Lögberg - 29.05.1930, Blaðsíða 7

Lögberg - 29.05.1930, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. MAÍ 1930. Bls. 7 t Winnipeg-búð okkar reist 1 926 SAGA SAGA ÍSLENDINGA er saga þrautgóðrar baráttu við óblíða nátt- úru í heimalandi þeirra, sem með oss búa, áframhaldandi stríð við hina mörgu örðugleika frumbyggja-lífsins. Vér samgleðjumst innilega íslenzku þjóðinni og tjáum henni vorar lijartanlegustu hamingjuóskir á þessum stórmerkilegu tíma- mótum, 1,000 ára afmæli Alþingis, elsta þjóðþings í heimi. Hudson’s Bay félaginu er það sérstakt ánægjuefni, að mega tjá Islendingum virðingu sína og aðdáun við þetta tækifæri. Canada yfirleitt, en Manitoba sérstaklega, er stolt af því að geta viðurkent, að sumir af hinum beztu borgurum þessa lands, og fylkis eru íslenzkrar ættar. Þessa alþjóðar viðurkenningu leyfir Hudson’s Bay félagið, elsta verzlunarfélag í Canada, sér að taka undir einum rómi. Enginn kann betur en vér að meta þá þrautseigju, staðfestu og viljaþrek, sem Islendingar hafa jafnan sýnt í því að ryðja sér braut til menningar og sjálfstæðis. Höfum vér ekki líka verið frumbýlingar í sama landinu? Það er deginum ljósara, að sú þjóð, sem svo mikla virðingu ber fyrir lögum og rétti, að hún hefir trúlega viðhaldið sínu löggjafarþingi í 1,000 ár, á skilið að njóta trausts og virðingar Canada þjóðarinnar. íslendingar hafa á allan hátt reynst áreiðanlegir. Að reynast áreiðanlegur, er aðal stefna Hudson’s Bay félagsins, hvað snertir vörugæði og alt annað, sem að viðskiftum lýtur. Vorir mörgu íslenzku vinir vildu ef til vill heyra um sumt af því sem vér höfum aðhafst. / Vér höfum- —Lagt grundvöllinn að borgunum Winni- peg, Calgary, Edmonton, Victoria og fleiri borgum í Vestur-Canada. —Vér höfum embættismann í vorri þjón- ustu, sem fyrstur hvítra manna komst norður fyrir heimskautabauginn, á landi. —A stríð’sárunum höfðum vér í förum yfir 250 skip og fluttum yfir 18,000,000 tonn af vörum í þarfir sambandsþjóðanna. —Vér höfðum í förum fyrsta gufuskipið við Kyrrahafsströndina, gufuskipið “Beav- er.” —Vér höfum ellefu stórar búðir í mörgum deildum og sex heildsöluhús; 300 stöðvar þar sem grávara er keypt og aðrar vörur seldar, fyrir utan svo margt annað, sem of langt yrði upp að telja. Fyrir skömmu bygðum vér vita á þaki búð- ar vorrar í Winnipeg. Er það fyrsti vit- inn, sem bygður hefir verið á þaki nokkurs verzlunarhúss í Canada til að lýsa loftfar- endum. í stöðuglyndi og trúmensku við sinn feðra arf, eru íslendingar fyrirmynd allra þjóða. Þjóðhátíð sú sem nú stendur til að haldin verði, mun ávalt standa sem minnismerki um órjúfanlega trygð þeirra við sínar fornu frelsis hugsjónir. Að undanförnu hefir það verið oss stór mikið ánœgjuefni að hafa viðskifti við Islendinga á ýmsum sviðum. Það hefir verið oss gleði og styrkur, að finna að þeir hafa ávalt treyst oss og viljað hafa viðskifti við oss. Vér treystum þfí að góðvild þeirra í vorn garð haldist við og fari vaxandi. Vér munum ávalt gera oss alt far um að reynast í öllum hlatum áreiðanlegir. Það hafa Islendingar sjálfir sýnt að þeir eru, og það hafa þeir metið við oss.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.