Lögberg - 31.07.1930, Blaðsíða 2

Lögberg - 31.07.1930, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. JÚLÍ 1930. Fertugasta og sjötta ársþing Hins evangeliska lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi. HALDIÐ 1 MINNEOTA, MINNESOTA, 18. TIL 22. JÚNÍ 1930. Þá var teki5 fyrir á ný fjórða mál á dagsfrá: Betel Fyrir hönd þingefndar í því máli, lagði Dr. B. B. Jónsson fram þetta nefndarálit: Betel-nefnd.— Nefndin leggur til, að þingið samþykki það sem hér segir: 1. Að þakkað sé náðulgum Guði fyrir blessan þá, sem hvíl- ir yfr elliheimilinu Betel. 2. Að þakkað sé stjómarnefnd og forstöðufólki fyrir á- gæta umönnun um hag stofnunarinnar. 3. Að þakkað sé öllum þeim, sem með gjöfum og góðvild hafa styrkt þetta líknarstarf kirkju vorrar af fúsum og frjáls- um vilja. 4. Að samþykt sé skýrsla sú og reikningar, sem stjóraar- nefndin hefir lagt fyrir þin!gið. Björn ÍB. Jónsson. John Hjörtson. G. J. Hallson. Um nefndarálitið urðu engar umræðum og var það sam- þykt í einu lagi og í e. hlj. Þá lá fyrir á ný fyrsta mál á dagskrá: Heimatrúboð. Fyrir hönd þingnefndarinnar í því máli, lagði G. J. Oleson fram þessa nefndarskýrslu: Nefndin í heimatrúboðsmálinu leggur til: 1. ' Að prestum þeim, sem starfað hafa á heimatrúboðs- svæðinu, sé þakkað þeirra !góða starf á árinu. 2. Að þingið óski séra S. S. Christopherson til hamingju, sem áður hefir starfað svo vel að heimatrúboði, en sem nú hefir að nokkru leyti tekið fasta prestsstöðu. 3. Að framkvæmdarnefndinni sé heimilað að safna $1,200 á komanda ári til heimatrúboðsstarfsins, og henni sé falið að verja því fé, sem inn kemur, í heimatrúboðsþarfir, á sem hagkvæmastan hátt, og þingið treystir henni til þess, að ráð- stafa því svo að árangurinn geti orðið sem blessunarrík- astur. 4. Þingið treystir framkvæmdarnefndinni til að beita kröftum sínum og góðum hæfileikum til þess að aðstoða prestlausa söfnuði, sem þess eru me!gnugir, að fá fastan prest, svo starfið megi ganga óhindrað, einnig að hagnýta sem kostur er á, krafta þá, sem vér höfum völ á, svo ekki tap- ist af starfssviði kirkjufélagsins hæfir menn, sem geta orðið málum okkar til blessunar. 5. Að þingið þakki Hinu sameinaða kvengél. fyrir ung- dóms-fræðslustarf það, sem' það hefir gengist fyrir á árinu, og metur mikils, ef því verki getur orðið haldið áfram í fram- tíðinni. 6. Að þingið biðji forseta kirkjufélagsins að skipa einn sunnudag á árinu sem helgaður sé heimatrúboðsmálinu. G. Guttormsson. G. J. Oleson. Jón Hannesson. Thomas Halldórson. B. Jones. Skýrslan var tekin fyrir lið fyrir lið. — Fyrsti liður sam- þyktur. Annar, þriðji, fjórði, fimti og sjötti liður samþ. Og Nefndarálitið síðan í heild sinni samþykt. Eftir að samþyktin hafði verið gerð, hófust umræður um tillögu framkvæmdarnefndar, að veita Hallgrímssöfnuði í Se- attle $600.00 til prestlauna í höndfarandi fjárhagsár. Héldu þær umræður áfram um hríð, þar til A. E. Johnson gerði þá tillögu, er Jón Gíslason studdi, að fjárupphæð þessi sé veitt úr heimatrúboðssjóði kirkjufélagsins, og var það samþykt í e. hlj. Með því önnur þingmál voru ekki tilbúin, en í höndum ýmsra nefnda, var samþykt að slíta fundi, kl. 5.10 e. h. Var fundi slitið með því að sunginn var sálmurinn nr. 50. Næsti fundur ákveðinn kl. 8 e. h. sama dag. SJÖUNDI FUNDUR—kl. 8 e. h. sama dag. — Fundurinn hófst með bænagjörð, er séra Jóhann Bjarnason stýrði. Séra Sigurður Ólafson flutti fyrirlestur er hann nefndi: “Þúsund ára afmæli Alþingis og kirkjan.” Var honum að erindinu loknu greitt þakklætisatkvæði þingsins með því, að allir stóðu á fætur, samkvæmt tillögu séra R. Marteinssonar. Tekið var fyrir á ný 6. mál á dagskrá: Útgáfumál. Fyrir hönd þingnefndar í því máli lagði S. S. Einarsson fram nefndarskýrslu. Dr. B. B. Jónsson bað um frestun á frekari aðgerðum í þessu máli til næsta morguns og var það veitt. Sunginn var sálmurinn nr. 28, blessun lýst af forseta og fundi síðan slitið kl. 9.20 e. h. Næsti fundur ákveðinn kl. 9. f. h. næsta dag. ÁTTUNDI FUNDUR—kl. 9 f.h. 21. júní. — Fundurinn hófst með bænargjörð, er séra V. J. Eylands stýrði. Fjarverandi við nafnakall voru: séra Carl J. Olson og Mrs. C. P. Paulson, er komu þó litlu síðar á fund. Gjörðabók 6., 6. og 7. fundar lesin og staðfest. J. K. Olafson, þingmaður Gardar-safnaðar, mintist á, að mikilsvirtur þingmaður og starfsbróðir í fjölda mörg ár, Stefán S. Einarsson, frá Melanktonssöfnuði, ætti sextugs- afmæli þennan dag. Taldi hann víst, að þinginu væri það ánægjuefni, að færa hinum duglega og góða starfsbróður blessunar- og áraaðarorð sem afmælisósk. Tók forseti und- ir það og þinjgmenn með því að rísa úr sætum. Þakkaði við- komandi þingmaður afmælisóskina og þá vinsemd og virðing, er honum með þessu var sýnd. Þá lá fyrir á ný annað mál á dagskrá: Kristniboð meðal heiðigja. Fyrir hönd þingnefndar í því máli, lagði séra H. Siígmar fram þetta nefndarálit: Nefndarálit þingnefndar í kristniboðsmáli meðal heiðingja: 1. Þingið vottar trúboða sínum, séra S. O. Thorlákssyni, og konu hans, innilegt þakklæti, fyrir skýrslu þeirra um trú- boðsstarfið og þá alúðar-kveðju, er þau sendu, og áraar þeim Guðs blessunar ofe handleiðslu.í starfi þeirra. 2. Þingið tjáir séra N. S. Þorláksyni, og konu hans, hjartans þökk fyrir kveðju þeirra hjóna og hið hlýja og hvetj- andi erindi, er veitti okkur kristilegan trúboðsanda, og óskar þeim hjónum Guðs verndar og blessunar. 3. Einhuga hvatning er gjörð til presta, safnaða, sd.skóla, kvenfélaga og einstaklinga, að gjöra sér ljósa nauðsyn á trú- boði til heiðingja, og sýna með glöiggum ávöxtum kærleika sinn í starfinu. 4. Þingið hvetur alla þá, sem trúboðsstarfi unna og vilja eitthvað af mörkum láta, að minnast minningarsjóðs Hallgríms Péturssonar í sambandi við trúboðskirkju í Kobe. 5. Þingið, sem átti því láni að fagna, að heyra Dr. Wickey skýra frá orðum Miss Aker, að S. O. Thorlákson o!g kona hans væru að framkvæma verk einstakt í sinni röð, gleðst yfir þeim glæsilega sigri máls vors, og ákveður að $1,200 séu lagðir fram á árinu til kristniboðs á meðal heiðingja. H. Sigmar. E. H. Fáfnis. H. J. Helgason. G. F. Gíslason Samþykt var að taka fyrir nefndarálitið í einu la!gi. Var það sama sem ekkert rætt og síðan samþykt í e. hlj. Forseti tilkynti, að sér hefði borist afsökun frá hr. Bjarna Marteinssjmi, forseta Breiðuvíkursafnaðar, að ekki var send- ur fulltrúi frá þeim söfnuði á kirkjuþing, og fylgdu með árn- aðarorð til þingsins. Þá var tekið fyrir á ný sjöunda mál á dagskrá: Samband kirjpufélagsins við önnur lútersk kirkjufélög. Fyrir hönd þingnefndar í því máli, la!gði séra R. Mar- teinsson fram þetta nefndarálit: Nefndin, sem skipuð var til að athuga samband kirkjufé- lags vors við önnur lútersk kirkjufélög, ræður til, að gjörðar séu svohljóðandi ályktanir: 1. Þingið minnist með ánægju samstarfs og samvinnu, sem kirkjufélag vort hefir átt með General Council, United Lutheran Church of America o!g Norsku kirkjunni, og minnist með þakklæti þess styrks, sem vér höfum notið frá þessum félögum. 2. Þingið lætur í ljós ánægju sína yfir því sambandi starfs og styrks, sem nú á sér stað milli kirkjufélags vors og United Lutheran Church. 3. Þingið lýsir yfir því áliti sínu, að nú sé kominn tími til að kirkjufélag vort fari að bindast ákveðnari féla!gsbðndum við einhverja lúterska kirkjulega heild, og þá sennilega helzt United Lutheran Church in America. 4. Þingið felur framkvæmdarnefndinni og prestum kirkju- félagsins, að afla sér og veita söfnuðunum á árinu allar nauð- synlegar upplýsingar í málinu. 5. Þirigið skorar á söfnuðina að taka þetta mál til alvar- legrar íhugunar á árinu, svo að það komi sem allra bezt undir- búið fyrir næsta þing. R. Marteinsson. P. V. Peterson. S. J. Sigmar. Jóhann Bjarnason. O. Anderson. v Nefndarálitið var tekið fyrir lið fyrir lið. Fyrsti liður samþyktur. Annar liður sömuleiðis. Við þriðja lið gerði S. S. Einarsson þá breytingartillögu, að bætt sé við orðunum: “eða The American Lutheran Con- ference.” Breytingartillöguna studdi séra H. Sigmar, og var hún ítarlega rædd. Á meðan á þeim umræðum stóð, kom á þing Dr. Nils Kleven, virðulegur sendiboði Norsku kirkjunnar í Ameríku. Og með því málið, er til umræðu lá, var í nánu sambandi við nefnda kirkju, sem búist er við að gangi inn í hið. fyrirhugaða American Lutheran Conference, þá bað for- seti, er vikið hafði úr sæti, hann að taka til máls og skýra nokkuð ítarle'ga frá fyrirkomulagi hins fyrirhugaða kirkju- sambands, og gerði Dr. Kleven það, um leið og hann flutti þingi blessunaróskir og bróðurkveðju frá Norsku kirkjunni Þakkaði fara-forseti, er var í forsetasæti, kveðjuna, og bað hinn virðulega sendiboða að flytja Norsku kirkjunni í Ameríku, og Dr. Aasgaard, forseta hennar, þakkir og árnaðarorð þings- ins. Sömulieðis tóku til máls um það efni, þeir forseti og Dr. B. B. Jónsson. — Héldu svo umræður áfram um breytingar- tillöguna, unz hún var borin undir atkvæði og feld, með 23 at- kvæðum gegn 18. Var þriðji liður nefndarálitsins síðan sam- þyktur. — Fjórði og fimti liður samþyktir. Nefndarálitið síð- an í heild sinni samþykt. Þá lá fyrir á ný sjötta mál á da'gskrá: Útgáfumál. S. S. Einarsson lagði fram þessa nefndarskýrslu: Þingnefndin, sem sett var til að athuga um útgáfu á rit- um kirkjufélagsins, leggur fram eftirfylgjandi tillögur: 1. Þin!gið þakkar ritstjórum og ráðsmanni Sameiningar- innar fyrir ágætlega unnið starf og óeigingjarnt í þarfir fé- lagsins á liðnu ári, í sambandi við útgáfu blaðsins. 2. Þingið biður þá, ritstjórana, Dr. B. B. Jónsson, séra K. K. Ólafsson og séra G. Guttormsson, að halda blaðinu út í sama formi o!g anda og síðastliðið ár. 3. Að Gjörðabók kirkjuþingsins sé gefin út í sama formi og stærð og að undanförnu, og seld á 25 cent. 4. Að sunnuda'gsskólalexíur þær, sem liggja fyrir hendi, séu gefnar út á árinu. 5. Nefndin le!ggur alvarlega áherzlu á það, að allir starf-smenn kirkjufélagsins, að kirkjuþingsmönnum meðtöld- um, vinni sem einn maður að því, að hið ágæta andlega mál- gagn hins kristna félagskapar vors, Sameiningin, fái sem mesta útbreiðslu. 6. Að ráðsmaður blaðsins, herra Finnur Johnson, sé beð- inn að halda starfi sínu áfram við blaðið á næstkomanda ári. Á kirkjuþingi í Minneota, Minn., þ. 20. júní 1930. S. S. Einarson. M. J. Nordal. A. F. Björnson. Nefndarálitið var tekið fyrir lið fyrir lið: Fyrsti liður samþyktur. Annar liður sömuleiðis. Þriðji liður einnig samþ. með þeim skilningi, að Gjörða- bókin sé einnig birt í Lögbergi. — Fjórði liður nokkuð rædd- ur og síðan samþyktur. — Fimti og sjötti liður samþyktir. — Nefndarálitið síðan í heild sinni samþykt. Var að því búnu fundi slitið, kl. 12 á hádegi, með því að sungið var versið 45. Næsti fundur auglýstur að komi sam- an í kirkju Lincolnsafnaðar kl. 2 e. h. sama dag. NÍUNDI FUNDUR — í kirkju Lincolnsafnaðar, kl 2 e. h. sama dag. — Fundurinn hófst með því, að sunginn var sálm- urinn nr. 318. Tekið var fyrir á nýþriðja mál á dagskrá: Skólamálið. Fyrir hönd þingnefndar í því máli, lagði E. H. Fáfnis fram þetta nefndarálit: Álit þingnefndar í skólamálinu.— Herra forseti: — Vér höfum sameiginlega athugað mál skólans o!g framtíð, og fundið, að líf skólans og viðhald, er í hendi kirkjufélagsins. Skólinn er að inna þá skyldu af hendi, að vera útvörður lúterskrar kirkju. Hann hefir traust U.L.C.A. Hann nýtur trausts og kærleika einstaklinga eins og fyr, sem hinar höfðinglegu gjafir Mrs. Chiswell og annara sýna. Hann nýtur trausts nemenda sinna, því engir þeir, sem nutu þeirrar kenslu í 9. bekk í fyrra, kusu að yfirgefa skólann, enda þótt þeir yrðu að bodga kenslugjöld í tíunda bekk, heldur komu til baka í haust og á þann hátt ollu því, að nemendur eru fleiri en í fyrra, og kenslugjalda-tekjur nokkrum hundruðum hærri. Almennar gjafir voru hærri en í fyrra. Samt tóku aðeins 36 af þeim 54 söfnuðum, sem eru í kirkjufélaginu, þátt í því að styrkja skólann. 1 fjárhags-öngþveiti nútímans standa sakir svo, að skól- inn fær ekki lán nema ef kirkjufél. gefi tryggirigu. Það verð- ur að bera byrðina. Ef U.L.C.A. ber fúslega $2,000, hví skyldum vér ekki glaðir bera $2,000. Nefndin leyfi rsér að leggja fyrir hið háttvirta þing, eft- irfylgjandi tillögur: 1. Þin&ið vottar skólaráðinu, kennurum skólans og öðrum starfsmönnum, þakklæti fyrir vel unnið starf á hinu liðna ári. 2. Þingið vottar vinum skólans, er veitt hafa honum hjálparhðnd á árinu, alúðar þakkir. 3. Samkvæmt tillögu skólaráðsins, samþykkir þingið, að kennurum skólans sé fækkað úr fjórum niður í þrjá. 4. Þingið ákveður, að sæti eigi í skólaráðinu ellefu manns, í stað níu, sem nú er, og þau hin tvö nýju sætin séu skipuð tveim konum. 5. Nefndin hefir, eftir itarlegar rannsóknir, komist að þeirrar niðurstððu, að til þess að möguleikar séu á því, að skól- inn haldi áfram næsta ár, þá verði kirkjufélagið að sjá skóla- ráðinu fyrir $4,000 upp í reksturskostnað Er það því tillaga vor til þin&sins, að þingið ákveði að safna $4,000 til starf- rækslukostnaðar Jóns Bjarnasonar skóla á næsta ári. 6. Þingið felur framkvæmdarnefndinni, með aðstoð skóla- ráðsins, að annast fjársöfnun þessa, eins og bezt hentar. E. H. Fáfnis. A. E. Johnson. Thor. Guðmundsson. S. Sigurðsson. Mrs. G. Freeman S. S. Grímson. G. Gíslason. Samþykt var að taka nefndarálitið fyrir lið fyrir lið. Fyrsti liður Jesinn og samþyktur. Annar og þriðji liður sömuleiðis. Um fjórða lið urðu lítilháttar umræður, en hann síðan samþyktur. Fimti liður ræddur all-ítarlega og af kappi nokkru, þar til Thos. Halldórsson gerði þá tillögu, er séra Sig. Ólafsson ' studdi, að liðnum sé vísað til nefndarinnar aftur, og hún beðin að breyta orðalaginu þannig, að ekki sé komist svo að orði, að þingið “leggi fram þá fjárupphæð, sem þar er nefnd, en féð nú hvergi til, fyr en það er gefið og því safnað. Til- la'gan var samþykt. Var að því búnu samþykt að hafa stutt fundarhlé, á með- an nefndin inni af hendi þetta verk. Þegar fundur kom saman aftur, hafði nefndin breytt orða- laginu á 5. lið eins og fram á var farið, og var hann þá, þannig breyttur, samþyktur. Við 6. lið gerði Dr. B. B. Jónsson þá breytingartillögu, en J. J. Vopni studdi, að skólaráðinu, en ekki framkvæmdarnefnd- inni sé falið að sjá um fjársöfnun þá, er þar er átt við. Var liðurinn, með þessari breytingu, síðan samþyktur. Nefndarálitið, að því búnu, í heild sinni samþykt. Séra H. Sigmar bar fram, en Stgr. ísfeld studdi, þessa til- lögu til þingsályktunar: “Þingið felur forseta sínum og skrifara, að semja o'g senda skeyti til forseta Bandaríkjanna, þar sem fram sé borið þakklæti félags vors til forsetans og stjóraarinnar fyrir hina fögru og stóru þátttöku í Alþingishátíðinni á íslandi og þann mikla sóma, sem stjórn landsins hefir sýnt ættlandi voru og ættþjóð í sambandi við hátíðahöldin miklu á Islandi í sumar.” Var þingsályktunartillaga þessi rædd nokkuð, en síðan samþykt. Að því búnu var samþykt að slíta fundi Sungið var versið nr. 20, og fundi síðan slitið kl. 5 e. h.. Næsti fundur ákveðinn, í kirkju St. Páls safnaðar, í Min- neota, kl. 8 e. h. sama dag. Á eftir fundi þáðu kirkjuþingsmenn og fjöldi gesta ágætar veitingar hjá Lincolnsöfnuði, er fram voru reiddar að heimili Mr. og Mrs. Guðjóns ísfelds þar í bygð. TÍUNDI FUNDUR — í kirkju St. Páls safnaðar, í Minne- ota, kl. 8 e. h. sama dag. Fundurinn hófst með guðræknisstund undir stjórn séra G. Guttormssonar. Las hann við það tækifæri inngangserindi að trúmálahugleiðingum, eftir séra Hjört J. Leo, um vitnisburð- arskyldu kristins manns, en sökum annríkis á þingi, var sam- þykt mótmælalaust, en án formlegrar atkvæðafreiðslu, að um- ræður færi ekki fram, eins og þó hafði verið áformað, en stund- in notuð einungis sem guðræknisstund. Að þessu búnu lá fyrir kosning embættismanna fyrir kom- andi ár. Fyrst lá fyrir kosning forseta. Séra Rúnólfur Marteinsson lagði til, að séra Kristinn K. ólafson sé kosinn forseti. Fleiri voru ekki tilnefndir, og var séra Kristinn endurkosinn forseti í e. hlj. Vara-forseti var endurkosinn séra R. Marteinsson, í e. hlj. -Skrifari var endurkosinn séra Jóhann Bjarnason, vara- skrifari séra Jónas A. Sigurðsson, féhirðir herra Finnur John- son og vara-féhirðir herra Jón J. Bildfell. Forseti minti á ósk Dr. Morehead, er hann bar fram á þinginu, að kirkjufélagið haldi áfram að taka þátt í alþjóðá- þingfundum lúterskra manna. Var samþykt að fela þetta framkvæmdarnefnd. í framkvæmdarnfend voru tilnefndir, auk forseta, skrif- ara og féhirðis, þeir séra R. Marteinsson, dr. B. B. Jónsson, séra J. A. Sigurðsson, séra H. Sigmar, séra Sigurður ólafsson og Dr. B. J. Brandson. — Atkvæðagreiðslan fór fram á seðl- um. Gæzlumenn kosninga, voru settir af forseta, þeir Thos. Halldórsson og A. E. Johnson. Við fyrstu atkvæðagreiðslu voru kosnir þeir dr. B. B. Jónsson, dr. B. J. Brandson og séra Sigurður ólafsson. Hinir þrír urðu lítið eitt lægri og jafnir þeir séra R. Marteinsson og séra H. Sigmar Var þá kosið í annað sinn á seðlum og hlaut séra R. Marteinsson kosningu. 1 skólaráð Jóns Bjarnasonar skóla voru endurkosnir, til þriggja ára, þeir séra Jónas A. Sigurðsson, herra Ásmundur P. Jóhannsson og herrn A. S. Bardal. Auk þeirra voru og kosn- ar í skólaráðið, samkvæmt samþykt á þessu þingi um að bæta tveim konum í skólanefndina, þær Mrs. C. P. Paulson og Mrs. O. Anderson. í stjórnarnefnd gamalmennaheimilisins Betel, voru end- urkosnir, til þriggja ára, þeir dr. B. J. Brandson og herra Jón- as Jóhannesson. Yfirskoðunarmenn voru endurkosnir þeir herra Th. E. Thorsteinson og herra F. Thodarson. Þá er kosningar voru afstaðnar, spurði forseti Um heim- boð til þings næsta ár. Séra H. Sigmar bar fram heimboð frá prestakalli sínu í Norður-Dakota. Samþykt var að þakka og þiggja þetta boð o!g var það gert í e. hlj. Þá var minst á að greiða féhirði og skrifara þóknun fyrir störf þeirra á árinu. Dr. B. B. Jónsson lagði til, og J. K. ólaf- son studdi, að sú þóknun, er venjuleg hefir verið, $100 til fé- hirðis og $50 til skrifara, sé greidd. Urðu lítilsháttar um- ræður um þetta, þar til séra R. Marteinsson gerði þá breyt- ingartilögu, að þóknun til skrifara sé $75. Var breytingartil- lagan samþykt. Aðal-tillagan því næst, með áorðinni breyt- ing, samþykt. Þá lagði séra Sigurður Ólafsson fram þessa tillögu til þingsályiktunar: “Kirkjuþingsgestir samansafnaðir á kirkjuþingi í Minne- ota, Minn., þakka af hjarta hinar alúðlegu og ágætu viðtök- ur, er þingið hefir hér notið. Árnar það sóknarprestinum og söfnuðunum blessunar Drottins, og biður hann að vernda þessa sólríku og sí-ungu bygð.” Var þingsályktunartillagan samþykt í e. hlj. með því að allir stóðu á fætur. Séra Carl J. Olson bað um leyfi til að ávarpa þingið og var það veitt. Flutti hann þá ræðu um starf sitt í Vatnabygð- um og vinsamlegt samband við söfnuðina þar, er hann hefir þjónað að undanförnu, en sem hann væri nú að skiljast við, samkvæmt uppsögn sinni á þjónustu þar fyrir nokkru síðan. Mintist hann og á ferð, er fyrir sér lægi til Seattle, Washing- ton, til að þjóna þar í Central Lutheran Church um mánaðar- tíma eða lengur. Bar hann fram þakkir og árnaðarorð til kirkjuþings og vina allra, bæði í Vatnabygðum og annars- staðar. — Þakkaði forseti í nafni þingsins trúverðu'gt og ágætt starf séra Carls í kirkufélaginu, fyr og síðar, og lét í ljós þá ósk, að kirkjufélagið mætti njóta hinna ágætu starfskrafta, er honum hefðu verió gefnir. «Undir þá ósk var tekið mjög ein- dregið af H. Helgasyni, kirkjuþirigsmanni Foam Lake safnað- ar. Sömuleiðis var og röggsamlega tekið í þann streng af séra R. Marteinssyni. Niðurl. á 6. bls. Hátíðablað Morgunblaðsins. Stærsta blað, sem út hefir verið gefið á Islandi, 84 bls. í Morgun- blaðsbroti með á þriðja hundrað myndir. Hát.íðarblað Morgunblaðsins er 74 tölusettar blaðsíður, auk þess sex síður ótölusettar og kápa, alls 84 blaðsíður í venjulegu Morgun- blaðsbroti. Er það því stærsta blað, sem nokkru sinni hefir ver- ið út gefið á Islandi. Kápan er litprentuð og framan á henni málverk frá Þingvöllum, eftir Kristínu Jónsdóttu'r málara, og er það málað sérstaklega fyrir þetta hátíðablað. 1 blaðinu eru greinar eftir marga helztu rithöfunda vora o'g vísindamenn, og er þar saga Al- þingis frá öndverðu, rituð af þremur mönnum: Eggert Briem frá Viðey skrifar um Alþing hið íorna, :og lýsir þar merkilega skipun þ'ess í öndverðu, og þrem- ur merkustu breytin'gum, sem urðu á skipun þess þangað til landið gekk Noregskonungi á hönd. — Einar Arnórsson pró- fessor ritar sögu Alþingis 1271— 1874, og Sigurður Eggerz alþm. ritar sölgu sjálfstæðisbaráttunnar. — Dr. Ágúst H. Bjarnason pró- fessor ritar um Háskólann, og Jón Ófeigsson yfirkennari um skóla- mál íslands jrfirleitt. — Garðar Gíslason stórkaupmaður skrifar ágrip af verzlunarsögu Islands frá öndverðu. .— Gísli J. ólafson landsímastjóri skrifar um Lands- síma íslands. — ólafur Gislason framkvæmdarstjóri um sjávarút- veginn. — Valtýr Stefánsson rit- stjóri um landbúnaðinn. — Dr. Sigurður Nordal ritar um Alþing hið forna og íslenzka menningu. — Einar Ól. Sveinsson ma!g. ritar um íslenzkar bókmentir síðari alda.—Halldór Hermannsson pró- fessor ritar um einkenni Islend- inga. — Benedikt G. Waage, for- seti Í.S.Í., ritar um íþróttir. — Guðm. Bergsson, fyrv. póst- meistari, ritar um póstrekstur. — Helgi H. Eiríksson verkfræðingur ritar um íslenzkan iðnað.—Stein- grímur Jónsson rafmagnsstjóri ritar um vatnsafl á íslandi. — Pétur Halldórsson bæjarfulltrúi skrifar um Reykjavík. — Dr. Al- exander Jóhannesson ritar um flugmál íslands og útvarp. Allar eru greinar þessar með fjölda mynda. Enn fremur eru myndir af öllum þirigmönnunum, sem nú eiga sæti á Alþingi. Þá er. þar útdráttur úr þeim þremur hátíðarljóðum, sem verð- laun fengu, og myndir af höfund- um þeirra, þeim Davíð Stefáns- syni, Einari Benediktssyni og Jó- hannesi úr Kötlum. Enn fremur eru birtar ræður þeirra Þorsteins Ingólfsonar og Hrafns Hænigssonar, sem þeir eiga að flytja á leiksýningunni á Þingvöllum og fylgja myndir af þeim eins og þeir verða þar búnir. Margar 'greinar aðrar eu í blaðinu, þar á meðal um helztu firmu hér í bæ og í Hafnarfirði. í blaðinu er alls á þriðja hundr- að mynda, þar á meðal f jölda mörg línurit, sem lýsa þróunarsögu Iandsins betur en langar greinir geta gert. — Trúum vér ekki öðru en að lesendum þyki línuritin merkileg, þegar þeir athuga þau, og að þau opna þeim alveg nýtt útsýni yfir sögu landsins og þjóðarhagi. Yfirleitt hefir ritstjórn blaðsins verið þannig hagað, að það gæfi mönnum sem bezta hugmynd um stofnun Alþirigis og þróunarsögu þess, og jafnframt að það brygði Ijósi yfir nokkra helztu þættí þjóð- lífsins — atvinnuvegi og þjóð- menningu. Hefir verið reynt, svo sem föng eru á, að lýsa hinu stutta framfara- skeiði þjóðarinnar og hvernig um- horfs er í landinu nú, þegar vér höldum hátíðlegt 1000 ára afmæli Alþingis vors. — Mgbl. KENNARA vantar fyrir Reykja- víkur skólahérað, frá 1. sept. til 31. des. 1930, og frá 1. marz til 30. júní 1931. Umsækjendur til- taki mentastig og kaup óskað eft- ir. Tilboð sendist til undirrit- aðs, B. A. Johnson, Sec.-Treas. Reykjavík, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.