Lögberg - 29.05.1930, Blaðsíða 6
Bls. 6.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. MAI 1930.
1 tilefni af þúsund ára afmæli Alþirigis, leyfir
Cunard Eimskipafélagið sér að samfagna hinni
íslenzku þjóð og árna henni allra heilla. Megi
gifta og gengi verða hlutskifti hennar um allar
ókomnar aldir.
Cunard félagið skoðar það mikinn heiður,
að eiga þess koát, að flytja íslendinga heim
nœstu daga, og getur fullvissað þá um
fullkomna afgreiðslu og fyrsta flokks aðbúð
Viðburður sem vert er að minnast
Maður er nefndur Watson Kirk-
connell, hann er prófessor,, i
þjóðmegunarfræði við Wesley-
skólann í Winnipeg; en auk þeirr-
ar sérþekkingar, sem hann hefir
í þeirri grein, er hann málfræð-
ingur svo mikill, að yfirgengur
allan skilning.
Þessi maður hefir gert þann
samning við útgáfufélag á Eng-
landi, í Bandaríkjunum og í Can-
ada, að hafa tilbúið handrit af
ljóðabók einu sinni á hverjum sex
mánuðum í næstu tólf ár, eða 24
bækur alls. Eru þetta alt þýdd
ljóð af ýmsum erlendum málum á
enska tungu.
Professor Kirkconnell flutti tvo
fyrirlestra hér í Winnipeg fyrir
skömmu um íslenzkar bókmentir
og las þar upp þýðingar sínar á
íslenzkum ljóðum. Hefir hann
. þýtt eitthvað eftir flest íslenzk
skáld að fornu og nýju, alla leið
frá landnámsárum þjóðarinnar til
vorra daga; eru þar á meðal
“Hávamál”, “Höfuðlausn,” “Sól-
arljóð”, partur af “Njólu” o.s.frv.
og frá nýrri tímum: “Þótt þú
langförull legðir,” “Brautin”,
“Ásareiðin”, “Skarphéðinn í brenn-
unni”, “Norðurljós” o.fl. Sýnir
þetta, hve margbreytt eru þau
ljóð og ervið viðureignar, sem
hann hefir valið til þýðingar; er
ekki hægt annað en að dást að
því, hversu vel hann skilur anda
og efni íslenzkra ljóða.
Á eftir fyrirlestri þeim er hann
flutti meðal íslendinga, flutti
Jóseph Thorson þingmaður undur
fagra ræðu; hefði hún átt að vera
prentuð og lesin af hverju ís-
lenzku mannsbarni.
Þess var áður getið, að Profess-
or Kirkconnell ætlaði að gefa út á
enskri tungu ljóðaþýðingar frá
ýmsum þjóðum í 24 bindum; hef-
ir hann þýtt það af 50 tungumál-
um. Fyrsta bindið er í prentun
og eru það íslenzku þýðingarnar;
kvaðst hann gefa þær út fyrst
fyrir tvær ástæður; í fyrsta lagj
kvað hann íslenzku ljóðin vera sí-
gildar bókmentir, og í öðru lagi
er hugmyndin sú, að heiðra ísland
og íslendinga á þúsund ára hátíð-
inni með þessari útgáfu.
I bókinni verða nokkur orð um
hvern einasta höfund, sem þýtt
er eftir. Formála hefir hann
skrifað fyrir þetta bindi og til-
einkunarorð í ljóðum til íslands,
hefi eg snúið þeim á íslenzku
þannig:
“Fjallkona iprúð, sem faðmar
úfinn sjár,
frumgetin dóttir Víkings — sál
hans gædd —
Vagga þín bærð af bárum,
snævi klædd,
bernska þín hörð, og mörg þín
æskutár.
Samt varðst þú snemma frjáls
með þúsund þrár,
vé úr steini
þingvelli signdir
brædd —
þar skyldi hjá þér frjálsum
mönnum fædd
fyrsta þjóðstjórn, er lifði þús-
und ár.
Þjóðir, sem æska þín var lokuð
bók, \ \
þúsund ár helguð frelsi blessa
í dag;
þigðu því hlýjan óm, sem endur-
tók
ódauðlegt bergmál þinni skálda-
sál;
tónbrot frá hug, sem hreif þitt
stóra lag,
heilsan með lotning þýdda’ á
erlent mál.”
Sig. Júl. Jóhannesson.
MODERN
DAIRY LTD.
Þúsund ár er langur, langur tími. En
mjólk hafa allar þjóðir notað miklu leng-
ur en það.
The Modern Dairy, nýjasta og bezt útbúna
mjólkurhús í Canada, leggur mörgum Win-
nipeg búum til mjólk og allskonar mjólkur-
mat, sem vísindin og fullkomnustu áhöld
hafa gert algerlega hættulausan.
*
Breyta má mjólkinni á ýmsa vegu, en
hún er ávalt bezta fæðan.
Phone 201ÍOI
OHiniiiiiiiiiiiiiiiiiii
[iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiii^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii
26. mai, 1930.
Ávarp góðvildar og maklegrar viðurkenningar, frá Winnipeg-borg, til þeirra
íbúa sinna sem af íslenzku bergi eru brotnir, á þúsund ára afmæli hins
íslenzka Alþingis.
! / '
Það er mér sönn ánægja að mega fyrir hönd Winnipeg borgar, flytja íslendingum hugheilar hamingjuóskir við
það tækifæri, að íslenzka þjóðin, með hátíðahöldum minnist þúsund ára afmælis AlþingLs. Meira hrós verður ekki
um ýður sagt, en að viðurkenna staðfestu yðar og trygð við þjóðræðis hugsjónimar, sem sýnir sig bezt í því, að
þjóðþing yðar hefir nú staðið í þúsund ár.
Það er meir en vel viðeigandi að íbúar Winnipeg borg ar sýni Islendingum hlýjan bróðurhug og virðingu, þegar
vér hugleiðum, að í Winnipeg era fleiri Islendingar, heldur en í nokkurri annari borg, að Reykjavík einni undantek-
inni. i
Winnipeg var fyrsta heimkynni, margra yðar fyrstu brautryðjenda, sem þorðu að horfast í augu við harðrétt-
ið, hættuna og óvissuna, sem því er samfara að flytja í ókunnugt land, og það voru þeir, sem hjálpuðu að leggja
grundvöll þessarar borgar. Alt frá þvá að þér komuð hin gað og fram á þennan dag hafið þér fullkomlega borið yðar
hluta af skyldum þeim og ábyrgð, sem á canadiskum borgara hvíla, og hafið örlátlega miðlað bæjarfélagi voru, ekki
síður en þjóðfélaginu yfirleitt, af því bezta er þér fluttuð með yður frá ættjörðinni og yðar andlegu menningu.
Winnipeg borg áraar yður allra heilla í sambandi við hátíðahöld þau, sem nú eru fyrir dyrum.
RÁLPH H. WEBB,
BORGARSTJÓRI
[iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiii iiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiffiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiwiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiim