Lögberg - 14.05.1931, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FLMTUDAGINN 14. MAt, 1931.
Bls. 3.
SOLSKIN
Fyrir börn og unglinga
'VVs^v^Vs^vWWVV^VsAVVWVVy^^VVS^AA^VVV^VWVVsA^V'^V'A-A-rV-A^AVV^^VW^VV-A-A^x/VVVsA^VV /V /W
IJ353SSÍ3SS555SSSÍ5SSSSSÍSSSS55SSÍS5SSÍSSSSSSSSSS35SSSSSS3SSÍS5SSSS3SSWS5SS2ÍÍÍSÍSSÍS5SSSÍSSSSS555SSÍSÍSSÍÍÍ
LÓAN Á 1 8 LAN DI.
Það sem hér á eftir er sagt um lóuna litlu,
ljúflings-fugl íslenzkra barna, er tekið úr
blaðinu “Unga Island” frá 1905:
iSnemma lóan litla í
lofti bláu “dírrindí”
undir sólu syngur:
‘ ‘ Lofið gæzku gjafarans!
grænar eru sveitir lands,
fagur himinhringur. ”
“Eg á bú í berjamó,
bömin smá í kyrð og ró
heima í hreiðri bíða;
mat’ ég þau af móðurtrvgð,
maðkinn tíni þrátt um bygð
eða flugu fríða.”
Jónas IIallfjrhnsson.
Nú ertu komin, kæra vina mín!
Og kvæðin nýju lætur til mín óma,
svo mjúk og þíð, er maísólin skín,
er mína leysir fósturjörð úr dróma.
Þér ægði’ ei förin yfir sædjúp köld
því ættlandsþrá þig bar á vængjum sínum,
því gleðiljóð þú lætur óma’ í kvöld,
svo ljúf og góð úr hörpustrengjum þínum.
Og eins ég vildi eflaust fylgja þér,
ef örlög bæru mig til Suðurlanda,
því lifa mundi Ijúfust þrá hjá mér
að leita heim til ættlands sögustranda.
Því þegar vorsól vorblóm kyssir blítt
og vefur fjöllin björtum geislafeldi,
mér finst mitt ættland ætíð þá senT nýtt
og ægir verða’ að björtu töfraveldi.
Og þú skalt yrkja’ um Island ljóðin þín
er einn ég sit hjá þér í vorsins næði,
og eygló skær á vesturvegum skín
og værðin breiðist yfir fold og græði.
Er svefnró færist yfir blómin blá
og blærinn vefur þau í arma sína,
þá vil ég una’ í aftankyrð þér hjá,
ég elska þig og vorsins söngva þína.
S. K. Pétursson.
Allir menn, ungir og gamlir, þekkja lóuna
og kunna nokkur skil á högum hennar og hátt-
um. Fáir eða engir fuglar eru oss kærari, en
hún enda er hún trygg og rótgróin íslenzkri
sumamáttúru. —> Hún kemur til landsins
snemma á vorin (í apríl og maí) og hreiðrar
sig um land alt, út um mela og móa, og verpur
fjórum eggjum módropóttum að lit. — Hún er
fjörugur, lífmikill 0g undurfallegur fugl, sí-
syng.jandi og kvakandi bæði á flugi og fæti.
“Dírrindí” er söngur hennar.
Lóan telst til þe.ss fuglaflokks, er vaðfuglar
Uefnast. Hún er farfugl, og flýgur héðan á
baustin (í september) til heitari landa og hefir
þar vetursetu.
Það er líkast því, að þær séu að halda flug-
®fingar á haustin áður en þær hefja brottför-
ina fyrir alvöru. Þá eru þær að herða og stæla
migana til farflugsins, svo að þeir örmagnist
ekki og gefist upp á leiðinni. Seint í septem-
ber koma þær í stórhópum heim undir bæina og
fylkja sér um velli og engjar. Alt í einu
spretta þær svo upp, skipa sér í fleygfylkingu
á fluginu 0g þjóta eins og leiftur gegn um loft-
ið í bugðum og sveiflum. Síðan lækka þær
ems og örskot flugið og drepa sér niður á ný.
Þetta láta þær ganga koll af kolli, unz þær taka
siR upp með öllu, kveðja bygð og bæ æskustöðv-
arnar og átthagana og kveðja hnípnar og hljóð-
nr út yfir hafið. — Unga ísland.
BIMB 0.
Hjinrik 3. var seinasti konungur Valois-
®ttarinnar, er sat að ríkjum á FrakklandL Um-
ouga hans geysaði trúarbragða- og borgara-
^tyrjöld þar í landi. 1 þeim ófriði var Hinrik
myrtur. Þá var Hinrik frá Navarra kjörinn
konungur af mönnum sínum. En sökum þess,
að hann var endurbættrar trúar, vildi kaþólski
lokkurinn eigi við lionum taka né samþykkja
°nungstign hans. Ófriðurinn hélzt því um
anga hríð. Hinrik vildi þó eigi láta rænast
onungdómi og hélt, her sínum til Parísar, sem
0r höfuðstaður Frakklands. Staðarbúar voru
estir kaþólskir og réðu lögum og lofum í
°rginni. Þeir kölluðu Hinrik villutrúarmann,
® uðu borgarhliðunum fyrir honum og létu
Ura hennar geyma sín. Borgin var ramm-
ega víggirt. Sá Hinrik sér eigi til neins að
lið l ^ bana’ sökum þess, að hann skorti þann
oskost 0g þau hergögn, er til slíks væru nægi-
njí’ Hann tók Því Það örþrifaráð að setjast
s staðinn og herkvía hann, unz liungrið syrfi
^ o að borgarbúum, að þeir yrðu fegnir að gef-
að upP- Þannig voni París allar bjargir bann-
jjí r’. allar ■samgöngur og aðflutningar teptir.
o.r 4 4’ var mesta valmenni, ,0g brjóstgóður
rifi^Flyndur; honum runnu því mjög til
sátrið 1<)!?nun^ar l)au' og þrengingar, sem um-
hann ° • borginnL En Þrátt fyrir það liætti
tneJ.eigl Umsátnnu’ en krepti að henni öllu
^ n me^ hörku og harðneskju.
in f m Þessar mundir bjó í París hertogafrú-
verið1' ^tontmorency- Hafði hún um mörg ár
^aikils1 bæHeikum við hirðina og mátti sín þar
Frúin var barnlaus. Hún var dýravinur
mikill og átti páfugla, apa, hunda og ketti.
Hjún unni jiessum dýrum hugástum, lók að þeim
og dekraði við þau eins og þau væru börn.
Mesta eftirlætisgoðið hennar var þó lítill, hvít-
ur loðhundur. Hann reri í spikinu og stirndi
á belginn, mjúkan eins og silki. Hundurinn
hét Bimbo og var mjög skap-illur og grimmur
öllum, nema hertogafrúnni og eldabuskunni
litlu, er hét Mína. Hún var foreldralaus og
einmana. Hafði matsveinn hértogafrtiarinnar
fundið hana einu sinni á götunni, hungraða,
tötium klædda og illa til reika. Hann aumkað-
ist yfir liana, og fór með hana heim til sín. En
hér sannaðist það fornkveðna, að oft, er hreysi
liöllu betra. Hún átti ]>ar illa æfi og högg, á-
vítur og skammir gengu frá morgni til kvölds
yfir höfuð hennar eins og reiðarslög. Allir
gjörðu sér að skyldu að sneypa hana og senda
henni hnútur.
Þegar hjúin voru í illu skapi jusu þau sér
vfir hana. 1 fám orðum, hún bar bitbein allra
á heimilinn og liomreka. Eini vinurinn henn-
ar var Bimbo; þau voru líka alda-vinir. Kvöld
eitt viltist Bimbo í hallargöngunum og hljóp
aftur og fram ýlfrandi og skrækjandi. Þá vildi
svo til, að Mína rakst á hann, fór hún með hann
inn í loftherbergið, sem hún' svaf í, gaf honum
mjólk, og hafði hann í rúminu hjá sér um nótt-
ina. Bimbo gleymdi aldrei viðtökum hennar
og gestrisni. Upp frá þeirri stundu voru þau
aldavinir. Hann sótti við og við á fund henn-
ar í eldhúsið. Mínu þótti raunaléttir að vefja
handleggjunum um hálsinn á honum og þylja
honum allar sorgir sínar og bágindi. Ef ein-
hver gerðist svo djarfur að atyrða Mínu, þegar
hann var viðstaddur, fitjaði hann upp á trýn-
ið og urraði. En sökum þess, að enginn þorði
að misbjóða kjöltuhundi hertogainjunnar bar
Bimbo margoft blak af veslings Mínu.
Þegar hér var komið sögunni, hafði um-
sátrið stað.ið yfir nálega alt sumarið, og borg-
in var þrotin að vistum. Ríkustu auðmennim-
ir og höfðingjamir áttu varla málsverð.
Alt, sem tönn festi á, var étið með ógurlegri
græðgi. Hverju dýri var slátrað og það étið,
jafnvel rottur og mýs. Fólkið lirundi niður
þúsundum saman af hungri. Þrátt fyrir öll
þessi ósköp, harðæri og eymd, þraukaði borg-
in og gafst eigi upp.
Skorturinn gerði einnig vart við sig á
heimili hertogafrúarinnar. Mína fáráðurinn
hafði langa-lengi ekkert fengið til matar, nema
lítinn mæli bauna í mál. Hún var orðin skin-
horað og ekki nema beinin. Fuglunum, öpun-
um, uppáhaldsköttunum og hundunum var
slátrað, hverjm af öðrum. Þeir voru síðan
soðnir eða steiktir og bomir á borð fmarinnar.
Loksins var Bimbo einn eftir. Nú kom
röðin að honum.
H}ertogafrúin kallaði á hann, kjassaði liann
og strauk honum. “Veslings litli fallegi Bim-
bo,” sagði hún. “Mér þykir ákaflega vænt um
])ig, en ])ó verð ég nú að drepa þig mér til mat-
ar.” Hún kysti hundinn að skilnaði, fékk
hann í Iiendur herbergisþeraunni sinni og bauð
henni að fara með hann fram í eldhús, til þess
að honum yrði slátrað. — Þegar Mína fékk
vitneskju um þetta, var sem hnífur væri rekinn
í hjartað á henni, svo fékk það mikið á hana.
Hundurinn skrækti og gó, en hún sá engin ráð
til þess að bjarga honum. Hún grét fögrum
tárum og harmaði örlög vinar síns. Alt, sem
hún átti að gera, fór í handaskolum og með því
bakaði hún sér ónot, högg og hrundningar,
meiri en nakkra sinni áður. Um kvöldið gekk
hún grátandi til rekkju. Þá heyrði hún, að
ein eldhússtúlkanna var að segja annari frá
því, að nú ætti að drepa óhræsis rakkann á
morgun. Kvaðst hún skulu reyna að stela
af kjötinu, því að það hlyti að vera feitt og
lostætt.
Mína greip um eyran og grét hástöfum.
Loks hætti hún að gráta og þerraði tárin úr
augunum. Hiín ásetti sér að bjarga seppa,
hvað sem það kostaði og leggja jafnvel lífið í
sölurnar fyrir hann.
Hún vakti og beið. Fólkið háttaði og sofn-
aði. Um síðir hvíldi friður, þögli og næturró
yfir hinni stóru og skrautlegu höll. Mína
klæddi sig og læddist út úr loftlierberginu sínu
og ofan stigann. Hvarvetna var svartamvrk-
ur, en hún lét það ekki á sig fá, en þreifaði sig
með fram veggjunum og komst loks fram í
eldhúsið. Henni var vel kunnugt um snagann,
sem lyklarnir voru geyíndir á. Alt var undir
því komið, að finna lykilinn að klefanum, sem
Bimbo var geymdur í. Hún andvarpaði; hefði
matsveinninn tekið hann burtu með sér um
kvöldið, þá var hún illa sett. Hvin lofaði guð
í hljóði. Þama var hann að vanda. Síðan
lauk hún liægt uupp hurðinni. Bimbo fagnaði
lausninni og bjargv-ætti sinni og hljóp í fang
henni. Hún vafði um liann svuntunni sinni,
tók hendinni um trýnið, svo að hann næði eigi
að urra né gelta. Síðan læddist hún hægt og
hljóðlega með hundinn í fanginu út í liallar-
garðinn, þaðan út um liliðið, er stóð opið nótt
og dag sökum ófriðarins. Þegar hér var kom-
ið, byrjaði hættan og örðugleikarnir, því að
götur borgarinnar voru í hershöndum um næt-
ur. Þá máttu engir nema varðmennirnir fara
um þær. Og skipun sú hafði verið gefin, að
hver sá maður, er hittist á ferli áður en lýsti
af degi, skyldi tafarlaust skotinn, ef hann
hefði eigi brýnt erindi.
Þegar hún kom út úr hallargarðinum, tók
hún á rás, en varaðist að verða á vegi her-
mannana eins og hún kunni. Hún hafði allan
hug á því að komast sem allra lengst í burtu
frá liöll hertogafraarinnar. Er hún þóttist
])ess vís, að hún væri sloppin úr hættunni og
henni yrði ekki veitt eftirför, hægði hún á sér
og varp mæðinni. Hún litaðist um, hvar hún
mætti setjast niður og 'hvíla sig, svo að lítið
bæri á. Sá hún þá, að hún var stödd við liand-
rið á húsi nokkru. Skreið liún inn undir það,
hnipraði sig niður með Bimbo í fanginu og
steinsofnaði. —
Nokkurri stundu síðar hrökk hún upp við
urrið í hundinum, og heyrði þá mannamál 0g
skóhljóð skamt frá sér. Hún varð dauðhrædd
og stökk á fætur. Dagurinn var nýranninn
upp og það var að byrja að birta. Hún nén
stýrumar iir augunum á meðan hún var að
átta sig á því, hvort hún væri vakandi eða sof-
andi, svo tmdarlegt virfist henni það, sem
fyrir hana bar.
Gatan var full af fólki, sem líktist meira
vofum en mönnum. Mannfjöldinn þokaðist
áfram smátt 0g smátt með harki og hávaða. 1
þessum einkennilega hóp voru gamalmexmi,
.konur og börn, skinhoruð og torkennileg af
hungri og eymd, rifin og tötraleg. Konung-
urinn hafði leyft þessum lýð að fara burt úr
borginni. Sögurnar, sem gengu af harðærinu
og eymdinni í borginni, höfðu fengið svo mikið
á hann, að hann hafði látið það boð út ganga,
að hver sá maður, er eigi væri vopnfær, mætti
óhultur fara sinna ferða, hvert á land sem
hann vildi. Þúsundir manna tóku þessu mann-
úðlega boði tveim höndum. Og þetta fólk var
nú leiðinni út að borgarhliðinu, sem átti að
hleypa því út um.
Mína stóð eins og agndofa og hleraði eftir
orðum manngrúans, ef hún kynni að komast
að einhverju endilegu. Og þegar hún loksins
komst að raun um, hvað hér var á seiði, slóst
hún í förina og fylgdist með þessum vesling-
um út fyrir borgaírmúrana til herbúða kon-
ungsins.
Hinrik konungur sat á Brún sínum, mesta
gæðingi, fyrir framan herbúðir sínar. Um-
hverfis hann fylkti sér riddaraliðið. Hann
kendi auðsjáanlega í brjósti um borgarbúana,
sem fram hjý fóru, samanskroppnir af hor og
hungri. Þegar hann var að horfa á þessar
beinagrindur, sem virtust vera að fylgja sjálf-
um sér til grafar, hneig bam eitt niður í hópn-
um 0g lá þar meðvitundarlaust. Um leið stökk
lítill, hvítur loðhundur úr fangi þess — eins
og hann kæmi úr barminum á því .— og fór að
sleikja það í framan. Þá var eins og alt í einu
færðist líf og fjör í þessa hungruðu aumingja
og þeir leituðust allir við að hremma litla rakk-
ann, en hann smaug úr greipum þeim, þaut
eins og elding gegn um mannþröngina og nam
loksins staðar undir kviðnum á hesti konungs-
ins. Hann hafði um hálsinn gullmen, og vakti
það athygli konungs. Hann bauð því einum
riddaranna að ná hundinum 0g koma með hann
til sín. Og þegar hann skoðaði betur háls-
menið, sá hann, að í það var grafið fangamark
hertogafrúarinnar frá Montmorency.
Meðan þessu fór fram, var Mína litla rökn-
uð úr öngvitinu. Þegar hún kom auga á hund-
inn, hljóp hún til konungsins og bað hann há-
grátandi að skila sér hundinum. Tár hennar
og kveinstafir vöktu meðaumkun konungsins.
Hann spurði hana ítarlega um liundinn og hagi
hennar. Og, er hann frétti, hversu mikið hún
hafði lagt í sölurnar til þess að bjarga lífi
hans, þá veitti hann henni ásjá.
í föruneyti konungs var hershöfðingjakona
ein og fól hann henni að sjá um Mínu og Bimbo.
Þetta varð heillaríkur atburður í lífi Mínu,
og uppfrá því varð æfi hennar ánægjulegri og
sælli. Hún ifékk bezta uppeldi 0g átti Bimbo
alla æfi sína unz hann lézt nálega blindur í
liárri elli. — Unga, Island.
TÓAN OG STORKURINN.
(Dæmisaga.)
Eiu sinni bauð tóa storki til miðdagsverð-
ar. Hann þá boðið og kom til máltíðarinnar að
ákveðnum tíma. Borð vora sett fram og mat-
ur innborinn. Nú var sezt undir borð. En af
glettum við Storkinn hafði tóa eigi annað til
matar, en lapþunna súpu í stóra, grannu trogi.
Tóu veitti létt að háma í sig alla súpuna á svip-
stundu, og sprengfylti sig. En storkurinn
hefir mjótt nef eins og kunnugt er, því varð
honum örðugt um snæðinginn og stóð jafn-
svangur upp frá borðinu, eins og hann settist
niður. Tóa lét sem sér þætti þetta mjög leið-
inlegt. Hún fór mörgum orðum um það, hversu
mikil kræða^ storkurinn væri. Honum hefði
víst ekki gefist að matnum, enda hefði hann
ekki verið eins góður og vel tilreiddur eins og
skyldi, og honum væri samboðið.
Storkurinn lét sem hann heyrði eigi afsak-
anir tóu og fleðulæti, en bað hana mjög auð-
mjúklega að gera sér þann heiður og ánægju
að heimsækja sig næsta dag og borða hjá sér
miðdagsverð.
Þessu hafði tóa sízt Mist við, en lét sér þó
eigi bilt við verða, þakkaði boðið mjög kurteis-
lega og hét ferðinni.
Þegar tóa kom daginn eftir, var alt til reiðu.
Ilminn af réttunum lagði um alt herbergið og
--->oc_>oczz>ocrr>o<--vn<--vn<-
---->»<---->Q<------------------>o<----
■hl
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: 21 834 Office tímar: 2—3
Heimili 776 VICTOR ST.
Phone: 27 122
Winnipeg, Manitoba
DR. O. BJORNSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: 21 834 Office tlmar: 2—3
Heimili: 764 VICTOR ST.
Phone: 27 686
Winnipeg, Manitoba
DR. B. H. OLSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: 21 834 Office timar: 3—5
Heimili: 5 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manitoba
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone: 21834
Stundar augna, eyrna, nef og kverka
ejúkdóma.—Er að hitta kl. 10—12
f. h. og 2—5 e. h.
Heimili: 373 RIVER AVE.
Talslmi: 42 691
Dr. P. H. T. Thorlakson
205 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham and Kennedy
Phone: 21 213—21144
HeimSli: 403 675
Winnipeg, Man.
DR. A. BLONDAL
202 Medical Arts Bidg.
Stundar sérstaklega kvenna og
barna sjúkdóma. Er að hitta frá
kl. 10—12 f. h. og 3—5 e. h.
Office Phone: 22 296
Heimili: 806 VICTOR ST.
Slmi: 28 180
Dr. S. J. JOHANNESSON
stundar lækningar og yfirsetur
Til viðtals kl. 11 f. h. U1 4 e. h.
og frfi. kl. 6—8 að kveldinu
532 SHERBURN ST. SÍMI: 30 877
Drs. H. R.& H. W.Tweed
Tannlceknar
406 TORONTO GENERAL TRUST
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE: 26 545
WINNIPEG
Dr. A. B. INGIMUNDSON
Tannlœknir
602 MEDICAL ARTS BLDG.
Slmi: 28 840 Heimilis: 46 054
Dr. Ragnar E. Eyjolfson
Chiropractor
Stundar sérstaklega Gigt, Bak-
verk, Taugaveiklun og svefnleysi
Skriftst. slmi: 80 726—Heima: 39 265
STE. 837 SOMERSET BLDG.
294 PORTAGE AVE.
DR. A. V. JOHNSON
íalemkur Tannlæknir
212 CURRY BLDG., WINNIPEG
Gegnt pósthúsinu
Sími: 23 742 Heimilis: 33 328
H. A. BERGMAN, K.C.
lalenzkur lögfrœðingur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P. O. Box 1656
PHONES: 26 849 og 26 840
W. J. LÍNDAL Og
BJÖRN STEFÁNSSON
ialenzkir lögfrœflingar
& öðru gólfi
325 MAIN STREET
Talslmi: 24 963
Hafa einnig skrifstofur að Lundar og
Gimli og eru þar að hitta fyrsta mið-
vikudag I hverjum mánuði.
J. T. THORSON, K.C.
lalenzkur lögfrœOingur
Skrifst.: 411 PARIS BLDG.
Phone: 24 471
J. Ragnar Johnson
B.A., LL.B., LL.M. (Harv.)
íalenzkur lögmaöur
910-911 Electric Railway Chambers.
Winnipeg, Canada
Slmi 23 082
Heima: 71753
G. S. THORVALDSON
B.A., LL.B.
LögfrœOingur
Skrifstofa: 702 CONFEDERATON
LIFE BUILDING
Main St. gegnt City Hall
Fhone: 24 587
E. G. Baldwinson, LL.B.
lalenzkur lögfrœOingur
809 PARIS BLDG., WINNIPEG
Residence
Phone: 24 206
Office
Phone: 89 991
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
601 PARIS BLDG., WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. Út-
vega peningalán og eldsábyrgð
af öllu tagi.
Phone: 26 349
A. C. JOHNSON
907 Confederation Life Bldg.
WINÍIIPEG
Annast um fasteignir manna.
Tekur að sér að ávaxta sparifé
fólks. Selur eldsábyrgð og bif-
reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr-
irspurnum svarað samstundis.
Skrifstofus.: 24 263—Heimas.: 33 328
DR. C. H. VROMAN
Tannlœknir
605 BOYD BLDG., WINNIPEG
Phone: 24 171
G. W. MAGNUSSON
Nuddlœknir
91 FURBY ST.
Phone: 36137
Viðtals tlml klukkan 8 til 9 að
morgninum
A. S. BARDAL
848 SHERBROOKE ST.
Selur llkkistur og annast um út-
farir. AlWr útbúnaður sá bezti
Ennfremur selur hann allskonar
minnlsvarða og legsteina.
Skrifstofu talslmi: 86 607
Heimilis talslmi: 58 302
hug>ði tóa sér því til hreyfings og hét að gæða
sér eftir föngum á því, sem fram yrði reitt.
Nú er matur á borð borinn, bæði mikill og
góður. Storkurinn var kurte.is og stimamjúk-
ur eins og góðum gestgjafa sæmir. Hann bað
tóu velvirðingar á því, hversu viðbúnaður all-
ur væri fátæklegur og , vistir af skornum
skamti. Kvað hann það ólíkt veitingunum hjá
henni daginn áður.
En tóunni urðu krásirnar augæamatur einn,
því að svo var ílátið hálsmjótt, að hún fékk að-
eins sleikt um opið á því og gleypt gufuna. Var
það henni skapraun mikil og vöknaði henni um
augun sökum ílöngunar.
Storkurinn tók óspart til matar síns og ót
með beztu lyst. Því fór svo fjarri, að þrengd
ílátsins vrði honum að fyrirstöðu. Hann kom
leikandi nefinu og jafnvel öllum hálsinum of-
an í það. — Þegar tóa sá, að þessi ferð mundi
eigi til f jár verða, kvaddi hún storkinn kurteis-
lega. En jafnframt lét hún þess getið, að eigi
láði hún honum, þótt hann hefði beitt sig þess-
um brögðum, því að jafnan væri auðveldari
eftirleikurinn, og hér hefði aðeins komið krók-
ur á móti bragði. — Unga Isl.
/