Lögberg - 29.05.1930, Blaðsíða 2
BIs. 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. MAÍ 1930.
Mary Turner
Eftir
M ARV I N D AN A.
Demarest leizt illa á þetta mál og það olli
honum mikillar óánægju. Hann átti Edward
Gilder mikið gott að þakka, því það var að
miklu leyti fvrir hans áhrif, að hann hafði
fengið þá stöðu, sem hann nú hafði og hann
vildi gjaman þóknast þessum mikla manni, í
öllu því, er hann mátti. Hann hefði gjaman
viljað ganga eins langt og frekast var unt í því
að hjálpa syni hans til þess að losna við þe-ssa
stúlku, sem hann hafði illu heilli gengið áð
eiga. Burke hafði víst ætlað sér það líka, en
ráð hans höfðu herfilega mistekist í þetta sinn,
og orðið til þess að gera ilt verra. Morð hafði
verið framið og það hafði verið gert á heimili
Edwards Gilder og sonur hans hafði þegar
kannast við, að hafa framið morðið. Demarest
skildi vel, hvernig gamla manninum mundi líða
út af þessu og hann tók sér þetta nærri vegna
þeirra feðga beggja. Hann hafði kynst Dick
nokkuð, og hann gat ekki ímyndað sér, að hann
hefði í raun og veru framið morð. Fyrir það
var honum nokkuð hughægra. Demarest gerði
ekki mikið úr því, þó Dick hefði játað að hafa
fra)mið þennan 'glæp. Honum sýndust jallar
líkur vera á móti því, þó honum væri hins veg-
ar ails ekki ljóst, hvernig í þessu gæti legið.
“Heyrið þér, Burke!,, sagði hann. “Eg vil
að drengurinn sleppi út úr þessu. Mér dettur
ekki í hug að trúa því, að Dick Gilder hafi
drepið Griggs. Þér verðið að skilja það, að eg
vil að þessi ungi maður sleppi klakklaust út úr
þessu vandræðamáli. “
Burke tók þessu fjarri. Hér hafði hann
sjálfur eitthvað að segja og það skyldi þó eng-
um líðast, að ganga á hans rétti. Sjálfur hefði
hann gjarnan viljað, ganga töluvert langt í því,
að þóknast slíkum höfðingja sem Edward
Gilder var, en ekki mátti það þó koma í bága
við embættis-heiður hans. Hér hafði hann
orðið fyrir skakkafalli, þar sem hann hafði
mist þann mann, sem hafði verið honum manna
þarfastur í því að komást eftir, og fræða hann
um ýmislegt, sem hann vildi vita. Þann
skaða gat hann ekki liðið bótalaust. “Eg skal
sleppa þessum unga manni undir eins og hann
segir mér það sem hann veit um þetta morð,
en ekki fyr. Eg get það ekki. En hann er al-
veg undir þumalfingrinum á þessari stúlku og
hún hefir bannað honum að segja nokkuð, og
svo gerir hann það ekki. Það er kannske ekki
ómögulegt, að faðir hans geti fengið hann til
þess.” Það var auðséð og auðfundið, að Burke
var bæði hrvggur og reiður út af þessum
vandræðam, sem hann var hér kominn í. “Þér
skiljið það,” hélt hann áfram, “að eg get ekki
fengið þennan mann til að segja mér neitt. Eg
hefði kannske getað það, ef ö'ðru vísi hefði
á staðið. En við son Edwards Gilder get eg
ekki beitt mér, eins og við aðra.”
Hann átti vitanlega við það, að við Dick
Œlder gat hann ekki beitt ofstopa og ofríki,
eins og við þá Chicago Red og Dacy, menn,
sem engan áttu að og öllum var sama um. De-
marest skildi þetta vel, en hann efaði að Burke
hefði rétt fyrir sér í því, að Dick Gilder gæti
gefið nokkrar ábyggilegar upplýsingar í þessu
máli.
“Svo þér haldið, að Dick Gilder viti alt
um þettaf” spurði hann efablandinn.
“Eg veit ekki—ekki enn þá,” svaraði Burke.
“Alt sem eg veit er það, að Eddie Griggs hefir
verið myrtur, en hann var mér þarfasti mað-
ur af öllum njósnurum, sem fyrir mig hafa
unnið, og einhver .skal fá maikleg málagjöld
fyrir það, karl eða kona.”
“Konaf” hafði Demarest upp eftir honum.
“Eg á við Mary Turner,” svaraði Burke.
“Þetta tekur engu tali, ” svaraði Demarest.
“Hún er ekki svoleiðis kvenmaður.”
“Hvernig vitið þér, að hún er það ekkif ”
sagði Burke. “En hvað sem því líður, þá hef-
ir hún gert lögreglunni mikinn óleik og sýnt
henni lítilsvirðingu, en eg er lögreglumaður
fyrst og fremst. En nú vildi eg biðja yður að
fara fram í næsta herbergi og bíða þar eftir
Mr. Gilder, meðan eg tala við þessa stúlku, sem
þeir tóku þama, þar sem Mary Tumer á
heima.”
XXI. KAPITULI.
Burke sat kyr, eftir að lögmaðurinn var
farinn, og horfði á aðrar dyr að skrifstofunni,
en þær, sem hann hafði farið út um. Hann var
að vonast eftir stúlkunni, er hann hafði minst
á við Demarest, að tekin hefði verið föst í her-
bergjum Mary Turner. Eftir litla stund opn-
aði Dan hurðina og stúlkan kom inn, en Burke
var alveg hissa, þegar hann sá hana, því hún
var alt öðm vísi en hann hafði gert sér í hug-
arlund. Hann hafði átt von á kvenmanni, eitt
hvað svipaðri þeim flestum, sem hann hafði
kynst vegna stöðu sinnar. Þær höfðu sumar
verið fríðar konur og glæsilegar, en hans
^ðgga auga sá oftast á svip þeirra merki þess,
hverskonar lífi þær hefðu lifað. Samt fanst
honum hann hefði reyndar mátt búast við því,
að þessi stúlka væri eitthvað öðravísi heldur
en algengt glæpafólk, ef hún var í félagsskap
við Mary Turner. En hér var ekkert að sjá,
sem var nokkuð grunsamlegt. Þessi stúíka
sýndist vera mesta prúðkvendi, og Burke hálf-
trúði því að mmsta kosti, að svo mundi vera í
raun og vera.
Stúlkan var heldur lág vexti og grannvaxin
og svaraði sér vel að öllu leyti. Hún var prýði-
lega vel klædd og smekkíega og klæðnaðurinn
var ekki úr hófi íburðarmikill. En það sem
Burke fanst einkenna hana öllu öðru fremur,
var það, hVe sakleyisleg hún var. Andlitið var
hrient og beint barnalegt, og augun vora
blá og starandi og svo góðleg, eins og þau hefðu
aldrei neitt ilt séð.
Stúlkan gekk inn í herbergið hægt og hik-
andi og leit út fyrir að hún væri hrædd. Burke
fanst mikið til um það, hve falleg hún var og
sakleyisleg, en sást algerlega yfir í hverskonar
skapi hún í raun og veru var.
“Jæja, stúlka mín,” sagði hann, “eg þarf
að fá að vita—”
Nú skifti skyndilega um svip þessarar sak-
leysislegu stúlku. Hún varð svo reiðileg, að
Burke þótti nóg um, og hafði hann þó sitt af
hverju séð um dagana.
“Hvemig vogið þér að tala svona við mig?”
sagði hún af mikilli reiði.
Burke kom þetta svo einkennilega fyrir, að
hann vissi naumast hvað hann átti að segja.
“Hvað erað þér að segjaf ” sagði hann hálf-
vandræðalega eftir dálitla umhugsun.
Stúlkan skýrði það full ljóslega.
“Hvað á þessi andstyggilega meðferð á mér
að þýða?” spurði hún, og það leyndi sér svo
sem ekki, að hún vildi láta þennan lögreglufor-
ingja skilja það, að lienni þætti sér stórkostlega
misboðið, en ekki aðeins það, heldur vildi hún
líka, að þessi maður skildi, að hún liti svo á, að
hann væri nú að fara langt út fyrir þau tak-
myrk, sem lögin settu honum. En nú var eins
og henni rynni reiðin og Burke sýndist ekki
betur, en augu hennar fyllast tárum.
“Ilvað á þetta að þýða?” sagði hún. “Eg
heimta, að eg sé látin laus þegar í stað.”
Burke hafði engan veginn tamið sér það um
dagana, að taka mikið tillit til tilfinninga ann
ars fólks, enda hefði staða hans naumast leyft
honum það. En nú fann hann þó töluvert til
með þessari stúlku, þó hann vildi ekki láta á
því bera. Hann gat ekki að því gert. Hann
várð alt öðru vísi í málrómnum, heldur en hann
átti að sér og talaði því líkast, sem hann væri
að hugga krakka, sem komist hefði í æst skap.
“Bíðið þér við,” sagði hann eins blíðlega
eins og hann gat. “Bíðið þér við! Gerið þér
svo vel og fá yður sæti,” bætti hann við og
benti á stól hinum megin við skrifborðið.
Hún var ekki á því, og nú var málrónlur
hennar miklu kuldalegri, heldur en maður
hefði getað látið sér detta í hug, að þessi stúlka
ætti til.
“Mér dettur ekki í hug að setjast hér! Ekki
nema það þó! Þér vitið fullvel, að eg hefi ver-
ið tekin föst, og það var bara óbrotinn lögreglu-
manns raddi, sem það gerði,” og það kom grát-
hljóð í röddina, þegar hún mintist á þessa miklu
óvirðingu, sem henni hafði verið sýnd með
þessu.
Burke greip þegar það eina vopn, sem hann
hafði gegn þessari ákæru.
“Nei, nei, ungfrú góð,’ sagði hann góðlát-
lega. “Það var ekki óbrotinn lögreglumaður.
það var einn af yfirmönnunum í lögreglulið-
inu.”
Þetta kom ekki að neinu haldi. Litla stúlk-
an, með bamslega andlitið og bláu augun, lét
sér ekki segjast og sefaðist alls ekki við þessar
fortölur, til þess var virðing hennar alt of mik-
ið misboðið.
“Bíðið þér við,” sagði hún hörkulega. “Bíð-
ið þér bara við, þangað til pabbi minn fær að
heyra um alt þetta!”
Burke starði á stúlkuna, og var í miklum
efa um, hvað gera skyldi.
“Hver er faðir yðar?” spurði hann og var
töluvert órólegur, því hann grunaði að liún
mundi vera dóttir ein hvers af heldri mönnum
borgarinnar, og hann vildi ógjarna gera mikið
á móti þeim, ef hægt var að komast hjá því.
“Það segi eg yður ekki,” svaraði hún ein-
beittlegS', eins og það væri einhver fjarstæða.
“Þér inunduð kannske segja það blaðamönn-
unum. Ef þetta kæmist í blöðin, mundu for-
eldrar mínir taka sér það svo nærri, að þáð er
óvíst, að þau mundu afbera það,” og aftur
virtist hún þurfa að taka á öllu vilja-afli sínu
til að verjast gráti.
Burke reyn^i að vera eins kurteis og góð-
látlegur, eins og hann mögulega gat, án þess þó
að missa sjónar í sínu takmarki.
I GRIPASAMLAGIÐ
The Livestock Co-operative
(ASal-skrifstofa, Union Stockyards, St. BonifaCe.j.
I. INGALDSON, ROY McPHAIL,
framkvæmdarstjöri. forseti.
Gripasamlaglð ("The Manitoba Co-
operative Livestock Producers, Limit-
ed”) var stofnað eftir að griparæktar-
menn höfðu átt fund með sér i þing-
húsinu I Winnpieg, í april, 1927. Pund-
urinn var boðaður að undirlagi “Co-op-
erative Marketing Board’’ og “United
Farmers of Manitoba” 1 sameiningu.
Markmið fundaríns var að íhuga hvort
ekki væri tiltækilegt að fá griparæktar-
menn til þess að bindast samtökum um
að stofna með sér gripasölufélög, er
væru bundin viðskiftasamningum.
Áður en þessi félagsskapur var stofn-
aður ,hafði “United Livestock Growers,”
sem var ein deild “United Grain
Growers, Limited,’ ’gengið ágætlega
fram I því að ryðja braut hugmyndinni
um gripasölu á samvinnugrundvelli um
alt Manitoba-fylki. "United Livestock
Growers” höfðu komið sér á laggimar I
gresjuíylkjunum þremur, og seldu f jölda
gripa, með ágætri ráðsmensku og með
aðstoð framúrskarandi ötulla umboðs-
manna. Aðal veilan á þessum félags-
skap (sem tryggustu fylgismenn hennar
könnuðust fúslega við) var skortur á
samvinnu milli viðskiftavina félagsins
úti um sveitir og umboðssölufélagsins í
grfipakviunum. Gripasamlag Manitoba-
fylkis var stofnað til þess að bæta úr
þessari auðsæju nauðsyn. Svo vkr um
hnútana búið, að svo miklu> leyti sem
unt var að koma þvi við, og sömuleiðis
var rekstur samlagsins að mestu leyti
sniðinn nákvæmlega eftir viðskiftakerfi
fyrirrennaranna.
Skýlausar framfarir
Að ýmsu leyti hafa skýlausar fram-
farir orðið síðan samlagið tök til starfa.
1 fyrsta lagi hefir verið mjög ötullega
unnið að samtökum meðal griparæktar-
manna um alt Manitobafylki. Fram að
ársfundi, er haldinn var í des., 1929,
höfðu 45 sölufélög verið stofnuð, er telja
meira en 5,000 meðlimi. Talið er, að
um 12,500 griparæktarmenn í Manitoba
hafi notað sér viðskifti við samlagssöl-
una í St. Boniface á siðastliðnu ári.
Samningsbundin félagssamtök tryggja
samlaginu jafnstreym viðsklfti, sem 6-
mögulegt er að halda með gamla fyrir-
komulaginu, þar sem hver lagði aðeins
það af mörkum ,er honum sýndist. Pó
er hitt enn meira vert, að þau hafa I
för með sér skýlausa ábyrgð fyrir hvern
meðlim á framgangi fyrirtækisins, með
þvi að þeir verða að kjósa alla umboðs-
menn og framkvæmdarstjörn samlags-
ins. --------
GRIPASAMLAG CANADA
(The Canadian Livestock
Co-operative)
Til þess að ná bestri aðstöðu við gripa-
söluna varð auðsjáanlega að sameina
starfsemi fylkissamlaganna I einum alls-
herjar félagsskap, er næði yfir alt rikið.
pessi félagsskapur var stofnaður undir
nafninu Gripasamlag Canada (Canadian
Livestock Co-operative). Umboðssölunni
í St. Boniface og I Montreal er stjórnað
af framkvæmdarnefnd þessa canadiska
féiagsskapar.
Algert nýmæli er “Order Depart-
ment,” er stofnað var á siðasta ári, til
þess að ráðstafa sölu á gripum, er send-
ir eru frá þeim fylkjum, þar sem þeir
eru aldir, til annara markaða. Með því
er alt gert til þess að koma I veg fyrir
það, að fylkissamlögin grípi hvert inn I
annars verkahring við söluna. Enn
meira er þó um það vert, að með þessu
fyrirkomulagi er aínumin öll samkepni
að óþörfu milli hinna tlu umboðssölu-
deilda, er starfsmenn slna hafa á opin-
berum markaðsstöðvum til og frá um
Canada.
Ef til vill er enginn sá þáttur I starf-
semi griparæktar - samlagsmanna, er
jafn marga vegi ryður þroska samlag-
anna, eins og þessi sameining fylkja-
samlaganna 1 alþjóðarfélag. Að þvl er
snertir Grir>asamlag Manitoba, þá er það
að segja, að stofun allsherjarfélagsins
hefir margfaldað afkastasemi þess sem
sölufélag. Og um leið hefir það dregið
mjög úr kostnaði við starfræksluna. En
með þvl að samlagið verður að hltta þvl
að koma framleiðslu sinni til neytenda
gegnum sláturhús, er bundin eru ram-
byggilegum samtökum innbyrðis, ber
hin mesta nauðsyn til þess að það auki
viðskiftaþol sítt með öllum ráðum.
Tv'ó alvarleg viðfangsefni
Hver hugsandi maður I Canada, sem
eitthvað á undir framgangi landbún-
aðarins hér I landl, sér þess glögg merki,
að hugtökin “framleiðsla” og “markaðs-
sala” verða mjög tíðrædd á þjóðþingum
vorum úr þessu. pessi viðfangsefni
skifta alla þjóðina miklu, úrlausn þeirra
er undir framleiðendum sjálfum komin.
Auðsætt er, að framleiðendur eiga að
fylkja sér I allsherjar félagsskap. Stofn-
un Gripasamlags Canada er fyrsta kraf-
an af hálfu griparæktarmanna I Canada
um viðurkenningu sem markaðssölufé-
lag.
Ein bráðasta skylda Gripasamlags
Manitoba er að taka sér ekki aðeins á
herðar ábyrgðina á hagkvæmri gripa-
sölu, heldur einnig á endurbótum ali-
gripastofns þess, er selja skal. Skipu-
lagning sölufélaga um alt fylkið greiðir
mönnum veg til þess að ná sambandi v#6
fjölda framleiðenda. Ef Canada ætlar
að ná hæfilegri aðstöðu á gripamark-
aðsstöðvum veraldarinnar, verða menn
að einbeita sér að samtökum til þess að
koma stærri hundraðshlut úrvalsgripa á
þá markaði.
Tölurnar sýna viðganginn
pótt skjótur þroski sé ekki óbrigðult
merki um öruggan viðgang má þó telja
hann bendingu um viðhorf þeirra
manna, er félagsskapurinn vili ná undir
sln merki.
Frá því sjónarmiði leikur enginn vafi
á þvl að hugmyndinni um samlagssölu
aligripa hefir aukist mjög fylgi I Mani-
toba á undanförnum árum. í árslok
1929, sem var annað starfsár samlags-
ins, kom það I ljós ,að umboðssala sam-
lagsins I St. Boniface hafði höndlað 24%
af öllum gripum er seldir voru á opin-
berum markaði, frá þeim gripasölu-
stöðvum. Samkvæmt opinberum skýrsl-
um skiftist þar höndlun kvikfénaðar frá
Manitoba sem hér segir:
1928:—Nautgripir: Alls bárust að
147,082; að Samlaginu bárust 17,167;
hundraðshlutur Samlagsins 11.7.—Svin;
Alls, 166,725; til Samiagsins, 27,810;
hundraðshlutur 16.6.—Sauðfé: alls, 23,-
843; að Samlaginu, 10,455; hundraðs-
hlutur, 32.0.
1929:—Nautgripir: alls, 133,275; að
Samlaginu, 31,361; hundraðshlutur,
23.5.—Svln: alls, 148,214; til Samlagsins,
50,558; hundraðshlutur, 34.0; Sauðfé:
alls, 35,427; til Samlagsins, 15.626;
hundraðshlutur, 45.0.
Hundraðshluti Samlagssölunnar af
öllum tegundum aligripa frá Manitoba,
30.77.
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hjé r
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVE. BAST. - - WINNIPEG, IVIAN.
Yard Offlce: 6th Floor, Bank of HamMtonOhamborQ
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor Graham og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3
Heimili 776 Victor St.
Phone: 27 122
Winnipeg, Manitoba.
DR. O. BJORNSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834 Office tímar: 2—3
Heimili: 764 Victor St.,
Phone: 27 586
Winnipeg, Manitoba.
DR. B. H. OLSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834 Office tlmar: S—5
Heimili: 5 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manitoba.
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
PHONE: 21 834
Stundar augna, eyrna nef og kverka
sjúkdóma.—Er að hitta kl. 10-12 f.
h. og 2-5 e. h.
Heimili: 373 River Ave. Tals.: 42 691
DR. A. BLONDAL
202 Medical Arta Bldg.
Stundar sérstaklega k v e n n a og
barna sjúkdóma. Er aí5 hitta frá. kl.
10-12 f. h. og 3-5 e. h.
Office Phone: 22 296
Heimili: 806 Victor St. Sírni: 28 180
Dr. S. J. JOHANNESSON
stundar laekningar og yfirsetur.
Tll vlðtals kl. 11 f. h. tll 4 e. h.
og írá 6—8 að kveldinu.
SHERBURN ST. 532 SÍMI: 30 877
HAFIÐ pÉR BÁRA FÆTVRt
ef svo, finnið
DR. B. A. LENNOX
Chlropodist
Stofnsett 1910
Phone: 23 137
334 SOMERSET BLOCK,
WINNIPEG.
Drs. H. R. & H. W. Tweed
Tannlæknar.
406 TORONTO GENERAL TRUST
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE: 26 545 WINNIPEG
DR. C. H. VROMAN
Tannlæknir
505 BOYD BLDG. PHONE: 24 171
WINNIPEG
G. W. MAGNUSSON
Nuddlæknir.
125 SHERBROOKE ST.
Phone: 36 137
Viðtals tlmi klukkan 8 til 9 að
morgnínum.
H. A. BERGMAN, K.C.
Islenzkur lögfræðingur
Skriístofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P. O. Box 1656
PHONES: 26 849 og 26 840
Lindal Buhr & Stefánsson
tslenzkir lögfræðingar.
356 MAIN ST. TALS.: 24 963
peir hafa einnig skrlfstofur að
Lundar, Riverton, Gimli og
Piney, og eru þar að hitta á
eftiríylgjandi tlmum:
Lundar: Fyrsta miðvikudag,
Riverton: Fyrsta fimtudag,
Glmli: Fyrsta miðvikudag,
Piney: priðja föstudag
I hverjum mánuði.
J. RAGNAR JOHNSON
B.A., LL.B., LL.M. (Harv.)
Islenzkur lögmaOur.
Rosevear, Rutheríord. Mclntosh and
Johnson.
910-911 Electric Railway Chmbra.
Winnipeg, Canada
Slmi: 23 082 Heima: 71 753
Cable Address: Roscum
J. T. THORSON, K.C.
íslenzkur lögfræðingur
SCARTH, GUILD A THORSON
Skrifstofa: 308 Mining Exchange
Bldg., Main St. South of Portage
PHONE: 22 768
G. S. THORVALDSON
B.A., LL.B.
Lögfræðingur
Skrifstofa: 702 Confederatlon
Life Buildlng.
Main St. gegnt City HaU
PHONE: 24 687
J.J.SWANSON&CO.
LIMITED
601 PARIS BLDG., WINNIPEG
Fasteignasaiar. Leigja hús. Út-
vega peningalán og eldsábyrgð
af öUu tagl.
PHONE: 26 349
A. C. JOHNSON
907 Confederation Life Bldg.
WINNIPEG
Annast um fasteignir manna.
Tekur að sér að ávaxta sparifé
fðlks. Selur eldsábyrgð og blf-
reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr-
irspurnum svarað sainstundls.
Bkrifstofusími: 24 263
Heimasimi: 33 328
ALIjAR TEOUNDIR FLUTNINOAI
Nú er veturinn genginn I garð,
og ættuð þér þvl að leita til mln,
þegar þér þuríið á kolum og
við að halda.
Jakob F. Bjamason
762 VICTOR ST.
Simi: 24 500
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK ST.
Selur llkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sá bezti
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Bkrifstofu talsími: 86 607
Heimilis talsimi: 58 302
I* sawibcmdÁ við þennan stór-
merðkilega atburS*, leyfum
vér oss að árna binum harð-
snúnu, íslenzku Canadamönn-
um, þeim, er nú heimsækja ætt-
jörð sína, allra fararheilla, í
gegn um hátíðahlað Lögbergs.
Notið símann til að senda kunningjunum kveðju
yðar, áður en þér leggið af stað.
Vér samfögnum hinni íslenzku
þjóð á þessu þúsund ára afmæli
Alþingis, hins elzta þjóðþings í
heimi, sem enn er starfandi.
MANITOBA TELEPHONE SYSTEM