Lögberg - 31.07.1930, Blaðsíða 6
£!s. 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. JÚLÍ 1930.
Sonur Guðanna
Eftir
R E X B E AC H.
Nú hafði hann komist aS raun um, aS þetta
vai- alt öðru vísi, en hann hafði hugsað sér.
Hann hafði komist að raun um, að einnig inn-
an háskólans og í sjálfu mentalífinu, var meir
en nóg af óheil'brigðri samkepni. Einnig þar
var óvild milli þjóðflokkanna og ekki síður trú-
arbragÖaflokkanna. Milli þessara flokka voru
óyfirstíganlegir múrveggir og á þeim var eng-
in hlið að finna.
Sam Lee hafði lengi vitaÖ, að það var mik-
ið millibil milli hins hvíta og hins gula mann-
flokks- ÞaS hafði ekki með nokkru móti getaÖ
fram hjá honum farið. En hann hafði ávalt
haldið, að það kæmi til af einhverri afvega-
leiddri ímyndun mannanna, heimsku þeirra og
fáfræði og misskilningi. Það var fyrst eftir
að hann kom til Eastern háskólans, að hann fór
að skilja hvað það var óyfirstíganlegt, sem
aðskildi hið hvíta og gula mannkyn.
Hann furðaði sig á því, hve Ameríkumönn-
um var fjarri skapi að hafa nokkuð saman við
hann að sælda, ef þeim var ekki beinlínis hagur
í því. Það var því undarlegra, sem þarna á
skólanum ægði svo að segja saman öllum þjóð-
ernum, og samkomulagið sýndist gott milli
allra. Þaraa voru Bandaríkjamenn, Rússar,
Italir, Gyðingar, Norðurlandamenn, Arabar,
Grikkir og jafnvel Indíánar. Kínverjar sýnd-
ust allstaðar settir hjá. Það var engu líkara,
en það væri samkomulag allra, að sýna þeim
lítilsvirðingu, ávalt og allstaðar. Hvílíkt
óréttlæti!
Hvað Sam snerti, virtist það enga þýðingu
hafa, að hann var fæddur BandaríkjamaÖur og
að hann hafði aldrei séð, og mundi líklega aldr-
ei sjá land feðra sinna. Heldur ekki það, að hug-
arfar hans alt og mentun var alt eins og hjá
öðrum vel siðuðum og vel mentuðum Banda-
ríkjamönnum. Það var litið svo á, að alt slíkt
væri bara á yfirborðinu. Kínverjar væru Kín-
verjar, og þeir gætu aldrei veriÖ neitt annað.
Þetta var honum þeim mun ógeðfeldara og ó-;
skiljanlegra, sem hann sjálfur dáðist mjög að
siðum og háttum og allri mennúngu Banda-
ríkjaþjóðarinnar. Mál þeirra kunni hann ekki
lakar en þeir sjálfir. Jafnvel hvað trúarbrögð-
in snerti, var hann ekki lakar kristinn heldur
en þeir voru, og kannske töluvert betur, en all-
flestir þeirra- En þrátt fyrir alt þetta samlag-
aðist hann þeim ekki betur en olían vatninu.
Milli hans og Ameríkumannsins var mikið djúp
staðfest.
Þetta hefði verið enn meira áberandi, ef
Sam hefði farið eins að og aðrir landar hans,
sem þarna stunduðu nám. Þeir héldu allir sam-
an og voru eins mikið út af fyrir sig eins og
hægt var, og tóku engan þátt í hinu almenna
skólalífi. Þeim geSjuðust hvítu stúdentamir
rétt álíka vel, eins og þeim aftur geðjuðust hinir
gulu. Sam var þvert á móti. Hann vildi taka
þátt í því, sem um! var að vera og hann vildi
kynnast öðrum og eignast marga vini. Hann
var einnig örlátur mjög, en gætti þess þó, að
lifa ekki í óhófi og fór all-nákvæmlega eftir ]>ví.
sem hann visi að faðir hans vildi. Hann var
vinsamlegur og kurteis við alla, engu síður þá,'
sem fátækir voru og lítiÖ áttu undir sér. Yfir-
leitt tók hann æði mikinn þátt í skólalífinu í öll-
um greinum, þar sem hann fanh að hann var
ekki óvelkominn.
Hann skrifaði æði mikið fyrir skólablaðið
og lagði ávalt örlátlega til þegar á peningum
þurfti að halda. Sérstaklegar var hann örlát-
ur, þegar um leikfimi og íþróttir var að ræða,
en hann vildi aldrei láta berast út, hve mikla
peninga hann gaf til þeirra hluta.
Nokkrum piltum hjálpaði hann oft og mörg-
um sinnum í þeim námsgreinum, sem hann
lagði aðallega fyrir sig, og það voru æðimargir
piltar, eins og þeir Gorham og Wade, sem þótt-
ust menn með mönnum, en sem níddust óheyri-
lega á örlæti hans í peningamálum. Hann tók
töluveröan þátt í íþróttum og hafði unnið sér
inn æði mikið álit sem íþróttamaður. Hann gat
ekki neitað því, að hann hafði orðið þess var,
að drengjunum þótti meira fyrir því, að verða
undir í viðskiftum við hann, heldur en aðra, og
dómararnir voru stundum ekki alveg sann-
gjarnir í hans garð. Fólkið lét heldur ekki eins
mikinn fögnuð í ljós, þegar hann skaraÖi fram
úr, eins og þegar einhver annar gerði það.
Þetta kom þó ekki fram, þegar hans skóli lék
gegn einhverjum öðrum skóla. Þá naut hann
fullkomlega jafnfrétti við aðra. Út á við voru
allir jafnir, þeir sem voru frá sama skólanum,
einn fyrir alla og allir fyrir einn.
Nei, Sam var æði einkennilega settur á
Eastern skólanum. Hann var eins og mitt á
milli hinna fáu Kínverja, eem þar voru og sem
allir héldu saman, annars vegar, og allra hinna
mörgu stúdenta af öðrum þjóðflokkum hins
vegar- Hvíta fólkið leit á hann sem Kínverja,
en þeir könnuðust ekki við hann sem einn af
'þeim. Það kom kannske að einhverju levti til
af því, hve faðir hans var auðugur og voldug-
ur, og Sam hafði verið alinn upp eins og nokk-
urs konar prins. En hvað sem því leið, þá var
eins og Sam ætti hvergi heima og honum fanst,
að enginn vildi við sig kannast.
Þegar hann ók heimleiðis þetta kveld, fanst
honum hann vera meira einmana heldur en
nokkur annar maður í heiminum, og hann fór
að reyna að leita sér huggunar í því, að kenna
í brjósti um sjálfan sig. Honum hafði litist vel
á Aliee Hart, því var ekki að neita. Honum
hafði liðið vel þennan klukkutíma, sem • hún
hafði setið hjá honum, og mikið af tímanum
verið svo að segja uppi í fanginu á honum.
Honum hafði fundist hann sjá inn á fögur fram-
tíðarlönd, og leiÖin þangað væri greiðfær; en
nú sá hann óvfirstíganlegar torfærur. Það var
sama, gamla sagan, þjóðernið, kynflokkurinn,
hörundsliturinn. Hún mundi ekki geta fengið
sjálfa sig til að snerta hann. Einu sinni áður
hafði hann reynt hið sama. Það var skömmu
eftir að hann kom til Eastern háskólans. Hann
hafði verið í einhverju samkvæmi og endur-
minningamar voru enn í huga hans. Hann
hafði allrei komiÖ á neitt annað samkvæmi.
Eftir þá vanvirðu, sem hann hafði þar orðið
fyrir, hafði hann alvarlega verið að hugsa um
að hætta háskólanámi og fara heim til föður
síns, sem átti heima í stóru og skrautlegu húsi,
þar sem úr íbúðarherbergjum mátti sjá yifir alt
Kínaþorpið þar í nágrenninu. Þar bjó hans
göfugi faÖir og var eins og nokkurs konar smá-
konunanr yfir öllum hinum Kínverjunum í
New York. Heimilið var hið veglegasta og
hafði öll nýtízkuþægindi og var skrautlegt
mjög- Uppi á þakinu var reglulegur aldin-
garður, og þar óx mikill fjöldi skrautlegra
blóma. Þaðan sá maður greinilega yfir Mott
og Pell og Doyers stræti, se malt af voru full
af gula fólkinu. Heimilið har á allan hátt vott
um auðlegð og höfðingsskap eigandans. Gamli
Lee var vitur maður og góðgjarn. Eðlisfar
hans og uppeldi var því til fyrirstöðu, að hann
gæti skilið harðneskju hvíta fólksins og ósann-
girni, og það vissi hann vel. Lee Ying mundi
bara hafa brosaÖ að þessum hleypidómum
Bandaríkjamanna gegn Kínverjum, og ráðlagt
syni sínum að láta slíkt ekkert á sig fá. Sam
var það alt vel kunnugt. Þegar hann sendi
Sam til Easterii háskólans, hafði hann sagt við
hann:
‘ * Þú ert sonur guðanna, Iæe Sam, því þú ert
uppfylling bæna minna. Þess vegna er það
skvlda þín, að leggja alla rækt við, að útrýma
lágum og ógöfugum hugsunarhætti. Þegar
prins gengur á skóla, þá er hann eins og hin-
ir skóladrengimir, en ef einhver sýnir honum
ósanngimi, þá ber honum að segja við sjálf-
an ,«ig: “ Eg hefi ekki verið nógu góður, ekki
nógu fómfús né göfuglyndur, annars hefði
þeta ekki getað komið fvrir. Hafðu það líka
hugfast, að vald keisarans er eins og vindur-
inn. Fólkið er eins og grasiÖ og samkvæmt
eðli sínu hlýtur grasið að bogna, þegar vind-
urinn blæs á það.”
Til hvers var að fara til manns, sem hafði
svona háleitt og göfugt hugarfar, og kvarta
við hann um einhverja smámuni, eitthvert
smá óréttlæti, sem maður kynni að hafa orðið
fvrir? Sam var ekki í nokkrum vafa um það,
að sér væri gert rangt til, sér væri sýnd lítils-
virðing vegna þjóÖemis síns, sem honum var
vitanlega ósjálfrátt. Hinar heimspekijegu
lífsskoðanir föður lians, reyndust ekki hans
eigin tilfinningar.
En hvað sem öllum heimspekilegum skoð-
unum leið, þá gat Sam ekki útrýmt gremju
sinni gegn hvíta fólkinu, sem þóttist honum í
öllu miklu fremra, en gat þó vel þegið aðstoð
hans og peninga, hvenær sem kostur var á,
fólk eins og Gorham og Wade og þessar þrjár
stúlkur.
Sam reyndi sem bezt hann gat að glevma
því, sem komiÖ hafði fyrir þá um kveldið, en
það var enginn hægðarleikur. Alice var ein-
staklega fallega eygð og það var svo einstak-
lega mikil glaðværð í augunum, þegar hún hló.
Hendumar voru dæmalaust fallegar og mjúk-
ar. Hann fann enn, hve undur þægilegt það
hafði verið, að hafa hana svo að segja í fang^
inu allan tímann, sem þau höfðu veriÖ saman.
Endurminningamar voru þægilegar. Bara ef
Wade hefði ekki komið upp með það, að fá að
borða. Rödd hennar hafði verið einstaklega
ljúf, en þó skýr og ákveðin; og hún hafði lag á
því, að láta manni finnast að maður væri
henni næsturn gamla-kunnugur. Setjum svo,
að þau hefðu verið bara tvö ein í bílnum í
kveld. Hún hafði látið hann skilja, að líf
hennar væri einmanalegt, og að hún ætti við
fátækt að búa, og að hún hefði ótal þrár, sem
hún gæti ekki fullnægt. Tvær ungar mann-
eskjur, sem báðar voru mjög einmana! Veg-
urinn góður og greiðfær! Vorið! Æskan!
Sam kom til sjálfs sín, þegar hann kom inn
í borgina, þar sem umferðin var mikil og hann
þurfti að hafa nánar gætur á keyrslunni.
Eftir þessa ferð hafði Alice Hart hvað
eftir annað spurt sjálfa sig, hvort hún í raun
og veru hefðu hagað sérþannig þetta kveld, að
henni hefði verið virðing að, eða vansæmd.
Hún var ekki alveg viss um það, en hún var
hrædd um, að hún hefði ekki gert það, því
jafnvel þótt hún hefði reynt, þá gat hún ekki
látið sér finnast það eins fjarstætt eins og
hinum stúlkunum, að vera með Sam Lee, það
er að segja, ef þeim hefði fundist það eins
f jarri lagi, eins og þær höföu látið.
Þetta hafði alt orðið býsna óþægilegt og
leiðinlegt og þó allra verst fyrir hana sjálfa,
og það var hún, sem helzt hafði ástæðu til að
vera óánægð- En það voru þeir Wade og
Gorham, sem um var að kenna, ekki Sam neitt
frelfar en henni sjálfri. Auðvitað gat ekki
heiÖarleg stúlka látið það um sig spyrjast, að
hún væri með Kínverja, hve auðugur sem
hann kynni að vera og mentaður. Með því
móti var ekki hægt að komast hjá illu umtali
og óvirðingu. Þar að auki var allur náinn fé-
lagskapur við þá afar óaðgengilegur og ó-
geðslegur. En hvað sem öllu þessu leiÖ, þá
gat Alice ekki annað fundist, en hún ætti líka
sinn þátt í því, hve þetta hefði alt farið leið-
inlega. Ef bara Mabel og Fay hefðu ekki orð-
ið svona æstar og ákafar, þá mundi nú éin-
hvern veginn liafa tekist að afstýra vandræð-
um. Það var reglulega ljótt, að meiða til-
finningar annara, ef hægt var að komast lijá
því, og Sam hlaut að liafa einhverjar tilfinn-
ingar eins og aðrir menn, þó hann væri Kín-
verji. Eins og nú var komið, vissi engin
þeirra fyrir víst, hvemig þær ættu að haga
sér, ef þær kynnu að hitta hann aftur. Þær
gátu ekki sem bezt látið eins og þær þektu
hann ekki. En ef þær hins vegar könnuðust
við hann, hvernig mundi þá fara? Það gat
svo sem vel verið, að hann léti fullmikið á því
bera, að hann væri þeim kunnugur. Ef Mabel
hefði bara ekki gert þetta ólukkans uppi-
stand, þá hefði verið vel hægt að komast út
úr þessum vandræÖum, án þess að mikið
bæri á.
Miss Hart h'afÖi vanist því um dagana, og
var leikin í því, að koma sér út úr ýmsum
vandræðum. Hún hafði stöðugt átt í höggi
við erfiÖar og óþægilegar kringumstaaður, og
hiin hafði fyrir löngu lært að skilja, að hálfur
hleifur er miklu betri en ekki neitt. Það læra
allir, sem mikinn áhuga hafa á því að komast
áfram í heiminum, sem kallað er, og hún hafði
áreiðanlega mikinn áhuga á því.' Það var
hennar mikla áhuga að þakka, að hún hafði
komist hjá því að vinna heimilisverk, sem
henni voru ógeðfeld, en hafði getaÖ stundað
dráttlist þama við -skólann, og einhvem veg-
inn hafði henni hepnast að ná í skólaverðlaun,
og nú var það hennar brennandi löngun, að
geta verið eitt eða tvö ár í París og setja síð-
an upp myndastofu í New York og verða efna-
lega sjálfstæð.
Þessi styrkur var þó ekki meiri en svo, að
hann rétt nægði til að borga skólagjaldið- Frá .
foreldrum sínum hafði hún lítinn stuðning.
Þau höfðu litla trú á framtíð dóttur sinnar, ef
hún héldi þá leið, sem hún sjálf vildi fara.
Hún átti því í harða höggi, að afla nægilegra
peninga til að mæta allra nauðsynlegustu út-
gjöldum til að geta liifað. Til þess hafði hún
þurft aÖ gera margt, sem var henni alt annað
en geðfelt. Nú að undanförnu hafði faðir
hennar verið að kvarta um að hart væri í ári.
Það voru veikindi á heimilinu og í hverri viku
var hún látin skilja það í bréfum að heiman,
að þar væri þörf á henni. Það lét hún sig þó
engu skifta. Hún gat ekki til þess hugsað, að
hverfa aftur til Bartonville, en langaði æ meir
og meir til að komast sem lengst áfram á lista-
brautinni og verða með tímanum sjálfstæð
listakona. Þetta gekk stundum svo nærri
henni, að hún átti fult í fangi með að hal'da
heilum sönsum og sérstaklega með það, að
leggja ekki hatur á þá menn, sem höfðu nægi-
lega peninga. Henni fanst hún vilja alt í söl-
urnar leggja til að komast hjá því, að þurfa
aftur að fara til Bartonville.
Það hafði glatt hana meira en lítið, og
vakið hjá henni miklar vonir, að kynnast þess-
um dularfulla, en stórauðuga Mr. Lee. Þessi
stund, sem hún hafði veriÖ með honum í bíln-
um, hafði verið henni regluleg sælustund. Það
var ekki fyr en eftir nokkra daga, að hún
gerði sér fulla grein fyrir þeim miklu von-
brigðum, sem hún hafði orðið fyrir, þegar
þetta fór alt svona leiðinlega, eins og raun
varð á.
ÍMabel og Fay höfðu báðar atvinnu þarna
í borginni og því nokkur peningaráð- Einu
sinni eða tvisvar í hverri viku tóku þær hana
með sér á kvikmyndahús og borguÖu kostn-
aðinn til skiftis. Næst þegar þær fundu.st,
var umtalsefnið að sjálfsögðu það, sem komið
hafði fyrir kveldið góða í Bird Cage. Mabel
var enn á þeirri skoðun, að það hefði verið
mikil hepni, áð hún komst að því í tíma, hver
þessi samfylgdarmaður þeirra var. Hún var
ekki í neinum efa um, að glöggskvgni sín hefði
frelsað þær frá mikilli ógæfu og vandræðum.
“Hefir faðir þinn talað um þetta við
rektorinn?” spurði Fay.
“Ekki enn. Eg hefi ekki sagt honum frá
því. ”
“Eg hélt þú ætlaðir að gera það.”
“Eg ætlaði það nú, meðan eg var reið.
En Kicker var auðhræddur og bað mig fyrir
alla muni að gera það ekki.”
“Þú mundir bara hafa komið honum og
Mr. Gorham í ólukku, ef þú hefðir gert það,”
sagði Alice. Sam Lee hafði ekki gert neitt
rangt.”
“Það er líklegast ekki. Prófessorarnir
hefðu líklega ekki gert mikið úr þessu, þar
sem hann átti í hlut- Hann er vellauðugur.
En er það ekki merkilegt, að stúlkur eins og
við erum kyntar Kínverja og vitum ekki einu
sinni, að hann er Kínverji. Það var sjálfsagt
vegna bílsins! Hugsa sér það, að Kínverji
skuli eiga bíl eins og þennan! En þetta er
hættulegt fyrir stúlkur.”
“Eg hefði nú sagt það,” sagði Fay. ‘Það
er svo undarlegt, að það er ómögulegt að sjá
á honum, að hann er Kínverji. Datt þér í
hug, Alice, að hann væri það?”
Alioe hristi höfuðið., “Mér fanst hann
samt dálítið undarlegur; hann var svo óvana-
lega prúðmannlegur og kurteis. Annars kæri
eg mig ekki um að rektorinn, eða reyndar aðr-
ir, viti það, að við höfum farið út með pilti,
sem við vissum ekkert um og höfðum aldrei
séð fyrri.”
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HéNRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
Yard Offlce: 6th Floor, Bank of HamKton Chamben
Fertugasta og sjötta ársþing
Hins evangeliska lúterska kirkjufélags
Islendinga í Vesturheimi.
Framh. frá 2. bls.
Þá var rætt um fastákveðin gjöld safnaða í kirkjufélags-
sjóð. Var samþykt, að sú upphæð skyldi vera hin sama olg í
fyrra, eða $600.00.
Stefán S. Einarsson mintist á ungmennastarf og þýðing
þess fyrir söfnuðina. Bar hann fram þessa tillögu til þings-
ályktunar:
“Kirkjuþingið lýsir blessan sinni yfir starfi ungmenna-
félaganna í söfnuðum kirkjufélagsins, o'g felur kandídat E. H.
Fáfnis allar framkvæmdir í því máli á árinu.”
Var þingsályktunartillaga þessi samþ. í e. hlj.
Séra G. Guttormsson mintist á bindindismál, er æfinlega
hefði verið til meðferðar á kirkjuþingum í mörg undanfarin
ár. Lagði hann til, að þess væri formlega minst. Samþykt
var, að tve'ggja manna nefnd, þeir séra G. Guttormsson og séra
Jóhann Bjarnason, semji yfirlýsing um þetta efni og leggi
fram áður en þingi er slitið.
Gjörðabók 8., 9. og 10. fundar lesin og sstaðfest.
Forseti mælti nokkrum þakkarorðum og uppörfunar itl
þingsins, bað kirkjuþin!gsfulltrúa að muna, að nú væru örðug-
ar tíðir og að því bæri enn brýnari nauðsyn til, að sýnd væri
trúmenska og dugnaður í öllu starfi.
Séra R. Marteinsson flutti þá skorinorða ræðu um Jóns
Bjarnasonar skóla og starf hans. Bað alla sýna skólanum og
málefni hans trúmensku og vinsemd og ekki sízt með því móti,
að senda íslenzka unglin'ga á skólann.
Þá las forseti Jóh. 17, 6—26 og flutti bæn. Var svo sung-
inn sálmurinn 170, blessan lýst af forseta, og áframhaldi fund-
ar frestað, kl. 11 e. h„ þar til eftir messu næsta dag.
Synnudaginn þ. 22. júní, við guðsþjónustu í kirkju St. Páls
safnaðar, var prestvígður cand. theol. E. H. Fáfnis. Vígslu
lýsti séra Valdimar Eylands o!g las um leið æfiágrip vígslu-
þega, samda af honum sjálfum. Prédikun flutti forseti og
hafði fyrir texta Fil 2:5. Framkvæmdi hann og vígsluna með
aðstoð presta þeirra, er á þingi voru.
Eftir guðsþjónustu, er hófst laust eftir kl. 10 f.h. og var
lokið kl. 12 á hádegi, fór fram áframhald 10. fundar. Fyrst
lá fyrir umsókn hins nývígða prests um inntöku í kirkjufélag-
ið. Séra H. Si!gmar gerði þá tillögu, er S. S. Einarson studdi,
að inngöngubeiðnin sé veitt. Var það samþykt. Bauð forseti
séra Egil H. Fáfnis velkominn í kirkjufélagið og árnaði honum
blessunar í starfinu.
Séra R.Marteinsson bar fram, og A. M. Ásgrímsson
studdi, þessa tillögu til þingsályktunar:
“Þetta þing lætur í ljós harm sinn yfir þeirri fre!gn, að
séra Carl J. Olson sé að hverfa frá starfi í kirkjufélagi voru,
og vonar, að ráð verði fundin til að koma í veg fyrir það.
Kirkjufélagið vottar honum þakklæti fyrir vel og trúlega unn-
ið starf og biður honum blessunar Drottins hvar sem leið hans
kann að liggja.”
Tilla!gan var samþykt í e. hlj.
Fyrir hönd nefndar, er semja skyldi tillögu um viðhorf
kirkjufélagsins gagnvart bindindismáli, lagði séra G. Gutt-
ormsson fram þessa yfirlýsing:
Kirkjuþingið finnur til þess með sársauka, hvernig spill-
ingaröfl ofdrykkjunnar hafa færst í aukana nú í síðustu tíð,
svo að æskulýð vorum verður stofnað í voða, nema rönd sé
reist hið bráðasta við þeim ófögnuði; o!g þingið skorar á alla
leiðtoga í söfnuðum sínum, og safnaðarfólkið yfirleitt, að
standa sífelt á verði gegn þessu voða böli, og berjast af alefli
á móti öllu því, er miðar á einhvern hátt til að ónýta eða veikja
vínbannslöggjöf þessa lands.
• G. Guttormsson. Jóhann Bjarnason.
Tillaga þessi, eða yfirlýsing, var samþykt í e. hlj.
S. S. Einarsson mintist á “Sameininlguna”, og taldi brýna
nauðsyn til bera, að blaðinu, af kirkjulýð öllum, væri sýnd
meiri rækt en virtist nú eiga sér stað —
Miss Eleonora Júlíus, fulltrúi Gimlisafnaðar á kirkju-
þingi, flutti kveðju og árnaðarorð frá gamalmennaheimilinu,
Betel, til þingsins.
Forseti bar því næst fram nokkur kveðjuorð til þingsins.
Lásu þá allir sameiginlega hina drottinlegu bæn Lýsti for-
seti svo blessun og sa!gði að því búnu slitið hinu 46. ársþingi
Hins ev. lút. kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi, kl. nál.
12.30 e. h.
“Þa<5 er nú ekki svo mikið,” sagði Mabel.
“Eg býst við !þeir viti hvað er að gerast.' Þeir
eru ekki hlindir á háðum augum. En eg veit
hvers vegna piltamir vilja ekki með nokkru
móti, að nokkuð sé gert úr þessu.”
“Hvers vegna er það?”
“Hann á hjá þeim peninga. Mikla pen-
inga; þeir lifa á honum að heita má; ekki hara
Kicker og Spud, heldur líka fjórir eða fimm
aðrir. Kicker segir, að hann sé reglulegur
höfðingi og allra manna örlátastur á fé, lán-
ar og gefur hverjum, sem hafa vilh”
“Það skrítna við þetta er það,” sagði Fay,
“að okkur þætti líklegast töluvert varið í að
kynnast honum, ef hann væri reglulegur prins,
þó ekki væri nema hara Kínaprins. Þeir hafa
líka prinsa í Kína, eða er það ekki? Við yrð-
um áreiðanlega upp með okkur, af að kynn-
ast einhverjum þeirra.”
“Eg hýst við því, og hann er kannske
miklu ríkari heldur en flestir prinsar. En
hamingjan góða! Gætir þú látið hann snerta
þig? Þeir eru allir vitlausir eftir hvítum
stúlkum,” sagði Mabel í lægri róm. “Hvít
stúlka getur farið með þessa Kína alveg eins
og henni sýnist. Mig hryllir við þeim.”