Lögberg - 31.07.1930, Blaðsíða 3

Lögberg - 31.07.1930, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. JÚIÍ 1930. Bls. 3. % S333$Sý$SSS$S3$Sý$S$S$SS$3*3SSS»S<S$SSS$SSS3 ;3333$SSS$SS333$$SSSS*S3SS3SS3$S3$33«eSSS3SSS$3SS$3S3SS$$3SSS$$$33SSSS3$33$$SSSC3SS$Ý Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS^SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS R Ó Ð U R I N N . I. “Má ég fara með ykkur, pabbi?” spurði Kári pabba sinn; liann var að setja fram bát með hásetum sínum. ‘ ‘ Ó-já, þú mátt koma í þetta sinn, en ég veit ekki livort ég liefi öngul lianda þér.’’ “Jú, það er til lítill smokköngull afgangs,” sagði einn hásetinn. “Drífðu þig upp í, s trákur- ’ ’ Kári stökk upp á kinnung Jökuls, svo hét báturinn, og var í einni svip'an kominn aftur í stafnlok. Hásetarnir reru út víkina og inn á fjörðinn. Það var blæjalogn og engin skýrák sást á loftinu. “Eigum við ekki að renna, piltar?” sagði Sverrir, þegar inn á fjörðinn kom. Hásetarnir lögðu upp árarnar og tóku færi sín. “Hvaða færi á ég að hafa?” spurði Kári. “Þarna er færi,” sagði faðir hans, “en Grunnar veit um öngulinn.” Þegar hásetamir Jiöfðu rent, urðu þeir þegar varir. Kári hraðaði sér að binda færið við öngul inn og rendi í flýti. Eitthvað kom við öngulinn hans og kipti fast í. Kári dró færið. Nú bólaði á fiskinum, það var smokkur. Kári tók utan um liann og ætlaði að ná hon- um af önglinum, en í því bili spýtti smokkur- ^ inn svartri leðju beint framan í Kára. Hver ; gusan rak aðra, En Kári brá sér hvergi og hætti ekki fyrri við, en hann náði smokknum af önglinum. “Dæmalaust er smokkurinn fallegur á lit- inn,” sagði Kári og kastaði færinu út aftur- ‘ ‘ Hann er logagvltur, og sumstaðar slær á hann silfurlit. En ekki er gott að fá blekið hans framan í sig. Og sogskálarnar á öngunum, það eru ljótu gripirnir; hann læsti þeim inn í liend- urnar á mér.” “Þú átt að vera fljótur að taka hann af önglinum, strákur, og þú mátt ekki kreista hann mikið, því að þá skemmirðu hann,” sagði Gunnar. “Svo áttu að hafa vetlinga; þú átt að vera handfljótur og taka með þumalfingr- inum fyrir blekopið, svona, sjáðu,” og Gunnar sýndi honum tökin á smokk, sem hann var að draga. Kári reyndi að gera eins, en einatt fékk hann þó gusu, áður en liann gæti losað smokkinn af önglinum. Þegar komið var fram á kvöld, sagði Sverr- ir hásetum sínum að gera upp færin. Þeir gerðu það, og lögðu svo út sárarnar. Það var glaða tunglskin. Stjörnurnar spegl- uðu sig í sjónum og sýndust vera glóandi perlur. Kári lagðist út á borðstokkinn og horfði niður í sjóinn. “Ó^venju ósköp held ég gaman sé að vera sjómaður,” sagði hann. “Helzt af öllu vildi ég verða sjómaður. ” “Það getur nú stundum dregið af gamanið, drengur minn,” sagði faðir hans. “Það er ekki ætíð eins skemtilegt á sjónum og í kveld-” “Nei, það veit ég; en er ekki nógu gaman að vera á sjó í hvössu og fljúga eins og fugl báru af báru?” “Það getur stöku sinnum orðið of hvast,” sagði pabbi hans. “Og stundum er dálítið kaldsamara, en núna.” “Já, en verði of hvast, má lækka seglin, og þvki of kalt, þá klæðir maður sig vel. ” “ Jæja, þú ert ekki ráðalaus í logninu, vinur minn, ” ansaði Sverrir^ og brosti góðlega fram- an í dreuginn sinn. II. Sverrir lenti í vörinni niður undan áttær- ingnum sínum. Hásetarnir voru brókaðir og rendu sér út aif kinnungnum, einn hvoru megin, þegar bát- urinn tók niðri. Svo drógu þeir bátinn á þurt að framan. Tveir hlupu upp á kamb, til að sækja skrín- ur undir smokkinn. Það var háfjara. Nokkrir hásetanna tóku hvalbein, sem lágu í bátnum og lögðu þau í vörina með litlu milli- bili. Kári stóð kyr, þangað til neðsta beinið ’ losnaði, fyrir aftan bátinn, þá tók hann það og hljóp með það upp fyrir hin og lagði það þar. Þannig hélt hann áfram, þangað til báturinn var kominn upp undir áttæringinn. 'Síðan var báturinn skorðaður, og hásetarn- ir báru skrínurnar heim í skemmu. “Hengið þið lóðirnar inn í hjallinn, piltar,” sagði Sverrir og gekk rakleiðis inn í bæ. Kári fór inn á eftir pabba sínum. “Hvernig gekk þér, væni minn?” spurði mamma hans, þegar hann kom inn- “Mér gekk ágætlega vel, eg dró 12 smokka, en pabbi dró ekki nema 50.” “ Jæja, þú ætlar að verða fiskinn. Eg kalla l>etta ekki svo lítið. Farðu nú að koma þér í rúmið.” ÍKári fór að borða, setti síðan skálina sína npp á hillu, setist svo á kistil við rúmið og sat þar steinþegjandi og horfði út í loftið. “Hvað ert þú að hugsa, drengur minn?” spurði mamma hans. “Farðu að hátta, þú ert ekki of góður á morgnana.” “ Gengur nokkuð að þér, Kári minn?” spurði pabbi hans. “Og það held ég liann hafi haft matarlyst, pilturinn,” sagði Imba vinnukona. “Lokið hefir hann úr skálinni sinni, sýnist mér.” Kári sat þegjandi, enns og hann heyrði ekki livað við hann var sagt. Loks stóð hann upp, gekk til pabba síns, lagði hendurnar um háls honum og sagði: “Elsku góði pabbi, lofaðu mér að róa á morg- un.” “Nú, var það alt þetta, sem var að brjótast í þér?” sagði pabbi hans. “Eg ætla nú að láta smala á morgun, því ekki má féð týnast, þótt aflinn sé góður”, mælti Sverrir enn fremur. “Hann er alt of ungur til að sitja í með ykk- ur,” sagði mamma hans. “Þetta er barn, ekki tólf ára-” “Hann er samt furðu duglegur, strákur- inn,” sagði pabbi hans. “Eg held eg verði að lofa þér með okkur í nótt, en þú verður að bera þig vel, þótt eitthvað kaldi.” “Heldurðu það verði ekki logn?” spurði' Kári. “Það er mikill vafi, þó gott sé núna. “Jæja, nú held ég þú getir farið að hátta,” sagði Imba, “eg þarf að fara að fá böslin þín.” Kári fór þegjandi að hátta. Hann hlakkaði mikið til að vakna aftur. “Þú mátt til að vekja mig, til að beita,, sagði Kári við pabba sinn, þegar hann var kom- inn upp í rúmið. “Ætli það verði ekki nógu snemt fvrir þig að vakna, þegar við erum búnir að beita.?” “Eg verð þó að beita stubbinn minn, ekki get ég vitað að aðrir beiti hann, þegar ég ræ. ” “Yið förum nú að sofa og sjáum svo til, þegar við vöknum aftur,” sagði pabbi hans. III. Klukkan hálf tvö um nóttina vaknaði Sverr- ir og gætti til veðurs. Loftið var orðið þykt, vindur stóð af landi, og það iivein í gljúfrunum fyrir ofan bæinn. Það þótti vita á storm. Sverrir gekk inn og vakti háseta sína. Meðan þeir voru að klæða sig, kveikti Sverrir Ljós og fór með það út í skemmu, þar var beitt- Kári vaknaði sjálfur og klæddi sig í snatri. Piltarnir voru nýbyrjaðir að beita, þegar hann kom út í skommuna. “Ekki ætlar að standa á ’þér, ’lagsmaður, sagði pabbi hans. “En þú ættir að geyma þér að fara, með okkur, þangað til seinna, hann getur kaldað í þessum róðri.” “Það gerir ekkert til, þó að hann kaldi, eg skal ekki verða hræddur,” sagði Kári og tók lóðarstúfinn sinn ofan af nagla og færði hann að 'beituborðinu. “Það er bezt að lofa honum með okkur, það getur orðið til þoss að hann biðji ekki um það næsta daginn,” sagði Þorbjörn háseti. Klukkan að ganga fjögur, var búið að beita. Sverrir og hásetar hans fóru þá inn, fengu sér matarbita og drukku svo kaffi. Eftir það var farið af stað niður að sjónum. Hásetarnir báru lóðimar á handbörum nið- ur eftir. Sverrir hélt á skinnstakki og skinnbuxum með sér. “Þú getur reynt að fara í þessi skinnklæði, Kári litli, þau eru einna minst. Skinnbuxurnar duga þér með skinnsokkunum þínum,” sagði Sverrir. Kári fóy nú í skinnbuxur og skinnstakk og var iivorttveggja of stórt. Hann kunni illa við sig í skinnklæðunum, því að þau voru hörð. Svorrir og hásetamir skinnklæddust í snarti- Því næst var báturinn setur á flot. Fjórir hásetarnir settust undir árar: Gunn- ar, Þorbjörn, Bogi og Hallur. Sverrir lét stýrið fyrir og stýrði. Þegar búið var að snúa bátnum, tóku allir ofan og lásu “Faðir-vor” í hljóði. “Guð gefi oss öllum góðar stundir,” sagði Sverrir og setti upp hattinn sinn; hinir gerðu það líka. Fyrir framan víkina var skorgarður. Þeg- ar kom út ifyrir hann, fóru hásetamir að segl- búa. Þorbjörn reisti fremra siglutréð, en Gunn- ar hið aftara. Bogi og Hallur tilreiddu seglin á meðan. Nú vora seglin dregin upp, og kom þá fljótt skriður á bátinn, því að stinningskaldi var. Settust nu hasetar niður og rauluðu fyrir munni sér. Kári sat á bitanum og horfði þegjandi út á sjóinn. \ “Hvemig líður þér, lagsi?” spurði Gunn- ar; hann sat næstur honum. “Mér líður vel,” ansaði Kári. — “Hvað verðum við lengi út á mið í svona vindi?” “Við verðum hér bil hálfan annan klukku- tíma,” sagði Sverrir. Eftir því sem leið á morguninn, herti vind- inn, svo að þeir urðu fljótir út á miðin- “Nú er Gnúpurinn í Skarðinu,” sagði Sverr- ir; “það er mátulegt að fella.” Hásetamir feldu seglin, en Sverrir sat enn við stýrið. “Komdu hérna að stýrinu, Bogi,” kallaði Sverrir. Bogi færði sig nær og setist við stýrið. Hallur og Gunnar reru út lóðirnar. Sverrir og Þorbjörn lögðu. “Hvað á ég að gera?” spurði Kári. ‘ ‘ Þú getur ausið þennan leka, sem er í bátn- um,” sögðu hásetamir. Þegar hálfnað var að leggja lóðirnar, herti svo vindinn, að tveir gátu ekki róið þær út. “Seztu undir stýrið, Kári, og láttu horfa eins og stefnir. Haíðu Gnúpinn í Skarðinu, það er vandalaust,” sagði Sverrir. “Þið róið þá þrír, það veitir ekki af.” Bogi stóð upp og færði sig fram í og reri með tveim árum. Gekk nú betur að leggja en áður, og innan skamms rendu þeir stjóranum og köstuðu duflinu út- IV. “Það verður víst enginn friður að renna haldfæri, meðan við liggjum yfir lóðunum,” sagði Sverrir og setti upp vetlinga sína. “Blessaðir, lofið þið mér að renna færi,” sagði Kári; “mér er næst að halda, að eg dragí eitthvað; það legst vel í mig að renna. ’ ’ Tveir hásetamir og Kári rendu. — Þeir keipuðu og keipuðu, en urðu ekki varir. Tveir höfðu úti árar en Sverir sat í skutn- um. “Eg held nú bara, að hvalur sé kominn á færið mitt,” sagði Kári óg leittil pabba síns. Sverrir færði sig nær Kára og sagði bros- andi: “Við verðum víst að sleppa lionum, því ekki ráðum við niðurlögum hvals á þessari kænu. Heldurðu nú að hvalur'hafi bitið'á öng- ulinn þinn?” “Eg er ekki viss um það, en einhver stór- fiskur er það.” Ivári dró færið og miðaði vel, en alt í einu dróst ]>að úr höndum hans, og réði hann ekkert við. — Sverrir tók við færinu. “Þú hefir sett í lúðu, karlinn; það var bæri- legt. En ég held hún ætli að slíta sig af.” íKári setist aftur í og horfði á pabba sinn, meðan hann dró færið- Loks rak fiskurinn trjónuna upp með borð- stokknum. Það var flyðra, sem á fæinnu var. “Réttu mér ífæruna, strákur,” sagði Sverr- ir og gaf lúðuuni eftir. Kári var ekki seinn á sér að ná ífærunni. Nú kom flyðran upp aftur, og færði Sverr- ir þá í liana; síðan dró hann hana inn í bátinn, greip hníf undir rönginni og stakk flyðruna. Hún margbvlti sér í bátnum og sletti austrin- um út yfir borðstokkinn. “Ætli hún mölvi ekki bátinn?” spurði Kái’i; honum var ekki farið að ltast á blikuna. Þetta er nú ekki í fyrsta sinni, sem lúða er dregin á hann Jökul,” sagði Sverrir. “Hún gerir víst ekki mikið fyrir sér, héðan af. Hún er all-væn þessi; þetta var mesti happadrátt,- ur.” Nú rendi Sverrir færinu aftur, og sátu báts- verjar enn nokkura. stund undir færum. En enginn þeirra varð var. “Það þýðir ekki að vera að þessu gutli,” mælti Gunnar; “það er engin skepna hér.” “Gerið upp færin,” sagði Sverrir. “Það má bráðum fara að draga lóðirnar.” Hásetarnir gerðu eins og formaður mælti fyrir. “Dálítið skulum við hinkra við enn,” sagði Sverrir- Hásetarnir undu vetlinga sína og börðu sér; þeim var orðið lirollkalt. “Skylduð þið hafa fengið þessa flyðru, hefði ég ekki verið á bátnum?” sagði Kári. “Það er alveg óvíst,” ansaði faðir hans. “Komið hefir það nú frir,y að við höfum dregið lúðulok, þá ]>ú hafir ekki verið innan- borðs, Kári litli,” sagði Gunnar. “Það er von að Kári finni til sín, þegar hann einn varð var og dró þessa litlu skepnu. Þetta er ágæt 'byrjun. Þið sátuð og keipuðuð, en fenguð ekki svo mikið sem tindabykkju, en liann dró stóreflis flyðru. Hann verður ein- hvern tíma heppinn, drengurinn,” sagði Bogi og leit hýrlega til Kára. Kári brosti niður í bringu sér. “Senn hvað líður megum við nú fara að draga,” sagði Sverrir. “Hann ætlar að halda þessum stormi og mér þykir gott, ef hann rýk- ur ekki með kveldinu.” Enn lágu þeir nokkurn tíma vfir lóðunum. Y. “Nú skulum við róa að duflinu, piltar,” mælti Sverrir, og var þá komið fast að roki. Hásetarnir gerðu það, og náðu duflinu fyr- irhafnarlítið. “Eg ætla að draga, en einhver ykkar getur goggað, því að Kári er ónýtur til þess,” sagði Sverrir. “Haldið þið hann hvessi meira?” spurði Kári- “Það er vel til, að hann geri hvínandi rok,” sagði Gunnar. “Hvað verður þá um okkur?” spurði Kári. “Við hleypum, ef ekki vill betur til,” ans- aði Sverrir, “en við drögum enn í land.” “Ekki þarf liann nú að hvessa mikið, til þess við drögum ekki,” sagði Bogi og spýtti tóbak-s leginnm niður í austurinn. H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœClngur Skrlfstofa: Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P. O. Box 185« PHONES: 26 849 og 26 840 Lindal Buhr & Stefánsson Islenzkir lögfræíiingar. 366 MAIN ST. TALS.: 24 961 peir hafa elnnig ekrlfetofur a8 Lundar, Rlverton, Gimll og Piney, og eru þar aö hltta & eftirfylgjandi tlmum: Lundar: Fyrata mi8vlkudag, Rlverton: Fyrsta flmtudag. Gimli: Fyrsta ml8vikudag, Piney: priBJa föstudag I hverjum má.nu8i. J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) lslenakur lögmaOur. Roeevear, Rutherford. Mclntoeh and Johnson. 910-911 Electric Railway Chmbre. Winnlpeg, Canads Slmi: 23 082 Heima: 71 758 Cable Addrese: Roecum J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfrse81ngur SCARTH, GUILD 4 THORSON Skrlfetofa: 308 Minlng Exchange Bldg., Maln St. South of Portage PHONE: 22 768 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfræölngur Skrif stofa: 702 Confederatlon Life Buildlng. Maln St. gegnt City Hali PHONE: 24 587 - J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fastelgnasalar. Leigja hús. Ct- vega peningalán og eldsábyrg8 af öllu tagl. PHONE: 26 349 “Hæ, liæ, þið eruð rétt komnir að hinu dufl- inu,” sagði Kári. Hann barði sér í ákafa. “Það er töluvert eftir af lóðunum enn,” sagði Gunnar og goggaði stóran þorsk af öngl- inum. “Það tekur nú enda að draga lóðirnar, Kári minn,” sagði Sverrir og dró af kappi. Loks kom stjórinn upp með borstokknum. Hýrnaði þá heldur yfir Kára. Hann barði sér í ákafa og liorfði í vindinn. Nú var duflið dregið inn. Eftir það var ýmsu hagrætt í bátnum. Gunnar hljóp til og jós af kappi með stærra austurtroginu, og minkaði þá óðum austurinn. “Það þarf að færa fisk fram í barka, því að báturinn er alt of afturhlæður,” sagði Gunn- ar og lagði frá sér austurtrogið. Bogi tók gogginn í snatri og kastaði fiski fram í, þangað til báturinn var orðinn rétt- hlæður. “ Jæja, þá getum við nú lagt af stað í herr- ans nafni,” sagði Sverrir og setist við stýrið- Hásetarnir setusit óðar undir árar, en Kári sat frammi í barka- Það skóf yfir bátinn, þegar hann stakk sér í öldurnar. “Þú verður gegnvotur þarna fram í!” kall- aði Sverrir. “Reyndu að koma hérna aftur fyrir og ausa.” Kári varð feginn að forða sér undan ágjöf- unum og ekki síður því, að mega gera eitthvað sér til hita. Stormurinn óx heldur. Bátnum miðaði seint. “Er ekki réttast fyrir okkur að hleypa strax?” spurði Bogi og lagði upp. (Niðurl. næst.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.