Lögberg - 31.07.1930, Blaðsíða 5

Lögberg - 31.07.1930, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. JÚLI 1930. Bla. 5. Frá þúsund ára hátíð- inni á Þingvöllum. (Framh. frá 1. ls.)i kúgun til hlýðni. Sótt hefir ver- ið fram o!g vér höfum öðlast þroska í baráttunni. Hin einu vopn hafa verið sögulegur og náttúrlegur réttur.— Endúrheimt verzlunrfrelsisins, fjáráða og fullveldis hefir hrundið áfram ó- trúlegum framförum. Ibúum íjölgar, atvinnuve'gir eflast, ný landnámsöld er hafin. Árangur sjálfstæðisbaráttunnar hefir fylt hinar djörfustu vonir manna og sannað það, að heimastjórnin er hollust. I sögu þjóðarinnar sótti Jón Sigurðsson vopn sín, og það er heiður sambandsþjóðar vorrar, að þau vopn bitu. Sagan hefir aldr- ei verið hlekkur um fót Islendinga, heldur aflgjafi. Saga og bókment- ir vorar hafa aflað oss virðinga og vinsælda meðal hinna beztu manna erlendis. — Lýðveldistíminn, lög- gjöf og bókmentir, hafa svo að segja farið með utanríkismál ís- lendinga o!g átt ríkan þátt í að málum vorum er nú komið í gott horf. Það var ekki til einskis, að forfeður vorir fluttu í norður- og vesturátt, þrátt fyrir það, að venj- an er sú, að þjóðflutningar leita í suður- og austurátt. Hér í norðr- inu hefir varðveizt einn hinn sterkasti þáttur, sem menning nú- tímans er ofin úr: þáttur forn- germnaskrar menningar. Það er hinn vígði þáttur okkar sö!gu, sá þátturinn, sem varðveitti þjóðina frá glötun, þegar loppa erlendra yfirráða, óáran og vesöld var næst því komin, að klippa sundur líf- þráð hennar. Frumgermanskt frelsi og þjóðstjórn er nú aftur orðinn heimaofinn þáttur í íslenzku þjóðlífi. Hebreskra og Hellenskra áhrifa gætir að vísu, enda er það þroskaskilyrði, að íslenzkt og er- lent verði !gembt saman í réttum hlutföllum í vef örlaganna. En suðurgöngur þarf ekki til að leita helgra staða og minninga. Hing- að til Þingvalla leitum vér þess að lauga oss í heila'gri sögu og fegurð náttúrunnar. Hér er for- tíðin næst oss og samhengi sög- unnar augljósast. Fylkingar þús- und ára líða framhjá: tígulegir höfðingjar, frjálsir bændur, hug- prúðar hetjur, fagrar meyjar og fyrirmannlegar konur. Við látum á þessari stundu vatna yfir lág- lendi sögu og þjóðlífs, dægurþras- ið, svik og launráð, ofstopa og sérgæði, en höf.um augun á tind- unum, sem blána aftur til upp- hafs íslandsbygðar. Á þá slær nú björtum roða. Þessi stund á að vígja oss til starfa. Framtíð íslands á alt undir nútíðinni. Eins og forðum daga heldur hver frjáls maður í hendi sér hluta af þjóðveldinu. Engin erlend bönd eru því til hindrunar, að þjóðin nái þejm þroska, sem oss er áskapað að !geta náð. Skilyrðin eru önnur en meðal hinna stærri þjóða, og um sumt betri. Vér höfum hvorki her né flota og friðsamleg við- skifti ein við aðrar þjóðir. Vér tölum sömu tungu um land alt, bóndinn og háskólamaðurinn eru þar jafningjar. Tungan hefir varðveitt fjársjóði þúsund ára sögu. Hvert mannsbarn skilur mál úlfljóts og Inigólfs, og bók- mentir allra tíma eru lifandi verðmæti. Trúin er ein að kalla °g þjóðerni landsmanna, lifnaðar- hættir líkir og öll aðstaða. Hætt- urnar búa í oss sjálfum, hvort vér nefnum þær spilling kunnings- skaparins eða fjandskap fámenn- isins. Fámennið hefir kosti og galla. Lífið er foarátta, og langt til hins fullkomna réttlætis, þar sem jafnvægi hæfileika og hags- muna ríkir. En sagan brýnir fyrir oss að foerjast drengilega, en ekki með grimd og svikum. Norræn drengskapar- og mann- dómshugsjón, kristnitakan og fieiri atburðir sýna það, að for- feður vorir kunnu að ei'gast við, án þess að ríkið skiftist. I þessu landi býr ein þjóð en ekki tvær uða fleiri.— Hér hefir aldrei orð- ið bylting, og vopnaviðskifti við aðrar þjóðir þekkjum við ekki. Mun svo enn verða um ókomnar aldir, ef oss tekst að varðveita lafnræði í afstöðu þegnanna og halda uppi frjósömum viðskiftum við aðrar þjóðir með viturlegri löggjöf, í samræmi við eðli manns- ms og náttúru landsins. Mögu- leikar íslands eru miklir, bæði um fjárhajg og stjórnarþroska. Guð gefi að oss takist, að leysa svo vel sem upphafið spáir, viðfangsefni mannlegs samlífs, og skapa hér göfugt og glæsilegt þjóðlíf í fö'gru og svipmiklu landi. Til þess höf- um vér hin ytri skilyrði. En skipulagið er ekki einhlítt. Á Al- þiUgi eiga að sitja vitsmunir Snorra goða, stjórnvísi Þorgeirs, göfgi Halls af Síðu og mannúð Jóns Sigurðssonar, sam ber alt þetta í brjósti. I dag erum vér sama hu'gar og forfeður vorir á hinum fyrsta fundi Alþinlgis. Þingstaður er hinn sami, og hátíð vor um margt lík hinu forna þingi. Tíu alda þingsaga talar til vor í þessu heilaga musteri manndóms og drengskapar undir bláum himni. Það hitar um hjartaræturnar. Ti!gn fjallanna, niður ánna, grænka jarðarinnar og blámi himinsins rennur saman við minning Ingólfs og Úlfljóts, drengskap, manndóm, löggjöf og bókmentir í eina mynd, mynd hinnar ættgöfigu Fjallkonu, dótt- ur íslenzkrar náttúru og ger- mansks anda. — Varðveitum þá mynd í brjóstum vorum og vinn- um henni meðan æfin endist. Island lengi lifi! Að ræðunni lokinni kvaddi for- sætisráðherra sér hljóðs og til- kynti úr ræðustóli, að gjörðar- dómssamningar milli íslands og annara Norðurlanda yrðu undir- skrifaðir að Lö!gbergi ef veður leyfði hálfri stundu fyrir hádegi í dag. — Var síðan þingfundi frestað þangað til í dag. Eftir að þingi var slitið, var seinni hluti “Kantötunnar” leik- inn undir stjórn Páls Isólfssonar. Síðan var hlé til kl. 3. * Kveðjur erlendra ríkja. Klukkan þrjú byrjuðu hátíða- höldin að nýju. Fluttu nú full- trúar erlendra ríkja og sendi- menn kveðjur sínar að Lögbergi. Björn Þórðarson lölgmaður kynti hvern ræðurnann fyrir áheyrend- um, og í hvert sinn, er maður kom í ræðustól, var fáni þjóðar hans dreginn að hún yfir höfði hans. Fulltrúarnir fluttu kveðjur þjóða sinna í þessari röð: 1. Karl Hildenbrand fyrir hönd Þýzkalands og mæltist á- gæta vel. 2. Néwton lávarður fyrir hönd Stórbretalands og 3. Rhys J. Davies fyrir hönd brezku sambandsríkjanna (Dom- inions). 4. Norbeck fyrir hönd Banda- ríkja. 5. Dr. B. J. Brandsson fyrir hönd Canada, og mælti bæði á ensku og íslenzku. 6. Hansen forseti þjóðþingsins danska fyrir hönd Danmerkur. —Það óhapp vildi þá til, að ekki Var hægt að draga upp danska fánann, því að þegar til átti að taka, var hann bilaður. Að ræð- unni lokinni gekk Ásgeir Ás- geirsson upp á ræðupallinn *g afsakaði þetta óhapp; kvaðst vona, að fulltrúar Dana þyktust ekki af því, að fáninn yrði sýnd- ur seinna. En Tryggvi Þórhalls- son bað menn að hrópa nífalt húrra fyrir sambandsþjóðinni og tóku menn vel undir það, og mátti heyra að öllum þótti miður að svona slysalelga skyldi til vilja. 7. Hakkila fyrir hönd Finna, og mælti hann á íslenzka tungu. 8. Fernand Lancien öldunga- ráðsmaður fyrir hönd Frakka. 9. Hornsrud stórþingsforseti fyrir hönd Norðmanna. Færði hann auk þess Alþingi skraut- ritað ávarp frá norska þinginu í forkunnar fögru og skrautlegu foandi. Forseti sameinaðs þings tók við því o!g flutti stutta þakk- arræðu á norsku. Mintist hann á það, að Noregur og Island væru eins og móðir og barn, en Norð- menn mættu ekki undrast það, þótt barnið tæki þroska og vildi vera sjálfu sér algerle!ga ráðandi Þegar hér var komið, var danski fáninn kominn í lag. — Leiddi þá forseti fulltrúa Dana aftur upp á pallinn, en forsætisráðherra bað menn að hrópa ferfalt húrra fyr- ir fánanum, og var það !gert. — 10. Dr. H. J. Knottenbelt full- trúi Hollands flutti kveðju þjóð- ar sinnar og þings. 11. B. Eriksson forseti flutti kveðju Svia. 12. Jan Malypetr flutti kveðju Tjekkóslóvakíu og mælti að lok- um hátt og snjalt á hreinni ís- lenzku: “ísland lengi lifi!” 13. E. Mitens lögþingsforseti flutti kveðju Færeyinga. Mælti hann fyrst á færeysku og síðan á íslenzku. 14. Mr. Farrand flutti kveðju Manarbúa. 15. Kveðju Manitoba fluttu tveir, annar á íslenzku (Mr. In'gj- aldson) og hinn á ensku (Mr. Major, dómstjóri Manitoba.) 16. W. H. Paulson þingmaður flutti kveðju Saskatchewan á ís- lenzku. 17. Guðmundur Grímson dóm- ari flutti kveðju Dakota, bæði á ensku og íslenzku. 18. Gunnar B. Björnsson rit- stjóri flutti kveðju frá Minne- sota, fyrst frá Islendingum þar, en síðan frá þinginu og mælti þá á ensku. Að lokum mælti hann nokkur hjartnæm orð á íslenzku og lauk máli sínu með því að hrópa af hrifningu: “Len'gi lifi Is- land!” Að hverri ræðu lokinni, var hrópað ferfalt húrra fyrir þeirri þjóð, sem ræðumaður flutti kveðju frá. Þarna sáu íslendingar í fyrsta skifti jfhinn nýja færeyska fána — bláan og rauðan kross á hvít- um grunni. Er fáninn einkar: fagur, enda í sama stíl og fánar annara Norðurlandaþjóða. Klukkan var nú orðin um fimm, og hafði þessi athöfn því staðið yf- ir í tvær klukkustundir. — Björn Þórðarson lögmaður bað manngrúann að foíða og líta í aust- urátt. Mundi þar birtast nokkuð, sem ekki væri á da'gskrá hátíðar- innar. Varla hafði hann slept orðinu, fyr en ógurlegir vábrest- ir heyrðust og lét foergmálið svo í hömrunum, að það var engu lík- ara en að þeir væru allir að bresta í sundur og hrynja. iSló þá felmti á margan mann — en þetta voru þá flugeldar allavega, hvæsandi, smellandi, ýlandi. Sumir urðu að glóandi vígahnöttum, er þeir sprungu, aðrir að skrautlegum reykskýjum, og. sumir tættust í ótal agnir og komu þá úr þeim fánar fjölda þjóða. Hélt þessu áfram drykklanga stund og þótti mikið til koma. Sérstaklega undr- uðust útlendingar hið volduga bergmál í Almannagjá, sem þeir líktu við skotþrumur á vígvelli. ANNAR DAGURINN. Það var hálf óyndislegt á Þin'g- völlum í fyrrakveld. Skall þá á norðanstormur og mikil rigning og gerðist kalt. Það skall og small í tjöldunum, er vindurinn svifti þeim til, og strokan stóð í gegn um þau. Þótti þá mörgum óvistlegt að gista þar um nóttina, sérstaklega útlendingum, sem ekki voru vel út búnir. Margir stúdentanna æðruðust og flyktust upp Almannagjá og upp á bíla- torg og heimtuðu far til Reykja- víkur. Þá hafði fjöldi manna þeg- ar pantað far, og stóð nú á því, að nægilega margir bílar væru til að flytja fólkið. Gerðist þá kurr og þytur talsverður, en að lokum munu þó flestir, sem ætluðu sér til Reykjavíkur, hafa komist þangað. Er talið, að um 100 stú- dentar hafi flúið Þingvöll í þessu hreti. Klukkan 9 átti að heyja Islands- glímuna, en veður var þá svo vont, að það varð að aflýsa henni, þótt ilt þætti. Þegar svo var komið, fór fólk að tínast til tjaldbúðanna, en þótt sumir hafi ef til vill kviðið nótt- inni — og margir eru þar illa út- búnir — þá bar ekki neitt á því, vegna þess að allur þorri manna var í hátíðaskapi og lét “íslenzka storminn” ekkert á sig fá. Um alla hina miklu tjaldborg var að heyra glaum og gleði, hlátra, fjör- u!gar samræður og í mörgum tjöldum sungu menn við raust. Gekk svo langt fram á nótt. Um miðnætti fór veðrinu að slota og rofaði til fjalla. Sáust fyrst Súlurnar fannhvítar. “Þetta er góðs viti,” sögðu þá margir, “úr því að hann gat rutt snjó úr sér, þá fer veðrið að batna!” Þetta var orð og að sönnu, því að þegar menn komu á fætur í gærmorlgun, var komið bezta veð- 'ur og er fram á daginn kom, birti í lofti og var glampandi sólskin cg logn á Þingvöllum allan dag- inn — eins gott veður o!g hægt er að hugsa sér. — Komu nú ýmsir þeirra, sem flýðu þaðan kvöldið áður, austur aftur, og skemtu menn sér hið bezta um daginn, enda hélzt góða veðrið til kvölds. Var því lítill heimfararhugur í mönnum og stóðu syo margir tóm- ir bílar á bílatorginu, sem frekast gátu rúmast þar og upp með veg- inum. Skiftu þeir áreiðanlega hundruðum. Minni Islands. Benedikt Sveinsson talar á Lögbergi. Klukkan 10 í gærmorgun hófust hátíðahöldin að nýju. — Fyrst.a atriðið á hátíðarskránni var ræða Benedikts Sveinssonar, er hann flutti að Lögbergi. Nú voru hátíðargestirnir orðn- ir kunnugir gjallarhorninu og vissu, að þeir þurftu ekki að þyrp- ast í Almannagjá til þess að hlýða á ræðumann , en hlýddu á hann, hvar sem þeir voru út um alla velli. Ræða Benedikts Sveinssonar var hin skörulegasta, . sem vænta mátti. Féll hið þróttmikla mál hans vel við bergmál Almanna- gjár. Hann talaði um landnám vort o!g heimildir um þau efni, um upp- haf Alþingis, upphaf ritaldar, um ættir íslendinga, um landafundi íslendinga, um yiðreisn vora á 19. og 20. öld. — Ágrip af ræðu Benedikts Sveins- sonar hljóðar svo: Heilir æsir! Heilar ásynjur! Heil sjá in fjölnýta fold! Heilir allir, er hingað sækja, íslenzkir menn og erlendir, konur og karlar, ungir og gamlir! Heil- ir at Lögbergi ins forna Alþing- is íslendinga! Land vort, ísland, hafði óbygt verið um örófa vetra, áður for- feður vorir kæmi hingað síðara hluta innar 9. audar. Um upphaf íslandsbygðar höf- um vér næsta skilmerkilegar frá- sagnir, — sem en'gi þjóð á slíkar, þar sem er hin helga Landnáma- bók, er ritað hefir að grundvelli Ari prestur inn fróði Þorgilsson og sagt hefir fyrir að nokkrum hluta samtíðarmaður hans, Kol- skeggr inn fróði eða vitri í Seyð- isfirði. — I þennan tíma, sem nú var sagt, var Víkingaöldin í algleym- ingi. Höfðu allar Norðurlandá- þjóðir langskip úti, Svíar, Danir og Norðmenn. Fóru víkingar um öll höf, með ströndum þeirra landa, er þá voru kunn, — alt frá Gandvík norður, til stranda Afríku, frá Garðaríki austur, til Hlimreks norður á ír- landi. Dreifðust þá inar sömu ættir um ýms lönd. Vil eg til dæmis nefna ætt Mærajarla í Noregi. Synir Rögnvalds Mærajarls voru þeir: 1. Göngu - Hrólfur, er vann Normandi 911. Af hans ætt eru Rúðujarlar o!g 'Englandskonung- ar. Af því kyni er einnig Einar skálaglamm og ósvífur hinn spaki. 2. TorLEinar, jarl í Orkneyj- um. Frá honum eru Orkneyja- jarlar komnir. 3. Þórir jarl þegjandi á Mæri, móðurfaðir Hákonar hins ríka ♦ Hlaðajarls. Sonur Þóris var Jör- undur háls í Vatnsdal, en dóttir Þóris var Vigdís kona Ingimund- ar ins gamla. 4. Hrollaugur landnámsmaður í Hornafirði, langafi Halls af Síðu. ö. Hallaður, er úr konungdómi veltist í Orkneyjum, faðir Halls, föður Vigdísar. Þetta mælti ræðumaður sem dæmi þess, hve kynbornir Islend- ingar væri. Síðan mintist hann á helztu af- rek þjóðar vorrar og nefndi til þess stofnun Alþingis 930 og lagasetning, að hið íslenzka lýð- veldi var stofnað í vernd goð- anna og hve mikils mönnum þótti þá um vert, að stýggja ekki holl- vættir og landvættir, eins og sæ- ist í upphafi hinna heiðnu laga, þar sem bannað er að sigla að landi með “gapandi höfði og gín- andj ftrjóni svo áð landvættir fældist við.” Þá mintist hann á landafundi íslendinga, að Eiríkur hinn ráuði fann og nam Grænland á árunum 982—986, að Leifur sonur hans fann Helluland, Markland o'g Vín- land ið góða Svo og að Þorfinnur Karflsefni ætlaði að byggja Vín- land og að þar fæddist Snorri son- ur hans, er seinna bjó á Reyni- stað í Skagafirði, og mikil ætt er frá komin. Þá mintist forseti á skáldskap íslendinga og sagnasmíð og gat þar Egils, Sæmundar fróða, Ara fróða og Snorra . Gat hann þess, að íslenzka þjóðin hefði fram á þenna dag verndað skáldskap og ritsmíðar þeirra og um leið hina foriu tungu. Þá mintist hann á hnignun þjóðlífsins og gat þess, að þegar íslendingar hefði haft mest frelsi virtist sem alt hefði leikið í lyndi — en þegar þeir hefði verið sem aðkreptastir og ófrjálsastir, hefði steðjað að þeim allskonar óáran, og væri því svo að sjá, sem ófrels- inu fylgdi “fátækt, mein og dauði.” Rakti hann síðan sögu við- reisnartímabilsins, baráttu Jóns Sigurðssonar og skýrði frá hvern- ig nú væri komið málum vorum. Að lokum drap hann á, hvert vera skal hlutverk vort nú, sem frjálsrar þjóðar, er vænta má sér þess, að “vera muni bönd í lönd- um” og að frelsinu fylgi öll höpp, eins og í kjölfar ófrelsis sigla öll óhöpp. Nefndi hann það fyrst til, að vér verðum fyrst og fremst að varða um frelsið, svo að vér getum heitið frjálsir menn í frjálsu landi, að vér verðum að gæta jafnréttis og bræðralags og framar öllu öðru að varða um tungu vora, bókmentir og listir. Sagan sanni með skáldinu, er svo dýrt orti: “Tungan geymir í tímans straumi trú og vonir landsins sona, dauðastunur o!g dýpstu raunir, Darraðarljóð frá elztu þjóðum, heiftareim og ástarbríma, örlagahljóm og refsidóma. Land og stund í lifandi myndum ljóði vígð hún geymir í óði.” Síðan mælti hann: Vér verðum auk þess, að nema alt ga'gnlegt, þarflegt og fagurt af erlendum menningarþjóðum, með gagnrýni þó og skilningi. Vér verðum að standa saman í breiðfylkingu um að hrinda öll- um hleypidómum, en leita sann- leikans, hvar sem hann er að finna. Þá munu allir hollvættir oss 'árvarðar. Þá mun þjóð vor lengi lifa í þessu landi. Að ræðu þessari lokinni lék hljómsveitin þjóðsöng íslendin'ga og að því loknu bað forseti menn að hrópa íslendingahúrra fyrir íslandi og tóku allir djarlega undir það, á Lögbergi, í Almanna- gjá og út um alla völlu. Alþingi samþykkir gerðardóms- samningana. Þegar lokið var undirskrift gerðardómssamninganna hófst fundur í sameinuðu Alþingi að Lögbergi. Á d^gskrá var svo- hljóðandi þingsályktunartillaga um milliríkjasamninga "Alþingi ályktar að samþykkja gerðardómssamninga þá, er und- irritaðir voru á Þingvöllum í dag, milli Danmerkur, Finnlands, Nor- efs og Svíþjóðar, hvers um sig, annarsvegar, og Island hinsveg- ar.” I greinarfgerðinni segir m. a. svo: “Samningarnir eru að öllu veru- legu samhljóða, svo sem sést af samningseintökum þeim, er fyrir liggja. Formsafbrigðin í íslenzk- dansak samningnum, eru beinar afleiðingar þess, að samur er þjóðhöfðingi ríkjanna, og skír- skotun til íslenzk-dönsku sam- bandslaganna leiðir einnig af á- kvæðum þeirra um ágreining á skilningi þeirra laga. Að öðru leyti eru alir samningarnir hlið- stæðir hinum norrænu gerðar- dómssamningum, að undanteknum vissum breytingum ákvæðanna um sáttamerðferð, til þess að hún megi verða með einfaldara hætti en þeim, er gildir með Norður- landaþjóðunum samkv. sérstökum samningum þeirra utan þátttöku íslands. Megð samningum þessum er það ákveðið, að skorið skuli úr öllum deilum, réttardeilum sem öðrum, er rísa kynnu milli Islands og einhvers þessara landa, af gerð- ardómi, svo fremi að stjórnirnar hafi eigi fengið þær jafnaðar með sér: Réttardeilur af fasta al- þjóðagerðardómnum í Haag, sbr. 1. gr., en aðrar deilur af gerðar- dómi þar, skipuðum í hverti skifti þá er aðiljar hafa reynt að út- kljá deiluna með sáttasemjara eða sérstakri sáttanefnd, er til þess hefir sett verið. Ef til gerðar- dóms kemur, verða dómendur nefndir Bamkvæmt áikvæðum Haagsamþyktarinnar 18. október 1907, nema annan veg sé um sam- ið, með þeim hætti, að dómendur yrðu valdir úr flokki dómenda fasta alþjóðadómsins, tveir af hvorum aðilja, og dómforseti nefndur af hinum völdu dómend- um í sameiningu (sbr. 2.—4. gr.) Uppsagnarákvæði samning- anna er*u samhljóða ákvæðum hinna norrænu gerðardómssamn- inga, þannig, hð samningarnir gilda um 20 ár frá fullgildingar- degi og mega verða framlengdir með þögninni um önnur 20 ára tímabil. Að öðru leyti er vísað til á- kvæða) samninganna um efni þeirra. Samkvæmt tillögu forsætisráð- herra íslands hefir konungur veitt samþykki sitt til þess, að samn- ingar þessir verði gerðir o'g und- irritaðir af íslands hálfu o'g for- sætisráðherra Islands, að áskil- inni fullgildingu, svo sem mælt er fyrir í sjálfum samningunum. Enn fremur hafa sérstakir full- trúar allra hinna Norðurlanda- þjóðanna veitt oss þá sækja hing- að til þess að undirrita samninga þessa á hinum fornhelga þingstað vorum ag Lögbergi við Öxará. Forsætisráðherifi > kvaddi sér því næst hljóðs. Gat hann þess, að það hefði orðið að samkomu- lagi milli flokkanna, að mál þetta fengi afgtreiðslu á Lögbeergi. Rakti hann því næst forsögu málsins. Á Alþingi 1927 hefði ver- ið borin fram af öllum flokkum þingsályktunartillaga, þar sem skorað var á stjórnina að leita slíkra gerðardómssamninga við hin Norðurlandaríkin. Stjórnin og utanríkismálanefndin hefði síðan haft málið í sínum höndum. Samn- ingarnir væru sniðnir eftir sams- konar samningum milli hinna Norðurlandaþjóðanna. Tillaga um að samningarnir yrðu undirritað- ir við þetta tækifæri á Þingvöll- um, hefði komið fram í utanríkis- málanefndinni og hefði Jón Þor- láksson átt þá uppástungu. Væri það sérstaklega ánægjulegt nú á þúsund ára afmæli ríkisins, að geta undirritað slíka samninga við okkar nánustu frændur. Og þessar frændþjóðir hefðu sýnt okkur þann mikla sóma, að senda hingað fulltrúa til þess að undir- rita samningana. Hefðu þeir þannig hjálpað til að kasta ljóma yfir hátíð okkar. Það væri kunnugt, að Norður- landaþjóðirnar hefðu haft for- göngu um 'gerðardóma til þess að hindra ófrið milli þjóða. I þeim hópi vildu íslendingar vera. Jón Þorláksson talaði næst. Gat hann þess, að Islendingar hefðu aldrei þurft að grípa til annars en friðsamlegra ráða til ao útkljá deilumál. Mætti því ef til vill virðast óþarft, að fara að gera samninga um friðsamlega úrlausn slíkra mála við frænd- þjóðirnar, sem minstir möguleik- cr væri ,fyrir að lenda í sundur- þykkju við. — En með þessum samningum viljum við undir- strika það, að við teljum vinsam- lega samvinnu við hinar Norður- landaþjóðirnar eiga að vera insta þáttinn í okkar samlífi meðal þjóðanna. Við státum af því, Islendingar, að við höfum betri reiður á upp- runa okkar og ætterni en aðrar þjóðir. Og eins og við viljum halda áfram að minnast okkar ætternis, viljum við líka rækja okkar frændsemi við þær þjóðir, sem eru okkur skyldastar. Með þessum ummælum mæli eg með því fyrir hönd þess flokks, sem eg telst til, að tillagan verði sam- þykt. Jón Baldvinsson talaði síðan nokkur orð fyrir hönd Alþýðu- flokksins og mælti með tillög- unni. Var því næst gengið til at- kvæða um þingsályktuiartil- löguna og var hún samþykt með samhljóða 41 atkv.; einn þingm. (Magnús Tórafson) var fjarver- andi. VESTUR - ÍSLENDINGUM FAGNAÐ. Laust eftir kl. 3, steig Guð- mundur Ólafsson, forseti Efri deildar, í ræðustólinn á Lö'gbergi og fagnaði þar Vestur-íslending- um. Hann talaði um brottför þeirra héðan, og hug þeirra til íslands, um velgengni þeirra vestra, ataorku og einbeitni. Að lokinni ræðu hans flutti Jónas A. Sigurðsson, forseti Þjóð- ræknisfélagsins, erindi langt og ítarlegt, lýsti því hvernig hinn ís- lenzki arfur hefði reynst Vestur- íslendingum hinn bezti fjársjóð- ur. Sótti hann samlíkingar sín- ar víða að; talaði um Örvar- Odd, sem heldur vildi Hrafnistu en víðlend ríka og goð. Hann flutti og allmikinn þátt úr kvæðaflokki eftir Vestur-ls- lending, til ættjarðarinnar. — Hrópað var síðan ferfalt, öflugt húrra fyrir Vestur-íslendingum. Þá var Lögbergsathöínum lok- ið þann dag. En áður en menn tóku sig upp úr gjánni, var frá því skýrt, að vikivakar og bænda- glíma yrði á fimleikapalli á und- an fimleikasýningunni klukkan 9. Forseti sameinaðs þings skýrði frá því, að fólk væri beðið að fara úr brekkunni austan Lögbergs, því þar ætti hin sögulega sýning að fara fram. En mannfjöldinn varð lítt við þeim tilmælum, enda var “þing- ið” — flatlendið neðan við brekk- una—fult af fólki, og náði mann- þyrpingin langt yfirum Öxará. Áhorfenda skilyrði fyrir hina sogulegu sýnin'gu reyndust slæm — og fóru margir þaðan óá- nægðir. Veizlu hélt ríkisstjórnin hinum útlendu gestum og ýmsum innlendum mönum í Valhöll í gærkvöld. Þar fluttu þeir ræður Tryggvi Þór- hallsson forsætisráðherra, og Ás- geir Ásgeirsson forseti. Enn- fremur talaði konungur nokkur orð. Sænski krónprinsinn hélt þar ágæta ræðu. Þakkaði hann inni- lega fyrir móttökurnar hér á landi og sa!gði að sig iðraði þess nú mest, að hann hefði ekki lært ís- lenzku á unga aldri, svo að hann hefði getað fylgst með öllu því, sem gerst hefði á þessari merki- legu þjóðhátíð. Var gerður ágætur rómur að máli hans. I veizlunni afhcnti Bjofigberg Ijósmyndaða útgáfu v(af handriti af Islendingabók, sem er í Árna- safni og komin frá Jóni Erlends- syni í Villingaholti (á 17. öld). Kvað hann bók þessa vera gjöf frá Sáttmálasjóði. íslandsglíman. 1 gærkveldi klukkan 8.15 var hún háð o!g fóru leikar svo, að Si'gurður Grímsson Thorarensen hélt glímukonungstlitli sinum. Hafði hann 15 vinninga. Hann fær nú að verðlaunum hið fagra drykkjarhorn, sem var til sýnis í glugga Morgunblaðsins um daginn. Næstir honum gengu Jörgen Þorbergsson o'g Lárus Salómons- son með 13 vinninga hvor. Að glímunni lokinni færði kon- ungur “glímukónginum” vandað- an silfurbikar í viðurkenningar- skyni fyrir góða frammistöðu. (Framh. í næ§ta blaði) Sögulega sýningin . Klukkan 4 í igær hófst sögulega sýningin á Þingvöllum: Lög- mannskjör á Alþingi 930. Hófst sýningin nokkru seinna en til var ætlast. Þótti sýningin takast mjög vel. Haraldur Björnsson lék trlfljót, Ágúst Kvaran lék Þor- stein Ingólfsson allsherjargoða, cg Óskar borg lék Hrafn Hængs- son.—Áhorfendur voru svo marg- ir, að þakin var öll brekkan austan Lögbergs og sléttlendið meðfram Öxará og langt austur á Þing- vallatún. — Mgbl. 28. júní. Fjórir Vestur - Islendingar fluttu ræður í veizlunni í Hótel Borg í fyrrakvöld, þar á meðal Fljózdal, fulltrúi Bandaríkjanna. Kvaðst hann vera stoltur af því að vera Islendingur, en aldrei eins og nú, síðan hann kom iieim og sá þær feikna framfarir, sem hér hafa orðið á síðustu árum. Hann kvaðst hafa spurt sjálfan sig að því, hvernig á þessum framförum stæði og komist að þeirri niðurstöðu, að skýringin væri fundin, er menn vissu, að atvinnuleysi væri hér ekkert. — Mgbl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.