Lögberg - 24.04.1930, Blaðsíða 5

Lögberg - 24.04.1930, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 24. APRÍL 1930. Bla. 6. n ICEUNOIC MILLENNIAL CELEBRATION EXCURSION Montreal - Reykjavik S.S. ANTONIA Siglir frá Montreal 6. Júní 1930 Cunard lfnan hefir opinber- lega v e r i 8 kjörin af sjálf bo 8a- nefnd Vestur- Islendinga til aS flytja heim islenzku Al- bingishátfSar gestina. Farþeg J a r geta haldiS áfram belnt t i 1 Evröpu fra REYKJAVlK TIL GLASGOW MeS hinu íigæta Cunard lfnu skipi BRITANNIA - 5. JÚLi A. C. Johnson, Jonas Palsson, P. Bardal, M. Markusson, W. A. I>avidson. L. J. Hallgrfmsson, B. J. Brandson, forsetl. J. H. Gfslason, G. Stefánsson, H. A. Bergman, Dr. B. H. Oison, E. P. Jönsson. S. Anderson, Dr. S. J. Johannesspn, G. Johannson, A. B. Olson, g. K Hall, Spyrjist fyrir um aukaferSir. Arfðandi að kaupa farbréf sem fyrst, til aS tryggja sér gott pláss. Frekari upplýsingar á öllum skrifstofum Cunard-félagsins, eða hjá J. H. Gíelason, Convener Volunteer Committee, 409 Mining Exchange Buiiding, Winnlpeg, Canada. Miss Thorstina Jackson, p.ssenger Exccutive Department CUNARD LINE, 25 broadway, new york, n. y. Frá Gimli “Hvað skyldi nú vera á ferðum, þarna heima á Betel?” spurði dá- Iítið háleitur kunningi, annan kunningja sinn, sem að mætti h.on- um á einu strætishorninu. “Eg sé, að fólk er þar að streyma út og inn; og inni þar heyrist glaumur og gleði. Skyldi einhver þar vera að gifta sig?” “Nei, á Betel giftir sig enginn,” mælti sá er spurður var. “Þessi vitleysa gengur þó svo víða,” sagði sá, er fyrst talaði. “Ó, greyin, þið látið svona, af því að engin stúlka vill ykkur,” sagði lagleg stúika, sem að fram hjá þeim gekk, um leið og hún of- urlítið glettnislega, hnykti til höfðinu, og gekk sinn veg. “Skolli er hún laglega þeási,” sagði sá er fyrst talaði, og báðir horfðu á eftir henni þegjandi. Hér heima á Betel var engin gifting, heldur, ef svo mætti kalla, mörg silfur-, gull,- demants- og radium brúðkaup, — árafjölda minningarhátíð, þar sem svo mörg hjón: sál og líkami, hafa í hjart- ans friði, sátt og samlyndi búið saman í mörg ár með aðstoð og vilja hans, sem að öllu ræður: vekur þá, sem 'hann vill að vakni, og svæfir þá einnig umhyggju- samlega, sem hann vill að sofni. Það er sagt, að sál og líkami séu tveir vinir, sem að ekki geti látið sér koma vel saman, og tveir óvinir, sem ekki mega skilja. Og þetta getur á margan hátt verið satt. — En svona er tilver- an; hún er ýmist laðandi, eða frá- hrindandi afl, og fyrir okkar skamt sjáandi augum, sýnist hún svo oft vera stöðugar mótsagnir. En þetta hefir alt án efa sína nauðsynlegu þýðingu, sem ekki má missast, frekar en svo margt annað, til að halda á jafnvæginu — vogarskálunum — réttum. — Jafnvel dygðin sjálf, ef hún er fram yfir það, sem nægilegt er, — er hún ekki lengur dygð. Þó að hjónin liggi ekki alt af 8 and- legum faðm.lögum, getur jhjöna- bandið í sannleika verið gott fyr- ir því. Þó sitt sýnist hvoru þeirra af og til, er það án efa al- veg nauðsynlegt. Og svo er um gömlu hjónin hér, sál og líkama, aö þau gita lifað í friði, sátt og samlyndi, þótt sitt sýnist stund- um hvoru þeirra. Svo óhætt er nú upp á það að drekka kaffi, og éta pönnukökur og aldini. En hreint ekki of mikið, þá fer af jafnvægið. Ekki heldur halda of langar tölur, né syngja of hátt, sizt á meðan hinn illi óvinur, kvefið, gengur um svo víða eins og grenjandi ljón. Eina slíka minningar-heimsókn, í sambandi við árafjölda-sambúð sálar og líkama, okkar gamla fclksins hér á Betel, gjörðí kven- félagið . F. W. of Gimli. — í sam- bandi við heimsókn þessa kven- félags* má sannarlega detta í hug þetta spakyrði: “Þolinmæðin þrautir vinnur allar.” Nú meir en í tíu ár hefir þetta kvenfélag komið hingað á skírdag á ári hverju, en ávalt viljað svo til, að veðrið þann dag hefir verið mjög úfið og óþýðlegt í viðmóti við alla. En nú loksins hefir gullið hið andlega, þolinmæðin, verið hrópuð til hlítar, því nú bar dag- urinn hið upphaflega nafn sitt, eða þýðingu þess: skírdagur, — skíri dagur—hreini dagur. Hreint og bjart veður var hér allan dag- inn, og sólin skein svo fagurlega frá sínu heiðbláa tjaldi Veitingar voru í alla staði mjög rausnarlegar og vel fram bornar. Eftir að upp var staðið frá borð- um, var um nokkurn tíma leikið á hljóðfæri, og sungnir íslenzkir ættjarðar söngvar, þar til fólkið fór að fara. Á hljóðfærið iék Mrs. H. Benson hér á Gimli. Tvo ein- söngva söng Mrs. G. Einarsson, einnig hér á Gimli, og þrjá ein- söngva söng einnig Mr. ó. Kár- dal frá Hnausa P.O. Og fór það alt mjög vel og prúðlega fram. Fyrir heimsóknina þakkaði með vel völdum orðum, önnur for- stöðukonan hér á Betel, Mrs. Á. Hinrikson, og svo samsintum við öll, gamla fólkið, það þakk- læti með hjartanlegri þögn og hlýjum huga. Á skirdag, 17. apríl 1930, J. Briem. Sigurbjörg Bjarnadóttir Guðlaugsson fædd 15. júní 1860, látin 4. marz 1930. Hún andaðist á heimili Thódórs sonar síns á Gimli, 4. marz s. 1. Sigurbjörg var fædd á Sjávar- borg 8 Skagafirði, 15. júní 1860. Faðir hennar hét Bjarni Bjarna- son, bóndi þar. Móðir hennar hét Sigurlaug Jónsdóttir. Sigurbjörg ólst upp hjá föður sínum, með honum fór hún til Ameríku 1876, þá 16 ára gömul. Settist Bjarni faðir hennar að þá strax á landnámi sínu í Höfn, 5 mílur norðán við Gimli. Hann var þegar frá hyrjun í stjórn hinnar nýju sveitar; stundaði einnig lækningar og þótti takast mjög vel. Er það einn þáttur í sögu Vestur-íslendinga, sem vernd- ast þarf frá gleymsku — minn- ingin um störf þeirra, er lækning- ar stunduðu á þessum erfiðu ár- um, þegar hvergi var hjálp að fá, utan frá, sem liprir og lægnir menn úr ^lþýðu-hópi, er aflað höfðu sér nokkurrar þekkingar, gátu í té látið. Margir slíkir voru í Nýja íslandi, bæði fyr og síðar, og meðal hinna fyrri úr þeim hópi, var Bjarni heitinn 8 Höfn, faðir Sigurbjargar, sem þessi minningarorð hljóða um. Bjarna naut ekki lengi við. Hann drukn- aði í Winnipeg-vatni, ásamt Sig- urði syni sínum, 12. marz 1878. Þann 19. ágúst 1882, giftist Sig- urbjörg, Pétri Guðlaugssyni, ætt- uðum frá Kvistarhóli í Suður- Þingeyjarsýslu. Dvöldu þau 5 ár í Winnipeg, en fluttu til Gimli 1887, og áttu heimiíisfang þar á- valt. Mann sinn misti hún 10. marz 1919. Þeim hjónum varð 9 barna auð- ið. Tvö þeirra dóu í bernsku, en þau sem lifa, skulu hér talin: 1. María Lovísa, kona Guðm. Sóimundssonar skipstjóra á Gimli. 2. Joseph, kvæntur Margréti Goodman; druknuðu þau hæði í Winnipegvatni 10. ág. 1916. 3. Guðlaugur Theodore, búsett- ur á Gimli, fiskimaður, kvæntur Jónasínu Arason. 4. Sigríður Octavía, kona Jóns Einarssonar; hún druknaði 8 Win- nipegvatni 10. ág. 1916. 5. Karen Aðalheiður, gift Mr. Wilkinson, búsett í Winnipeg. 6. Bjarni Sigurjón, kvæntur Ingibjörgu Ethel Thorsteinsson, búsettur á Gimli, stundar fiski- veiðar. 7. iPétur Leopold, til heimilis á Gimli, kvæntur Sigubjörgu Vald- inu Kristjánsson. iBamabörn hinnar látnu voru 14 að tölu, en að eins eitt barna- barnabarn. Systkini hinnar látnu eru öll dáin, nema ein systir, Bjarnveig að nafni, Mrs. Hallett, búsett í W|inni(peg. Nafnkendastur heirra var séra Þorkell Bjarnason, lengst prestur á Reynivöllum í Kjós, sagnfróður og merkur maður, látinn 25. júlí 1902. Merk kona og góð er að velli faliin með Sigurbjörgu Guðlaugs- son. Héldust í hendur hjá henni hæfileikar, sem komu sér vel í lífsbaráttunni. Hún var kona þróttMunduð og skyldurækin; mætti hún misfellum lífsins og mannraunum þess, með jafnaðar- geði og styrkleika trúarinnar. Lífsbaráttan var oft erfið, börn- in mörg, útsýnið tvísýnt. En til sigurs lá baráttan. Hún hafði mist marga sína í Winnipeg-vatn. Föður og bróður, sem þegar er á minst, er hún sjálf var ung mær. Síðar er hún var tekin að þreyt- ast, átti hún á bak að sjá tveimur barna sinna og tengdadóttur, er öll fórust, ásamt tveimur öðrum ungum mönnum, 10. ág. 1916. Sigurbjörg var góð móðir og mikil kona.. Barnahörnin voru henni einkar kær, reyndist hún þeim sem bezta móðir. — Hún tók þátt í félagsstarfsemi eftir föng- um, — og var ávalt ábyggileg. Hún var elzti meðlimur lúterska kvenfélagsins “Pramsókn”, á Gimlj, óg starfaði þar jjáfnan með fúsleik og dugnaði, svo að dæmafátt var. Hún var trúuð kona og átti ljúfa lærisveinslund, sem þráði að sitja við fætur meistarans og fræðast af honum, og sýndi með yfirlætisleysi og daglegri framkomu ávexti trúar- innar. Hún var, ávalt tryggur og góðuy meðlimur Iúterska safnað- arins á Gimli. Hún hafði átt heimili á Gimli í full 43 ár; átti hún stóran vinahóp, utan eigin fjölskyldu, sem er fjölmenn. Hún andaðist á heimiIiTheodores son- Kaffið gerir morgnn- matinn góðan Með góðum kaffibolla, er morg- unmaturinn eins og hann á að vera. Yður þykir mikið til þess koma, ef það er Melrose. Melroese Kaffi, með sínum lokk- andi ilm og góða bragði, er sterkt og gott. Malað jafnt og hag- kvæmlega. Fáið Melrose hjá mat- salanum. 25 síu 6löö látin meO hverju pundi af Dripco. Siur fdst Blandað fyrir $1.00 hver hjd mat- og geymt salanum eöa með því að í loftheld- senda pœr meö pósti beint nm ílátum. vcrkstccöi voru i Win- nipcg. H.L.MacKinnonCo Ltd. Því a<5 vera þjáður al GYLLINIÆÐ ar síns, hafði dauðastríð henar ekki verið mjög lagt. En hrörn- andi hafði heils’a hennar verið síðari árin, og þreytt var" hún, þótt ekki væri aldurinn hærri. Þráði hún nú förina ‘yfir hafið”, að löndum hins eilífa morgun- roða, sem í von og trú blöstu við sjónum hennar. Hún var jarðsungin á Gimli, þann 11. marz s. 1., að viðstöddum ójí**i“Sin °/ Wfningarnar, fjolmennum hopi astvma og ]ífið dauft og. dapuriegt. ómót- tengdafólks, og fjölda manns. mælanlegar sannanir eru fyrir Lík hennar var greftrað í Gimli- Því» að Zam-Buló er öllum öðrum grafreit og ausið moldu af undir- rituðum. Bjart er yfir endurminningun- um, sem eftir lifa í ástvina- hjörtum og 8 huga kyntust henni Þökk fyrir af hendi leyst! Þökk fyrir kyrlátu, góðu verkin! Far þú í friði! Sig. Ólafsson. kemur í veg fyrir allar þær þján- ingar, sem þeim sjúkdómi fylgja. Mr. Alf. Brown, Meritton, segir: “Eg vona, að minn vitnisburð- í ur komist til sem flestra af þeim, allra, sem Sgm jjða af gyi]injæg_ f sex jþjáðist eg af þeim sjúkdómi. Eng- skyldustörfin, vel|Í""Tna«uJr £efir eytt meiri pen- 'ingum '1 læknmga tilraumr. Vin- ur minn gaf mér dálítið af Zam- Buk til reynslu. Áhrifin voru undraverð; eg fékk fljótt meira af þessu ágæta jurtameðali. Eg notaði það svo þangað til eg varð albata.” Þetta meðal reynist ekki síður vel við eczema, bólum, kýlum, út- brotum, eitruðum sárum, skurð- um, brunasárum og mörgu fleira Zam-Buk fyrir 50c. öskjuna, eða þrjár fyrir $1.25. Gísli Súrsson Þúsund ára aímæli. 1 ár eru talin að vera þúsund ár frá fæðingu Gísla Súrssonar. •Því hefir lítið verið haldið á lofti enn þá, en þá munu ýmsir hafa í hyggju, að heiðra minning hans á þessu ári. Þýzkur vísindamað- ur, Reinhard Prinz, hefir samið doktorsritgerð um hann og sveit- ungar Gísla, Dýrfirðingar og Arnfirðingar hafa byrjað fjár- söfnun til að reisa honum bauta- stein á næsta sumri. Gísli Súrsson er einhver hug- stæðasta hetja fornaldarinnar. Það er fyrir það sama, sem Matt- hías kvað um Grettir, að “forlög kppans æfislóðar eru myndir vorrar þjóðar.” Hann er ís- lenzka skáldið, rekinn í útlegð og vinum sviftur; fé er lagt til höfuðs honum . Eyjólfur grái, ágjarn búri, vinnur fyrir fénu. Hann gerir landhreinsun og veg- ur Gísla eftir hina fræknustu vörn. Þessi saga endurtók sig oft, alt fram á daga síðustu kyn- slóðar. Ágirndin og nærsýnin drápu skáldin, annað hvort þeg- ar í fæðingunni, eða guldu þeim æfilaunin í eitt skifti fyrir öll með ]>eim hætti. Ef til vill er Gísli okkur hugstæðari einmitt þess vegna. En hann er líka flestum hinum glæsilegri. Hann var, í fám orðum sagt, glæsileg- ur ólánsmaður, og það svo mjög, að okkur leikur nú fremur öfund á hlutskifti hans, en að við aumkvum hann. Það er einkum þrent, sem þessu veldur, mann- göfgi, drenglyndi og atgjörvi hans sjálfs bæði til sálar oglík- ama, vinátta góðra manna, sem hann naut, og síðast en ekki sizt, ást og trygðir Auðar konu hans. Hann framdi morð í hefndar- menn vissu hverjar minjar hann hefir að geyma. Það er í ráði, að halda afmæl- ishátíð Gísla Súrssonar á næsta sumri arna í nánd við Einhamar og að hafa þá sett á klettinn eirskjöldi, isem einhver af lista- mönnum vorum verður að gera. —1 1 þessu skyni er þegar farið að safna fé bæði hér á Bíldudal og Þingeyri við ýrafjörð. En skjöldurjnn !verður dýr, svo að ekki safnast hér vestra það fé, sem þarf. Þess vegna er hér með skorað á alla þá, sem mundu vilja leggja eitthvað af mörkum til þessa verks, að koma því fé ann- að hvort til Morgungblaðsins, sem góðfúslega hefir lofað að veita því móttöku, eða til undir- ritaðs, sem er í framkvæmdar- nefnd verksins, kosinn af U. M F. örn hér á Bíldudal. Það er víst, að mar^an langar til að sýna Gísla Súrssyni virð- ingu. En verkið gæti líka orðið okkur til sóma og til vitnisburðar s:ðari kynslóðum um höfðings- skap okkar, sem nú lifum. Bíldudal, 6. jan. 1930. Helgi Konráðsson. —Mgbl. S K R A yfir gefandur í 1930 Minningar- sjóð Austfirðinga, til kvenna- skólans á Hallormsstað: Áður auglýst ...... $394.25 Mrs. Guðbjörg Guttormsd. John- son, Los Angeles, Cal........... $2.00 Guðm. ólafsson frá Firði, Tantallon, Sask............ 2.00 Helgi Johnson, Rutgers Uni- ..... ....... 5.00 Björn Björns- versity, N. J Safnað af Mrs, son, Lundar, Man Mrs. Petrína ólafsson.... . . . ,Miss Pálína Grímsdóttir .... skyni, en hefði senmlega komistjMrs. Margrét Austmann .... hjá refsingu, því að hann varð Mrs. Guðr. G. Guðmundss. ekki sannur að sök, en óvarkárni! Mrs- Björg Björnsson... ha„, ajálfs framseldi ha„„. SA S'sSS„if“8m“".d.SSOn ogæfa er ætið þyngst allra. HannjMr. og Ml-s. Vigfús J. Gutt- verður sekur skógarmaður, óal- andi, óferjandi og óráðandi öllum^r' ,?• Joiinson bjargraðum, en vmur hans Ing]-|Mrg ,oddný Björnsdóttir..„ aldur í Hergilsey skýtur yfir hannj Mrs. Sigríður Eiríksson skjólshúsi, þegar hann er verst kominn, og veitir honum braut- 3.00 1.00 2.00 1.00 3.00 .50 5.00 Tut-ank Amon er enn að hefna sín. Um seinustu mánaðamót framdi Westbury lávarður sjálfsmorð á þann hátt, að hann fleygði sér út um glugga á húsi sínu í London. Fallið var 71 fet og dó hann þeg- ar. Hann var 78 ára að aldri. Elzti sonur Westbury lávarð- ar, Mr. Rich. Bethell, sem hjálp- aði Mr. Howard Carter við rann- sóknina á gröf Tut-anAmons í Kongodalnum hjá Luxor, andað- ist voveiflega í London. Eftir fráfall hans var gamli maðurinn varl mönnum sinnandi og hafði hvað eftir annnað upp fyrir sér hótunina, sem stóð letruð á gröf Tut-ank Amons: “Dauðinn kem- ui á hraðfleygum vængjum til þeirra, sem hrófla við Faraós- gröf!” Bréf, sem Westbury lávarður hafði skrifað rétt áður en hann stytti sér aldur, byrjaði þannig: “Eg sé skelfingarsýnir! Eg þoli þetta ekki lengur! Eg get ekki borið bölvanina lengur!” Hefnd Tut-ank Amons. Um leið og ensku hlöðin sögðu frá andláti Westbury lávarðar, fcirtu þau skýrslu um þá menn, sem eitthvað hafa verið viðriðnir opnun hinnar fornu grafar árið 1923, og dáið hafa á voveiflegan hátt. Þeir eru nú orðnir ugu: Carnarvon lávarður, sem lagði fram fé til rannsóknanna og dó fáum vikum eftir að gröfin var opnuð. ' Archibald Douglas Ried, sem rannsakaði múmiiu Tuts með X- geislum. Laffleur prófessor, dá rétt á eftir að hann hafði skoðað gröf- ina. H. C. Evelyn-White, sem framdi sjálfsmorð og lét þess kveðjubréfi, að hann (gerði það af hræðslu við hefnd Tuts, M. Benedite, franskur fornfræð- ingur, sem hafði tðstoðað Evelyn- White. Casanova, sem einnig hafði unn- ið að rannsókn grafarinnar. Herbert ofursti, hálfbróðir Can- r.&rvons lávarðar. Hann hafði verið við, þegar gröfin var opnuð. Mr. Jay Gould, amerískur járn- brautarkóngur, dó skyndilega egtir að hann hafði skoðað gröfina. Mr. Evelyn Waddington Creely frá Chicago. Hann framdi sjálfs- morð eftir að hafa skoðað gröfina- Ali Fahmi Bey, auðugur egypsk- ur píinz. Hann fór að skoða gröfina, en rétt á eftir var hann skotinn í bakið, og fanst morðing- inn hvergi. Hallah Ben, einkaritari prinzins. Hann dó á undarlegan hátt, rétt á eftir að prinzinn var myrtur. Dr. Jonathan W. Carver, sem aðstoðaði við opnun grafarinnar. Hann fórst af slysi. Að lokum má telja sex franska rithöfunda og blaðamenn, sem höfðu skoðað gröfina og henni. — Lesh. Mbl. f meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gi§t, þvagteppu og mðrgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd.. Toronto, ef borgun fylgrir. hundasleðar og vélsleðar, auk hestanna. Vigfús) |Grænlandsfari er nu orðinn hálfsextugur maður, en hinn mesti vaskleikamaður, enda hefir dr. Wegener miklar mætur á honum úr fyrri' ferð þeirra. — Til leiðangurs þessa á að vera vel stofnað og vandlega og taka þátt í honum margir góðir rannsókn- armenn og er því vænst merki- tutt-i legs árangurs. — Lögr. Hislop og Blámenn Hinn frægi sænski sögmaður, Jósep Hislop, segir frá því, að í eitt sinn er hann var i Ástralíu, hafði hann farið langt inn 8 land, ásamtv ini sínum. Hittu þeir þar fyrir flokk blámanna, og höfðu margir þeirra aldrei séð hvítan mann fyr. “Konungur” þeirra getið íj15311® Þeim Hislop til veizlu, og 1 gengu þar konur hans um beina, 12 alls. Að máltjíð. lokinni söng Hislop nokkur lög og hafði söng- ur hans einkennileig áhrif á kon- unginn. Hann stökk á fætur og rak upp öskur mikið. Svo réðist hann á Hislop og nuddaði nefi sínu af alefli við nef hans. Fór Hislop þá ekki að verða um sel, en túlkur, sem með var, sagði að þetta væri gleðilæti í kónginum og merki þess, að hann væri ó- stjórnlega hrifinn af söngnum.— Og til þess að votta Hislop þakk-' læti sitt, bauð kóngurinn honum svo, að hann mætti velja ein- hverja af konum sínum til eign- ar, hverja sem honum litist bezt á. Það ætluðu að verða hálfgerð vandræði úr þessu, því að Hislop vildi ekki þiggja konuna. Þótti konungi það miður, en sagði að lokum, að hann yrði þá að þiggja af sér hund í staðinn. Og því boði tók Hislop með þðkkum, og átti hundinn lengi. — Lesb. lýst . Jón Guðmundsson .... argengi og Auður fylgir honum.phiiip johnson ormsson.................. 5.00 5.00 .50, 1.00 1.00 Safnað af Mrs. D. Johnson, Calgary, Alta.: 1.00 1.00 í útlegð og lætur eitt yfir bæðijFinnur Johnson .......... 1.00 ganga. — Hvorki blíðmæli óvina1®- ®; Finnson ............. 1.00 hans, hótanir eða mútur haggajg T}forarins0n trygð hennar hið minsta. Aftur q. S. Grímson sannar hann þó, sköpum renna.” Hanm stráir af ógætni tálguspónum á götuna að fylgsni sínu. óvinirný- rekja slóðina og finna hann. Hann kemst upp á klett þar í nánd, Ein- hamar, og verst þaðan hraust- lega. Að lokum má hann þó ekki við margmenninu og fellur. En vörn hans er ein hin ágætasta 1 fornöld. Einhamar er skamt upp frá botni Geirþjófsfjarðar í Arnar- firði. Þar nálægt hefir bær Auð- ar staðið og þar rétt hjá sér móta fyrir fylgsninu, sem nú er fallið sam^n. Staðurinn er á- kaflega fallegur. Dalverpið alt npp frá fjarðarbotninum er skógi vaxið. Snarbrattir standbergs- tindar gnæfa uppi yfir og fjörð- urinn teygir úr sér langur og mjór og líkur stöðuvatni, af því að fjöllin í kring loka fyrir út- sýn til hafs. Næstum því á hverju sumri koma þangað hópar af fólki, bæði frá Bíldudal og fjörðunum í kring,' og eyða þar heilum sunnudegi í skóginum. — Útlendingar hafa stundum gert sér ferð þangað, til að skoða ennan merka sögustað. Þó mundi hann geta' orðið fjölsóttari, ef |S. Sigurðsson................ 1.00 1.00 1.00 að “enginn má|D. Johnson .................. 1.00 - - - i .00 1.00 1.00 1.00 .50 .50 .50 .50 Mrs. D. Johnson.... Mrs. C. C. McReynolds Mrs. L. Wade .......... N. N.................... Mrs. J. Massy ......... Mrs. S. Johnson......... S. S. Reykjalín ........ Julius Kolstead ........ Samtals nú .... $445.25 WINNIPEG ELECTRIC CO. Nú sem stendur eru nálega tvö þúsund vinnulausir menn í Win- nipeg. Gæti Winnipeg Electric félagið nú þegar byrjað á þeim framkvæmdum, sem það hefir fyrirhug'að að gera á þessu ári, mundu nokkur hundruð manna þegar fá þar atvinnu. En á þessum umbótum er ekki hægt að byrja, fyr en bæjar- stjórnin hefir ákveðið hvað hún gerir við þær kröfur félagsins, að di'aga nokkuð úr skattgjaldi Grœnlandsferð Dr. Wegener ®g Vigfús Grænlandsfari. Prófessor Wegener, sem heims- frægur er fyrir ýmsar landfræði- kenningar) sinar og rannsóknir, m. a. um flutning landa, hefir verið að undirhúa leiðangur til Grænlands, sem hann ætlar að legf?ja upp í með vorinu ásamt 14 eða 15 öðrum þýzkum fræði- mönnum. Er það ætlunin, að gera veðurathuganir í Scoresbysundi og ýmsar jarðfræða- og jökla- rannsóknir við Umánikskjörð og víðar. Leiðangursmenn fara norð- ur með Disco 7. apríl, héðan úr Reykjavík, fyrst til Holsteíns- borgar. Dr. Wegenera hefir áð- ur verið með í Grænlandsleið- angri, sem sé í hinni frægu ferð Kochs um þvera Grænlandsjökla 19121—1913, og í þeirri för var einnig íslendingur, Vigfús Sig- urðsson Grænlandsfari, sem þjóð- kunnur varð af þeirri ferð og gat sér har hið bezta orð. H ann var einnig í Grænlandsferð Gotta sumar. Dr. Wegenér hefir nú aftur snúið sér til Vigfúsar og beðið hann að slást í förina og taka að sér stjórn á flutningum um jökl- ana. Ætlar hann að hafa með sér þess, eða veita þyí leyfi til að hækka fargjöldin. Hefir félagið| íslenzka hesta, um 25, sem hann ómótmælanlega sýnt fram á, að jjiu eru nú ekki nógu há til starf- rækslunnar og að borga rentur af þeim peningum, sem í fyrirtæk inu liggja. Meðan ekki er úr þessu bætt, getur félagið ekki út- vegað peninga til nýrra fram- kvæmtfa. [er að kaupa hér, og tvo 8slenzka aðstoðarmenn mun hann einnig ráða sér. En íslenzkir hestar voru einnig notaðir í leiðapgur Kochs og reyndist ágætlega. Hestana á að nota til þess að flytja allan farangur upp á jökla, en annars j verða á jökulferðunum notaðir Árni Pálsson landsbókavörður. Hann er nú að leggja af stað heimleiðis, eftir að hafa dvalið hér vestra hátt á þriðja mánuð. Hefir hann ekki haldið kyrru fyrir síð- an hann kom hingað vestur, en víða farið um Vestur-Canada og flutt fjölda erinda um ísland, bæði á ensku og íslenzku. Mun hann hafa heimsótt flestar eða allar Islendingabygðir 8 Canada, alt frá Winnipeg og vestur á Kyrrahafs- strönd. Einnig hefir hann komið á nokkra staði í Bandaríkjunum, og á mánudaginn í þessari viku flutti hann erindi á Mountain, N. Dakota. Fer hann nú til Chicago, þaðan til Toronto og svo í áttina til ættlandsins. Á þriðjudagskveldið var Mr. Pál- son kvaddur með samsæti, sem haldið var í Picardy samkomusaln- um á Broadiway Ave. hér í borg- innii. Mun það hafa verið Þjóð- ræknisfélagið, sem fyrir samsæt- inu stóð. Eftir að máltíðinni var lokið, voru sungnir nokkrir ís- lenzkir söngvar og til máls tóku séra Jónas A. Sigursson, W. H. Paulson, séra Ragnar E. Kvaran og séra Rúnólfur Marteinsson. Síðast talaði heiðursgesturinn og íi flutti skemtilega tölu og mjög vin- samlega. Enginn efi er á því, að Mr. Árni Pálsson hefir flutt oss mikinn fróðleik um ísland, sem Vestur- íslendingnm er ávalt kærkominn. Er Mr. Pálsson afar fróður um alt, eða flest, sem íslandi viðkem- ur að fornu og nýju, og svo sann- orður sem bezt getur verið og vandyirkur. Á Mr. Pálsson beztu þakkir skyldar fyrir komuna og hugheilar hamingjuóskir Vestur- lslendinga fylgja honum nú, þeg- ar hann hverfur aftur heim til ættlandsins.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.