sjálfs þín sál þú finnur
og sælu drekkur teig. —
Úr íslands yngi-lindum
mér eina færðu veig.
Þ. Þ. Þ.
betri halla með betur lagaðan
farveg, eftda tekur hún ekki á
móti meiru en hún getur inni
byrgt, að minsta kosti af vatni.
Eg mældi vatnshæðina í Þjórsá
fvrir framan brúna, og mældi það
svo aftur eftir tvo daga, og var
þá vatnið fjórum metrum lægra.
Eg^ varð að staldra ofurlítið
víð, til að horfa á hið ólgandi
straumiðurót, sem áfram þeytt-
ist. Nú eru allar hringiður horfn-
ar, því nú er annað fyrir hendi,
en að snúast yfir sjálfs sín ó-
sjálfræði. Nú þarf á öllum, kröft-
um að halda, að koma þessu
mikla flóði fram. — Straumöld-
urnar þykkar og þungar hlað-
ast upp hver á annars bak og
mynda háa hryggi eftir miðjum
farveginum. Sumstaðar verða
þessir hryggir nokkrum metrum
hærri, en vatnið upp við landið,
sem var í afdrepi fyrir þessu
flaumóða róti. Hér var áfram-
hald í algleymingi.
Ekkert má vera að því að bíða,
sem áfram vill og miklu þarf að
koma fram. Það er eins og alt
verði að lúta þessu eilífðar valdi
að komast áfram, og verða ekki á
eftir. Og það er eins og öll nátt-
úran skilji það, að alt, sem á eft-
ir verður, kemst aldrei að á-
kveðnu marki.
Ól. Isleifsson.
—Mgbl.
Prinzinn af Wales á
heimleið
Hann er nú á heimleið frá
Afríku, þar sem hann hefir verið
all-lengi á dýraveiðum. Er búist
við að hann komi til London um
helgina.
Guðmundur Kristjánsson
óperusöngvari.
Hann kom til borgarinnar síð-
astliðinn föstudag, eftir að hafa
heimsótt flestar stærstu borgir
Bandaríkjanna, sem' tenórsöngv-
ari við German Opera Company,
síðan í haust er leið. Guðmund-
ur Kristjánsson hefir stundað
söngnám á ítalíu og Þýzkalandi í
nærfelt sjö ár, og getið sér hinn
bezta orðstír. Hann er ágætur
raddmaður og hefir lagt frábær-
lega ástundun við nám sitt.
Guðmundur K^stjánsson er kom-
inn frá íBorgarnesi, og eru for-
eldri hans þau hjónin Kristján
Jónasson, ættaður frá Skarði við
Breiðafjörð, og frú Friðborg
Friðriksdóttir, einnig ættuð af
Vestfjörðum. Guðmundur hefir
skamma dvöl hér í borginni að
þessu sinni. Hann efnir til hljóm-
leika í Fyrstu lút. kirkju, þann 1.
maí næstkomandi, klukkan átta
að kveldi, eins og sjá má af aug-
lýsingu á öðrum stað hér í blað-
inu. Fer hann svo rakleiðis til
'New York, þar sem hann hefir
verið ráðinn til að syngja þann 8.
maí. í einni af stærstu samkomu-
höllum þeirrar miklu borgar.
Vafalaust má þess vænta, að ís-
lendingar hér í borg, fjölmenni á
samkomu Guðmundar og sýni
honum verðskuldaða viðurkenn-
ingu fyrir sigra hans á sviði
sönglistarinnar.
+ -------------—+
Ur bænum
+------*--------+
Mr. og Mrs. Júlíus Davíðsson,
að 1079 Dominion St., hér í borg-
inni, áttu tuttugu og fimm ára
giftingar-afmæli hinn 17. þ. m.
Heimsóttu þau þá um kveldið
margir vinir þeirra og færðu
þeim að gjöf vönduð kaffiáhöld
úr silfri, til minningar um þessi
tímamót. Fór þar fram skemtilegt
samsæti, veitingar góðar og
margt til skemtunar haft. Mr. og
Mrs. Walton og dætur þeirra tvær
skemtu með hljóðfæraslætti.
Til allra meðlima stúk. Heklu,
fjær og nær.
618 Agnes St.,
Flestum þeim bræðrum og systr-
um, sem í þessari stúku hafa
nokkurn tíma verið, þykir vænt
um hana.
Nú er hún í fjárþröng, og mæl-
ist eg til, að allir þeir, sem skulda
stúkunni eitthvað, komi gjöldum
sínum til B. M. Long, 620 Alver-
stone St., Winnipeg. Hann mun
koma öllu til skila. Flestir þekkja
hann og vilja fremur eiga við
hann en þúverandi fjármálarit-
ara, sem hefir gerst svo djarfur,
að skrifa jafnvel systrunum um
það, að þær skuldi stúkunni
gjöldin, þegar svo stendur á.
Auðvitað getur hver sem er, kom-
ið á fundi og borgað. Bezt væri,
að borga fyrir fram fyrir árið,
þá vita menn upp á hár, hvenær
þeir þurfa að fara að borga aft-
ur; því viðurkenningu fær hver
einstaklingur, sem sýnir, til hvað
langs tíma borgað er.
Eg vildi, að eg gæti auglýst, að
allir væru skuldlausir við Heklu.
Það væri sannarlega skemtilegt.
Leiðinlegt væri, að þurfa að aug-
lýsa, hverjir skulda, með þvi að
setja nöfn þeirra í blöðin. Nei,
það nær engri átt. Allir borga
fyrir fram, eins og margir hafa
gert nú þegar, helzt systur. Þá
hætta allar bréfaskriftir og allar
skuldakröfur gleymast. J. E.