Lögberg - 24.04.1930, Blaðsíða 3

Lögberg - 24.04.1930, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUBAGINN 24. APRfL 1930. Bls. 3. Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga EILÍFÐARBLÓMIÐ. Meðal leiðanna lágu lifir ein smárós skær; fáir fegnrð þá sáu, falin því leynt hún grær; hver sem finnur það bjarta blóm burt ei lætur þann helgidóm. Fyrst á fomaldar árum fanst það á Jesú gröf; síðan s'ilfraðum bárum sigurs það dýr var gjöf. Hver sem býr sig með blómi því björtu ljósi guðs sofnar í. Tárin tíðar er runnu tffaldan ilm það gaf; sár er svíðandi brunnu sviða það létt fékk af. Hver sem blundar því blómi nær bezt’ og ljúfasta drauma fær. Standi ljósum í loga ljómandi jarðar hvel, lofts á bláhvelfdum boga blómið vér sjáum vel. Hver sem sér það, þótt hríð sé ströng, heyrir vemdandi englasöng. Himlins ástgjöf oss ertu / eilífðarblómið skært. Ljós og líf oss æ vertu, Ijækna þú hjarta sært. Blómið lausnarans legstað frá ljóma þú vorum gröfum á. Valdemar Brevm þýddi. JESÚS OG JÚDAS. 1 Mílnaó á ítalíu er heimsfrægt málverk eft- ir listamálarann Leonardo de Vinci. Mál- verkið er af öllum tólf lærisveinunum og Kristi sjálfum, þar sem hann neytir með þeim hinnar síðustu Ikvöldmáltíðar og heitir: j Kveldmál- tíðin.’r Eins og flest önnur listaverk, sem heims frægð hafa hlotið, var þetta málverk lengi í smíðum. Listamaðurinn vann að því með huga og hendi í tugi ára; enda er það talið hið allra fullkomnasta verk sinnar tegundar. En málarinn fylgdi sérstakri aðferð og ein- kennilegri. Til þess að myndin gæti orðið sem allra eðlilegust, hafði höfundurirm sér vissa menn til fyrirmyndar, er hver um sig svaraði til þeim lærisveini, sem um var að ræða. Þegar að því kom, að mála Krist sjálfan, fann listamaðurinn engan mann, sem honum fanst fullnægja því útliti og þeim svip, er hann hafði hugsað sér. Kristur varð að vera liimn- eskur og dýrðlegur, en jafnframt blátt áfram og laus við ailan þótta; hann varð að vera al- vöruþrunginn, en jafnframt lýsa dýpstu hlut- tekningu og mannkærleika. Eftir margra ára leit hitti listamálarinn ungan mann, sem Pietro Bandinelli hét; var hann í söngflokk og iiafði óviðjafnanlega fagra og töfrandi rödd; hann söng aðeins helgisöngva . og siðferðisljóð. Þaraa fanst listamálaranum hann sjá engilfegurð með guðdómlega sál; fékk hann piltinn til þess að koma með sér og leyfa sér að hafa hann til fyrirmyndar við málningu Krists. Þetta tókst meistaralega og málarinn var allskostar ánægður. En myndin var samt ekki fullgerð, því enn- þá hafði listamálarinn engum mætt, er hann gæti haft til fyrirmyndar, þegar hann málaði Júdas. Nú leitaði hann að þeirri fyrirmynd og liðu ])annig mörg ár; loksins mætti hann manni, er honum fanst næst komast þeirri fyr- irmynd, er liann hafði hugsað sér; fékk hann þennan mann til þess að koma með sér, og mál- aði Júdas eftir houm. Þegar verkinu var lokið, horfði ókunni mað- urinn á listmálarann og sagði: “Þú hefir mál- að mynd af mér áður.” — “Það getur ekki verið,” svaraði listamálarinn; “eg minnist þess ekki, að hafa séð þig fyr.” “Eg er Pietro Bandinelli,” sagði ókunni maðurinn. Pietro þessi, sem áður hafði verið fyrir- mynd listamálarans við málningu Kristsmynd- arinnar, hafði farið til Rómaborgar til þess að fullkomna sig í söng og hljómfræði. Þar hafði hann kynst ungum mönnum, er leiddu hann af- vega; hafði hann smámsaman mist taumhald á sjálfum sér, fallið í heljargreipar áfengis- nautnarinnar og alls þess, er henni fylgir. Andlitið, sem nú var herfilega ljótt og and- styggilegt sem fyrirmynd við málningu Júdas- armyndarinnar, var það sama, sem fegurst hafði fundist og fullkomnast fyrir Krists- myndina. Áfengisálirifin ollu breytingunni. ? Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. LIF A KROSSI. Mynd ein fögur er til af stúlku, sem krýpur frammi fyrir krossmai-ki. Það er reist á kíöpp, sem er umflotið sjó. Líklega hefir stúlkan bjargast úr sjávarliáska og krýpur við kross- inn í þakklæti til guðs. Það eru fleiri en hún, sem svo hafa gert, af því að krossinn minnir þá á gæzku guðs föður á himnum. Það hefði þótt furðulegt fyrir mörgum öldum, þegar krossinn var tæki til að lífláta menn, er dæmd- ir voru til dauða. En nú þykir okkur ])að ekk- ert undarlegt, ef við rifjum upp atburð, sem eitt sinn gerðist sustur í Gyðingalandi. Utan við Jerúsalem var hæð sem hét Gol- gata. Þar voru einu sinni að morgni dags reistir þrír krossar. Á þeim öllum liéngu sár- þjáðir menn. Þeir höfðu allir verið dæmdir til dauða. Líkamlegar kvalir þeirra voru þær sömu og dauðinn varð hlutskifti þeirra allra jafnft Ókunnugir menn, sem staldrað höfðu við til að horfa á krossfestinguna, mundu varla hafa gert mikinn mun á þessum mönnum. En þegar við, sem nú lifum, rifjum upp atburði föstudagsins langa, er eins og einn krossinn sveipist guðlegum ljóma, en hinir hverfi í dap- urri móður. Þetta er vegna þeirra, sem á kross- inum héngu. Tveir þeirra voru ræningjar, hinn þriðji var Jesús frá Nazaret. Ræningj- amir höfðu lifað á því, að gjöra öðrum ilt, en Jesús hafði alla æfi hjálpað, liuggað og glatt aðra. Kærleikur hans sást í öllu, sem hann gerði. Guð hafði sent hann í heiminn til að kenna mönnunum að elska hverir aðra, eins og guð sjálfur elskaði þá. Af þessu sjáið þið, að þótt dauði ræningjanna og Jesú væri svipaður, var Uf 'þeirra gjör-ólíkt. Þess vegna er það ljómi guðs lífs, sem við sjáum á krossinum, sem Jesús deyr á. — Þótt hann hefði dáið á krossinum, gagnaði það mannkyninu ekki neitt, ef hann hefði ekki lifað í kærleika — jafnvel á krossinum. En þar bað liann fyrir óvinum sín- um. — Líf, sem lifað er í líkingu við Krists alt til dauðans, þrátt fyrir alt, sem á móti blæs, köllum við sjálfsfórn. Mér var einu sinni sögð saga um fólk, sem bjó í dirnmum dal, þar sem aldrei sá sól og allir lifðu í myrkri. Enginn þekti leiðina gegnum fjöllin — þangað sem sól- in skein frá morgui til kvölds. Einu sinni lagði samt ung stúlka af stað inn í djúpt gil eða gljúfur, til að vita, hvort hún kæmist ekki út í sólskinið. Skömmu síðar lögðu fleiri af stað, og að lokum alt fólkið. En þegar það kom inn í gilið, þurfti það að fara um kletta og klungur. Þar var hæði eggjagrjót og hálka. Eftir nokkra göngu fann það skó ungu stúlkunnar, sem hún hafði týnt, og af því :sá það, að þetta var Ieið- in, sem hún hafði farið. Seinna fundust sokk- amir hennar og smám saman meira og meira af ýmsu, sem hún hafði til skjóls, en hafði tæzt af henni í urðinni. Loks sáust blóðdrefjar á steinunum. Það hafði farið að blæða úr berum fótum liennar.---------Að endingu sást gilið opnast og fólkið gat í fyrsta sinni fagnað skín- andi sólinni. En utan við gljúfurmunnann lá unga stúlkan — dáin. Hún hafði fórnað lífi sínu til að leiða fólkið sitt út í sólskinið. — Það, sem hjálpaði því, var ekki sjálfur dauðinn, held- ur kærleikur hennar, sem heldur vildi þola dauðann, en gefast upp. Þetta er sjálfsfórn, Líf okkar allra er ýmist lifað í eigingirai og sjálfselsku — eins og ræningjamir, eða þjón- ustu og hjálpsemi — eins og líf Jesú. Öll mæt- um við erfiðleikum og þjáningum, meira að segja þeir, sem alt af vilja. gera gott. Stundum eigum við að velja milli hins góða og einhverra lífsþæginda, e. d. ef litlu barai er lofað fallegu gulli fvrir að gera eitthvað ljótt eða skrökva. En þá reynir fyrst á það, hve góð og fullkomin við erum, ef við þolum livað sem er, án þess að víkja frá því, sem við vitum að er vilji guðs. — Jesús er sá eini, sem aldrei hugsaði eða gerði; neitt ilt. Kærleikur hans var svo mik- ill, að hann Iþoldi krossdauðann vegna hans. Hann vildi leiða alla menn úr dimma-dal sjálfs- elskunnar til sólarljóss kærliekans. Fvrir því hafnaði hann öllum ytri þægindum lífsins og lagði sjálfan sig í sölumar til að leiða oss til Guðs. Krossinn merkir því ekki lengur þjáningu eða dauða. Hann táknar kærleikann, sem sást í lifi Jesú, þangað til hann gaf upp andann á krossinum. Líf ái Jcrossi er líf sjálfsfórnandi kœrleika. —Smári. Jakob Jónsson. RE GN. “Mamma, það rignir,” sagði Magga litla og táraskúrirnar féllu niður um litlu kinnarnar hennar. “Já, elsku bamið mitt! En við eigum líka að þakka guði fyrir regnið. Sko, hvernig regn- ið opnar blómlmappa rósarinnar, svo að hún breiðir út fögru blöðin sín; og fjólan teygir glaðlega blöðin sín mót himninum, eins og hún sé að þakka himnaföðumum fyrir regnið. Guð veit hvað bezt er, ” sagði móðirin blíðlega. “Já, eg veit, að guð veit alt. En þá hlýtur hann líka að vita, að það er ekki nema einu sinni í viku, að eg fæ ’frí‘ frá skólanum til þess að leika mér úti um síðdegið og tína blóm úti á völlunum. Þetta er í þriðja sinn, að eg hefi ekki getað notað það,” sagði Magga kjökrandi. Þá tók móðirin litlu ljúfuna sína á kné sér og sagði henni frá eyðimörkunum í Austur- löndum, hve þurrar og ófrjóar þær væru vegna vatnsskorts, sýndi henni myndir af kaupmanna lestunum, þar sém ferðamennimir skima sljóf- um augum eftir regnskýjum, og úlfaldarnir tevgja fram álkuna, hálf-örmagna af vatns- skorti — þohsta. — Hún sagði henni söguna um hugsjúku móðurina, sem sat hjá syni sínum í óbygðunum og hann var að deyja af þorsta, og hvernig guð bjargaði lífi hans, með því að senda helli-rigningu. 1— Og margar fleiri sög- ur sagði hún honni um regnið og blessun þá, sem því fylgdi. — Magga undi vel við þessa fræðslu og glevmdi öllum leiðindum út af rigningunni. Þegar hún háttaði um kvöldið, bætti hún við kvöldbæn sína þessum orÖum: . “Eg þakka þér fyrir blessað regnið, góði guð. Nú veit eg, að það er alt bezt, sem þú vilt. ’ Guð gefur okkur regnið eins og sólskinið, bömin góð! En þökkum við það, eins og Magga litla? — —Smári. Steinn. S M Æ L K I. — Hann var búinn að skrifa niður hjá sér dálítinn ræðustúf, sem var eitthvað á þessa leið: Eg er kominn hingað, herra Dalmann, til að segja yður í hreinskilni, áð eg elska dótt- ur yðar. Eg get ftdlvissað yður um, að ást mín er endurgoldin, og eg vona, að þér gefið sam þykki yÖar til þess, að dóttir yðar megi verða konan mín. Eg er ékki ríkur maður, en við erum hæði ung og hraust og höfuttn bæði sterk- an vilja á því, hlið við hlið, að yfirvinna allar þrautir lífsins; og — ræðan var mikið lengri — og hann kunni hana alla utanþókar — reip- rennandi — þegar hann gekk að heiman. En þegar hann stóð frammi fyrir herra Dalmann, sagði haim: — Eg — eg — það er — hr. Dal- mann — eg ætla í hreinskilni að segja yður — að — að eg — dóttir yðar elskar mig, og — og — eg er kominn til þess hreinskilnislega að — að — biðja yður — um að verða konan inín — eg meina — eg — hún — við, — þér — nei, við erum fús til, hlið við hlið — eg á \úð — emm ung og getum yfirunnið allar þrautir — nei — eg vona — að þér skiljið mig. — (Jólagjöfin, IV. ár)—Smári. — Jonni: Eru 7 eða 12 dagar í mánuði? Siggi: Hvorki 7 né 12. Það era 365 dagar í árinu, drengur! En það era 7 dagar í viku og 12 mánuðir í árinu. Jonni: Nú — jæja. Það er það, sem hefir vilt mig! — Faðirinn: Hvert ætlarðu með þessa mý- flugu, Fanney? Fanney: Inn til mömmu. Eg ætla að láta hana búa til úlfalda úr henni handa mér. Þú sagÖir í gær, að hún gerði alt af úlfalda úr mý- flugunni. Eg ætla að sjá, hvernið hún fer að því. — Smári. Það er alsiða, þegar kappróður er á milli Oxford og Cambridge, að menn beiti öllum brögðum til þess aö fá sér frí. Er þá mörgu við borið, en flestum verður það fyrir að segja, aÖ þeir þurfi 'að fylgjjai einliverjum iátnum ættingja til grafar. Þess vegna var það, að Midland and Scottish Bank festi upp eftirfar- andi auglýsingu í skrifstofum sínum í London í vikunni fyrir kappróðurinn: — Umsóknir um leyfi til að fá að fylgja gömlum frænkum og frændum til grafar á laugardaginn þurfa að vera komnar til bankastjórnar í seinasta lagi 'klukkan 10 á föstudag — Lesb. — Hún er sein í snúningum hún Sigga. — Minstu ekki á þa^. Hún hefir nú verið 30 ár að því að verða 25 ára gömul. — Þú sagÖir, að þetta væri ágætur varð- hundur. — Já, hefir hann ekki reynst svo? — Jú, það er nú helzt að segja. 1 nótt var brotist inn hjá okkur og þá hamaðist hann og gelti :svo óskaplega, að við gátum ekkert heyrt til innbrotsþjófanna, hvorki þegar þeir komu né fóm. —En sá kuldi, ungfrú góð! — Já, — en eg skal segja yður það, að eg tala ekki við ókunnuga menn, nema eg sé þeim kunnug. — Lesb. SPAKMÆLI. Fyrir ósjálfráða tilviljun era tveir menn bræður; fyrir ást eru tveir menn vinir. — Anon. Lífið er sem spegill fyrir hvem sem er; það er eftir því, hvað hann er og hvað hann gerir: gefi hann það bezta, sem hann á til, verður hon- um gefið það bezta á móti. — Anon. Kossar era eins og gull- eÖa silfurkora, sem finast ofan á jörðinni: ekki svo mikið verðmæti í sjálfu sér, en dýrmætir sem merki þess, að náma sé nærri. — George Villiers. Ófullkomnir menn leita eftir því bezta í öðr- um; ágætismenn eftir því bezta í sjálfum sér. —Cobgfutse. Sá, sem ekki getur fyrirgefið öðram, verð- ur sjálfur að fara á mis við sælubústaðinn, því öllum þarf að fyrirgefa. — Herbert. Sá sem hefir þjáðst mikið, er eins og sá, sem hefir lært mörg tungumál, hann skilur hina þjáðu, og þeir skilja hann. — Anon. Allar stærstu framkvæmdir í heiminum hafa verið unnar með hjartanu, en ekki höfðinu. — Washington Irving. Kastaðu ekki burt gimsteini, þó þú hraflir ])ig á honum. Einn góður vinur er þyngri á metum, en gimsteinar alls heimsins.—Robert Smith. Vinátta, sem keniur frá hjartanu, megnar ekki frostnæðingur andstreymisins að kæla; eins og hið sístreymandi vatn uppsprendulind- arinnar fiýs ekki í vetrarhörkunum. — Kames Fenem. Cooper. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3 HeimiU 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfræBingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 DR. 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tímar: 2—8 Heimili: 764 Victor St., Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba. Lindal Buhr & Stefánsson Islenzkir lögfræBingar. 356 MAIN ST. TALS.: 24 963 peir hafa einnig skrifstofur aB Lundar, Riverton, Gimll og Piney, og eru þar aB hitta & eftirfylgjandi timum: Lundar: Fyrsta miBvikudag, Riverton: Fyrsta fimtudag, Gimli: Fyrsta miBvikudag, Piney: priBja föstudag I hverjum m&nuBi. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office Umar: 3—6 Heimili: 6 ST. JAMES PLACE Wlnnipeg, Manitoba. J.RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B, LL.M. (Harv.) fslenzkur lögmaOur. Rosevear, Rutherford Mclntosh and Johnson. 910-911 Electric Rallway Chmbra. Winnipeg, Canada Simi: 23 082 Helma: 71 753 Cable Address: Roscum DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Er a8 hitita kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimill: 373 River Ave. Tals.: 42 691 J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfræBingur SCARTH, GUILD * THORSON Skrifstofa: 308 Mining Exchange Bldg., Main St. South of Portage PHONE: 22 768 DR. A. BLONDAL 202 Medicai Arts Bldg. Stundar sérstaklega k v e n n a og barna ajúkdóma. Er aB hltta frí. kl. 10-12 f. h. og 3-6 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Vlctor St. Sími: 28 180 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfræBingur Skrifstofa: 702 Confederatlon Life Bullding. Main St. gegnt Clty Hall PHONE: 24 587 Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lœkningar og yfirsetur. Tíl viBtals kl. 11 f. h. U1 4 e. h. og frá 6—8 aB kveldinu. SHERBURN ST. 632 SIMI: 30 877 1 \ J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG, WINNIPEQ Fasteignasalar. Lelgja hús. Ct- vega peningalán og eldsábyrgB af ÖUu tagi. PHONE: 26 349 HAFJÐ pÉR SÁRA FÆTXJRT ef svo, finniB DR. B. A. LENNOX Chiropodist Stofnsett 1910 Phone: 23 137 334 SOMERSET BLOCK, WINNIPEG. A. C. JOHNSON 907 Confederation Llfe Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur aS sér aB ávaxta sparlfé fólks. Selur eldsábyrgB og blf- reíSa ábyrgBir. Skriflegum fyr- irspurnum svaraB sainstundis. Skrifstofusimi: 24 263 Heimasimi: 33 328 Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlæknar. 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG ALLAR TEOUNDIR FLUTNINOAI Nú er veturinn genginn 1 garB, og ættuB þér því aB leita til mln, þegar þér þurfiB á kolum og viB aB halda. Jakob F. Bjamason 668 Avierstone. Slmi 71 888 DR. C. H. VROMAN Tannlæknir ' 505 BOTD BLPG. PHONE: 24 171 • WINNIPEG pJÓÐLEOASTA KAFFI- OO 1ÍAT-BÖLUHÚBIÐ sem þessi borg hefir nokkum tlma haft innan vébanda slnna. Fyrirtaks máltiBir. skyr, pönnu- kökur, rúllupylsa og þjðBræknis- kaffi.—Utanbæjarmenn fá sér ávalt fyrst hressingu á WEVEL CAFE 192 SARGENT AVE. Slmi: 37 464 ROONEY STEVENS, eigandl. G. W. MAGNUSSON Nuddlæknlr. 125 SHERBROOKE ST. Phone: 36 137 Viðtals tfmi klukkan 8 til 9 aB morgninum. A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaBur sá bezU Ennfremur selur hann allskonar tninnisvarBa og legsteina. Bkrifstofu talsimi: 86 607 Heimilis talsimi: 58 302 GUJ)RCN S. HELGASON A.T.C.M. kennari I Pianóspili og hljómfrœOi (Theory) Kenslustofa: 540 AGNES ST. Slml: 31 416 Hver og einn ætti að láta sér meira umhug- aÖ um að láta heiminum í té það bezta, sem hann á, heldur en að gimast hans beztu gæði. —Anonymous. Ætíð skvldu menn snúa andbtinu mót sólu. Skuggarair falla þá á bak við mann.—Carlyle. Hversu mikla sérgáfu, sem maðurinn hefir, nýtur hann þess aldrei eða sjaldan hjá fólki, nema hann hafi rétta framkomu í daglegu lífi. Aponymous. Það þarf ekki að flýta sér aÖ hefna mót- gjörða, því sé ranglæti í einhverri isál, þá hefir það sínar afleiðingar, því náttúrulögmálið er þar — eins og annars staðar — ósveigjanlegt.— Anon. Kiptu þér aldrei mikið upp viÖ ógeðfelt til- felli, og mundu að við erum öll skammsýn; meðlæti og mótlæti er svo nátengt, og beiskt mótlæti getur snúist upp í gæfu. — Anon. Sameinuð hjörtu geta snúið skarni í gulL —Kínverskur málsháttur. MeÖ skýrlegri framkomu og yfirlögðum ráð- um, getur hver og einn koirúð sér í álit um stund, en vanti hinn gullvæga kjarna hið innra, reynist alt hégómi og varir stutt. — Goethe. Snúið úr ensku af Jakobínu J. Stefánsson, Hecla, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.