Lögberg - 24.04.1930, Blaðsíða 6

Lögberg - 24.04.1930, Blaðsíða 6
Bla. 6. LÖGMERG, FIMTUDAGINN 24. APRÍL 1930. KAUPiÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. BAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Offlce: 6th Floor, Bank o/HamMtonOhambor* ;........... Mary Turner Eftir MARVIN DANA. Hinum ungS. manni léið afar illa. JÞað var verið að tala um konuna, sem hann unni. Hvert orð særði hann óskaplega, því hann fann, að það var að minsta kosti eitthvert brot af sann- leika í því, sem faðir hans var að segja við hann. En myndin, sem hann var að draga upp fyrir honum, var óskapleg. “Faðir minn!” hrópaði* hann upp yfir sig. “Þetta er það, sem þeir gera við konuna þína,” hélt Gilder áfram, “konuna, er ber þitt nafn og mitt.” Hann þagnaði dálitla stund og horfði alvarlega á son sinn, áður en hann bætti við: “Hvað ertu að hugsa um að gera?” Dick gekk nokkur fet áfram, þangað til hann var kominn fast að föður sínum. Hann talaði eins og hann væri alveg viss í sinni sök: “Þetta getur ekki komið fyrir, pabbi. Það er engin ha;tta á því, að hún hagi sér ekki vel að öllu leyti. Eg veit það fyrir víst. Þú vissir það líka, ef þú þektir hana eins vel og eg.” Gilder lagði hendina á öxl sonar síns og sagði eins blíðlega, eins og honum var hægt: “Reyndu að gæta skynseminnar, drengur minn, reyndu að skilja þetta.” Dick settist á legubekkinn. Málrómurinn var blíður og hann lokaði augunum og hugsaði ekki um annað, en það, sem hann sjálfur þekti til konunnar sem hann unni. “Eg skal segja þér, pabbi,” sagði hann. “hún er enn ung, jafnvel barnaleg að ýmsu ieyti. Henni þykir svo vænt um trén og grasið og blómin og alt, sem lifir og er fagurt. Eg hefi aldrei þekt nokkra manneskju eins góð- hjartaða og hún er. Eg hefi séð hana taka upp bam, sem datt á strætinu, og vera svo góða við það, að svo góð gæti engin manneskja verið, nema sál hennar væri hrein og göfug.” Faðir hans var þögull og þungbúinn. Hann reyndi að láta þetta. ekki á sig fá. “Hér er ekki um neina trú eða ímyndun að ræða. Eg veit þetta,” sagði Dick blátt áfram. Gilder vissi ekki, hvað gera skyldi. Til hvers voru nokkrar skynsamlegar ástæður við mann, sem ástin hafði blindað svona herfilega’ “Þú skilur ekki, hvað þetta þýðir fvrir þig. Þú ert með þessu að eyðileggja alla þína fram- tíð. Eg bið þig um það, Dick, að gera ekki þetta. Hættu að hugsa um þessa stútku, og byrjaðu upp á nýtt.” “Eg get það ekki, faðir minn,” svaraði Dick einstaklega góðlátlega. Feðgarnir horfðu hvor á annan og sögðu ekki nokkurt orð góða stund, og það var eins og hvorugur kæmi sér að því að rjúfa ]>ögnina. “Þú ert eina barnið mitt, Dilk,” sagði gamli maðurinn loksins, og hann sagði það svo lágt, að það varla heyrðist. “Já, pabbi,” sagði Dick í hálfum hljóðum. “Ef eg mögulega gæti, skyldi eg gera eins og þú vilt. Mér þykir ósköp slæmt, að geta ekki farið eftir þínum ráðum.” Eftir dálitla þögn, hélt hann áfram í hærri og ákveðnari róm: “Eg verð að1 ráða fram úr þessu sjálfur. Enginn annar getur gert það fyrir mig. Eg skal gera það.” XYT. KAPITULT. Þjónninn kom inn. “Það er maður kominn, sem vill finna yð- ur,” sagði hann. Gilder gaf það til kynna með hendinni, að honum félli ekki að vera ónáðaður, en settist í stólinn við skrifborðið. “Eg get ekki tekið á móti neinum í kveld, Tómas,” sagði hann í sínum vanalega ákveðna rómi. “En hann sagðist eiga mjög áríðandi er- indi,” sagði þjónninn og rétti fram silfurdisk inn með nafnspjaldinu. Húsbóndinn tók við nafnspjaldinu, eins. og hugsunarlaust, en þegar hann sá nafnið, brá honum nokkuð við. “Jæja, þá, vísið honum inn.” Feðgamir litu hvor á annan. “Það er Burke,” sagði Gilder. “Hvaða erindi getur hann átt, svona seint að kveldinu?” sagði Dick. “Það er jafngott, þó þú venjist sem fyrst við heimsóknir lögreglumanna úr þessu,” sagði faðir hans heldur kulclalega. Rétt í þessu kom Mr. Burke inn í herbergið. “Svo þér eruð héma líka,” sagði hann, þeg- ar hann kom auga á Dick. “Það var ágætt. Eg þarf að tala við yður líka.” Burke hafði töluverðar áhyggjur út af því, sem hann hafði verið að fást við að undan- fömu. Hann var duglegur og áhugasamur um sitt emhætti, enda fann hann töluvert til þess. Hann hafði samt sama veikleikann, eins og svo margir aðrir menn í hans stöðu, að hann átti bágt moð að neita álitlegri upphæð af pening- um. þegar staða hans eins og lagði slíkt upp í hendurnar á honum, þegar hann áleit, að það væri óhætt, og hann var æfinlega þægilegur í öllnm viðskiftum við þá, sem hærra vom settir en hann sjálfur, eða höfðu meiri völd. Þessi Marv Turner hafði farið í kring um hann og srert heldur lítið úr valdi han.s, og svo hafði hún kórónað alt saman með því, að fá þetta vemdarbréf frá dómstólunum. Þetta tók frá hans sjónarmiði engu tali, og hann ásetti sér að ná sér niðri á henni engu að síður. Það, að hún hafði náð í Dick Gilder og gifzt honum, gerði hann enn ákveðnari í þessum ásetningi sínum, að vinna sigur í þeSsari viðureign sinni við Mary Turner. Eftir langar bollalegging- ar hafði honum dottið ráð í hug, sem reyndar snerti hana ekki beinlínis, en gátu þó orðið henni til mikilla óþæginda, og ef til vildi leitt til þess, að hægt yrði að hafa hendur í hári hennar. Það var í sambandi við þessa fyrir- ætlun, að hann heimsótti Gilder, og þegar hann sá Dick, datt honm nokkuð annað í hug, sem gæti kannske komið að góðu haldi. Svo hann talaði ekki við Gildier í bráðina, en sneri sér að syni hans. “Hún er farin,” sagði hann, og hann sagði það eins og hann að hælast um. Dick gekk ofurlítið nær honum, og það var auðfundið, að honum þótti stórlega fyrir. “Eg trúi þessu ekki,” sagÖi hann. “ Jú, hún er farin til Chicago,” sagði Burke svo einlægnislega, að enginn hefði getað grun- að, að hann væri að segja ósatt. En þá list hafði hann lengi tamið sér. “Eg sagði yður, að hún mundi fara.” Hann sneri sér að gamla manninumð og það var á- nægjusvipur á andliti hans. “Alt sem þér nú þurfið að gera, er að ná þessum unga manni út úr þessum hlekkjum, og þá gleymist þetta alt saman.” “Já, ef við aðeins gætum gert það,” sagði Gilder, en það var auðheyrt, að það var nokk- nð, sem hann gerði sér ekki miklar vonir um. “Eg býst við, að við getum fengið þetta hjónaband dæmt ógilt, eða hvað það nú er, sem þeir gera við þessi hjónabönd, sem ekkert verður úr. ” Dick átti töluvert erfitt með að halda skapi sínu í skefjum, þegar hann heyrði Burke tala •svo^ia óvirðulega um þáð, sem honum sjálfum var næstum heilagt mál. “Látið þér þetta mál afskiftalaust,” sagði hann alvarlega, en þó stillilega. Burke varð eitthvað ofurlítið góðlátlegri á svipinn, en hélt sér við efnið engu að síður. “Ekki að skifta mér af þessu?” sagði hann glottandi. “En það er nú einmitt það sem eg á að gera, og það sem mér er borgað fyrir að gera. Hlustið þér á mig, ungi maður. Strax og þér farið að leggja lag yðar við óþjóðalýð, þá er yður ekki lengur til neins að segja öðr um hvað þeir eigi að gera. Slíkt fólk á engan rétt á sér í augum réttvísinnar. Þér verðið að gæta þess.” Burke sagði sannleikann, eins og margra ára reynsla hafði kent honum að skilja, hvað væri sannleikur í þessum efnum. Hann þekti nátturlega þá algildu reglu, að svo bæri að líta á, að enginn væri sekur gagnvart lögunum, þangað til hann væri fundinn sekur af þeim, sem til þess hefðu vald. Lögreglan verður nátt- úrlega að láta þetta heita gott. En henni er gjarnt til að líta nokkuð öðru vísi á málið. 1 hennar augum eru allir sekir, sem hún þykist vita að á einhvern hátt hafi brotið hegningar- lögin, hvort sem það hefir verið sannað eða ekki. Veslings lögbrjótamir finna það líka oft- ast nær, að lögreglunni og saksóknurum verður ekki skotaskuld úr að finna að minsta kosti sterkar líkur á móti þeim. En Dick var ekki að hugsa um þetta, og ekki það sem Burke sagði. Hugur hans var allur hjá konunni, sem hann elskaði, og sem Burke hafði sagt að flúið hefði burt frá honum. “Hvar verður hún í Chicago,” spurði Dick. “Eg kann ekki að lesa hugsanir annara,“ svaraði Burke. “En hún er fínleiks stúlka, það má hún eiga. Mig skyldi því ekki furða, þó hún *gisti á fínasta gistihúsi borgarinnar — það er að segja, þangað til lögreglunni í Chi- cago verða gefnar upplýsingar um, að hún sé í borgúnni. Hingað til hafði Dick verið að verjast því,' sem Burke hafði verið að halda fram. Nú fanst honum hann þurfa að koma ser vel við hann og fa hann til að gera sér nokkuð til þægðar. ITann gekk fast að lögreglumanninum og talaði eins og sá getur gert, sem vemlegan áhuga, hefir á því, sem hann er að segja. “Verið þér ekki of fljótur á yður, Mr. Burke, . sagði hann. “'Gefið þér mér ofurlítið tækifæri. Eg fer til Chicagc^ í fyrramálið. Látið þér hana afskiftalausa í tuttugu og fjóra klukkutíma.” “Þetta sýnist ejkki ! ósanngjarnt,” sagði Burke eftir nokkra umhugsun. En gamli maðurinn var alt annað en á- nægður með þetta. “Nei, nei, Dick,” sagði hann. “Þú ferð ekkert! Þú ferð ekki til Chicago!” Burke gerði Gilder vísbendingu um að skifta sér ekki af þessu. “Því ekki það?” spurði hann. “Þétta er ekki nema sanngjamt. Þar að auki met eg þann kjark, sem þessi ungi maður hefir.” “Þér gangið þá inn á þetta?” sagði Dick. “Já, eg geng inn á það,” sagði Burke. En Gilder var alt annað en ánægður með þetta og lét það ótvíræðlega í ljós. “Nei, þú ferð ekkert til Chicago, Dick ’ sagði hann með mikilli úherzlu. Burke hvíslaði því að Gilder, að hann skyldi ata þetta afskiftalaust. En upphátt sagði hann: “ Hægan, hægðn! Þetta gerir ekkert til.” . ‘‘P®1, Iofið mér Því nú, Burke,” sagði Dick, að lata logregluna í Chicago ekkert vita um þetta, þangað til eg er búinn að vera þar í tutt- ugu og fjóra klukutíma.” “Eg lofa því,” sagði Burke. “Eg skal ekki segja orð um það við nokkum mann.” Svo sneri hann sér skyndilega að Gilder. “Þáð er dálítið, sem eg þarf að tala um við yður, Mr. Gilder, öðra máli viðvíkjandi.” ‘ ‘ Eg skal þá fara, ’ ’ sagfti Dick og reyndi að brosa til föður síns. “Þú veizt það, pabbi, að mér þykir mikið fyrir þessu, en eg verð að gera það sem e'g held að rétt sé.” Burke kom í veg fyrir, að meiri vandræði yrðu úr þessu. “Auðvitað verðið þér að gera það, sem þér álítið að rétt sé. Enginn getur betur gert”. Hann gaf þeim fegum nánar gætur, þangað til Dick var farinn út úr herberginu. Þá settist hann niður og fór að segja Gilder hvað í huga hans bjó. “Hann fer til Chicago í fyrra málið, haldið þér það ekki?” “Auðvitað,” svaraði Gilder. “En eg er óánægður með það.” “Það er það allra bezta, sem komið getur fyrir,” sagði Burke og vissi Gilder ekki, hvern- ig hann átti að skilja það. “Eg skal segja yð- ur, að hann finnur hana ekki þar.” “Því haldið þér það?” spurði Gilder og skildi ekki hvemig því var varið. Burke skellihló, og var sjáanlega mjög á- nægður með sjálfan sig og það sem hann hafði gert, “Af þeirri einföldu ástæðu, að hún fór ekki þangað,” sagði hann, þegar hann kom því upp fyrir hlátrinum. “Hvert fór hún þá?” spurði Gilder. “Hún hefir ekkert farið enn þá,” sagði Burké eftir að hann hafði hlegið enn meira. “En um það leyti, að hann leggur á stað, skal eg sjá um, að hún sé á lögreglustöðvunum. Demarest leggur fram kærar gegn henni í fyrramálið, og seinni part dagsins verður hún kölluð fyrir rétt.” Gilder kom þetta alt mjög ókunnuglega fyrir. Honum var, eins og hverjum öðrum vanalegum borgara, lítið kunnugt um leiðir lögreglunnar. “Þér getið ekki gert þetta,” sagði hann. “Haldið þér það ekki?” sagði Burke og leit brosandi á manninn, sem þannig efaðist um vald hans og mátt til að gera það, sem hann ætlaði sér að gera. ‘ ‘ Haldið þér það, að eg geti þetta ekki? Það skyldi nú ekki vera. Eg ætla nú að gera þetta engu að síður,” og hann setti upp þennan hörkusvip, sem allir, er undir hann vora gefnir, könnuðust svo vel við og stóð mik- ill ótti af. “Haldið þér, að eg láti þessa stúlku leika sér við lögregluna? Eg er einmitt hér í þeim erindum, að ná í hana. Félagar hennar ætla sér að ræna hér í nótt.” “Hvað eruð þér að segja?” hrópaði Gilder. “Er yður alvara, að hún ætli að koma hér eins og þjófur?” “Ekki er það nú eiginlega,” svaraði Burke. “En félagar hennar ætla að koma hér í nótt til að stela einhverju. Hún kemur ekki, ef eg get rétt til. Hún gætir sín betur en svo. Ef hún vissi, hvað Giarson er að hugsa um að gera, þá mundi hún koma í veg fyrir það.” Burke sat góða stund þegjandi og tók vafa- laust á öllu sínu sálaþreki til að gera sér ljóst, það sem nú var að brjótast um í huga hans. Loks glaðnaði yfir honum ög það var eins og hann kæmist allur á löft. “Nú hefi eg liana, það er eg viss um,” sagði hann með hárri raustu. Nú hafði hann ráðið gátuna, sem hann hafði lengi glímt við. Hann gekk að skrifborðinu, þar sem síminn stóð, og hringdi. “Gefið mér 3100,” sagði hann. “Það er ekki mjög framorðið enn,” sagði hann við Gild- er, meðan hann beið eftir sambandinu. “Eg hefi verið að hugsa um annað og ekki gætt að tímanum.” “Lögreglustöðvamar?” sagði hann næst. “Mr. Burke er að tala. Hver er í minni skrif- stofu? Eg þarf að tala við hann strax. ” Með- an hann beið aftur eftir sambandi, sagði hann við Gilder. “Það er Smith, minn bezti mað- ur. Þetta var regluleg hepni. Svo talaði hann aftur í símann. “Heyrið þér, Ed. Sendið þér einhvem til þessarar Tumer stúlku. Þér vitið hvar hún er. Sjáið þér um, að hún sé látin vita, að Joe Car- son og einhverjir félagar hans, ætli að brjót- ast inn í hús Edwards Gilder í nótt. Það er bezt að fá einhvem af þessum slæpingjum, sem þama eru alt af, til að gera þetta. Það þarf að gera þetta strax. Skiljið þér það?” Burke tók úrið góða upp úr vasanöm, það sama, sem Aggie Lynch hafði talað um, og leit á það. “Klukkóan er orðin hálf-ellefu. Hún fór í Lyric leikhúsið með einhverjum öðrum kven- manni. Þið getið fundið hana, þegar hún kem- ur þaðan, eða þá heima hjá henni. Það er ekk- ert annað.” \ “Hvað á alt þetta að þýða?” spurði Gilder heldur óþolinmóðlega. Það var auðfundið, að Burke var einstak- lega ánægður með allar þessar ráðagerðir sín- ar. Hann hafði nú komið svo ár sinni fyrir borð, að það gat naumast hjá því farið, að nú hepnaðist honum að hafa hendur í hári Mary Tumer. “Hún kemur til að varna því, að hami fremji þgtta innbrot,” sagði hann. “Þegar við handtökum þessa náunga, sem eiginlega em í þessu, Jiá tökum við hana líka. Eg var næst- um búinn að gleyma henni, því eg var að hugsa svo mikið um Garson. Þér munduð varla trúa því, Mr. Gilder, en það er nú samt satt, að í síðastliðin tuttugu ár, hefir Garson þessi verið eitthvað riðinn við svo að segja hvert einasta mál, þar sem peningar hafa verið snuðaðir út með einhverjum rangindum og falsi. En aldrei nokkurn tíma höfum við getað haft liendur í / hári hans. En þeir era skrítnir, þessir svika- hrappar. Það vantar svo sem ekki, að Garson er bæði greindur og var um sig. En samt lætur hann Griggs narra sig inn í þessa vitleysu, og nú stöndum við hann að verkinu og náum hon- um. Viljið þér kalla á þjóninn, rétt sem snöggv- ast, Mr. Gilder?” Gilder hringdi bjöllunni á skrifborðinu. En rétt í því bar afar skæran ljósglampa á glugg- ann, sem hvarf staxr aftur. Þó Burke væri eng- an veginn veikbygður maður, þá varð honum þó mjög hverft við. “Hvað er þetta?” spurði hann. “Þetta er ljósið í borgartuminum, ” sagði Gilder og hafði sjáanlega dálítið gaman af að sjá, hve þessum stóra og sterka manni varð mikið um þetta. “Það ber liér á gluggann á svo sem fimtíu mínútna fresti. Þjónninn hefir gleymt að draga saman gluggatjöldin.” Um leið og hann sagði þetta, gekk hann að glugg- anum og dró saman tjöldin. “Nú ónáðar ljós- ið okur ekki aftur.” Þjónninn kom inn, og þá hvarf Burke aftur að því, sem hann var að hugsa um, en sem Ijós- ið hafði dregið athygli hans frá rétt í bili.” “Heyrið þér, maður minn,” sagði hann. “Farið þér upp á þakið á húsinu og opnið hlerann. Þar era nokkrir menn. Komið þér hingað með þá.” Þjónninn vissi ekki vel, hvað þetta átti að þýða og leit spyrjandi augum til húsbónda síns; en hann gaf honum merki um að gera eins og fyrir hann var lagt. “Þeir gera yður ekkert mein,” sagði Burke, þegar hann sá að þjónninn hikaði við. “Það era lögreglumenn: Þér komið með þá hingað, og svo farið þér í rúmið og hreyfið yður ekki þaðan fyr en í fyrramálið. Skiljið þér mig?” Þjónninn leit aftur til húsbónda síns, til að fá hjá honum leiðbeiningu um það, hvort hann ætti að hlýða þessum fyrirskipunum lögreglu- foringjans), svo undarlegar og ósikiljanlegar sem þær voru. Þegar Gilder hafði aftur látið hann skilja, að hann skyldi gera eins og fyrir hann var lagt, fór hann út úr herberginu, en um leið og hann fór út, leit hann grunsamlega til Burke og var auðséð, að hann skildi ekki upp eða niður í þessum fyrirskipunum, sem held- ur ekki var von. En Gilder skildi heldur ekki, hvað alt þetta átti að þýða. “Hvemig vitið þér, að þeir ætla að brjót- ast inn í húsið í nótt?” spurði hann Burke. “Eða er það bara ímyndun yðar, að þeir ætli að gera það?” “Eg veit þeir ætla að gera það,” sagði Burke, og þóttist góður af þessu. “Eg lagði á ráðin. ’ ’ “Svo þér gerðuð það?” sagði Gilder og fanst þetta mál nú enn óskiljanlegra en nokkru sinni áður. “Já, auðvitað,” sagði Burke. “Eg lét einn af mínum njósnurum gera það. Hann er allra manna undirförulastur. ” “Því hafið þér mann í yðar þjónustu, sem þér hafið slíkt álit á?” spurði Gilder. MHlOHg RAllWAyS CUNARD EIMSKIPAFÉLAGIÐ og ICELANDIC MILLENNIAL CELEBRATION COMMITTEE ANNAST UM UNDIRBÚNINGINN Siglið með S.S. “ANT0NIA”moÍ?r\,,l 6. júní Hundruð íslendinga I Canada og Ban- daríkjunum, hafa trygt sér far með fyrgreindu skipL Látið oss undirbúa ferð yðar. ÓKEYPIS SKEMTIFERÐ TIL NIAGARA FOSSA Dr. B. J. Brandson, H. A. Bergman, S. K. Hall, Dr. S. J. Johannesson, E. P Jonsson, Dr. B. H. Olson, S. Anderson, A. B. Olson, G. Johannson, L. J. Hallgrimsson, LeitiB upplýsinga hjá Canadlan Natlonal umboBsmannlnum I Wlnnipeg Saskatoon, Edmonton, eða skrifið beint til J. H. GISDASON, Winnipeg (phone 88 811) 409 Mining Exchange Bldg. CANADIAN NATIONAL RAILWAYS effa einhverjum umboffsmanni CUNARD STEAMSHIP LINE G. Stefansson, A C. Johnson, J. H. Glslason, Jonas Palsson, P. Bardal, M. Markusson, W. A. Davidson. wBorgið Lögberg^Pi

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.