Lögberg - 29.05.1930, Blaðsíða 8

Lögberg - 29.05.1930, Blaðsíða 8
Bls. 8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2,9. MAÍ 1930. Allar konur vita að HEIT-BAKAÐAR haframjöls tegundir er nœringar-mzeta fœðan fyrir yngri og eldri Robin Hood BEZT af því það er pönnu-þurkað <í----------------------+ Ur bœnum +■--------------■■■——» Mr. G. J. Oleson frá Glenboro, var í borginni um helgina. Sunnudaginn 1. júní prédikar séra H. Sigmar í Péturskirkju kl. 11 f.h., í Eyfordkirkju kl. 3 og í Fjallakirkju kl. 8. Offur til trú- boðs í Péturskirkju og Fjalla- kirkju. Mr. J. K. Jónasson frá Vogar, Man., hefir verið staddur í borg- inni undanfarna daga. Mr. Jóhann Pálsson frá Lund- ar, Man., kom til borgarinnar í síðustu viku. Mr. Thordur Breiðfjörð frá Upham, N. Dak., var staddur í borginni í vikunni sem leið. íslenzk stúlka óskar eftir vinnu á góðu heimili. Upplýsingar á skrifstofu Lögbergs. Dr. Tweed verður í Árborg mið- vikudag og fimtudag, 11. og 12. júní, en ekki 4. og 5., eins og aug- lýst var í síðasta blaði. Meðlimir barnastúk. “Æskan”, nr. 4, ættu að koma á næsta fund. Það verður skemtifundur. — Nú telur stúkan 30 meðlimi, og verð- ur glatt á hjalla. J. E. Messur í Vatnabygðum sd. 1. júní: Foam Lake kl. 11, (f t.); að Leslie kl. 3 (stand.)/ og í Elfros kl. 7.30, á ensku. AHir boðnir og velkomnir. C. J. 0. Félagið “Vínlandsblóm” heldur fund í Goodtemplarahúsinu þann 9. júní næstkomandi. Verður þar margt til skemtana. Nánar aug- lýst síðar. Sunnudaginn 1. júní messar séra Sig. Ólafsson í Hnausa kirkju, kl. 2 e. h. Fer þar fram altaris- ganga; kl. 8 að kveldinu í Riv- erton. Mr. og Mrs. Davíð Gíslason, grá Hayland, Man., og einn af sonum þeirra, komu til borgarinnar fyr-| ir helgina. Þau hjónin leggja af stað til íslands hinn 3. næsta mán- aðar. Guðsþjónusta verður haldin í bænahúsinu að 603 Alverstone Str., sunnudaginn 1. júní, kl. 3 e. t. Ræðumaður P. Johnson; um- talsefni: Er tuttugu og fimm hundruð ára spádómar að rætast1 á vorum dögum? Allir velkomnir. Ýmsir af söfnuðum kirkjufélags- ins hafa enn ekki sent inn árs- skýrslur sínar fyrir umliðið ár. Eru þeir nú beðnir að bregða við og senda þær tafarlaust til séra Jóhanns Bjarnasonar, Ste. 8, The CJranton, Langside and Hreston, hér í borg. Cand. theol. Egill H. Fáfnis, kóm til borgarinnar í vikunni sem1 leið. Hann þjónar nú sem stend-j ur Melanktons söfnuði. En nú' hafa söfnuðirnir í Argyle-bygð kallað hann fyrir prest og mun| hann taka við því embætti í haust. Séra K. K. ólafson flytur til Se- attle um mánaðamótin ágúst og september. Mr. Fáfnis verður vafalaust vígður á kirkjuþinginu, sem haldið verður í Miiineota, Minn., og hefst hinn 18. júní næstkomandi. Meðlimir stúkunnar Heklu eru beðnir að fjölmenna á næsta fund, til þess að ræða alvarleg mál, sem liggja fyrir stúkunni.— í nafni embættismanna og ann- ara stúkuvina. J. E. Dr. Björn B. Jónsson veiktist snögglega fyrir nokkrum dögum, og þó hann sé á batavegi, er hann enn ekki búinn að ná sér svo að hann geti sint prestsverkum. Á sunnudaginn kemur messar því séra Rún. Marteinsson í Fyrstu lútersku kirkju að morgninum, en séra Jóhann Bjarnason að kveld- inu. Athygli almennings skal hér með dregin að því, að verð það, sem nýverið var auglýst í Lög- bergi með skipinu “Britannia”, er siglir frá Reykjavik til Glas- gow þann 5. júlí næstkomandi, nær að engu leyti til þeirra, er keypt hafa farbréf með “Antonia”. Gildir það aðeins um þá ferða- menn aðra, er tryggja vilja sér far með “Britannia” frá Reykja- vík til Glasgow. Hermann Johnson, sonur Mr. og Mrs. Árni Johnson, 627 Agnes Str., hlaut við nýafstaðin vorpróf Isbister verðlaun. Er það í þriðja sinn, sem þessi efnilegi og ungi námsmaður hefir orðið íyrir þeirri sæmd, að hljóta þessi sömu verðlaun fyrir dugnað sinn og námshæfileika. Gefin voru saman í hjónaand þann 11. þ. m. í Chicago, 111., þau Guðvaldína Sigurveig Neilson, aóttir þeirra Mr. og Mrs. C. J. Neilson, að 748 Lipton Street hér í borginni, og Clifford MatfÖon- ald Anderson, sonur Árna heitins Anderson lögmanns og frúar hans. Rev. Travis, prestur Ep- worth Methodista kirkjunnar, íramkvæmdi hjónavígsluna. Mrs. Barbara Kennedy kom til lorgarinnar í bíl sínum frá Mona Lake, í Mich., að heimsækja for- eldra sína, Mr. og Mrs. G. E. Ey- ford.. Lagði hún af stað suður aftur í síðastliðinni viku. Með henni fór Miss Veiga Sigurdson, 894 Banning St., sem ætlar að dvelja um tíma þar suður frá, hjá Sigurði bróSur sínum, sem bú- settur er í Detroit, Mich. Hinn 22. þ.m. andaðist að lieim- ili sínu við Winnipeg Beach, Man., Mrs. Svafa Kernested, kona Jóns lögregludómara Kernested. Krabbamein varð henni að bana og var sjúkdómsstríðið bæði langt og kvalafult. Jarðarförin fór fram á sunnudaginn var frá heimilinu og var mikill mann- fjöldi viðstaddur. Fór útfarar- athöfnin fram bæði á ensku og íslenzku. Jarðset var hún í graf- reit Víðinessafnaðar. Séra Rún- ólfur Marteinsson jarðsöng, en útförin fór fram undir umsjón A. S. Bardal. Mrs. Kernested verð- ur nánar getið síðar. Mr. J. Jónsson og Mr. Sig. Sigurðsson frá Silver Bay, Man., voru staddir í borginni á þriðju- daginn í þessari viku. Látið ekki hjá líða, að fjöl- menna á samsöng þann, er Karla- kór íslendinga í Winnipeg, undir umsjón Björgvins Guðmundsson- ar, efnir til í Fyrstu lút. kirkju þann 2. júní næstkomandi. Söng- skráin, sem birt er á öðum stað hér í blaðinu, er næg sönnun þess, hve vel hefir tekist til um val lag- anna. — Frú Sigríður Olson, að- stoðar við samkomuna með einsöngvum, og er það út af fyrir sig, næg ástæða til að sækja söng- skemtan þessa eins vel og fram- ast má verða. Gefin voru saman í hjónaband, þann 20. maí s.l., þau Mr. John Sigmundur Eastman, frá River- ton, og Miss Mary Eliuk, frá Ár- bórg. Séra Jóhanny Bjarnason gifti, og fór hjónavígslan fram að heimili hans, Ste. 8 The Granton, Langside and Preston, hér í borg. Brúðguminn er sonur Halldórs póstmeistara Eastmans í River- ton og konu hans önnu Hálfdán- ardóttur, en brúðurin er af pólsk- um ættum, dóttir Mr. og Mrs. Stephen Eliuk í Árdalsbygð. Heimili ungu hjónanna verður í Riverton. Ungmenni fermd í Árbörg af séra Sig. Ólafssyni sunnud. 25. maí síðastl: Florence Guðrún Johnson. Helga Gíslason. Pauline Guðrún Sölvason. Dorothy Pearl Anderson. Þorbjörg Sveinsson. María Gíslason. Guðrún Jóhanna Guðmundsson Guðrún Sigvaldason. Kristbjörg Aðalheiður Anderson Gunnar Hálfdán Gunnarsson. Jóhannes Gunnar Alexander. Hannes Matthías Markússon. Elmer Leo Anderson. Pétur Magnússon. Söngflokkur Árborgar, undir stjórn Brynjólfs Þorlákssonar, heldur samkomur á eftirfarandi stöðum: í Hnausa Hall, þriðjudaginn þ. 3. júní. Byrjar kl. 8.30 að kveldi. í Gimli Hall, fimtudaginn þ. 5. júní. Byrjar kl. 8.30. Hér er vel æfður söngflokkur á ferðum, með sérstaklega vel val- in lög. Herra Brynjólfur Þor- láksson þekkja Vestur-íslending- ar og vita, að hann er vandvirkur og samvizkusamur söngstjóri. Látið því ekkert tefja yður frá að sækja þessar samkomur, sem að líkindum verða þær síðustu undir hans leiðsögn hér. Sam- komur þessar verða nákvæmar auglýstar í ofanskráðum bygðar- lögum síðar. Dánarfregn. Þann 12. maí s. 1. andaðist öld- ungurinn Jón Gíslason að heimili sínu í Red Deer-bæ, Alberta. — Jarðarför hans fór fram þann 15. s. m. frá ísl. kirkjunni í Marker- ville og var hann greftraður í Tindastóls grafreit. Jón Gíslason var fæddur 5. sept. 1848 á Kjarvalsstöðum í Hjalta- dal, Skagafirði. Kvæntur Sigur- björgu Guðmundsdóttur frá Naust- um á Höfðaströnd. Fluttu þau vestur um haf 1886 til N. Dak., en tveim árum síðar vestur til Al- berta. Frá 1890—1908 stunduðu þau landbúnað í nánd við Tinda- stóls pósthús, en fluttu þá til Red Deer og dvöldu þar síðan. Hefir starfsemi og trúrækni einkent sambúð þeirra og alt heimilislíf. Ekki áttu þau börn, en ólu upp^ tvo fóstursyni: Stefán, til heimil- is suður í Bandaríkjum, og Jón, nú bú settan með konu og börnum í Edmionton borg, jstundar * al- þýðuskenslu eða verzlunarstörf. (Sbr. Almanak Ó. S. Th., bls. 75). P. H. SAFETY TAXICAB CO. LIMITED Til taks dag og nótt. Ranngjarnt verO. Slmi: 23 309. Afgreiðsla: Leland Hotel. N. CHARACK, forstjóri. Eina hðtelið er leigir herbergi fyrir $1.00 á dag.—Húsið eldtrygt sem bezt má verða. — Alt með Norðurálfusniði. CLLIB HOTEL (Gustafson og Wood) 652 Main St., Winnipeg. Phone: 25 738. Skamt norðan við C.P.R. stöðina. Reynið oss. Ársloka hátíð Jóns Bjarnasonar skóla var haldin í Fyrstu lútersku kirkju á mánudagskvöldið í þessari viku. Nemendur gengu i fylkingu upp á Söngpallinn. Námsmeyjar þær, er útskrifuðust úr II. og 12. bekknum, io að tölu, voru hvít- klæddar og báru fagra blómvendi. Auk þeirra voru tveir ungir menn, sem eru aÖ útskrifast úr n bekkn- um og tveir úr 12. bekk. Samkomunni stýrði séra Rúnólfur Marteinsson, skólastjóri. Hófst hún með stuttri guðræknis athöfn, sem í því var fólgin að sálmur var sung- inn, biblíukafli lesinn og bæn flutt. Þá ávarpaði samkomustjóri gestina með nokkrum orðum, bauð þá vel- komna og skýrði þeim frá mjög á- nægjulegu starfsári. Tveir nemendanna, er voru að út- skrifast fluttu kveðjuræðu. Miss Jónina Skafel á íslenzku, en Miss Ölafía Pálsson á ensku. Báðar lýstu þær innilegum hlýhug til skól- ans. Stúlkna söngflokkur, sem Miss Halldórsson, yfirkennari hefir æft í vetur, söng tvisvar sinnum, í annaö sinn á ensku, hitt á íslenzku. í þeim flokk eru sumar enskar stúlkur. Flokkurinn tók þátt í samkepni þeirri, er nefnist Musical Festival, og stóð hér í Winnipeg fyrir skömmu síðan. Gat flokkurinn sér þar góðan orðstír, þó hann ynni ekki verðlaun, enda kepti hann við gaml- an og stóran flokk. Miss Halldórsson flutti ræðu um Aribjarnarbikarinn og um þá, sem fengu nöfn sín skrásett á hann. Nöfn þeirra, sem á þessu ári hafa unnið fyrir þeim heiðri eru: í 9. bekk—Solveig Kirby. f 10. bekk—Zella Rathborne. f II. bekk—Jónína Skafel. í 12. bekk—Signý Stephenson og Ólafía Pálsson. Miss Snjólaug Sig^urdson, sem er bæði nemandi Jóns Bjarnasonar skóla og enn fremur þíanó-nemendi Miss Eva Clare lék á píanó. Aðal-ræðu samkomunnar flutti Rev. H. Remlbe, sem er prestur Trinity lútersku kirkjunni í Winni- peg. Flutti hann mál sitt mjög sköruglega og lét nemendunum i té marga heilbrigöa og fallega hugsun. Mrs. J. tefánsson söng með sinni vanalegu snild þrjú lög, eitt þeirra með íslenzkum orðum. Séra Jónas Sigurdson, sem er meðlimur í skólaráðinu, var á sam- komunni og þótt hann hefði ekki fyrirvara var hann beðinn að tala. Hann talaði áT íslenzku og flutti að vanda skemtilegt mál. Samkoman öll var áheyrendum til ánægju og skólanum til sóma. ! WINNIPEG ELECTRIC BAKERY . í á horninu á Sargent og Mc- Gee stræta. Fyrsta flokks bakning, bæði af íslenzku og canadisku brauði og kökum. Vér framleiðum beztu og skrautlegustu giftinga- og afmæliskökur, kringlur, tví- bökur og skonrok ávalt fyr- irliggjandi. Aðeins margra ára sérfræðingar í bakning- um, vinna að verkinu. Painting and Decnratinn CONTRACTORS Alt, sem lýtur að því að prýða híbýli manna, utan sem innan: Paperhanging, Graining, Marbling Óteljandi tegundir af nýjustu inanhúss skrautmálning. Phone 24 065 L. MATTHEWS og A. SÆDAL 100 herbergi, meB eða án baðs. Sanngjarnt verð. SEYM0UR H0TEL Simi: 28 411 Björt og rúmgðð setustofa. Market og King Street. C. G. HUTCHISON, eigandi. Winnipeg, Manitoba. MEIR EN NÓG AF HEITU VATNI Fyrir aðeins $1.00 niðurborgun. Afganginn með hægum borgunar- skilyrðum. Er settur í hún yðar Rafmagns- HEITAVATNS GEYMIR SÍMI 848 132 WEnnye^Hijdro^ 55-59 tir PRINCESSST. Fimtudaginn þann 15. maí and- aðist í Riverton, Man., Flóvent Jónsson, aéttaður frá Skriðulandi í Arnarneshreppi, í Eyjafjarðar- sýslu. Foreldrar hans voru Jón bóndi Flóventsson og kona hans Steinunn Guðmundsdóttir, búandi á téðum stað. Flóvent var fædd- ur 12. júlí 1839, skorti því tvo mánuði til að vera 91 árs. Hann fór frá íslandi 1873, settist að í Ontario, kom til Gimli með fyrsta hópi innflytjenda, haustið 1875. Dvaldist þar fyrsta vetur, en nam land næsta vor og fluttist að ís- lendingafljóti. Landnámsheimili sitt nefndi hann á Skriðulandi. Hann bjá þar 11 ár samtals. Var hann kvæntur Bergrósu Jónsdótt- ur. Börn þeirra dóu í æsku. Eftir allmargra ára sambúð skildu leið- ir þeirra. Er hún nú dáin. Einn son, Jón að nafni, átti Flóvent heitinn áður en hann kvæntist. Flóvent var þrekmaður til sálar og líkama. Greindur og athugull; æfintýraþrá og lestrarfýsn áttu rík ítök hjá honum. Naut hann þó miður en skyldi hæfileika sinna. Hann var vel hagorður, en fór frekar dult með. Trúaður maður var hann og þráði mjög heimfar- arleyfi til hins eilífa sælulands. Hann naut góðs hjá fólki og átti ítök í margra hjörtum. Fjölmentu kunningjar hans og vinir við jarðarför hans, sem fór fram 19. maí frá lötersku kirkjunni í Riv- erton. Hann var jarðsunginn af þeim, er þetta ritar. Sig. Ólafsson. Elztsa eimskipsamband við Canada 1840—1930 Nú er tíminn til að annast um farar-útbúnað bræðra, systra, eig- in-kvenna, barna, foreldra, ást- meyja og unnusta á gamla land- inu, er flytja ætla til Canada. Cunard línan hefir hlotið frægð fyrir ágætt fæði, fljótar ferðir og sanngjarnt verð. Vér höfum skrifstofur í öllum löndum Norðurálfunnar, er greiða jaífnt fyrir einstaklingum sem fjölskyldum. Vér sendum pen- inga fyrir yður til Norðurálfunn- ar fyrir sanngjörn ómakslaun. Ef þér heimsækið gamla land- ið, þurfið þér vegabréf, sem og endurkomu skírteini. Vér hjálp- um yður til að koma þessu í kring. Skrifið oss á móðurmáli yðar í sambandi við upplýsingar, er yð- ur verða í té látnar kostnaðar- laust. .. AIRJD □adian Scrvice RTATTA THEATRE A«AAJU M. Phone: 26 16» CABLTON and PORTAGE. NOW SHOWING “Romance of RloGrande” 100% Talklnx with Warner Baxter Commendns Sat., May 31st VICTOIt McLAGLEN in “The Black Watch” 100% TALKINGl VDtlI.TS with Myrna I-oy ANY SEAT and David HoHins ANY TIME 25c GARRICK Last Showing Thursday TROOPERS THREE Starting Friday Passed S. MATINEE Till 7 o’clock 25c EVENINGS 40c ROSE Thursday - Friday - Saturday This Week 100% All-Talking THE GAMBLERS Mon. - Tues. - Wed., Next Week 100% All-Talking Singing, Laughing THE BATTLE OF PARiS PJÓÐLEGASTA KAFFI- OO MAT-8ÖLVHÚBIÐ sem þessi borg hefir nokkum tima haft innan vébanda nlnna. Fyrirtaks máltiCir, skyr, pönnu- kökur, rúllupylsa og þjðCræknls- kaffi.—Utanbæjarmenn fá nér úvalt fyrst hressíngu á WEVEL CAFE 692 SARGENT AVE. Simi: 37 464 ROONEY STEVENS, elgandi. MANITOBA HOTEL Gegnt City Hall ALT SAMAN ENDURFÁGAÐ Heitt og kalt vatn. Herbergi frá $1.00 og hækkandi RúmgóS setustofu. LACEY og SERYTUK, Eigendur Hamingj uóskir til íslenzku þjóí5arinnar í tilefni af þúsund ára afmæli Alþingis, hins elzta lýðræðisþings í heimi. b ARCTICICE & FUEL COMPANY, LIMITED 156 BELL AVE. PHONE: 42 321 Innilegar hamingjuóskir TIL ÍSLENDINGA í TILEFNI AF ALÞINGIS-HÁTlÐINNI 1930 FISHERMEN’S SUPPLIES LTD. 402 CONFEDERATION LIFE BUILDING, ’ WINNIPEG. ’ E. P. GARLAND, f r amkvæmdarst j óri. i wmmmfmmmmmm'mmmmmm Hljómleikar Karlakór Islendinga $ i Winnipeg Með aðstoð frú Sigríðar Olson, soprano í Fyrstu Lútersku Kirkju, Vietor St., Máuudagtkveldið 2. Júní Byrjar kl. 8:15 e. h. SÖNGSKRÁ Aðgangur 50C O, Canada I. (a.) Þér skýla fjöll..............Björgvin Guðmundsson. (bj Til vorsins...................................Þýskt (c) Vor-vísa...................’................Jul. Otto fd) Á ferð.....................................Bellmann (e) Rokkvísa...................................Bellmann ({) Islands-lag...................Björgvin Guðmundsson Séra Ragnar E. Kvaran og Söngflokkurinn. II. (a) It est deux, it est bon “Herodiade” Massenet. (b) Oh, That I Might Retrace The Way.............Brahms (c) The Disappointed Serenader...................Brahms (d) My Heart Is in Bloom.........................Brahms Frú Sigríður Olson. III. (a.) Ein yngismeyjan..............................Sænskt (b) Lorelei........ ...Fr. Silcher—Björgv. Guðmundsson Frú Sigriður Olson og Söngflokkurinn. (c) Sko háa fossinn hvíta..........Bjömvin Guðmundsson Mr. Frank Halldórsson, Dr. B. H. Olson ðg Söngflokkurinn. IV. (a) Nymphs and Shepherds........................Purcell fb) The Spirits Song...........................J. Haydn (c) The Snowdrop...........................Gretchaninoff (d) The Virgin’s~Slumber Song.....................Reger (e) Don’t Come In, Sir, Please!..............Cyril Scott Frú Sigríður Olson. V. (a) Sjáið hvar sólin..............Björgvin Guðmundsson (b) Eggert Ólafsson......................Helgi Helgason (c) Þey, þey og ró, ró............Björgvin Guðmundsson fd) Álfafell..........................Árni Thorsteinsson Séra Ragnar E. Kvaran og Söngflokkurinn. (e) Buldi við Brestur......H. Helgason—B. Guðmundsson i| ELDGAMLA ÍSAF0LD G0D SAVE THE KING

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.