Lögberg - 24.04.1930, Blaðsíða 4

Lögberg - 24.04.1930, Blaðsíða 4
Bls. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. APRÍL 1930. Höaíierg (}efið út hvern fimtudag af The CoV- vtnhia Press, Ltd., Oor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Eiiiar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Bulldtng:, 695 Sargent Are, Winnipeg, Manltoba. *-----------------------------------------+ Fjárlögin brezku 1 vikunni, sem leið, lagði fjármálaráðgjafi MacDonald stjórnarinnar, Mr. Snowden, fram fjárlagafrumvarp sitt í brezka þinginu, og flutti við það tækifæri raiðu, sem vakið hefir feikna athygli vítt út um heim. Þeir brezkir þingmenn, er til frjálslvnda flokksins teljast, fara einkar lofsamlegum orðum um fjárlaga- frumvarp Mr. Snowdens, telja það stinga mjög í stúf við meðferð aftur'haldsstjómarinnar á fjármálum þjóðarinnar, og bera ljósari vott um raunverulegri skilning á hag þjóðarbúsins, en við hafi gengist til fleiri ára. Lýsti Mr. Lloyd George meðal annars yfir því, að svo væri frumvarpið í flestum tilfellum sann- gjarnt, að ganga myndi mega út frá því sem gefnu, að þingmenn frjálslynda flokksins veittu því lítt skift fylgi. Af slíkri yfirlýsingu frá hálfu Mr. Lloyd George's leiðir það, að verka- , mannastjómin mun að minsta kosti sitja föst í sessi út það ár, sem nú er að líða, og ekki ó- sennilega næsta ýr líka. Nokkrir þingmenn úr hópi afturhalds- manna, þar á meðal fyrverandi fjármálaráð- gjafi Baldwinstjórnarinnar, Mr. Churchill, veittist mjög að Mr. Snowden fyrir tillögur hans ýmsar í sambandi við skattamálin; fundu þeir fmmvarpinu flest til foráttu, og töldu það alt annað en sannan spegil af fjárhag þjóðar- innar, eins og honum í raun og veru væri farið. Þrátt fyrir það, líta samt mörg af leiðandi blöðum Breta svo á, að megin aðfinslur Mr. Churtíhills beri á sér það mikinn flokksblæ, að varhugavert myndi að gína við þeim. Ekki verður það með sanni sagt, að þing- menn verkamannaflokksins yrðu á eitt sáttir um framvarp Mr. Snowdens. Ýmsir úr hinum róttækari fylkingararmi hins óháða verka- mannaflokks, fóra afar óvægilegum orðum um framvarpið, og töldu, það eins fjarskylt hug- sjónum og stefnu jafnaðarmanna og framast mætti verða. Með því væri svo átakanlega haldið hlífiskildi yfir forréttindastéttunum, að sjaldan hefði betur brannið. Gekk foringi hins róttækara fylkingararms það langt, að hann hafði í hótunum um að greiða atkvæði með vantrausts yfirlýsingu gegn stjórninni, nær sem verða vildi. 1 fjárlagaræðu sinni lýsti Mr. Snowden yf- ir því, að hvað svo sem hver segði, þá yrði ekki um það vilzt, að í raun réttri hefði Mr. Church- ill skilið við fjárlögin síðasta árið, er aftur- haldstjómin sat að völdlum, með stórkostlegum tekjuhalla. Á hinn bóginn kvað hann fjárhags- skýrslu sína, þótt alt annað væri en glæsileg, sanna mynd af fjárhag hinnar brezku þjóðar, eins og nú stæði; reyndin hefði ávalt orðið sú, að slíkt hefði hefnt sín grimmilega, að varpa villuljósi á fjárhagslegt ásigkomulag þjóðar- innar, og það því fremur, ef slíkt hefði gert verið í flokkslegu hagsmunas’kyni; það hefði á- valt verið, og myndi ávalt verða langtum af- farsælla að horfast í augu við sannlefkann eins og hann væri, í stað þess að líta á málin gegn um revklituð klíkugleraugu. Eitt af megin- einkennum verkamannastjómarinnar væri það, að koma til dyranna eins og hún væri klaedd; henni kæmi ekki til hugar að hopa hársbreidd frá sinni uppranalegu stefnu, jafnvel þótt hennar eigin stuðningsmenn hefðu í hótunum um að bregða fyrir hana fæti. Verkamanna- stjómin væri fyrst og fremst nytsöm og góð stjóm vegna þess, að hún væri stjóm þjóðar- innar allrar, en ekki neinnar ákveðinnar klíku. Áætlaður tekjuhalli á fjárlögunum brezku að þessu sinni, nemur, að því er Mr. Snowden segist frá, um fjörtutíu og tveim miljónum sterl- ingspunda. Tekjuhalla þenna á að bæta upp með ýmsum nýjum sköttum, sem og með hækk- un hinna eldri skatta, svo sem tekjuskattsins. Allar virðast skatthækkanir þessar vera sniðn- ar nákvæmlega eftir gjaldþoli hvers hlutaðeig- anda um sig, og er slíkt vel. Fasteignaskattur verður í sumum tilfellum hækkaður að mun, en - helzt. aftur á móti á mörgum sviðum óbreyttur frá því, sem nú er, unz endurmat á fasteignum hefir farið fram; en að því er stjómin að vinna um þessar mundir. Allur kostnaður við stjómarstarfræksluna brezku fyrir það ár, sem nú er að líða, er áætl- aður um sjö hundrað áttatíu og eina miljón, níu hundrað og níu þúsundir sterlingspunda. Enginn gerir svo öllum líki segir gamalt og gott íslenzkt máltæki, og er Mr. Snowden þar sjálfsagt engin undantekning. Samt mun því tæplega verða neitað, að fjárlagaframvarp hans, það, er nú hefir nefnt verið, beri á sér meiri sanngirnis og mannréttindablæ, en títt er um löggjöf slíkrar tegundar. ------------------------ Fimmveldastefnan -----------------------■* Géra má ráð fyrir, að úr þessu fari nú að síga á seinni hlutann, hvað Lundúnastefnuna áhrærir, enda hefir hún nú átt setu í þrjá mán- uði, eða því sem næst. Hver 'árangurinn af starfi hennar kann að verða, er vitanlega enn eigi lýðum ljóst. Samt má þess vænta, að hann verði nokkur, jafnvel þótt ekki séu beinlínis miklar líkur tii, að þær fimm þjóðir, er hlut eiga að máli, verði allar á eitt sáttar. Svo mik- ið er samt sem áður víst, að fullkomin eining um varanlegan samningsgrandvöll, hefir náðst milli Breta, Bandaríkjamanna og Japana. Ein- þykni Frakka og Itala, hefir reynst all-örðug- ur þrándur í götu, og má mikið vera, ef þeim kemur e'kki slíkt síðar í koll. En hvemig svo sem alt fer, þá hefir þegar mikið unnist á í átt- ina til takmörkunar hervarna á sjó, — skiln- ingurinn glæðst fvrir sanngildi og nauðsyn málsins, og er elíkt, út af fyrir sig, næsta mik- ilvægt. Um þetta afar mikilvæga framtíðarmál mannkynsins, takmarkanir vígvarna á sjó, far- ast blaðinu 'Christian Science Monitor, nýlega þannig orð: “Hvort heldúr að árangurinn af starfi flotatakmörkunar stefnu þeirri, er enn situr á rökstólum í Lundúnum, verður sá, að samn- ingur um takmörkun vígvama á sjó, verður undirskrifaður milli þeirra fimm stórvelda, er þar eiga hlut að máli, eða ekki, þá verður samt ekki um það deilt, að nokkuð hafi unnist á í áttina til varanlegs friðar. En hver svo sem úrslitin verða, þá er hitt jafn-víst, að þau full nægja undir engum kringumstæðum þeim ósk- um, er fyrir þeim Hoover forseta og Ramsay MacDonald vöktu, er þeir kvöddu til stefnunn- ar. Um hitt verður jafnframt ekki vilst, að samningar þeir, er gerðir kunna að verða í þessu sambandi, hljóta að skoðast einungis til bráðabirgða, eða daufur fyrirboði annars meira og varanlegra, því hugsjón friðarins er ein og hin sama, þótt misskilningur mannlegra athafna stemmi oft stigu fyrir því, að márkinu verði á réttum tíma náð. Þess verður samt vonandi ekki langt að bíða, að kvatt verði til nýrrar vopnatakmörkunar stefnu, þar sem stigin verða vafalaust margfalt stærri skref í þá átt, að leysa mannkynið undan því ægiíega ánauðaroki, sem vígbúnaði jafnan er samfara. Það út af fyrir sig, að kleift skyldi reynast, að fá fimm stórveldi, metnaðarfull hvert á sína vísu, og stolt af vígvörnum sínum á sjó, til að sitja við sama borð, og ráða ráðum í takmörk- unaráttina, er í eðli sínu næsta mikilvægt. Áhrifin, sem vart gerðu við sig á Washingtön- stefnunni, hafa einnig komið næsta skýrt í ljós á Lundúnamótinu. Þegar á mót þetta er litið í sögulegu ljósi, verður ekki annað sagt, en með Lundúnamótinu hafi verið lagður fagur grundvöllur að sönnum góðvilja meðal forastu- manna hinna ýmsu þjóða á sviði stjómmál- anna. Er það ekki sjaldgæft í sögunni, að fimm, fullvalda metnaðar þjóðir hafi komið sér sam- an um, að senda til sama móts fulltrúa, til þess að ræða um það, hve mörg herskip hvei* þjóð um sig mætti hafa og hve stór þau skyldu vera? Er það ekki enn fremur sjaldgæft, að megin- áhugamál hverrar sendinefndar um sig, hafi verið það, að kynnast í bróðurlegri einingu kröfum sérhverrar hlutaðeigandi þjóðar og íhuga þær í fullri sanngirni? Innilegt og ein- lægt samstarf hinna mismunandi sendinefnda, hlýtur að hafa í för með sér aukinn skilning og gagnkvæman góðvilja. En slíkt leiðir aftur á hinn bóginn til þess, að allar samkomulags til- raunir í framtíðinni, hljóta að reynast marg- falt auðveldari og sigurvænlegri. Megin-kostir Þjóðbandalagsins liggja að vorri hyggju í því, hve gagnkvæmur góðvilji meðal meðlima þ&ss hlýtur að aukast við stöð- uga samfundi. Fram að þessum tíma, hefir enn aldrei komið til þess, að Þjóðbandalagið hafi orðið að beita valdboðs ákvæðum þeim, er sáttmáli þess gerir ráð fyrir að b^ita megi, ef annað bregst; fram að þessu hefir lánast að koma sáttum á, í stað þess að grípa til svip- unnar. Glædd og endurglædd siðferðismeð- vitund, þroskuð við stöðuga umgengni og náið samband hinna ýmsu þjóða, hefir til þess leitt, að Þjóðbandalagið hefir á undangengnum ár- um orðið sigursælt í sáttatilraunum sínum. Eins og nú standa sakir, virðist þeim æ fara fjölgandi, er svo líta á, að valdboðs- ákvæðum Þjóðbandalags sáttmálans ætti að breyta, eða nema þau jafnvel úr gildi, að því undanteknu, þar sem þau grípa að einhverju leyti inn í fjármálaleg viðskifti. Er engan veginn ólíklegt, að slíkt gæti styrkt til enn fj*ekari muna siðferðisleg áhrif þessarar dýr- mætu stofnunar. Fulltrúar þeir, er í Lundúnastefnunni taka þátt, eiga skylda alþjóðaviðurkenningu fyrir j. elju þá og langlundargeð, er hvarvetna hefir komið fram í starfi þeirra. Þeir virðast hafa fylgt í öllum meginatriðum, hinni gullvægu setningu Bryans heitins, að vinir eigi ávalt eftir ómælt síðasta orðið á millum sín. Jafn- vel eins og nú horfir við, með tvísýni á allar hliðar um framgang fimmvældasáttmálans, era fulltrúarnir samt sem áður vongóðir um, að þeim takist að leggja varanlegan grundvöll, að eigi aðeins slíkum sáttmála, heldur og jafnframt margfalt víðtækari sáttmála. Er engan veg- inn óhugsandi, að slíkt kunni að verða. Þeir fulltrúar fimmveldastefnunnar, er set- ið hafa á rökstólum í Lundúnum, undanfarna mánuði, eftir að hafa ráðið ráðum sínum, og rætt flotatakmörkunarmálið frá hinum ýmsu hliðum, hljóta að hafa vaxið svo að ^kilningi á nauðsyn þess, að eigi verði alt látið enda við orðin tóm, og að vænta megi af starfi þeirra enn víðtækara árangurs í framtíðinni. Þjóðunum er nú, sem betur fer, farið að skiljast, að ekki komi til nokkurra mála, að leggja út í styrjaldir og stríð, fyr en reynt hafi verið til þrautar, að gera út um ágreinings- málin á friðsamlegan hátt.” Fréttabréf frá íslandi +———..— -------------------———.—+ Borg-arfirði, 17. marz 1930. Kæru Borgfirðingar vestan hafs! Samkvæmt gefnu loforði mínu, tek eg ennann enn á ný, með þeirri hugsun, að láta þennan miða færa ykkur beztu kveðjur mínar. Eitt ár er nú þeg- ar liðið, síðan eg skrifaði mitt síðasta bréf, og hef- ir því margt skeð á ‘þeim tíma, þótt ekki sé horft yfir stærri svæði en eina smásýslu hér á íslandi. En þau þröngu takmörk hefi eg sett í mínum frétta- bréfum, að halda mig fast við heimahagana, en þá tel eg vera Borgarf jarðarhérað, beggja megin Hvítár. í níu ár síðastliðin hefi eg sagt ykkur af næstum óslitinni árgæzku, hvað veðráttu snertir, að undan- teknum éinu eða tveimur óþurkasumrum. Frá þvl eg skrifaði síðast, hefir veðráttan verið nokkuð breytilegri. Sumarið fram í ágústmánaðarlok var sérlega gott«og hagstætt. Tún voru víða orðin vel sprottin í lok júnímánaðar. Töðufengur varð ó- venju mikill. Voru beztu blettir i túnum þríslegn- ir, einkum þar sem útlendur áburður var notaður og sem borinn var á á hentugum tíma. Af slíkum á- burði kaupa bændur hér um slóðir mjög mikið. Eru það bifreiðarnar, sem gjöra það kleift. Þær færa nú hverjum bónda allar nauðsynjar heim að bæjar- dyrum, þar sem vegirnir leyfa. Ekki var meira en meðal grasár á útengjum, en alt hey mátti hirða af ljánum. Varð því heyfengur prýðisgóður, bæði að vöxtum og gæðum. Með september brá til votviðra og krapahríða, sem héldust haustið út. Notaðist lítt að þeim heyjum, sem fengust eftir ágústmánaðar- lok. Ekki man eg fyr til mín, en eg hlakkaði óvenju- mikið til Fljótstunguréttar, en sú rétt er ekki langt frá bernskuheimili mínu, Húsafelli. Næsti dagur fyrir réttina fanst mér aldrei ætla að líða. Mér fanst sólin alveg standa kyr og klukkunni stein- markaði ekki. Þó var þyngst að bíða birtunnar rétt- ardagsmorguninn, því þá vaknaði eg fyrir allar ald- ir. Þessi mikli barnaskapur hefir gert vart við sig í huga mínum fram á elliár. Eg hefi rifjað upp margar bersnskuminningar, sem tengdar eru við þær leiðir, sem liggja til þessarar réttar, sem er við efstu bygðir, er að Arnarvatnsheiði liggja. Og það, sem má heita merkilegt við þennan réttadag, sem er mánudagurinn í 22. viku sumars, hefir oft- ast verið blítt og bjart veður. Þá er hinn víðáttu- mikli og samfeldi Húsafells- og Kalmanstungu skóg- ur, búinn að taka á sig hinn fjölbreyttasta lit, sem minnir bæði á æsku og elli. Flestir runnar standa þá enn undir ófölnuðu sumarskrauti, en aðrir sýna hin rauðu og bleiku blöð, sem búin eru að lifa sitt fegursta Þessi sýn hefir jafnan endurtekið sig fyr- ir augum mér á hverju hausti alt frá bernskudög- um, en aldrei tekur hún samt hug minn allan, þótt fögur sé, því EiPíksjökull, sem kastar frá sér hverri einustu þokuslæðu, þegar veður er bjart og stilt, hann á fullan rétt til þess að honum sé gaumur gef- inn, því lengi má leita um viða veröld, eigi fegurra náttúrusmiði að finnast . Eg er ekki sá eini, sem þetta mælir. Meðal annars er eg þakklátur forn- kunningja mínum, skáldinu Þorskabít, fyrir fagrar lýsingar á þessum jökli; má þar til nefna þetta er- indi: “Efst við heiðan himinn, herðabreiði jökull- inn gnæfir hátt með höfuð hvitt, hárið grátt og skeggið vítt, Hjálminn bratta breðastáls ber sem hatt, en sér um háls, hélugráan knýtir klút, klaka- bláum rembihnút.” En það er fleira en hin svipmikla fjallasýn, sem leitt hefir huga minn svo oft á þessar slóðir, því á bæjufi þeim, sem prýða þenna fagra fjalladal, hafa vinir iniínir og vandamenn lengi búið. í næstum tvö hundruð ár hafa forfeður mínir og niðjar þeirra bú- ið á Húsafelli; langafi minn, afi minn, foreldrar mínir, mágur minn og systir, dóttir mín og systur- sonur, sem nú eiga fjögur börn, svo vonandi er, að sama ætt verði enn þá tengd við þetta býli. Þá hefi eg heilsað hinum sömu vinum í Kalmanstungu alt frá æskudögum. Á eg þar einkum við vin minn ólaf Stefánsson, sem eg minnist hér siðar í þessu bréfi. Og þótt eg sé nú nær sjötugur, þá hefi eg enn þá fengið að heilsa á þessum stöðvum sama fólkinu, sem var fullvaxið, þegar eg var lítill dreng- hnokki. Á eg þar við þau Fljótstunguhjón, Jón Pálsson og Guðrúnu Pétursdóttur, Þorbjörgu á v Bjarnastöðum, Guðmund á Kolsstöðum, og þær syst- ur Guðnýju á Þorvaldsstöðum og Nikhildi á Hall- kelsstöðum Erlingsdætur frá Kirkjubóli. Hefi eg veitt því eftirtekt, að fram í þessum ^kógardal, við hið hressandi fjallaloft, lifir fólk lehgur og við betri heilsu, en hér í hinum neðri bygðum. (Frh.) Canada framtíðarlandið Náttúruauðlegð Alberta fylkis er bæði mikil og margbrotin og af því leiðir það, að atvinnuveg- irnir eru einnig t fjölbreytilegir. Námur eru þar miklar, beitilönd góð og skilyrði fyrir gripa- og kornrækt, víða hin ákjósanleg- ustu. Þótt Hudsons Bay verzl- unin hefði smá útibú í hinum norðlægari héruðum þegar á ár- unum 1778 til 1795, svo sem Fort Chyppewoyon og Fort Edmonton, og keypti þar grávöru, þá má samt. með sanni segja, að suður- hluti fylkisins hefði fyrst bygður verið og jarðræktin hafi svo smá- færst þaðan norður á bóginn. Þeir, er fyrstir fluttu til suður- fylkisins og tóku sér þar varan- legan bústað,, voru griparæktar- menn frá Bandaríkjunum. Og það var ekki fyr en árið 1900, að menn fóru að skyygnast um í suðurhlut- anum af Saskatcheawn fylki og norður við Red Deer ána og nema þar lönd. Þótt hinir fyrstu gripa- ræktarbændur væru Bandaríkja- menn, þá hófst brátt innflutning- ur til fylkisins frá brezku eyjun- um og voru margir nýbyggjar þaulætfðir í ðllu því, er að gripa- rækt laut. *3ettust þeir að og komu sér upp griparæktarbúum í Lethbridge, Macleod, Pincher Creek, High River, Calgary, Bow River, og í kringum Red Deer — Um 1880 hófst þar fyrst sauðfjár- rækt, en fremur gekk útbreiðsla hennar seint. í Suður-Alberta gengu gripir að mestu leyti sjálfala, þegar ó hinum fyrstu landnámsárum og gera svo víða enn. Mest var þar um buffalo gras, bunch gras og blue joint En þær tegundir eru allar mjög bráðþroska. Fyr á ár- um var það aðalstarf bóndans, að afla fóðurs handa skepnum sínum, en nú skipar kornræktin víða fyrirrúm, þótt á öðrum stöð- um sé griparæktin stunduð jöfn- um höndum. Áhrifum Chinook vindanna er það að mestu leyti að þakka, að veðráttan er svo góð, að skepnur geta gengið úti allan ársins hring. Stundum hefir það komið fyrir, að útigangsgripir hafa fallið, en þó eru þess tiltölulega fá dæmi. Nú má svo heita, að nálega hver einasti bóndi hafi nægan fóður- forða fyrir allar skepnur sínar og er útigangsgripum oft gefið á skalla. Hey er yfirleitt kjarngott í fylkinu og beitin ágæt. í Suður Alberta er að finna suma allra beztu sláturgripi, sem þekkjast í Canada. Frá árinu 1870 og alt fram að aldamótin var griparæktin vit- anlega ekki búin að ná því há- marki, sem nú á sér stað. En um árið 1900 var þó farið að senda ágæta gripi á enskan markað frá Calgary, High River, Claresholm, Pindher Creek, Macleod, Leth- bridge, Medicine Hat, Bassano og Langdon. Árið 1902 var stofnað Tht Alberta Railway and Irriga- tion Company, með hðfuðstað í Lethbridge. Keypti félag þetta lönd allmikil af sambandsstjóm- inni og tók að gera tilraunir með áveitu í Spring Coulee og Chin Coulee héruðunum, og sömuleiðis á svæðunum umhverfis Magrath, Raimond, Stirling, Lethbridge, Coldale og Chin, en þó mestmegn- is austur af Lethbridge. Um þær mundir var tekið að girða inn lönd með vír. —> Árið 1903 var stofnað The Canadian iPacific Ir- rigation félag, er það takmark hafði fyrir augum, að veita vatni yfir svæðin austur af Calgary. — Var vatnið tekið úr Bow River. Árið 1907 var enn stofnað félag, er Southern Alberta Land Com- pany nefndist, með aðsetur í Medicine Hat, er tókst á hendur að veita vatni á önd vestur atf þeim bæ. Landflæmi þau, er nefnd félög eiga, nema til samanö því nær þrem miljónum ekra. Skifta má spildu þessari í fjóra megin- hluta. Hinar vestlægari lendur Canadian Pacific félagsins í austur frá Calgary, en norðan við Bow River. Er svæði það um 40 mílur frá norðri til suðurs, en 65 mílur austur á bóglnn. Um 223,000 ekrur eru hæfar til áveitu. Hef- ir meginið af lðndum þessum nú verið selt. —> Suðaustur af spildu þessari liggur önnur landareign sama félags, er hefir inni að halda um ,245,000 ekra. Þar af hefir vatni verið veitt á 400,000 ekrur. Töluvert er enn óselt af landi í fláka þessum. Árið 1908.náði Canadian Paoi- fic félagið í hendur sínar umráð- um yfir miklu af þeim lendum, er Alberta Land Irrigation félag- ið í Lethbridge átti. Svæði það er 499,000 ekrur og vatni verið veitt á rúmar 120,000 ekrur. Mest af landi þessu hefir þegar verið selt. Annað áveitusvæði má nefna, er liggur í Suffield héraðinu. Er ?að eign The Canada Land og Ir- rigation félagsins, sem áður var kallað Southern Alberta Land Company, með aðal skrifstotfu 1 Medicine Hat. Enn eitt áveitu- svæði liggur í Bow Island hérað- inu. Samtals nema lendur þess- ar 530,000 ekrum og eru þar af 203,000 hæfar til áveitu. í suðurhluta fylkisins, er avalt verið að gera frekari og frekari tilraunir til áveitu. Var þar stofnað eitt slíkt félag 1919, er Taber Irrigation Associatlon nefnist, er tekið hefir sér fyrir - hendur að veita vatni á Í7,000 ekr- ur í nánd við Taber. Fleiri fyiir- tæki í sðmu átt, eru í undirbún- ingi víðsvegar um fylkið. Hagn- aðurinn af áveitunni hetfir þegar orðið mikill í Suður-Alberta. Hafa þar víða risið upp blómleg bygð- arlög, þar sem áður voru gróður- litlir harðbalar. Er þar víða rækt- að mikið af alfalfa og öðrum kjarngóðum fóðurtegundum. Nokkuð er af auðugum gripa- ræktarbændum í suðurhluta fylk- isins, einkum þó kring um Olds, Magrath, Raymond, Coutts og norður og suður af Medicine Hat. Víðast hvar eru beitilðnd fyrir gripi girt inn með vír. í Suður- Alberta, er mikið um sauðfé, og gengur sjálfala í reglulegri afrétt og smalað er saman á vissum tím- um. Sauðf járræktin er stöðugt að blómgast og verður eflaust mjög arðsðm, er stundir líða. Alitfuglaræktin hefir gefið af sér feikna mikinn auð og hefir reynst bændum regluleg féþúfa. Kornræktin er alt af að útbreið- ast með hverju árinu er líður, svo þar sem áður voru tiltölulega lé- leg beitilönd,blasa nú við blóm- legir akrar. í Suður-Alberta seljast órækt- uð lönd í áveituhéruðunum fyrir þetta fimtíu dali ekran, en rækt- uð áveitulðnd frá 75—125 dali ekran. En í hinum þurrari hér- uðum má kaupa ekruna tfyrir fimtán til fimtíu dali. Svæðið frá Carston til Pincher Creek og norður á bóginn til Calgary og Macleod og Edmonton járnbraut- arinnar, er einkar vel fallið til blandaðs búnaðar, enda fylgist þar að jöfnum höndum gripa- og okrnrækt. Claresholm liggur í austurjaðri þessarar landspildu. Bæir á þessu svæði eru Nanton, High River, Okotoks, Crossfield, Dids- bury, Olds, Innistfail. 1 héruð- unum umhverfis þessa bæi er mikið um griparæki og fram- leiðslu mjólkurafurða. Heyskanur er þar víðast hvar mikill og góður. Blandaður landbúnaður er kom- inn á hátt stig í Mið - Alberta. Með lagningu Canadian Pacific járnbrautarinnar, er kom til Cal- gary árið 1885, tók landið um- hverfis mjðg að byggjast. Varð Calgary þá þegar allmikill verzl- unarbær og hefir verið það jafn- an síðan. Landið hefir verið að byggjast norður á bóginn jatfnt og þétt. Er jarðvegurinn þar næsta auðugur. Fyrsta aukalína Canadian Pacific ^élagsins á þessu svæði var lögð norður frá Calgary árið 1891. Síðar lagði Canadian National járnbrautar- félagið brautir bæði í norður og suður og er landið með fram þeim eitt hið frjósamasta í öllu fylk- inu. Staðháttum í Mið - Alberta hagar nokkuð öðru vísi til en i Suðurfylkinu. Nýbyggjar í Mið- fylkinu hafa alla jafna átt nokkru ðrðugpa með að koma sér fyrir og hafa haft meira af örðugleikum landnemalífsins að segja. En landkostir eru þar fult eins góðir. Ræktað er þar mikið af höfrum og og sömueiðis m&rgs- konar fóðurtegundum. Er fram- leiðsla kjöts, ullar og alifugla af- armikil, í þeim hluta fylkisins. Garrick Leikhúsið. Kvikmyndin “The Other To- morrow”, er einstaklega skemti- legur og æfintýraríkur leikur, sem sýnir ástir og æfintýri þannig, að allir hafa ánægju af. Leikend- urnir eru ekki margir, en þeir leika allir prýðisvel, en Miss Dave leikur aðal hlutverkið. — Mega þar allir eiga von á góðri skemtun.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.