Lögberg - 24.04.1930, Blaðsíða 2

Lögberg - 24.04.1930, Blaðsíða 2
Bls. 2. LÖGBEJLG, FIMTUDAGINN 24. APRÍL 1930. Trjárœkt á Islandi Saga eftir J. J. Myrea, Mountain, N. D., 1929. (Niðurl.) Til hvers var eg nú annars að þessu ferðalagi? Það var bara með einu augnamiði. Eg var að reyna að fá ábyggilega sannfær-, ingu viðvíkjandi trjáræktarmögu-| leikum á íslandi. Þess vegna voru nú vist íslands hugleið-j ingarnar fyrstar á blaði. Mér heyrist Indíáninn segja eitthvað um að verða úti á fslandi. Nei, það gat ekki verið.^ví hann vissi( ekkert um ísland, log þegar eg leit á hann, sá eg að hann stóð nú eins og hann hafði gert á steininum,, og var að horfa vest-j ur til fjallanna. Nú tók eg eftir því, að hann hafði augun aftur. Til hvers var að horfa, með aug- un aftur? En hann um það. Jú, nú var eg að koma þessu samhengi fyrir mig. Það hafði einhver orðið úti á íslandi. Land-! námssögurnar segja þar frá fögr-| um skógum, og enn þá eru eftir svolitlar leifar af þeim. En yfir höfuð að tala, hafa skógar á ís- landi orðið úti, og mér fanst það nú meir en nokkru sinni fyr öm-, urlegt. Mér fanst nú að fylgdar- mennirnijr hefðu j getað bjargað þeim. Og mér fanst nú einhvern veginn eins og þeir hefðu átt að bjarga þeim. Samt gat eg nú ekki fengið af mér, að sakfella fylgdarmennina, því eg viss! vel, hvað þörfin er harður húsbóndi.' En eg mundi það nú vel, hvað eg hafði oft verið reið við íslenzku skáldin. Líklega hafði eg venð reiðari við íslenzku skáldin, en nokkra aðra mAin á jörðinni, vegna þess að þau höfðu gleymt að kveða um tré og skóga. Auð- vitað þótti mér í aðra röndina 6-j sköp vænt um þau og margt höfðu( þau vel kveðið. Datt mér nú margt í hug. Sum höfðu þau kveðið um náttúrufegurð íslandsJ Nú fyrst gat eg skilið hvað þau, meintu. Nú sá eg svo vel, þegarj eg leit út yfir öræfin, hvað bert^ og nakið landslag getur verið ynd-f islegt. Hér var þó sannarlega trjálaust útsýni, að eis eitt tré, og eg sat í skugga þess. Eg þótt- ist vi^a, að þetta tré fyrirgæfi^ mér, þótt eg fyrirgæfi skáldunum á íslandi. Nú var annað að-1 gæzluvert. Eg hafði, eins og vitr-( ingarnir forðum, komið langa^ leið, og nú skildist mér, að eg hafði aðallega komið til að sjá þetta tré. Hvaða offur hafði eg nú að bjóða? Hérna var eg fulltrúi ís- lenzkra kvenna, stödd hjá Öræfa-J drotningunni. Hvað var nú til- hlýðilegra, heldur en að eg bæri fram íslenzka vísu eða kvæði? Sannarlega var þó nóg til af ís- lenzkum kveðskap og margt hafði móðir mín kent mér, og æðimargt hafði mér hlotnast að ná í þar að auki. Eg hafði verið sólgin í að læra og lesa íslenzk kvæði, og því skyldi það nú ekki koma mér að góðu haldi? Nú reyndi eg að muna eitthvað tilhlýðilegt. Eitthvað um tré, Eitthvað um skóg, eitthvað sem stæði í hljóðstaf og eg þyrfti ekki að skammast mín fyrir sem kveðju frá íslandi til öræfadrotn- ingarinnar. Eg fann til þess, að þetta var merkisstund æfi minnar, Hér et't- ir, svo lengi sem eg lifði, mundi endurminning þessarar dagstund- ar standa mér í fersku minnf. Eg var hér að eignast mynd, sem ald- rei mundi glatast. Þessi mynd yrði svo miklu dýrmætari, ef að íslenzkt kvæði, eða þó ekki væri nema eitt vers, væri skrifað neð- an undir. En hvernig stóð nú á því að eg, sem var svo minnis- góð, gat nú ekkert munað um tré á íslandi. Ekkert viðeigand,i, enga heilsan, enga kveðju. Hvern- ig gat eg fyrirgefið íslenzku skáldunum? Nei, nú var eg eins reið og sár við þau, eins og nokk- urn tíma áður. En skiljanlega hafði það, sem eg hafði náð .í um dagana af íslenzku kveðskap, ver-J ið af skornum skamti. Tíningur svona af handa hófi, og auðvitað kunni eg minst af því. Þó var ekki sennilegt, að eg hefði lesið' íslenzkan skáldskap um tré, án' þess að festa hann í minni. Svo' var eg nú aðeins sléttubarn, alin' upp í Norður Dakota. Hvaða1 rétt hafði eg nú annars til að vera reið við íslenzku skáldin? Þau réðu því sjálf, hvort þau vildu kveða smekk fyrir trjám og' skógum inn í íslenzku þjóðinaj eða ekki. En frá trjáræktar- og fegurðar sjónarmiði var það þó sannarlega slys fyrir þjóðina/ að hafa ekki átt slík skáld. Jæja, eg kunni nóg á ensku, sem^ eg gat gripið til, og eg byrjaði á erindinu, sem svo margir kann- ast við, og eg sagði fram fyrstu hendinguna upp hátt eins vel og eg gat, og svo þagnaði eg. Eg fann, að enskan var ekki tilhlýði- leg. Ó, ef eg bara sjálf væri skáld! Hvað mikið vildi eg nú ekki gefa til þess! En það var nú ekki því að heilsa. Skárra væri þó að þýða erindi á íslenzku. Eg hafði aldrei þýtt neitt, og ef það mishepnaðist, þá yrði það bæði mér oð íslendingum til minkunar. Þó lagði eg út á tvær hættur, og eg hefi líklegast ver- ið í tíu mínútur að segja: “'Eg held það muni aldrei ské, Eg sjái kvæði frítt sem tré. Tré, sem setur svangan munn Sífelt niður að jarðar grunn. Tré, sem lætur laufin græn Líta upp til Guðs í bæn, Tré, sem hreiður í hári fól, Gaf rauðbrystinga ungum skjól. Tré, sem bar á brjóstum snjó, Og á móti regni hló. Eg heimskt get ort, en það eg sé, að Guð einn getur skapað tré.” —(Kilmer)w Eg óskaði að öll skáld frá ís- landi væru komin þarna til mín, og fengju að sjá með eigin aug- um það, sem eg var að horfa á. Eg hafði hugmynd um, að með tímanum mundi þá fara að ræt- ast fram úr með það velferðar- mál, að klæða landið. Auðvltað gæti eg sagt frá þessu tré og mörgu fleira. En hver mundi trúa mér? Hver mundi hlusta á mig? Eg var aðeins einn Vest- ur-íslendingur. Hvaða rétt hafði eg til að reyna að kveða kjark í íslenzku þjóðina? Hvað mundi annars ein kona geta áorkað! Nú var skugginn að færast upp á bakkann, þar sem eg sat, og hann var að verða nógu stór fil þess að skýla hestunum lika frá sólinni. Það var kominn tími til að gefa mínum hesti að drekka aftur, og svo gat eg komið honum í skugga, og þá mundi honum líða betur. Eg yrti ekki á Indíánann, en fór að vatna hestinum. Indíán- inn stóð í sömu sporum, þegar eg kom til baka, og hafði ekki hreyft sig. Eg gat ekki komið mínum hesti nógu framarlega á gjár- brúnina til þess að hann gæti notið skuggans. Svo eg tók hest Indíánans og leiddi að trénu, þangað til hann stóð í skugganum á blábrúninni. Nú gat eg komið roínum hesti að hliðinni á hon- um, og stóðu þeir nú báðir hreyf- ingarlausir og nutu skuggans. “Er hvergi gras eða gróður hér, svo við getum látið hestana bíta?” sagði eg. “Er útsýnið gróðrarlegt?” sþurði Indíáninn. Loftið var hreint, og eg gat séð mjög langt. Og eftir að virða einu sinni enn fyrir mér þennan töfraheim, sá eg að spurning mín hafði verið óþörf. 9 “Eg er í nokkurs konar rann- sóknarferð,” sagði eg við Indíán- ann, “og hefi fundið hér nokkuð, sem eg bjóst ekki við að finna. Þú ert fylgdarmaður minn, og nú vil eg að þú gerir mér greiða. “Eg veit, að Indíánar kunna margar sögur að segja af hálend- um, hólum, hnjúkum, dröngum, gjám, skógum og ám. Nú vil eg að þú segir mér sögu þessa trés, og þér er ekki til neins að segja mér, að þú kunnir ekki sögu, sem er í sambandi við það.’ “Þetta tré stendur þarna og segir sína eigin sögu, og það get- ur hver talað við það sem vill,” svaraði Indíáninn. “Ó, eg er hrædd um, að sumir séu ekki lægnir á að tala við tré,’ sagði eg. “Eg held það væri betra, að Indíáni talaði við þetta tié.” “Hvítir menn hafa augu og eyru, ekki síður en Indáánar.” “Satt er það, en mér dettur í hug, að Indiáninn geti í sumum tilfellum verið glöggskygnari og jafnvel fjarsýnni, en hvítir menn.” • Indíáninn hló kuldahlátur og sagði: “Þú ætlast til, að eg sé hreinskilinn við þig, því ert þú þá ekki hreinskilin?” “Er eg ekki hreinskilin?” “Þú sagðir ekki það sem þér datt í hug.” “Hvað datt mér í hug?” “Þér datt í hug, að margur hvítur maður hefði góð augu, en lélega sjón. Góð eyru, en heyrði lítið. En þú reyndir að dylja þessa hugsun fyrir mér.” “Ó, segðu mér eitthvð um þetta tré. Hvað veizt þú um þetta tré? Hvað er þetta tré gamalt? segi eg.” “Móðir mín sá þetta tré, áður en eg fæddist,” sagði Indíáninn. “Sennilegt að amma mín hafi séð þetta tré, löngu áður en> móðir mín fæddist.” “Hvernig er þetta tré hingað komið?” sagði eg. “Fuglar bera fræ,” sagði Indí- áninn. “En það stendur skrifað, að fræ sem falli í grýtta jörð, muni ekki vaxa.” “Það var allareiðu dálítil sprunga í klettinn,” sagði Indí- áninn. ’ “Vatn rennur í sprungur, og fræ, sem hefir vökva og dálít- inn jarðveg, byrjar fljótt að skjóta rótum. Hér er nóg vatn.j Nokkra daga á leysingum. VatnJ og frost hjálpa sprungunni til aðj stækka. Sprungan stækkaði með trénu.” “Ó, eg veit þetta alt,” sagði eg. “Eg ætlast til að þú talir við þetta tré og segir mér eitthvað, sem eg ekki veit.” <vÞú verður þá að spyrja skyn- samlega,” sagði Indíáninn. “En mig grunar, að Indíánar geti talað, án þess þeir séu spurðir.” “Þessi Indíáni er rétt að segja hættur að tala. f dag hefi eg tal- sumars og suður aftur að haust- inu, lá leið þeirra ekki langt hér frá, og Indíánar veiddu hér oft‘ sér til matar. Þeir nefndu mig snemirih öræfadrotninguna, og er útlit fyrir, að það nafn haldist; mér þykir vænt um, að þér þykir útsýnið fagurt. En eg heyri, að þér þykir ábúðarjörðin rýr, og þú heldur að búskapurinn sé örðug- ur. En eyddu ekki meðaumkvun þinni á mig. Hér er eg fædd og uppalin, þetta hefir verið mitt heimili, og heldur áfram að vera til dauðadags. Hér kann eg velj við mig. Hér hefi eg liðið blítt( og stritt. Hér er eg einvöld, og j þarf engum að lúta, og eg er ekkij hrædd við neitt, nema öxina, og hér er eg býsna óhult fyrir henni,| þó hvítir menn séu óðum að eyði-, leggja ættingja mína, munu þeir. ekki skifta sér af . mér. Hitinnj þvingar mig ekki, frost og kuldar geta ekki grandað mér. Vindur að meira en eg hefi talað á mörg-! um mánuðum. Eg hefi verið að gera það fyrir þig, til þess að vera góður fylgdarmaður. Eg hefi talað á þínu máli, og forðast' orðatiltæki Indíána sem mest. En þú ert ekki búin að segja mér hvað þú vilt vita. Hvernig get1 eg þá uppfrætt þig ” sagði öld-| ungurinn. “Það væri heldur ekki til neins að segja þér það, sem þú mundir ekki skilja.” "Hvað veizt þú um trjárækt? Hvað veizt þú um, hvað norðar- lega trjálínan liggur? Hvað veizt þú um ísland? Hvað veizt þú um það, sem er mér mesta áhuga- bál?” sagði eg. !Nú hló Indíáninn aftur og sagði: “Hvað er þér mest áhuga- mál?” “Um trjáræktar möguleika á íslandi. Það er búið að eyði- leggja skógana, sem voru á ís- landi, og það þarf að klæða land- ið. En að tala um þetta við þig hér, er blátt áfram árangurs- laust” “Já, Indíánar eru aular. En hvítir menn vita alt. Þess vegna hefir þú farið heimskulega að ráði þínu í dag, þegar; þú hefir verið að spyrja mig. Eg hefði aldrei átt að svara þér.” “Ó, eg meinti það alls ekki, að þú- værir neinn auli. Eg bara meinti, að þú vissir ekki neitt um ísland.” “Getur þú dregið greinilegt kort af íslandi, hér á sandstein- irtn?” sagði Indíáninn. “Nei, því miður, eg er hrædd um, að það yrði mjög ónákvæmt.” “Þó talar þú ógætilega.” “Og því ógætilega? Eg sagði aðeins, að það væri ekki von, að þú vissir neitt um ísland.” ‘'Eg gæti þó dregið býsna gott kort af því,” sagði Indíáninn. "Eg bið forláts. Eg vissi ekki, að þú værir skólagenginn.” "Eg er ekki skólagenginn. Eg hefi afsagt að læra hjá hvítum mönnum.” “Hvernig getur þú þá vitað svona hluti?” ‘^Börnin mín hafa lært fræði hvítra manna og komist langt í skóla.” Nú skil eg,” sagði eg. “Þú hef- ir ekki viljað gera hvítum mönn- um það til þóknunar að læra af þeim. En þó hefir þú lært í laumi af börnum þínum.” “Landafræði er Indíánum mat- ur og drykkur, og margt er nýti- legt í fræðum hinna hvítu, þó þetta sé í fyrsta skifti, sem eg geri þá játningu. — Hvað trjálín- una snertir, þá ætti Indíáninn að þekkja sitt eigið land.” “Ó, þú berð þá líklega skyn- bragð á það, sem eg vil vita.” “Indíánar planta ekki trjám. Ekki heldur höggva þeir tré.” “Við höfum stuttan tíma, og við ættum að vera lögð á stað heimleiðis,” mælti eg. “En gerðu þetta fyrir mig, segðu mér eitt- hvað um þetta tré.” “Eg skal gera mitt bezta, að láta tréð tala við þig nokkrar mánútur. “Öræfadrotningin talar til þín glöð yfir komu þinni og þakkar þér fyrir hlý orð. “Hér eru nú ekki miklar manna ferðir. En á meðan vísunda- hjarðirnar fóru norður fyrri part inn getur ekki rifið mig upp með( rótum. Ekki heldur getur hani) brotið mig, því eg hefi æft mig í því að beygja mig fyrir honum, síðan eg var barn, og er þess vegna mikið seigari heldur en skldymenni mín, sem búa í skjól-J inu. Eg stenzt vinda, sem mundu rífa þá upp með rótum, eða brjóta og feykja eins og strái. Eg hefij lært að laga mig eftir kringum- stæðum og staðháttum og mér hefir tekist það svo vel, að nú gæti mér hvergi liðið betur, kann ske hvergi eins vel. Eða sýnist þér eg ekki full-hreystileg Sýn- ist þér eg muni vera nokkur hvít-! voðungur, þó eg hafi aldrei notið aðhlynningar frá manna höndum? Hugsaðu til mín seinna, þegar þú sérð menn vera að planta trjám, þar sem kringumstæður allar eru mörgum sinnum betri en hér. Og þó deyja þau hrönnum saman, svo að segja í höndunum á þeim, eða þá lifa kramar lífi, fyrir slæma meðferð; mundu þá, að eg. hafi sagt þér, að sumir menn, sem ættu að hafa skynsemi, fara ver með tré, en hraunið hérna hefir farið með mig. “Þeir taka nýgræðinga, seir) hafa verið aldir upp í mesta eft- irlæti sem hugsahlegt er, og hola þeim niður einhvers staðar af mesta handahófi. Hafa jafnvel ekki vit á svo miklu, sem að þjappa nýja jarðveginum nógu fast utan að rótunum, og eru svo stein hissa, þegar þessi snöggu umskifti drepa plönturnar. “Margt annað gæti eg sagt þér um handvömm, hirðuleysi og fá-j vizku þeirra, sem ekki geta látið tré vaxa þar sem kringumstæð-: urnar eru mörgum sinnum hent-j ugri heldur en eg ólst upp við. Auðvitað hafa þessir menn æfin- lega nógar afsakanir. Þeir kenna jarðveginum um, kulda, hita, þurk, eða einhverju öðru, sem þeim dettur í hug, um misíell- urnar, þó að sannleikurinn sé, að vanalega gengur ekkert að nema vankunnátta, leti eða skeytingar- leysi. Enginn maður, hvítur eða dökkur, getur lifað hér, sem eg hefi alið allan minn aldur. Jafn- vel úlfar þora ekki að heimsækja mig á sumrum. “Margur maður hefir orðið úti, þar sem þú situr við rætut mínar. Þegar vindurinn blæs og sandur- inn og vikuraskan fjúka og breiða fyrir sólina, þá er ekki holt fyrir menn að vera hér á ör- æfunum. Sandbyljirnir eru skæð- ari en snjóbyljirnir. Líttu alt í kring um þig og taktu eftir því, hvernig þessi sandur hefir etið og sorfið hnjúkana, tindana, hól- ana og brekkurnar. En eg hefi lifað svona sæmilegu lífi hér þó mennirnir hafi gefist upp. Ætl- ar þú hér eftir að láta segja þér, að það séu hæfilegir manna bú- staðir, þar sem ekki er hægt að rækta tré? Þú þarft ekki mikið að brúka þina eigin skynsemi til xess að skilja, að jafnvel villi- menn eða skrælingjar munu ekki geta dregið fram lífið við eing örðug kjör og tré. Enda er trjá- gróður óðum að færast norður. “Far þú nú vel. Guð blessi þig. Guð blessi ísland.” '— “Þetta er nóg,” sagði Indíán- inn. “Indíáninn fer nú að hætta að tala; hann á . fátt eftir að segja. En nú skalt þú fara að hafa þig til bygða. Nú mátt þú ekki eyða meiri tíma. Eg er búinn að gefa þér seinustu mínútuna, sem þú mátt eyða hér.” “Guð blessi ísland!” sagði eg forviða. “Þarna kemur þú með síðustu orð móður minnar og föð- ur míns, og þú lætur þetta líka vera síðustu kveðjuorð Öræfa- drotningarinnar. ó! rauði mað- ur, í hvaða skola hefir þú lært, hver hefir kent þér? "Við verðum að hraða okkur héðan. Héir er hestur þinn. Farðu á bak.” “Þú ferð ein til baka. Indíán- inn fylgir þér ekki lengur.” “Hvað ertu að segja, fylgir mér ekki lengur?” “Þú ferð til baka ein, rauði maðurinn verður hér eftir.” “Það er ómögulegt. Þú meinar ekki þetta. Þú veizt, að eg rata ekki til baka, og hvað ætlar þú að gjöra með að verða hér eft- ir? Enda er eg óviss um, að minn hestur rataði.” “Nei, nú er þinn hestur átta- viltur í hrauninu,” sagði Indíán- inn. “En eg ætla að biðja þig að skila því til Englnedingsins, þeg- ar þú kemur aftur til baka.” “Eg mun aldrei komast til baka, ef hvorki eg eða hesturinn röt- um.” “Við látum nú þín reiðtýgi á minn hest, og þú þarft ekki ann- að en að lofa honum að ráða, og mun hann skila þér heim heilu og höldnu, og þinn hestur mun elta.” ‘'En hvað verður þá um þig? Þú getur ekki orðið hér eftir hestlaus.” “Eg hafði ekki ætlast til þess, að við þyrftum að skilja, en nú er ekki hægt að gera við því. Þú kemst ekki út úr þessu hrauni nema á mánum hesti.” “Eg skil ekki við þig hér gang- andi og það er ekki til neins að tala um það.” “Eftir nokkrar mínútur verður þessi Indíáni týndur hér í hraun- inu og þú getur ekki fundið hann. Þú mátt eins vel fara heim undir eins.” “Eg læt ekki fara svona með mig, þú veizt að eg hefi ráðin, en ekki þú, og verður þú nú að segja mér hvað þú meinar.” “í hrauninu hefir Indíáninn ráðin. í hrauninu er Indíáninn frjáls, og hér getur hann dáið frjáls.” “Þú meinar, að þú / ætlir að verða hér eftir, bara til að verða úti ? ” “Eg byrjaði að verða úti fyrir nálægt þrjátíu árum, þegar hvítu mennirnir króuðu okkur af og úthlutuðu okkur litlu blettunum, sem þeir kalla lönd; þar hefi eg verið fangi síðan. Þeir drápu vísundahjarðirnar, sem -við átt- um og skiftu tugum þúsunda. Svo gáfu þeir mér þrjár kýr, og vildu gera mig að kúahirðir, en eg neitaði að hlýða, og eg skal segja þér rétt eins og er: Eg hefi ekki ætla mér að deyja fangi, eða lofa hvítum mönnum að grafa mig í sánum grafreit niður við bygð. f dag hefði eg hvort sem var strokið upp á hálendið, hefði eg ekki þurft að fylgja þér. Svo mismunurinn er enginn, nema eg bara missi hestinn.” “En hvað hefir þú með hest að gera, ef þú talar svona?” “Hann er orðinn gamall eins og eg, og eg hafði ekki ætlast til, að við þyrftum að skilja.” “Þú mátt ekki flýta fyrir dauða þínum, með því að verða hér eftir.” “Eg er ekki að flýta fyrir dauða mínum. Eg er veikur og á að- eins fáa klukutíma eftir. Svo þú sérð, aðj það er ekkert óttalegt við þetta. Svo legðu nú strax á stað.” “Eg held eg fari nú að skilja. Þú hefir vitað í morgun, að kall- ið var komið, og með einstakri al- úð gefið mér þennan síðasta dag, og eytt honum til þess að svara spurningum mínum með þolin- mæði.” “Þér ejr marg-velkominn síð- asti dagurinn og hesturinn.” ‘^Og þar býst eg við að þú gef- ir mér aleigu þína og það, sem þér þykir vænst. um, því ekki hefði mér átt að dyljast það 3 dag, hvað sárt þér tók til hests- ins í orði. Þetta má ekki svona til ganga. Og hefi eg betri ráð.” “Hver eru ráð þín?” “Þú mundir helzt kjósa, að fá að hvila á Bardagahól, og að hest- ur þinn væri grafinn þar með þér, og skal eg sjá um þetta. Takt þú nú hest þinn og kom þú með mér yfir á Bardagahól, og skal eg bíða þar hjá þér, þangað til endirinn kemur. Þá tek eg hest þinn og fer til bygðar; þá get eg bæði séð til að þú verðir grafinn hjá feðrum þínum, og eins skilað hestinum aftur, og skal hann verða skotinn þar á morgun.” “Meining þín er góð, og þakka eg þér fyrir, en ekki þori eg að fara að ráðum þínum. Eg hygg, að þú fáir ekki að koma þessu í framkvæmd, vegna þess yað það verði tekin af þér ráðin. Hvítu mennjrnir munu sækja líkið og grafa niður í bygð.” “Ekki mun svo verða. Mr. Matt- son er bæði mannúðar og mann- kærleika maður, það er eg sann- færð um, og eg skal flytja svo mál þitt, að hann verði glaður að \erða við ósk þinni.’ “Ert þú viss um, að þér muni takast það, og ekki muni út af því bregða?” “Já, eg lofa þér því.” “Indíáninn trúir þér, þá skul- um við leggja af stað.” Þegar við komum að Bardaga- hól, sá eg að Indíámrui var mjög veikur. Lagðist hann upp á stóra steininn, þar sem við höfðum miðdagsverð, og svaraði hann nú ekki framar þó eg yrti á hann. Enda var hann örendur eftir stutta stund. Hagræddi eg nú lík- inu og breiddi ofan á það. Eitt vestur-íslenzka skáldið kvað um landnemana íslenzku: “Enginn skilur útlagann. Enginn saknar dýpra en hann. Enginn heitar innra brann. (Enginn mælir funa þann. Enginn lýsa’ hans angist kann- Enginn minni samhug fann. Blika um brár blóðug tár. Forlögum varð ei varist. Æfiár, æskuþrár, Alt, alt alt hefir farist. Alt. —1 Til einskis barist. Einn fær ei öllum varist.” (Þ. Þ. Þ.) Mundi þetta ekkil eiga hér um bil jafn-vel við frumbyggjana, sem urðu að rýma fyrir landnem- unum? Nú fór eg að ráðum Indíánans með að söðla hest hans og fara til bygðar. 'Næsta dag lagði eg af stað með Mr. og Mrs. Mattson, Mr. Smith og nokkrum Indíánum til þess að jarða öldunginn. Mr. Mattson skaut sjálfur hest Indíánans og var hann grafinn skamt frá leiði gamla mannsins. Fjórir beztu hestar Mr. Mattsons stóðu við gröf hans, á meðan mokað var ofan í. Þegar Mrs. Mattson og eg fór- um frá gröf gamla mannsins fyr- irvarð hvorug okkar sig fyrir það, þó við feldum nokkur tár, og mér fanst nærri eg geta heyrt öldunginn segja: “Tvær miklar konur, sem ekki eru hvítar.” Mér hafði orðið á að sofna í ruggustólnum við radíóið, og var nú konan mín komin til að sækja mig. Ekki hefi eg fengið skeyti frá Siggu síðan. ENDIR. Frá íslandi Siglufirði, 20. marz. í dag og undanfarna daga stór- hríð á norðan, með tíu til fjórtán stiga frosti. í dag níu stiga frost. Mikil fannkoma. útlitið bendir til, að ís sé nálægur. Lausafregn hermir, að tvo ísjaka hafi rekið á Úlfsdalafjörum í fyrradag, og að íshroði sjáist úr Grímsey. Bátar réru héðan á sunnudag; öfiuðu vel, fengu fullorðinn fisk fullan gotu. •— Mgbl. för EVERY TRAaOR (&TRUCK TRYGGING JCeyrið hvar sem þér viljið — eins hart og þér viljið — hvort sem kalt er eða heitt — hvernig sem brautin er. Með þeirri FULLVISSU að allir hlutar vélarinn- ar eru fullkomlega verndaðir gegn öll- um skemdum. Til þess er eitt ráð--- notið Autolene. rw ^mfrican OiTTv AmericanElHttto^^O.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.