Lögberg - 29.05.1930, Blaðsíða 4
V
Bls. 4.
!--—— '
Xöstjerg
Gefið út hvem fimtudag af The Col-
umbia Press, Ltd., Oor. Sargent Ave.
og Toronto St., Winnipeg, Man.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editw
Utanáskrift blaðsins:
The Ciolumbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
VerS $3.00 um árið. Borgist fyrirfram.
The “Lögbers” ia prlnted and published bjr
The Columbia Press. Limited, in the Columbia
Bullding, (»5 Sargent Are, Winnipe*, Manltob*.
Hugsað heim
“Góða ferð,—við biðjum öll að heilsa.”
Með þessum orðum,—ef ekki á vör og tungu,
,þá að minsta kosti í hjartanu, kveðjum vér þá
hópa landa vorra, sem nú eru í þann veginn að
leggja af stað í kynnisför til átthaganna, í því
skyni að vera heyrnar- og sjónar-vottar að af-
ma'lisfagnaði þeim hinum minninga- og sögu-
ríka. er fram fer á Þingvelli við Öxará seinni
]>art mestkomandi júní-mánaðar.
í hópum þeim, er heim fara, verða menn og
konur á öllum aldri,—menn og konur, sem að-
eins eiga æskuspor sín heima á ættjörðunni. og
þar afleiðandi liafa ekki nema óljósar endur-
minningar um bernsku-stöðvamar, hvammana,
hólana, hæðirnar, fossana og fljótin. Þetta fólk
fer heim til þess, að glöggva minningamyndirn-
ar og bæta inn í þær þeim dráttum ljóss og lita
er barnsaugun gátu ekki nema þá að litlu leyti
náð. 1 hópum þessum verða menn og konur,
sem komin voru til fullorðins ára, er ættjörðin
var síðast kvödd,—menn og konur, er dulrænar
undiröldur lífsviðburðanna vásuðu veg að heim-
an; menn og konur, er í sannleika sagt hafa að
allmiklu leytf lifað sínu andlega lífi heima, þótt
líkamlega dveldu hér,—menn og konur, sem ver-
ið hafa hér eins og hálfvisnar greinar, sem eng-
ar rætur áttu, en vonuðu og þráðu að heimförin
gæti látið orð skáldsins rætast, þótt í annarlegri
merkingu yrði, að græða mætti afhögna limið við
stofninn, jafnvel þótt ekki væri nema um stund-
ar sakir. í hópunum báðum verða einnig menn
og konur, er aldrei hafa líkamlegum augum lit-
ið þá dýrð, sem íslenzku skáldin hafa lýst fyrir
þeim,—menn og konur, sem hér eru borin og
'barnfædd; menn og konur, sem stimplaðar hafa
í huga og sál þær myndir, er foreldri þeirra
höfðu svo iðulega málað fyrir þeim! Nú vill
þetta fólk sjá með eigin augum myndir þessar,
setja þær í nýja umgjörð og gefa þeim sterkari
og skýrari lit.
En fólkið, sem heim fer, er ekki eina vestur-
íslenzka fólkið, sem ií hátíöinni tekur þátt. Þeir,
sem eftir verða og ekki komast heim, einhverra
orsaka vegna, verða þar andlega nálægir, og
leggja blessun sína yfir staðinn og stundina,
meðan hátíðjn fer fram. Ekki verða raddir
þeirra háværar og hljóðar munu bænir þeirra, en
heitar og áhrifaríkar verða þær engu að síður.
Þegar ferðafólkið leggur af stað, er það víst,
að margir verða þeir einstaklingar, er eftir sitja,
er taka undir með skáldinu og segja klökkir hver
um sig:
“Eg bið að heilsa heim með þér
hlíðinni minni vænu,
hún er nú að sauma sér
sumarklæðin grænu. ”
Og víst er það, að hugur vor fylgir ferðafólk-
inu, ekki aðeins af stað, ekki aðeins meðan jám-
brautarlestin er að hverfa úr augsýn, heldur alla
leið heim!
Innilegrar blessunar árnum vér þessum hóp-
um pílagríma, sem nú eru að leggja af stað til
landsins helga. Margskonar og mismunandi vit-
um vér að verði tilfinningar þeirra, er þeir eftir
harða og langa útivist, sumir hverjir, líta land-
ið sitt langþreyða rísa úr sæ. Vafalaust verður
það fagnaðarkendin, er efst verður á baugi í
huga þeirra, þótt einhverjir kunni, ef til vill,
að verða fyrir dálitlum vonbrigðum. Bless-
unar, heitrar og einlægrar, óskum vér þeim
öllum, er heim fara, óskum og þráum, að sem
allra flestar vonir þeirra megi fullkomlega ræt-
ast,—að þeir finni frið og svölun sálum sínum í
faðmi ættjarðarinnar þann tíma, er þeir dvelja
heima, að þeir sanni bræðrum vorum það aust-
anhafs, enn betur en gert hefir verið til þessa,
að liér vestra streymi enn íslenzkt blóð um ís-
lenzkar æðar og að enn einkenni margan mann-
inn og marga konuna íslenzkt hjartalag. Vér
biðjum þann, sem einn öllu ræður, og einn öllu
stjórnar, að halda sinni eilífu verndarhendi yfir
ættjörð vorri á þessari mikilvægu hátíð, sem nú
fer í hönd. Vér biðjum þess að hátíðin megi
verða það ljós, og sá geislagjafi, er beri nafn og
hróður íslands hafanna og heimskautanna á
milli.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. MAÍ 1930.
Vér væntum þess og biðjum, að Alþingishátíð-
in megi vekja með þjóð vorri margar og vold-
ugar umbótaöldur, er hef ji og hækki alt það, sem
Islendingseðlið á bezt í eigu sinni. Þá er öllu
borgið. Þá verður bjart yfir landi og lýð fram
í ósæisaldir.
“Þúsund ára sólhvörf”
Eftir Richard Beck.
(Erindi flutt á Þorramóti að Mountain, N. D.,
þann 15. febr. 1930.)
Yfir hliði hins fræga Delfí-hofs á Grikk-
landi voru til forna skráð orðin: “Þektu sjálf-
an þig. ” Að þetta er gullvæg kenning, dylst
engum hugsandi manni. Sjálfsþekkingin ræður
eigi litlu um lífshamingju hvers eins. En vér
erum gamlir, þá vér erum í heiminn bornir.
Þetta virðist máske í fljótu bragði mótsögn ein.
Nánar álitið, verður bert, að hér er um djúpan
sannleik að ræða. Umhverfið ræður að vísu
miklu um þroska vorn, atgjörvi og horf við líf-
inu. Hitt mun jafn víst, að foreldrar vorir og
forfeður hafa mikil og víðtæk áhrif á skapgerð
vora og eðli alt. Vilji: menn þekkja sjálfa sig
til hlítar, verða þeir að vita eitthvað um for-
sögu sína, um móður sína og föður, um ætt-
mæður sínar og ættfeður. Þetta á við bæði um
einstaklinga og heilar þjóðir. Einstaklingur-
inn og þjóðar-heildin eni tengd órjúfanlegum
böndum. Örlög þeirra eru saman tvinnuð.
“Hver manneskja er heil þjóð í örsmárri út-
gáfu,” sagði vitur maður eitt sinn. Skáldið
liafði rétt að ma*la, er hann kvað:
“Saga þín er saga vor,
sómi þinn vor æra,
tár þín líka tárin vor,
tignarlandið kæra!”
Að kynnast sögu þjóðar sinnar, er því ekki lít-
ill þáttur í því, að læra að þekkja sjálfan sig.
í ár stendur íslenzka þjóðin á öðrum hinum
merkustu tímamótum í sögu sinni. 1 sumar eru
“þúsund ára sólhvörf,> í lífi þjóðar vorrar.
Merkasta stofnun lands vors, Alþingi, á þá tíu
alda afmæli. Þúsund ár eru að vísu eigi langt
tímabil í sögu mannkjmsins. En teljandi eru
þær þjóðfélagsstofnanir, er svo eiga sér langa
sögu að baki. Eins og allur heimur veit, eða
ætti að vita, þá er Alþingið íslenzka hið elzta
löggjafarþing, sem nú er starfandi. 1 sögu lög-
gjafar og lýðstjórnar á Island sérstöðu meðal
menningar-þjóðanna, eigi síður en í sögu
heimsbókmentanna. Enda er fom-íslenzk
stjórnarskipun jafn-fræg fornbókmentum vor-
um út á við. Erlendum fræðimönnum virðist það
sæta furðu, að smáþjóðin á úthjara veraldar
skyldi verða til þess að marka nýja frelsis-
braut. Vel megum vér, afkomendur þeirra
manna, er leiðtogar vom á sviði stjómfrelsis
og lýðræðis, staldra við, líta um öxl og rifja
upp fyrir oss helztu atburðina í stjómfrelsis-
sögu lands vors. Sú saga er á köflum rituð
táram og blóði, hin átakanlegasta harmssaga,
en skin er þar líka á milli skugga. En saga
Alþingis er hvorki meira né minna heldur en
saga íslenzks sjálfstæðis.* 1 hvert sinn er rýrt
var vald Alþingis, var sjálfsforræði þjóðarinn-
ar rýrt að sama skapi.
Engin þörf gerist, að rifja upp fyrir ykkur
landnámssögu íslands. Þið vitið, að þangað
fluttust djarfhuga menn og frjálshuga; menn,
sem ekki vildu vera “konungs þrælar”; menn,
sem unnu frelsinu öllu fremur. Þeir höfðu flú-
ið land sitt til þess að komast úr klóm konungs-
valdsins. Þess var því eigi að vænta, að þeir
myndu á stofn setja stjómarfyrirkomulag, sem
frelsi þeirra gæti á nokkurn hátt staðið liætta
af. Enda varð sú raunin á. Með stofnun Al-
þingis 930, varð Island sjálfstætt og fullvalda
ríki. Og þetta er eftirtektarverðast: Það varð
lýðríki, en eigi konungsríki — fyrsta lýðríki í
Evrópu fyrir norðan Alpafjöll. Hversu merki-
legt þetta fyrirbrigði er í sögu stjórnmála og
lýðfrelsis, sést bezt ef litið til til þess, sem var
að gerast í nágrannalöndunum um sama leyti.
Á Norðurlöndum og í Bretlandi var konungs-
valdið að magnast og færa út kvíamar. Þegar
þessa er gætt, verður ljóst, hversu stórmerkur
viðburður stofnun Alþingis og hins íslenzka
lýðríkis var í raun og veru. Hin unga, íslenzka
þjóð gerðist frumherji á frelsisbrautinni. Eitt
daani þess af mörgum, að smáþjóð hefir orðið
hinum stærri til fyrirmyndar; hefir varðað
þeim veginn til farsældar og framfara.
Alþingi var, eins og þið munið, falið lög-
gjafar- og dómsvaldið, en framkvæmdarvaldinu
létu forfeður vorir óráðstafað. Er slíkt harla
fágætt í stjómmálasögunni. Margir fræði-
menn hafa líka undrast yfir þessu. Þó er skýr-
ingarinnar ekki langt að leita. Forfeður vorir
hafa eflaust hikað við, að seljá framkvæmdar-
valdið í hendur eins manns, eða í hendur fárra
manna, af ótta fvrir, að slík ráðstöfun gæti
orðið þeim að frelsistjóni. Þeim var konungs-
valdið í of fersku minni. Frelsisást þeirra er
hér aftursýn. Sjálfræði einstaklingsins kusu
þeir að setja sem fæstar skorður. En þessi
skortur á ráðstöfun framkvæmdarvaldsins var
hins vegar stór galli á hinni fom-íslenzku
stjómarskipun. Mannafli fremur en réttur mál-
staður réði eigi ósjaldan málalokum. Vopnin
vom látin skera úr. Fór og svo að lokum, að
þessi misbrestur á stjóraarfyrirkomulaginu —
skortur á sterku framkvæmdavaldi—varð *hinu
íslenzka lýðveldi að falli og þjóðinni að frels-
istjóni.
Island var sjálfstætt lýðríki í meir en þrjár
aldir. Á því tímabili urðu þær breytingar
helztar á fyrirkomulagi Alþingis, að stofnaðir
vora fjórðungsdómar í stað hins uppranalega
AlJ)ingisdóms, og, að settur var Fimtardómur,
nokkurs konar hæstiréttur. Frelsi sínu • hélt
þjóðin óskertu á þessum öldum. Þær voru tíma-
bil þroska og blóma, auðugs lífs á öllum svið-
ur, verklegum og andlegum. Bjarmi hins gró-
anda vors hvíldi þá yfir landi. Sótti þjóðin
síðar eld og andlega næring í sjóð minninganna
frá þessu glæsilega tímabili. Og enn þá er sá
nægtabrunnur fjarri því að vera þurrausinn-
Þaðan streymir enn þá lifandi vatn.
En eftir árið 1200 “þyngdi í lofti þokan
grimm. ” Ömurlegi-r skuggar og skýjaflókar
hvfla þá yfir íslandi. Hin fögra lífsmerki sjálf-
stjórnar tímabilsins fara þverrandi. Siðspill-
ing eitrar þjóðlífið. Landið logar í*deilum og
löðrar íí blóði. Og ávöxtur þeirra innbyrðis-
styrjalda, svikanna, níðingsverkanna og flokka-
dráttanna, varð sá, að þjóðin glataði frelsi sínu
og sjálfsforræði. Var nú eigi langt að bíða, að
breyting yrði á löggjöf landsins og /Alþingi,
skipun þess og valdsviði.
Samkvæmt samningi Islendinga við Noregs-
konung — Gamla sáttmála (1264) — áttu Is-
lendingar að halda fornum lögum sínum ó-
breyttum. Svo varð þó eigi lengi. Konungur
efndi illa orð sín. Brátt var nýjum lögum
þröngvað upp á Islendinga. Með samþykt
“ Jónsibókar”! árið 1281 varði gjörbreyting á
löggjöf landsins og skipun Alþingis, og sízt til
'bóta. Valdsvið Alþingis var takmarkað að
miklum mun. Konunglegir umboðsmenn komu
í stað goðanna og þingmönnum var fækkað. Er
nú, eins og einn sagnfræðinga vorrá komst að
orði: “1 raun og vera komin sú bylting á
stjórnarvaldið, að þungamiðjan er flutt úr
höndum þjóðarinnar í hendur konungs með því
að fela honum æðsta framkvæmdar- og dóms-
vald í landinu. ” Þessu takmarkaða valdi sínu
hélt Alþingi að miklu leyti óskertu þar til seint
á 17. öld.
En þess ber einnig að minnast, að Alþingi
var framan af miklu meira en löggjafarstofnun
og dómgerða. Það var “aðal gróðrarstöð ís-
lenzkrar þjóðmenningar. ” Það var hjarta
þjóðlífsins, er veitti straumum lifandi blóðs
um æðar þess. Þangað sótti þjóðin andlega
næring, frjómagn til atórra dáða. En með
þeirri breyting, sem varð á hqgum landsins við
glötun sjálfstæðis ]>jóðarinnar, hætti Alþingi
smám saman að vera miðstöð íslenzks þjóðlífs.
Hvert tjón þetta var íslenzkri menning og at-
hafnalífi, er eigi auðvelt að gera sér í hugar-
lund.
Eftir því sem tímar liðu, færðist konungs-
valdið meir og meir í aukana á Islandi, herti
fjötur kúgunarinnar harðar að hálsi þjóðar-
innar. Þó liðu þrjár aldir áður en hið útlenda
stjómarvald sigraðist að fullu á Islendingum.
Og saga baráttu þjóðar vorrar gegn erlendri
kúgun er fyllilega lestrarverð öllum sonum
hennar og dætrum hvarvetna. Margt blað er
þar ritað rúnum rammra harma ; en margt er
þar einnig letrað, er fylt getu ross heilnæmum
metnaði. Jafnan vora upp Jæir menn, er unnu
þjóð sinni einlæglega. 1 hjarta þeirra lifði hin
upprunalega sjálfstæðistilfinning og frelsisást
hinnar íslenzku þjóðar. •
Oss gefur sýn: Vér sjáum Jón biskup Ara-
son á deyjanda degi. Áður en hann lætur lífið
á höggstokknum kveður hann:
“Vondslega hefir oss veröldin blekt,
vélað og tælt oss heldur frekt:
ef ég skal dæmdur af danskri slekt,
og deyja svo fyrir kóngsins megt. ”
Biskup unni frelsi lands síns af alhug. Um það
verður eigi efast, hvað sem annars má um gerð-
ir hans segja.
En þjóðin fékk eigi að lokum
staðist við árásum hins er-
lenda konungsvalds. Árið 1662
var konungur hyltur á Kópa-
vogi og einveldið liélt innreið
sína á Islandi. Voru þingmenn
þó tregir til að rita undir ein-
valdsskjalið. Vora þeir kúg-
aðir til þess; létu eigi undan
fyr en hinn danski liöfuðsmað-
ur hótaði að beita hervaldi.
Ámi Oddson lögmaður mót-
mælti djarflega kröfum kon-
ungsmanna; neitaði hann harð-
lega að skrifa undir skjalið;
lét eigi tilleiðast fyr en höfuðs-
maður hafði lofað því, að láta
Islendinga halda landslögum
sínum og fomum réttindum.
Mega Islendingar minnast lög-
manns sem einnar hinnar djörf-
ustu frelsishetju sinnar. Er
mælt, að liann hafi felt tár, er
liann ritaði nafn sitt undir ein-
valdsskjalið. Guðmundur Guð-
mundsson skáld hefir orkt
snjalt kvæði um Áma Odds-
son. Þaá segir meðal annars:
“Margblessuð enn lifir
minning hans,
eins mætasta sonar vors ást-
ástkæra lands,
sem aldrei vér ættum að
glata.
Sem bálviti’ úr miðalda
myrkustu nátt
hann mænir og bendir á ljós-
vegu hátt,—
enn vísar hann veginn að
ratæ ”
Loforð höfuðsmanns var þó
aðeins á pappírnum og var ó-
spart brotið. Eftir að einveld-
ið var komið á, varð konungur
einráður. Jslenzku isjálfstæði
hafði verið veitt banasárið.
Meira og meira drógst löggjaf-
ar- og dómsvaldið úr höndum
AlJ)ingis og í hendur konungs.
Jón sagnfræðingur Jónsson
komst vel að orði um hinar
stjómarfarslegu afleiðingar
einveldisins: “1 stjórnarfars-
legu tilliti voru afleiðingarn-
ar af einveldinu miklar og ill-
ar. Með hverjum áratug svo
að segja er liöggvið dýpra og
dýpra skarð í frelsi og rétt-
indi þjóðarinnar, þangað til
hún stendur eftir 'berskjölduð
og varnarlaus. Alþingi, þessi
eldgamla stofnun, sem áður á
dögum hafði verið öruggasta
frelsisvígi þjóðarinnar, er nú
orðið að ræningjabæli og rétt-
ir konungsvaldinu hjálparhönd
til að kúga sjálfstæði þjóðar-
innar með því að \ löggilda
orðalaust allar fyrirskipanir
stjórnarinnar. Löggjafarvald-
ið er að heita má gengið því úr
greipum fyrir fult og alt. Það
fær yfir höfuð að tala litlu eða
engu ráðið. Alþingi er ekki
orðið annað en nafn 1-----og
endurminning. ” — Að lokum
var Alþingi lagt niður árið
1800 og landsyfirréttur stofn-
aður í Reykjavík, til að fara
með dómsvaldið. Var nú illa
komið sjálfstæðismálum Is-
lands. Áþján og óáran höfðu
kæft þjóðernismeðvitund og
sjálfstæðis tilfinningj þjóðar-
innar. Hún var orðin kjark-
laus og vonlaus—búin að glata
trnnni á sjálfa sig og hlutverk
sitt.
Eftir martröð 17. aldarinn-
ar fer þó þjóðin að vakna á ný.
Svartasta myrkrinu léttir. Á
fyrri hluta átjándu aldar fer
að rofa af degi. Og er líður
fram á öldina, teygja morgun-
geislamir sig um loft alt. Þá
var Eggert Ólafsson uppi.
Ilann var frumherjinn í end-
urreisnar baráttu þjóðar vorr-
ar. Kvæði hans voru sem. óður
árgalans, er vekur menn í dög-
un. Þau; vora “Ný Bjarka-
mál,” vekjandi ást á landi sínu
og þjóð, á tungu hennar og
sögu. Hann trúði á framtíð
hennar og hlutverk. Og þá
trú innrætti bann löndum sín-
um, en einskis var fremur
þörf. Það er er ekkert hik,
engin hálfvelgja í vísunni
þeirri ama:
“Þó að margur upp og aftur
ísland níði búðarraftur,
meira má en kvikindskjaftur
kraftur guðs og'sannleikans.”
Og ættjarðarást 'Eggerts kafn-
aði ekki í orðum tómum. Hann
vann lajndi þínu með dáð og
dug. En um liann mátti segja
sem um marga aðra óskmegi
Jijóðarinnar: “Þeir, sem guð-
irnir elska, deyja ungir.”
Ekki má heldur slevma sam-
D0DD8
KIDNEYJ'
TRO fM
?HeumaT|s ■
í meir en þriðjung aldar hafa
Ðodd’s Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið við bakverk,
gigt, þvagteppu og mörgum fleiri
sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf-
sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex
öskjur fyrir $2.50, eða beint frá
The Dodds Medicine Co., Ltd.,
Toronto, ef borgun fylgir.
tíðarmanni Eggerts, Skiíla
lahdfógeta Magnússyni. Hann
var brautryðjandinn á sviði
atvinnumálanna. Starf hans
steftidi að jþví, ajð vekja 'hjá
þjóðinni traust á sjálfri sér
hvað bjargræðisveg snerti.
Hann kendi henni, að búa bet-
ur að sínu, að sækja sem minst
til annara þjóða, að nota auð-
lindir lands síns. Þessir menn
og aðrir slíkir vöktu þjóðina,
þó ýmsir daufheyrðust við
boðskap þeirra. Þeir lögðu
gmndvöllinn að stjómarfars-
legum og efnalegum framför-
um þjóðar sinnar.
Með 19. öldinni heldur á-
fram að birta af degi. Róm-
antiska stefnan fór þá eins og
eldur um löndin, beindi hug-
um manna til fortíðarinnar, að
ætt og uppruna þjóðanna, sögu
þeirra 's og fombókmentum.
Eðlilegt var, að þessi stefna
ielli í frjósaman jarðveg á ls-
'landi. Fáar þjóðir eiga jafn-
glæsilega fortíð, éða jafn fjöl-
breyttar og auðugar bókment-
ir, sem vér Islendingar. Hugs-
unin um forna dýrð hleypti
mönnum kapp í kinn. Islenzka
þjóðin, sem eitt sinn var sjálf-
stæð og móttug, hlaut að geta
orðið ]>að ó ný. Og er litið var
til baka, Jbar límerkustu stofn-
un þjóðarinnar, Alþingi hið
forna, hátt við himin. Endur-
reisn Alþingis varð eitt aðal-
markmið framsóknarmann-
anna. Baldvin Einarsson var
brautryðjandinn. Fjölnis-
menn fylgdu honum í spor með
hinni frægu kröfu sinni: “Yér
viljum hafa alþingi á Þing-
veíli.” Alþingi var endur-
reist, þó eigi yrði það haldið á
Þingvelli. Vald þess var þó
harla takmarkað. Það var að-
eins ráðgefandi.
Þjóðernismeðvitund og sjálf-
stæðistilfinning íslendinga voru
nú glaðvaknaðar. Þeir kröfð-
ust frekari réttinda. Jón Sig-
urðsson forseti gekk í fylking-
arbroddi. Með þekkingu þraut-
segju, víðsýni *og ósérplægni
bar hann merkið fram til sig-
urs. Árangurinn af starfi
hans og samherja hans var
stjórnarskráin 1874. Megin-
atriði hennar eru' ykkur öllum
kunn. Alþingi var nú falið
löggjafarvaldið og sjálfsfor-
ræði landsins að miklu leyti.
Var það mikil réttarbót. Enda
markar þjóðhátiíðarárið mikil
tímamót í sögu íslands. Síðan
hafa framfarir þjóðarinnar
verið stórstígar á öllum svið-
um.
Það, sem síðan hefir gerst í
íslcnzkumj .sjálfstæðismálum,
mun ykkur flestum í fersku
ininni. Sjálfstæðisbaráttan
Lélt áfram. Vald Alþingis
]ókst að mun, er íslenzkur
ráðherra var skipaþur 1904,. er
standa skyldi Alþingi en eigi
konungi, reikning ráðsmensku
sinnar.
Þá er stærsti atburðurinn í
sjálfstæðismálinu til þessa,
viðurkenning Islands sem full-
valda ríkis 1. desember 1918.
Nokkrar breytingar urðu þá á
stjórnarskipun landsins. Al-
])ingismönnum var fjölgað. 1
stað konungkjörinna þing-
manna komu þjóðkjömir. —
Fyrsti desember 1918 var
dýrlegur dagur í sögu þjóðar
vorrar. Hjartfólgnasti draum-
ur hinna beztu sona hennar
hafði ræzt. Sem skólapiltur í
Reykjavík átti eg því láni að
fagna, að vera viðstaddur þann
hátíðlega atburð, er kunngert